Heimskringla - 12.08.1925, Blaðsíða 2
2. BLAÐSIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 12. AGOST, 1925.
Minni Vesturheims.
Ræöa flutt af B. L. Baldwinson á
íslendingadaginn i Winnipeg, 1925.
Hjerra forseti!
Háttvirtu tilheyrendur!
Þaö er ekki laust við að eg kenni
feimni vrð að koma hér fram í dag. t
Eg hefi látið leiðast til að tala hér |
um málefni, sem eg finn mér ekki j
fært aS gera þau skil, sem það verö- j
skuldar. Eg á að tala um Vestur-|
álfu, þá álfu,. sem eg tel mesta og
náttúruauðugasta á jarðríki. Þetta ^
ræðuefni er svo víðtækt og umfangs- ,
mikið, og meðferð þess fylgir svo
mikil ábyrgð, að eg verð að biðja
yður að hafa biðlund með mér um ^
stutta stund, meðan eg sýni yður,
hvaö stór Vesturheimur er og hvaða
þýðingu hann hefir fyrir heimsmenn- |
inguna. Eg ætla ekki að kenna yður j
landafræði, aðeins geta þess, að landa ,
fræði Bandarikjamanna, — sem allra ^
manna bezt ættu að vita um takmörk
álfunnar, sem þeir búa í, telur j
hana ná yfir 150 hnattstig norður-,
breiddar og 135 stig vesturlengdar,'
að meðtöldum eyjum öllum í Atlants- ;
og Kyrrahöfum, þeim er liggja að ^
ströndum meginlandsins. Þessi mikla ^
álfa hefir upptök sín við norður-tak- j
mörk Grænlands, sem er nyrzti hluti
álfunnar. Hitt af álfunni er óslitið
meginland 9000 mílna langt, sem einu
nafni nefnist Ameríka, en skiftist í
þrjá hluta Norður-, Mið- og Suð-
ur-Ameríku. Á þessum mikla land-
fláka eru nær 20 sérstök lýðveldi; j
sum smá að vísu, en nokkur allstór. j
I Í^oröur-Ameriku er Canada 3J4 ,
miljón fermílur, Bandarikin 3z/2 fer- ^
mílur og Mexíkó miljón fermílur.
I Mið-Ameríku er Salvador, Panama,.
Honduras, Nicarague og Costa Rica. .
I Suður-Ameríku eru: Columbia,
Venezuela, Equador, Peru, Chili,
Brazilía, Bolivia, Paraguay, Ura-1
guay og Argentina. Eyjarnar Cuba,'
Haiti og Porto Rico, eru einnig hver ;
um sig sérstök lýðveldi. Og af öll- j
um þessum lýðveldum eru Brazilía og
Argentína langstærst. Eg gæti sýnt,
stærð þeirra nákvæmlega, en eg minn
ist þess nú, að einn af mínum gömlu 1
vinum, bað mig þess lengstra orða,
þegar hann fann mig hér i dag, að
gæta þess, að hafa engar tölur í þeirri
ræðu, sem eg ætti að flytja; og þó eg
viti, að þjóðfræði geti ekki orðið
rædd né samanburður gerður, án þess
að hafa tillit til þeirra skýrslna, sem
hver sérstök þjóð eða veldi gefa út
um ástand sitt, þá veit eg að fólki
yfirleitt leiðist talnalestur, og ætla
því ekki að nota þær hér.
Það tæki langan tima að lýsa kost-
um hvers sérstaks rikis í Vesturheimi
fevo vel færi. En eg er svo heppinn
að hafa hér við hendina stutta en
gagnorða lýsingu af Peru, sem for-
seti þess lýðveldis gaf í samræðu við
fregnritara frá Bandarikjunum fyrir
rúmum þrem mánuðum. Lýsingin er
aðeins nokkrar setningar, og hver
setning sérstakur liður. Lýsingin er
þannig:
“Framtið Peru er takmarkalaus.
