Heimskringla - 08.04.1925, Blaðsíða 7

Heimskringla - 08.04.1925, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 8. APRÍL, 1924. HEIMSKRINGLA 7. BLAÐSÍÐA *—--------------.. The Dominion Bank HORNI NOTRE DAME AVE- oe SHERBROOKE ST. Höfuðstóll uppb.........$ 6,000,000 , Varaajóöur . „..........$ 7,700,000 ' Al*ar eignir, yfir ... .$120,000,000 i Sérstakt athygli veitt viðskift- urn kaupmanna og verzlunar- félag*. Sparisjóðsdeildin. Vextir af innstæðufé greiddir Jafnháir og annarsstaðar við- gengst. PHONE A 9253 P. B. TUCKER, ráðsmaður. ------------------------------- Skemtanir í sveitum. Frh. Skemtanirnar í gamla daga voru takmarkaöar, og tíðast tengdar við ‘ ákveðin tækifæri — helgar og hátíð- ir — 0g gamla siðu, er helst ekki mátti brjóta i bág við. Og við slík hátíðleg tækifæri átti þaö sér þá oft stað, eins og áður er getið, að ein. hverir væru aðkomandi þar sem skemtunin var. En heima hjá sér gerði fólk oft að gamni sinu, þegar tækifæri gafst. Unglingarnir léku sér á skautum eða fóru í snjókast, hlóðu snjókerlingar, spiluðu o. s. frv. Auk þeirra skemtana sem þegar er getið, tíðkuðust ýmsir smáleikar, er tveir tóku þátt í og menn brugðu fyrir sig, er ekki var öðru til að dreifa. Vil ég þar minna á hnefaleik, krók, hræra flautir, rífa hrís, binda bagga, skera tóbak og hvar býr hún Nýpa? Var harðleikríi, því miður, oft við- höfð í þessum leikjum, enda tilgang- urinn sá, að fá þann er leikið var við, til að láta undan og hljóða. Enn voru tiðkaðir aðrir smáleikar í mínu ungdæmi, og sumir eru jafn- vel viðhafðir enn þann dag í dag. Meðal þeirra skal ég nefna að kveðast á, geta gátur o. fl. — Þegar kveðist var á, var vanalega byrjað á þéssari stöku: “Komdu nú að kveðast á, kappinn ef þú getur”, o. s. frv. Loks má geta um þær gömlu orða- leiksskemtanir, milli karls og konu, sem margir kannast við og nefndust: “að gefa skip”, og “gettu hvað marg. ir eru árar á borð”. Hafði ungt fólk gaman að þessu, og lét sér ekki á sama standa, hver leikslokin urðu. Þessi minniháttar leikspil, er nú voru nefnd, eru líklega að “ganga úr móð”. Þó er ekki langt siðan, að ég heyrði stúlku láta pilt geta á dálk, og vitanlega var það hún, er hann átti að vinna til. IV. Kvöldvökurnar. Fyrir 30—40 árum mun sögulest- or og rímnakveðskapur ihafa verið all-almennur hér á landi, bæði við sjávarsíðuna, sérstaklega í verstöðun- um, og til sveita. I- ferðasögu þeirra Eggerts Ólafs- “sonar og Bjarna Pálssonar et að þvi vikið, að þá, er þeir ferðuðust hér um landið, 1750—1757, hafði sögulestur og rimnakveðskapur verið í afturför, cnda minna gert að því en áður var. Það má vel vera, að svo hafi verið, og eitthvað hafa þeir haft fyrir sér í þessu. Það er ekki ósennilegt, að dregið Jiafi úr skemtunum fólksins um og eftir miðja 18. öl'd, og þar á meðal úr sögulestri og rimnakveðskap. Árferði vor oft stirt og afkoma manna erfið siðari hluta aldarinnar og þetta dró kjark úr mönnum, svo í einu sem öðru. Út yfir tók þó þegar móðu- harðindin geysuðu yfir landið 1783— 1786. Er skiljanlegt að þá hafi oft verið dapurt og dauft í bygðum Iandsins og lítið um skemtanir. Sennilega hefur nú