Heimskringla - 18.03.1925, Blaðsíða 4

Heimskringla - 18.03.1925, Blaðsíða 4
 4. BLAÐSlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 18. MARZ 1925. ■ffiíehnskrinxslei (StofnnTS 188«) Krmnr flt fl hverjam mhivlknderi EIGENDUR: VIKING PRESS, LTD. 853 o* 855 SARGENT AVE.. VVINfiIPKG, Talsfml: N-6537 Vor« blaBsins er »3.00 Argangurinn borg- lst fyrirfram. Allar borganir sendist THE YIKING PRESS LTD. SIGPÚS HALLDÓRS frá Höfnum Bitstjóri. JAKOB F. KRISTJÁNSSON, Ráðsmaður. UtanflNkrlft tll blaflmlnat THB VIKING PRESS, Ltd^ Box 8105 UtanflNkrlft tll r||NtJrtranói: EDITOK HKIMSKKINGLA, Uox 8105 WINNIPEG, MAIV. “Heimskrlngla Is pablished by The Vlkinx Preaa L.td. and prlnted by CITY PRINTING Æ PUBLISHING CO. 853-855 Sareent Ave., Wlnnipeg, Man. Telephone: N «537 Seinni part dagsins, er brtt. viö tmnan lið b~), haföi verið samþykt, kom tillaga frá J. Gillies, Brown, studd af B. B. Ólson, að samþykkja nefndarálitið með áorðruMn breytingum. Var hún samþykt með öllum greiddum atkvæðum og málið þar með afgreitt af þinginu. Þá er þriðji liður c) hafði verið samþyktur var ákveðið að fresta fundi til kl. 2 e. h. WINNIPEG, MANITOBA, 18. MARZ 1925. Sjötta Ársþing ÞJOÐRÆKNISFELAGS íslendinga 1 VESTURHEIMI. Frh. Fundur var settur að nýju, fimtudaginn 26. febrúar, kl. 11.30 f. h. Vara.ritari las upp fundargerð síðasta fund- ar og var hún samþykt með þeim breytingum, að grein sú, er svo hljóðar: “Þá las Björn Pétursson upp athugasemdir yfirskoðunarmanna, og fundu þeir að hinu óheppilega fyrirkomulagi á bókfærslu embættismanna félagsins, sérstaklega skjalavarðar og fjármálaritara, og töldu nauðsynlegt að breyta bókfærsluaðferðinni”, — breytist á þá leið, að orðin “skjalavarðar og” falli burtu, þar eð að- eins er tekið fram í skriflegum athugasemdum yfirskoðunarmanna í ár, að bending yfirskoð- unarmanna í fyrra: Um “breyting á bókum og bókfærslu fjármálaritara. Og heimköllun eldri árgöngum tímaritsins og innköllun ógold. inna skulda fyrir það”, hefði aðeins að litlu leyti verið tekin til greina á liðnu ári. Þá las Mr. Björn Pétursson upp álit nefnd- ar þeirrar, er sett var til þess að gera tillögur um reikningsfærslu og viðskifti félagsins, samkvæmt bendingum yfirskoðunarmanna, og ýmsra þing- manna, og svo um löggildingu þess. Lagði nefnd. in fram álit sitt í 3 liðum. 1 fyrsta lagi: a)að löggilda félagið við fyrstu hentugleika, b)að haga öllum bankaviðskiftum samkvæmt bendingum yfirskoðunarmanna, og c) að féhirðir setji veð, er frkv. nefnd félagsins ákveði sanngjarnt. • I öðru lagi: a)að fjármálaritari taki upp bókfærslu er sýni nákvæmlegai aðstöðu hvers ein. staklings og deildar við áramót, enda sé skýrsla hans yfirskoðuð, b'að fjárm.ritari skrifi ölium meðlimum er skuldað hafa sig úr félaginu þessu ári aðeins, og bjóði þeim að borga $1.00, og séu þeir þá nýjir meðlimir. / þriðja lagi: a)að skjalavörður ábyrgist fé- laginu öll skjöl, bækur og aðrar félagseignir, sem hjá honum séu varðveittar, og af honum með