Heimskringla - 05.08.1925, Blaðsíða 5

Heimskringla - 05.08.1925, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 5. ÁGÚST, 1925. HEIMSKRINGLA 5. BLAÐSÍÐA ar hingað kom. Hinn sanni auður einnar þjóðar ætti ekki að metast í gulli og silfri, lönd- um og lausum aurum, heldur í sönnum manndómi þjóðarinn- ar sona og dætra. Skotland er hrjóstrugt og fremur fátækt land, en um margar aldir hafa synir þess lands verið á meðal hinna áhrifamestu og framtaks sömustu manna um allan hinn enskumælandi heim, og skipað margfalt fleiri öndvegissæti á ótal starfssviðum en þeir, í hlutfalli við fólkstölu, hefðu áitt að skipa . Hvar sem Skotar eru bera þeir með sér þau þjóðar- einkenni, sem stimplast hafa óafmáanlega á sál þjóðarinnar. Staðfesta og hyggjuvit, þolgæði of' áræði einkenna ávalt þá m’enn, sem ætt sína eiga að rekja til þeirrar þjóðar. Oft hefir mér fundist lund Skotans og ís lendingsins æði svipuð, enda var í eina tíð töluverður skyld- leiki á milli þessara þjóða. Og eitt er víst, að heldur vildi eg láta setja íslendinga á sama hekk með Skotum, en með nokkurri annari enskumælandi þjóð. Eitt af því, sem einkennir Skotann, er það, hve fast hann heldur í og vandlega varðveitir a!t, sem skozkt er. En hann lætur það ekki koma í bága við það, að vera góður borgari í því landi, sem hann hefir gert að kjörlandi sínu. Þetta er at- rlði, sem Islendingar í þes^u landi ættu að hafa hugfast. Það virðist of mikil tilhneiging hjá sumum til þess að skoða sig sem útlendinga í framandi landi. lsiendngar eru það engu meiri er. hver og einn annar þjóð- flokkur, sem nú ál hér heima. Sá -eini kynflokkur, er nú býr hér, sðft ekki mætti kalla út- lendinga í sama skilningi og ís- lendingar eru kallaðir það, eru Indíánar, því eiginlega áttu þeir landið frá ómuna tíð, þar til hvítir menn slóu eign sinni á það. Þetta land eh fildutigis eins mikið okkar land eins og tiokkurs annars aðkomins þjóð flokks. íslendingar eru borg- avar þessa lands, og þeirra horgaralegu skyldur eru fyrst °g fremst gagnvart þessu landi. Þeir eru á meðal brautryðjenda bessarar þjóðar. og það er þeim sjálfum að kenna, ef nokkur lít- Ur til þeirra hornauga sem út- lendinga, er nokkrum öðrum bjóðflokki standi að baki. En sú meðvitund verður að vera sterk í hjörtum vorum, að þetta er allsendis ónauðsynlegur. — Eins, lengi og sú meðvitund er ekki ríkjandi, þá njótum vér vor ekki til fulls. Samanburður á gæðum þessa fands og vors kæra feðrafróns, ev allsendis ónauðsynlegur. — Saeði löndin hafa margt til síns ágætis, og “sínum augum lítur hver á silfrið”. Þegar maður Úytur úr einu landi í annað, Uieð þeirri hugmynd að gera hið nýja land að heimili sínu, þá stendur líkt á fyrir honum og dngum manni, sem kvongast °S flytur úr föðurhú^um og hyrjar búskap upp á eigin spýt- nr annarsstaðar. Skyldur hans hyrja þá strax gagnvart konu hans og hinu nýja heimili hfirra. Hann hefir ef til vill n^args að sakna úr föðurhúsum, en hann gleymir því fljótt við nnihugsunina um það, sem nú hggur fyrir hendi, og meðvit- nndina um þá ábyrgð, er á hann legst. Til eru samt þeir nngu menn, og þær ungu kon- Ur’ sem ætíð sjá eftir sínu fyrra h^mili, og finst það, sem þau . nafa, aldrei geta jafnast á við hað, sem þau hurfu frá. Yfir- mtt þykir ,það lítilmannlegur hugsunarháttur, þar sem slíkt kemur í ]jós, og aldrei hafa Uænn mikið traust á glæsilegri i'amtíð fyrir .