sögulestur og kveðskapur aldrei lagst niður með öllu. Likur eru til að þessi gamli þjóðsiður hafi glæðst aftur nokkru eftir aldamótin 1800, og einkum þó eftir 1830. Að minsta kosti sagði mér gamalt fólk um 1875—1880, að i þess ungdæmi hefðu sögur verið lesnar og rímur kveðnar á vökunum. Maður sem ólst upp austur i Mýr. dal hefir sagt mér, að á hans ungl- ingsárum, 1860—1870, hafi litið verið þar um sögulestur, enda skemtanir yfirleitt. En um og eftir 1874 verð- ur breyting á þessu. Þá er farið að lesa þar sögur viða, og kveða rímur. Eftir því sem ég kemst næst, og minnir, mun rímnakveðskapur hafa verið í minna gengi hér syðra, en annarsstaðar á landinu, sérstaklega nyrðra. Dreg ég það meðal annars af því, að á mínum fyrri árum kynt- ist ég tiltölulega fleirum Norðlend- ingum en Sunnlendingum, er voru góðir kvæðamenn. 1 minni sveit var litið um rímnakveðskap, og býst ég við að það hafi staðið í sambandi við að fátt hafi verið þar um góða kvæðamenn, eða þeir ekki gefið sig fram. Sum rimnalög og rímnabragir voru hér áður fyr, og eru enn, kendir við Norðurlandi, t. d. Skagfirska stemm. an, Vatnsdælingabragir o. s. frv. Til þess að lesa sögurnar valdist sá, er til þess þótti bezt fær á heimil- inu, enda voru þá til á mörgum bæj- um góðir lesarar. Ef enginn gat eða fékst til að lesa, var fenginn til þess maður af öðrum bæ. Stundum fóru menn um og lásu fyrir fólkið og og kváðu rímur. Þeir þóttu góðir gestir þar sem fólk kunni að meta slikt. En á hinum bæjunum nefndust þeir flakkarar og vpru mfiður vel séðir. Sögurnar sem lesnar voru á kvöld- vökunuím voru helstar: ’Fornaldar. sögurnar og þar á meðal Hrólfssög- urnar, er þótti mikið i varið og voru alment vinsælar, Noregskonungasög- ur — Heimskringla — Islendinga- sögur o. s. frv. Sögur Jóns Thor- oddsens — Piltur og stúlka og Maður og kona — voru og mikið lesnar. Einnig Mannamutiur, Smásögur Pét- urs biskups o. s. frv. — Þá var og lesið mikið af allskonar skrifuðum riddarasögum er einstakir sögufróðir njenn höfðu safnað og skrifað upp sér til gamans og dægrastyttingar. Oft var erfitt að ná i sögurnar. Þær voru ekki til nema á stöku stað og þá vitanlega helst hjá bókhneigðu fólki, er unni sagnafróðleik. Og þeir er áttu bækurnar höfðu aldrei frið á sér fyrir bókakvabbi hinnfi. Einna erfiðast var að ná í sumar Islend- ingasögurnar. Þær voru margar enn. þá sjaldgæfari en ýmsar aðrar sög- ur. — Það var því þarfaverk er Sig- urðuy bóksaili Kristjárfs^on réðst ]í að gefa þær út, um 1890 og verður honum það seint fullþakkað. Kvöldvökunum sjálfum ætla ég ekki að lýsa hér. Það hafa aðrir gert, og gert vel. Fjögur nafnkend skáld sem ég man eftir hafa lýst þeim í bundnu og óbundnu máli. Það eru þau Eggert Ólafsson, Einar Bene- diktsson í mansöngnum fyrir Ólafs rimu Grænlendings, Jón Thoroddsen í Manni og konu og ölína Andrés- dóttir i Breiðfirðingavisum sínum. Lýsing þeirra er sannur spegill af vökunum áður, og eins og ég man fyrst eftir þeim. Eggert Ólafsson kveður í “Heim. ildarskrá” eða “tileinkun sagna/ og kvæða til kvenna á íslandi”. Hann segir svo: Þegar hjá þeim húmar að og hjarnar Ijós í ranni, margt þær raula