Landið getur alið 100 miljónir
manna.
Veðurbliða þess er undraverð.
I landinu er stórfeld náttúruauð-,
legð.
Það er rikt af nálega öllum þekt-
um málmtegundum, sérstaklega af
gulli, silfri og kopar.
Hér eru einnig miklar oliulindir.
Jarðvegurinn allur er frjósamur.
Landið gefur af sér alt það, sem
heimurinn þarfnast.
Vér getum framleitt það alt, ef vér
fáum nægilegt fjármagn.
Vér þurfum að fá starfsfé frá
Bandartkjunum til þess að erja auð-
inn úr landinu.”
I þessari stuttu lýsingu af Peru'
felst hin sanna lýsing af allri Vestur-
álfunni. Hún getur framleitt alt og
framleiðir flest af því, sem heimur- <
inn þarfnast. En — takið vel eftir j
— hana vantar starfsfé frá þeim
hluta álfunnar, sem heitir Bandariki
Vesturheims . öll ríki álfunnar!
þarfnast og æskja skildinga frá
Bandaríkjunum, og vér þekkjumj
aðrar þjóðir, sem stöðugt leita fjár-
styrks úr sömu átt.
Það er margt, sem einkennir Vest-
urálfuna frá öðrum álfum heimsins,
svo sem breytileiki loftslagsins, sem
þar finst á öllum stigum, alt frá þvi'
kaldasta, sem þekkist á vorum hnetti,1
og til þess heitasta, sem sumir hafa
likt við þann imyndaða hita, sem
þeir segja að ríki á þeim stað, er eg
óska að þurfa ekki að nefna hét í
dag. En hvað sem segja má um lofts
lagið í Vesturheimi, þá hefir reynsla
liðinna ára sýnt, að íbúar landsins
hafa ekki liðið við það neinu leyti.
Fólkið í Vesturheimi er eins líkam-
lega hraust og eins andlega heilbrigt
eins og annað fólk, hvar sem neitað
er á jarðriki, nema betur sé. Og
það eitt er víst, að fólk hér nær full-
um líkamsvexti. í þessu sambandi
minin eg á íslenzkan pilt, sem eg
mætti fyrir nokkrum mánuðum.
Hann var 16 ára gamall, hálft átt-
unda fet á hæð; nú mun hann vera
sem næst 1? ára gamall og síðustu
fregnir frá honum segja hann vera
kominn vel á níunda fetið. íslend-
ingar hafa hvergi vaxið betur heldur
en þeir hafa gert í Vesturheimi.
Þá eru svipbrigði þessarar álfu
þess virði, að á þau sé bent. Skáldið
Jónas Hallgrímsson, í einu af kvæð-
um sínum um Island, spurði: “Þótti
þér ekki Island þá yfirbragðsmikið
til að sjá?” Hvað skyldi hann hafa
sagt, hefði hann séð Vesturálfuna í
hennar réttu mynd? Með fjöllin
alt að 23 þúsund fet á hæð, í stað
6 þúsund feta hæðar hæsta fjallsins
á íslandi. Hvað mundi hann hafa
sagt um árnar í þessu landi, sem
margar eru svo langar að skiftir þús-
undum mílna, og sem notaðar eru
til manna og vöruflutninga um sveit-
ir landsins? Hvað skyldi hann hafa
sagt um stórvötnin í Vesturálfu, sem
sum þeirra eru svo stór, að allar
‘Bretlandseyjar gætu staðið í hverju
einu þeirra og verið þó umflotnar
af vatni á alla vegu. — Álfa vor er
stór og flest í henni stórfenglegt um-
fram það sem annarsstaðar finst í
þektum heimi. Eg minnist ekki á
fossana hér. Niagara er löngu öll-
um heimi kunnur.
Frjósemi landsins er undraverð.
