Heimskringla - 08.04.1925, Blaðsíða 5

Heimskringla - 08.04.1925, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 8. APRlL, 1924. HEIMSKRINGLA 6. BLAÐSIÐA maður, hljóti aS veríSa krýndur þeim mun dýrólegri heiöri og sigri í dýrS- arríki GuSs. í þeirri trú einni vog- um vér aC horfast í augu viö þá ógur. legu eymd og mæSu lífsins, sem vér sjáum hér uppmálaöa fyriii augpim vorum: AS almáttugur GuS hafi reist hann framliöinn á fætur, er stundin var komin, og leitt hann til sín, heim, þar sem vér nú megum líta hann i anda, og heyra hljóm- brot æðri óma stórrar sálar hans: “Og ég er aftur ungur meö' ódauölegt þor; í eðli míns anda býr eilíföarvor”. . látinni móöir, ásamt öllum öörum, skyldum eöa vandalausum, sem hón- um hafa rétt hjálparhönd á mæöu. stundum hans, vottast hér, yfir lik- börum hans, hiÖ innilegasta þakklæti særörar sálar. — Og þegar þér nú kveðjið hann hér, faðir og skyldmenni og vinir, eins og yður er eiginlegast, þá gleymiö því ekki, aö þaö var stór andi, sem hjá yöur var á ferö í hrör- legum hjúp; aö það var engill Guös, sem þér hýstuö; aö það var fagurt ljós, sem þér hlúðuð aö. Og því meg- ið þér trúa: “Að kærleikans kraftur kveikir þaö aftur”. Því fremur, sem ég geri. ráö fyrir aö þeir, sem þektu hann bezt, hafi orðið vitni að því, aö þetta eilífðar- vor og ódauðlega þor bjó í eöli anda hans á krossferlinum hér, þess meiri ástæöa er til þess aö allar vorar minningai^ um hann, á þessari stundu, eigi líka þess ódauölegu hljóma; og þess meiri ástæöa er til aö allir lofi nú Guö fyrir aö hafa veitt honum þreyttum hvíld. Þessi framliöni maður, sem ég geri ráö fyrir aö þér minnist nú með viö- kvæmni, virðingu og von, er Pétur Johnson: — Hinn stórgáfaði lög- fræðingur; um eitt skeiö States Attorney í Cavalier County, N. Dak., og lögmaöur hér um slóðir. Hinn myndarlegi og fallegi maður, sem eftir myndum aö dæma, sem ég hefi séö af honum, þá er hann var upp á 'sitt hiö bezta — bauð af sér svo góð- an þokka; fallega vaxinn, grannur og hár; svo gáfulegur ásýndum, meö djúpsett augnaráð og góömenskuleg- an svip. En, sem fékk aldrei notið sinna miklu hæfileika og þekkingar*, gat aldrei á heilum sér tekið; varð aö eyöa allri uppskerutið æfi sinnar í sárustu eyrnd og neyð; hinn stóri, víðfleygi andi dæmdur til aö hýrast í afkima veraldarinnar, i fátækt og mæöumyrkri, svo afmyndaður orðinn af þjáningum og kvölum, að hrollur fer um oss er vér hugsum um það, unz hann 48 ára aö aldri sloknar út af frá þessari eymd og er hér grafinn í dag. Guö minn góöur! hve hörmuleg eru örlög sumra manna — oft þeirra allra mætustu og beztu! Eg sé hann fyrir mér á unga aldri, fullan af lífsfjöri, fljúga í gegnum skólana fullan af á- hugamálum og björtustu vonum um hina glæsilegustu framtíö; og veröa svo að horfa upp á þyknið sem dró fyrir sól, og ganga inn í skýið, og sjá aldrei þá framtiö, sem hann hafði búist viö aö sjá, og mega svo daga og nætur hafa yfir meö sjálfum sér: “Vonirnar mínar, sem voru fleygar, sumar eru dánar, aðrar feigar”. Hver getur ekki sett sig í þessi spor? Vér undrumst; undrumst þó kanske meir en nokkuö annað þann innri mátt og sálarprýöi, sem kom > Ijós í þessum sorta; rétt eins og englar Guös hafi daga og nætur ver. iö aö hlúa aö ódauðlegri sál aumingj. ans undir krossinum. — Vér höfum Guös alvísu stjórn fyrir aö enginn veit sína æfinai fyr en öll er. Og vér áræöum aö