Heimskringla - 08.04.1925, Blaðsíða 4

Heimskringla - 08.04.1925, Blaðsíða 4
4. BLAÐSlÐA HEIMSKKINGLA WINNIPEG, 8. APRÍL, 1924. Prcítnsktrin^la (Stofnnn 1886) Kennr Ot á hverjiim mlðvikadefL EIGENDUR: VIKING PRESS, LTD. 853 og 855 SARGBNT AVB., WINNIPKG, Talilml: N-6537 Ver« blaíslns or »3.00 árgangurlnn borg- lst fyrirfram. Allar borganlr sendist THE YIKING PRE8S LTD. 6IGPÚS HALLDÓRS frá Höfnum Rltstjóri. JAKOB F. KRISTJÁNSSON, Ráðsmaður. ('txnAHkrift fll blaHflinii THE VIKING PRESS, Ltd^ Box 8105 UtanftMkrlft tll rlf nt JAran.4 s EDITOK HEIMSKKINGLA, Box 8105 WINNIPEG, MAN. “Helmskrlngla ls pnbllshed by The Vlklng; Preia Ltd. and printed by CITY PRINTING Æ PUBL.ISHING CO. 853-S55 Snrxent Ave., Wfnnlpcf?, Man. Telephone: N 6537 WINNIPEG, MANITOBA, 8. APRÍL 1925. Frá brezku sjónarmiði og frá frönsku. Það er varla ofmikið sagt, að allur heimurinn standi á öndinni, óþreyjufull- ur út af endalausri bið eftir því að jafn- vægi komist á í Evrópu, svo að tiltök verði til þess að fara að hugsa um það, hvert ekki myndi mega fara að gá svo til veðurs á stjórnmálahimninum, að þar sjá- ist ekki annað en óheillaþrungin illviðra- blika stríðsofsa og ofbeldis á aðra hliðina, og bikkvartir kólguhnyklar ótrúar og angistarhaturs á báðar. Þeim af bandamönnum, og þeirra venzlamönnum, sem hæet hömpuðu ætt- jarðarástinni, á kostnað annara, þóttu spár Keynes um Versala-samninginn, og það ástand, sem af honum myndi leiða, ganga goðgá næst. Sá mikli fjármála- spekingur, og sanngjarni mannvinur, var af öllum þorra manna kallaður hrakspá- maður og falsspámaður. Allir Babbittar í öllum löndum sigurvegaranna, og allir enn smærri labbakútar, áhangendur þeirra, æptu að honum, og sungu sönginn, sem þeir altaf syngja: Hann væri einn af þessum þrætugjörnu mannréttindavinum, eða jafnaðarmönnum, eða bolshevikum; — Babbitt þekkir enga skilgreiningu á þessu — einn af þessum sí-óánægðu böl- sýnismönnum, sem eiginlega væru betur gerðir landrækir; einn af þessum land- ráðamönnum, sem ekki vilja viðurkenna, að alt sé gott, sem föðurlandið gerir; þjóð- níðingur, sem væri svo djarfur, að lárta í ljós á prenti þann ugg, sem hann bæri í brjósti um það, að víman í dag kynni að hafa í för með sér blýhatta og timbur- menn á morgun. En Keynes og nokkrir fleiri gjörhug- ulir menn, sem höfðu kjark til þess að skygnast fram á veginn, og þrek til þess að horfast í augu við þær þrautir, er þar biðu, sem þeir sáu að vandsneitt gæti orðið hjá, áttu gjörsamlega kollgátuna. Og þó mun ekki vera alveg víst, að ekki sé enn ver í pottinn búið, nú, á þessu herrans ári 1925, en jafnvel þessir menn bjuggust við. Það myndu fáir hafa trúað því vorið 1919, að nú sex árum síðar, myndi útlitið vera að flestu leyti miklu í- skyggilegra, en vorið 1914. Og því er nú ver, að það er ekki hægt að neita því með nokkurri skynsemi. Það er ennþá meira af úlfúð, ennþá meira af tortrygni, ennþá meira af augljósu hatri nú, en þá var. Það ber ekkert gott til þess, að Evrópuríkin ekki rjúka saman þá og þegar. Rússland er flakandi í sárum eft- ir blóðbað ófriðarins og byltinguna ógur- legu, Þýzkaland vanmegnugt og afvopn- að og Austurríki er ekki lengur til (sem stórveldi). Og