Heimskringla - 12.08.1925, Blaðsíða 4

Heimskringla - 12.08.1925, Blaðsíða 4
4. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 1Z ÁGÚST, 1925. ffrtmskrittgla (StofnnV 188«) Kenar flt A hverjam mlflTlkadeffi EIGENDCRi VIKING PRESS, LTD. 853 oc 855 8ARGENT AVE., WINNIPEG. Tnlalml: N-6537 Ver5 blaísins or $3.00 árgangurlnn borj- lst fyrirfram. Allar borganir sendist THE YIKING PHE6S I/TD. SIGEÚS HALLDÓRS frá Höfnum Bitstjórl. JAKOB F. KRISTJÁNSSON, Ráðsmaður. Utnnáskrfft tll hlafÍNÍni: THE VIKING I’KESS, Utd., Rox 8105 Utanáskrlft tll rltntjáranfii: EDITOIt HEfMSKKINGLA, Box 8105 WINNIPEG, MAN. “Heimskringla ls pnblished by The Vlklna Pren Ltd. and prlnted by CITY PRINTING & PUBLISHING CO. 853-S55 Sarxent A re., Winnlpeff, Man. Telephone: N 6537 WINNIPEG, MAN., 12. ÁGÚST 1925. Á vegamótum í Dayton. Það er búið að dæma Scopes, kennara í Dayton, í sekt fyrir að hafa kent náttúru fræði, samkvæmt breytiþróunarkenning- unni. Fyrir að hafa kent börnunum sam- kvæmt því, sem allir fræðimenn um all- an heim, þeir sem um þessi efni h^fa hugsað, talað og ritað, hafa bezt og sann- ast vitað. i ósköpin öll hafa gengið á í Dayton, Tennessee, þar sem mál Scopes kom fyrir réttinn. Tveir frægustu málafærslu- menn Bandaríkjanna töluðu málli Scopes. Sverð og skjöldur djöflatrúarmanna, ó- fræðinga eða fundamentalista, sem alt er sama tóbakið, var Wjlliam Jennings Bryan, særingameistarinn silfurmynti. Mál þetta hefir komið a fstað voldugri flóðbylgju <ií undrun og gremju um allan siðaðan heim. Og hæst hefir sú bylgja gengið síðan að Scopes var dómfeldur. Ókvæðis fyrirlitningarorðum hefir rignt yfir Raulston dómara, er fann Scopes sekan, og yfir Bryan. Vér fáum ekki séð að dómarinn hefði getað öðruvísi dæmt. Þótt lögin séu frá- bærlega vitlaus og ranglát, þá ber dóm- urum að fara eftir þeim. Og samkvæmt hinum fáránlegu lögum Tennesseeríkis. mátti ekki koma inn í höfuð^ barna né unglinga ^nokkrum minsta skilningi um undirstöðuatriði vitneskjunnar um lifið sjálft. Scopes braut þessi lög, og vér sjá- um því ekki réttara, en að hann hlyti að dæmast sekur. Og þá er engin ástæða til þess að áfellast dómarann. Þótt hann kunni að vera innantómur af öðru en meira eða minna gáfulegum lagafyrir- mælum og þröngsýnn sem mest má verða, þá er það algert aukaatriði í þessu máli. Og að áfellast Bryan — jafnvel þótt hann væri á lífi — er gagnslítið og tæpast réttmætt. Ganga má að því vísu, að hon- um hafi verið þetta mál hjartfólgið, og að hann hafi barist af alefli samkvæmt sannfæringu sinni, og samkvæmt bezta viti, þekkingu og skilningi. Að vitið, þekk- ingin og skilningurinn varð ekki í þver-v pokum reitt, er annað mál. Það gerir enginn betur en hann getur. Og Mr. Brý- an var samkvæmt sínum gáfum, eldheit- ur talsmaður þeirrar kringilegu guðfræði og lífsskilnings, sem trúir því fastlega, að vísindi breytiþróunannnar sé heimskuleg og háskaleg villa. Að ómögulegt sé að samrýma hana við kenningar hiblíunnar. Að allar vísindalegar