Heimskringla - 15.04.1925, Blaðsíða 7

Heimskringla - 15.04.1925, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 15. APRÍL, 1925. HEIMSKRINGLA 7. BLAÐStÐA t----------------- The Dominion Bank HORNI NOTRE DAME AVE- oa SHERBROOKE ST. Höfu'ðstóll uppb......$ 6,000,000 Varasjóður ...........| 7,700,000 APar eignir, yfir ....5120,0004)00 Sérstakt athygli veitt viðskift- um kaupmanna og verzlunar- ttlaga. Sparisjóðsdeildin. Vextir af innstæðufé greiddir jafnháir og annarsstaðar við- gengst PHONE A 9253 P. B. TUCKER, ráðsmaður. _______________________________-J Manntjónið mikla á Isl. (Framhald frá 3. síðu) Því næst yar sunginn sálmurinn: “Þín miskun ó guð er sem himinin há”. Líklegast var, a5 ekkert óvana. iegt væri með sönginn, ekkert ann- að en oft og einatt og altaf er við jarðarfarir. En hér var söngurinn allur svo undurþýður, borinn fram af djúpri og sannri hluttekningu í hin- um geigvænlega harmi. Næst vai' sunginn sálmurinn: “Þú guð ert minn, ég á þig að”. Tekið var undir sönginn hér og þar um alla kirkjuna. Gerði það samúðaröldurnar sterkari. Að þvi loknu hélt sira Bjarni Jóns- son dómkirkjuprestur hjartnæma ræðu. Kirkjan var öll klædd svörtu klæði. í FRfKIRKJUNNI hófst athöfnin með þvi, að fyrstu tónarnir af “Ora pro nobis” hljóm. uðu undir hvelfingum kirkjunnar, mjúkir og þýðir, .stiltu hugina til samúðar og fyltu kirkjuna þeim hátíðleik, sem hélst alla guðs- þjónustuna út. Lék Bernburg á fiðlu með kirkjuorgelinu. Þá setti það og mjög svip á guðs- þjónustuna, að framan við kórinn hafði verið settur pallur, tjaldaður svörtu, og á honum reist táknmynd af legstað með minnisvarða, — brot- inni, svartri súlu, og logaði ljós efst á henni. Þá var og tjaldið með svörtu klæði þar sem mætast kór og kirkja. A eftir forspilinu var sunginn) mergðin: “Þú, guð, ert mikill, mergðin englasveita”, og þar næst: “A hendur fel þú honum”. Að þeim sálmi loknum flutti séra Árni Sig- urðsson áhrifamikla og hjartnæma ræðu. I Hafnarfirði var einnig haldin minningarathöfn — lík þeirri er var í Reykjavík. — “Isafold”. ---------x---------- Skemtanir í sveitum (Niðurlag). VI. sjónleikar og söngur. Af nýtísku skemtunum langar mig til að minnast nánar á æfðan söng «g sjónleika. Svo sem áður er á minst, var sung ið í gamla daga, bæði heima og í veizlum. En það var yfirleitt ó- æfður söngur, þar sem hver söng með sínu nefi. En þrátt fyrir það var söngurinn oft góður, það sem hann náði: Mest voru það sálmalög er sungin voru í mínu ungdæmi. Litlu síðar komu kvæðalögin til sögunnar. Einsteka menn lærðu söng og orgel- spil, og sumir þeirra æfðu söngflokk tif að syngja í kirkjunni. — Af æfð- um söngflokkum til sveita, er sungu “fyrir fólkið” og mér eri kunnugt um, er “karlakór” Skagfirðinga, nafnkunnastur, og sá er getið hefir sér, jafnvel beztan orðstír. I þeim flokki eru ágætir söngmenn, enda hafa þeir veitt mörgum ánægjustund með söngnum. Söngur þeirra er yf- irleitt ein sú bezta skemtun, er fólk í sveitum getur átt kost á. Bræðurnir í Borgarfirði með Bjarna Bjarnason bónda á Skáney í fararbroddi, er einnig ágætur söng- flokkur. Þeir hafa oft sungið á samkomum og mótum, og getið sér góðan orðstír. I Nauteyrarhreppi í Norður-tsa- fjarðarsýslu er 12 manna — karla og kvenna — söngflokkur. Veitir hon. um forstöðu