Heimskringla - 15.04.1925, Síða 5

Heimskringla - 15.04.1925, Síða 5
WINNIPEG, 15. APRIL, 1925. HEIMSKRINGLA 5. BLAÐSlÐA Samkomulags tilrauoir. “SpuruU og “Lögberg”. I síSasta tölublaöi “Lögbergs” er grein er nefnist Nokkrar spurningar. Málshefjandi þess, er þar er rætt um, nefnir sig “Spurull” og er umrætSu. efrti |þané, athugasémdir ýrrtsay, 'er ritstjóri “Lögbergs” hefir gert viö ræ'Öur þriggja manna á síöasta Þjóö- ræknisþingi. “Spurull” lætur þess getiö, aö honum þyki liklegt, aö um- ræður einhverjar veröi í blööunum út af spurningum þeim, er hann legg- ur fyrir ritstj. “Lögbergs”, og þeim svörum, sem ritstjórinrt væntanlega veiti. Samkvæmt þessu viröist því mega líta svo á, sem á það verði ekki litið sem átroöning neinn, eöa slettirekuskap, þótt fáein orð verði hér lögö í belg í þessu tilefni. Þaö, sem mig langaöi til þess aö ræöa um, er þó ekki nema eitt atriði þess, er gert hefir veriö aö umtals- efni í grein þessari, hinni fyrnefndu. Það eru skoðanir þær, sem fram hafa kornið í ræöum síra Alberts Kristjánssonar á tveirn síðustu þing- um Þjóöræknisfélagsins — og und- irtektir ritstj. “Lögbergs”. Ekki staf. ar það, aö ég leiði uppástungur þeirra síra Hjartar J. Leó og Dr. Sig. Júl. Jóhannessonar hjá mér, að þesstt sinni, þó af þvt, að ég meti þær ekk: mikils, heldur af hinu, aö ég er* sann- færöur um, að engin viöunandi lausn fæst á málum þeim, er þeir bera( fyr- ir brjósti, fyr en á einhvern hátt hef- ir verið greitt skaplega fram úr þeirri óheill, sem frá öndverðu hefir fylgt kirkjumálum íslendinga hér í álfu — jafnmikilli atorku og góö- vilja og þó hefir veriö beitt viö þatt af ýmsum nýtum mönnum. Síra Albert Kristjánsson hefir flutt þaö áhugamái sitt fyrir þingmönnum og gestum Þjóöræknisfélagsins þau tvö ár, sem hann hefir verið forseti þess, aö menn geri alvarlega tilraun til þess aö varpa af sér þeim barna- sjúkdóm að ímynda sér, að þótt þeir litu nokkuö sínum augum hver á ýms andleg mál, þá hljóti óhjá- kvæmilega af því að leiöa, að þeir veröi sem allra minst andleg mök hver viö annan að hafa. Honum er það ljóst — eins og vafalaust miklum hluta almennings þjóðar vorrar hér í álfu — að ljirkjan ber með sér vott um ófullkominn skilning á sín. um eigin tilgangi, ef hún sættir sig við ávextina að slíkum hugsunar- hætti. Öllum er kunnugt um, að á- vextirnir hafa orðið misskilningur á mönnum og málefnum og óvingjarn- legar hugsanir. Síra A. K. er þeirrar skoðuriar, að þó að rnikiö bæri á milli í trúarskoðunum, þá hljóti þeir menn aö veita hver öör- um stuðning og styrk, sem sameigin. lega hafa hug á að vinna aö hug- sjónum kristindómsins. Það skiftir ekki svo miklu máli, þó að menn séu ekki nákvæmlega sammála um leiö- ina að markinu — að gera þær hug- sjónir aö veruleika i lifi einstaklinga og þjóða — vegna þess fyrst og fremst, aö á hugsjónum þessum ertt svo margvíslegar hliðar, að ekkert er eðlilegra, held- ur en að menn leggi áherslu á mis- munandi atriði, og auk þess er þá fyrst von um að menn skilji hver annars afstööu, er menn læra að hitt- ast vinsamlega á vettvangi, og ræða málin. Ræöumaður heldur því entr fremur fram, að kristindómurinn sé ekki ákveðið safn af kenningum, heldur sú hugarstefna eða vilja, er sveigja vill lífið inn á þær brautir, or höfundur kristninnar hefir boðað mannkyninu. Hann hefir komist að þeirri niðurstööu, sem óneitanlega sýnist liggja nokkuð nærri, að marki þessu verði frekar náð með þvi, að