hin stórveldin eru í botn- lausum skuldum, að Bandaríkjunum und- anteknum, og þeim borgar enginn skuldunautur, nema Englendingar^, svo ekki er sennilegt, að þeir bregðist sérlega vel við fjárlánum, eða vopnalánbeiðni. En lítill vafi er á því, að hefði ófriðurinn ekki úttaugað stórveldin eins gífurlega og raun varð á, þá væru þau þegar komin í hár saman aftur. Að vísu er öll alþýða manna í öllum þessum löndum dauðþreytt á ófriði, ósk- ar einskis fremur en friðar. Og væri hægt að losna við stjórnmálagarpana, sem því miður hafa lifað ófriðinn, og lítið eða ekk- ert af honum lært, þá væri lítil hætta á því, að alþýðan myndi brenna sig á sama soðinu aftur. Stjórnmálamennirnlr hafa ekkert af ófriðnum lært. Þeir eru jafn óhreinskiln- ír, jafn tortryggnir og áður, og baktjalda- makkið virðist fara fram alveg eins og fyr. En þetta ástand, að enginn í Evrópu veit sig öruggan til morguns, er að kenna reipdrættinum eilífa milli Englands og Frakklands. Báðir eru að reyna að telja sér trú um það, að þeir hljóti að standa eða falla saman, af því að þeir voru samherjar í ó- friðnum mikla. En eins og nú standa sakir, er síður en svo að alt geti fallið í ljúfa löð með fóst- bræðrunum. Þeir virðast eiga mjög ólíkra hagsmuna að gæta, og reyndin verður sú, að þeir trompa æði oft háspilin hver fyrir öðrum, og oft af fremur lítilli fyrir- hyggju, að því er virðist. Englendingar ámæla nú Frökkum fyrir fastheldni við Yersalasamninginn, sem má heita að sé verk Clemenceau, og nú álasa Frakkar Englendingum mjög fyrir, að neita að skrifa undir gjörðardómssamninginn. En stjórnmálakurteisin leyfir ekki að leggja spilin á borðið frammi fyrir almenningi, og líklega heldur ekki að tjaldabaki. En þetta er auðséð: Frakkar hafa á sér sigurvegarabrag, en því miður sigurvegarabrag lítilmensk- unnar. Franskir stjórnmálamenn og hers- höfðingjar virðast hafa valið sér einkunn- arorð, það snjallyrði, er rómverskir ann- álar segja, að hrotið hafi af vörum Brennusar: Væ victis! Sigraðir menn verða að sætta sig við alt. í 40 ár höfðu ráðsmenn Frakka og blaðamenn þeirra blásið að hefndameistanum í brjósti þjóð- arinnar. Og þess heitar brann eldurinn, sem þeir vissu sig minni máttar en Þjóð- verja; liðfærri ár frá ári. Og þegar loks tekst að velta jötninum um koll, þá eru þeir svo blindaðir af margra ára æsingu, af minnimáttar hatri og hræðslu, að í stað þess að rétta hinum gjörkúgaða Golíat sáttfúsa hönd, og treysta á dreng- skap hans, með því að hjálpa honum á fæturnar, þá reyra þeir hann í viðjar, misþyrma honum og limlesta hann. Þeir eru druknir af sigurvímunni og hugsa ekki um annað en að láta kné fylgja kviði. Og Englendingarair, sem þó eru gáðari, hafa engann nógu mikinn mann við stýrið þá, til þess að koma vitinu fyrir Frakka; engan Gladstone, aðeins David Lloyd George, Wales-manninn litla, sem búist hafði aðdáanlegu risagervi í mörg ár og blekt með því alla veröldina. En nú stenst gervið ekki þessa eldraun. Það fuðrar upp utan af honum og skilur eftir nakinn dverginn. Frakkar sneiða það af Þýzkalandi, sem þeir treysta sér og smáríkjum þeim, er stofnsett eru fyrir austan það, til þess að gleypa. Þeir afvopna Þjóðverja, setja þeim