Heimskringla - 05.08.1925, Blaðsíða 2

Heimskringla - 05.08.1925, Blaðsíða 2
2. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 5. ÁGÚST, 1925. Fimtíu ára landnáms- minningarhátíð Islend- inga í Vestur-Ganada vcrður haldin að Gimli, Man., laug- ardaginn þ. 22. ágúst, 1925. Minni Islands. (Sbr. gömul þjóösaga.) “Mér er um og ó, eg á sjö börn í sjó og sjö á landi.” Munið móðurljóð, er í stríði stóð, starði hrygg af köldum eyðisandi; átti sjö böfn í sjó og sjö á landi. M é r er um og ó, e g á s u m börn í “sjó” og s u m á landi. Helft míns hjarta dó, grátin gröf því bjó — gröfin sú var orpin tárasandi---- -----Sum í alþjóða sjó og sum á landi. Mér er um og ó, eg á sum börn í “sjó” og sum á landi. Þess eg vænti, þó sykkju þau í “sjó”, svip og hjarta stimpli frónskur andi. Eg á sum börn í “sjó” og sum á landi. Sig. Júl. Jóhannesson. *£? Minni Vesturheims. önnur lönd með ellifrægð sig skreyta, æva-löngu dauðum kappa-fans, út í dimma fornöld lýsa’ og leita lífsins perlum að og heiðurs-krans. Þú ert landið þess er dáð vill drýgja, dýpst og sterkast kveður lífsins brag. Þú ert land hins þróttarmikla’ og nýja. Þú varst aldrei frægri en nú — í dag. Önnur lönd í kónga-dýrð sig dúða, dýrast meta fágað líf í sal. Hér er starfið skærara’ öllum skrúða, skýrast aðalsmerki snót og hal. Hér er frelsið lífsins Ijúfust sunna, líka fólksins öruggasta band. Allir þeir sem frelsi framast unna fyrst af öllu horfa’ á þetta land. Vesturheimur, veruleikans álfa, vonarland hins unga, sterka manns, fyll þú móð og manndáð okkur sjálfa móti hverjum óvin sannleikans; lyft oss yfir agg og þrætu-díki upp í sólrík háfjöll kærleikans. Vesturheimur, veruleikans ríki, vonarland hins unga, sterka manns. Einar H. Kvaran. Minni íslenzkra landnema í Vesturheimi. ísland hverfur — æskuströndin. Eins og slitni hjartaböndin, vini sáran hugur harmar, höfug tárin glitra brá. Samt í brjóstum lyftist, logar löngun djúp sem hafsins vogar, » sem frá lest og lægstu þiljum lítur vestur hárri þrá. Það var þessi undra andi: útþráin í föðurlandi, sem í sólarlagsins löndum leit, í firðar töfrahöll, eigin framtíð æðstu vonar, auð og lendur konungssonar, brúðarskart og djásnin dýrstu: — draumalandsins gæði öll. Það var víking fjárs og frægðar, fólkorusta að homi nægðar, ummynduð, er óskir litu auð og völd hins mikla lands. — Æfintýrsins eyðast lendur, er þær snerta knýttar hendur. Borgin verður bjálkakofi, bújörð lítil ríki manns. Sverrislausir Birkibeinar, brautir ruddu og merkur hreinar, forn og snjáð þótt fötin'sýndust, fram til sigurs barist var. Þótt ei fjöldinn enn þá eygi upp að háteætinu vegi, konungslund und kufli leyndist, kappans hendi vopnið bar. Landnemar í stríði og striti, studdir feðra hyggjuviti, sýndu forna festu og seiglu, fastast þegar að þeim svarf. Kóngsríkið þótt ynnist eigi enn þá fram að þessum degi, sigruð lönd og bygða bæi börnum sínum gáfu í arf. Kórónan úr hæru hárum, helgum geislabaug með árum krýnir, sett með drengskaps demant, dýrðlingshöfuð landnemans. — Æfintýri æsku sinnar, inn á löndum framtíðinnar, ellin sér í syni og dóttur: sjóla og drotning þessa lands. Þ. Þ. Þ. Ávarp Fjallkonunnar Eg kem