Sigurður Þórðarson frá Laugabóli, maður mjög “musikalsk- ur”. Enda er flokkur hans æfður og syngur ljómandi vel. Auk þessa eru í Dalasýslu 3 söng- flokkar, í Saurbænum, Miðdölum og LaxárdaL I Steingrímsfirði í Strandasýslu er æfður flokkur. Sömu leiðis einir 2—3 í Húnavatnssýslum o. s. frv. En það gerir sig ekki sjálft að halda uppi söngflokk í strjálbygð- um sveitum og æfa hann. Það kost- ar þá sem taka þátt í söngnum, mikið ómak og erfiði. Ef nokkuð væri að athuga um þessa söngflokka, þá kynni það helst að vera þetta, að hitt fólkið hætti að syngja. En það má ekki eiga sér stað. Þar sem sönglist dvin, er dauðans ríki. Um sjónleikana get ég verið fáorð- ur. Ekki af þvi, að þeir séu ómerki- legur þáttur í skemtunum sveita. manna, heldur hitt, að þeir eru orðn. ir kunnir í öllum sýslum landsins, og eru vinsæl skemtun. Sjónleik sá ég fyrst leikinn í sveit um 1890. Síðan hafa þeir breiðst úr, einkum síðan um aldamót. Þeir eru tíðast leiknir í sambandi við aðrar skemtanir, svo sem söng og dans. Enda eru það oftast “smástykki” sem leikin eru, bæði innlend og útlend. Sumir ráð- ast þó að hinum stóru leikritum. Skugga.Sveinn hefir verið leikinn til sveita, svo og Nýársnóttin, Galdra- Loftur, Tengdamamma, Æfintýri á gönguför o. s. frv. — En skiljanlega er leiklistinni víða ábótavant, “langt upp í sveit”. Sumir leikendurnir hafa aldrei séð leikið og tilsögnin oft ófullkomin. Er þvi hin mesta furða, hvað sumum tekst þarna að sýna góð an leik. Veturinn 1921—'22 sá ég Skugga- Svein leikinn austur í Þykkvabæ. Leiktjöld voru engin, og allur útbún- aður fátæklegur og af skornum skamti. En sumum leikendunum fórst leikurinn vel. Eg hefi ekki oft séð Skugga.Svein betur leikinn. Sum staðar er leikið í tvennu lagi, annars. vegar unglingar innan við fermingu, og hinsvegar fullorðið fólk. Ungl- ingunum tekst oft vel með sín hlut- verk. Og ég skemti mér ekki minna við að horfa á þá en hina eldri. Annars eru þessir sjónleikar sak- laus og góð skemtun, en þeir sem taka þátt í þeim ættu að reyna að vanda leik sinn sem bezt. VII. Niðurlag. Hér hefir nú verið minst nokkuð á skemtanirnar í sveitunum fyrrum og nú. Verður ekki annað sagt, en að þar kenni margra grasa. Skemt- anirnar eru að jafnaði fábreyttar og ódýrar. I fjölbygðum sveitum eru oft 2—4 skemtanir yfir veturinn. En þar sem strjálbygt er og erfitt að sækja mannfundi, reyna menn að komast af með eina eða tvær. Fullorðna fólkið sumt og nokkur. ir bændur kvarta stundum yfir skemt. anafíkn unga fólksins og hafa jafn- vel horn í síðu skemtananna. Segja sem satt er, að þær taki oft upp mik- inn tima, og vegna þeirra verði margt að sitja á hakanum, sem nauðsyn- legra sé en þær. Stundum rekur jafn vel svo langt, að allir sem vetlingi valda, fara að heiman ef skemtun er i boði. Verða þá börn og gamal- menni að annast um skepnur, fara í fjós o. s. frv. eða þá, að maður af næsta bæ er fenginn til þess. Af ýmsum( ástæðum verður konan eða húsfreyjan oft að hýrast ein heima með krökkunum, og dæmist á hana að gera það sem gera þarf á heimilinu þann daginn. En þótt skemtanirnar séu oft og einatt bagalegur tímaþjófur frá Öðrum gagnlegri störfum, þá mundi það mælast illa fyrir, ef reynt yrði að hefta þær eða banna. — Nú er það kunnara en frá þurfi að segja, að búandmenn kvarta