þeir, sem aö þvi vilja vinna, stofni með sér félagsskap til þess aö vinna að því, heldur en með því að stofna smáfélög, sem i reyndinni vinna hvert á móti ööru. Hánn heldur þvt enn fremur fram, aö reynslan hjá okkur Islendingum hér í landi bendi í þá átt að dreifing sú og reipdráttur milli kirkjuflokka, sem er hálf saga þeirra frá því þeir tóku sér hér ból- festu, sé ekki eingöngu skaðleg sjálfu máli kristindómsins, heldur og hverju öör« máli, er íslendingum , æíti aö vera sómi aö sameinast um. Eg held að þetta sé nokkurnveg- tnn höfuðkjarnar þess máls, sem síra \ A. K. hefir haldið fram í ræðum þeim, er ég áöur hefi getið um. Hér eru vitaskuld ekki tilfærð þau rök, sem ræðumaður hefir flutt fyrir máli sínu, sem voru hvorttveggja í senn, margvísleg og skarpleg. Ritstjóri “Lögbergs hefir ekki orð- ið sr. A. K. sammála um mál þetta, né manni þeim, er “Spurull” nefnir sig, og lagt hefir spurningar nokk- urar fyrir ritstjórann um þetta efni. En fyrir þá sök geri ég athugasemd- ir ritstjórans að umtalsefni, að ekki er með nokkuru móti unt að vera honum sammála um það, er hann heldur fram, að hann tali einungis; fyrir eigin munn um svo markvert mál, sem hér er um að tefla. Al- menningur lítur svo á — og með all- miklum rétti — sem afstaða sú, sem framkemur i ritstjórnardálkum blaöa um almenn stórmál, sé afstaða blaðs- ins og flokksins, sem að blaðinu stendur, en ekki eingöngu ritstjór. ans. Vitaskuld leyfa allir sanngjarn. ir blaðaútgefendur ritstjórum sínuiú mikiö frelsi í þessum efnum, en hins- vegar velja þeir aö jafnaði þá rtienn til ritstjóra, sem þeim er kunnugt um, að lita líkum augum og þeir á þau grundvallarmál, er skiftir mönn- um i flokka. Kirkjumál Vestur-ís- lendinga cru stórmál í þeirra íslenzka mannfélagi. Ritstjóri “Lögbergs” flytur meöal annars þá ástæðu gegn tillögu sr. A. K., aö þeir vankantar séu á slíkum almennum kirkjulegum félagsskap, sem hann hefir talað tim, er svo séu “alvarlegir, að naumast er hægt að ætlast til þess, að menn geti fram hjá þeim komist, og því siður sætt sig við þá sameiginlegu trú, og sameigin. legar trúarskoðanir geta aldrei bless. ast, nema aö þær séu bygðar á sam. eiginiegum trúargrundvelli, og þess- vegna verður að leita hans og finna hann áður en menn geta mæst á hon- um, eöa sameinað sig um hann.” Mótbáru þessari er því fyrst að svara, að enginn vandi ætti að vera að fá menn til þess að komast hjá þeim alvarlega vankanti að geta “sætt sig við þá sameiginlegu trú”, vegna þess aö þeir eru þegar ásáttir um hana. Trú sú er nefnd kristin trú. Meiri ástæða væri ef til vill til þess að efast um, að þeir gætu orðiö á- sáttir um allar skoöanir á kristindóms málum. En verulega hættulegur ætti sá vankántur heldur ekki að vera, því engum lifandi manni gæti til hug- ar komið að biðja menn að vera að öllu ásátta um þau efni. Sú stofti. un, sem hér er verið að ræða um, á einmitt að vera til þess, að menn með ólíkar skoðanir geti þar unnið saman. Setningunni sem svo hljóðar, að “sameiginlegar trúarskoðanir geta aldrei blessast, nema þær séu bygðar á sameiginlegum trúargrundvelli” er þvi miðttr ekki hægt að svara, vegna þess að það vantar í hana meining. ttna. Þar sem “sameiginlegar trúar. skoðanir” eru, getur vissulega ekki verið þörf á að leita að “sameiginleg- um trúargrundvelli”. Sétt trúarskoð- anirnar sameiginlegar, þá virðist það sæmilega góður grundvöllur. Hins- | vegar er það vel skiljanlegt sem á | eftir