Heimskringla


Heimskringla - 05.08.1925, Qupperneq 6

Heimskringla - 05.08.1925, Qupperneq 6
6. BLAÐSlÐA Híi'IMSKRINGLA WINNIPEG, 5. ÁGÚST, 1925. “T VlFARIN N”. Skáldsaga Eftir H. de Vere Stacpoole. Þýdd af J- Vigfússyni. Hann leit á blaðið og sá á fyrstu síðu sitt eigið nafn. Hann hafði aldrei áður séð það prentað, og í þetta fyrsta skifti svifti það hann lífinu. Greinin um hann var svona: “Þegar Inner Circle lestin kl. 11.30 í gær- Ttvöldi kom til Temple stöðvarinnar, sáu menn mann hoppa niður af stöðvarpallinum á spor- ið. Áður en stöðvarþjónamir gátu stöðvað hann, hafði þessi ógæfusami maður fleygt sér fyrir framan eimreiðina, sem samstundis drap hann. Sökum ýmissa skjala, sem fundust í vösum hins framliðna, er álitið að hann hafa heitið V. A. Jones og sé amerískur maður frá Philadelphia. Hér hefir hann dvalið á Savoy hóteli.” Jones stóð sem þrumu lostinn með blaðið í hendinni. Rochester hafði þá framið sjálfsmorð. Þetta var þá spaugið — þetta var hinn beiski kjarni þess. Meðan hann hagaði sér sem tryll- ingslegast kvöldið áður, hafði hann ^formað þetta. Eða máske að áformið hafi lifnað á sama augnabliki og þeir fundust fyrst. Hin algerða líking þeirra hefir blásið honum þetta í brjóst, og hann hefir ekki verið fær um að veita þessari töfrun mótstöðu. Svo hafði þessi örvilnaði gal- gopi, sem var orðinn leiður af að lifa, fengið sér ennþá eitt skemtilegt kvöld, og með tryllings- legum hlátri skilið við lífið, og látið annan mann í fatnað sinn; maður getur næstum sagt, í sitt eigið skinn. Jones sá nú og skildi orsök spaugsins. 6. KAPÍTULI. Fangaður. Hann sá líka fleira. Hann var algerlega lok- aður úti frá Savoy og ameríska konsúlnum. Og hann sá líka ennþá fleira; hann sá að það hafði verið alvarleg heimska að taka þátt í þessum leik; hann hefði strax átt að segja hr. Church alla sögu sína, í öllu falli áður en hann fór út. Hann hafði farið út í fatnaði Rochesters og leik- Jð hlutverk hans. Hann kreisti blaðið saman og kastaði því í sorpræsið, gekk svo inn á Charing Cross’ stöð- ina til að hugsa. Hann hafði borðað mat Rochesters, reykt einn af vindlum hans, tekið á móti priki hans og glófum. Hann hefði getað skýrt frá þessu með aðstoð Rochesters, en nú var hann dauður. Enginn vissi að Rochester var dauður, nema hann. Til þess að geta aftur orðið að Jones frá Philadelphia á Savoy, varð hann að geta sann- að að Rochester væri dáinn; hann varð að segja söguna um ofdrykkju sína og fá fólk til að trúa því að hann væri saklaust fórnardýr. Saklaust fórnardýr, sem farið hefði inn í annars manns hús, og látist vera eigandi og hús- bóndi á heimilinu, gengið út í fötum hans og með prikið hans, saklaus maður með óborgað- ann reikning á Savoy hótelinu. Hver ein og eiifasta manneskja mundi svara, að Rochester væri hin saklausa fórn. Hvers vegna voru bréf Jones í vösum Roch- esters? Þessari spurningu væri ógeðslegt að svara ruglaðri réttvísi og lögreglu. Og hvernig hafði Jones getað, þessi allslausi ameríski maður — það myndu þeir kalla hann — fengið Rochester til að senda sig til Carlton House Terrace? Og fyrir þessari réttvísi, þar sem hann sá sjálfan sig á