Heimskringla - 15.07.1925, Síða 5

Heimskringla - 15.07.1925, Síða 5
WINNIPEG, 15. JÖLI, 1925. HEIMSKRINGLA 5. BLAÐSÍÐA lsngsýnn og vinfastur; vonin og kjarkurinn var óbilandi og sá hann jafnan í fjarska bjart- ari ónumin lönd. Mér er þetta svo vel kunnugt, því eg starfaði lítillega með honum um all- langt skeið, og var hans næsti nágranni í mörg ár. Og þótt eg hafi eigi æfinlega getað fjlgst með honum í skoðun, þá get eg af heilum hug sagt um bann, eins og gömlu sögurnar okkar komast svo dásamlega aö orði — hann var og er drengur góður. Plestum ykkar mun þykja það eitthvert stærsta afreks- verk séra Rögnvaldar, er hon* n m tókst að sameina tvo- söfn- nði, Únítara og Tjaldbúðarfólk, og efalaust var með því stórt spor stígið til vaxandi viðgangs frjálshugsandi félagsskap með- al íslendinga hér Annað afreksverk séra R. P. ?ná telja það, er honum auðnað- íst að fá séra Kvaran til að verða sálusorgari þessa safnað- ai; því hvort sem vera hans hér verður löng eða stutt, þá niunu áhrif hans vara hér til blessunar um löng ókomin ár. Það mætti margt segja um afskifti séra Rögnvaldar af fé- lagsmálum íslendinga hér yfir höfuð, því hann hefir þar víðast við komið. En af því eg vil ekki vera langorður, skal eg að eins segja það, að mér finst að . þungamiðjan í öllum hans af- skiftum af íslenzkum félags- niálum hafa jafnan verið heil- brigt vit og einlæg viðleitni til Þess að láta þær þrjár systur, Heimsku, Hræsni og Hégilju, j sér til skammar verða. Svo lýk eg máli mínu með því að óska séra Rögnvaldi allr ar blessunar, og tengi þar við þeirri von, að við fáum öll setið hans 50 ára prestsafmæli, að liðnum öðrum aldarfjórðungi. Ávarp Páls S. Pálssonar. Kæri vinur og leiðtogi, séra Rögnv. Pétursson! Það var með hálfum huga en heilu hjarta, að' eg lofaðist til að segja hér fáein orð í kvöld. Hálfum huga vegna þess, að eg vissi hve ósýnt mér er um að boma hugsunum mínum í orð, sem hæfileg eru þegar heiðra sbal einn af okkar mætustu Is- lendingum, en heilu hjarta fyrir þá sök, að mig langaði til — Þó á ófitllkominn hátt væri — að leggja mitt skásta klæði á Veginn, því fótsár verður oft sá, er fram sækir óruddan veg til vonalandsins. Eg hefi því fært fáein orð í fátækiegt rím, og bið þig vel virða: íslands ágæti son, gafst oss vorhug og von, Veittir birtu um kofa og höll. Hoi- og fjaðrir og flug gafstu fjötruðum hug. Heimsku og lygi þú haslaðir völl. \ Brauzt þér braut yfir fjöll. — Barðir bergrisa og tröll. — Krókaleiðir þú kunnir ei við. Heint mót birtu og sól, beint að víðsýnis hól, þar sem blasti við sannleikans svið. i Kletta og klungur í smátt blaufstu Þórshamri þrátt, flugu neistar, svo felmtri að oss sló. Elekking skjálfandi ^skreið, “— vildi ei verða á leið brautryðjandans, sem hlífðar- laust hjó. Oft var létt okkar lið, fáir frændur við hlið, þorðu fæstir að fara þá leið. Hér mun þyngt hafa spor, er þraut okkur þor þangað sækja, er heiðríkjan beið. V Eítir fjórðung