Hvergi í heiminum er auðugri jarð-
vegur. Með þessari staðhæfingu tek
eg ekki sérstakt tillit til Canada, sem
framleiðir árlega um og yfir þúsund
miljón bushels af korntegundum,
heldur á eg við álfuna í heild sinni,
amertsku lýðveldin öll, sem fram-
leiða a.lan hugsanlegan jarðargróð-
ur, jurtir og aldini, og í þeirri gnægð
sem forseti Peru lýðveldisins lýsir
svo vel og réttlátlega.
Námuauðlegð álfunnar er óþrot-
leg, og svo jafndreifð um hana alla
sem bezt verður kosið. Eg sá í ís-
lenzku blöðunum fyrir nokkrum mán
uðum, að málmnámur hefðu fundist
á Grænlandi, svo auðugar, að 50—70
inanns, sem í þeim unnu, hefðu að
6 mánaða tímabili losað úr þeim
málmgrjót, sem í feldist margra
miljóna króna virði af dýrum málmi,
þar með gulli. Hér í Canada er
einnig málmauðugt land. Eg skal að-
eins minnast á eina námu í Ontario-
fylki, sem gefur af sér gull svo
nemur 12 miljónum dollara á ári, og
fer árlega vaxandi því lengur sem
grafið er, um kolaauðlegð Canada,
sem þó er ekki nema lítill hluti þess
sem Bandaríkin geyma, segja jarð-
fræðingar að muni endast oss um
30 þúsund ára skeið. Lengra fram
L timann virðist óþarft að horfa.
Landafræði og hagskýrslur allrar
Mið- og Suður-Ameríku sýna tilsvar-
andi náttúruauðlegð eins og i Norður
Ameriku ; hér er sýnishorn :
Columbía: kaffi, tóbak, cocoa, syk-
ur, bananas, togleður, allskyns litar-
efni, gull, kopar, silfur, blý, kvika-
silfur, platina, gimsteinar, járn, kol
og fleira.
Salvador: kaffi, cocoa, sykur, tó-
bak, indigo, gull, silfur, kopar, kvika-
silfur, járn o. fl.
Venezuda: kaffi, cocoa, gull, silf-
ur, kopar, blý, asphalt.
Panama: togleður, kaffi, cocoa?
nuts, perlur, mahóní-viður o. fl.
Argentina: tóbak, baðmull, járn,
olía.
Brazilía: tóbpk. kaffi, togleður,
sykur, hrísgrjó, te, cocoa, gull, plat-
ína, kvikasilfur, allskpnar aldini o. fl.
Mexico: olia, gull, silfur, kopar,
járn, kol ,hör, bananas kaffi, te, tó-
bak, vinþrúgur, baðmull og alls kyns
aldini.
Peru: gull, silfur, kopar, járn, blý,
zinc, sulphur, olía, baðmull, sykur,
kaffi, te, cocoa, tpgleður, lafyáfcynþ
aldini o. m. fl.
AðeinS tvö af suður-lýðveldunum
eru aðallega hjarðlönd, li(ft unnin
enn, svo enginn veit, hvað felst þar i
jörðu; hin öll eru aðallega akuryrkju
lönd, með þeirri framleiðslu umfram
sem að framan er getið: jurtir, ald-
ini, málmar, og það sama er að segja
um náleag allar þær eyjr, sem liggja
i grend við meginlandið, bæði i At-
lantshafi og Kyrrahafi. Eg veit af
engri annari heimsálfu, sem eins er
hlaðln allskonar ná^túrugæðum til
hagsældar íbúunum, eins og eVstur-
álfan er. Auðlegðin i sjó, ám ög
vötnum Vesturálfunnar er meiri en
tölum verði að komið, því að álfan
er svo mannmörg, að heimamarkað-
urinn neytir veiðinnar jafnóðum og
hún fæst, að laxi máske undanskild-
um, sem er verðmæt vara til útflutn-
ings. Sömuleiðis er mestu kynstur af
niðursoðnu kjöti sent frá Argentínu
og nokkrum öðrum ríkjum, á útlenda
markaði, og eins korntegundum og
baðmull. Verksmiðjuiðnaður ríkj-
anna i Vestur-álfunni er bæði mikill
og fullkominn, eins og vænta má af
svo mannmargri og verkfróðri þjóð,
en þó ef til vill ekki mikið meiri en
•samskonar iðnaður annara menning-
arþjóða í tiltölu við íbúatölu þeirra.