glæpamannabekknum, mundi hann verða að mæta mörgum fleiri kveljandi spurn- ingum, og hann myndi að gagnslausu reyna að skýra hið óskiljanlega. Líkinguna gæti hann aldrei notað til að hreinsa sjálfan sig með; hún myndi gera leyndar málið enn dularfyllra, allan viðburðinn ennþá ósennilegri. Og í rauninni yrði þá ekki mikið eft ir af líkingunni um það leyti; þá yrðu menn að snúa sér að Ijósmyndum. Þannig sat Jones á Chraing Cross stöðinni og braut heilann; á meðan hann lét hugsanir sínar fljúga þessar draumóraleiðir, þjáðist hann álvalt af hinum kalda sannleika, að í allri Lon- don væru aðeins einar dyr opnar fyrir hann: Dyrnar að Carlton House Terrace, 10 A. Fyrst að honum var ómögulegt að snúa aft- ur til Savoy, átti hann ekki annað eftir í heimin- um en fötin sem hann var í, og prikið, sem hann hélt á í hendinni. Klæddur sem lávarður, var hann fátækari en nokkur flökkumaður, og það af þeirri einu ástæðu, að hann í þessum aðals- mannsfötum gat ekki betlað, og heldur ekki leit- að að daglaunavinnu, sem annars hefði verið eina athvárfið hans, eins og kringumstæðumar voru nú. Hefði hann aðeins haft nægan tíma, þá hefði hann með sinni viðskiftaþekkingu fengið sá að honum skjátlaði. Jones gat ekki varið sig á þenna hátt. Ef hann kæmi upp um sig frammi fyrir einum þjónanna, þá gat hann ekki drepiö hann. stöðu á skrifstofu eða við verzlun — en af tíma hafi hann minst af öllu. Nú sagði magi hans honum, að hann yrði að fá sér miðdegisverð. Þetta var glögg bending um, hve lítinn tíma hann hafði til cinna umráða. Jones gat hugsað rökrétt. Hann sá það glögt, að hann hafði um tvent að velja, annaðhvort að fara sem Jones til Savoy og segja þar sögu sína, og fá svo mat og húsnæði á lögreglustöðinni, eða að fara sem Rochester til Carlton House Terrace 10 A, og fá nfat og húsnæði þar. Hvorttveggja þetta var viðbjóðslegt; en ef hann ætlaði að velja fyrri leiðina, þá var fanga- vistin sjálfsögð og sneypan óumflýjanleg. Veldi hann aftur á móti hina leiðina, gæti hann máske haldið leiknum áfram, þangað til honum hepn- aðist að strjúka. Hann valdi síðari leiðina. Þjónninn hafði álitið hann vera Rochester og engan efa sýnt; það hafði líka fuglahræðan með fjaðrakragan gert. Og hvers vegna átti hann þá ekki að halda áfram að vera Rochester um stund; já; alla æf- ina ef til vill? Jafn hnugginn og ringlaður og hann var, gat hann þó ekki varist brosi. En sú kímni! Lifa og (J^yja eins og Rochester lávarður, sem einn af ensku höfðingjunum, heyra orðið lávarður alla daga, vera aðstoðaður af mörgum þjónum og vera lijálpað í nærfötin á hverjum morgni. Þessi ósennilega hugmynd, meiningarsnauð- ari en nokkur draumur, hvíldi þó á öruggum grundvelli. Hann hafði orðið þess var þenna morgun, og ef ekkert kraftaverk ætti sér stað, myndi það halda þannig áfram, að minsta kosti marga daga ennþá. En til allrar hamingju — eða óhamingju — fyrir hann sjálfan, var Jones athafnamaður, laus við alla draumóra. Hann sneri sér að raunhæfu spurningunni. Var hann fær um að fylla þessa stöðu? Varð hann að vita meira um hana? Hann stóð upp, gekk inn á Charing Cross stöðvar liótelið og fékk lánaða “Hver er hver”. Hann fletti