þá, sem þannig Uigsa. Aldrei er heldur hægt gera sér miklar vonir um glæsilega framtíð fyrir þá menn sem hafa það á meðvitund sinni, að það land, sem þeir búa k sé lélegt land, sem þeir eigin- ^e§>a ýr^sra orsaka vegna geti ekki annað en haft ýmugust á, því með þannig löguðum hugs- unarhætti fær enginn maður notið sín að fullu. Menn, sem þannig hugsa, gerðu sjálfum sér og öðrum bezt gagn með því að leita gæfunnar í öðru landi, þar sem þeim virðist kringumstæð- urnar vera hagkvæmari. Þótt ég haldi því ótvírætt fram, að þjóðræknisskyldur vor ar séu fyrst og fremst gagnvart þeirri þjóð, sem vér teljumst borgarar með, þá er ekki þar með sagt, að vér eigum að gleyma því landi, sem vér sjálf- ir eða feður vorir komu frá, eða vér höfum engar skyldur gagn- vart því landi að rækja. Móð- irin, sem sendir son sinn frá sér út í heiminn, til þ'ess að hann sjálfur ryðji. sér braut til vegs og frama, hefir jafnan hluttekningu í stríði hans og starfi, sigri hans eða ósigri. Þar sem hann ávinnur sér heiður, þar er einnig hennar heiður. Hennar mesta gleði er að vita, að honum vegni vel. Ef hann er verðugur sonur, þá veitir hann henni móður sinni þann heiður, sem henni ber. Það erfðafé, sem hffti hefir trúað honum fyrir, leitast hann við 3Ö ávaxta í sínu nýja landi, í sínum nýja umheimi. Ef hann gerir það dyggilega, þá veit hann að hann er að gera skyldu sína gagnvart sínu nýja heimalandi, og líkai Vgagnvart feðrafróni sínu. Þegar um erfðafé vors ís- lenzka þjóðarbrots hér vestan ha.fs er að ræða, þá er ekki að tala um auðlegð þá, sem felst í gulli og silfri, því að af þeim arfi höfðum vér lítið úr föður^ húsum, heldur miklu fremur þá auðlegð andans og lundernisins s« m er miklu dýrmætari. Eg hefi þegar minst á sumt af því í lundarfari íslendinga, sem komið hefir þeim að góðum notum í baráttu þeirra í þessu landi. Annað, sem eg vil minn así á, er sá hæfileiki, sem þeim, ásamt öðrum norrænum frænd þjóðum þeirra er gefinn, að samlagast fljótt og næstum ó- sjálfrátt þeim þjóðum, sem þeir taka sér bólfestu hjá. Strax í fornöld kom þetta f ljós. Vík- ingarnir fóru um flest lönd Norðurálfunnar og víða tóku þeir sér bólfestu og lögðu undir sig lendur og stór héruð í ýms- um löndum. En á tiltölulega stuttum tíma hurfu þeir sem sérstakur þjóðflokkur, samein- uðust heimaþjóðinni, þótt því rær æfinlega að þeir skildu þar eítir sig varanleg merki þess, að þar hefðu þeir komið. Lög- skipað frelsi einstaklingsins, hvar sem þeir náðu yfirráðum, er eitt af minnismerkjum nor- rænna manna. En þessir frænd- ur forfeðra vorra, er fóru sem sigurvegarar um mörg lönd h:ns þá þekta heims, töpuðu fyr eða síðar sínu upprunalega þjóðerni. Svo fer einnig um oss hér í Vesturheimi. Hér hlýðum vér órjúfanlegu lög- máli náttúrunnar, sem vér verð um að lúta, hvort sem oss feil- ur vel eða illa. Samt er það óneitanlega skylda vor, að varð veita af fremsta megni íslenzka tungu í þessu landi. Eflaust er íslenzk tunga einn af fjársjóð- um feðra vorra. Eftir því sem eg verð eldri, eftir því finst méf eg sé að læra að meta gullfeg- urð og dýrmæti íslenzkrar tungu. Það