trúa því, aö þegar æfin er ÖIl, aö þá sjáum vér aö þaö var æöri máttur sem réöi, og að þaö var betra svona en á nokkurn annan hátt. Vér áræöum aö trúa því, að sá sem skeiövöllinn hefur hlaupiö á enda og sigri náö, sé ekki um það aö hugsa hvaö hann hefur orðið á sig aö leggja til að sigra. Sigurinn er •honum alt. Og því stærri þraut þess stærri sigur, er þaö sem vér syngj- um nú saman yfir Pétri Johnson látnum. Hann fæddist á Islandi 29. júní 1876; sonur Gunnlaugs Jónssonar og Sigríöar Runólfsdóttur, er bjuggu á Þorvaldsstööum í Skriðdal í Suöur- Múlasýslu. 1883 fluttu þau til Ame- riku og settust að hér í Cavalier, N. Dak. Höfðu þau þá með sér syni sína þrjá: Jón, sem er lögmaður í Illinois-ríkinu; Pétur og Ólaf. Þeg- hr hingað kom var Pétur sál. 7 ára gamall drengur. Hefur hann því al- ist hér upp og alið hér mest allan ald ur sinn, til dauöadags. Margreyndur er hann nú orðinn gamli maðurinn (faðirinn), sem búinn er nú að missa börnin sin öll, aö Jóni einum undan. skildum, og misti konuna sína hér fyrir fáum árum. Þar misti Pétur sál. móðurlegt athvarf og hjúkrun. En þá tók föðursystir hans við, og hefir reynst honum sem móöir síð- an. Þessari föðursystir hans og Einnig þetta bygðarlag (Isl. bygöin i Cavalier County) á hér á bak aö sjá einum sinna allra mætustu sona; svo mikilhæfum manni, að heföi heilsan ekki farið, er alt útlit fyrir að hann heföi staðið í allra fremstu röð allra Vestur-Islendinga, hvað mannkosti, vitsmuni og hæfileika snertir. Svo fagurt er það blóm, sem sprottið hefur og þroskast yöar á meðal. Og í stað þess að geta getið sér orðstir útifrá og aðrir nytu hans, hafiö þér fengið aö njóta hans alla tið, eins og unt var að njóta hans undir kvalakrossi. Eg á viö, aö þessi mikli mæðumaður, hafi vakið af dvala hinar viðkvæmustu og beztu tilfinningar einhverra þeirra er hann þektu; ég á við að hans innri máttur og hugprýði í þjáningum og þraut. Om hafi einhvern yðar snortið og orðiö til fyrirmyndar; ég á við að þessi sanni maður, þessi sannleiks. elskandi stóra sál, þessi hreinskilni og einlægi vinur vina sinna, hafi ein. hverjum yðar bent á hinn dýpsta sannleika lífsins. Og sé svo, hefir krossberinn ekki lifað til einskis. Undir krossinum hefir hann þá ver- ið hér í þjónustu Guös. Eg veit ekki hverjar trúarjátningar hans hafa verið, eöa hvort þær hafa verið nokkrar; þaö varðar mig ekki um. En samkvæmt þeirri afspurn, sem ég hefi af honum haft, má óhætt segja, aö þetta hafi verið sterkustu hljóm- ar alls hans Hfs, bæöi í sæld og þrautum: “Eg trúi þvi sannleiki aö sigurinn þinn, að síðustu vegina jafni; og þér vinn ég konungur það sem ég vinn, og þvi stig ég hiklaust og vonglaður inn í frelsandi framtíöar nafni.” Svo djarfmannlegt áræði átti hann. Og vér, sem að trúum á konung sann- leikans áræðum nú að trúa því aö þessi trú hans hafi ræst: Að hann sé nú stiginn inn í frelsandi framtíð ei- líföarinnar, laus viö öll sín mein og sár. Því sé hann nú kvaddur af oss öll- um, ekki með sársauka einungis, en með mikilli virðingu og helgustu vonum, og þvi almáttuga valdi falinn, sem yfir oss öllum vakir, lífs og liðn. ;um. Vér hverfum svo frá líkbörum þessum og þessari gröf með þá helgu hljóma i sál, sem eru dýpsta þrá alls lifs, og benda oss meðal annars á hvert stefnir: Kom, huggari, niig huggar þú, kom, hönd, og bind um sárin......... •Kom, Ijós, og lýstu mér, kom, lif. er