blöðunum unz hann kom að R. Hér var maðurinn. “Rochester, 21. greifi af (gerður að aðals- manni 1431), Arthur Coningsby Delamere; baron Coningsby of Wilton, fyrverandi lautinant í kúlnabyssuherdeildinni. Giftur Terésa, annari dóttur Sir Peter Masons barons.. Fjölsnilling- urinn Heidelberg, eigandi 21,000 ekra. Heimili Carlton House Terrace 10 A. Rochester Court, Rochester Hatch, Colmy, Wilts. Gildaskáli, eldri konservatívi þjóðarfimleika gildaskáli, Pelican. Þetta var aðeins lítill hluti upplýsinga þeirra er bókin gaf um Rochester, Arthur Coningsby Delamere, hinn síðasti hnignandi ættingi þess kynstofns, sem á löngu liðnum tímum var nafn- kunnur fyrir völd sín, eyðslusemi og glæpalund- erni. Ef Jones hefði getað rakið ætt sína, þá hefði hann ef til vill meðal kvenanna fundið hina eðlilegu orsök til líkingarinnar við Rochester, Arthur Coningsby Delamere. En þetta er aðeins getgáta, og Jones gerði sér enga slíka spurningu. Hann lokaði bókinni, þakkaði fvrir lánið og fór út. Og nú, þegar hann var búinn að áforma þetta vaknaði kepnin í huga hans. Með öðrum orð- um, hann fann til sama kæruleysisins og her- maðurinn, sem gengur út í bardagann. Og hann hefir að líkiný'am þurft að hervæða sig með þessu kæruleysi um endalokin. Stanley á landa merkjum hinnar dimmustu Afríku, Scott á rönd- inni af Beardmore jöklinum, var staddur í dá- litlum vandræðum líkt og Jones. Hann -hafði fyrir framan sig þær vestlægu suðvestlægu deild ir í London, fullar af þar fæddum og uppvöxnum mönnum með flókahatta, deyfðarlegar og fals- litaðar kvenpersónur. Ættkvíslir með sín að erfðum tekin ættarlög, með sín brögð, sem hann grunaði ekki, með sína hleypidóma, siðvenjur j • og skurðgoðadýrkun. Og inn í þetta dimma, leyndardómsfulla og hættulega land, ráifaði hann ekki eins og landkönnunarmaður, búinn út með glerperlur og biblíur, heldur klæddur eins og inn fæddur, já, eins og höfðingi. Staða Burtons, þegar hann klæddur eins og Múhameðstrúarmaður fór til Mekka, var mjög auðveld í samanburði við stöðu Jones nú. Bur- ton kunni helgisiðina. Honum skjátlaði að sönnu einu sinni, en þá gat hann drepið manninn, sem En á þessu augnabliki hugsaði hann ekki um ^ hættuna sem yfir honum vofði; hann hugsaði að eins um miðdegisverð sinn. Fyrst hann varð að leika lávarð um stund, þá ætlaði hann að taka alt sem hann vildi helzt, sem laun. En það leit | út fyrir að hann í þessari nýju og markverðu stöðu, gæti ekki fundið neitt, sem hann vildi, án þess að verða að taka eitthvað, sem hann ekki vildi. Hann vildi fá hádegisverð, en hann vildi síður fara aftur til Carlton House Terrace — að minsta kosti ekki strax. Þjónarnir — aðeins hugsunin um þá gerði hann graman í skapi; já.! hann var blátt áfram hræddur við þá. Þessij hræðsla var hvorki líkamleg eða siðferðileg, hún j líktist heldur hræðslu kvenna við mýs, eða hræðslu hins framliðna Roberts lávarðar við ketti. Hinn hátíðlegi Church, hinn rápandi þjónn, hinir stóru, fótleggjadigru þjónar, voru ef til vill af þeirri ætt, sem á liðnum tímum hefðuj gert út af við Jones, annaðhvort drepið hann með leiðindum, eða lamið úr honum lífið með bar- eflum; en það hafði