staðreyndir, sem koma í bága við hin og önnur æfintýri og staðhæfingarT' biblíunni, séu vopn og eiturskeyti í höndum Djöfulsins, á her- ferð hans gegn Guði. Þessir menn eru einlægir í trú sinni. Svo einlægir, að þeir vilja heldur að bömin þeirra læri aldrei stafrófið, en að þeim sé kent, að draga megi í efa eina einustu setningu úr biblíunni. Dómarinn dæmdi vafalaust rétt. Og Bryan þrumaði vafalaust af einlægni hjartans. Að því leyti hafa þeir báðir barist hinni góðu baráttu, eins og biblían segir. Hitt er annað mál, að það er hörmulegt að slík skrælingjalöggjöf skuli geta átt sér stað meðal hvítra manna, á 20. öld- inni eftir Krists burð. Hún er sorglegur mælikvarði á skynsemi og siðferði þeirra manna, sem stoltir eru af faðeminu. Og hvemig hlýtur ekki að vera ástatt ipeðal almennings í þessu ríki, og öðrum, sem líkt eru sinnuð, þegar “hinir vísu feður”, sjálfir löggjafarnir, eru á jafnlágu menn- ingarstigi. Þeir vita ekki hvað uppeldi og mentun er. Þeír trúa því, að ölj hugs- anleg menning sé innifalin í löngu feng- inni þekking. Lengra varð ekki komist en að læra setningar þeirrar þekkingar utan að, muna þær og um fram alt að trúa þeim, frá skóladyrunum og fram í grafarmyrkrið. Þessi trú á löngu skráðar setningar; margar löngu úr gildi gengnar; trúin á dauðan bókstafinn, á sér ákaflega djúp- ar rætur í amerískri menningu. Eins og áður er sagt, var Bryan aðeins mála- færslumaður þess trúarlega uppeldis, sem viðgengst í langflestum prestaskólum Bandaríkjanna; þessum skólum, er iemja hinar óskyldustu og fráleitustu kreddur inn í höfuð nemendanna. Sú mentun, er fjöldinn af þessum prestaskólum veitir, er í öllum aðalatriðum meira en heilli öld á eftir tímanum. Þeir hafa innrætt nemendum lotningu fyrir ýmsum “heil- ögum” athöfnum og setningum, sem al- veg sérstaklega þarf að háJrtoga, til þess að leggja þá meiningu í þær, sem hver sérstakur kredduskóli heimtar. Trúin á þessar mannasetningar hvers kreddu- flokks, á svo að vera sú þekking, sem leiðir ^átandann í allan sannleika og vísar honum og sauðum hans á hinn óskeikula veg til alsælunnar. Þessum skólum dett- ur ekki í hug að sníða kensluform sitt á nokkurn hátt í samræmi við þá hlutsæis- þekkingu, sem nákvæmustu verkfæri, vísindaiðkanir og sívaxandi hugsana- þroski hefir veitt mannkyninu. Þeir hreyta úr mylnu sinni hverri prestakyn- slóðinni á fætur annari, nákvæmlega jafn fávísri um lífið, sem ólgar umhvefis þær, og nákvæmlega jafndáleiddri af ímynd- Hðu töfravaldi sérstakra orða og setn- inga, eins og vesalings Mr. Bryan var í allri sinni einlægni. Af þessum orsökum höldum vér því fram, að hvorki Raulston dómari, né Bryan, né heldur löggjafarnir fáfróðu í Tennessee, séu þeir, sem hneykslisverð- ir séu, þegar gáð er dálítið undir yfirborð- ið, heldur kenningar og uppeldi presta- skólanna, sem hér ræðir um. En af þessu Dayton-máli ætti það að leiða, að Ameríkumenn fari að láta sér skiljast, að það uppeldi, sem flestir prestar nú fá hér í prestaskólunum, er