Menning ibúanna í Vesturálfunni
er fyrir löngu viðurkend af öllum
mentuðum heimi. Hugvit þeirra og
hagfræðileg og lærdómsleg þekking
hefir rutt sér braut inn í meðvitund
heimsþjóðanna hvarvetna. Eg held
því ekki fram, að þeir skari frm úr
hinum eldri mentaþjóðum i bókment-
um og listum. Eg hefi ekki i minni
Vesturálfumann, er hafi hlotið Nób-
elsverðlaunin fyrir bókmentir, þótt
nokkrir þeirra hafi hlotið þau fyrir
starf sitt á öðrum sviðum, en hitt
þori eg að fullyrða, að þeir hafi
framleitt bókm^ntir, sem Jnrungnþr
eru af heilbrigðu viti og hagkvæmurn
kenningum, er hverri þjóð má til
sæmdar vera.
Um fjármagn Vesturálfubúa, og
þá sérstaklega Bandarikjanna, má eg
ekki ræða með töflum eða tölum. —
Hins má geta að talsvert af þvi auð-
magni, hefir verið varið, síðan stríð-
inu mikla lauk, til liknar þeim mörgu
miljónum fátæklinga i Evrópu og
öðrum löndum, sem/ fyrir ýmislega
aðþrenging lágu við dauðans dyr, og
hefðu fallið, nema fyrir örláta og
timabæra hjálp frá Vesturálfubúum.
Þeir hafi varið bæði mannviti og fé
til viðreisner ýmsum Evrópuþjóðum
nú á siðustu árum, og sú hjálp mun
verða framhaldandi, þar til dýpstu
fjárhagssárin, sem þær biðu við ó-
friðinn mikla, eru að mestu grædd,
eða iðnaður þeirra, fjárhagur og
verzlun eru komin i viðunandi horf.
Áhrif Vesturálfubúa á umheiminn
eru eins hagfeld honum eins og þau
eru mikil. Heimsþjóðirnar líta með
virðingu og fullu trausti til Banda-
rikjanna, sæfkjast eftir ráðum frá
þeim í vandamálum sinum og taka
þau til greina. m
Göfgi forfeðra hins hvita kyn-
flokks i Vesturálfu, er öllum þeim
ljós, sem lesið hafa sögu landsins.
AJdrei hefir nokkur þjóð átt betri
kynstofn en Norður-Amerikubúar.
