Heimskringla - 12.08.1925, Síða 1

Heimskringla - 12.08.1925, Síða 1
VEHÐLAUN GEFIN FYRIR COUPONS OG UMBÚÐIR ROYAt, CROWN — SenditS eftir vertilista til — ROYAL CROWN SOAP LTD.f 654 Main Street Winnipeg. VERfiL.U'N GBFIN FVRIR COUPONS OG UMBCÐIR ROYAK CROWN — Sendið eftir vert51ista til — ROYAL CROWN SOAP LTD. 654 Main Street Winnipeg. * XXXIX. Á|tGANGUR. WmNIPBG, MANITOBA, MIBYIKUDAGINN 12. ÁGÚST, 1925. NÚMER 46 Canada «»&£*»*«, ClTy. ForsætisráSherra Islands, Jón Magnússon, hefir sent símskeyti til Mr. Einars H. Kvaran, þess efnis a8 liiöja hann aö mæta fyrir hönd ís- lenzkra stjórnarvalda á 50 ára land- námshátíð Islendinga í Vestur-Can- ada, og bera þar fram kveöjur og heillaóskir Islendinga og stjórnar- innar á Islandi. Samkvæmt simskeyti frá St. John, fóru kosningarnar í líew Brunswick þannig, aö conservatívar unnu mik- ínn sigur, hreptu 37 þingsæti af 48. Ellefu kjördæmi kusu liberala. Eng- ínn bændaflokksmaöur náði konsingu. Forsætisráöherrann, dr. Veniot náði J>ó kosningu aftur. Er búist viö aö hann muni fara frá að liönum hálf- ■um mánuöi og leggja stjórnartaum- ana í hendur Hon. J. *B. M. Baxter, foringja conservatíva. Áöur héldu liberalar 29 þingsætum, conservatív- ar 12, en bændaflokkurinn 7. Þótt liberalar biðu þenna ósigur viö fylk'skosningar, er ekki búist við aö það muni hafa mikil áhrif á þaö, hvort Kingstjórnin gengur til sam- bandskosninga í haust. Af þeim 11 sætum sem New Brunswick hefir í neöri málstofunni í Ottawa, halda liberalar aðeins 4. Svo King hefir ekki miklu aö tapa, hvort sem er. Elestir ráðherrarnir eru í burtu frá Ottawa sem stendur, en helzt berast fregnir þaðan í þá átt, aö til kosn- ínga muni gengiS^i haust, og þá senni lega síðast í október eða fyrst í nóvember. G0Ð0RÐ EIRÍKS. I hart hefir ^legið með borgar- stjóranum hér í Winnipeg, Webb, og Stewart innanrikisráöherra. Borgarstjórinn sendi ráðherran- um símskeytj, er birtist í^blöðunum, og kvartar yfir því,- aö hann hafi gengið á bal? oröa sinna, um samn- ingana við Backus og Seaman. Kveð ur hann ráðherrann í votta viðurvist hafa lofað sér því, aö Backus og Sea- man skyldu fá á leigu skóglendi þaö er þeir vilja nota til pappírsgerðar, án þess aö uppboð yrði haldið á því, og skyldu skilmálarnir vera hinir sömu og þeir er Spanish River fé- lagið hefði fengið. En eins og kunn ugt er, var afráðið að halda opinbert i*ppboð í haust á þessu skóglendi, er B. og S. sækja um, þegar innanríkis- ráðherrann kom austur aftur héðan frá Winnipeg. En borgarstjórinn er svo berorður i þessu skeyti, að furðu gegnir. Dregur hann enga dul á það, að ráðherrann hafi hreint og beint svikið gefin loforð, er aust- ur kom. — Ráðherrann svaraði um hæl á mánudag, og er hinn reiðasti. Kveðst hann engin loforð hafa gef- ið borgarstjóranum, né neinum öðr- um, önnur en þau að láta ráðuneyt- ið alt skera úr þvi, hvort skóglendið skyldi leigt án uppboðs eða eigi. — Kveður