fer, aö “sameiginlegt trúarfé-1 lag manna meö gagnólíkum trúar. j skoöunum hefir, oss vitanlega, hvergi fest rætur eöa staðist til lengdar”. i 'Þessi mótbára er þungamiðjan í; 1 mótmælum ritstjórans. En ég held1 ekki, að hann hafi hugsað sig nógu j vel tim, áðttr en hann setti hana á pappírinn. Ritstjóri “Lögbergs” er lúterskur maður. Hann hefði ekki þurft að leita út fyrir sina eigin kirkjudeild til þess að finna þau fordæmi, er | hann telur hvergi vera ; til. Norður-Þýzkaland er móð- urland lúterskunnar í heild sinni. Innan ríkiskirkju þar i landi má finna eins gagnólíkar trúarskoðanir og nokkur kynni að óska. Langmest af hinttm vísindalegu biblíurannsóknum hafa farið fram innan vébanda þeirrar kirkju, og þær rannsóknir hafa eins og flestum er kunnugt, um. turnað trúarskoðunum hálfrar kristn innar. Eitthvað svipað yrði uppi á teningunum til hvaða lúterskrar þjóðkirkju sem litið væri. Þessi ó- möguleiki hefir þvt vissulega sum- staðar “fest rætur”, og ýmsir ertt að gera sér vonir um að hann kunni að geta “staðist til lengdar”. Jafnvel hér í Canada hefir ósóminn gert vart við sig. Ritstjóra “Lögbergs” er kunnugt um, að þar er stofnuð kirkja er nefnist “United Church of Canada”. 1 þá kirkju hafa gengið menn úr þremur tfúarflokkum, sem hafa ólíkar skoðanir á ýmsum efnum, og er hverjum manni heimilt aö halda viö þær sérskoöanir — eöa hafna þeim — eftir því sem vitsmunum, sam visku og skapferli hans er háttaö. Eg held að ritstjóri “Lögberga” muni átta sig á, með dálítilli umhugs. un, að þessi mótbára sé ekki á sem traustustum grundvelli reist. En það eru enn aðrir örðugleikar, sem varna því, að hann geti orðið sammála sr. A. K. og “Spurul”. Samvizka hans bannar honum þaö. Hann hlýtur sem “sannkristinn nAöur” að “líta á þessa hluti frá kristilegu sjónarmiði, en ekki frá sjónarmiöi skynsemistrúar. manna”. Setningin er mjög lær. dómsrík. '“Skynsemistrúarmenn” geta ekki litið á mál frá kristilegu sjónar- miði, og allir menn, sem ekki eru sannkristnir, eru skynsemistrúarmenn. Nú er þaö annaðhvort, aö ntikill er hópur hinna sannkristnu, eöa sr. A. K. hlýtur aö hafa álitlegan flokk sér fylgjandi, fyrst allir skynsemistrúar- mennirnir fylgja honum, og allir, sem ekki eru sannkristnir, fylla þann hóp. Eri skoðanir ritstjóra “Lögbergs” á máli þassu standa ennýviðar fótum undir. Hann er sannfærður um, aö það muni ekki vera “menningarlegur gróði” fyrir Vestur.íslendinga, að taka bendingu þessa til greina. Hann telur menningunni betur borgiö með því. að hver flokkur fyrir sig berjist fyrir skoðunum sínum og sætti sig við að "það. sem hæfast sé, haldi velli”. Hann er sannfærður ttm, aö menn, sem ekké séu “því vaxnir að geta sótt frant hliö viö hlið, þó skoðanir sétt breytilegar, án þess aö liggja í h’ta. legum illdeilum” muni ekki koma sér betur saman itndir einu þaki. Auk þess beri mönnum aö gæta þess að “kristindómurinn í eöli sínu, að því er snertir aöstöðu manna hér í heimi, sé stríðsboðskapur”. Einhverjum kynni nú aö láta sér koma til hugar, að ekki væri loku fytir það skotið, að mönnum lærð- ist að leggja niður hinar “lúalegu illdeilur” ef þeir læröu listina aö sækja fram hliS viS hliS, en ekki hver gegn öðrum. En ann- ars er það nokkuð óákveðið hvaö ritstjórinn á við með því, að hið hæfasta haldi velli. Er hann sann- færöttr um að sá flokkur, sem mest hafi af sannleikanum haldi ávalt velli? Sumum finst þeir hafa heyrt getið um það, aö allskonar