er skylda vor að verðveita þenna gimstein í feðraarfi vorum, og leitast við eftir megni að stuðla að þVí, að sem flestir fái notið ánægju af verðmæti hans og fegurð. Með það fyrir augum ættum vér að styðja að því, að hérlendir menn kyntust frekar sögu vorri og bókmentum, ef ekki á frum- málinu, þá í gegnum þýðingar, því þótt þær séu enn of 'fáar, þá eru þær samt töluvert marg ar. Þetta er brýn þjóðræknis- skvlda, ekki aðeins gagnvart hinni íslenzku þjóð, heldur og líka gagnvart þeirri þjóð, sem véi nú tilheyrum. En þótt ís- lenzk tunga að miklu leyti tap- ist niðjum vorum, sem er óneit- anlega stór skaði, þá verður sá skaði ekki eins tilfinnanlegur og hann annars yrði, ef vér höf- um þá vissu í huga vorum, að niðjar vorir geymi íslenzkan drengskap, íslenzkt þolgæði og þiek, dugnað og djörfung, sem feðratunga vor hefir um marg- ar aldir brent inn í sálir ótal ís- lenzkra kynslóða. Eitt af því sem Vestur-ís- lendingum er stundum borið á brýn, er það, að þeirra andlegi sjóndeildarhringur sé lítill, að þe#ir séu þröngsýnir og haldi of' fcst við gamlar kreddur og sið- venjmv Um leið og þetta er sagt um oss íslendinga, þá er- um vér ósjálfrátt settir á bekk með þeim frumherjum þessarar } heimsálfu, sem mestan þátt hafa átt í að skapa örlög þeirra þjóða, sem nú búa hér. Hinir j fyistu ensku innflytjendur til austurstrandar Ameríku, hinir I svokölluðu “Pilgrim Fathers”, j voru þröngsýnir menn, mældir eftir nútíma mælikvarða. En mestan þátt áttu þeir í gróður- sctningu sannarlegs frelsis í þessari heimsálfu. Það má með sanni segja,, að hin lifandi og starfandi trú þeirra yrði síðar hinn trausti lífskraftur hjá niðj unum. Tréð dæmist ekki af rót þess, heldur ávöxtum. Að halda fast við siðvenjur og erfi- kenningar feðra sinna , þar til eitthvað verulega betra getur komið í þeirra stað, er enginn löstur, en miklu fremur kostur lijá hvaða þjóðarbroti sem vera skal. Ein af erfikenningum íslend- inga er löghlýðnin. “Með lög- um skal land byggja en með ó- Iögum eyða,” sagði einn af hin- | um djúpvitrustú forfeðrum vor- i um. Þrátt fyrir atvik, sem fyr- | ir hafa komið í seinni tíð, held j eg að óhætt sé að telja íslend-} inga á meðal hinna löghlýðn- i ustu borgara þessa lands, og erj það þeim til ævarandi heiðurs. * Eitt af þeim tíu boðorðum, er svo að segja öll mannleg lög- í gjöf byggist á, er það sem skip- ar mönnum að heiðra föður og j móður. Ef Vestur-íslendingar heiðra föður og mæður í orðs- ins fylsta skilningi, þá verða, þeir að sýna hinn sama dugn- i að og hinn sama sanna dreng- j skap, sem hin fyrsta kynslóð j íslendinga í þessu landi sýndi. j ekki aðeins í baráttu fyrir sínu} eigin lífi og hagsmunum, held- ur líka fyrir því, að þær kyn- } slóðir, sem á eftir komu, fyndu ‘ veginn ruddann, lífsbyrðina i léttari og lífskjörin þægilegri.