úr öld engin greidd verða gjöld þeim, sem gaf okkur þugdirfð og von. Má ei meta til fjár alt þitt starf, öll þau ár, ísJands hugdjarfi, frjálsborni son. Við höfum komið saman hér í kvökb til þess að þakka séra Rögnvaldi Péturssyni heilla- vænlega forystu okkar andlegu mála, þakka honum áræðið, ó- sérplægnina og drenglyntíið, vinarþelið, árveknina og þrótt- inn. Þakka bonum að hafa aldrei kunnað að víkja af þeirri leið, sem hann vissi sannasta og réttasta í leitinni eftir sann- leikanum, og þakka honum ennfremur fyrir það, hve óskift og af heilum huga' hann hefir fyrirlitið heimskuna og yfir- drepsskapinn í öllum þeirra myndum. Oft hafa frjálsiyndar skoðanir átt í vök að verjast, en mest hefir reynt á árvekni og þrek fulltrúa þeirra skoðana síðast- liðin 10—15 ár, og Já þá séra Rögnvaldur aldrei á liði né, dró sig í hlé. Þau ár hafa myndað nýtt tímabil í framfarasögu ís- lendinga hér vestra. Frjáls- lyndir menn og konur hafa tek- ið höndum saman og myndað með sér félagsskap — sam- bandssöfnuði — bæði hér í borginni og í öðrum héruðum, sem íslendingar byggja. Mætti líkja þeim samtökum við blóm- legt tré, sem vaxið hefir upp af frækorni því, sem leiðtogar frjálsrá trúarskoðana hafa sáð í hjörtu almennings; tré, sem þiátt fyrir aðköst og ormanag, “blómgast og vex og æ blóm- lcgra rís”, og ná greinar þess víöar og víðar, unz allir íslend- ingar finna þar skjól skoðun- um sínum. í skjóli þeirra greina verða ágreiningsmálin jöfnuð, Hjaðn- ingavígin hætta, en hönd þrýst- ir hendi með samúð og bróður- hug og nýjum skilningi á til- gangi lífsins. Þá rennur upp “þessi fjarlæga fagnaðarstund” þegar “hver maður þorir að þekkja sinn skjöld”. Tuttugu og fimm ára starf þitt, séra Rögnv. Pétursson, hefir flýtt fyrir komu þess dags, og það var í tilefni af því, sem oss langaði að heiðra þig, lang- aði að geta þó látið þig sjá, að við kynnum að meta þann mann, sem hefir á merkinu haldið, þann mann, sem hrædd- ist ei kúgunarvaldið, en fjórð- ung aldar stóð fremstur á verði, með fánann á lofti og brugðnu sverði, og brá ekki hót, þó að hundrað biði, mót hverjum ein- um af voru liði, en mútur og hótanir, hræsni og lýgi lét hröklast úr margra alda vígi. Sem leit ekki um öxl eða hopaöi á hasli, þó tjallarnir nötr uðu af útburðarvæli, og fór aldrei krók, þó kelda biði, en komst samt yfir með fylktu liði, og vildi æ reyna að “brjótast það beinna”, mót brekkunni ha>rri, það gengi ei seinna. Þann mann sem ætíð var á- hlaupi búinn, og óð yfir fljótin, ef skaddaðist brúin, og stóð æ á verði, sem vissi um friðinn, er varaði oft skamt, þó sett væri griðin, svo þó klukkan hjá Rúss um yrði eitt, en okkar tólf, það sakaði ei neitt, því fylkt stóð liðið, og fremstur á verði var foringinn góði með brugðnu sverði. Það er öllum vinum og sam- verkamönnum séra Rögnvald- ar mikið gleðiefni, að sjá og vita, að eftir heilan aldarfjórð- ung er eggin jafn hvöss og fyr, fóturinn jafn traustur, sjónin