baráttu meðal manna hafi lyktað á aðra lund. Annars ætti ekki illa við að minna í þessu sambandi á setningu dr. Hielga Péturss um líf hins hæf- asta, er hann hefir orðaö á enska tungu: “The survival of the fittest in hell, is the survival of the fittest for hell”. Þaö er alls ekki ólíklegt, að það sé rétt til getið hjá ritstjór. pnum, að hið hæfasta haldi velli í þessum skilningi — i mannfélagi þar sem menn eru aldir upp við úlfúð og “lúalegar illdeilur”, þá halda skap. vargarnir velli. Hinsvegar kynni þá nokkuð að fara að orka tvímæl- is um hinn menningarlega gróða. Eg get ekki slegið botninn í þess- ar fáu athugasemdir án þess að geta þess, sem mér finst nú, eins og mál- in horfa nú við, vera markverðast i þessu efni. F.g geng þess ekki dttlinn, frekar en flestir aðrir, að enn muni þess verða nokkttð að bíða, að sú vitur- lega lausn fáist á kirkjumálum ís- lendinga hér í landi, sem sr. A. K. hefir orðið talsmaður fyrir. Undir- tektir “Lögbergs” sýna að< enn er við rammann reip að draga. Hins. vegar er ég sammála “Spurul” um það. að hugsjón þessi hefir meiri lífsþrótt en svo, að hún verði kæfð, Og það, sem gefur mér mestar von- ir i þessu sambandi er það, að hið evang. lúterska kirkjufélag virðist einmitt nú vera sjálft að gera, innan sinna eigin vébanda, dálitla tilraun nteð það hvort ólikar trúarskoðanir geti þrifist þar hlið við hlið. Síra Björn B. Jónsson, ritstjóri “Samein- ingarinnar” hefir notað það blað til þess að birta skoðanir, sem mig stór- furðty á, að sámvizka ritstjóra “Lög- bergs” hafi ekki hvatt hann til að mótmæla. Eg vil t. d. leyfa mér að minna á þennan kafla úr grein er nefnd er: “Hvert stefnir” (Sam. jan. úar ’25) : “Þá er efnishyggjan sat að stóli í umdæmi vísindalegra efna, sat og að stóli í kirkjunni einskonar efn. ish-yggja. Kirkjan beitti allri orku til þess að rannsaka og verja cfniS. En svo er hér nefnt það alt, sem til- heyrir umbúðum þeim, sem sannindi trúarinnar hafast við í: bókin helga sjálf, kirkjusagan, erfikenningar og játningar kirkjuflokkanna........Menn spunnu úr efninu visindalega greinargjörð fyrir kennisetningum og skoðunum, en hvort sem úr þvi varð “rétttrúnaður” eða “villutrú”, þá var sú “trú” i rauninni meira eða minni skynsemistrú — ratoiuilismc'’. Eins og menn sjá af þessum um- mælum, þá eru þeir ekki alveg sam- mála um það, ritstjórarnir, hvað skyn semistrú sé. Ritstjóri “Sameining. arinnar” heldur þvi fram, að sú stefna, sem ev. lút. kirkjufél. hefir opinberlega haldið uppi, sé ein teg- und af “skynsemistrú”. Sú athugun er nákvæmlega rétt. Ritstjóri “Lög. bergsi” yfcit að( kristindómurinn er “striðsboðskapur”. Nú virðist að það ekki ætti illa við, að draga á sig stríðsglófana. Enda hefði presti inn- an kirkjufélagsins, er slíkar skoðan- ir hefði látið uppi fyrir nokkurum árum, verið vísað á.dyr. Mér er1 það óblandið fagnaðarefni að sjá, að það er ekki gert nú. Mér finst að þeir menn, lífs og liðnir, sem eytt hafa kröftum sinum til þess að auka við. sýni og frjáíslyndi í trúmálum hér meðal íslendinga, megi vel við það una, hve áfram virðist þoka. Sr. B. B. J. hefir orðað hugsjónir þeirra allra er hann segir: “Ó, vesalings kirkja, sem ofþyngir samvizkum manna með 'margskonar kpmjisetn. ingum, en vanrækir hið eina boðorð konungs þíns!” [þ. e. “elskið hver annan.”] Eg efast ekki um, að ís- lenzkur almenningur, sem áhuga hef- ir á trúmálum, fylgist með athygli með því, hvort ofan á verð’ur innan !