Heimskringla - 05.08.1925, Blaðsíða 4

Heimskringla - 05.08.1925, Blaðsíða 4
4. BLAÐSÍÐA t HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 5. ÁGÚST, 1925. (StofnuS 1886) Kenaar öt fi hverjnm mittvlkndegl. # EIGENDURi VIKING PRESS, LTD. 853 o* 855 SARÍiBNT AVE., WINSIPEQ. Tnlximl: N-6537 Ver5 blaísins el' $3.00 érgangurinn borg- ist fyrirfram. Allar borganir sendist THE YIKING PIiÆES LTD. SIGPÚS HALLDÓRS írá Höfnum Kitstjóri. JAKOB F. KRISTJÁNSSON, Ráðsmaður. TTtHnfiMkr1ft tll hlaffMlnfl: TIIE VIKIXG PRESS, Ltd., Roz 3105 Utanfiflkrlft tll rltfltjfiranu: EDITOIt HEIMSKRINGLA, Box 3105 WINIVIPEG, MAN. “Helmskringrla ls publlshed by The Vlklnsr Pre»fl Ltd. and prlnted by CITY PRINTING A PUBLISHING CO. 853-S55 Sarjfent Ave., Wlnnlpejr, Man. Telephone: N 6537 t n ■'n' 111 m ' ' i ..... , , ^ WINNIPEG, MANITOBA, 5 ÁGÚST, 1925 Islendingadagurinn Svo fór sem spáð hafði verið, að ís- lendingadagurinn, sem haldinn var hér í Winnipeg 1. ágúst, varð oss og þjóðflokki vorum til sóma. Það er ekkert blaða- skrum, heldur almanna rómur, að dag- urinn hafi farið óvanalega vel úr hendi. Hjálpaðist alt, að: Hið yndislegasta veður; nærvera og ávarp vors þektasta og ást- sælasta rithöfundar og ræðumanns; ræðuhöld önnur og kvæði áigæt; prýðileg framkoma Fjallkonunnar og meyja henn- ar, og síðast en ekki sízt, drengileg sam- kepni í fögrum íþróttum, er endaði með glímunni, drengilegustu og fegurstu í- þróttinni í heimiáum. Ávörp og kvæði, sem flutt voru, tala fyrir sig sjálf við lesendur blaðsins. Þess vegna vildum vér aðeins fara fáum orð- um um íþróttasýninguna og samkepnina. Vér leyfum oss að halda því fram, að metnaður íslendinga hér sé að vakna og traustið á því, að vér séum svo úr garði gerðir andlega og líkamlega, að það sé stórgróði fyrir sjálfa oss og þjóðfélagið, sem vér eigum að vinna, að vér stöndum saman svo þétt, að vér daglega finnum blóðið renna til skyldunnar. Ekkert hnýt ir unga og uppvaxandi kynslóð betur saman, en heilsusamlegar og fagrar í- þróttaiðkanir. Ef vel er með farið, glæð- ir ekkert meira sjálfstraust, sjálfsvirð- ingu og samvinnu’í fegurð. Og þótt enn sé langt til marks, þá fóru íþróttirnar fram með þeirri prýði, að hjá mörgum íþróttamönnum, eldri sem yngri, mun sá vonarneisti hafa vaknað, sem á stuttum tíma verður að sannfæringareldi, að þrátt fyrir fámennið sé vinnandi veg- ur til þess, að ekki líði mjög langur tími unz eftir íslendingadeginum verði tekið jafnmikið og hátíðisdegi Skotanna, hinna dugmiklu skyldmenna vorra. Það munu fleiri hugsa líkt og einn allra glæsileg- asti íþróttamaður þessa lands, íslending- ur, sagði: Svei mér ef eg var ekki orðinn vonlaus um, að til nokkurs væri að skifta sér af vestur-íslenzkum málum. En dag- urinn í dag hefir sannfært mig um það, að við eigum mikla framtíð fyrir hönd- um.” Minni íslands Ræða Einars H. Kvaran, á íslendingadeg- inum í Winnipeg 1. ágúst 1925. v Eg þakka hjartanlega fyrir þá sæmd og ástúð, sem íslendingadagsnefndin hefir sýnt mér, með því að mælast til þess, að eg kæmi hingað og mintist Is- lands. Mér dylst það ekki, að þið eruð með því að sýna hug ykkar til ættjarð- ar minnar, því að það ræður að líkindum, að eg muni að minsta kosti vera einn í hópi þeirra manna, sem tala vilja