teknar og setji hann veð hvert ár alt að $2,000 —, en félagið greiði þann kostnað, er af því leið. ir, b)að allar félagseignir hjá skjalaverði séu vá. trygðar sanngjarnlega á hverju ári. Ákveði fé- lagsstjórnin upphæðina og borgi kostnaðinn, og c) að allar bækur sendar til Islands séu undan. þegnar þessum skilyrðum. Nefndarálitið var rætt lið fyrir lið. TiIIaga kom frá B. B. Ólson, studd af H. Bárdal, að samþykkja fyrsta lið a). Var það gert eftir stuttar umræður. — Kom þá tillaga frá Bj. Magnússyni um að fela stjórnarnefnd félags- ins að löggilda það á þessu ári, ef hún sæi sér fært. En samþykt var að vísa því atriði undir ný mál. Kom tillaga fram um það síðasta fundardag, frá sírá Rögnvaldi Péturssyni, að fela frkv.nefnd félagsins, að löggilda það á þessu ári. Var hún studd og samþykt með öllum greiddum atkvæð- um. Fyrsti liður b) var samþyktur með öllum greiddum atkvæðum, og sömuleiðis fyrsti liður c). Þá var samþyktur með öllum greiddum at- kvæðum annar liður a), um bókfærslu fjármála. ritara. Við annan lið b) kom brt.tillaga frá síra Rögnvaldi Péturssyni, þess efnis, að vísa honum aftur til nefndarinnar, að hún orðaði hann öðru. vísi. Var sú brtt. samþykt með miklum meiri hluta atkvæða. Lagði nefndin liðinm aftur ó- breyttan fyrir þingið, seinni parts dagsins. Kom þá tillaga frá J. Húnfjörð, studd af Jóni Jóna. tanssyni, að samþykkja hann óbreyttan. Gerði J. J. Bildfell þá brtt. þar við, studda af H. Bárdal, að frkv.nefnd félagsins sé falið málið til með. ferðar. Urðu töluverðar umræður um það, en brtt. loks samþvkt með 23 atkvæðum gegn 6. Þriðji liður a) var samþyktur með öllum greiddum atkvæðum. Sömuleiðis þriðji liður b) og þriðji liður c). , Klukkan 2.15 e. h. sama dag var fundur aft- ur settur og fundargerðin frá síðasta fundi lesin upp og samþykt breytingalaust í einu hljóði. Þá las Mr. Páll Bjarnarson frá Winnipeg upp álit nefndar þeirrar er sett hafði verið til þess að gera tillögur um tilhögun íslenzkukenslu á íslenzkum heimilum í Winnipeg. Var álitið í þrem liðum. Tillaga kom fram frá Bjarna Magnússyni,' og var samþykt í einu hljóði, þess efnis, að skifta fyrsta lið í þrent. Samkvæmt því lagði þá nefnd- in það til: / fyrsta lagi: a)að halda áfram íslenzku- kenslunni í heimahúsum undir umsjón félags- nefndar og “Frónsdeildar”. b)að flytja laugar. dagsskólakensluna á vetrum, til þeirra tveggja mánaða á sumrin, er alþýðuskólum er lokað, c) að veita $20—$30 verðlaun á prófum, þeim er fram úr sköruðu um islenzkukunnáttu. / öðru lagi: að þar sem nauðsynlegt sé að fá íslenzku viðurkenda námsgrein í æðri skól- um (Highschool) fylkisins, þá sé vinnu haldið áfram í þá átt, unz því takmarki er náð. I þriðja lagi: að þar sem komið sé á góðan rekspöl, fyrir aðgerðir forseta og stjórnarnefnd- ar félagsins með að fá íslenzku viðtekna sem námsgrein í háskólum (University) þá skuli því máli fylgt kostgæfilega til fullnaðarúrslita. Fylsti liður a) var samþyktur í einu hljóði. Við fyrsta lið