Púrítanarnir frá Bretlandsej^jum, er
hér námu fyrst land, og trúboðarnir
frönsku og landkönnunar- og kaup-
mennirnir, sem jafntimis reistu hér
bygðir, voru ált valdir manndóms-
og ágætismenn. Bretarnir trúmenn
miklir og friðsamir, Frakkarnir frið-
samir einnig og valdir jöfnum hönd-
Ium af kirkju og konungsvaldi Frakk-
lands. Þessir tveir þjóðflokkar eru
það fræ, sem af sér hefir leitt Banda
ríkja-' og Canada-þjóðirnar. Sj)án-
verjar og Portúgalsmenn, en þó eink-
um hinir fyrnefndu, voru komnir
hingað nokkru fyr og höfðu bygt
Mið- og Suður-Ameriku, þar sem
bæði var hlýrra foftslag og gulltekja
meiri, en þeim gat til hugar komið að
feldist í norðurhluta álfunnar. Það
sem sérstaklega hefir gert Banda-
ríkjaþjóðina það sem hún er orðin,
mesta öndvegisþjóð heimsins, eru
hinir miklu innflutningar þangað frá
öllum Evrópulöndunum alla síðustu
öldina. All/ar þjóð|r hafa ftefnt
þangað með þeirri von að geta notið
gæða landsins umfram það, er þeir
áttu kost á í heimalöndum sinum, og
viðtökumáttur landsins hefir léttilega
risið undir innflutningabyrðinni, og
gestunum hefir farnast vel. Aðeins
hálf öld er liðin síðan innflutningar
hófust til Canada að nokkrum mun,
og þótt framsókn þeirra hér hafi að
ýmsu reynst örðug, þá hefir landið
samt tekið greiðum framförum þar
til nú, að Canada selur árlega til út-
landa meira hveiti en nokkur önnur
þjóð í heimi. Canatja skarar og fram
úr öllum þjóðum heimsins í þessum
atriðum, hefir stærstu kornhlöður,
mesta mílnatal járnbrauta, miðað við
ibúatölu landsins; -meiri járnbrauta-
þjóðeign en nokkurt annað ríki —
22,000 mílur. Stærsta dýraeldis-
svæði, sem til er í nokkru landi, 76
þúsund fermílur fyrir norðan Churc-
hill-ána. Stærstu dýrahjarðir, elgs-
dýra, hreindýra, visunda og moskus-
nauta, nær 10 þúsund af hverri af
þessum tegundum. Auðugustu nikk-
el- og asbestosnámur sem til eru í
heimi. Eina af stærstu gullnámum;
lengstu jánibrautarhengibrú í heimi;
og ekkert annað land á hnetti vorum
hefir jafn ríkulega árlega kornupp-
skeru, að senda verði eftir 40,000 til
60,000 mönnum til þess að hirða upp
skeruna og koma henni undir þak,
til varnar skemdum af óhagstæðum
hausts og vetrarveðrum.
Væri eg spurður, hver eg teldi sér-
stök einkenni Vesturálfu, þá mundi
eg svara: Breytileiki loftslagsins,
svipbreyting landsins, frjómagn jarð-
vegarins, afurðagnægð álfunnar allr-
ar, af og úr landinu. En væri eg
spurður um einkenni íbúanna, þá
myndi eg telja sjálfstraust þeirra og
óstöðvandi framsóknarþrá, hugvit
þeirra og hagfræðilega þekkingu. —
Væri eg spurður hvað Vesturálfan
hefði lagt til menningar mannkyns-
ins, þá mundi eg benda á, að frá
Vesturálfunni hefir heimurinn feng-
ið talsímann (telephone), ritsimann
á sjó og landi (telegraph og cable),
Radio, bifreiðar, flugvélina, rafljós-
in, hreyfimyndavélina, málvélina,
saumavélina, og öll þau akuryrkju-
verkfæri, sem notuð eru hér í landi
og öðrum menningarlöndum, þar sem
akuryrkja er stunduð með nútíðar-
þekkingu. Eg þori ekki að segja loft-
skeytin séu Vesturálfu uppgötvun.
En Marconí hinn ítalski var hér í
landi, þegar hann lauk við þá upp-
götvun, og fyrsta loftskeytið, sem
flaug yfir Atlantshaf, var sent héð-
an frá Vesturálfunni.
Athugið nákvæmlega þá nytsemd
og þá ánægju, sem þær uppgötvanir,
sem eg hefi nefnt, veita' heiminum.
Hugsið ykkur svo að þér séuð á einu
vetfangi sviftir notkun þeirra allra,
og segið mér þá hvað eftir er, og
hvort yður myndi ekki finnast þér
vera horfnir aftur í fornaldarmyrk-
ur, þar sem engin væru samgöngu-
færi við umheiminn. Margar fleiri
nytsamar uppfyndingar má vafalaust
finna, sem upptök sín eiga í Vestur-
álfunni, þótt eg gæti þeirra ekki í
svipinn.