vel um Island. Eg held eg geti ekki stilt mig um að byrja með því að segja ykkur frá manni, , sem eg sá í minni fyi^stu ferð til Reykja- víkur, fyrir réttum 50 árum, þegar eg var þangað kominn til þess að komast inn í latínuskólann. Eg geri það til þess að gera ykkur skiljanlegt, hve ólíkt mér er nú fariö og honum þá. Hann kom inn í húsið, þar sem eg hafðist við, og spurði eftir föður mínum, sem hann sagðist hafa heyrt að væri kominn til Reykjavíkur; og hann fór burt, þegar hann heyrði, að faðir minn væri ekki viðstaddur. Þessi maður var ver búinn en nokkur annar maður, sem eg hafði þá séð í Reykjavík. Hann var í skinnsokkum og mjög forn- legri buru. Eg spurði, hver þetta hefði verið, og mér var sagt, að það væri ein- hver allra lærðasti og gáfaðasti prestur landsins, maður, sem eg hafði lesið tölu- vert eftir og kannaðist vel við. Eg furð- aði piig á því, hvernig hann var til fara, og hafði eitthvert orð á því. Mér var sagt, að hann færi æfinlega í sína verstu garma, þegar hann færi til Reykjavíkur — til þess að embættismennirnir og kaup- mennirnir í Reykjavík skyldu ekki halda, að hann væri að skreyta sig fyrir þeim. Það er þveröfugt um mig nú. Mér finst, að hver maður, sem k^mur til ykk- ar heiman af íslandi, ætti að minsta kosti að vera í sínum andlegu sparifötum, meðan hann er hjá ykkur. Það er svo mikið, sem við Austur-íslendingar eigum ykkur að þakka. Þið hafið sent okkur mikið af péningum, en um það er ekki mest vert í mínum augum. Þið hafið sent okkur ógrynni af hlýjum og ástúð- legum hugsunum og af mannviti og snild. Og þið hafið með atorku ykkar og vitsmunum, og því gengi öllu, sem þið hafið aflað ykkur í þessari nýju heims- álfu, sýnt okkur og veröldinni merkilegt sýnishom þess, hvað í hinum íslenzka kynstofni býr. Þið hafið eflt trúna hjá .pkkur á okkar eigin mátt. Um það er afar mikils vert. Og mér er óhætt að fullyrða, að á íslandi er enginn vitmaður, sem ékki finnur til þessa með þakklætis- hug. Eg get ekki staðið hér í dag, áh þess mér verði það að renna huganum til fyrsta íslendingadagsins, sem haldinn var • hátíðlegur í þessari borg fyrir 35 árum. Eg átti ofurlítinn þátt í því, að til þeirrar hátíðar var stofnað í öndverðu, og það er mér mikill fögnuður, að þetta hátíðar- hald hefir aldrei lagst niður síðan. Það sýnir jafn-vel og svo margt og margt annað, hvað djúpir eru hljómarnir í þjóð- ræknisstrengnum í sáluin ykkar. Það var bjart yfir þessari fyrstu hátíð. Veðrið var yndislegt. En það var enn bjartara yfir henni fyrir þá sök, að í öll- um deilunum, sem þá fóru fram, urðu íslendingar í Winnipeg sammála og sam- taka um þessa hátíð. Því miður var það ekki lengur en þetta fyrsta ár, að menn yrðu alveg sammála um þessa hátíð sína. Deilur komú upp þegar næsta ár um það, hvern dag hátíðin ætti að vera. Sumir vildu 17. júní, aðrir 2. ágúst. Það er óendanlega margt í tilverunni, sem eg skil ekki, eins og þið getið nærri. Og eitt af því, sem eg hefi ekkl getað skilið, er það, að miklu máli skifti um daginn -— ef/Vestur-íslendingar koma einhvern dag saman til þess að minnast uppruna síris og þeirrar þjóðar og þess lands, þar sem þeir sjálfir, eða feður þeirra og mæður, eða afar þeirra og ömmur, eða forfeður þeirra sáu fyrst ljós þessa