} en þeir sjálfir höfðu átt við að j búa. Þeir, sem heiðra föður og j' móður, hafa líka fyrirheit um að þeir skuli lifa lengi í land- inu. Ef einstaklingunum yfir höfuð vegnar vel, þá er líka vel- gengni hjá þjóðinni. Þar sem j heiðruð er minning göfugra íor} feðra, þar er fengin hin ijrugg- j asta trygging fyrir velferá þjóð- ar og þjóðfélagsstofnana. Þeir, sem hafa lært að meta göfugt, sturf feðra sinna, munu aldrei i vera með í því, að rífa niður það, sem feður þeirra bygðu upp með atorku og dugnaði, og j fórnuðu kröftum sínum og; jafnvel lífi fyrir. Ef vér Vestur-íslendingar j heiðrum «tns og vera ber minn- ingu feðra vorra, sem svo | dyggilega hafa starfað, og er-} um trúir þeim hugsjónum, sem | mestu réðu í lífi þeirra, þá er- um vér líka sjálfum oss trúir. Þá erum vér einnig feðrafróni voru og eigin þjóð trúir, og höf- 'um fullvissu fyrir því, að vér byggjum grundvöll, sem aldrei getur haggast, fyrir framtíð niðja vorra í þessu landi. Þá hka getum vér haft þá lifandi j uppörvandi sannfæringu, að Vestur-íslendingar séu ekki brotinn kvistur, heldur lifandi, frjóvguð grein á hinu unga og fagra þjóðtré, sem hér nú vex og blómgast með ótrúlega mikl um krafti og þroska. Frá Kirkjuþinginti. Þriðja ársþing hins Samein- aða kirkjufélags var haldið að VVynyard, Sask., dagana 25.— 28. júlí. Nákvæmari greinar- gerð mun síðar birt verða af störfum þingsins, en þess má geta, að þeim var fylgt með hinni mestu athýgli af almenn- ingi vestur þar. Þingið var sett af forseta fé- lagsins, séra Ragnari E. Kvar- au, með ræðu, laugardaginn 25. ki. 3 e. h. Entist sá dagur til þess að koma flestum málum í nefndir, er störfuðu um helg- ina og gátu lagt fram málin undirbúin fyrir þingið að morgni mánudagsins. Séra G. Árnason flutti prédik ua í kirkju Quill Lake safnaðar kl. 2 e. h. á sunnudaginn. Var það hin markverðasta ræða. Svo maígt manna hlýddi á guðsþjónustu þessa, sem rúm kirkjunnar frekast leyfði. Var það svo einnig um alla opin- bera mannfundi, er efnt var til í sambandi við þingið, að að- sóknin var afarmikil. Hr. Einar H. Kvaran flutti er- indi kl. 5 á sunnudaginn, fyrir tilmæli félagsstjórnarinnar, um þjóðkirkjuna áí íslandi. Vakti það erindi svo mikla athygli, að stjórninni bárust hvaðanæfa fyrirspurnir um, hvort það yrði ekki gefið út, svo almenningi gæfist kostur á að lesa það. Stjórnin hefir nú fengið sam- þykki höfundarins til þess að birta það, og verður það gert, annaðhvort sérprentað eða í Heimskringlu. . Að loknum þingstörfum á mánudag flutti séra Albert E. Kristjánsson erindi um horfur fvrir allsherjar kirkjusamein- ingu íslendinga hér í álfu. Hef- ir hann, eins og kunnugt er, borið þá hugsjón fyrir brjósti um langt skeið og flutt hana almenningi við ýms tækifæri. Þótti mönnum njikils um vert mál hans, þótt greinilega kæmi það í ljós í umræðunum, sem fram fóru á eftir erindinu, að elrki væru allir jafn-bjartsýnir á framgang þess máls í náSnni framtíð, sem fyrirlesarinn. Tóku ýmsir til máls og frá ýmsum hliðum. Og um það virtust all- ir sammála, að þetta hefði ekki einungis verið ánægjuleg kvöld stund, heldur hefði og margt skýrst fyrir fundarmönnum í þessu mikilsverða máli, sem áð- ur hefði í þoku verið í hugum manna. Síðasta erindið, er flutt var í sambandi við þingið, var erindi séra Rögnv. Péturssonar um aldarstarfsemi Únítarakirkjunn- ar í Bandaríkjunum. Var orð á því gert, hvílíkur frágangur hefði verið á erindi þessu, bæði 8,ð máafæri, hugsun og lag- tækni, að gefa svo frábært yf- irlit yfir stórkostlegt efni í til- tölulega stuttu máli. Vonandi gefst almenningi kostur á að kynna sér erindi þetta. því þess er fastlega vænst, að höfund- urinn verði við