jafn skýr, hugurinn jafn ó- deigur og hendin, sem sverðinu "heldur, jáfn óskeikul. Við getum ekki framborið betri ósk íslenzkri þjóð til heilla en að honum endist kraftar og aldur að sjá þær hugsjónir, sem hann hefir barist fyrir, sigrandi af hólmi ganga, — takmarkinu náð, — landinu, “þar sannleiki ríkir og jöfnuður býr”, sem er hin “friðkeypta ættjörð hvers frjálsborins manns”. Ávarp Sigfúsar Halldórs frá Höfnum. Kæri séra Rögnvaldur! Það hefir verið sagt svo margt fallegt, svo margt mak- legt og satt, um starf þitt á síð- astliðnum 25 árum, af ræðu- mönnum, mér undanförnum í kvöld, og það hefir verið svo vel sagt; af svo langtum ágæt- ara viti og þekkingu, en í hug- skoti mínu felst, — þótt eg á hinn bóginn sé þess fullviss, að samúð mín með starfsemi þinni aJJri, sem til sannrar menning- ar hefir miðað, sé ekki minni en annara manna, — að það virðist vera að róa yfir ána til þess að sækja vatn, að kalla á mig til ræðuhalda. Enda myndi pg ekki að því flana, ef mér ekki fyndist óhæfilegt að héðan væri haldið í kvöld, svo að þér bær- ist engin sérstök kveðja, í við- urkenningar- og þakklætisskyni fyrir einn allra veigamesta þátt inn í ^tarfsemi þinni í þágu Vestur-íslendinga og alls þess sem íslenzkt er. Þegar ísland hvarf ykkur og foreldrum ykkar sjónum, þá var heimili mist og ættartengsli slitin. Gróður gamallrar menn ingar rifinn upp með rótum. Þá var haldið úr öruggri höfn heim- ilisfestu og rótgróinnar sið- venju, í vafasama framtíðar- lendingu. Þegar henni var náð, hófst hlífðarlaus barátta fyrir einföldustu Kfsnauðsynjum: matnum og heimilinu. Til þess aö þessir einstaklingar yrðu ekki eins og vinur minn ógleym anlegur, Jóhann Sigurjónsson, sagði svo undursamlega, eins og “reikult og rótlaust þangið, er rekst um víðan sjá, svo straumar og votir vindar, velkja því til og frá”; svo að þeir fyndu ekki eins sárt til lamandi áíirifa einstæðingsskapar og skilningsleysis, varð að brúa hvldýpið; bæði milli þess, sem tapað var, og þess sem vinnast þurfti; og milli allra einstak- linga þessa fámenna hóps, sem dreifst hefir um alt þetta mikla meginland. Þess vegna voru íslenzku blöðin stofnuð. Og því hlutverki þeirra er langt frá því lokið enn, þótt sumum finnist máske vera farið að síga á seinni hlutann. En maðurinn lifir ekki á einu saman brauði. Eigi það að vera nokkurt líf, þá verður hann að hafa meira en matinn að vínna fyrir. Hánn verður að hafa hugsjónir til þess að lifa fyrir. Vegna þess að þú hefir viðurkent þetta, erum við sam- ankomin hér í kvöld. En þú sást að þær hugsjónir, sem þú og ýmsir ágætir samherjar þín- ir höfðu barist fyrir, yrðu eins og vængstýfðir fuglar, sem velt. ust í forinni, öllum lýð að á- troðningi, ef enginn vegur væri fyrir þær út á meðal manna. Þú skildir, að týndur er tvístr- aður her. Að hreyfingin í átt- ina til skoðanafrelsis, myndi lognast út af og deyja, þegar í fæðingunni, ef ekkert væri málgagnið til þess að halda í henni