heims — ef þeir geta einhverntíma komið saman til þess að minnast þessa með verulegum samhug og góðvild hver til annars. Eg veit ekki, hvort þið lítið á þetta sömu augum og eg. Eg veit ekki, hvort einhverjir ykkar þrá erin 17. júní sem há- tíðisdag ykkar, eða hvort allir sætta sig að fullu við ágústbyrjunina. En að því geng eg vísu, að engum ykkar finnist það óeðlilegt, að við rennum huganum allra- snöggvast til frægasta íslendingsins, sem fæðst hefir 17. júní. Nýlega hefi eg rek- ist á þau ummæli eftir einíivern af vit- mönnum veraldarinnar — Bandaríkja- maður held eg, að hann hafi verið — að sagan af sjálfstæðisbaráttu íslendinga og úrslitum hennar, sé ein af merkilegustu sögum í heimi. Víst er um það, að þeg- ar Jón Sigurðsson hóf baráttu sína fyrir þrem aldarfjórðungum fyrir sjálfstæði Is- lánds, þá voru ekki horfurnar vænlegar. í augum flestra manna, sem nokkuð vissu un^ baráttu úti um heiminn, hefir hún víst verið skopleg fremur en annað. Langflestir íslendingar voru blásnauðir, allslausir kotungar, og þeir voru ekki nema eitthvað 60,000. Þeir höfðu ekkert sín megin nema foman, sögulegan rétt. Þann rétt fyrirleit hinn málsaðilinn, Dan- ir, og þeir vildu gera ísland að amti úr Danmörku. Hvernig áttu íslendingar að vinna þetta mál? Svo mikil var örbir^ð- in, að jafnvel Jön Sigurðsson taldi það ógerning, að íslendingar tækju við fjár- forráðum sínum, ef þeir fengju ekki 60,000 kr. meira á ári frá Dönum en þeir voru viljugir til þess að láta af hendi, þegar þeir voru loksins farnir að slaka nokkuð til. Einhvern veginn hefir það farið svo, að íslendingar hafa unnið sigur í þessari óvænlegu baráttu. Nú er svo langt frá því að land þeirra sé amt úr Danmörku, að þeir eru nákvæmlega jafn-sjálfstætt ríki eins og Danmörk sjálf. Hugsjónir Jóns Sigurðssonar hafa ræzt framar en hann hefir iíklegast sjálfur nokkur tíma þorað að vona. En sú ódauðlega vizka, sem hann hefir flutt sinni þjóð, er trú hans á mátt réttvísinnar og sanngirninn- ar — að einhvern tíma vinni þær sigur. — Og hans ódauðlegi heiður er sá, að hann hagaði sér eftir þeirri trú sinni, hvað mikið sem á móti blés og í hinum mestu örðuglefkum — þar á meðal í í- skyggilegri fátækt um tíma. Og það væri vanþakklæti að segja annað, en að hingað til hafi það biessast íslendingum vel, að hugsjónir Jóns Sig- urðssonar kómust í framkvæmd. Það er mikið, sem þeir hafa aðhafst, síðan ís- land fékk forræði síns eigin fjár. Eg mintist áðan á 60 þúsundirnar frá Dön- um, sem við fengum ekki, en Jón Sig- urðsson taldi með öllu ómissandi. Nú er svo komið, að um slíka fjá'rhæð er beðið, eða jafnvel töluvert hærri, fyrir eina sæmilega góða bújörð á íslandi. Nú er svo komið, að slíka fjárhæð sækir eitt botvörpuskip til Englands eftir fárra daga veiðiskap. Nú er svo komið, að íslendingar flytja út á síðasta ári vörur fyrir eitthvað 85 miljónir króna. Þeir hafa komið upp hjá sér þeirri sjávarút- gerð og þeirri sjómannastétt, sem hvor um sig er áreiðanlega með því ágætasta ög fullkomnasta í veröldinni, og árangur- inn er nú að koma í ljós. Mikið eiga þeir eftir ógert í fjárhagslegum efnum. En eg sé enga ástæðu til þess að efast um, að þeir muni gera það. Þeir munu byggja sitt land með þeirri atorku og þeim vits- munum, sem