að heimsækja mær og mög, þó mér sé ósýnt um ferðalög, og börnum hjartkærum ber eg frið, sem blessar vestræna sólskinið. Eg Heilsa hjartfólgnum hal og snót, sem hurfu á ókunnug leiðamót, og eftir fimtíu farin ár eg fagna þeim nú með bros og tár. Eg þráði ykkur svo oft og heitt, , og ei er skap mitt í neinu breytt; þó líði árin og aldir hjá, ei ást mín hættir að sakna og þrá. Því móðurástin þau örlög hlaut, ef óskabörn hennar hvurfu á braut, að þreyta andvökur undir dag með áhyggjurnar um þeirra hag. En mér er huggun og harma bót, að hafa sótt þetta stefnumót, og þekkja andlitin aftur hér með ættarmótið af sjálfri mér. En fóstran unga var ykkur góð, hún að sér tók ykkur ferðamóð, í svipnum ykkar er ekkert það, sem ungu Canada’ er minkun að. * En Skuld mér gelur í eyra inn, að olli breytingum framtíðin, því fóstran umskapi innrætið, í uppvextinum sem tókuð þið. En hvað sem skeður, eg bið þess bezt, að blessist ykkur sem allra flest; og eins eg bið ykkur, börnin góð, að breyta í drengskap við hverja þjóð. Og sýnið ástúð, sem örva má, ef ólánsbarninu liggur á; það yngdi skapið, mér yrði fritt, og af því blómgaðist hraunið mitt. Eg veit að forsjónin forðar því, eg frétti nokkuð, sem hneysa er í, um ykkur, heim yfir höfin blá. En, heitstrengingu eg kveð þig á: Að geyma íslenzka eðlið hraust, - þótt æfin líði og nálgist haust, og vernda ásborna aðalssál sem ættargrip þinn, og tungumál. ! Svo kveð eg ykkur, og bænar bið, að blessist alt, sem að tekur við. Og trútt sé hjartað og hugur þinn, sem himinbláminn um faldinn minn. Jón Jónatansson. Sökum þess a8 yfirlýsing mín í íslenzku blööunum síSast, meö breyt- ingum þeim, sem uröu á hinu fyrsta fyrirkomulagi okkar Ný-lslending- anna, viö þátttöku Winnipegmanna, og meö hinn fyrst ákvarðaöa dag, að þetta væri nú oröin 50 ára minning- arhátíð Islendinga í Manitoba, þá langar mig til aS útskýra hvaS fyrir nefndarmönnum vakti, þegar þessi yfirlýsing var samþykt á síSasta fundi þeirra, sem haldinn var á Gimli 26 júlí s.l. Nefndinnii 'er full-ljóst, a5 meö landnámi Nýja íslands, er byrjaöi síöasta sumardag, 21. október áriö 1875 kl. M/2 síödegis, þegar fyrst var stigiö á land hér á Gimli, eöa rétt- ara sagt Víöinesi (Willow Point) um 3 mílur suðaustur. af bæjarstæöinu, þá hófst fyrst íslensk bygð hér í Vestur-Canada. Þetta eru þau sögu- legu sannindi, sem allir vita, er muna og fylgst hafa með gangi viöburö- anna á liðnum árum. Þetta er því aöalatriðið, er vakti fyrir oss, þegar vér geröum þessa breytingu á yfir- lýsingunni um "50 ára afmalishátíð Nýja Islands”. F.ngum af þeim mönnum, er nú skipa nefndina, dettur í hug neinn ofmetnaöur eöa óviöeigandi stolt í þersu máli; en þaö eitt gátum viö ekki lagst undir höfuð, aö láta þetta fimtugasta ár líða svo hjá, að viö szerfum altaf og gerðum ekkert. — Gimlimenn vissu vel frá byrjun, aö þeim bar aö rumskast og vekja málið til íhugunar; og það gerði íslend- ir.gadagsnefndin hér, um miðjan vet- ur (í febrúar) og kallaöi til fundar, sem ekki var sóttur eins vel og æski- legt var. En frá þeim tima hefir málinu veriö haldið vakandi, og fyr- ir þeirra umhyggju er þó svona langt komiö. Svo þegar fyrsti