rimnablað og reka hrygð frá manni. Drósir jafnt með dygð og ást dýrum hlýða sögum, að feðra vorra frægðum dást, er fyrri voru á dögum. Sauma, greiða, karra, kljá, kappið sagan eykur, spinna, prjóna, þæfa þá, það er eins og leikur. A þeim hvergi svefninn sér, seggir tíðum heyra, lesarinn þegar letjast fer, lestu núna meira. Einar skáld Benediktsson kveður: Vakan ómar háreyst hér, hurðu fyrir innan stakan hljómar. Úti er utan dyra vinnan. Saman bekkjast kona og karl kvæðamanninn heyra, Gaman ekkert prúðan pall prýðir annað meira. Handa allra milli má margvist skoða tóvið, banda karlsins fléttu frá fram í voðarþófið. Stálið óðar þróttar þungt, þrumulagi kveður. Málið góða altaf ungt, allan bæinn gleður. lestur í hljóði verða aldrei góðir lesarar. V. Skcmlanir nútímans. Öngum stundin leiðist löng, léttar mundin vinnur. löngum undir sagna söng silkihrundin spinnur. Situr stokkinn fljóðið frítt, feimin undan lítur, flytur hnokkann, brosir blítt, bláþráð sundur slítur. Friður haldist. Blómgist bú. Blessist frúar arinn. Siður aldinn tengist trú, tryggist hjúa skarinn. Jón Thoroddsen segir fyrst frá að- sókn Þuríðar gömlu. Þar næst lýsir hann Þorsteini kvæðamanni, föður Sigrúnar og segir frá komu smalans. — “Liður nú svo um hríð að allir þegja í baðstofunni og situr hver þar sem hann er kominn við sína vinnu. Því næst ávarpar húsfreyja Þor- stein. Þykir henni fólkið dauft og þegjandi og mælist til við hann er hann hafi lokið við að búa til skaft á nafarinn, að hann lesi eða kveði eitthvað fyrir stúlkurnar. Gerir heimilisfólkið góðan róm að máli húsfreyju og báðu allir Þorstein kveða. Er nú fyrst um það rætt, hvað kveða skuli, og verða ekki all- ir á eitt sáttir um það. Tekur 'Þor- steinn síðan af öll tvímæli um það og hóf að kveða rimur af Úlfari sterka. * Þorsteinn kvað hátt og snjalt; það var hin bezta skemtun; þögnuðu nú allir í baðstofunni og hlýddu, og var sem allir yrðu hýrari og kviklegri í bragði en áður; nálin hjá húsfreyju gekk tiðara og liðugra. Ástríður vinnukona kvað undir með Þorsteini, lagði undir flatt og dillaði og var öll sem á hjólum; þær Sigríður og Guð- rún teygðu þriðjungi lengra úr lop- anum en áður. Sigurði bónda sóttist og betur verkið, fléttaði hann nú (reiptagl) miklu hraðar en áður og hnikti fast 'á við hverja hendingu, eftir því sem kvæðamaður hóf og herti á röddinni. Kveður nú Þor- steinn lengi og vel, og kemur svo að hann hefir lokið hinni fyrstu rímu; tekur hann þá hvíld nokkra áður en hann byrjar næstu rimu og fara kbn- ur tala um söguna. Nú heyrist barið eitt eða tvö högg úti á bæjardyrahurð og truflar það kveðskapinn. Ekki vill bóndi að gengið sé til dyra. Segir hann það ekki sið kristinna manna að knýja hurðir eftir dagsetur og fara ekki á bæ og guða á glugga, enda sé það fjandar og forynjur einar, sem ekki berji þrjú högg. Fer þá bóndi til dyra en kemur brátt aftur og kveðst einskis hafa orðið var, en hundarn- ir hafi allir hlaupið út með gelti og spangóli. Þetta þótti mörínum all- kynlegt, en ræða þó fátt um. Tekur Þorsteinn enn að kveða og kveður um hríð og líður á seinni hluta vökunn. ar”. Ólínd Andrésdóttir lýsir