ekki stendur því að baki, sem aðrar þjóðir hafa til brunns að bera í þeim efnum. En enginn má ætla, að hugur manna á íslandi stefni eingöngu að auðsafni um þessar mundir. Það er nú eitthvað ann- að. Eg efast mjög um, að með alþýðu nokkurrar þjóðar sé hlýrri hugur til vís- inda, bókmenta og lista en á íslandi, né meira kapp eftir hinni æðstu menningu. Um bókmentirnar er það sérstaklega að segja, að þjóðin veit það, að það eru þær, sem hafa, fremur öilu öðru, lyft henni upp úr þeim örðugleikum og niðurlæg- ingu, sem hún var komin í um tíma fyrir fávíslega útlenda yfirdrotnun, svo að það er ekki undarlegt, að hún vilji hlynna að bókmentum sínum og varðveita skiln- inginn á þeim. Það hefir verið sagt, að á ítalíu beri hver flækingur skyn á söng- list eins og sérfræðingur í þeirri grein. Eg hygg, að nokkuð líkt megi segja um íslenzka alþýðu, að því er til bókment- anna kemur. Eg held ekki, að nein al- þýða hafi jafn-mikið vit á bókum og hún. Og eg held ekki, að alþýða nokkurs lands sé jafn-elsk að góðum bókum og hún. í þessu sambandi koma mér til hugar fjórar stuttar línur í ljóði eftir það skáld- ið, sem þið þekkið bezt. Sá maður hefir borið gæfu til að senda okkur heim margt, sem hefir grafið sig inn í huga manna á íslandi. Meðal þeirra ljóða er kvæðið, sem þessar línur standa í: ‘‘Fjarst í eilífðar útsæ Vakir eylendan þín: Nóttlaus voraldar veröld, þar sem víðsýnið skín.” Það er bjart yfir íslandi um þetta leyti árs, þegar vel viðrar. Það er nákvæm- lega rétt, sem skáldið segir, að þar er nóttlaus veröld. Sumstaðar skín .sólin um miðnættið; en alstaðar er dagur all- an sólarhringinn. Og það er verið að reyna að líkja eftir vorinu í sálum mann- anna. Það er verið að eyða nóttinni — nótt þunglyndisins, smælingjatilfinning- arinnar, magnleysiskendarinnar frá liðn- um öldum. Það er verið að reyna að veita yfir þjóðina dagsljósi — degi starfsástar- innar, þreksins, traustsins, vonarinnar, trúarinnar á lífið og tilveruna alla. Eftir því sem eg lít á, er andlegt vor á íslandi nú. Og það er líka nákvæmlega rétt, sem skáldið segir, að “víðsýnið skín” þar. Það er einmitt víðsýnið, útsýnirnar miklu, sem meét af öllu einkenna íslenzka nAtt- úrufegurð. Víða getur verið hrjóstrugt rétt við fæturna á mönnum. En það er afar víða á íslandi, að ekki þarf annað en að líta upp, til þess að fyrir augunum verði sú dýrð, sem er fágæt í veröldinni. Hvað sem það nú er, sem fyrir augað ber, hvort sem það er fannhvítir jöklar, eða heiðblá fjöll, eða grænar brekkur, eða grónar grundir, eða glampandi haf, eða stöðuvötn, eða fossar, eða fljót, þá tekur það alt á sig töfraskykkju víðsýnisíns. Það er sannfæring mín, að það sé að myndast víðsýni á íslandi víðar en um landið. Með geysihraða er verið að ryðja burt holtum hleypidómanna, urðum ófrjálslyndisins og ljúka upp fyrir þjóð- inni ómælilegri útsýn andlega frjálsra manna. Aldrei hefir mér verið þetta ljós- ara en einmitt síðan eg kom hingað til lands að þessu sinni, og tók að gefa gæt- ur að því, að í hinu mikla landi fyrir sunnan ykkur, sem talið hefir verið sérstaklega land framfar- anna og frelsisins, er ríkisvald- iö að lögsækja kennara til refs- ingar fyrir það, að hann notar kenslubók, þar sem menn eru fræddir um þær ályktanir