ógurlega borgunarskilmála og fara hershöndum um iðnaðarhéruð þeirra að vestan. Og við hverja nýja óheillaráðstöfun vex hatrið og hefnigirnin hjá Þjóðverjum og hatrið og hræðslan hjá Frökkum, og þá ekki síður bandamönnum þeirra, sér- staklega Czecho-Slóvökum og Pólverjum, sem illa gengur að gleypa það, sem fyrir þá var sett af þýzkum þjóðbrotum. Frakkar og þeirra bandamenn heimta þessvegna æ sterkari “tryggingar” af Þjóðverjum. En aftur á móti neita þeir gjörsamlega að gera *nokkra samninga við þá', í sambandi við Englendinga, á friðsamlegum grundvelli, þar sem helzta ! tryggingin sé drengskapur og sómatil- ! finning. Þeim er enn tíðrætt um það, að : þær lyndiseinkunnir séu ekki til hjá Þjóð- J verjum, þeir virði öll loforð að vettugi, ' þeim sé ómögulegt að treysta. Af mönn- um, sem ekki er hægt að treysta, er eins- kis nema hins versta að vænta. Af þessum hugsunarhætti leiðir þá og auðvitað það, að Frakkar þykjast neydd- ir til þess að kúga Þjóðverja um aldur og æfi, halda þeim niðri, nægilega veik- j burða, til þess að þeir geti aldrei reist sig. En þeir vita ákaflega vel, að það er al- | gerður ógerningur um Iangan tíma, j jafnvel með þeim styrk, sem aðrir banda- 1 menn þeirra í Evrópu geta frekast veitt þeim, ef þeir mega ekki reiða sig á fulla j samúð og hjálp Englendinga. Þeir vita, j að það er ógerningur fyrir þá að drepa I Þjóðverja með því að innlima stærri | stykki frá þeipa, annars myndu þeir vafa- j laust hafa farið að ráðum Fochs mar- ! skálks, tekið alla sneiðina austur að Rín, j og búist þar um sem rambyggilegast. En \ gallinn er sá, að það er ekki gaman að í eiga nokkrar miljónir fjandmanna að baki virkja sinna og víggirðinga, ef í ófrið slæst. En Frökkum er ómögulegt sök- um mannfæðar, að manna Rínfylkin vestanverð, og þau myndu í eina eða tvær aldir að minsta kosti verða þýzk í lund og máli. Englendingar hafa aldrei verið hat- ursmenri Þjóðverja, og eru ekki enn, þótt uppgangur Þj(5ðverja, og vægðarlaus dugnaður, væri sár þyrair í augum brezkra kaupsýsflumanna yög stórveldis- sinna. Þjóðverjum er og mjög runnin reiðin við Englendinga, þó þeim að vísu svlði ennþá að hafa mist nýlendur sínar í hend- ur þeirra. Englendingum er ekkert áhugamál að eyðileggja Þjóðverja; síður en svo. Þeim er fyllilega ljóst hver nauðsyn ber til þess að halda viðskiftavináttu við þá. Þeim er ljóst, að stórkostlegum rangindum var beitt, er löndum var skift að austan, bæði í Efri Slesíu og Danzig, og Póllandi gefið héraðið í kring um Vilna, sem Rúss- um bar, (fólksfjöldi 3,600,000, þar af 1,- 000,000 Pólverjar), en þó sérstaklega er Pólverjar fengu í sinn hlut suð-austur hluta Galizíu, sem nálega einvörðungu er bygður Rúþenum. Þeim er ljóst að ófrið- arblikan dreifist aldrei fyr en Þjóðverjar hafa fengið réttan sinn hlut þar eystra, hvað sem líður þeim afskaplegu skaða- bótakröfum, sem Þjóðverjar eiga nú að mæta. Og þeim er einnig ljóst, að haldi Frakkar stjórnmálastefnuna í sömu átt, með sömu ofbeldisþrákelkni, þá er alt annað sennilegra, en að Þjóðverjar verði næstu mótstöðumenn Englendinga. Þá er eins sennilegt að bandalagið í Evrópu verði líkara því, sem það var 1814, held- ur en 1914. Englendingum