æfin þver, kom, eilifð, bak við árin. I nafni hans, sem er konungur sannleikans. A m e n , Pétur G. Johnson Pétur G. Johnson var fæddv.r á Islandi fyrir hér um bil 48- árum síðan. Foreldrar hans fluttus'c með hann til Ameríku ásamt tveimur öðrum drengjum, kringum 1880 og voru meö fyrstu landnemum i héraði því, sem nú er nefnt East Alma Township. Það voru ekki mörg tæki. færi á þeim timum, hvað efnahag tnanna snertir eöa annaö fyrir frum- byggja þessa, með aö koma börnum Sinum til manns. Pétur hlaut því snemma að ganga i gegnum eldraun erfiðleikanna og reynsluskóla lifsins. Þegar á unga aldri aflaði hann sér af eigin ramleik þeirrar uppfræöslu sem nú svarar tii alþýðuskólamentun- ar, og stundaði aö því loknu skóla. nám i Milton. Hann varð síöan skólakennari um hriö, en stundaði jafnframt nám við háskóla Norður. Dakota rikis eftir því, sem efni leyfðu. Þegar lögfræöisdeild var stofnuö viö háskólann, varö hann einn með þeim fyrstu, sem innrituðust í hana, og útskrifaðist þaðan með lofi árið 1900. Á lögfræöisstörfum byrjaði hann í Milton 1902 og gekk í félag við W. B. Dickson frá Langdon og stund- uðu þeir lögfræðisstörf þar til 1907, aö Jón bróðir hans kom til Milton, og stofnuðu þeir bræöu þá lögmanna félag og kölluð það Johnson & John- son. Þegar G. Grimsson var kosinn rikisritari haustið 1910 varð Mr. Johnson aðstoðarmaður hans og lög- mannafélagið Grimsson ■& Johnson sett á stofn, og var það viö líöi þar til vanheilsa Johnsons olli þvi, að það gat ekki lengur haldið áfram. Eftir það dvaldi hann hjá föður sinttm í South Olga Township. Haustið 1906 var Mr. Johnson kos- inn saksóknari fyrir Cavaiier County og gengdi þvi embætti út kjörtíma- biliö. Hve einbeittlega hann fram- fylgdi lögunum, ávann honum mót- stöðu allmargra en þó hann tapaði viö næstu kosningar, naut hann þó ávalt styrks og trausts kjósendanna i Cavalier County. Eftir aö hafa ver. i-ð ríkissaksóknari, var hann aðstoð- armaður ríkissaksóknarans og vann aö því ásamt Andrevv Miller, sem er stjórnardómari, að framfylgt væri vinbannslögunum, og starfaði að þvi ósleitilega víðsvegar um norðvestur- hluta Norður-Dakota. Snemma æfinnar átti Pétur við heilsubrest að stríða, og þegar hann var á lagaskólanum veiktist hann af taugaveiki, og þar á eftir þjáðist hann af hjartasjúkdómi. Síðan veikt- ist hann af lar.gvarandi liðagigt, sem vann svo á honum, að hann stirðnaði tim öll liðamót, og varð að lokum al. gerlega ósjálfbjarga. Hann leið ár- um saman svo miklar þjáningar, að fáir mundu hafa afborið þær eins, og hann bar byrði sína með stakri hug. prýöi. Hann var glaðvær og bjart- sýnn, og eftirlét öðrum fagurt dæmi með hugrekki sínu, og hve hraust- lega hann barðist móti árástux) ókpkn. andi sjúkdóms. Hann leitaði lækninga við hitalaugarnar í Banff og Ark- ansas. Síðustu tilraunir til lækningar voru gerðar á honum eftir fyrirmæl- um læknisfræðinnar. Það var jafn. vel geröur á honum stór uppskurð- ur af dr. Murphy í Chicago, tilraun til aö setja nýja himnu í liðamót mjaðinarbeinsins og lærbeinsins, en alt varö það árangurslaust. Pétur var dugandi lögmaður og mælskur málafærslumaður. Hiann varði skjólstæðinga sína í það ítrasta. Þegar hann tók aö sér mál, geröi hann alt, sem á heiðarlegan hátt stóð í hans valdi, því til varnar. Hann á- Ieit að starf lögfræöinganna ætti að vera í þjónustu og til heilla með- bræöra þeirra. Ef