hann þarflaust fyrir borgar- stjórann að senda sér slík skeyti framvegis, því hann muni ekki svara þeim. Þú hnepptist í bönd fyrir blinduðum heimi. Enn bælir þig helþögn, svo jörðin þér gleymi, skautfold, með glitljósa gull yfir hvarmi, sem grófst vorar hetjur í nafnlausar moldir. En réttlætið vakir, með reiddum armi. í refsandi guðsdóm er skráð htað þú þoldir. Og þjóðimar blikna af blöskrun og iðrun, við blóðlausa oksins myrðandi niðrun. — Kúgun og prang undir konunganöfnum; kristnandi hræsni með í»ór yfir stöfnum; þar vísindin leppuðu landþjófsins dáðir, á lágmörkum glæpa og jarðneskrar eymdar; þar guðsmynd var tröðkuð og þrælar þjáðir, en þrumur af dómsorðum himnanna geymdar! — Nú stíga þeir fram hinir mannsk^mdu, myrtu, sem mangarinn færði dauða úr skyrtu. — Ytst undir stjörnu reis okrarans veldi. Auramir guldu þar hundraða feldi. En fólkið varð bleikt undir blóðdrukknum yglum. Á búðherrans vörum var frelsarans kenning. % Krossfáninn skein þar á krambust og siglum — því kynglöp hans frömdu jafnt trúboð og menn- ing. Við “lokuðu hurðina” landnemans iðja stóð letruð í þýsvipi hórfæddfa niðja. Hans herfang var auðsveipt hjá stútum og staup- um; stærðist þar svíðingsins hirð yfir kaupum. Blending, í skjóli skrælingjasvipsins, hann skríða lét jarðholur daga og nætur. Og seilst var til húðfatsins, síðasta gripsins, er sveltandi, skjálfandi auminginn lætur. En blóðsuguflíkin, sú flekkaða rýja, flökti á valköstum hordauðra þýja. , í Skrælingjans helvíti lífi var lifað, sem lýsir ei tunga, né hönd getur skrifað. Konan var réttlaus í kauparans ríki. Ef kven þótti frítt, var hún hremmd undir skál- um. Ein sagan flaug utan — af svolitlu ,líki, í svefnrúmi dómvalds í hjálandsins málum. — 1 glæpsamri hönd eyddist Grænlands auður. 1 goðorði Eiríks var rétturinn dauður. Siðmönnuð veröld! Er tíminn ei talinn, er troða skal þjófsporum íslenska salinn? Hin göfgasta norræna dáð skal ei dulin, né deyr hennar frægð í Vínlandi góða — þótt ieiði og bein væru í ljúgþögn hulin, að lýðmorðið kallaði ei dómstefnu þjóða. Nær heyrðist slík smán undir himnanna þaki? — Hungurböðullinn sleppti ei taki. En hví ákyldu þjóðir oss friða og frelsa, ef Frón lætur ættlerans þýlund sig helsa. Skal minning vors forna frama ei hefja og fylkja oss saman um rétt vorrar móður. Mun ísland nú krjúpa og ölmusu krefja af arfinum dýra, á leiði vors bróður? Sá betlar um áþján, sem rétt sinn ei rækir, en rangheimtur fyrir andstæðing sækir. Kotungar einir, í konungalíki, kúguðu af ótta sín hrynjandi ríki. Svo nam hann sér þegnlönd, Norðursins Júði, níðráður, smásýnn og falur við gjaldi. En nýbyggja dáðirnar dvergsálin flúði. Á dysjum og rústum hélt pappírinn valdi. Og kúfurinn fyltist á sölsara sjóðL Svívirðing hnattarins þvóst ekki í blóði. — Volduga Bretland, vor vörn og vor granni, vak yfir Norðursins óðali og manni. Spekin, sem hafinu og himninum stjórnar,. hlóð