Heimskringla - 05.08.1925, Side 1

Heimskringla - 05.08.1925, Side 1
VERÐLAUN GEFIX FVKIR COUPONS OG IMBCÐIR royau, CROWN — SenditS eftir vertSlista til - ROYAL. CROWN' SOAP LTD. 654 Main Street Winnipeg. VERDLAUN GBFIN FYRIR COUPONS OG UHBtÐIR ROYAt, CROWN — SenditS eftir vert51ista til — ROYAL CROWN SQAP LTD.f 654 Main Street Winnipeg. XXXIX. ÁRGANGUR. WIXNIPEG, MAXITOBA, MIÐVIKUDAGINN 5 ÁGÚST, 1925. NÚMER 45 CANADA AS viku liöinni eiga kosningar aö frira fram í New Brunswick. Er sagt að óvanalega mikill viöbúnaöur sé nú undir þessar kosningar. Kosn- ir skulu 48 þingmenn, og sækja þrír flokkar til kosninga. Óefnilega litur út fyrir framsóknarflokki bænda. Áriö 1920 koniu þeir 7 þingmönnum aö. en nú eru aðeins þrír menn í kjöri af þeirra hálfu. Er þaö leið afturför, og því fremur sem foringi þeirra á þingj, Fawcett, hefir dregiö sig til baka frá stjórnmálum. Bar- daginn verður því í þetta skiftið þvf rær eingöngu rnilli liberala og con- servatíva. Er foringi liberala Hon. d:*. J. P. Veniof, sem nú er forsætis- ráðherra. Tók hann við fyrir r^mu ári síðan, er Foster forsætisráðherra di ó sig í hlé, en hann komst að við sigur liberala 1920. — Dr. Veniot er 16. forsætisráðherrann í N. B. siðan 1867, og fyrsti canadiskur Frakki og kaþólskur maður þar i fylkinu, er 'ráðherraembætti gegnir. — Foringi cciiservatíva er Hon. T .B. D. Baxter, K C., fyrv. tollamálaráðherra í IMeighen-ráðuneytinu. Frá Halifax, N. S., berst sú fregn, ac Rhodes forsætisráðherra hafi lagt fram bráðabirgðarsamning fyrir ráðsmenn “Besco” og fulltrúa námu- manna, til samkomulags um sex mán- uði, á meðan að nákvæm rannsókn favi fram um rekstur námanna. Sam- kvæmt þessum samningi eiga kola- nemar að fá sama kaup þessa sex tnánuði og þeir fengu 1922, en vinnutilhögun á að vera eins 1924. Kaupið verður þá samkvæmt samn- ingnum 6—8% lægra en síðastl. ár. Stjórnin býðst og til þess að gefa eítir einn fimta af þeim skyldum, er henni ber fyrir kolanám. Sömuleið- is á stjórnin að skera úr því með leynilegri atkvæðagreiðslu, hvort “check-off” fyrirkomulaginu skuli haldið áfram eða ekki. Eiginlega virðast nú þetta ængir ápætis kostir fyrir kolanema, en full- trúar þeirra hafa þó lýst því yfir, fvrir þeirra hönd, að þeir muni ganga að því, með því skilyrði, að þessi samþykt verði á engan hátt tekin til gieina, er til úrslitasamningsins kem- u>. Enda ganga þeir ekki. að þessunt samningum af því, að þeirn finnist þer um kostaboð að ræ«a, heldur at' þvi, að þeir eru þó svo mikið viðun- anlegri, en þau boð er “Besco hafði að bjóða í Sidney 21. júli siðastlið- inn, á fyrsta fundinum, er Rhodes- stjórnin stofnaði til, til samkomu- Irgs. Þá vildi “Besco” ekkert betra bjóða, en að skera 25% af launum Rolanema fyrstu 3 mánuðina eftir að samningurinn gengi í gildi; siðan 15 % lækkun, frá því sem nú er, og a« alnema “check-off” fyrir verka- mt.r.nasambandið (sama krafan og eigendur amerísku' harðkolknámanna gera til Jcolanema þar, og getið var um í siðustu Heimskringlu.) Ennfremur fer þetta samningsupp- kast stjórnarinnar fram á það, að “Besco” “sjái til þess, að kolanemar, sem þegar eru eða hafa verið í þjón- ustu félagsins, séu