alvarlegasti trösk- uldurinn á veginum til hugsanafrelsis og upplýsingar. Sem stendur, gerir það kirkjurnar óhæfar til þess að standa í þeirri stöðu, sem þeim ber fyrst og fremst: að halda áfram uppeldi fullorð- inna. Kirkjunum beh að halda andlegri þekkingu að mönnum á þann hátt, að þeim skiljist, að sú þekking sé ábyggi- legri og verðmætari en hin svokallaða veraldlega þekking. En tii þess verða prestarnir að hafa einhverja kunnáttu og skilning á veraldlegri þekkingu, eftir því sem hún breytist; hvernig sú þekking er fengin, og að hverju leyti hún starfar til gagns eða óhamirigju fyrir mannfélagið. En sá fróðleikur, er þessir prestaskól- ar yeita, veitir nemandanum enga slíka þekkingu. Sá fróðleikur er aðallega munnlegt orðagjálfur; játningabundinn, rannsóknatregur og úr samhengi við til- veruna. Samt sem áður hefir þeim haldist þetta menningarleysi uppi, og sú hégilja hefir einhvernveginn fengið að halda lífinu, að klerkastéttin sé á verði fyrir andlegum verðmætum Ameríku, af því að hún á að vera það. Menn hafa gengið að þessu sem vísu. En nú hijóta menn að vera vaknaðir úr þeim svíma. Ameríkumenn hljóta að fara að sjá, að afskiftaleysi dug ar ekki lengur. Nú er komið á vega- mót. Önnur leiðin er sú, að kirkjan haldi fast við bókstafstrúna. Haldi hún ein- iæglega við þá kenningu, þá hlýtur hún að berjast fyrir vægðarleysi við mótstöðu- menn, einskorðun og nauðungarlöggjöf. Hún má þá ekki leyfa neitt svigrúm fyr- ir kenningafrelsi, heldur berjast til úr- slita um það, hvort hún getur smámsam- an hnept alt mannkynið í þá kenningar- fjötra, eða hvort hún veslast upp af nær- ingarleysi í þeim bardaga. Hin leiðin liggur til samvinnu við vís- indin; við alla þekkingu; til óþreytandi rannsóknar allra verðmæta; til eilífrar sjálfsprófunar. U Icelandic Communitíes in America”. Svo hljóðar fyrirsögn á ritgerð um Is- lendinga í Vesturheimi, eftir Miss Thor- stínu Jackson, M. A., sem birtist í hinu merka Bandaríkja tímariti,, “The Journal of Social Forces”, eftir beiðni ritstjór- anna. Með fáum orðum skýrir Miss Jackson frá Vínlandsfundi Islendinga, og landnámi þeirra hinu nýja, er hófst fyrir rúmri hálfri öld. Því næst lýsir hún því lund- erni þjóðarinnar íslenzku, er henni virð- ist sérkennilegast, og hfefir sérstakleiga orð á heimilistrygð þeirra og framúrskar- andi gestrisni og hjálpfýsi við vegfarend- ur og gangandi. Tilfærir hún þar meðal annars ummæli Mr. Maclntyre, skólaum- sjónarmanns í Winnipeg, er telur gest- risni íslendinga alveg dæmalausa, enda er sennilegt að engar Vesturlandaþjóðir hafi jafn-vel varðveitt þann dýra arf, sem ein- mitt íslendingar. Þvínæst gerir Miss Jackson í sem styztu máli grein fyrir hinni dæmalausu bók- mentastarfsemi Islendinga, frá dögum Edduritanna og fram á vora daga. Er það vel gert í svo stuttu máli. Telur hún þar næst upp fáeina íslenzka listamenn, og hefði sá kafli þó getað verið dálítið auðugri að nöfnum. Þvínæst er greinilegt yfirlit um land- nám íslendinga