Að þessu öllu íhuguðu langar mig
til að biðja tilheyrendur mína alla að
samþykkja með mér þá sannfæringu
mína, að oss beri að þakka guðs for-
sjón fyrir, að hafa geymt gegnum
aldirnar, svo að segja óbygða, þessa
yngstu, mestu, auðugustu og beztu
heimsálfu, til afnota hinum hvíta
flokki mannkynsins. Ekki aðeins
þeim kynslóðum, sem hér hafa dvalið
um síðastliðin 300 ár, síðan fyrstu
frumherjarnir tóku hér bólfestu, held-
ur einnig og öllu fremur fyrir þær
væntanlegu, komandi og ennþá o-
fæddu kynslóðir, sem við vonum að
hér festi rætur með eignar og nota-
rétti landsins, og eflingar þess á all-
an hátt, sér til sannrar farsældar og
öllum heimi til blessunar um ókomn-
ar aldir.
----------x-----------
Skýrsla Amundsens.
«)>’. hrakninga þeirra norðurfaranna
og mannraunir norffur í ísnum.
ísafold hefir áður flutt allítarlegar
fiegnir af för Amundsens og félaga
hans. Hefir Morgunbl. fengið skeyti
beint frá leiðangursmönnum, er send
vcru gegnum Loftfarafélagið norska.
sem aðsetur hefir i Osló.
Þegar eftir að flugrriennirnir komu
til Svalbarða, sendi Amundsen ítar-
lega skýrslu um förina, og hefir
Morgunblaðið nú fengið þessa
skýrslu. Birtum vér hér kafla úr
henni. Er hér slept úr köflunum um
flugið norður og einnig flugið suður
aftur til Svalbarða, því oflangt yrði
að birta alla skýrsluna, enda minst
mist, þótt þessa kafla vanti. Aftur er
hér tckin frásögnin um dvöl flug-
mannanna norður í ísnum og þá
mörgu örðuglejka, er þeir áttu við
að strxða, þegar þeir voru að reyna
að hefja sig til flugs aftur. Er
skýrslan einkar fróðleg og lýsir vel
þeim mörgu og miklu hættum, sem
urðu á vegi flugmannanna.
Klukkan 1 aðfaranótt 22. maí til-
kynnir Feucht að helmingur af
benzínforðanum sé eyddur, og við á-
kveðum að lenda til þess að athuga
nákvæmlega hvar við séum staddir
þv: ilt er að gera slíkar athuganir é
fitgi.
Nú erum við staddir yfir stórri ís-
vek. Riiser-Larsen spyr mig, hvort
viö eigum að lenda í vökinni. Eg
vara við því, þar eð eg óttast að ís-
inu kunni að skrúfast saman áður en
við getum flogið uppl aftur. Við
fljúgum lágt yfir ísnum og leitum að
lcndingarstað. Skamt frá okkru sjá-
um við ísjaka, sem virðist líklegur til
þess að setjast á. Við fljúgum yfir
j.-.kanum í 10 metra hæð. Riiser-
Larsen beygir enn upp í vindinn til
þsse að rannsaka lendingarstaðinn
betur. Stefnir hann nú þvert yfir ís-
vókina og í hlé við hrönnina. Við
leitum þar að lendingarstað, en þá
skeður nokkuð alveg óvænt. Aftari
mótorinn í vélinni fór að hósta, og
við verðum smeykir uffl að hann ætli
að hætta að ganga (síðar komumst
við að raun um að mótorinn hafði
fengið of mikið loft, annað var það
ekki.)
Til allrar hamingju er rétt hjá
okknr ofurlitil vör út úr vökinni —
þs.j' innilukt milli hárra ísjaka. Þar
sen. flugvélin var ennþá of þung til
þess að annar mótorinn nægði til
þess að halda henni uppi, var ekki
un: annað að gera en að taka neyð-
arlendingu.
'Riiser-Larsen stöðvar nú báða mót-
orana og setur flugvélina á vörina.