þeim óskum fjölda manna, að birta það hið bráðasta. Kirkjuþinginu var slitið skömmu eftir miðjan dag á þriðjudag, en að kvöldi þess dags efndi Quill Lake söfnuður til hinnar ágætustu skemtunar, og mátti eigi tæpara standa en að hin stóra og veglega kirkja rúmaði þann mannfjölda, er hana sótti. Viðstaddur. ÞJER SEM NOTIÐ TIMBUR K A U P I Ð A F Tha Empire Sash and Door COMPANY LIMITED Birgðir: Henry Ave. East. Phone A 6356 Skrifstofa: 5. Gólfi, Bank of Hamilton VERÐ GÆÐI ÁNÆGJA. eíni, sem málskrafsmenn hafa hand- fjatlaö til dægrastyttingar almenn- ingi. Þaö er eitt af lifandi spursmálum nútímans, sem allir ættu að gefa gaum. En spursmálið er þannig: “Er kirkjunni styrkur aö rannsókn- um dularfullra fyrirbrigÖa ?” Því játar séra Ragnar E. Kvaran, e:i séra Jóhann Bjarnason neitar. Eins og kunnugt er, eru báðir þess- ir menn ágætlega rökfimir, og ætti monnum að veröa, ekki aðeins skemt- un, heldur og hin mesta nytsemi, að hlusta á þá rökræða þetta einkar þýðingaspiikla *spursmál. Yfirleitt\má víst fullyrða, að fólk hér geri sér mjög rangar og #öfga- ful'Iar hugmyndir um sálarrannsókn- ir, og gæti þessi kappræða ef til vill orðið einhverjum hleypidómi að fótakefli, eða stuðningur að ein- hverju leyti leit manna eftir sapnleik- anum, en eg geri ráð fyrir að hans séu allir að leita. Valdi Jóhanncsson. * Ur bænum. Á föstudaginn var komu þau hjón- in Einar H. Kvaran skáld, og frú Gíslina, aftur hngað til borgar- innar, úr langferðalaginu til Kyrra- hafsstrandarinnar. Mr. Kvaran fór héðan 7. júní , til Markerville, en þangað var frú Gíslína komin á und- an, til systur sinnar, frú Þóru Sveins son, —sem gift er Jóni bónda Sveins- syni. Dvaldi Mr. Kvaran þar um hálfan mánuð og hélt fyrirlestur þar. Þaðan fóru þau hjón vestur ti' Vancouver, og áfrant þaðan suður til Los Angeles, með litlum viðstöð- um í Blaine, Seattle og Portland. — Afskaplegur hiti var á leiðinni suð- ur. I Sacramentodalnum voru t. d. 114 stig í skugga. Til Los Angeles komu -Jwu hjón 28. júní, og dvöldu þar og í San Diego næstu 10 daga. A báðum stöðum hélt Mr. Kvaran fyrirlestra, og var á tilraunafundum. Sérstaklega þótti honum fundurinn í San Diego merkilegur. Fundinn sátu uui 30 mannj, þar af nokkrir íslend- ir.gar. Fjöldi radda heyrðist þar í lofti, utan um miðilinn, sem ekki var í sambandsástandi (trance). Var af þessum röddum talað við flesta fundarmenn, .<etn sannfærðir Voru um að þar töluðu framliðnir ástvin- ir sínir. Fyrstu raddirnar, er létu til síii heyra, töluðu ómengaða íslenzku. Var það þvi eftirtektarverðara, sem miðillinn er amerísk kona, sem ekk- ert kann í íslenzku. — í Los Angeles vr.r það læknir, er til tilraunafund- a-ins stofnaði. Bauð hann fjölmenni, til þess að skýra fyrir þeim, hvernig lækna mætti geðveiki, er hann hygg- ur stafa af áhrifum frá öðrum heimi. Frá Los Angeles fóru þau hjón með strandbrautinni norður eftir. Stonzuðu ekki í San Francisco, en komu til Seattle 11. júlí. Þar flutti Mr. Kvaran 2 erindi daginn eftir. Fvrra erindið var -flutt á ensku, í félagsskap, er mjög nterkur maður, Dr. Austin, stendur fyrir. Siðara erindið var fyrirlestur, fluttur um kvöldið fyrir íslendingum. Daginn eftir var þeim hjónum haldið veglegt samsæti. í Blaine hélt Mr. Kvaran