alment um fólks- leysi, bæði að þörfu og óþörfu. En ekki mundi það bæta úr skák ef far. ið væri að takmarka þar skemtanir nokkuð að ráði. Það stöðvaði ekki fólksstrauminn til bæjanna eða stemdi á neinn hátt stigu fyrir honum. Islendingum hefir verið borið það á brýn, að þeir væru fremur þung- lyndir, og það er í sjálfu sér ekkert ónáttúrlegt þótt svo væri. Liggja ýms drög að því, sem hér er of langt að rekja. En ef nú svo væri, að mönnum hér | hætti til þunglyndis — og enda hvort sem er — þá eru skemtanir og gleð- ' skapur þjóðinni nauösynlegar. Ann- ’ ars mundi of mikil deyfð, svefnmók og sinnuleysi ásækja hana. Menn eru nú einnig alment þapnig gerð- ir, að þá langar til að “lyfta sér upp” við og við. Fái þeir eigi leyfi til þess með góðu, leitar fólkið þangað, sem frjálsræðið er meira og auðsóttara fyrir það að taka þátt í skemtunum. Það sem mestu varðar er að skemt- anirnar séu hollar og heilbrigðar. I sambandi við þetta má nefna það, að siðavandir menn hafa stundum ýmigust á dansinum, og óttast að hann hafi í för með sér, að þeirra á- liti, miður holl áhrif, og jafnvel ó. siðsemi. Um þetta má vitanlega deila. Ef skemtanir eru notaðar í óhófi og gáleysi, þá er það ekki gott. Alt óhóf er synd. Innansveitaskemtanir og yfir höf- uð þessi algengu skemtimót til sveita fara venjulega fram eftir ákveðinni og áður gerðri skemtiskrá. Dansinn er að vísu altaf með, öðrum þræði, en sjaldgæft fremur, að hann sé eina eða aðal skemtunin. Skemtanirnar fara fram með “kurt og pí” og siðsemi, eftir því sem ég þekki til. Þessi ótti um sérstaka ósiðsemi, er því ástæðu- lítill. i Hitt þarf engan að hneyksla, þótt ungu fólki þyki gaman að hittast á þessum skemtimótum, talast við og dansa. Eða þó að elskendur noti tæki- færið til að finnast þegar svona ber undir. Þeir sem fetta fingur út í þetta, eru annaðhvort búnir að gleyma sínum bernskubrekum eða vilja ekki við þau kannast. Á þessum sveitasamkomum er það undantekning ef maður sést ölvaður. Öðru máli er að gegna um hin stóru, fjölmennu mótin, íþróttamótin og réttir að haustinu, þar sem koma saman menn úr öllum áttum, þar á meðal úr Reykjavik eða úr öðrum bæjum. Ber þá oft á drykkjuskap og annari óreglu. — En hvað er það þó móts við ósiðsemina fyr á öldum t. d. þegar Vikivakarnir voru í algleym ingi hér á landi. Það er fært í frásögn, að á síðustu Jörfagleðinni, árið 1707, hafi 19 börn komið undir, og ein af stúlkunum sem varð barnshafandi, tilnefndi 18 menn, er hún skyldi feðra barnið. Það sem mestu varðar um þess- ar skemtanir, er það að þeim sé stilt í hóf, og stjórnað, sem bezt, svo ekk- ert reki sig á. Það er gott að muna eftir heilræðinu, að “hætta skuli hverjum leik þá hæst fram fer”, og að “hóf er bezt að hafa á öllum máta”. Það þarf að vanda til skemtiskrár innar, og velja aðallega þær skemt- anir eða þá leika, er herða líkam- ann og göfga sálina. Ef þess er gætt, geta skemtanirnar í sveitunum — og annarstaðar — stutt að aukinni og bættri menningu, eins og Guðmimd- ur próf. Finnbogason víkur réttilega að í sitmi snjöllu ræðu á Álfaskeiði 1923, og prentuð er í Eimreiöinni árið sem leið (Bls. 23). Skemtanalöngun — og þörf — fólksins verður ekki útrýmt. Og það má ekki tortryggja ungt fólk um skör fram, þó að það langi til að leika sér og koma