Vörin er lögð þunnum ís. Dregið er
ú ■ ferðinni eftir mætti til þess að
bíturinn geti brotið ísinn. Þó geng-
ur það of illa og vörin er svo þröng,
aö vængir vélarinnar aðeins sleppa
fríir við ísjakana til beggja handa.
Við brunum áfram í vörinni — inn-
ar sáum við ísklumpa upp úr, —
þeir sporðreisast og fara í kaf. Inst
í vörinni fast við íshrönnina stöðvað-
ist vélin og var óskemd með öllu.
Við reynum að snúa vélinni til þess
að komast aftur inn i stóru vökina.
Það var erfitt verk, því isjakar voru
aktaðar fyrir, og meðan við vorum
að þessu, luktumst við inni í ísvör-
ii,ni og gátum hvergi hreyft okkur.
Dietrichson hafði athugað lendingu
okkar og hélt að Riiser-Larsen væri
alveg genginn af göflunum að velja
slíkan lendingarstað. Hann hafði
ei'ga hugmynd um að þetta var neyð-
ariending hjá okkur.
Dietrichson lenti á stóru ísvökinni,
en við frá Nr. 25 sáum ekkert til
þcirra félaga — hvernig þeim hepn-
aðist lendingin.
Vél okkar J N. 25 — sat föst milli
hárra ísjaka og ekkert var líklegra en
að hún eyðilegðist þar með öllu. Við
flýttum okkur þvi að taka matar-
forða og það nauðsynlegasta af út-
búnaði úr vélinn og köstuðum upp a
'U athuganir gerðar. Erum
gr. og 43. min. 2. sek. nbr.,
• 19. mín. 5. sek. vl. Undir
frýs flugvélin föst, og all-
ir, sem gerðar voru til þess
lana, mishepnuðust. Nú er
il reiðu, svo við getum þeg-
f stað áleiðis til Columbiu-
svo illa tækist til að flug-
iilegðist. Við vissum ekk-
laga okkar á 24, hvort þeim
inast lendingin. Einu sinnx
við að við hefðum heyrt
svo ekkert meira.
aldum áfram erfiðmu og
ð höggva stórt skarð i >s-
flugvélina þar upp. En alt
óðum og við höggvum og
við ekkert ráðið. Við for-
erða áhyggjufullir. Nu a-
/ið að reyna við framstafn
- að höggva þar skarð og
akana, sem næstir voru —■
á þann hátt að koma flug-
einn stóran ísjaka, sem var
metra fjarlægð.
i tekið til óspiltra málanna.
rsen notar öxiná, Feucht
en eg langan hnif, sem eg
ndið fasitan við skiðastaf.
r svo mikið, sem þarf að
,ð í fvrstu sýnist það vera
að framkvíema, ella var dauðinn
vís.
Við fengum æfinguna smátt og
sinátt og unnum hvert þrekvirkið af
öðru.
Um eftirmiðdaginn birti yfir og
v:ð sáum norska fánann blakta yfir
isbreiðunni alllangt frá þeim stað sem
við vorum. Við vorum ekki í nein-
u'n vafa um, að þessi fáni var frá fé-
Iögum okkar á N. 24. Við urðum
m-iög glaðir og drögum upp fánann
hjá okkur. Riiser-L*rsen bindur í
snatri saman tvo skíðastafi og við
drögum stóra silkifánann. Fáum
mínútum eftir svara félagar okkar
fra 24, og nú byrjum við að tala
saman með ýmsum merkjum. Við
fáum að vita frá félögum okkar á 24
að flugvél þeirra hafi laskast allmik-
ið — báturinn fengið leka, þegar þeir
voru að flytja vélina til, en með því
stöðugt að dæla, gátu þeir haldið
henni á floti.