í hinum ýmsu bygðum: Minneota, Nýjá Islandi, Norður Dakota, Saskatchewan, Alberta og á Kyrrahafs- ströndinni. Mun í þann kafla vera dreg- in saman höfuðatriðin úr landnámssögu föður hennar, Þorleifs heitins Jackson, og mun ekki þurfa að draga í efa, að rétt sé frá skýrt. Fer Miss Jackson lofsam- legum orðum, og að maklegleikum, um fastheldni íslendinga við tungu sína og siði, jafnframt hæfileikum þeirra og vilja til að verða að nýtum borgurum í ame- rísku þjóðlífi. Telur hún reynsluna hafa sannað það, að hið öfluga félagslíf, er myndast hefir á meðal íslendinga um þeirra sérmál, hafi orðið þeim til bless- unar, þótt í fljótu bragði mætti svo viA5- ast, að það hefði getað orðið til þess að einangra þá um of. Hyggjum vér hana hafa rétt að mæla í þessu efni. Telur hún vissu fengna um það, að hlutfalls- lega hafi fleiri þjóðnýtir menn komið þaðan, er slíkur félagsskapur þefir verið öflugur, en úr þeim bygðarlögum, þar sem þjóðbræður ekki hafa getað tekið höndum saman ,sökum strjálbygðar. — Miss Jackson á skilið þakklæti íslend- inga, vestra og eystra, fyrir þessa ritgerð, og ekki síður fyrir það, hve skrumlaust hnn er skrifuð, og lýsingunuift á þjóð- kostum vorum stilt í sanngjarnt hóf. Hún hefir nú tekið sér fyrir hendur, að halda áfram, eða ljúka við hið mikla og þarfa verk föður síns, frásögn hans af land- námi Vestur-íslendinga. Hefir hún lagt á sig mikil útgjöld, eril og erfiði, og ættum vér íslendingar að veita henni fulla viðurkenningu fyrir það starf, þá er því er lokið; ekki eingöngu í orði, heldur og á borði. Landnámshátíðin. 50 ára landnámshátíðin á Gimli, laugardaginn 22. ágúst, er nú svo langt til undirbúin, aö full- yröa má aö gestir dagsins megi vel viö una, er þeir koma þangaö. Alt prógram dagsins fer fram í skemtigaröi bæjarins. Þar veröur ná- kvæm eftirlíking af því fyrsta húsi,. sem land- nemarnir bygöu er þeir stigu þar fyrst á land árið 1875, og með húsgögnum sem þar voru sett. Svo og eftirlíking af flatbotna döllum þeim, sem frumherjarnir ferðuðust í frá Fort Garry til landnámsins. Þessi sýnishorn eru ætluð til að sýna muninn á ferðatækjum og híbýlum íslend- inga fyrir 50 árum, við þau sem þeir nú daglega notí. Barnaflokkur í / sérkennisbúningi syngur í garðinum meðan á prógramminu stendur. Þau verða einnig eftirlíking landnámsbarnanna, að uppeldi, efnahag og mentaskilyrðum undantekn- 1 1 / m ' y' N Ó T T. 1 j í • • Borgin sefur við fjallsins fót I á ft í faðmi nætur; 1 1 vatnið blikar sem bráðið gull i í við bjarkarætur1; 1 1 þreyttu hjarta er svefninn sætur. í I Máninn leggur sér land og haf ▼ i 1 að ljósum vanga. 1 i Skógtrén, búin í bjartast lín 1 f og blómin, anga; 1 1 glæstar perlur á greinum hanga. i í Landið dreymir; ei bærist blað i i á blómgum viði. 1 Lækir streyma um laufgan dal | í með iágum niði; 1 rósir sofa í rökkurfriði. 1 i Langa elda á lofti blá í i í leiftrum kynda i i heiöar stjörnur í helgri dýrð ✓ 1 i og hundruð mynda i 1 i vefa í biikfeld lygnra linda. i f ! Nótt! Eg ann þér, þú opnar sýn i til æðri heima, djásnin birtir, sem dagur fól 1 1 og dýrðar-geima. 