bygöarfund urinn var haldinn í Riverton 29. júní síöastliöinn; þá er fimm mönnum á ( Gimli falið þetta mál til meðferðar: | 1. Þaö, aö halda hátíöina 21. ágúst ! uæstkomandi. J 2. Fá menn úr öllum pörtum ný- lendunnar til samvinnu, svo hátíöar- j haldiö gæti oröið alment og fjölsótt af bygöarfólki. j 3. Ennfremur var þeim faliö á hend- ur að komast í samband viö íslend- inga í Winnipeg og Minnesota, er j sama afmælisár eiga, og vita hvaöa þátt þeir vildu eiga meö oss í þessu ' efni, eða hvortyþeir mundu ekki vilja j sinna því. Við þessum tilmælum og trausts- I yfirlýsingu frá Rivertonfundinum urðu Gimlimenn, og byrjuðu á því verki, sem þeim var þannig á hendur frlið; og þeir gera þaö til enda árs- ins, 21. október 1925, á þann hátt, sem þeim veröur framast mögulegt. F. kkert verður látið ógert af nefnd- iuni til þess aö hátíðin veröi sem veglegust, fjölmennust og ánægju- samlegust. Vill hún því mælast til, aö Islendingar, hvar sem eru, komi og samgleðjist henni meö að heiðra sem bezt og mest minningu vorra látnu og núlifandi landnámsmanna og kvenna. j * * ¥ j Nefndarmenn frá Winnipeg höfðu boöiö Mr. J. J. Bíldfell, ritstjóra Lögbergs, aö koma á fund þeirra á Gimli 26. júlí, til aö ræöa við nefnd- ir.a um frestun á hátíöarhaldinu, þar ti! í júní næsta ár, eins og ritstjórinn haföi bent á í blaði sínu, er út kom þann 16. júlí s.l. Ræddi Mr. J. J. Bildfell málið ítarlega, og kvaðst hafa komist í samband viö menn úr tveim nýlendunum, er héföu sent sér skeyti um, hvernig á þetta væri litiö hjá þeim. Las hann upp símskeyti frá G. B. Björnsson i Minneota, Minn., og G. J. Oleson í Glenboro, Man., er mæltu með aö fresta hátiðarhald- inu til næsta árs. Einnig lagöi Mr. B. Lífmann fram áskorun, undirrit- aða af 10 mönnum, er fór þess á leit að nefndin frestaöi hátiöinni þar til i júní 1926. ITm þetta uröu langar og margar ræöur, og tóku til máls, auk Mr. J. J. Bildfells, Mr. B. Lif- mann, G. Oddleifsson, T. Ingjalds- son, G. Sigmundsson, Hdgi Benson, og J. J. Sólmundsson (er vildi fresta ti' 21. október einungis) Allir meö frestuninni. Á móti frestuninni töl- uðu: forseti,' Sv. Thorvaldson, G. Fjeldsted, Einar P. Jónsson og B. B. Olson. Kom að síðustu fram tillaga frá I. Ingjaldsson, studd af B. Lífmann, um aö fresta hátíðinni, og var til- lagan feld (10 á móti, 8 meö). Var þá kl. orðin 4, og fundi frest- að fyrir hinar ýmsu nefndir, að ræöa sín sérstöku mál. Kl. 4.45 setti for- ser: aftur fund, og komu þá nefnd- irnar fram með sín mál og ráöstaf- snir, eins langt og þeim var unt. — Áætlanir nefndanna um kostnað við hatíöisdaginn 22. ágúst, varð um $1,500.00 alls. Fjármálanefndin lagði til aö láta bús til hnappa, meö þar til búnu merki og mynd eftir Fr. Sveinsson, er selja skyldi sem aðgöngumerki að hátiöinni, og skyldi hver fullorðinn btra þetta merki, er í lystigarðinn kæmi til að heyra skemtiskrána, en ö;l börn innan fimtán ára fengju frían aögang. Einnig bjóst nefndin viö aö leita samskota til að mæta kostnaðinum, og á annan hátt að hafa féð saman. Minnisvarðanefndin lagði til, aö hann yrði reistur hér á Gimli, og aíhjúpaður 21. október í haust. — Myndi sá timi nægilegur til