okkar sævígi, friðhelg, við veginn. Og stofnríki mannrétts og frelsandi fórnar, Fylkjaland, dáð vor varð heiður þinn eiginn. — Þá alþjóð skal dæma hve öll er vor saga, af Austri og Vestri styðst mál vort til laga. -----Hve ljómar af Jöklajörð, undir vestur. Jötuninn Hvítserkur gnæfir þar mestur. En steinaldar takið starandi bendir: “Svo stefndi á Sundinu keipurinn forni”. Náttstaður Sunnu og Útheima endir var unÖrun alls mannkyns, frá tímanna morgni. Og máttug skal frægð hinnar sönnu sagnar um Söleyjar menn — þar er Landnáma þagnar. • Norræni andinn er nútímans veldi — * en nafnhvinnsins öld sekkur bölvuð að kveldi. Hann lagði á’ stórvirkin máttstola mundir; hann minnkaði og svelti löndin í fjötrum. En loks varð þó kothyggja kúgarans undir. Hann kraup fyrir sögunnar dómi, í tötrum — og hitti sig sjálfan, þar sunnar dregur. Já, suður, ei út, liggur kramarans vegur. Finnst ósnortin taug í íslensku hjarta um örlög þín, harmaland, mikla og bjarta? Af nornanna þráðum er eining vor ofin; með oss skaltu, frændhauður, dvelja í lögum. Að skertum þeim hlut er vor heimsfriðun rofin og hafbryggjan norræna, mikla, úr sögum. Nei. Eyjalög skína í rísandi roða — þar ríkja skal námjiugi íslenskra goða. Einar Benediktsson* Verkfallið í Nova Scotia er á enda, Eftir aö kolanemar höföu samþykt með atkvæSagreiSslu, aS ganga aS samningsuppkasti stjórnarinnar, sím- aSi stjórnin þau úrslit til Roy Wol- vin, framkvæmdastjóra “Besco’’. Sím aSi hann þá um hæl, aS “Besco’’ gengi aS samningunum, “einungis til þess aS firra fylkiS meiri óhöppum en orSin væru, og fyrir fortölur ySar’ (ráSherrans). — Rhodes forsætisráS- herra hefir lýst því yfir, aS þetta sé aSeins til bráSabirgSa, því kolamál- iS sé langt frá því aS vera á enda kljáS. Ætlar hann sér aS vinda bráS- an bug aS því aS skipa neftfd, er rannsaki ítarlega ástandiS í námun- um og geri um þaS einhverjar til- lögur, er aS gagni megi koma. E. W. Backus hefir fariS fram á þa SviS stjórnina, aS hún greiSi sér $250,000, sem hann telur sig hafa skaSast á Norman stíflugarSinum. Ekki er fullvistí um, hvort þetta á aS skoSast sem krafa á hendur stjórnarinnar, eSa sem beiSni. — Stjórnin samþykti á sínum tíma aS borga Mr. Backus $800,000 fyrir aS hlaSa Norrnan jtíflugarSinn, viöt Kenora. Afskapleg-ir skógareldar hafa geis- aS í British Columbia nú undanfar- iS. Var símaS frá Nelson á laugar- daginn, aS sumir bændur í Vestur- Kootenay héraSinu væru farnir aS flýja af jörSum sínum af ótta viS aS verSa inniluktir af eldinum, og Castlegar þorpiS sé í voSa. Ff á Van- couver er símaö, aS um 100 ferhyrn- ingsmílur af skóglendi og gagnviSi séu komnar í kaldakol á noröurparti eyjarinnar. Nálægt Chote, sem er viS C. P. línuna, hafa brunniö um '100 ekrur, og álitiS aS eySilagst hafi um 3,000,000 teningsfet af gagnviS. Og víSa hefir brunniö annarsstaöar, Bracken forsætisráöherra hefir samkvæmt ráöleggingum, ákveöiö