2 i Létt er hjá þér því lága að gleyma. 1 1 i , Richard Beck. i i Samningar hafa verið gerðir við járnbrautarfélögin um niðursett far- gjöld fyrir þá, — utan Winnipeg- horgaL — er sækja 50 ára landnáms- minningarhátíð íslendinga, sem hald- in verður að Gimli laugardaginn 22. þ. m., um eitt og hálft vanalegt far- gjald, þannig: Bygðarmenn Nýja Islands, kaupa farbréf aðra leið aðeins til Gimli og Ixjrga fult far- gjald fyrir, biðja um og fá um leið frá seljanda “validation certificate”, sem þeir svo framvísa við vagnstöð- ina á Gimli, og sem þar verður árit- að af umboðsmanni félagsins gegn 25c borgun fyrir hvert certificate, er svo gildir fyri hálft fargjald fyrir heimleiðina. Það er nauðsynlegt að allir, sem kaupa farbréf er kosta yfir 75c fái þessi certificates, tii þess að geta notið afsláttarins fyrir heim- ferðarbréf sin. Þeir, sem annars- staðar eiga heima, kaupa sín farbréf með sömu kjörum, en til Winnipeg aðeins, og kaupa siðan farbréf, sem gilda frá Winnipeg til Gimli og til Winnipeg aftur, af nefndinni í Win- nipeg. Jrá Winnipeg kostar farbréf til Gimli og til baka þaðan til Win- ið um íslenzku bygðjrnar hér vestra eins og logi yfir akur. Þetta gera þeir í lofsverðum tilgangi, sem sé til J>ess að alþýðan njóti rita þeirra og- að íslenzk þjóðrækni megi lifa. Err skáldin eru athugul og eiga auðvelt með að koma fyrir sig orði. Af þessu leiðir sá vandi, sem eg hefi drepið á og sem eg vonast til að hafa gert mer nokkra grein fyrir. Því fari eg skakt með í þessari Hnausa- för minni, verður hugsjónamönnum °g hagyrðingum að mæta. 1 stuttit máli, ves^tur-íslenzkum skáldum og rithöfundum. Þó skal eg fúslega játa, að til eru þeir menn hér vestra, sem geta stungið niður penna öðrum til gagns og ánægju, en sjálfum sér til sóma, þó þeir hafi aldrei haft mannskap í sér til þess að flækjast með rit sín til utsölu, um þvera og endilanga Ameríku. T. d. má nefna L. F., sem ritar “Salmagundi” í Heimskringlu. Ef mig grunar rétt, þá er hann ritstjóri og eigandi sveita- blaðs hér í Vesturlandinu. Blað hans er af líkri stærð og urmull ann- ara snepla, sem eiga að heita af sama tæi. En munurinn er sá, að L. F. fer ekki annara kúagötur. Svo hug- nefndarmönnum, svo að hún skaðist ekki á þessum samningi. 10. ágúst 1925. B. L. Baldwinson. Hnausaför mín. Þeir standa áj vegamótum nú, fyrir sunnan. En hvar stöndum vér hinir? Og hvora leiðina ættum vér heldur að fara? Nefndin, sem fyrir hátið þessari stendur, ósk- ar hér með að allir þeir, karlar og konur, sem i landnáminu voru 1875, sæki hátíð þessa og skoði sig þar sem heiðursgesti dagsins. Þeir eru nú svo dreifðir um land þetta, að heimilis- föng þeirra eru nefndinni ókunn, og því ekki hægt að senda þeim formleg boðsbréf; þeir eru því beðnir að taka tilmæli þeSsi sem formleg boðsbréf á hátíðina. Kvenfélögin á Gimli hafa tekið að sér að annast um allar veitingar að