þannig kvöldvökunum í Breiðafjarðareyjum: Hver sér réði rökkruVn í, rétt á meðan áttum fri; þá var kveðið kútinn í, kviknaði gleði oft af þvi. Skemtanir til sveita nú á timum eru margar þær sömu og áður gerðist. Það er farið á skíðum, einkum í snjóa héruðum landsins, hlaupið á skautum, glímt, farið í reiptog, leiknir panta- leikar o. s. frv. Þá er spilað á spil, engu minna en áður. í sumum sveit- um hefur spilafiknin aukist til muna síðustu tvo áratugina, eftir því sem sagt er. Áður létu flestir sér nægja að spila um hátíðir og á sunnudög- um, en nú spila menn alla daga og vökurnar út. Á öllum mótum og skemtisamkomum er spilað. Undir I eins og fyrirlesarinn hefir lokið máli j sínu, t. d. á námskeiðum, eru spilin {tekin. ; góðir Og borið hefur þaö við, að og gætnir menn hafa verið fengnir til að hafa eétirlit meS ung- um mönnum, að þeir ekki spiluðu meðan á erindisflutningi stóð. Af spilum, er lítið eða ekkert tíðk- uðust fyrir 40 árum, má nefna “Lomber” og “Bridge”. Auk þess spila margir Vist, Gosa, Kött qg fleiri spil er algeng voru hér áður. Síðan um aldamót hafa ýmsar skemtanir rutt sér til rúms í sveitun- uin, er áður voru lítt þektar eða ó- kunnar með öllu. Flestar þær skemt- anir eru í eðli sinu fjölmertnisskemt- anir, og stofnað til þeirra með sam- komum, er boðaðar eru um stærra eða minna svæði eftir ástæðum. Þær éVu jafnaðarlega bundnar viií ákveðna staði, þar sem rúmgóð hús eru á tak- teinum, eða sérstakur undirbúningur hefir verið gerður með tilliti til í- þrótta eða annara skemtana, svo á- horfendurnir geti séð hvað fram fer. Slíkur undirbúningur hefir verið gerð I ur t. d. aö Þjórsártúni og víðtar. Skemtanir þessar og íþróttamót eru því mjög frábrugðnar skemtununum fyrir 40 árum. Þá voru þær alment j tengdar við heimilin, þar sem-Jieim. ilisfólkið og fólk aðeins af næstu bæjum kom saman til að skemta sér. En nú byggjast skemtanirn'ar á al. 1 menningsmótum, meir og minna fjöl- mennum. Þetta, er verulegur munur, á skemt- unum fyr og nú. Þær nýtískuskemtanir er ég átti við, að flutst hafi út um sveitirnar sið- ustu áratugina eru: ræðuhöld og fyr- irlestrar, knattspyrnuleikar, sjón- leikar, flokksöngur og dans. Alt getia þetta verið góðar skemtanir, þeg- ar vel er með þær farið. Þær hafa eins og flest annað borist hingað fyrst frá útlöndum, og síðan breiðst út um bygðir landsins frá kaupstöðunum og sjávarþorpunum. Eins og þegar var getið, er grund- völlurinn undir þessum skemtunum, mót eða samkomur. Á sama mótÍTU er oft skemt með flestu eða öllu þessu er nú var nefnt, í ákveðinni röð eða eftir dagskrá. Það er oft byrjað á því, að einn eða fleiri menn flytja er- indi eða ræður. Þá hefjast íþróttir, söngur o. s. frv., og venjulega rekitr svo dansinn lestina. Og eftir honum biður unga fólkið með langmestri ó- þolinmæði og eftirvæntingu. Það er eins og dansinn sé í augum margra kórónan á skemtuninni. Þessar samkomur og mót nefndust ýmsum nöfnum, eftir tilgangi þeirra eða þá því, hver er aðal skemtunin. Vetrar löngu vökurnar voru öngum þungbærar, við ljóðasöng og sögurnar, söfnuðust föngin unaðar. Ein þegar vatt og önnur spann, iðnin hvatti