b) kom brtt. frá síra Rögnvaldi Péturssyni, studd af síra Jónasi Sigurðssyni, þess efnis að halda skyldi áfram laugardagskenslu á vetrum, en þar að auki skyldi henni haldið áfram á sumrum. Urðu töluverðar umræður með og móti, en að lokum var brtt. samþykt með öllum þorra atkvæða. Síra Jónas A. Sigurðsson gerði tillögu studda af Birni Péturssyni, áð samþykkja fyrsta lið c óbreyttan. Sigfús Halldórs frá Höfnum gerði þá brtt., að leyfa að veita alt að $50. — verðlaun, þar eð miklu meiri nauðsyn bæri til þess að hlynna aö íslenzkukenslunni hér i Winnipeg en annar- staðar. Brtt. var feld með miklum meiri hluta at- kvæða og tillaga síra Jónasar siðan samþykt með öllum greiddum atkvæðum. Annar liður nefndarálitsins var samþyktur með öllum greiddum atkvæðum. Þriðji liður var og samþyktur með öllum greiddum atkvæðupi. Gat síra R. Pétursson þess í sambandi ’við hann, að vér værum ver settir í Manitoba, en í Saskatchewan, því þar veitti há- skólinn í Saskatoon þeim kenslu, er óskuðu þess, hjá Þorvaldi prófessor Þorvaldssyni. Síra Jón. as A. Sigurðsson kvað og vera kost á íslenzku. kenslu við háskólann í Seattle. Gerði síra Jónas A. Sigurðsson þá tillögu, en Sigfús Halldórs frá Höfnum studdi, að sam. þykkja skyldi nefndarálitið með áorðnum breyt- ingum. , Var það samþykt með öllum greiddum at. kvæðum, og það mál þannig afgreitt af þinginu. Þá las hr. Jakob F. Kristjánsson upp álit nefndar þeirrar, er gera skjyldi tillögur um bóka. sáfnsmálið. Kváðu þeir þann manninn, er þeir hefðu ætlað að leita ráða hjá, vera veikan, svo að þeir væru Sjálfir ekki allskostar ánægðir með tillögur sinar. Leyfðu þeir sér þó að leggja fyrir þingið: I fyrsta lagi: að þar eð ótiltækilegt> sé að stofna bókasafn án þess að tryggt sé húsrúm, en erfitt að fá það nú, þá mætti reyna að leita ti! Carnegie bókasafnsins hér, að það varðveiti bækur félagsins og ábyrgist þær, enda taki það íslenzkan starfsmann að safninu, og heimili hon. um nægan tíma frá öðrum störfum, til þess að halda góðu lagi á íslenzku bókunum. I öðru lagi: Komist félagið að þessum samn. ingum, heimili þingið væntanlegri nefnd að leita til útgefenda og rithöfunda um bókagjafir, og ennfremur að nota, alt að $200. — á næsta ári til bókakaupa. / þriðja lagi: Takist nefndinni ekki þetta, skuli hún íhuga aðra möguleika og leggja álit sitt um þá fyrir næsta þing. Samþykt var að ræða hvern lið fyrir sigl Sigfús HaHdórs frá Höfnum benti á það dæmalausa hirðuleysi um bækur, jafnvel enskar, er ætti sér stað á Carnegie safninu. Klemens Jónasson vildi að sem mestu af gömlum, sjald- gæfum íslenzkum bókum, er nú væru að farast hér vestra, yrði bjargað á þetta fyrirhugaða safn. Við fyrsta lið kom brtt. frá síra Jónasi A. Sigurðssyni þess efnis, að hann skyldi hljóða svo: “Með þvi að nefndin álítur ótiltækilegt að stofná bókasafn, án þess að því sé trygt húsnæði, leggur hún til að kosin sé 3. manna milliþinga- nefnd til þess að athuga málið. Þessi brtt. var studd og samþykt með