látnir sitja fyrir at.vinnu, fremur en aðskota-kolanem- ar. — Ekkert vita menn um, hverju “Besco’’ muni svara, en ráðsmenn félagsins munu sennilega afráða það á fundi, er þeir eiga með sér í dag í Montreal. Erkibiskup í Quebec hefir verið kosinn Paul Eugene Roy, í stað Beg- in kardinála, höfuðsmanns kaþólsku kirkjunnar í Canada, er þar lézt ný- lega. Hinn nýi erkibiskup á til kirkjufólks að telja. Fjórir bræður hans eru prestar og þrjár systur hans nunnur. Joseph X. Hearst, sá sem lögregl- r.n hefir leitað lengst að, fyrir söng- lagaútgáfuna, kom sjálfkrafa í leit- irnar í siðustu viku, og gekk inn á lcgreglustöðina. Hann var látinn laus gegn $20,000 veði. Einhver oröasveimur er um það, að við ýmsu fágætu megi búaSt, þegar farið verð- u,- að yfirheyra hann. Og víst er um það, að enga hræðslu sýndi hann á sér við lögregluna. Kvaðst vitan- lega vera alsaklaus. Eftir miklar málalengingar hefir þeim Backus og Seaman ekkert orð- ið ágengt annað með umsókn sína um skógarhöggsleyfí, en að skóglandið verður selt á uppboði, er fer fram einhverntíma í októbermánuði. Foringi Conservatíva, Right Hon. Arthur Meighen er nýkominn hing- að til Manitoba. Ætlar hann sér að ferðast hér um fylkið, ef til vill í nokkrar vikur, og undirbúa sam- bandskosningar, sem hann telur víst að muni fara fram í haust. Er svo ti’ ætlast að hann haldi fundi hér og þar með flokksmönnum sínum hér i fylkinu, til þess að stappa i þá stálinu undir kosningarnar. The Tomlinsön Construction Co., Ltd., hér í Winnipeg, hefir tekið að sér brautar- og ræsalagningu frá Eeaconia til Fort Alexander, frá 0 til 10 mílu og frá 17. til 20. milu. íírr-'frá 10. til 17. mílu leggur J. D. McArthur brautina og ræsin. Braut þessi er hin nýja grein, sem C. N. R. leggur til Fort Alexander, þar sem pappírsmylnan á að vera, sú er getið var um hér um daginn. Stórdignamaður |iér í Winrtipeg, A. R. McNichoI að nafni, hefir ný- lega gefið almenna sjúkrahúsinu hér í hæ 250,000 dali. Nokkrum dögum síðar gaf hann sjúkrahæli því hér í borginni, sem kent er við Margaret Scott, 100,000 dali. Og hann hefir látið á sér skilja, að ekki muni þar við lenda, heldur hafi hann i huga að gefa ýmsum öðrttm stofnunum hér í bæ, svo að gjafirnar alls nemi eirni miljón dala. Bænda flokkurinn í Saskatchewan boðaði til fundar, er settist á rökstóla i gær i Regina. ■ Fjórir úr hverju sambandskjördæmi, auk þingmanna, sitja þenna fund, svo að alls verða þnT um eða yfir 100 manns viðstadd- i,- Verða helztu áhugamál bænda- fk kksins *í Canada rædd á þessu þingi, og hefir Mr. Forke, formanni i flokksins á sambandsþinginu, verið bcðið á þingið, og sömuleiðis Mr. Hoey, héðan frá Manitoba. --------x------- Ur bœnum. Hér voru staddir í bænum um helgina, þeir F. E. L. Snidal kaup- maður frá Steep Rock, og J. Rágnar Jchnson bóndi frá Narrows. Sömu- leiðis var staddur hér í fyrri viku Mr. Daníel J. Líndal, kaupmaður frá Lundar. Aðalskýrslan um, hvernig íþróttirn- ar fóru á íslendingadaginn, verður að bíða næsta blaðs. Glimuna vann hr. Jens Etíasson, en fegúrðarglímu- verðlaunin fékk Benedikt Ólafsson. Garðar Gíslason vann íþróttabikar- ’inn, en næstir urðu þeir Rögnvaldur 