litla þýðingu, að minsta kosti var viðbjóðurinn nú til staðar, og hann var mik- ill. — Á horninu á Northumberland Avenue datt honum nokkuð í hug. Rochester var meðlimur margra gildaskála — hvers vegna ekki að heim- sækja einhvern þeirra og fá lánaðan hádegis- verð? Það gæti um stund frelsað hann frá þeim dyrum, sem forlögin-drógu hann að, og auk þess gæti hann máske komist eftir einu og öðru um sjálfan sig og stöðu sína. Þetta var ekki hættu- | legt, þeir mundu naumast efast um tign hans | þar, fyrst enginn efaðist um hana heima. Hann ! mundi nöfnin á tveimur af gildaskálum Rochest- j ers eða klúbbum — Pelican o*g eldri Conserva- j tíva. Síðara nafnið var aðgengilegra; á þeim j stað mundu menn ekki ráðast á hann, klappa á ' herðar hans og neyða hann til að taka þátt í j meiningarlausu samtali. Öann valdi þenna klúbb, spurði lögregluþjón ! um leiðina og fór svo áf stað til Pall Mall, þar j fékk hann annan lögregluþjón til að benda sér | á húsið, sem hann leitaði að. Það stóð hinumegin við götuna, bygt úr grá- j um steini, en gaf samt vonir um skraut og þæg- indi inni. Söguleg bygging. Disraeli hafði gengið ofan þessar tröppur, og hinn mikli Salisbury lávarð- ur upp tröppurnar. Til þess að mega koma inn í þetta hús, þurfti maður að vera af þeirri ætt, sem áður tilheyrði húsinu. < Hinir útvöldu þurftu að bíða í 21 ár áður en þeir fengu að koma inn, og margir þeirra féllu fyrir svörtum kúlum á leiðinni. Victor Jones gekk yfir götuna og upp tröpp- urnar. 7. KAPÍTULI. Miðdegisverðurinn. Fyrstu vikuna, sem hann var í Lundúnum, hafði hann einu sinni neytt miðdegisverðar með manni, sem hann þekti af tilviljun, í Constitut- ional, svo hann þekti dálítið til þessara ensku klúbba; en samt varð hann alveg hissa á þess- ari stóru forstofu hússins. En það leit út fyrir að þjónamir þektu hann, og auk þess sagði hann við sjálfan sig, að hverf- ulleiki væri einn af verstu göllum mannanna; hann gekk þess vegna rólegur gegnum forstof- una á eftir nokkrum mönnum upp stigann, að dyrum á neðsta lofti. Gegnum glerið á hurðinni sá hann, að mið- degisverðarsalurinn var þar; og þegar hann var vissi um þetta, fór hann ofan stigann aftur; og nú var hann svo heppinn, að sjá sköllóttan mann án frakka og priks, koma eftir gangi nokkrum, sem á þenna hátt sýndi honum hvar fataklefinn var. Þar gat hann þvegið sér um hendurnar og burstað hárið, og spegillinn sagði honum, að hann væri í útliti eins og óaðfinannlegur kon- servatívi. Sém alþýðuvinur og sterkur lýðvalds- sinni, hefði hann máske átt að finna til sviða í pólitísku samvizkunni, hér í þessu býflugnabúri höfðingjanna, og gömlu, stokkfreðnu afturhaldi. En öll jarðnesk pólitík, allar félagslegar kenn- ingar, rökfræði og innblástur, var honum nú ekki meira virði en íbúum hins dimma hnattar, sem veltur í kringum Sirius. Þegar hann kom út úr fataklefanum, mætti hann manni, sem var á leið þangað inn, og heilsaði honum styttingslega. Hann þekti manninn, hann hafði séð mynd hans bæði í amerískumog enskum blöðum. Þetta var foringi andvígisflokks hans hátignar, kon- ungsins, býflugnadrotningin í þessu búri, þar sem hann ætlaði að neyta