um uppruna mannkynsins, sem all- ir vísindalega mentaðir menn um allan heim telja nú óhjá- kvæmilegar. Við það að lesa frásagnirnar um þá málssókn, hefi eg verið að hugsa um, hvað það er satt, sem iVþatth. Jochumsson kveður: “Ógurleg er andans leið upp á sigurhæðir.” Og því eftirtektarverðara er það og fagnaðarríkara, þegar einhver þjóð ber gæfu til þess að gera leið andans upp á sig- ui hæðir frelsisins sæmilega greiðfæra. Eg ætla ekki að tefja ykkur mtira. Eg veit, að í þessum fáu oiðum hefi eg ekkert sagt um ísiand, sém þið vitið ekki. Mér er það mikið gleðiefni. Mér hefir verið það mikill fögnuð- nr að verða þess var, hvað mik- ið Vestur-íslendingar vita um ísland. Það stafar auðvitað af þeirri ríku góðvild og ástúð til íslands, sem þið Vestur-íslend- ingar hafið ávalt sýnt að þið berið til þess lands og þeirrar þjóðar, sem þið eigið kyn ykkar aö rekja til. Framar öllu öðru stend eg hér í dag til þess að þakka fyrir það hugarfar, og til þess að biðja ykkur að láta ekki þann eld kulna út. Eg veit, eítir plt, sem á undan er geng- ið, að þið verðið fús á að taka í huganum undir þá ósk, að ís- landi megi vegna sem bezt. --------x--------- Ræða Flutt á minningarhátíð fslend- inga í Wpg. 1. ágúst 1925. af Dr. B. J. Brandson. Hálf öid er nú liðin, síðan ís- lendingar byrjuðu fyrir alvöru að flytja til Vesturheims. Enn- þá styttri tími er liðinn síðan þeir voru svo margir í þessari heimsálfu, að byrjað var að taia um Vestur-íslendinga. Þótt hálf öld sé aðeins sem andar- tak eða eitt æðarslag í sögu einnar þjóðar, þá er það oft nægilega langur tími til þess að breyta algerlega örlögum henn- ar og beina henni inn á nýjar brautir. Að Islendingar svo margir hafa tekið sér bólfestu í þessari heimsálfu, hefir haft stórmikla þýðingu, ekki aðeins fvrir þá, er aðallega áttu hlut að máli, innflytjendurna sjálfa, heldur líka fyrir þjóðina, sem þeir voru upprunalega partur af. Sú þjóð, sem á ítök í fjar- liggjandi löndum, fær þaðan beinlínis og óbeinlínis hagnað. Sá hagnaður kemur í ljós á ýmsan hátt, og má skoða sem hluta af sannri auðlegð þjóðar- innar. Mér finst nærri því ómögu- legt og jafnvel óhugsanlegt, að reyna að mæla svo fyrir minni Vestur-íslendinga, að ekki sé þar minst að einhverju leyti á hina íslenzku frumherja í þessu landi. Ef eg væri mælskumað- ur e?Sa ræðuskörungur, hefði eg ekki getað kosið mér hugð- næmara umtalsefni við eitt- hvert hátíðlegt tækifæri, en að mæla fyrir minni íslenzkra frumherja í Ameríku. Oft er dáðst að hetjuanda víkinganna hinna gömlu, norrænu forfeðra vorra, sem sigldu skipum sínum um þá oft hin ókunnu höf. Þetta er eðlilegt, og öldungis rétt, en mér finst að kjarkur og þrek hinna íslenzku landnáms- manna, sem hingað sóttu, oft- ast með tvær hendur tómar, hafi ekki verið hóti minni en það, sem átti sér stað hjá for- feðrum vorum fyrir meira en þúsund árum. Hlutskifti frum býlingsins er ætíð örðugleikum háð, þótt misjafnir geti þeir örðugleikar verið. Þol og kjark- ur vorra íslenzku frumbýlinga var óumræðilega, jafnvel dá- samlega mikill. Sama þrekið og þolgæðið, sem forfeður vor- ir sýndu í baráttunni fyrir líf- inu á hinni köldu og hrjóstrugu fósturjörð og hinu stormasama hafi við strendur landsins, sýndu þeir einnig