saman i þeim til- gangi. Ofmikil tortrygni gerir menn að lakari. Það þykir ilt að heita strákur og hafa ekki unnið til þess. Hitt hefir meiri þýðingu að leit- ast sé við að gera skemtanirnar fjöl- "breyttar, svo að allir, ungir og gaml- ir, hafi þeirra not, og að heildará- hrifin verði þau að hugsunarháttur fólksins vitkist og göfgist. Ritað um jólin 1924. Sigurður Sigurðsson. — “Lögrétta”. ---------x------------- Þóra frá Háholti. Á Stóra-Núpi andaðist 26. jan. i vetur gömul kona, fluggáfuð, en fá- tæk og umkomulítil alla æfi, átakan- legt dæmi þess, hversu afburða-hæfi- leikum er stundum þröngur stakkur skorinn af atvikunum. Hún hét Þóra og var Ólafsdóttir, bónda í Háholti í Gnúpverjahreppi. Þar fæddist hún 16. des. 1833. Sjón hennar var svo PILLS GIIV PILLS hnfa læknnh l»(lHundlr af bakverkjum, kvasrteppu e?5n þvaR- mlMMÍ, ðhrelnindum f þvaKlnu ojs öhr- um merkjum nýrnn ok blööruMjök- dómn. GIX PILLS munu hjAlpa ytfur* i»Oc hnukurinn 1 öllnm lyfja- bfiöum ok lyfjaMÓlu verxlunum. NATIONAL DRUG CHEMICAL. Company of Canndn, Llmlted. TORONTO, — — CANADA. No. 80. háttað frá barnæsku, að hún sá mjög skamt frá sér, þekti jafnvel ekki kunn ugan mann, þó að hann stæði rétt fyrir framan hana, en hún las fram á elliár gleraugalaust smátt Ietur við lélega birtu, en þurfti þá að styðja fingri utan á hægra augað, meðan hún las. Hún taldi þetta bilun, er stafaði af byltu á barns aldri. Sjón- leysi þetta bagaði hana sva, að hún var aldrei talin hlutgeng vinnukona, en i sessinum var hún prýðilega vinn andi og hög á hannyrðir. Hún ólst upp í fátækum foreldrahúsum og var látin ganga að allri vinnu, úti og inni, þrátt fyrir sjóngallann, en það var henni kvalræði, því að’ lundin var stór og metnaðarfull og viðkvæm. Síðan var hún hjá systur sinni, er bjó í Háholti eftir foreldra þeirra. Var henni úr þvi hlíft meir við útivinnu, en innanbæjar féll henni sjaldan verk úr hendi. Þá fékk hún og bráðum nýtt verk að vinna, sem henni lét vel. Það var að kenna börnum systur sinnar. Unni hún þeim til æfiloka, eis og hún væri móðir þeirra. Sjálf var hún aldrei við karlmann kend. Eftir það var og oft komið til henn- •ar börnum, sem erfitt veitti að læra, og gafst vel jafnan. Hún var barn. góð og hafði yndi af að fræða. Náms þorsti sjálfrar hennar óslökkvandi, og lítt skiljanlegt, hversu mikið hún hafði komist yfir að lesa og nema og skilja, þiátt fyrir allar ástæður, efni engin til bókakaupa og lítið tóm til að lesa. Tíminn til þess var oft tekinn frá svefninum; mörg bókin lesin meðan aðrir sváfu, við kertisskar á rúm. bríkinni. Hruni, Hrepphólar og síðan Stóri-Núpur voru bjargarbæirnir. Þaðan komu flestar bækurnar og — mörg kertin. Það var hennar mesta happ um æfina, er síra Valdimar Briem varð prestur í Hrepphólum og sóknarprestur hennar: hún var þá um fertugt. Frú Ólöfu, konu hans, mun henni hafa þótt vænst um allra manna og mátti varla óviknandi á hana minnast. Þóra las viðstöðulaust bækur á öllum Norðurlandamálum, og sóttist öllu fremur eftir fræðibókum en skáldsögum. Ljóðum unni hún mjög og var auðvitað hagmælt vel, hafði mesta yndi af söng, og svo söngvin var hún og söngfróð, að hún hafði lært af bókum einum að syngja eftir nótum. Hún var skepnuvinur og þrátt fyrir sjóngallann hafði hún yndi af blómum))g þekti