undir- búnings, og æskilegast að gera þaö á hinum rétta degi. Um kostnaðinn gat nefndin ekkert sagt á þessu stigi málsins, vegna þess aö óráðið væri enn, hvernig varðinn myndi verða. Væri listamaðurinn Fr. Sveinsson aö (gera teikningar, sem enn væru ekki ful'gerðar, og nefndin því ekki fær um aö gefa frekari upplýsingar aö þessu sinni. Ákveöiö aö halda næsta fund á sama stað og tima, sunnudaginn 9. ágúst. Gimli, 1. ágúst, 1925. B. B. Olson, ritari. Niðursett fargjöld. Samningar hafa verið gerðir við járnbrautarfélögin um niöursett far- gjöld fyrir J)á — utan Winnipeg- borga — er sækja 50 ára landnáms- minningarhátíö Islandinga, sem hald- in veröur á Gimli laugardaginn 22. þ. m., um eitt og hálft vanalegt far- gjald, þannig: Menn kaupa farbréf til Gimli — eöa til Winnipeg, eftir þvl sem á stendur, og bórg'a fult far- gjald fyrir þau, og fá um leið frá seljanda “validation certificate’, sem þeir svo framvísa viö vagnstöðina á Gimli, og sem þar veröur áritað af umboösmanni félagsins gegn 25c borgun fyrir hvert certificate, sem svo gildiy fyrir hálft fargjald fyrir heimleiðina. Þaö er nauðsynlegt aö allir, sem kaupa farbréf sem kosta yfir 75c fái þessi certificates, til þess að geta notið afsláttarins fyrir heim- ferðarfarbré'f sín. Frá Winnipeg kostar farbréf til Gimli og til baka þaðan til Winnipeg $1.25. 3. ágúst 1925. B. L. Baldwinson. ---------x---------- Frá Akure/ri. Brúðkaup í fornum stíl. — Stærsta brúðkaupsveizlan sem haldin hefir veriö hér um slóðir í meira en aldar- fjóröung, var aö Æsustöðum í Eyjafirði á laugardaginn var. Níels bóndi Sigurösson á Æsustöðum gifti tvær dætur sínar, Helgu, Pálma Jós- epssyni, barnakennpra í Reykjavlik, og Jónínu, Sveini Frimannssyni, út- gerðarmanni i Ólafsfiröi. Boðsgest- i.-nir voru um 200 og komu víðsveg- ’ar aö. Tveimur nautgripum var slátraö til veizlunnar og fór hún fram í tjaldi miklu á túninu. Sátu næ: hundraö manna þar aö snæö- iugi í einu. Dansaö var og setið aö drykkju langt fram á nótt. Brúö- hjónifi voru gefin saman af bæjar- fógetanum á Akureyri. . (ísafold.) ---------x---------- Fréttabréf úr Utah. Eg, sem þetta rita, kom hingaö til Spanish Fork, Utah, 20. desember 1924 frá Californíu, þar sem eg hafði dvaliö aö öllu saman töldu í 14 ár. En mér brá, þá er eg lenti i borg- inni Salt Lake , Utah. Sex þumlunga snjór meö frosúi. En viöbrigöin voru mest þar eö eg hefi ekki séö snjó í 14 ár Calif., utan á fjalla- toppum og einu sinni frost. Þaö tar voriö 1946, og hefir veriö um getiö áöur. En eg vandist viö þaö fljótt. Við höfum alla tíð nóg aö bíta og brcnna hér. Og þaö sem mest er i variö: heilsufarið hefir verið með afbrigöum, og hafa ekki dáið hér utan tvær konur; önnur háöldruö, en hin miöaldra. En altaf rýrist þjóð- fiokkur okkar íslendinga, sem hing- aö hefir fluzt. Og það versta er, að al’ir, sem burtu eru kallaðir, vorxt hmir mest leiðandi menn. Eg til- neíni þá ekki, því blöðunum íslenzku og lesendunum er þaö kunnugt, og mun varla hin uppvaxandi kynslóð fara fram úr þeim, þó vel sé af guði gefin. Eg man eftir, að þá er eg vai 13 árá gamall, kom austur á land í Þingeyjarsýslu maður að nafni Eyjólfur Guðmundsson. Hann hef- ir