vefarann, þá var glatt i góðum rann, gæfan spratt við arin þann. Teygjast lét ég lopann minn; Ijóða metinn söngvarinn þuldi hetju þrekvirkin; þá var setinn bekkurinn. Nú eru kvöldvökurnar í hinum “gamla stíl” að leggjast niður. Sögu- lesturinn og rimnakveðskapurinn er viða horfinn, eða óðum að hverfa. Alt er breytingu undirorpið í þess- um heimi. — Þeir sem eitthvað lesa gera það flestir i hljóði. Af því leið- ir, býst ég við, að lestri manna fer aftur. Eg hefi heyrt “fín- ar frúr” og menn í opin. berum trúnaðarstöðum lesa, og það var enginn lestur. Þetta fólk var ekki bænabókarfært, Þeir sem iðka Sœhwika Skagfirðinga er eitt þess. ara skemtimóta. Þessi sa'tnkoma hef- ir verið haldin nú um nokkur ár, um satna leyti og sýslufundur þar er háð- ur. Fundurinn stendur venjulega yfir viku, og mótið líka. Þangað sækir múgur og margmenni, flest úr Skaga. firðinum. Margt er þarna um hönd haft til skemtunar og fróðleiks. Það eru flutt fræðandi erindi, sýndir sjón. leikar, sungið, æfðart íþróttir og jafn- vel leikfimi, dansað o. s. frv. Þarf ekki neitt að lýsa því, að fólkið skemtir sér þarna ágætlega, svo sem nafnið “Sæluvika” bendir til. Og það sem er bezt og virðingarverðast við þetta Skagfirðingamót er, að reynt er eftir megni að sameina gagn og skemtun. Námsskeiðin í sveitunum — kvenna og karla — eru nú í aðra röndina skemtisamkomur. Þar er einnig reynt að sameina gagn og gaman. Aðal- tilgangur þeirra er í raun og veru sá, að fræða og leiðbeina. En maðurinn lifir ekki á brauði einsömlu. Gamaniö er haft til uppfyllingar og — smekk- bætis. HEIMSINS BEZTA MUNNTOBAK Copenhagen HEFIR GÓÐAN KEIM. MUNNT^AK SEM ENDIST VEL. Hjá öllum tóbakssölum. Skemtanirnar eru venjulega sam- ræðufundir — þeir geta líka verið skemtilegir — söngur, spil, iþróttir og svo lokadagskveldið dans. — Náms. skeiðin standa yfir 3—6 daga, og eru oft fjölmenn. Ungmennafélagamótin eða íþrótta- mót þeirra eru jafnan vel sótt, hverju sem viðrar. Þau eru tiðast héraða- mót, þar sem ein eða fleiri sýslur taka þátt í þeim. — Aðalskemtunin eru íþróttirnar. Þar tíðkast og ræðu- höld og séngur, að ógleymdum dans- inum. Þessar samkomur ungmennafélaga eru jafnaðarlega fjölmennar, einkum þegar þeim er skipað vel í sveit, og tiltölulega hægt að' sækja þær langt að. A íþróttamótin að Þjórsártúni sækja menn úr sýslunum Austanfjalls og sunnan yfir fjall og þar á meðal úr Reykjavík. Á mannflestu mótun. um þar, hafa verið siðustu árin um 3000—4000 manns, og þegar flest var, nálægt 5000. íþróttamótin eru vinsæl um land alt, jafnvel þó að hluttakari í sjálfum í- þróttunum sé oft af skornum skamti. Skemtani^ eru einnig oft í sam- bandi við fundi ungmennafélaganna innbyrðis i hvierju eirestöku ,félagi. Sama er og að segja um fundi lestrar félaga, kvenféjaga, stúkufundi o. s. frv. Og skemtanirnar á þessum fund- urn eða samkomum eru venjulega hinar sömu; ræðuhöld, söngur, spil og dans. Það ber og við, að í sambandi við þessi mót sé stofnað til hluta- veltu eða “böglakvelds” til ágóða fyr- ir félagsskapinn á einn eða annan veg, eða þá i þeim tilgangi að styrkja þarf. leg fyrirtæki í sveitinni, líknarstarf- semi