öllum greiddum atkvæðum gegfn 2. Við annan lið gerði ^Sigfús Halldórs frá Höfnum þá brtt. að hann skyldi falla í burtu. Var hún studd af síra Jónasi A. Sigurðssyni. Brtt. við brtt. kom frá sira Rögnvaldi Péturssyni studd af Birni Péturssyni, að í stað liðsins komi nýr annar liður, er hljóði svo: ‘'Nefndin leggur til að væntanlegri 3. manna milliþinganefnd sé falin varðveizla þeirra bóka, er bókasafninu kann að áskotnast”. Var þessi brtt. við brtt. samþykt með öllum þorra atkvæða. Við þriðja lið nefndarálitsins, kom sú brtt. frá síra Rögnvaldi Péturssyni, studd af sira Jón. asi A. Sigurðssyni, að liðurinn falli í burtu, en i stað hans komi hinn upprunalegi annar liður nefndarálitsins, með litlum breytingum, er hljóði svo: “Takist milliþinganefndinni að komast að samningum á húsrúmi fyrir bókasafnið, felur þingið nefndinni, að fara þess á leit við útgefend- ur og rithöfunda, í nafni félagsins, að gefa því bækur, og að sjá um það eftir megni, að forða dýrmætum íslenzkum bókum hér vestra frá glöt- un. Ennfremur heimilar þingið nefndinni að ijota alt að $200.00 á næsta ári til þess að kaupa þær bækur, sem ekki fást gefnar, og hún álítur nauðsynlegar”. Þessi brtt. var samþykt með öllum greiddum atkvæðum. Þvinæst var nefndarálitið samþykt, með áorðnum breytingum, með öllum greiddum at- kvæðum. Þá var milliþinganefndin kosin, og var hún skipuð þeim Páli Bjarnarsyni, Arnljóti B. Ólson og síra Rúnólfi Marteinssyni. Var þetta mál þannig afgreitt af þinginu. Þá lá næst fyrir málið um varnarsjóð Ingólfs Ingólfssonar. Lýsti framsögumaður nefndarinnar, er í það hafði verið sett, Árni lögmaður Eggertsson því yfir, að álitið væri til, en nefndin kysi að biða þar til allir nefndarmenn væru viðstaddir. Síra Jónas A. Sigurðsson óskaði þess, að álitið kæmi samt fram, og síra Ragnar E. Kvaran óskaði þess að stjórnarnefndin skýrði þinginu frá Ingólfsmálinu. Ivar Hjartarson kvað nefndina hafa komið sér saman um að leggja ekki álitið fram nema allir nefndarmenn væru viðstaddir, og Árni lög- maður Eggertsson kvaðst álita það persónulega móðgun við sig, ef málið yrði skýrt, eða kæmi fram á undan nefndarálitinu. Var málinu því skotið á frest, og samþykt tillaga frá Jakob F. Kristjánssyni að taka fyrir Ný ntál. Las forseti þá fyrst upp ávarp Jóhannesar glímukappa Jósefssonar, og tillögur hans um ís. lenzka glimu, stílaðar til ársþings Þjóðræknisfé- lagsins. Tekur hann það fram að glíman sé hin eina al.íslenzka iþrótt; og eins og íslenzk tunga hafi verið og sé hið lífgefandi magn þjóðernis vors og eðlis, svo sé og hin íslenzka glíma falin í skauti ættgengra vona vorra, um heiður, karl- mensku og drengskap íslenzkra manna. Leggur hann til að Þjóðræknisfélagið gangist fyrir stofnun glimufélaga meðal Vestur.