fyrirlestur 14.; á Point Robertsl5. og i Vancouver hinn 17. júlí. En 19. jiilí hélt kvenfélag Vancouver- Islendinga þeim hjónum mikið sam- sæti í húsi Mr. Árna Friðrikssonar. Markerville komu þau hjón aft- ur 21. júlí. Var þeim boðið til fagn aðar þar í félagshúsinu. í Wynyard hélt Mr. Kvaran fyrirlestur 25. júli, og annan fyrirlestur flutti hann þar f\rir kirkjuþ.gestum um þjóðkirkju íslands. í Leslie talaði hann 29. júlí. Og hér var harfii á Islendingadaginn 1. ágúst, sem kunnugt er. “Fanst vður nú vera mikill áhugi meðal Islendinga, sem þér mættuð, fyrir sálarrannsóknum ?” spurðum vér Mr. Kvaran. “Já, það fanst mér. Alstaðar þar sem eg kom, fanst mér eg verða var við vakandi áhuga meðal töluvert rrikils hluta manna. Og eg gat ekki atmað en glaðst af þvi, eins og þér getið skilið, að mér finst “Mjorgunn” hafa átt töluvert mikið erindi hér vestur til Islendinga. En annars fanst mér að öllu jöfnu, sem áhuginn fyrir þessum málum væri einna mestur í San Diego og Los Angeles, enda mun hreyfingin vera lengst komin þar syðra meðal almennings. Mr. Kvaran lítur mjög vel út, og þau hjón bæði, eftir þessa löngu og erfiðu ferð. Sennilega fara þau frá Montreal 4. september, á leið til ís- lmds. Svo nú fer að verða hver síð- astur fyrir Islendinga hér vestra að hlusta á það, sem hann hefir að segja, þessi snillingur í íslenzkri orðvisi og óþreytandi verkamaður í víngarði göfugra hugsjóna. Mr. Friðrik Sveinsson listmálarí fct vestur til Nepawa nýlega, til þess að vinna þar við málningar um tíma. Mr. og Mrs. P. K. Bjarnason frá Árborg fóru suður til Dakota nú um hdgina, og búast við að verða þar í nokkra daga. Mr. Jón Einarsson frá Glenavon, Sask., var hér staddur um helgina. — Hann og fjölskylda hans eru einu Islendingarnir, sem búsettir eru í grend við Glenavon. Mr. og Mrs. Árni Anderson frá Cavalier, N. D., komu hingað til bæjarins í fyrri viku ásamt tveim sonum sínum, til þess að sjá móður og systur Mr. Anderson, Mrs. M. Anderson og Mrs. A. H. Smith, að 48 Ellen St. Mrs. Anderson fór með syni sínum suður, og býst við að dvelja hjá honum um hríð, og hinum sonum sínum, Halldóri, Tryggva og Bjögrvin, er allir búa í nánd við Hensel. Fundur verður haldinn af kjósendum í Gimli kjördæmi, í samkomuhúsi VíðibygS- ar, laugardaffskvöldiff 27. ágúst, kl. 8, til að mynda Conservative flokks- samband í 19. kjördeild. N. K. BOYD, forseti Prov. Cons. Organization. ♦"♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^ Kappræðan mikla. Svo kalla eg kappræðu þá, er fyrir huguð hefir verið nú um alllangan t:ma, og aðeins, verið beðið eftir tækifæri að gæti orðið háð. Veit eg tii þess að margir hafa beðið óþreyju fullir eftir þeirri sennu. En nú hefir verið kveðið á urn daginn, þann 14. ágúst kl. 9l/i að kvöldinu, í samkomu húsl Víðibygðar. Að þetta sé í raun og veru svo, skilst þá er kapp- ræðuefnið er athugað. Það er ekkert afdankað, útslitið I Swedish American Line t ♦ t % HALIFAX eða NEW YORK Y Y E/S DROTTNINGHOLM TA"imcE/s STOCKHOLM T Cabin og þriðja Cabin loLANDS 2. og 3. Cabin i ÞRIÐJA CABIN $122.50 % ♦♦♦ KAUPIÐ FARBREF FRÁ NÆSTA UMBOÐSMANNI EÐA t SWEDISH AMERICAN LINE x t 470 MAIN STREET, T T t T T ± ± T ± ±

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.