eða annað þessu skylt. — Hfiuta- velta og “böglakveld” þektust ekki upp til sveita hér áður, svo ég muni eft- ir. En “böglakveldin” eru oft fjör. ug og vekja hlátur, enda draga þau fólkið að sér. Auk þeirra skemtimóta er nú hafa verið talin, eru ýms önnur mót eða samkomur haldnar í sveitunum, af gefnum tækifærum. Stundum er æfð- ur söngflokkur er boðar söngskemt- un, eða knattspyrnufélag er stofnar til knattspyrnuleiks, eða loks leikenda- flokkur er sýnir sjónleik með fjöl- breyttri skemtun á eftir. Þá ber það og við, að söngmað- ur úr Reykjavík eða annarsstaðar frá, bregður sér upp í sveit og syng- ur “fyrir fólkið”. — En alt kostar þetta peninga, þó ólíku sé saman að jafna við það, sem skemtanirnar í bæjunum kosta. Þorrablót eru gömul og þjóðleg samkoma. — En fátíð munu þau hafa verið í sveitunum fram um síðustu aldamót, og eru enda enn. í sveit- unum hér syðra og vestra man ég ekki eftir þeim. Hinsvegar eiga þau sér stað við og við norðanlands_ og aust- an. A Hólum í Hjaltadal hafa þau verið' stöðugt um langt skeið, og það- an hafa þa\i líklegast breiðst út utn Norðurland. Þegar skemtunum hinna mörgu fé- laga, hverju nafni sem þau nefnast, lýkur, þá koma stundum einstakir ung ir menn til sögunnar, sem þyrstif eru í dans og aðra gleði, og hóa fólki saman. Á skemtisamkomum er það oftaSt dansinn, sem skipar öndvegið, og þá er nóttin látin ráða. Enda ekki um ánnað að gera þegar vetrarskemt- anir eiga í hlut, nema tunglskin sé og gott veður. Nl. 5. S\ — “Lögrétta.” ------0----- Frá fslandi. Rauði króssinn var stofnaður í Reykjavik fyrir skömmu síðan. Nú þegar eru á 2. þúsund manns gengnir í þá deild og fjölgar þeiin óðum. Hér á Akureyri er sömuleiðis verið að stofna deild. Hafa á 2. hundrað manns þegar skrifað sig í deildina. Bráðabirgðarstjórn er kosin til þess- að semja lög. Stjórnina skipa: Síra Geir vigslubiskuþ, Steingr. bæjarfó- geti og frú, Jón Guðlaugsson settur bæjarstjóri, frú Júliana-Friðriksdótt- ir, frú Valgerður Ólafsdóttir, frú Laufey Pálsdóttir, Jón E. Sig. kaup- maður, frú Guðfinna Antonsdóttir, Steingr. Matthíasson, héraðslxknir, og frú. Akureyri 12. marz. 1 fyrrinótt lézt hér í bænum úr af- leiðingum lífhimnubólgu, Gunnar Antonsson, unglingspiltur 18 ára gam_ all, sonur Antons Tómassonar sjó- manns og konu hans, hinn mann- vænlegasti piltur. — 1 gær andaðist á sjúkrahúsinu, Viktor Magnússon stýri maður, úr berklaveiki, hinn mesti efnismaður, tæplega þrítugur. — Þá er og nýlátinn Kristján Guðmunds. son, fyrv. sótari, rúmlega fimtugur, mesti dugnaðar. og eljumaður. — Dagur. v Þ J E R S E M NOTIÐ TIMBUR K A U P I Ð A F Tha Empire Sash and Door COMPANY LIMITED BirgSir: Henry Ave. East. Phorte A 6356 Skrifstofa: 5. Gólfi, Bank of Hamilton VERÐ GÆÐI ÁNÆGJA. a4a a4a a4a AAAAAA AA A A A Aáttá^Ai^AA^áAA ▼VtvVT VaV ~a~ ~a~ ~a" ~a~ ~a~ ~a~ ~a’ TaT fVf TaT ~a~ va~ "avva" t T ± T T T T T f V Sími: N 6357—6358 <♦ KOL! - - KOL! , HREINASTA og BEZTA TEGUND KOLA. % BæSi til HEIMANOTKUNAR og fyrir STÓRHÝSI. A Allur flutningur meS BIFREIÐ. Empire Coal Co. Limited X 603 Electric Ry. Bldg. T

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.