hann áleit mál- stað skjólstæðings stns réttan, var hann ekkert um það aö hugsa þó hann væri efnalaus og einn aj hinum lítilmótlegustu. Hann tók mál hans að sér og varði það eins ótrauðlega, hvað sem því leiö. Honum var yndi að því, að rétta hinum undirokuðu og þeim, sem fyrir rangsleitni urðu hjálparhönd. Ef heilsan hefði ekki bilað, mundi framtíð hans, sem lög. manns og stjórnmálamanns hafa orö- ið hin glæsilegasta. Vanheilstinni þyrmdi yfir hann, áður en hann fylli- lega fengi byrjaö á æfistarfi sínu. Cavalier County stendur í þakkar- skuld viö hann, fyrir aö beita lögun. um á þann hátt, að gera þaö aö ein. um hreinasta og siðbezta dvalarstaö Noröur-Dakotaríkis. Álit það, sem óskyldir menn höföu á P. G. Johnson, sýna bezt þessi um- mæli blaðsins “Osnabruch Records”: Pétur G. Johnson var duglegur lög- maður og í raun og veru fyrsti mað- ur í Cavalier County, sem tók sér fyrir hendur aö útrýma þar vínsölu, og var það honum að þakka, að vín. bannslögin uröu meira en dauður bókstafur. Hann var maður djúp- hugsandi og átti til talsvert af fyndni og kaldhæðni. Ef heilsuleysi ekki heföi staðið honum fyrir þrifum, ihefði hann eflaust komist til hárra metorða og álits hjá samtíöarmönn- um sínum, og vafalaust oröiö hinn ötulasti forvígismaður þess, að lög- unum yrði hlýtt og virðing fyrir þeim borin. SALMAGUNIU E f t i r L. F. Samsafn þaö af æfisögum “mikil. menna”, sem viö köllum veraldarsög- una — yfirleitt sú ljótasta saga, sem finst á prenti — hefir tvö aðal ein. kenni: styrjaldir og trúmál. Aö miklu leyti er hún saga lævísi og undirferl- is, kongar, drotningar, hershöfðingj- ar, kardínálar — þetta eru persón- urnar, sem bítast og berjast um völd og auð, en hvarvetna er trúin und- irspilið. Fólksins getur aðeins að iitlu leyti, nema sem peða í skák. Milli konungstólsins og kirkjunnar var fólk iö kramið og kreist, sem korn í mylnu. Ottinn við jarðnesku yfir- völdin: á aöra hönd, og himnesku, völdin á aöra hönd, og himnesku auðmýkt. * # • Saga jarðnesku valdhafanna er Ijót — svo Ijót, að vart er hægt aö finna ærlega/ taug í konunglegri persónu alt frá Faraó til síðustu tíma, (og er Davíð konungur hér alls ekki undan. skilinn, þvi að fárra eftirbátur mun hann hafa verið í óþokkaskap). Þó er saga andlegtt — guðlegu — leið- toganna ennþá Ijótari. Flestum kon- tingum þótti það nóg, að afhöfða syndarana, en ekkert nægði kirkjunni annað en staurinn og bálið, og aörar hryllingar píningar, sem murkuöu lífið úr miljónum manna, sem grun. aðir voru um að hugsa, eða tilbiðja öðruvisi, en samkvæmt kokkabók kirkjunnar. • • * Þó eru það þeir, sem herkænsku sýndu, sem sagan gerir hæst undir höföi. Napóleon, — fyrirmyndar ó- þokki og lítilmenni, — á sér stærstan þátt allra einstaklinga. Cæsar, Alex- ander, Friðrik rnikli — þetta eru hanarnir, sem hæst láta, og mest > þykir um vert. Aöeins í tilvitnunar- söfnunum finst nafnið Asoka, og enda þar er næsta lítið að finna honum viövikjandi. Þó var hann mikilmenni — svo njikill, að í ljósi hans blikna þeir Cæsar og Napoleon, svo þeirra varla gætir. Að hann var tim einn tima mikill herjarl veröur ekki neit- að; en þaö merkilega við æfiferil hans var það, að þegar tign hans stóð hæst, og meðan hann var ennþá ung- ur maður snerist hugur hans frá styrjöldum, er ósamboðnar voru sið- uðum mönnurn, og hneigðist aö út. breiöslu trúar, sem þó var iaus viö