er því ekki láandi, þótt þeir togi í reipið á móti Frökkum. En það er þeim ámæli, að draga ekki reipið úr höndum Frakka algerlega, því það eiga þeir tiltölulega hægt með. Vafa- laust hefðu þeir gert það, ef Ramsay Mc- Donald hefði fengið að sitja með örugg- an meirihluta, svo sem einu eða tveimur árum lengur. En það er ekki við neinum afreksverk- um hægt að búast af þeim ér nú sitja við völdin. Baldwin forsætisráðherra sýnist vera ímynd heiðarlegrar meðalmenskul og Austen Chamberlain utanríkisráð- herra, virðist hafa sér það helzt til ágæt- is fram yfir aðra menn, að vera sonur föður síns. Það er leitt að íhaldsmenn á Englandi eiga sér ekki Palmerston eða Salisbury til þess að sýna Frökkum þá hreinskilni og einbeittni, sem Stanley Baldwin og Austen Chamberlain eiga ekki í fórum sínum. Boðsbréf til Islendinga í Canada. Frændur vorir, Norðmenn, halda háí- tíðlegt 100 ára landnámsafmæli sitt í Ameríku, á sýndingarvelli' systraborg- anna St. Paul og Minneapolis, 6.—9. dag júnímánaðar næstkomandi. Mið-nefndin canadiska, hefir beðið “Heimskringlu” að birta boðsbréf það, sem hér fylgir. Er það gert með ljúfu geði, og þakklæti fyrir hönd lesendanna. “Ósýnileg taug hefir ávalt legið milli íslendinga og Norðmanna. íslendingar hafa fundið að sú taug á sér dýpri rætur en í vináttunni einni. Hún á sér dýpri rætur í bróðurhug sameiginlegs ættern- is, sameiginlegri, göfugri sögu, sameig- inlegum áhugamálum, í fjölmörgum at- riðum. Sama er um Norðmenn að segja. Þeir hafa ávalt fundið til bróðurskyldleikans við íslendinga, í dýpstu merkingu þess orðs. Það eru íslendingar, sem varðveitt hafa norrænuna, og dýrastan fjársjóð fornra bókmenta og sagnsnildar, í garð mannkynsins borið. Stöðugt fara vaxandi viðskifti íslend- inga og Norðmanna. Því er oss, sem í Canada búum, það mikið fagnaðarefni, er vér lesum um að stofnaður hafi verið nýr íslenzk-norskur félagsskapur, einn af mörgum á síðari árum. Vér vonum þessvegna, að það komi ekki á óvart íslendingum í Canada, að hin canadiska miðnefnd hundrað ára af- mælis hátíðar Norðmanna í Ameríku notar tækifærið til þess að bjóða bræðr- um sínum af íslenzkum stofni, að taka sameiginlegan þátt í hundrað ára hátíð- inni, með Norðmönnum í Canada, sem haldin verður á sýningarvelli St. Paul- og Minneapolis-borgar, í júnímánuði. Oss er mikill heiður að því, að Hon. T. H. Johnson, er einn af canadisku nefndarmönnunum. Og oss langar til þess, að fullvissa vora íslenzku bræður um það, að ekkert fengi oss meiri ánægju en að sem flestir íslendingar notuðu sér miðstöð vora í Winnipeg, að 298 Ross Ave., og margar fleiri, til þess að létta undir með þeim til þess að taka þátt í há>- tíðinni, á sýningarvellinum St. Paul og Minneapolis, 6.