Heimskringla - 12.08.1925, Blaðsíða 7

Heimskringla - 12.08.1925, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 12. AGÚST, 1925. HEIMSKRINGLa 7. BLABSlÐA Copenhagen C?P|n'HAGEN#’ ' SNUFF* Þetta er tóbaksaskj. an, sem hefir að inni. halda heimsins bezta munntóbak. MUNNTÓBAK Búið til úr hinum beztu, elstu og safa- mestu tóbaksblöðum, er ábyrgst að vera al- gerlega hreint. HJÁ ÖLLUM TÓBAKSSÖLUM Or Hrútafirði. Eg hefi eitt sinn lýst sumaríeröa- lagi unga fólksins í Noregi. Fjöldinn allur af því tekur sér dálítið sumar- frí, ekki sízt borgarbúar, og fer gnngandi langar leiðir með stóreflis ferðapoka á bakinu. I pokanum er nesti og allskonar nauðsynjar, sem ferðamenn þurfa á að halda. Stund- urn er farið eftir bygðum og sjá nirnn þá hverja eftir aðra af feg- urstu sveitum landsins, fólkið þar og alla þess háttu. Stundum er gengið yfir fjöll og óbygðir, og jafnvel jökla. Allerfitt er slikt ferðalag oft og einatt, en holt fyrir þá, sem lítið hreyfa sig. Líkaminn stælist og æf- ist, fjallaloft og sólskin er öllum heilsúsamlegt, en auk þess fræðast menn stórum um land sitt og þjóð. Það léttir og líka ferðalagið, að góð gistihús eru þar á hverju strái, og í áfangastöðunum hitta menn jafnaldra sína viðsvegar að. Þá er oft glatt- á hjalla á kvöldin, þegar heilir hópar mætast á gistihúsunum og hver segir öðrum frá æfintýrum sínum og þrek- virkjum. Gæti eg trúað að mörg stúlkan hefði kynst mannsefni sínn á þessum sumarferðum. Eg býst við að mörgum íslending- un.i kunni að þykja það húsgangslegt, að fara þnnig fótgangandi með stóra skreppu á baki, þvi hér komast menn sjaldan bæjarleið nema ríðandi. — Norðmenn lita öðruvisi á þetta. Þeir hí fa járnbrautir og bíla, en lítið af t'tiðhestum. Þeim þykir hollast, ó- dýrast og jafnvel skemtilegast, að íara fótgangandi á þessum skemti- ftrðum. A síðustu árum hefir orðið vart við svipaðan ferðahug hjá oss. Reykvík- ingar hafa farið viðsvegar um fjöll og óbygðir og skrifað skemtilegar sógur um ferðalagið; en heldur vilja þtir ferðast á gæðingum sínum en tveim jafnfljótum. Litið munu stúlk úmar hafa tekið þátt i slíkum fer^a- lögum, og þó þyrftu þær þess engu síður en piltarnir. Eg held nieira að segja, að sumarferðalögin verði ætið daufleg, nema bæði karlar og konur túki þátt i þeim, eins og i Noregi. Tjaldbúarnir. Rétt fyrir sunnan Stað í Hrúta- íirði sá eg ofurlítið fannhvitt tjald í grænni laut, skamt frá þjóðvegin- úin. Það var svo lítið í augunum á mér, að eg hélt helzt að börnin á Stað hefðu þar bækistöð sina; en þttta gat þó ekki borið sig, því reið- ver og ferðamannadót lá hjá tjald- inu, og hestar voru þar á beit skamt frá. Tjaldbúana sjálfa sá eg í svip heima á Stað. Þeir komu þar ofan stiga. Sá eg fyrst spengileg stigvél homa ofan stigann, síðan sokka og gtáar buxur, og svo gráan yfirfrakka og þóttist eg þá ekki þurfa fleiri vitna vi'Ö, að þar færu tveir karlmenii í spánnýjum fötum. ‘‘Sælir piltar’ segi eg og kasta á þá kveðju. í sarna «vip sé eg andlitin og þetta eru þá tvær ungar stúlkur, í þessum nýmóð- ins reiðfötum, sem eru likari fötum ^irlmanna en kvenna. Eg sá að þær örostu að kveðju minni, um leið og þa;r gengu út. Mér var sagt, að stúlkur þessar væru borgfirzfcar og vreru á sumarferðalagi alla leið aust- úr i Múlasýslur. Höfðu þær tjald nieð sér, nesti og allar nauðsynjar. Nugsuðu sjálfar um hesta sina, lögðu á þá, tjölduðu og sáu sjálfar um alt. Ng mætti þeim á veginum morguninn eítir með hesta sína og farangur. “Sælar stúlkur!” segi eg. “Gátuð þið nú sjálfar