trúfræöi, helgisiði og játningar. Einnig var jarðrækt og allri starf- rækslu gett hærra undir höfði, svo að iönaöur tók stórkostlegum framför. um. Hann var langfremsti höfðingi sinnar tíöar (264—226 f. K.), og ríki hans náði yfir alt Indland. Þó sté honum þetta mikla vald aldrei til höfuðs, og þegnar hans nutu friðar, rósemi og ánægju — friðar innbyrð- is og við nágrannaþjóðirnar, allan þann tíma, sem hann sat við þjóðar- stýriö. Hefir hans því ekki þótt get- andi af sagnfræöingum, og bæöi grísku og brahminsku bækurnar ganga framhjá honum. Þó varö Koppen að orði: “Sé það mælikvarði frægðar, að eiga kærleiksreit í hjört- um samtíðarmanna sinna .... þá var Asoka frægari þeim Cæsar og Karla. Magnúsi. ------0------ P. Feilberg. Isladsvinurinn P. B. Feilberg, etatsráð, einn hinn helst landbúnaðar- frömuöur Dana á öldinn sern leiö, er nýlátinn í hárri elli á heimili sínui við, Hielsingjaeyri. P. Feilberg var fæddur á Jótlandi árið 1835, bróðir hans var síra H. F. Feilberg, fornfræðingur, er lengi átti heima í Askov og mörgum ís- lendingum, sem sóttu lýðháskólann í Askov á þeim tíma, er að góðu kunn- ur. Báðir bræðurnir höföu einlægan áhuga á íslenzkum málum. Eftir að presturinn lét af embætti, gaf hann sig allan við þjóðsögum og saman. burðarmálfræði, þar af leiðandi var hann kominn töluvert niður í íslenzkri tungu og var nákunnugiir þjóðlífi og háttum Islendinga. P. Feilberg gaf sig aftur á móti að P. G. Johnson Frá föSur hans. Þá ertu horfinn frá> sjónum vor sæli sonur á aldursins hádegi nú; kallaður ertu að himnesku hæli í heimboð til útvaldra, það er mín trú. \ t Við hörmum um tíma að horfinn oss ertu, en hjörtun brátt fyllast yndælli ró: fagnandi yfir í faðmi Guðs sértu, og fullsælu útvaldra, það er mín fró. Gunnlögur Jónsson. öðrum efnum, hann var búfræðis. kandidat, sá fyrsti meöal Dana. Ferö- aöist hann hér á landi þrívegis, að tilhlutun Búnaðarfélagsins danska og aö miklu leyti á kostnað þess. Hann ritaði mikið um búnaðarmál hér á landi og studdi með ráðum og dáð að viðgangi þeirra mála. Hann hafði hug á því, aö Islendingar efldu sína búnaðarskóla sem bezt, og hann var þess hvetjandi aö bændaefni gætu fariö utan, dvalið þar um tíma og framað sig í verklegum efnum. Þetta varö okkur aö góöu liði; orö Feil- bergs voru mikils metin bæöi hér og í Danmörku. Islendingar voru ætíð boðnir og velkomnir á Söborggaard, en þar var heimili Feilbergs um langt skeið. Hjónin voru bæði samhent í því að fagna gestum sínum, og gerðu það á þann hátt, að þeir gleymdu því að þeir voru gestir, þeir voru þar eins og hjá sér. I Danmörku starfaði Feilberg mest að þvi, að auka graslendiö, breyta mýrum og mosaflám i tún og engj. ar, þurka upp stöðuvötn og breyta því landi i akra og engjar er við það þornaði. _ Ríkur maður mun Feilberg aldrei hafa orðið, en þó gaf hann 2400 kr. í sjóð, er Landbúnaðarfélagið danska ræður yfir, en sjóðnum skal varið til styrktar íslenzkum bændum og bændaefnum, er vilja leita sér verk- legrar eða bóklegrar þekkingar í at- vinnu sinni i Danmörku. Hve mikils Feilberg var metinn í föðurlandi sínu, má sjá á þvi, að hann var annar af tveimur heiðursfélögpim Búnaðarfétagsins danska, auk þess sem hann var sæmdur ýmsum heið- ursmerkjum þarlendum og erlendum. Kona Feilbergs er dáin fyrir nokkr- um árum, en börn þeirra fjögur lifa, 2 synir og 2 dætur. Islendingar eiga hér á bak að sjá einlægum vin og mikilhæfum manni. G. — “Vísir”. ------0------ Bréf úr Húnavatns- sýslu. 