'F. Pétursson, sem bikarinn hlaut í fytra, og Óskar Þorgilsson frá Ltindar. x Mrs. og Mr. C. P. Paulson, um- sjónarmaður klakstöðvarinnar við Gull Harbour, lögðu a stað nú um heigina í langferðalag til Bandaríkj- ar.na. Er ferðinni heitið fyrst vest- ur á strönd, til Vancouver, en þaðan til ríkjanna; Californiu, Florida, og hiugað aftur gegnum Chicago. — Með þeim hjónum er í för dóttir þeirra Mrs. I. Ingjaldsson frá Ár- borg. Hér var staddur í borgmni um helgina Mr. Eiríkur Hallsson, bóndi frá Lundar. Kvað hann yfirleitt !ita fremur vel út viðast þar vestra, þótt sumstaðar hefðu orðið töluverðar skemdir af vatnagangi. Mr. Guðmundur Fjeldsted frá Gimli kom hér til bæjarins í gær. Fer hann vestur til Regina í kvöld, en þar ætlar hann að sitja bænda- flokksfund. tíefir hann verið til þess kosinn frá Selkirk umdæmi. Hingað^til bæjarins komu snöggv- ast í gær, dr. Jóhannes Pálsson og MV. Hördal frá Elfros. Komu þeir frá Hnausum, en þar flutti dr. Páls- sou erindi á þjóðhátiðinni. -------x------ Frá Islendingadeginum. Avarp forseta. Herrar mínir og frúr! Mér hefir verið úthlutuð sú virðing af samnefndarmönnum mínum, sem undirbjuggu þessa hátíð, er fram fer hér í dag, að eiga að stýra hátíðarhaldi þessu, og er eg þeim auðvitað þakklátur fyrir þá tiltrú. Mér er sönn ánægja að sjá þann stóra og fallega hóp af íslenzku fólki, sem hér er saman kom- inn, en mér er enn meiri ánægja í því að geta lýst því yfir, að við nefndarmenn höfum verið svo hepnir, að fá á dagskrá okkar hér í dag menn, sem við- urkendir eru að vera engar smá stærðir á meðal þeirra stóru. Menn, sem Fjallkonan okkar er stolt af að geta talið meða! barna sinna. Nú eru liðin rétt að kalla 50 ár síðan fyrstu íslendingar staðnæmdust hér í borginni, er þá var smáþorp eitt, sem sam- anstóð af nokkrum húsum, er bygð höfðu verið á bökkum iRauðárinnar og Assin^oiaár- Innár. 11. október 1875 lenti fyrsti hópur íslenzkra innflytj- enda, líklega hátt á þriðja hundrað manns, hér í Winni- peg, sem var aðal-áfangastaður á leiðinni tli hins fyrirheitna lands — Nýja íslands. Sumt af þessu fólki staðnæmdist hér í bæ, þó stór meiri hluti héldi áleiðis, eftir sex daga dvöl, norður til Nýja íslands. Það má samt óhætt telja, að hér hafi íslendingar ætíð síðan verið, og hefir tala þeirra stórum aukist ár frá ári.. Það má víst með sanni segja, að Winnipegborg er. bæði hvað fólksfjölda við- víkur og einnig hvað íslenzku félagslífi og íslenzkum bók- mentum viðkemur, aðal-mið- stöð íslendinga í þessari álfu, og það liefir hún verið nú í fjölda mörg ár. Héðan úr borg koma flestir okkar mentamenn. Héðan frá borg streyma út um landið okkar vestur-íslenzku bókmentir, og hér eru gefin út okkar íslenzku vikublöð, er fjytja málefni Vestur-íslendinga og máske einnig sérmálefni vissra manna. Jái, okkur finn- ast þau oft vera alt öðru vísi en þau ættu að vera, en það er hægara sagt en gert að gera þau svo úr garði, að öllum líki. la'klega þyrfti að gefa út jafn- margar tegundir af blöðum eins og lesendurnir eru margir, ef öllum ætti að líka þau að öllu leyti. Þetta eru líklega ein- kenni um smekk og skarp- skygni, þó við ættum máske ekki að stæra okkur af því. En