íslendinga, og veiti nauðsjmlega liðveizlu málinu til trygg. ingar. Verði tillaga þessi samþykt lofar hann að leggja til $100.00 á hverju ári í tíu ár, er verja skal til verðlaunagripa handa íslenzkum glímu. möynum, því aðeins þó, að glímt verði um verð. launin á mótum í sambandi við árlegt þing Þjóð. ræknisfélagsins og undir þess umsjón. Þessu bréfi hr. Jóhannesar Jósefssonar var tekið með dynjandi lófaklappi. Var samþykt að setja 3. manna nefnd til þess að íhuga málið, og í nefndina kosnir Jakob F. Kristjánsson, H. Bár. dal og Jón Húnfjörð. Kom nefndift fram með tiilögur sínar daginn eftir, sem hér fylgir: / fyrsta lagi: að þingið samþykki tillögu Jóhannesar Jósefssonar. / öðru lagi: að fela þriggja manna milli. þinganefnd stofnun glímufélags í Winnipeg og víðar. / þriðja lagi: að'þingið skori á deildir að íy'gja, þeirri nefnd af alefli. / fjórða lagi: a$ frkv.nefnd félagsins sé fal- ið að veita forstöðu glímumóti í sambandi við þingið ár hvert. / fimta lagi: að þingið veiti milliþinganefnd. inni alt að $100.00 í þarfir þessa máls. / sjötta lagi: að fela forseta að þakka Jó- hannesi, í nafni félagsins hið höfðinglega boð, og tilkynna honum, að því sé tekið. Var sámþykt að ræða nefndarálitið lið fyr. ir lið. Töluverðar umræður urðu um fyrsta lið, en að lokum var hann samþyktur með tillögu frá síra Jónasi A. Sigurðssyni, studdri af Birni Péturssyni. Við annan lið kom fram breytingartillaga frá Birni Péturssyni um að kjósa 5 menn í milli. þinganefnd, en ekki 3. Var sú brtt. feld með 20 atkvæðum gegn 15, og liðurinn síðan borinn upp og samþyktur. Þriðji liður, var samþyktur, samkvæmt til_ lögu frá B. B. Ölson, sfuddri af G. Húnfjörð. Fjórði liður var samþyktur i einu hljóði. Um fimta lið urðu langar umræður unz Björn Pétursson gerði tillögu um að slíta þeim; studdi Dr. Sig. Júl. Jóhannesson. Var hún sam. þykt, og liðurinn síðan borinn upp og samþykt. ur í einu hljóði. Sjötti liður var samþyktur í einu hljóði. Þá var nefndarálitið alt borið undir atkvæði og samþykt með öllum greiddum atkvæðum. Þá var samþykt tillaga frá Árna lögmanni Eggertssyni, studd af J. Gillies, að fresta kosn. ingii milliþinganefndar til síðari hluta dags, þar eð eigi fengust nægilega margir útnefndir. Var það gert og gengið til kosningar um þá fjóra: Jakob F. Kristjánsson, Sigfús Halldórs frá Höfnum, Jón Tómasson og Eirik Is. feld. Voru lyinir þrír ^fyrstnefrhdu kosnir í milliþinganefndina og málið þannig afgreitt af þinginu. Þá kom fram tillaga frá Sigfúsi Halldórs frá Höfnum þess efnis, að tekin skyldi á dagskrá (hugmynd Guðmundar Húnfjörð, um að íslenzk um Winnipeg-börnum sé komið fyr_ ir á íslenzkum sveitabæjum í sum- arfríinu. Var það samþykt með öll- um greiddum atkvæðum. Guðm. Húnfjörð gerði tillögu um, að kjósa í þetta mál 5 manna milli- þinganefnd, skipaða 3 konum og 2 körlum. Var hún studd og samþykt. Samþykt var að fresta kosningu í nefndina til næsta dags þar eð svo fáir voru eftir á fundi. Var svo gert, og hlutu þá kosningu: Mrs. P. S. Pálsson, Mrjs. H. iDaviðs^on, Miss Ingibjörg Björnsson, Sigþirður Odd- leifsson og Jónas Jóhannesson. Var það mál þannig afgreitt af þinginu. Þá var samþykt að fresta þing- fundi til kl. 9.30 