Við héldum áfram og reyndum að
Icsa okkar vél, og eg lét félagana á
24 einnig reyna við sina, til þess, ef
mögulegt væri, að fá þó aðra vélina
upp úr í^vökinni. ísinn dreif í si-
ftllu og við nálguðumst félaga okk-
ai — Hinn 25. maí sáum við sel á
ísnum, en því miður urðum við ekki
svo hepnir að geta veitt hann.
Næsta dag sáum við að félagar
okkar á 24 eru að yfirgefa flugvél-
ir.a og við erum vissir um, að þeir
hsfi orðið að hætta öllum tilraunum
a5 ná henni upp. Við sjáum að þeir
fclagar st.efna til okkar, og fara beina
leið yfir nýlagðan ís, sem var á
vokinni, og ætla með því að stytta
ser leið og losast við langan og erf-
iðan veg í kringum vökina.
Þeir nálgast okkur. Riiser-Larsen
og eg förum á móti þeim og tökum
með okkur seglbát til þess að geta
fiutt þá yfir vök, sem þar var auð.
Þá skeður hræðilegur atburður.
Við heyruni neyðaróp. Dietrichson
og Omdal höfðu fallið niður um ís-
inn, og straumurinn var svo mikill
i vökinni, því ísinn var að skrúfast
saman — að þeir félaga gátu við
ekkert ráðið — hringiðan ætlaði að
soga þá niður í einni svipan. Ells-
worth gekk spölkorn á eftir þeim fé-
lögum og hleypur nú til hjálpar;
hann nær í Dietrichson og getur tos-
að honum upp á skörina, og sva
gátu þeir í félagi, Dietrichson og
Ellsworth, bjargað Omdal — en það
var á sígasta augnabliki. Við gátum
engri hjálp komið að með seglbátn-
um, því þunnur ís var nú kominn
yfir alla vökina, en eg get ekki lýst
með orðum þeirri gleði okkar, þegar
við sáum á kollana á þeim þrem fé-
lögum okkar — að þeir voru að nálg-
as* ökkur heilir á húfi.
Dietrichson og Omdal voru sem
fljótast fluttir yfir í flugvél okkar
— þar fengu þeir sjóðandi súkkulaði
og þur föt og hrestust skjótt.
Nú tókum við allir sex til óspiltra
málanna og ruddum veg handa £5.
Um kvöldið þann 27. maí var braut-
in fullger. Mótorinn var nú upp-
hitaður og settur í gang, til þess að
létta undir með okkur meðan við
flyJtum flugvélina. Við gátum með
allmiklum erfiðleikum flutt vélina á
stað, sem hún var nokkurnveginn ör-
ugg á.
Til þess að geta varið sem lengst-
um tíma í það að koma 25 á einhvern
stað, þar sem hægt væri að hefja
hana til flugs, og til þess að hafa
nægan mat til Columbíahöfða, ef svo
illa tækist_ til að við yrðum þangað
að fara, spöruðum við matinn sem
mcst við gátum. Fengum við mat
aðtins eftir skömtun og mjög litið
í hverja máltíð.
I kvöld- og morgunverð fengum
v'.i einn súkkulaðibolla og þrjár
hafrakex-kökur. í miðdegisverð
fengum við “Pemikan”-súpu, og voru
hverjum manni ætluð 8 grömm.
Við urðum máttlitlir af þessari
litlu fæðu, en annars leið okkur vel.
Eítir hverja máltíð fengum við reyk
tóbak í eina pípu á meðan tóbakið
entist.
— Næst segir Amundsen frá hinum
mörgu og miklu erfiðleikum, er þeir
áttu við að stríða, meðan þeir voru
ab útbúa flugvöll handa vélinni til
þess að hefja sig upp af. Isinn var
á stöðugri hreyfingu og eyðilagði
jainóðum alt sem unnið var. Stund-
uni var flugvélin mjög hætt komin,
vegna þess að ísinn skrúfaðist svo
hátt saman, jakarnir mynduðu háar
íshrannir, og þá þurftu flugmenn-