sámt sem áður megum vér íslendingar vera stoltir af framkomu okkar í þessu landi og í þessum bæ. Tíminn er ekki langur síðan hingað kom, aðeins hálf öld, en samt myndi ómögulegt að skrifá sögu Manitobafylkis, Saskatchewan- fylkis, Minnesotaríkis eða Norð- ur Dakota, eða nokkurrar stétt ar í þessum ríkjum, án þess að þar væri íslendinga getið, sem stæðu eins og “klettar í haf- iru” meðal þeirra allra fremstu. Þetta þykir ef til vill of mik- ið hrós, en það er samt satt. Það er óþarft að nefna nokkur nöfn. Nöfnin þekkja .íallir í þessu landi, og þó víðar sé leit- að. Við komum hingað með þeim ásetningi, að við yrðum að duga eða drepast; og við höfum dugað. Við höfðum ásett okk- ur að verða nýtir borgarar í landi því, er við völdum okkur fvrir framtíðarland, landinu, er álti að uppfylla vonir okkar og vtrða ættland sona okkar og dætra. Að þessi ásetningur var ekki draumur einn, höfurn viö sýnt í verkinu. Eldraun sú, er fyrstu innflytjendur og fyrstu landnemar gengu í gegnurn án þess að gugna, hefir máske ekki aö alllitlu leyti átt þátt í því, ásamt móðurarfinum, heiman- mundinum, sem gamla ísland gaf okkur að skilnaði, að gera okkur að nýtum starfs- mönnum. Sá misskilningur, sem rétt nýlega hefir kornið fram hjá einum mjög efnilegum menta- manni vorurn hér um slóðir, að íslendingar liafi sezt hér að með þeirri hugmynd, að mynda hér nýlendur, sem tilheyrðu ís- landi, hefir við lítil eða engin rök að styðjast. Réttara mun hitt, að við vildum flytja og fluttum með okkur öll okkar íslenzku, norrænu eðlisein- kenni, með sínum löstum og sínum kostum, og lögðum þau ti! undirstöðumyndunar hinnar hýju þjóðstofnunar í þessu landi. Ættarbönd vor \ið ísland eru sterk. Þaðs sem við getum veitt því, höfum vér gert og gerum með fúsum vilja og glöðu geði. Það sem það vill veita okkur, þiggjum við og er- um þakklátir fyrir. Við viljum svo líta á, flestir okkar, að þetta sé hagnaður fvrir okkar eigið land, sem við nú köllum svo, hvort heldur það er Can- ada eða Bandaríkin, en alls ekki til þess að gera okkur að lakari borgurum. Við höldum því okkar árlegu íslenzku þjóðhátíð. 1 Winnipeg hcfum við haldið þjóðhátíðina ai nan ágúst nú í 36 ár. En eg vona þess einnig og óska, að hún miði ætíð til þess að minna okkur á og efla okkar borgara- legu skyldur til landsins okkar, landsins, sem við lifum í, um leið og hú/i glæðir okkar arf- gengu tilfinningar til gömlu feðrafoldarinnar, Fjallkonunn- ar, er “Fanna skautar faldi há- um”, norður við íshafið, en geymir þann eld í brjóstum, er veitir sonurn hennar og dætr- um eldhuga fyrir öllum sönn- um 'Nvelferðarmálum, í hvaða landi sem þau eru stödd. FJALL K O NAN Með þessum fáu orðum leyfi eg mér að lýsa því yfir, að hin þrítugasta og sjötta þjóðhátíð okkar íslendþiga hér í Winni- pegborg sé hér með sett. Ávarp Fjallkonunnar. 