22. febrúar, 1925. “ ..... Tíöarfarið hefir mátt heita fremur stirt í vetur. Að vísu hefir oftast veriö frostvægt, en umhleyp- inga samt i meira lagi. Hagar oftast nægir í lágsveitum, en beit notast illa, sakir skakviðra. — Til fjalla hefir verið með snjó- léttara móti. Sunnudaginn 8. þ. m. var hér blíðuveður að morgni, en er leið að hádegi rauk upp skyndilega ein hfn háskalegasta norðan-stórhríð, sem yfir þessi bygðarlög hefir lengi kom- ið. Hafði fé víðast hvar verið rekið á haga um morguninn, því að veð- ur var hið bezta svo sem áður er sagt, og útlit sæmilegt. — En hríðin skall yfir svo skyndilega, að engum tog- um nam, og varð á svipstundu ein hin allra versta, sem hér hefir kom- ið í mörg ár, bæði aö fannburði og veðurhæð. Tvær manneskjur — karlmaður frá Hnjúkum og kona frá Skyttu- dal — 'urðu úti hér í sýslu í þessari hríð, svo að ég viti, en margir voru hætt komnir, og víða tókst ekki aö ná sauðfé í hús. Hrakti þaö víöa vegu, en sumt fanst dautt, er upp birti. Á Þveráó Norðurárdal urðu mikl- ir fjárskáðar og lá nærri aö húsfreyj an þar yrði úti. — Á Þverá býr Guð. laugur bóndi Sveinsson og kona hans, Rakel Bersadóttir frá Sölvabakka, tápkona hin mesta, svo sem hún á kyn til. — Guöl. bóndi var í kaup- staöarferð þenna dag (8. þ. m.), en konan ein heima með barnahópinn. Þau eru víst 6 eða 7, sitt á hverju árinu að heita má. — Hún hafði beitt fénu út um morgpininn, en er hríðin skall á, brá hún við þegar í stað og ætlaði að reyna að bjarga fénu í hús. — Þverá er efsti bær í dalnum, alveg uppi viö fjallgarðinn, og getur enginn, sem ekki þekkir til, gert sér í hugarlund, hversu afskaplega svart- ar noröanhríðarnar geta orðið hér í fjalldölunum. — Þenna dag var veö- urhæðin svo mikil, að ekki var stætt á bersvæði, og svo sótsvört var hríð- in, aö ekki sást handaskil. Sunnlend- ingar þekkja ekki því lík veður og skilja seninlega ekki heldur, hver vog un þaö er og lífshætta, jafnvel vösk- ustu karlmönnum, aö leggja út í slík- an sorta. En hér var mikið í húfi. Féö úti á víðavangi og ekki annaö sýnna, en að það færi alt í fönn eöa hrekti víðsvegar og lemdist til bana. — Rak- el húsfreyja var ekki lengi aö ráða við sig hvað hún ætti að gera. — Hún yfirgaf barnahópinn og snaraöist út í hríðina. Hún þóttist vita hvar kind- anna væri að leita og fann eitthvað af þeim, en misti þær jafnharðan frá sér. — Skömmu síðar mun hún hafa tekiö aö villast, og vissi, þá ekki hvert hún fór. Eftir 4—5 stunda hrakning náði hún þó fjárhúsunum, en þá var svo aö henni þrengt, að hún treystist ekki til bæjar, þá þegar, og ér þó örskammur spölur milli húsa og bæjar. — Eftir okkura hvíld lagði hún þó út í hríðina á ný og náði þá bænum. — Þykir þetta rösklega gert og ekki á allra kvenna færi að standa í sporum Rakelar í þessari raun. I’egar hríðinni var nokkuö slotað og Guðlaugur bóndi heim kominn, fór hann strax aö leita aö fé sínu og fann þaö bráðlega flest eöa alt, ert um 40 ær voru dauðar, eöa góður helmingur alls fjársins, þess er úti haföi legið. Tvö trippi höföu verið látin út á sunnudagsmorguninn og fundust þau bæöi dauö. Þetta er mikið tjón fyrir efnalítinn fjölskyldumann, og er vonandi, að reynt verði að bæta honum skaöann aö einhverju leyti ... ------0------

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.