miðdegisverðar. Bý- flugnadrotning þessi var alls ekki vingjarnleg á svip, og hvernig mundu þá starfs- og karlflug- urnar taka á móti honum? Svo leit hann aftur inn um hurðarrúðuna. Salurinn var troðfullur. Honum sýndist að innar í salnum stæðu nokkur borð, og þrír eða fjórir menn við hvert þeirra. Menn með konservatívasvip og á*V efa flestir lávarðar. Það var of seint að snúa við, án þess að raska sjálfsvirðingu sinni og sjálfstrausti. Fyrir fram- an han lá þetta kalda bað, og það var gágnslaust að dýfa aðeins tánni niður í það. Hann opnaði dyrnar og gekk inn, sprangaði á milli borðanna og leit á andlit borðsgestanna. í slíkum leik er sá sem situr, ósegjanlega betur staddur en sá sem stendur. Einn eða- tveir mættu augnatilliti nýja gestsins, og heils- uðu i eins og sitjandi Englendingur er vanur að heilsa, kímnislega yfirlætislega; sumir sneru sér frá honum, aðrir kinkuðu — afar kuldalega, sýndist Jones. Og eins og loðsíldin vísar hákarl- inum leið til fengsins, kom nú skutilsveinn og leiddi hann auðu borði; þar settist hann og leit á matseðilinn, sem þjónninn rétti honum. Hann bað um heilagfiski, salat og jarðberja- ís. Þetta var auðveldast að fá. Matseðillinn hafði að öðru leyti alls engin á- hrif á hann. Hann hafði rutt sér braut í gegnum brezku höfðingjaraðirnar — það var nú sama og ekk- ert Hann sat við tjaldstaðarbálið þeirra, og neytti matar ásamt þeim, og þeir voru allir ó- vingjarnlegir við hann — þetta var alt. Hann skildi andlitsdrættiria. Hann fann að þessir menn voru honum andstæðir; það er að segja, ekki honum Jones, en honum — Roc- hester, Arthur Coningsby Delamere, 21. greifa af Rochester. En það undarlegasta var, að hann fann það. Hvaða þýðingu hafði það, að þessir menn litu kuldalega á annan mann. En það hafði nokkra þýðingu fyrir hann, máske meiri þýðingu en fyr- ir hinn. Er sálin svo þröngsýn og blind, að hún getur ekki gert mismun á veruleikanum og yfir- skininu, ekki séð að móðgun gegn tvífara eins manns, er ekki móðgun gegn honum sjólfum? Nei, svo illa stödd er sálin ekki, en samt fanst sál Jones sér mikið misboðið með kuldanum gegn Rochester. En nú var honum rétt skrá yfir víntegundir klúbbsins, sem er mjög alvarlegt skjal, ef maður á að dæma eftir svip þeirra manna, sem sökkva sér niður í að lesa það. Þetta er sannarlega Gotha-almanak yfir öll vín. Hér eru gömlu konungarnir meðal vínanna, hér eru furstar og allir höfðingjarnir. En ólíkt því, sem er í Gotha-almanakinu, standa hér nöfn ýmsra almúgamanna. Jones leit áhugalaus á skrána. Hann hafði fengið óbeit á vínanda. “Látið þér mig fá sódavatn,” sagði hann. Heilagfiskurinn var ágætur. Ekkert gat rask- að þessari staðileynd. Meðan Jones át, Jeit hann í kringum sig, og þegar hann sá að enginn leit til hans, varð honum smátt og smátt skap- 'léttara. Óþægindin yfirgúfu hann. Og hann fór að athuga mennina í kringum sig. Honum fanst auðveldara að ákveða um gáfur þeirra en metorð. Hann furðaði á því, að það var sérstök ó- geðsleg líking á milli þessara manna, og það var ættarsvipurinn sem gerði hana ógeðslega. Eins og menn líkjast konum sínum smátt og smátt, eins líkjast þeir líka stéttarbræðrum