1 fyrrasumar ávarpaði eg ykk ur nokkrum orðum, í fyrsta sinni, síðan þið komuð til þessa lands. Nú er eg aftur komin, hvað oft sem það á enn eftir að verða. Ekki skuluð þið halda, að þó að þið hafið lítið orðið mín vör hér í Vesturheimi, hafi það ver- ið af því, að eg hafi mist af ykkur sjónar. Eg hefi fylgt hverju ykkar fótmáli, og ætla hiér að halda því áfram í fram- tíðinni. Eg var með fyrsta litla drengjahópnum — tólf minnir mig að þeir væru — sem lagði af stað til þessa nýja heims. Þeir menn ættu seint að gleymast, því aldrei hefir það komið fyrir, fyr eða síðar, að af tólf unglingum, sem ein- mana komu til ókunnugs lands, allslausir, og án þess að kunna mál landsins, hafi tveir orðið prestar og aðrir tveir læknar. Sýnir það ótrúlegan dugnaS, gáfur og gæfu, og getið þið nærri, að mér var fögnuður að þessu. Eg hefi líka verið með utiglingunum, sem frá fyrstu tfð ykkar hér, hafa barist áfram til mentunar og metorða; ver- ið framar öðrum að lærdómi á skólaárunum, en stéttum sín- um til sóma og þessu landi til blessunar á eftir. Eg hefi líka verið með hverjum ungum hjón- utn, sem full af fjöri og dugn- s.ði hafa lagt af stað út í óbygð ina, til þess að byggja þar upp blómlegt heimili, og ala upp og menta stóran hóp barna. Eg. var með þeim, og hvatti þau til þessa, þótt eg vissi fyrirfram, I að um það að þessu starfi væri lokið, yrði æfin oftastnær á enda; því sá, sem byggir upp nýtt land, offrar til þess æfi sinni. í öllum erfiðleikum frumbýl- ingsáranna, þegar enginn átti neitt, nema þolgæðið og vonina, var eg með ykkur { allri ykkar baráttu. Þegar vesalings stúlk- ur, hálfvaxnar aðeins, urðu að fara fótgangandi hundruð mílna eins og átti sér stað, þá var eg með þeim, og studdi þær og sryrkti. Eða þegar óharðnaðir unglingar urðu að fara margar mílur að heiman, út á meðal manna, sem þeir oft ekki skildu, þá var eg líka með þeim. Og þegar vesalings mæður, úrvinda at’ þreytu og liarmi, vöktu yfir dauðveikum börnum sínum, þá var eg hjá þeim, og hvíslaði að þeim ráðunum, sem bezt komu að haldi. Enginn veit, nema þær og eg, hvað oft þetta var eina hjálpin, sem þær fengu. En aldrei var eg nær ykkur, en á hrygðartímunum þeim, þegar heimsstyrjöldin skall yfir, og hundruð ykkar efnilegustu unglinga lögðu líf og limu í hættu; ekki til þess að vinna sér fé og frama, eins og forfeð- ur þeirra, heldur til þess að gera skyldu sína, — til þess að halda þann sáttmála, sem þeir höfðu gert við það land, sem hafði tekið þá undir vernd sína. 1 ölfum þeim ðgnum, sem yfir þá dundu, var eg með þeim, og hlífði þeim af fremsta megni við sárum og dauða. En eg er ekki alniáttug, og því var það, að svo margir þeirra komu aldrei aftur, en sumir urðu ör- kumlamenn til æfiloka. Alt þetta gerði eg af því eg er Fjallkonan, sú sem mótaði þolið»og þrekið, kjarkinn, hug- dirfðina, ráðdeildina og ráð- vendnina, sem fylgdi ykkur úr föðurgarði til fyrirheitna lands- ins, og sem hefir lýst ykkur og leitt, alt til þessa dags. Sú, sem spann taugamar, sem “þúsund- ir ísvera ófu” inn í þann kyn- stofn, sem þið eruð komin af. Nú bið eg ykkur þess lengst allra orða, að gleyma því aldrei, að “allar aldir lifi andi göfgra dáða” orða og hugsana. Og einnig þess, að láta enga þá ógæfu ykkur henda, að eg beri kinnroða fyrir. Því eg er stór- ættuð og stórlynd, og heimta því af öllum mínum afkomend- um, að þeir muni skyldur þær, er ættgöfginni ávalt fylgja. (Ávarp þetta var samið af dr • M. B. Halldórssyni.)

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.