eftirskilið minningu sína ágæta, og afkomendum sínum, börnum, barna- börnum og barna-barna-börnum þá indælustu gjöf, sem guð veitir börn- um sínum, og hana í ríkulegum mæli, sem sé sönglistina. Einn sonar-son- ur hans, Páll að nafni, útskrifaðist sem doktor í vor, með hæstu einkunn, og fékk þegar stööu í Salt Lake City, Utah, á einu af hinum stærstu sjúkrahúsum. Systir hans ér hin mesta söngkona hér í vestrinu, og öll er sú fjölskylda hágáfuð. Eg verö nú að láta niður falla tal um aöra merka menn, og tilnefni eg ekki fleiri að sinni. Veðráttufarið hefir veriö svona heldur stirt. “Þorri bjó oss þröng- an skó”, en hún Góa gerði þó betur. Frusu þá aldintrén, sem eg hlakkaði mest til að eta ávextina af í haust. En önnur sáning lítur vel út, og er nú farið aö slá akra og þreskja. Hin uppvaxandi kynslóð er nú tek- in viö af þeim eldri, og hefi eg heyrt aö hún muni halda íslendingadag 2. ágúst 1925. Að minsta kosti var stjórnarnefnd til þess kosin, er sam- anstendur af sjö mönnum og kon- um. En enga höfum við skrúö- gcngu eða Fjallkonu. En alt útlit e-r fyrir, áð enn lifi íslenzkt blóð í æðum þessarar ungu, uppvaxandi kynslóðar. Svo læt eg nú staðar numið, með virðingarkveðju til islenzku blaðanna Heimskringlu og Lögbergs, og vorr vm að þau taki þetta upp bæði, tií lesturs fyrir kaupendur. Goodman Johnson, Spanish Fork, Utah. —---------x---------- Undir Islenzkum fána. Frá Noregsför glímumannanna. íslendingar munu verða þess var- ir þá er þeir koma hingað til Nor- egs, aö svo er sem þeir séu að heim- sækja skyldmenni sín. — Þeim er alstaðar tekiö með alúð og gestrisni — svo sem gömlum kunningjum, er lengi hafa verið í burtu. Og þó að þess veröi mjög vart í Reykjavík, að menn haldi, að NorÖmenn tali fagurt en hyggi flátt, þá hefi eg aldrei orðið þess var. Eg hefi rætt við íýmsa menn, bændur, . sjómenln, skólamenn, kaupmenn, ritstjóra og stjórnmálamerin. Island sjálfstætt, að öllu leyti frjálst. Þess æskja þeir allir. Til marks um það, hve fjarri þeim er í öllum pfnum allur yiirgangur, má nefna að grein Árna Pálssonar í Skírni í fyrra hefir al- stsðar verið að góðu getiö. En því hefir gjarna veriö hnýtt viö ummæl- in. að íslendingar þurfi ekkert að óttast frá Norömanna hálfu. Ekki fæiri en þrír merkir menn og á- hr’famiklir hafa sagt viö mig: Eg mundi berjast ákaft gegn pölitísku sambandi við Island, þótt Islendingar byðu slíkt samband. ;Sagan hefir sýnt það, aö pólitískt samband yröi ekki til annars en hins versta tjóns vinsamlegri, andlegri samvinnu og viöskiftum öllum. Það gladdi mig strax, er eg heyrði, að von væri hingað íslenzkrar glímu- sveitar. Ekkert gat gefið Norömönn un betri hugmynd um atgervi Islend irga, þrótt þeirra og leikni, en ein- mitt flokkur íslenzkra glímumanna, ur.gra, drengilegra og vasklegra. Eg vissi aö sú heimsókn mundi hafa mik il og góð áhrif á hugarþel Norö- manna til vor Islendinga. Nú eru glímumennirnir komnir, og hafa þegar glin.it í Björgvin, í Harð- angri, á Storö, i Haugasundi, á Foss og í Osló. Alstaöar hefir þeim verið vel fagnaö, og alstaðar hefir verið dáð list þeirra og framkoma. Undir

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.