út. kirkjufélagsins, skoðanir sr. B. B. J. eða ritstjóra “Lögbergs”. um leikrit, sem menn sjá aðeins einu sinni, en geta ekki lesið. Meiningin er góð, og þarft að benda foreldr- um á þá lausung í hugsunarhætti sem börnunum þeirra er hætt við, og sem liklega er ennþá meira áberandi nú eftir ófriðinn mikla, en nokkurn- tíma áður. Æskilegt hefði verið, að tjaldið hefði fallið þegar við endurfundi þeirra mæðgnanna. Þar hafði höf- undurinn náð sér bezt niðri, og það sem á eítir kom var eiginl. aukaat. riði, sem eyðilagði þau áhrif, er end- urfundurinn hafði. Það verður náttúrlega ekki krafist mikils af leikendum, sem aðeins grípa til leiks i tómstundum sínum, en yfir- leitt hefði menn þó langað til þess að krefjast nokkurs meira. Af kven- fólkinu léku þær bezt Jódís Sig- urðsson, Mrs. Friðhólm og Miss Benjamínsson. Hinar tvær fyrnefndu sýndu mjög sómasamlega heiðurskon- ur og Miss Benjamínsson var mjög eðlilega og gelgjulega dansbrjálæðis. leg, eins og hún átti líka að vera. Eðlilegastur af karlmönnunum var Pétur Pétursson. Garðar GÍ9lason var nokkuð kvikur á leiksviðinu, og vér höfum haft alt aðra hugmynd um fínan slarkara en þá, sem Mr. Egill Fáfnis sýndi. Frh. ■------0------ Ur bær um. Mr. Agúst Eyjólfsson frá Lang- ruth var staddur hér í bænum um páskahelgina. Vestan frá Isle la Crosse kom ný- lega Mr. Þórarinn Jónsson, útgerð- armaður. Hefir hann haft net stn í vetur þar í vatninu. lengi. — Og öllum til fagnaöarauka skal þess getið, að hr. Árni Sigurðs- son í Wynyard leikur þar í smáleik, ásamt fleirum, og þarf sízt að efa að þar verður um ágæta skemtun að ræða. — Inngangseyrir 50c; veiting. ar ókeypis. --------x----------- Frá íslandi. Or dyrafirði. (Símtal við Isafjörð 26. febrúar). Snjóflóð mikið féll á túnið aö Botni í Dýrafiröi fyir skömmu. Tók snjóflóðið fjárhús með nokkrum kindum er allar fórust. Skall hurð nærri hælum að flóðið tæki bæinn, þvi það tók bæjarvegginn þann sem að flóðinu vissi, svo bæjarhúsin löskuð- ust mjög, en fólk meiddist þó ekki til muna. FRÁ VESTMAN.NAEYJUM. (Einkaskeyti 27 febrúar. Allir bátar réru héðan i nótt og eru komnir í höfn nú. Þeir, sem réru með gamalbeitt, komu með um 200 fiska á bát; hinir sem Iögðu nýbeitta línu, hafa fengið um 700 af vænsta þorski. Otlit er fyrir góðan afla næstu daga. Engir skaðar urðu hér t austanveðr inu. Hér er bliðviðri nú. I ofviðrinu á dögunum slasaðist bóndinn á Arnaranpi, lærbrotnaði. Gerðist það með þeim hætti, að manru inn tók upp í storminum, og meiddist hann svona er hann slengdist til jarð. ar. Sæsíminn til Vestmannaeyja komst í lag 1. þ. m. Gerði “Þór” við bilun- ina. Var hann um þrjá sólarhringa \að gera við símann. Slitið var um miðja vegu milli lands og Eyja. Ragnar E. Kvaran. ------0----- Sjónleikir. • ■ 1 Það hefir mikið verið unnið að leikstörfum í vetur, á meðal Islend- inga hér í Winnipeg, sérstaklega seinnipart vetrar. Siðan í marz hafa verið leikin hér fjögur leikrit. Þriggja verður hér minst að nokkru, hins fjórða, sem nemendur Jóns Bjarnasonar skólans léku, er því mið. ur ekki hægt að geta. þar eð blaðintt var ekki gefinn kostur á að sjá það. Hið fyrsta af þessum þrem leik- ritum, sem hér er kostur að minnast á. var frumsamið á íslenzku, og er höfundurinn Miss Jódís Sigurðsson. Leikritið xiefndíi hún “Dan^lif”. ur Pétursson). Þá er og Mrs. Torfa- Gangurinn er þessi: Sæmilega stæð ekkja, Mrs. Berg (Jódis Sigurðsson) á tvö efnileg börn, Rannveigu (Jónína Johnson), og Skarphéðinn, læknisnema, (Garðar Gislason). Vinafólk þeirra er Mrs. Friðhólm (Mrs. Ing. Johnson), Sig- rún dóttir hennar, (Miss A. Guð- mttndsson), Njáll Njálsson (Þor- valdur Beck), kona hans (Mrs. Ch. Anderso'n) og sonur þeirra Jón, (Pét- son (Mrs. H. Anderson) og dóttir hennar Fjóla, (Miss V. Benjamíns- son). Ennfremttr Mr. Magnús, fínn slarkari (Egill Fáfnis) og Mrs. Lár- usson, dansari (R. Sigurðsson). Mrs. Berg er frjálslynd og góð kona, sem vill unna börnum sínum hæfilegs frelsis. Hún hvetur þau heldur en hitt, til þess, að læra að dansa. En með Fjólu, sem er dans- brjáluð ungmey á gelgjuskeiðinu, á- samt Jóni og Magnúsi, kemst óham- ingjan inn á heimilið, þrátt fyrir til- raunir Sigrúnar, að sporna á móti. Bæði börn Mrs. Berg rata í raunir, Rannveig strýkur með óþokkamenni, sem vfirgefur hana með barni, og Skarphéðinn, sem giftist Fjólu, lend- ir i dansi og dufli, og verður að hætta námi. Féð gengur til þurðar fyrir Mrs. Berg, svo bún verður að flýja i hrörlegt hreysi. Og Jón Njálsson, sem eiginlega er bezti pilt- ur að upplagi, lendir í fangelsinu. Þó endar alt betur en áhorfist. Skarp- héðinn og Fjóla sjá að sér, þó of seint sé til þess að hann ljúki námi. Og þegar sem mest kreppir að Mrs. Berg t vejtrarkuldamnm. Aá kemur Rannveig dóttir hennar inn úr dyr- unum og bylnum. Það er ilt að dæma með sanngirni “Fróns”-fundi þeim, er ákveðið var að haldinn skyldi mánudagslcvöldið 20. þ. m. í Goodtemplarahúsinu, er írestað þar til á mánudagskvöld 27. þ. m. Samkoma verður haldin í Leslie, Sask. á sumardaginn fyrsta, 23. þ. m., undir umsjón íslenzka kvenfélags. ins. Væntanlega verður margt til skemtunar og fróðleiks, svo sem ræð- ur, upplestur og ágætur söngur. Er búist við að söngflokkur (karlakór) sá, er Björgvin Guðmundsson þaul- æfði hér fyr um daga, standi enn á gömlum merg, og syngi þar vel og Nýlega lézt á sjúkrahúsi hér í bæn- um (Rvík), Ólafur Erlendsson, fyr_ verandi bóndi á Vetleifsholtsparti í Asahreppi. Hafði hann búið þar lengi, en fluttist hingað til bæjarins fyrir nokkru. Á mánudaginn var losnaði eitt af skipum Proppé bræðra, sem Iá á höfninni á Þingeyri og rak í land skamt innan við kaupstaðinn, og brotn aði í spón. — Austan garður \px og veður hið versta. Skipið hét “Cap_ ella”. Enginn maður var á því. Lá það í vetrarlegu. ISWEDISH AMERIGAN Lihe| HALIFAX eða NEW YORK X f f E/'S DROTTNINGHOLM VtinCE/S ST0CKH0LM Cabin og þriSja pláss IoLANDHÍ 2. og 3. pláss ÞRIÐJA PLÁSS* $122.50 els GRIPSHOLM 1.. 2. og 3. PLÁSS KAUPIÐ FARBREF FRÁ NÆSTA UMBOÐSMANNI EÐA SWEDISH AMERICAN LINE 470 MAIN STREET, ATfc A A A jTa ♦;♦ T f f ♦;♦ A STR0NG RELIABLE BUSINESS SCHOOL D. F. FERGUSON Principal President It will pay you again and again to train in Winnipeg where employment is at its best and where you can attena the Success Business College whose graduates are given preference by thousands of employers and where you can step right from school into a góbd position as soon as your course is finished. The Success Business College, Winni- peg, is a strong, reliable school—its superior service has resulted in its annual enrollment greatly exceeding the combined yearly.attendance of all other Business CoTleges in the whole Province of Manitoba. Open all the year. Enroll at any time. Write for free prospectus. THE BUSINESS COLLEGE Limited 38SM PORTAGE AVE. = WINNIPEG, MAN. !

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.