f. h. næsta dag. Um kvöldið kl. 8 var samkoma haldin, Islendingamót, fyrir tilstilli deildarinnar “Frón”, í Goodtemplara. húsinu. Forseti “Fróns”.deildarinnar, síra Rúnólfur Marteinsson, flutti stutt á- varp og bað gesti og aðkomumenn velkomna á þetta mót. Þá lék hr. E. Oddleifsson á saxo- phone og aðstoðaði ungfrú Fríða Long við píanó, og þótti góð skemt. un. Þá las síra Rúnólfur Marteinsson upp snjalt kvæði, hrynhendu, eftir síra Jónas A. Sigurðsson. Hafði höfundurinn ort það fyrir “Frón”, við þetta tækifæri, eftir beiðni deild- arforsetans. Var gerður mikill róm. ur að kvæðinu, unz höfundurinn var kallaður fram og fagnað að • öllum ásjáandi. Þá söng karlakór, undir stjórn Halldórs Thórólfssonar, og þótti vel takast. Þá bauð forsetinn velkominn á ræðupallinn skáldið og rithöfundinn Einar H. Kvaran, og var honum fagn- að með dynjandi lófataki. Erindi sitt nefndi hann “íslenzkt þjóðerni í Vesturheimi”, qg var það samið og flutt af þeirri afburðasnild, sem mönn um mjög sjaldan á æfinni auðn. ast að verða aðnjótandi, enda létu fundarmenn þakklæti sitt og fögnuð lengi í Ijósi. Þá söng Sigfús Halldórs frá Höfn um nokkur lög, og lék Tryggvi Björnsson undir á píanó. Næst kom fram á ræðupallinn Dr. Sig. Júl. Jóhannesson til þess að lesa upp frumsamið kvæði, ort í tilefni af þessu þjóðræknisþingi. Bað hann þingheim fyrst leyfis að mega segja nokkur orð í óbundnu máli. Var það upphaf og endir máls hans, að allir Vestur.Islendingar ættu að samein. ast um Þjóðræknisfélagið. Goodtempl arar ættu fyrst að gefa félaginu hús sitt; Islendingadagurinn ætti héreft- ir að haldast undir umsjóm Þjóðrækn. isfélagsins og stjórnarnefndar þess; íslenzku kirkjurnar ættu að renna saman í eina kirkjudeild, þar sem þó hver-deild og hver einstíaklingur væri frjáls sinnar skoðunar, — undir væng Þjóðræknisfélagsins; Jóns Bjarnason. ar skólinn og Gamalmennaheimilið ættu einnig að leggjast undir umsjón félagsins, og að lokum ætti að gefa Þjóðræknisfélaginu bæði íslenzku blöðin, að þeim yrði steypt saman eitt blað, er félagið héldi út. — Var gerðþr hinn( mesti rómur að máli læknisins, og óx fögnuðurinn og glaumurinn í salnum um allan helm. iug við hverja tillögu, unz þakið ætí. aði af að keyra við síðustu tillög- una. Að fagnaðarópunum lægðum, las læknirinn kvæði sitt og hlaut mik. ið lof fyrir. Þá söng karlakór Halldórs Thór. ólfssonar aftur. Þvínæst las sifa Ragnar E. Kvar- an upp “Brot úr gamanbréfi”, eftir Jónas Hallgrímsson, og var að hin bezta skemtan. Þá var leikið á hljóðfæri, banjo og píanó, af þeim Mr. W. Bello, og ungfrú Fríðu Long. Var það síðasta atriðið á skemtiskránni, og gerður að þvi góður rómur. Síðan var gengið í kjallarasal Goodtemplarahússins. Dignuðu þar borð undir hangikjöti og rúllupylsu. sneiðum, kleinum, pönnukökum, og öðru góðgæti. Urðu menn að fara ofan í tvennu lagi, því matur var framreiddur fyrir 200 manns í einu, DODD’S nýrnapillur eru bezta nýrnameðalið. Lækna og