þegar hingað kom. Hér voru tækifærin fieiri, en þeir höfðu átt að venj- ast,‘ og oft og tíðum bar þraut- seigja þeirra og starfsþrek meira úr býtum, en þeir sjálfir höfðu búist við. Frumskógarn- ir og eyðislétturnar ummynd- uðust á fáum árum í grösug tún og blómlega akra, bjálka- kofarnir og moldarhreysi hinna fyrstu ára breyttust í snotur og jafnvel fögur híbýli. Ef trl vill entist frumherjanum ekki aldur til að sjá nema byrjunina. Hann sáföi sæðinu, sem aðrir síðar uppskáru; hann ruddi veg inn, sem aðrir, er á eftir honum komu, gátu léttilega gengið, af því hann hafði yfirstigið mestu torfærurnar. Þegar vér lítum til baka og virðum fyrir oss starf frumbýl- inganna, þá verðum vér að epyrja sjálfa oss, hvort sú kyn- slóð, sem nú er við stýrið, eigi jafnmikið af þreki og þraut- seigju, jafnmikla og óbilandi' von um endilegan sigur, þá er torfærurnar sýnast stórar. — Eg vona að svo sé, en stundum vaknar hjá rnér ofurlítill efi um það. Ef sá efi er á rökum bygður, þá er glataður mikill fjársjóður úr voru dýrmæta, íslenzka erfðafé. Ekkert ætti að vera látið ógert til þess að varðveita íslenzkan dugnað og kjark hjá þeim, sem nú lifa, og þeim, sem á eftir oss eiga að koma. Ekkert er betur til þess fallið en það, að varðveita sem helgan dóm í hjörtum vorum og niðja vorra minninguna um feður vora og mæður, sem með < ctrúlegum dugnaði og óbilandi kjarki ruddu þá braut, sem hin önnur og þriðja kynslóð íslend- inga í þessu landi nú ferðast eftir. Saga þeirra, sem námu þetta land frá hafi til hafs, er að fiestu lík, þó að landnám ætti sér stað á mismunandi tímum. Á öllum tímum var slíkt land- nám örðugleikum undirorpið, stundum ótrúlega miklum. — Sagnaritarar og stórskáld Bandaríkjanna hafa varpað dýrlegum ljóma yfir hið fyrsta landnám enskumælandi manna á austurströnd þessarar heims- álfu. Ekki er því að neita, að það landnám hafði stórkost- lega þýðingu fyrir ekki aðeins þetta meginland, heldur og ger ; vallan heiminn. Það sæði, sem þar var sáð, bar ótrúlega mik- inn ávöxt, til blessunar fyrir ó- komnar aldir. Þar þróaðist sá vfsir, er síðar varð að þeim frelsishreyfingum, er allar sið- aðar þjóðir nú njóta ávaxtanna af. Eftir því sem árin liðu, var braut rudd lengra vestur á bóg- inn, og svo norðvestur, þar sem nú er Vestur-Canada. Það tímabil, sem íslendingar hafa átt hér heima, samsvarar svo að segja síðasta kapítulan- um í brautryöjendasögu þessa lands. Fyrir þeim, sem nú koma á eftir, liggur það hlut- verk, að uppskera það, sem aörir hafa sáö, að byggja yfir- bygginguna á þá' undirstöðu, sem þegar er lögð. Saga þessa lands mun á sínum tíma viður- kenna hvern þapn hugsandi snda, hverja þá byggjandi og slarfandi hönd, sem lagt hefir fram sinn skerf til þess að byggja nýjan heim, þar sem áð- ur var auðn, og það verður ekki spurt um hver mest hafi gert, heldur hver hafi afkastað mestu, þegar efni og kringum- stæður eru teknar til greina. Allir hinir ólíku þjóðflokkar, sem hér hafa tekið sér bólfestu eiga einhvern þátt í framþró- unarsögu þessa lands. Hvað sá þáttur er og verður stór, er fyrst og fremst undir því kom- ið. hvað þjóðarbrotið kom hing að með mikið af sönnum auði, og svo hvernig starfað var, þeg

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.