lagt á hestana?” . j “Eg held nú það,” sögðu stúlkurn- ar og voru á báðum buxunum. “Þið komið aldrei aftur úr þessu ferðalagi,” segi eg. “Piltarnir í sveit- unum taka ykkur.” Þetta er í fyrsta skifti, sem eg hefi séð íslenzkar stúlkur á svipuðu sum- arferðalagi og eg hefi oft séð útlend- ar. Mér þykir ekki ólíklegt, að fleiri kynnu eftir að fara og að þetta sé upphaf að nýrri hreyfingu hjá unga fólkinu. Það er engu siður holt og heilsusamlegt, að ferðast þannig að sumarlaginu en að liggja á heilsuhæl- um og undir “fjallasólum” læknanna. Svo bætist við sá fróðleikur og marg- visleg ánægja, sem oftast fylgir því að kanna ókunna stigu, sjá fögur héruð og fólkið þar. Eftirtektarvert er að stúlkur þessar höfðu dvalið lengi í útlöndum og lært þar hjúkr- unarfræði, að því er mér var sagt. Þetta ferðalag þeirra er þá líklega af útlendum rótum runnið, og það er jafngott fyrir því. Það var einu sinni sú tiðin, að kaupafólk ferðaðist í stórhópum yfir Sand og Kaldadal norður á lönd og sömuleiðis suður á haustin. Þessar ferðir voru mjög skemtilegar, ef veð- ur var gott, og ólíkar ferðalögunum nú á strandskipum, þar sem fjöldi fólks liggur magnþrota og sinnulaust af sjóveiki. Nýju rciSfötin. En hvað skal þá segja um þessi nýju reiðföt, hvað um að nota hnakk en ekki söðul? Eg get ekki neitað þvi, að ekki kann eg allskostar við það, en engu að síður virðist mér þessi tízka milklu skynsamliegri en aðrar. Þessi nýi búningur er auð- sjáanlega hentugri á ferðalögpim en pilsin og fer ungunj stúlkum fullvel. Hnakkurinn hlýtur að vera þægilegri og stöðugri að sitja í en söðullinn, svo líklega horfir þetta einnig til framfara, — þó’ gömlu mönnunum sýnist það litt kvenlegt. Þó er eg hræddur um að nýju reiðfötin fari ekik sem bezt á gömlum konum eða vanfærum. Eg býst við að þær haldi sér við pilsin, söðulinn og gamla móðinn. ÚtihlóSir og ullarþvottur. íslenzkar konur hafa lengst af lif- að í reykjarsvælu í lélegum eldhús- um. Þetta hlýtur að vera ill æfi, ó- þrifaleg ög reyna mjög á augun. Sem betur fer hefir mikil breyting orðið á þessu síðan eldstór með reykháfum komu nálega á hvert heimili. Þó lif- ir gamli siðurinn enn, t. d. með ullai*- þvott. Eipfaldar hlóðir eru þá gerð- ar úti, þar sem ullin er þvegin, og venjulega byrgt sem bezt meðfram þvottapottinum. Reykurinn fær þá aðallega framrás út um hlóðaopið og leggur auðvitað að konunni, sem stendur við þvottinn, nema vindstað- an sé því hentugri. Reykjarsvælan, sem leggur framan í mann, getur orð ið svo' mikil, að engu betri sé en i reyksælu eldhúsi. Þessi gamli umbúnaður er auðvitað illur og óhentugur. HHóðunum þarf að fylgja reykháfur, svo hár að hann nái nokkru hærra en hæð þess, sem stendur við þvottinn. Eg gerði tilraun með þetta hjá Páli bróður mínum. Hlóð eg neðst einfalda pípu úr höggnu grjóti aftan hlóðanna með víðu opi inn í þær, og skorðaði síðan væna ofnpípu í henni. Var þetta klasturssmíði þéttað síðan eftir föngum með mold og torfi. Þessi umbúnaður nægði til þess, að losna að mestu við reykinn. Að sjálfsögðu þyrfti hann að vera miklu betri og neðsti hluti reykháfsins gerður úr steinsteypu. — Líklega nægði cement fyrir 1—2 krónur til þessa, , svo ekki ætti það að vera ókleift að gera slík- ar útihlóðir á hverjum bæ. Vera má að mönnum þyki ekki þetta lítilræði í frásögur færandi, en eg tel alt, sem til þæginda horfir og þrifnaðar fyr- ir almenning, góðra gjalda vert. Húsmóðirin kendi mér eina list við þetta tækifæri, sem eg ekki kunni: að þétta má að eldfærum með blöndu af