sín- um. Borðsveinar líkjast borðsveinum; hesta- sveinar hestasveinum; lögmenn lögmönnum, stjórnfræðingar stjórnfræðingum. Það hefir jafnan verið bent á það, að jarðeigendur líkist jarðeigendum með tím^num, alveg eins og stór- bokkar líkjast stórbokkum, og höfðingjar höfð- ingjum. Algeng frumhugsun lagar andlitin eftir sinni líkingu, og algengur skortur á hugsjónum leyfir ytri kríngumstæðum að framkvæma eftir- líkinguna. Fyrst að hinir ensku konservatívu stjórnmála menn af æðri stéttum, hafa orðið fyrir hinum sömu ytri áhrifum, þá hafa þeir máfeke sérstaka líkingu í svipnum. Byltingagjarnir stjórnmála- menn laga sig þar á móti eftir algengri hugsjón — vondri hugsjón, en samt hugsjón. En um þetta hugsaði Jones ekki, hann tók aðeins eftir því, að allir þessir menn tilheyrðu sömu stétt, og hann fann, að ekki aðeins hann var útilokaður frá þessari stétt, en að Rochester hefði líka fundið sig útilokaðann. Þetta gat upplýst af hverju tryllingsleg fram- koma Rochesters stafaði, og hans uppátæki voru svo stjórnlaus, eins og stúlkan með fjaðra- kragan hafði bent á. Óhemjuskapur hjá apa, sem var neyddur til að lifa meðal geita, halda sér fast við hom þeirra, toga í hala þeirra og fram- kvæma alla þá hrekki, sem apaketti dettur í hug meðal geita. Eitthvað þessu líkt hugsaði Jones, og byrj- aði svo að borða jarðarberjaísinn. En hann hætti aftur. í fyrsta skifti síðan hann hafði les- ið hina örlagaþrungnu nýung, datt honum í hug þessi úrslitaspurning: Hjvers vegna fyrirfór Rochester sér? Hann lagði skeiðina á borðið og starði framundan sér, hann gleymdi hvar hann var og mönnunum í kringum sig. “Hvers vegna fyrirfór hann sér?” Það var spurningin. Hann gat ekkert svar fundið við henni. Vanalega drepa menn sig ekki þó þeir séu sérlyndir, eða af því að þeir hafi eytt öllum peningum sínum, eða þó þeir mæti tvífara sínum og langi til að gera honum grikk. Jafn spaug- samur maður og Rochester fórnar ekki jafn- • miklu fyrir spaug. Auðvitað hafði ekki Rochest- er gert neitt, sem hrakti hann frá þessu góða félagi. Það hefir máfeke verið tekið kuldalega á móti honum í klúbbnum hans, en honum þó verið/veitt móttaka. Hafði hann'gert nokkuð, sem maður vissi ekki um, nokkuð, sem komið gæti í Ijós á hverju augnabliki og gert hann burt- rækan. Alt í einu vaknaði Jones frá þessum heila- brotum. Einn af borðþjónunum fór burt með það sem eftir var af ísnum hans. “Halló!” hrópaði Jones, “hvað ert þú að gera? % komdu aftur með ísinn.” Rödd hans endurómaði í salnum, gestirnir sneru sér við og litu til hans. Hann blótaði með sjálfum sér yfir ísnum og þjóninum, sem tók liann frá honum, át það sem eftir var og stóð svo upp til að fara. Það var auðveldara að fara en verið hafði að koma, margir aðrir fóru líka, og í troðningnum áleit hann sig óhultari. Niðri varð honum litið inn í herbergi í gegn- um hurðarrúðuna, og sá þar myndarlega menn sitjandi og reykjandi í stórum og þægileguni hægindastólum. Þeir reyktu vindla og teygðu úr fótunum fram á gólfið, að líkindum spjallandi um stjórnmál. Hann langaði sjálfan til að reykja, en ekki þarna inni. Framh.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.