aö taka sér stundarhvild frá stjórnar- störfum. Fer hann til býlis þess, er hann á í nánd viö Saskatoon. Búist er viS aö hann muni hverfa aftur til starfa um 24. þ. m., en þá verSur fylkjaráSstefna haldin hér um erfSa- skatt. Frá Revelstoke er símaö í gær, aö afskaplegir skógareldar æSi yfir Frazerfljóts-dalinn. Hefir ekkL t hvítra manna minnum annar eins eldur komiö þar. Fjögra slökkvi- liösmanna er saknaö, og taliö víst aö þeir Hafi farist í eldinum. Ur bænum. Háskalegur eldur kom upp á Lund- ar, klukkan rúmlega 4 á föstudaginn síSdegis. Var þaö kassageröarverk- stæöi og ljósa- og orkustöö, er brann til kaldra kola á stuttri stundu. Eig- andinn, H. Sveinsson, var ekki heima er eldurinn kom upp, og vita menn ekki um orsakir. Olíustöö var þar og, en þangaö kopist eldurinn ekki, fyrir dugnaS bæjarmanna, sem bet- ur fór, því þá er ekki gott aS vita hvílikur skaöi heföi oröiS. Hús Stefáns SigurSssonar, er þar stóS nálægt, skemdist mjög af reyk og vatni. Voru húsgögn borin út, en til allrar hamingju tókst aö bjarga hús- inu. Hr. Gunnlaugpir Jónsson héöan úr Winnipeg, kom nýlega til bæjarins norSan frá Árborg, þar sem* hann hefir dvaliS um tíma. Hann kvað grassprettu framúrskarandi góöa þar nyröra. Miövikudaginn 5. ágúst voru þau Hafsteinn Jónásson og GuSrún Matt- hews, bæöi til heimilis i Winnipeg, gefin saman í hjónaband af séra Rúfiólfi Marteinssyni, aö 623 Sher- brooke St., heimili Mrs. Matthews, móöur brúöurinnar. Rausnarlegt samsæti var setið aö vígslunni lok- inni, og skemtu menn sér hiS bezta. Hieimili ungu Winnipeg. hjónanna veröur í Al- Til kaupenda Heimskringlu í Winnipeg. Hr. Bergsveinn M .Long, 620 verstone St., hefir tekiö aS sér inn- heimtu fyrir Hjeimskringlu hér í bæn um. Gerir hann ráö fyrir aS byrja umferS meSal kaupenda nú bráölega, og er það bæöi ósk og tilmæli útgef- enda viS kaupendur, aS þeir taki er- indum hans sem bezt, er hann ber að g*röi. Honum er gert léttara þetta verk meö því, aS hann þurfi ekki aS gera margar ferðir sömu erinda á sama staðinn, og blaðinu sýnd meiri vinsemd með þrí. Þessa er vonast aS áskrifendur minnist og leitist við aS gera honum sem greiöust skil. ð MeS vinsemd, ! The Viking Prcss, Ltd. Frá íslandi. Austurrískur óðalsbóndi. — MeS Gullfossi síöast kom austurrískur Is- landsvinur, óöblseigantdi Egger frá Kernthen í Steiermark hingaö í kynnisför. Ætlar hann aS ferSast hcr uni SuSurlandsundirlendi og BorgarfjörS til aö kynnast staðhátt- um og landbúnaði. — Hann er bezti vinur Jadens-hjóna. Gefa þau hon- um meSmæli sín hingaö til ýmissa kunningja sinna, og er þaö full sönn- un þess aS hér ber góðan gest aS gaiöi. "Einokunarverslun Dana á íslandi 1602—1787”, bók Jóns heitins ASils prófessors, á nú að þýöa á dönsku. Et þaS dansk-íslenzka /élagiö, er ætlar aö gefa bókina út, en kaup- mannafélagiS danska, sambandssjóS- urinn og dansk-íslenzka félagiS veita fé til útgáfunnar. FriSrik