gigt, bakverki, hjartabilun, þvag- teppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’a Kldney Pills kosta 60c askjan, eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllum lyfsögum, eða frá. The Dodds Medicine Co., Ltd. Toronto, Ontario. t ’ en um eða yfir 400 manns voru á samkomunni. Þar næst var dansað í efri salnurra til kl. eitf um miönætti. Var þá þess- ari samkomu slitið, og allra mál aö hún hefði bezt verið á vetrinum. Frh. Stjörnufræðisdeild Harvard há- skólans hefur nýlega gefið út yfir lit yfir athuganir sínar á Magel- lanic stjörnuskýunum á suðurhimn- inum, í þremur bindum. Er það eink- ar fróðleg skýrsla og skemtileg- Stjörnufræðin hefur á síðustu fáum árum að mun aukið þekkingu á þess- um stjörnuklasa, og er þessi Har- vard skýrsla yfirlit yfir alt það, sem mönnum hefur tekist að læra um þessi ský, auk þess sem skóla- deildin hefur sérstaklega lagt fyrir sig að uppgötva þeim viðvíkjandi- * # • Þessi svokölluSu Magellasic ský, eru i augum stjörnufræðinga, eitt- hvað það tilkomumesta sem auganu mætir á himinhvolfinu. Þegar fyrst hófust siglingar um suðurhöfin, fluttu sjómenn heim með sér fregnir um býsn þau, sem sæust á suður- hvolfinu, hinum ljómandi krossi, sen» suðurheimskautið vísaði að, og þess- um skýjum, sem krossinum fylgdi- Draga þau nafn af Magellan, sem sá þau, er hann fyrstur manna sigldí umhverfis hnöttinn. Þó er ætlað, a5 arabiskur ferðalangur hafi fyrstur séð þau einhverntíma á 10. öldinni. Gaf hann þeim heitið “hvíta yxnið”- Sir John Herschel varði miklum tíma til athugana á þessum skýjum, en þó er það aðeins síðan ljósmynda- ismíðir fullkomnuðust, að nokkuð verulegt þeim viðvíkjandi hefur kom ið í ljós. \ * * • Hvorttveggja skýin eru eggmynd- uð, og fyrirbera augað sem þoku- móða. Athuganir Híarvard ákólans hafa leitt í ljós, meðal annars þaö sem fylgir; Fjarlægð minna skýsins frá jörð- inni er 31 kílóparsecs. Einn kíló- parsec er þúsund parsecs, en parsec er sem svarar 19 miljón miljónir, eða 19 triljónir mílna. 31 kílóparsecs er því 589 kvadrilíónir mílna, en sú vegalengd er sex þúsund milón sinn_ um lengra en fjarlægð sólar frá jörðinni. Þó glóir það svo skært á hvolfinu, að auga siglingamannsins í suðurhöfum dregst ósjálfrátt að því. Þvermál þess er 2 kílóparsecs, eða sem svarar 50 sinnum eins langt og frá jörðinni til stjömuklasa þess er Hyades nefnist. Af þeim hundruð- um þúsunda stjarna (sólna), sem þetta ský mynda, eru 300 svo feiki- lega stórar, að hver um sig er fimtíu- þúsund sinnum bjartari en sól vor. Tvö hundruð og sextíu þúsund af minni stjörnunum í þessum klasa eru hver um sig yfir hundrað sinnutn bjartari en sól vor. Skal því ekki furða, þó fjarlægðin sé talsverð, að það sé nokkuð tilkomumikið að sjá. Stærra skýið, sem ekki glóir eins bjart og hið minna, er í nokkuö meiri fjarlægð, eða sem svarar 34 kilóparsecs — 655 kvadriliónir mílna. Þetta ský er svo stórt ummáls, að væri það í þessum hluta geimsins, með sól

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.