—9. dags júnímánaðar.” Fyrir hönd nefndarinnar í Canada. J. Willardson, O. H. Walby, formaður. ritari. Bókafregn. Nýlega er komin á markað- inn bók, “Baugabrot”, er hr. Stefán Einarsson hefir samið. Vér vildum ráðleggja hverju einasta íslenzku heimili í Cana- da að eignast þessa bók, því hún flytur ýmislegan fróðleik, sem hverjum canadiskum borgara er nauðsynlegur, sérstaklega um stjórnarfar og réttarfar hér í landi. Þá er og greinilegt yfirlit yfir mynt, mál og vog flestra, eða allra, menningarlanda, og samanburður á metramáli yog vog, og því sem hér í Norður- Ameríku tíðkast norðanverðri. Er sá kafli bráðnauðsynlegur hverjum manni, er nokkuð fæst við bókalestur og blaða, þar eð engilsaxneskar þjóðir eru ná- lega einar um það af öllum menningarþjóðum, að halda dauðahaldi í þenna óskapnað máls og vogar, sem enginn skilur í nema þeir einir, og tekst þó ekki öllum, þrátt fyrir æfi- langt strit. -------X—----- Pétur G. Johnson, fyrverandi States Attorney í Cavalier, N. Dakota. Fæddur 29. júní 1876. Dáinn 28. febrúar 1925. Grafinn 5. marz 1925. R Æ Ð A *) e f t i r Síra Pál Sigurðsson. En til þess að þér viti'ð, a8 manns-sonurinn hef. ir vald á jörðu, til atS fyr. irgefa syndir, — þá seg- ir hann við iama mann- inn: — Staddu upp, tak rekkju þína og far heim til þín. Og hann stóÍS upp og fór heim til sín Matt. 9, 6—7. Kristnu tilheyrendur minir! Það vildi ég aö þessi oriS Krists gætu orðitS ljós á vegum vorum í dag. Vér stöndum svo oft andspænis ráögátum lífsins. Þegar vér horf. um á alt það, sem verður að líða hér í 'heimi, þegar að byrði þjáning- anna er iögð á okkur sjálf; og eink- um er vér megum horfa á, að það, sem oss er kært og vér höfum á- stæðu til að meta mikils, verður að kveljast og líða, — þá stöndum vér andspænis ráðgátum lífsins. Mér finst að líkbörur þelsa framJiðna manns þrýsti að oss þessari hugsun, venjufremur átakanlega. Það ljósj, sem með þessum manni glampaði inn í heim voru hér, svo stórt og skært og fagurt, var nú orðið svo kvalið, að naumast mátti þekkjast, svo mis. þyrmt, að jafnvel þeim, sem elsk- uðu þetta ljós, varð það hugarfró- un og raunalétti, er það sloknaði. Það þarf djarfmannlegt áræði til að 'halda fast við það, sem oss' hef. ur verið kent heilagast alis, og trúa fast á Guðs' alvísu stjórn og almátka vald, þá er vér stöndum andspænis ráðgátum lífsins. Og þó er það ein. mitt það, sem að krossberinn mesti i heimi skorar á alla fylgjendur sína að gera; og sú áskorun hans hljómar oss nú i þeim orðum, er hér voru höfð yfir. Þau org eru ekki sögð ti! þess eins, að skýra oss frá, að Jesús hafi eitt sinn læknað iaman mann, með dásamlegum hætti. Þessi orð eru miklu fremur himneskur óm. ur gjörvallrar opinberunar Krists: — Að vér skulum vita, að einnig hér hjá oss, \ voru veika lífi, er máttur Guðs að verki, til að friða og styrkja þá, sem lenda í þrautum eymdar og syndar, og til að reisa til lifsins alla þá, sem að deyja, og búa þeim stað í himneskum föðurhúsum, þar, sem þeir eiga heima. Þepnan háleitasta sannleika lifsins. — um mátt Guðs i voru veika lífi, og Eilífð bak við ár- in —, áræddi Jesús að halda fast við, á öllum sínum ógurlega kvalarfulla krossferli. - Og blmn skorar á alla fylgjendur sína, að áræða að halda fast við þennan háleitasta sannleika, andspænis ráðgátum lífsins. — Eg •) Fyrir ítrekaBa beitini lset ég þessa ræíu birtast á prenti. — p. s. j ^DODDS ' KIDNEY KlDNEV DODD’S nýrnapillur eru bezta / nýrnameðalið. Lækna og gigt, bakverki, hjartabilun, þvag- teppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s | Kidney Pills kosta 50c askjan, i eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást ! hjá öllum lyfsögum, eða frá The Dodds Medicine Co., Ltd. Toronto, Ontario. vildi því að þessir himnesku hljómaf i Krists ómuðu oss í sál, og gætu orð- ið ljós á vegum vorum í dag, er vér l nú, í hinsta sinni, nemum hér staðar I við ljósið, sem sloknaði, og minnumst harmkvælamannsins mikla, sem dó. Þegar að þér, sem hér eruð sam- ankomin í dag, gangið í anda að lík- börum þessum og litið hann, sem hér hvílir, þá verð ég að geta mér þess til hvernig að þér, sem þektuð hann og elskuðu, minnist hans nú, — því mér var hann svo gjörsamieg% ó- kunnugur, nema lítið eitt af afspurn — í þeirri von að minningar yðar, sem þektuð hann og elskuðuð, séu sönn hljómbrot af lifi hans sjálfs» sem á hinstu kveðjustund brotna nt« í brjóstum yðar allra, nákominna og vandalausra vina hans. Eg get mér þá í fyrsta lagi til a® þér minnist hans með innilegri við- kvæmni og klökkum tilfinningum, er þér lítið hans nú, — sem ekki var orðinn svipur hjá sjón; sem mikinti hiuta æfi sinnar gat naumast og alls ekki á fæturnar stigið; tpem Jenigi mátti kúra inni í fátækt og eymd, isvo kvalinn og þjakaður, svo |af- myndaður og beygður, að ekkert get- ur táknað þá ógurlegu hrygðarmynd, nema hinn sári, harði kross, sem ekki aðeins þjáðist á líkamanum, en mátti Hka horfa á hin svörtu og dimmu ský nálgast, sem stundum hvolfdust yfir hans skíru sái og grúfðu yfir henni. — “Hver skýra kann frá prísund og plágum öllum þeim, sem píslarvottar gæfunnar Hða hér í heim!” Já, þér minnist hans öll með djúpum sársauka. 1 öðru lagi get ég mér þess til, að þér minnist hans með aðdáun og virðingu. I þessumi 'hrörlega hjúp var eitthvað það, sem þeir er þektu gátu ekki annað en elskað, dáð og virt: Hans stóra sál, svo prýðileg- um gáfum gædd; hans djúpa hjarta. ) með svo sterkum tilfinningum og stórri lund, sem hann stjórnaði svo aðdáanlega, er hann hafði nokkuro frið fyrir plágum eymdarinnar; þesst sanni, og hiklaust sannle)lksel9kand» maður, svo hreinskilinn í öllum efn- um og einlægur að ekkert mátti á þai> skyggja; og svo hugprýðin, sem ekk* vill láta hugfallast eða heyra til sío æðruorð í þjáningpim og þrautum, sem ekki vill við annað kannast en a6 sér liði vel þó sárin sviði, sem ekki getur annað en dáðst að yndi og feg- urð sólarinnar og sumarsins, þó lík- ama og sál sé haldið í klakaböndum vetrar og myrkurs. — Qg þessi innri máttur hins mædda manns verður þeim mun aðdáanlegri og virðingar- verðari, sem það er auðskilið hve ó- umræðilega rniklu meir að þessi mað- ur hefur orðið að Hða fyrir það eitt, að eiga svo stóra sál. Já, þér minnist hans með aðdáun og virðingu, því: “Hið innra var svo máttugt og auðugt og hlýtt, þó hið ytra væri hrufótt og stórt og grýtt”. Og í þriðja lagi get ég mér þess til, að í nafni Krists og sannleika hans um mátt Guðs i voru veika líf* og Eilífð bak við árin, þér minnist hans nú með björtum vonum. I þeirri trú einni er um einhvern frið og eitthvert ljós að ræða, á þyrni- stráðum brautum mannlífsins: ekkert ský sé svo svart að sólin ekk» brjótist í gegnum það; að sá, sew» orðið hefir að drekka til botns annaW eins kvalabikar og þessi framliðn*

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.