matarsalti og ösku (taðösku). Er tekin nein nþriðji af ösku og tveir þriðju af salti og vatn sett S, svo að úr þessu verður þykkur grautur. Við hita og þurk verður hann nálega steinharður. Þessi efni eru til á hverjum bæ, og mætti því nota þau í viðlögum. Þó eru þau ekki allskost- ar hentug vegna þess að vatn þola þau illa, og járn vill ryðga undan saltinu. G. H. —ísafold. ----------x--------- Miðdalsnáman. Þcgar er búiS aS kasta 34 miljón gxdlmarka til námunnar. RáSunautur HoUcndtyxganna faS.i-i' til aS haldiS sé áfram. Hljótt hefir verið um Miðdalsnám- una nú undanfarið. Hér í blaðinu hefir ekki verið á hana minst síðan þýðing birtist hér á greininni í “Hamburger Nachrichten” í vpr, og íagt var frá komu hollenzka lög- fræðingsins Fokker. I þýzku greininni var þess ge ið, að Þjóðverjar þeir, sem haft hafa málið með höndum í félagi við Is- lending þann, sem mest hefir garfað i námumálinu, séu til með að afhenda námuréttinn hollerzku félagi. Hollenzki logfræðingurinn Fokl.er var hér fynr þetta félag, í þeim er- irdu mað ganga frá öllum eignar- og íéttindaskjölum hér, svo hollenzk.i félagið gæti tekið til óspiltra mál < nna. Nokkru áður en Fokker kom, var Englendingur kominn hingað, Brev- mari að nafni. Er hann á vegum þessa hollenzka félags og hefir venð liér síðan; þangað til hann fór nú með Lýra, snögga ferð til Þýzka- lands. Breyman er þaulvanur námuverk- ftæðingur, hefir fengist við gull- vinslu síðan fyrir aldamót. Lengst af hefir hann verið í Suður-Afríku. Eftir því sem vér bezt vitum, ræður hann eindregið til þess að rannsókn- um verði haldið áfram í Msðdal. Frásögnin, sem 'tekin var hér í blaðinu í vor, og tekin var upp úr þýzka blaðinu, mun eigi hafa verið ailskostar rétt. Þar mun hafa verið gert helzt til mikið úr gullinnihaldi sýnishornanna úr Miðdal, samanbor- i'ð við gullmagn í námum, sem sunn- ar eru. En alt fyrir það hikar Breyman ekki við að ráða til þess, að haldið vcrði áfram undirbúningsverki í Miðdal. ’ Til þess að« ganga fyllilega úr skugga um, hve náma eins og Mið- dalsnáman er vænleg til vinslu, þarf að rannsaka feikna mikið af grjóti á stóru svæði, bæði af yfirborði og ú." jarðgöngum. — Til þess hægt sé að koma þessu í verk, þarf að setja vélar upp þar efra, sem enn eru ekki fengnar.. Enn er aðeins um undirbúnings- verk að ræða, þó fram til þessa sé búið að leggja um % miljón gull- marka (urn 350 þús. kr.) i fyrirtæk- ið, er búist við að leggja þurfi ann- að eins fé'i viðbót, áður en fullnað- arrannsókn er lokið. Nokkrir menn hafa verið við vinnu í Miðdal i alt vor. En þeir hafa ver- ið altof fáir til þess að verkinu miði nokkuð verulega áfram. Hvað veldur töfinni? Um það er spurt af öllum, er máli þessu veita athygli. Eftir því sem ísfold veit sannast í þessu máli nú, er því þannig varið, að hollenzka félagið, sem i orði kveðnu hefir tekið námuna að sér, sem hefir Breyman fyrir ráðunaut sinn og óhikað vill leggja aðra % miljón í fyrirtækið til undirbúnings, hefir enn ékki fengið þá eignarheim- ild og þau skilríki í hendur, sem þurfa þykja til þess að þeir Hollend- ingarnir telji það örugt að leggja fé sitt i námuna. Eftir því sem næst verður komist, hefir þeim námu- mönnum engar hindranir verið lagð- ar i götu frá yfirvaldanna hálfu. — Giidandi lög gefa heldur enga átyllu ti! þess að svo verði gert. Almenn- ingsálitið mun vera alveg á sama máli. " Svo mikið hefir verið skrafað um námugröft hér á landi í einni eða annari mynd, að ekki væri það nenta gott, að gengið væri á einum stað úr skugga