deginum, og svo verður til þeirra vandað sem föng eru bezt til. Við komu lestarinnar til Gimli hefst skrúð- ganga frá vagnstöðinni um götur bæjarins út að skemtigarðinum. I. InngangsorS. Enginn sannur íslendingur, sem nokkuð ferðast, ætti að láta $ér það undir höfuð leggjast, að gera almenn ingi grein fyrir, hvernig honum hafi gengið ferðalagið, eða hverju hann mætti. Eg hefi fundið sárt til þess hversu eg í þessum efnum hefi van- rækt skyldu rnina, því “Islendingar viljum vér allir vera”. En af þvi ís lendingar ferðast oft og fara mikinn um þessa víðáttumiklu Vesturálfu, og skrifa um alla skapaða hluti, sem fyrir augu og eyru bera, verður það með hverju ári vandasamara að semja ferðalýsingar. Þvi kæmi eg inn á brautir annara, sem á undan eru gengnir í Jressari frægu list, mundi mér verða álasað fyrir að stæla aðra, eða jafnvel brigslað um rit- smiðaþjófnað. Mér er því full-Ijós hættan sem yfir vofir, þar sem ýms skáld okkar og rithöfundar hafa far- nipeg $1.30 fyrir fullorðna, en 65c umstór €r hann ag hafa ^ van. fynr börn mnan !2 ára. ans tenRÍtauff, og svo hagsýnn er Nefndin hefir Ieisrt serstaka lest >■ * . V1 p . • p , hann» an geta, ser aö skaölausu, af jarnbrautarfelaginu, sem fer fra ,•*, ... ,, *■ , _ J / . 'naldið- uti blaði, sem ekki er leppur C. P. R. stöðinni i Winnipeg kl. 9 t? ... T , alappanna. En svo servitur er L. f. h. og aftur fra Gimh kl. 9.30 e. h. « , .. „ ?................ v, að hann neitar að binda bagga Er nefndinni serstaklega ant um að . • , , f , sina með þeim sem hropa: “herra, þeir sem hatiðina sækja ur orðrum , , , , , , : „ „ herra! , heldur gengur hann á sveif bygðum en Nyja Islandi, fari með___________x . . 1 ’ , með hinum, sem gera vilja vits og þessar, lest, og kauP> farbref sm af manndóms. En ti] hvers eru ^krif hans, fyrst hann gengur ekki um með þau ?. Og hvað verður úr hans andans auði, ef hann ritar ekki ferða sögu? Eða hvernig á þjóðræknin að Jækkja hann frá öðrum? Jáj sannlega, sannlega er það nauð sjmja verk, ag skrifa ferðalýsingar; og vandasamt að sama skapi. Lítt mögulegt án þess að hagnýta sér snild í stil og máli þeirra, sem á und- an hafa gengið. En verði mér sú skyssa á, að stæla annara verk, verð- ur það mér með öllu óafvitandi. Eg hefi áður tekið mér rit annars mann^ til fyrirmyndar, manns sem ætti að vera, og að líkindum er, víðlesnasti (eg á við rit hans) af öllum Vestur- Islendingum, og eg fékk bara skömm i hattinn, bæði á bak og fyrir. Menn hafa atyrt mig, eins og þessar rit- smiðar snillingsins hefðu verið merkt ar með annara mynd og orðinu “patented”, og að eg hefði verið að gera mér gott af einkaleyfinu. Eg býst auk heldur við, að sumir hneykslist á fyrirsögninni fyrir þess- ari ritsmil minni. En því lofa eg að Hggja milli hluta. Matthías er dáinn, og það er sitt hvað að hnupla frá lifandi manni eða liðnum. Hitt er eg viss «m, að blessaður karlinn hefði ekki talið eftir eitt orð, þegar

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.