lífinu; og dreifðum á- hr.ngendum hennar saman. Vegna þess var það, að þú og nokkrir ágætir vinir þínir, sett- ir þig í það samband við Heims- kringlu, sem henni hefir orðið til heilla, og lesendum hennar einnig, að eg fullyrði, þótt mér sé málið skylt sem stendur. Þú hefir sjálfur af því hlotið ýmis- legar álögur, erfiði og óþökk. Eri eg veit að þú telur ekki eft- ir bardagann fyrir góðum mál- stað. Telur ekki eftir þér stíma- brakið, né heldur skeinurnar, sem þú hefir hlotið. Því þú veizt það eins vel og eg, að þeg- ar reikningarnir verða gerðir upp að háðri hildi, þá verða ekki vindhöggin talin okkur til áfell- is né spjótalögin, sem geiguðu. Op skarðar verjur, og höggnar hlífar ekki færðar okkur til retknings: Þá verður það eitt ti! reiknings fært, sem áunnist hefir. Ketilsmiðurinn ódauðlegi frá Bedford, John Bunyan, segir frá höll Mylord Understand- ing á einum stað í “Pílagríms- för” sinni. En sá var gallinn, að höfðingjanum Diabolus hafði tekist að loka svo öllum glugg- um og dyrum á þeirri höll, að þar smaug engin glæta inn eða út. Og væri hér ekki víðsýnt og frjálslynt íslenzkt málgagn, og ÞJE R SE M NOTIÐ TIMBUR I^AUPIÐ A F The Empire Sash and Door COMPANY LIMITED Birgðir: Henry Ave. East. Phone A 6356 Skrifstofa: 5. Gólfi, Bank of Hamilton VERÐ GÆÐI ÁNÆGJA. héldi það ekki í sömu átt og Heimskringla gerir, þá væri jafn-rambyggilega lokað • dyr- um á höll skilningsins fyrir fleygum hugsjónum Vestur-ís- lendinga, og Bunyan segir að Diabolus gert hafi. Eg segi þetta ekki af því, að eg er ritstjóri Heimskringlu sem stendur. Um mig skiftir engu máli. Heldur af því að eg veit, að Heimskringla stefn- ir nú í rétta átt, þótt af veikum mætti sé. Að hún er á þeirri braut, er þér að þakka meira en nokkrum öðrum manni. Og því hefi eg sagt þessi orð, að eg vil að lesendum skiljist, hve mikilvægt verk1 þú hefir þeim unnið, með því að koma Hkr. á þá braut og halda henni þar. Því víki hún af henni, eða deyi, þá á sá félagsskapur, sem hún nú styður, tæplega Jangt á ó- minnisvaðið. Eg veit að menn eru of sljóskygnir á þetta, en eg vil að þeir verði þar jafn- glöggskygnir og þú. En fyrir alt þetta; fyrir hiartalag þitt til íslenzkrar menningar og samlanda okkar bér í álfu; fyrir miklar persónu- legar álögur, áhyggjur og fórn- fýsi; og síðast en ekki sízt fyr- ir óbilandi bjartsýni á framtíð og verkefni blaðsins okkar allra, áttu æfinlega þakklæti skilið. Það er sú þökk, sem eg flyt þér hér í nafni Heims- kringlu og þeirra sem henni unna. Mannalát |á Islandi. Látinn er í Reykjavík Jón Jakobs- son landsbókavöröur, hálfsjötugnr að aldri. Nýlega er látin á sjúkrahúsi i Kaupmannahöfn Esther dóttir Sig- uröar læknis Magnússonar; mesta myndarstúlka nálægt tvitugu. 11. júní andaöist merkisbóndinn Stcfán Magnússon á Flögu i Vatns- dal, 87 ára gamall, fæddur 3. júní 1838. Æfiágrip hans ásamt mynd aí honum er í ÓÖni 1920. ^♦♦^♦♦^♦♦♦♦^^♦♦♦♦♦♦^♦♦^♦♦^♦♦^♦♦^♦♦^♦♦^♦♦^♦♦^♦^^ A. ♦!