jurtir furðu lega margar. Svo segir systurdóttir hennar, sem nú er kennari: “Alt hef- ir það reynst mér hárrétt, er hún sagði mér í æsku, hvort heldur það var um líf dýra, heiti jurta eða gang himintungla. Systir hennar lét af búskap 1895, þá skaut síra Valdimar skjólshúsi yfir hana, og var hún á Stóra-Núpi upp frá því. Fyrir 4 ár- um meiddist hún svo af byltu, að hún steig ekki á fætur framar og mátti ekki hrærast hjálparlaust; var hún löngum þungt haldin, en hélt rænu og minni og urðu, þá enn stundum ljóð á munni, í gamni og alvöru, svo sem þessi: Látið Þóru liggja á ská, því lýðum hjá löngum hún viðutan var. Alt af vildi hún eitthvað sjá, en oft var dimt fyrir sálar skjá og fjúkandi skýjafar. Þegar hún var hálfáttræð, gerði sira Valdimar nokkrar gamanvísur til hennar. Þessi var síðust: Enginn telji orð min bull, ætla ég fast þau standi. 'Höfuðið ljós, en hjartað gull, hitt úr teygjubandi. M. — “Lögr.”. -------0------ “Some reasons why” (Stuttur kafli þýddur úr einum af fyrirlestrum Roberts Ingersioll). “...... Við sköpum okkar eigin Guð, og endurbætum hann dag frá degi. Það er margt ráðvant fólk, sem trúir þvi, að mennirnir eigi Móses að þakka skilning á jarðfræði og Jósúa fyrir stjörnufræði og her- kunnáttu, en Samson fyrir morðvopn- in; einnig Daniel fyrir heilagar for- mælingar. Já, og Salomon fyrir kænsku í dómsmálayfirheyrslu, og Jónasi fyrir vísindalegar siglingar. St. Páli fyrir gufuskip og eimreiðar. Svo egum við eflaust hinum fjórum guð- spjöllum að þakka fyrir ritsímana og saumavélarnar; svo St. Jóhannesi fyrir vefstóla, sögunadmylnur og tal- síma. Þar næst Fjallræðunni fyrir kalk og þýzkar fallbyssur ...... ”. “Okkur er sagt, að ómögulegt hafi verið að siða nokkra þjóð án Biblí- unnar ? ? ? — En Gyðingar höfðu Biblíuna — þó krossfestu þeir alger. lega saklausan mann....... Þeir hefðu ekki framið stærra ódáðaverk, þó þeir hefðu ekki verið biblíu-menn .... .... Guð hefir hlotið að vita það fyrir sex þúsund árum síðan. En þvi leyfði hann nokkurri þjóð nokkurn- tíma, að vera án hennar? (Því gaf hann ekki Adam og Eveu fáein blöð í garðinum Eden?) Ekkert getur metist dásemlegra, en sá tignarlegi mikilleiki, sem nefnist orsök og afleiðingar. Þvi vit og sann. girni hljóta að ráða úrslitunum. Innblásin bók getur ekki staðið á sama grundvelli, sem óhrekjanlegar staðreyndir. Geturt nokkur maður öðlast sína eilífðarumbun fyrir það að trúa þvi, sem einhver hefir sagt honum að trúa, eða einhverju því, sem hann getur aldrei fengið neina sönnun fyrir? Skyldi sá maður, sem hefir mist- an heila, hafa bezta tækifærið að kom ast inn í himnaríki? Hugsið ykkur himnaríki fult af fólki, sem aldrei hefir reynt að hugsa........ íEf svo væri, þá væri betra, að alt tortímdist, og að Guð heföi aldrei verið til ...... Betra væri að allar lindir upp- þornuðu og öll frækorn visnuðu í náttúrunnarriki. Betra að orsök og afleiðingar hefðu aldrei átt neitt skylt saman ........ Að alt líf breyttist í andlegan dauða og þagnarauðn. Betur að hver stjarna félli í óminnishaf eða í myrkur tilveruleysisins, heldur en að slík trúarbrögð væru alstaðar ríkj- andi. Nei! Framtiðar trúarbrögð munu byggj- ast á sönnum manndómi, sem segir við hvert mannsbarn: Þú hefir rétt- inn til að hugsa og rannsaka. Ein- ístaklings frelsið er þín trú. Alt, sem er áreiðanlegt — gott of fagurt, og allar sjálfsfórnir mynda henni og hver stjarna er kapítuli. bibliu. HVer stjarna er grein í Hver ljómandi hnöttur er partur þar af. Engar innskotsgtreinar koma(s(t þar inn á milli. Min biblia er alt háleitt, sem talar til mannsandans. Hvert Fjólublað, hvert strá, hvert tré, hver snækrýnd- ur jökull, hvert himintúln sem blikar, hvert kærleiks andartak, hvert heiðar- legt verk, orð og atvik; alt, sem er í virkileika gott, — er mín biblía, og í því byggi ég trú, mína.” Aths.: — Kristni heimurinn kall- aði Robert Ingersoll heiðingja. YNDO. -------0------ Frá íslandi. Fyrra sunnudag var L. H. Mull- er i skíðaför á Mosfellsheiði, þar sem hún er hæst, og sá þar þá þrjú hreindýr og komst allnærri þeim. — fyrir mörgum árum var nokkuð af hreindýrum áReykjanesfjallgarði, en margir munu hafa hugsað, að þau væru nú horfin þaðan með öllu. — ÚR SANDGERÐI. (Eftir símtali 3. marz). Síðastliðna viku var ágætisafli þar syðra, enda gott sjóveður á hverjum degi. Fengu bátar þetta 5—10 skp. á dag, og er það ágætt talið. í fyrra- dag var fremur slæmt sjóveður og afli frekar lítill. I gær voru allir í landi, því sjóveður var ekki. Sjómenn og útgerðarmenn í Sand- gerði voru orðnir fremur svartsýnir, því ekkert fiskaðist og sjaldan gaf á sjó. En síðastliðin vika hefir gert þá bjartsýna aftur og er vonandl fið sjóveður og afli haldist áfram. Ur öðrifm verstöðvum sfðra er sama að segja. Aflinn síðastliðna viku var ágætur alstaðar. FRÁ AKUREYRI. 3. marz. I gær um nónbilið brann íbúðarhús Rinriks Thorarensens læknis á Siglu- firði ásamt prentsmiðju, er var í út- byggingu. Innanstokksmunir brunnu nær allir, lyf, læknisáhöld, prentáhöld ÖIl og því nær fullprentuð lækninga- bók, ásamt handriti. Kviknaði út frá ofni í íbúðinni. Húsið var eign Landsbankans. Innanstokksmunir voru vátrygðir og húsið og pr'entáhöld eitt hvað litillega, en annað ekki. Verður Henrik Thorarensen fyrir stórtjóni. FRA SEYÐISFIRÐI. 3. marz. Síld er öðru hvoru hér í lagnet, þegar góðviðri er. I Hornafirði var fyrsti róður á föstudaginn, 3—6 skip- pund, hæst 8 skpd., í dag 2—8, fisk- ur er afar grunt og útlit um fiskafla ágætt, verði gæftir. Loðnuveiði var mikil á firðinum fyrir helgina. A Djúpavogi var einnig róið, en aflað var minna þar. Vélbátar eru að smá- bætast við í þessar verstöðvar. — Veðráttan sífelt óstöðug. ÚR HAFNARFIRÐI. 27. febrúar vildi það hörmulega slys til, að maður beið bana við bryggjugerð Kveldúlfs þar í bænum. Var verið að vinna að grjóthleðslu úr stóru grjóti, og notaður til þess þrí fættur grjótgálgi. En við notkun grjótgálgans brotnaði hann, valt um og ofan á einn manninn, sem var við vinnuna. Meiddist hann svo mikið, að hann beið bana af. Hann hét Sigurður Jónsson, var nýlega giftur, og átti heima á Kirkjuvegi í Hafn- arfirði. ÞJERSEMNOTIÐ y TIMBUR K A U P 1 Ð A F The Empire Sash and Door COMPANY LIMITED Birgðir: Henry Ave. East. Phone A 6356 Skrifstofa: 5. Gólfi, Bank of Hamilton VERÐ GÆÐI ÁNÆGJA. * KOL! - - KOL! | o HREINASTA og BEZTA TEGUND KOLA. X Bæði til HEIMANOTKUNAR og fyrir STÓRHÝSI. A Allur flutningur með BIFREIÐ- X Empire Coal Co. Limited ími: N 6357—6358 603 Electric Ry. Bldg. V | T T T T T T T T

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.