Ásmunds- son Brekkan rithöfundur sér um út- gáfuna. Sveinbjörn fíögnason frá Hvoli í Mýrdal hefir nýlega lokiö guSfræöis prófi viö Hafnarháskóla meS hárri 1. einkunn. Sveinbjörn las aöallega fræSi gamla testamentisins og í því sambandi gömlu málin. Hann hugs- ar sér aS dvelja i Þýzkalandi næsta áf til framhaldsnáms. (ísafold.) ----------x---------- Farmannsljóð. Jóns E. Bcrgmanns. ‘ Jón Bergmann er oröinn fyrir löugu þjóðkunnur lausavísnahöfund- ur, og þaS aS maklegleikum. Því margar vísur hans eru ágætar. Hahn e:* markviss í þeim oftast, getur sagt þaS, sem hann ætlar sér, án þess að sprengja þann þrönga stakk rims og forms, sem ferskeytlunni er skor- ir.n. En ætli Bergmann sér aS fara aö yrkja löng, lyrisk kvæði, mistekst honum oftast. KvæSiS verSur óþjált, formiö þunglamalegt og líkingarnar bera þess vott, aö höfundurinn leitar aö þeim. Þær falla honum ekki jafn- auöveldlega á tungu, og þegar hann fæst viS einstakar vísur, eða yrkir kvæði undir ferskeytlu-hætti. Dæmi þessa eru deginum ljósarí í “FarmannsljóSum” Bergmanns. — Fyrsta kvæöiS í bókinni, sem er fyr- irsagnarlaust, og má því ef til vill skoöa einskonar kjarna hinna kvæS- anna, byrjar óvenjulega þróttleysis- lega og busalega: “Hiefjum huga vorn ögn”. Því má ekki hefja hann meira en “ögn”. Er undarleg.t að j;, fr skáldskaparvanur maöur og Bergmann skuli hefja hvatningar- kvæöi svo máttlaust. Hann nær sér nokkuS þegar fram i sækir kvæSiö, en bætir þó aldrei fyrir þessa flat- neskju í byrjuninni. Ólikt betra er næsta kvæöi, sem Sigvaldi Kaldalóns hefir gert lag viö. Þai er Bergman naö yrkja um efni, sem hann þekkir, hefir lifaS meS í; þar veröur því ekkert tómt eöa mátt- laust i frásögpiinni. En óviðkunnan* legt er þó aS sjá þessa hendingu: “Stórt skal unniS eða tapaS”. En þegar kemur aftur í ferskeytl- urnar, lausavísurnar, þá fer aö verða ann^r svipur og meiri yfir bókinni. I “Siglingavísum” er t. d. þessi snild at vísa: Stormur reiður stikar dröfn, stækka leiöar undur, þegar skeiðin skriða-jöfn skafla sneiöir sundur. Hér er mæltu máli, algengum orö- um komiS svo haganlega fyrir innan þiöngra takmarka hins dýra rims, að hvergi haggast venjuleg oröaröS ó- bundins máls. ÞaS yrði vitanlega oflangt mál aS telja allar góðu vísurnar í “Farmanns ljóöum”. En ekki má sleppa þessari: Dagur háum fjöllum frá fegurS stráir heiminn, fagurgljáum flíkum á fer um bláan geiminn. Þá er þessi og ágæt: Meöan hýsir göfgan gest góðra dísa setur, , það, sem íslenzkt er og bezt aldrei frýs um vetur. Til stórrar óprýöi í bókinni er sá fjöldi ritvillna og vitlausra greinar- merkja, sem í henni er. Bergmann hefir tileinkaS “íslenzk- um sjómönnum kviSlinga þessa”. Er þaS réttmætt í alla staði. Höf. er gamall sjómaður, ann hafinu, og tekst ef til vill bezt, þegar hann læt- ur fjúka í kviSlingum um sjólíf og sxrojs. * J. B. —ísafold. x-

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.