♦ T T T T ♦:♦ f T T T T ♦!♦ ^^♦❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖T | Swedish American Line | t HALIFAX eða NEW YORK [♦ E/S DROTTNINGHOLM I0l"4kfnCE/S ST0CKH0LM ►♦ Cabin og þriðja pláss ÍSLANL/O 2. og 3. pláss £ ÞRIÐJA PLÁSS $122.50 £♦ KAUPIÐ FARBREF FRÁ NÆSTA UMBOÐSMANNI EÐA SWEDISH AMERICAN LINE 470 MAIN STREET, f T T T T T T T T T T t ❖ T ❖ f T T T T T T T T T T T T T T T T T T T T T T T T T T T T ♦♦♦ T i T T T T T T T T T T T T T T T T T T T T T T T T ♦!♦ islendingadagurinn. Þrítugasta og sjötta þjóðhátíð Islendinga í Winnipeg-borg. River Park Laugardaginn Fyrsta ágúst 1925. Byrjar hl. 9.30 árdegis. Inngangur 35c, Börn 10-15 ára, 15c PROGRAMM: BJÖRN PJETURSSON forseti dagsins. Ræðuhöld byrja kl. 2.30 síðdegis. Ávarp.................forseti dagsins Kveðja....................Fjallkonan “Ó, guð vors lands” . . Hornleikaflokkur MINNI ISLANDS I Ræða................Einar H. Kvaran Kvæði........... Sig. Júl. Jóhannesson MINNI VESTURHEIMS. Ræða................B. L. Baldwinson Kvæði...............Einar H. Kvaran MINNI VESTUR-ÍSLENDINGA. Rræða........^ . . . Dr. B. J. Brandson Kvæði...........Þorst. Þ. Þorsteinsson I. ÞÁTTUR. Byrjar kl. 9.30 f. h. — 69 verðlaun veitt. Hlaup fyrir unglinga frá 6 til 16 ára — ógift kvenfólk, ógiftir menn, giftar kon- ur og giftir menn, aldraðar konur og aldr- aðir menn, “horseback race”, “sack race” / “Wheelbarrow race”, “Three legged race’ Börn öll, sem taka vilja þátt í hlaupun- um, verða að vera komin á staðinn stund- víslega kl. 9.30 árdegis. II. ÞÁTTUR. Byrjar kl. 12,30 síðdegis. Verðlaun: gull- silfur- og bronzemedalíur x 100 yards; Running High Jump; Jave- lin; 880 yards; Pole Vault 220 yards; Shot Put; Running Broad Jump; Hop Step Jump; 440 yards; Discus; Standing Broad Jump; einnar mílu hlaup. Fjórir umkeppendur minst taka þátt í hverri íþrótt. verða að Sérstök hlaup fyrir alla 100 yards. — Verðlaun: Silfurbikarinn gefinn þeim sem flesta vininga fær (til eins árs). *— Skjöldifrinn þeim íþróttaflokki, sem flesta vinninga hefir. Hannesarbeltið fær sál, se mflestar glfmur vinur. Barnasýning byrjar kl. 1.45. Þrenn verðlaun. III. ÞÁTTUR , Byrjar kl. 5 síðd. Glímur (hver sem vill); góð verðlaun. Aflraun á kaðli milli bæjar og utan- bæjarmanna. Verðlaunavalz byrjar kl. 8 síðdegis; Verðlaun: $10.00, $6.00, $4.00. Hornaleikaflokkur spilar á undan og meðan á ræðuhöldum stendur. : T ♦;♦ ♦!♦♦: Forstöðunefnd. B. Pétursson forseti; E. P. Jónsson vai"a- forseti; A. R. Magnússon ritari; O. Björns son vararitari; S. B. Stefánsson féhirðir; Gréttir Jóhannsson varaféhirðir; Stefán Eymundsson eignavörður; Dr. M. B. Halldórsson, Th. Johnson; Friðrik Kristjáns- son; Ásbjörn Eggertsson; Benedikt Ólafsson; S. Halldórs fráHöfnum; J. J. Bíldfell t T T T T T T T T T T T T T T T T T T T T T T ♦;♦ t ♦;♦ t T T T T T T T T T T T T T T T T T T T T T T X T T T ♦;♦ t T T T t T X *❖«*❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.