um, hvort um nokkurn framtíðaratvinnuveg er að ræða eða ekki. Og vart er hægt að ímynda sér, að raikill aðsúgur verði hér af útlendum draslaralýð, þó hægt verði að ganga úr skugga um, að með ærnum kostn- aði og mikilli áhættu sé það vinnandi verk að vinna hér gull úr kvarz- grjóti. Það 'er ekki eins og menn geti labbað sig upp í Miðdal með tvær hendur tómar og grafið þar upp hreint gull í vasa sína. Hvað úr framkvæmdum verður á næstunni í Miðdal, mun velta á því einu, hvort þeir, sem nú hafa umráð yíir Miðdal, geta trygt sér þau rétt- indi þar til námureksturs, er þeir segjast þegar hafa greitt fé fyrir. (Isafold.) ---------x----------- Noregsför glímumannanna. ViStal viS SigurS Greipsson. I fyrradag hitti ísafold Sigurð Greipsson að máli og spurði hann un: hina frækilegu íþróttaför þeirra glimumannanna. — Hve margar sýningar hélduð þér, spyrjum vér Sigurð. —- Samtals urðu sýningarnar 23, sem haldnar voru í 21 borg. Aðsókn- in að þeim var nokkuð mismunandi, alstaðar viðunandi, sumstaðar ágæt. Við fcfrum ekkert norður fyrir Berg- en. en um alt vestur- og suðurlandið fórum við. Viðtökurnar fengum við alveg á- gætar hjá félögum þeim, sem geng- ust fyrir glímusýningunum, og svo mátti að orði komast, að við færum á einni veizlunni til annarar, sem félögin héldu okkur. Og þar var venjulega enginn skortur á fæðuhöld ura, alúð og vinarhug. I Osló sátum við mikla veizlu, sem Norrænafélagið hélt ásamt með í- þrótta- og ungmennafélögum þeim, sem stóðu að glímusýningunum. Meðal ræðumanna þar var Rolf Tommesen ritstjóri, einhver hinn al- úðlegasti maður, er varð á leið okk- ar. Þar voru okkur öllum gefnir silfurbikarar, til endurminningar um kcmuna þangað. I Osló bauð Vilh. Finsen ritstjóri okkur heim til sín. Fengum við þar hh ar beztu viðtökur. A ekkert heim- ili var okkur boðið í förinni, nema t'l hans, og ti! Hirts kennara í Berg- en. — Hvernig leizt Norðmönnum á glímuna? Urðuð þið varir við, að þeir þektu nokkuð til hennar áður? — Alment sýndu íþróttamenn mik- ini' áhuga á glímunni. En það var ekki laust við, að þeim óaði við að gefa sig að henni. Eða þannig kom það okkur fyrir sjónir. — Þeim ógn- aði að sjá hvernig við skullum nið- u' á bert gólfið. Þeir litu svo á, að til þess þyrfti meiri harðneskju en alment gerist að menn hafi. Til þess að, útiloka það með öllu, að menn gætu haldið, að hér væri nekkur leikaraskapur eða loddara- btögð á ferðinni, gerðum við það heyrum kunnugt í Osló, að hver sá, sem hefði löngun til þess að reyna slg við mig, honum væri það vel kom ið. Stæði hann á fótum i hálfa aðra mínútu, þá teldum við hann hafa urnið glímuna. Enginn gaf sig fram, ekki einn ein- asti. Þeim hraus hugur við að bylt- ast úr háa lofti í gólfið — eftir því sem okkur var sagt. Gamlir menn, sem við áttum tal við höfðu orð á því, að í ungdærm þeirra hefði verið talað um forna lerki, er þeir nefndu axlartak, hrygg- spennu og brókartak. Axlartakið og hryggspennan var með sama hætti og hér tíðskast, eftir því sem næsj verður komist. En brókartakið mun hafa verið eitthvað í sömu átt og luialeg glíma. — Er nokkuð ákveðið um glimu- kenslu framvegis? • — Ekki er það enn þá. Helzt er i ráði, að það verði ungmennafélögin í Bergen, sem ráði til sin glímu- kennara. En hvenær það kemst i kring, og hver það verður, er óráðið með öllu. — Hvernig virtist ykkur þekking almennings vera á þjóðarhögum vor- nm og sögu? — Hún virðist vera ákaflega mis- jófn. Og yfirleitt vrrðast mitcgir Norðmenn, sem vel eru heima í sögu vcrri, þekkja sára lítið til þess, hvern ig þjóðarhögum vorum nú er hátt- að. Kennara hittum við marga og mentamenn, sem eru svo vel heima í fornsögunum, og hafa svo næman og réttan skilning á þeim, að' leitun e,- á slíku hér heima. En við hittum líka fyrir okkur þá undarlegustu vanþekkingu á öllu því, sem islgnzkt er; fólk, sem áleit ís- lendinga ekki menn með mönnum. Sumir, sem þektu fornbókmentirn- ar vel, höfðu litl^ sem enga hug- mynd um nútímabókmentir vorar. — Komu engin óhöpp fyrir ykkur, veikindi eða annað? Því miður fórum við ekki var- hluta af því. Þegar förin um Noreg var um það bil hálfnuð, veiktist einn okkar glímumannanna af taugaveiki, Jörgen Þorbergsson. Hann liggur rúmfastur enn í Osló. Um sama leyti varð Jón Þorsteinsson lasinn, og Viggó Nathanaelsson meiddist í fæti. Var Jón ekki með í förinni i 7 bæjum, og Viggó var óglímufær það sem eftir var. í hvert skifti sem við komum fram, bárum við íslenzka fánann fyrir. — Norðmenn voru yfirleitt afarhrifnir ai fána vorum. Þeir dáðust að hon- ur; hvar sem við komum, og margir lögðu drög fyrir að fá sér íslenzkan fána. - (Isafold.) ---------x---------- Frá íslandi. JarSarför Magnúsar heit. á Grund var mjög fjölmenn. Séra Þorsteinn Briem jarðsöng hann. Þótti líkræð- an meistaraleg. Séra Geir Sæmunds- son söng erfiljóð eftir Pál Jónsson Árdal. Slysfarir. — Slys varð á heimleið- irni frá jarðarför Magnúsar á Grund. B’.freið var ekið á ríðandi mann. Lærbrotnaði hesturinn og var drep- inn. Maðurinn, Benjamín Kristjáns- son stúdent, .meididst talsvert á höfði en ekki hættulega Vélstjórinn á Varanger, Einar Guð bjartsson, fanst andaður í katli skips ins í gærkyöldi. H)ann hafði orðið bráðkvaddur. Var úr Arnarfirði. Unglingsstúlka, Ólöf Þórhallsdótt- ir frá Vogum við Mývatn, druknaði nýverið í vatninu. — Híifði hún ver- ið að baða sig ásamt systur sinni. Síldarafli. — Fyrsti síldarvottur í reknet var í fyrri viku á Kolmúla- grunni. — Állinn fékk í gær 60 strokka á Bakkafjarðarflóa. Síldin er nú kr. 80.00 strokkurinn. Síldveiði þessi bætir mikið úr beituleysi, er var mikil hindrun fiskiveiðum. Ann- ars ágætis afli á nýja beitu. Slys. — Maður slasaðist nýlega á Héraði á hryllilegan hátt. Stóð hann rétt hjá manni, er kastaði úr mógröf. Stakst kvíslartindur djúpt inn í annað auga hans. Tvísýna er á lííi mannsins. Séra Geir Scemundsson vigslubisk- up átti 25 ára prestsafmæli í Akur- eyrarprestakalli s.I. sunnudag. — Sóknarbörnin færðu honum skraut- ritað ávarp og gullúr og festi, sem viðurkenningu fyrir hið ágæta starf hans í þágu safnaðarins. ..Flokkur þýskra mcntaskólancm- cnda og stúdcnta, 11 talsins, undir forustu teiknikennara hr. Behm, kom hingað í gærmorgun með e.s. Lyra frá Noregi. Ætla þeir að ferðast fótgangandi um landið. — Eru þeir ágætkga útbúnir; hafa; svefnpoka, tiöld og nesti til margra daga. FOR SKRVICE HUALITY and J'OW PRICES niGHTKÍIlVG 6 REPAIR 328 B HarKrave St. PHOSE l N 0704 Fabrlc Tlre 30x3Va »7.50 Cord Tlre 30x3 Vi »8.05 Cord Tlre 30x3% »10.25 (Guaranteed) Tnbe-----. 30x3% »1-85 Tube-----. 30x3% »2-40 (Guaranteed) Equally low pric- es on all sízes 14 KAUPIÐ HEIMÁ Þér getð sparað peninga. Leyfið oss að sýna yður hin furðulegu kjörkaup á tires”, sem vér bjóðum. Partridge “Quality” Tires, seigar og endingargóðar, ódýrari en þér hafið nokkru sinni keypt tires áður, og ódýrari en þér getið keypt þær frá Mail Order félögunum. Hver Partridge tire er ábyrgst. Verzlið í yðar eig- in bæ. TIL SÖLU HJÁ * PARTRIDGEQUAUTY”7™^

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.