Heimskringla - 26.08.1925, Blaðsíða 6

Heimskringla - 26.08.1925, Blaðsíða 6
>SÍÐA HEIMSKRINGLA 'SZ61 ‘XSOOV ’9Z ‘ÐadlNNIM “TVÍFARir. Skáldsaga Eftir H. de Vere Stacpoole. Þýdd af J- Vigfússyni. Þessi hugsun rændi Rochester hinum eina aðlaðandi svipdrætti, sem Jones hafði séð hjá honum. Jones ýtti disknum frái sér. Á sama augnabliki kom Church inn. Hann gekk að borðinu og sagði hálfhátt: “Lafði Plinlimon, yðar hágöfgi.” “Lafði Plinlimon?” “Já, yðar hágöfgi. Eg lét hana fara inn í reykingaklefann. Jones var búinn að borða. Hann stóð upp ráfnaði bréfunum saman, og með þau í hend- inni gekk hann á eftir Church. Digur stúlka með stóran hatt sat í haagindastólnum. Hún var áreiðanlega fjörutíu ára með stórt, breitt andlit, málað með falslitum. * “ó, eruð þér þarna!” sagði hún, þegar hann kom inn og lokaði dyrunum á eftir sér. “Eins og þér sjáið, þá er eg snemma á ferli í dag.” Jones kinkaði kolli, tók smávindil úr kass- anum og kveikti í honum. Stúlkan stóð upp og gerði hið sama. Hún blés reyknum gegnum nefið. Jones leit á hana og fanst hún viðbjóðsleg. Svo settist hún aftur og leit út fyrir að vera óróleg. “Eg hefi heyrt að systir yðar sé flutt til móð- ur sinnar. Er það satt?” “Já,” svaraði Jones, sem mundi eftir fugla- hræðunni frá deginum fyrir. “Þá getið þér lifað í friði, ef þér látið hana ekki koma aftur. En eg kom ekki til að tala um hana, heldur aðeins af því að eg er í miklum vandræðum.” “Er það?’ ’ “Hræðilegum. Eg verð að fá peninga núna undireins.” “Er það?” “Já, eg var viss um að geta fengið þá í gær, en viðskifti mín hepnuðust illa. Þér verðið að hjálpa mér, Arthur.” “Hvað mikið þurfið þér?” “Fimtán hundruð. Eg skal borga þau aftur bráðlega.” “Fimtán hundruð pund.” “Já, auðvitað.” Jones skildi nú kringumstæðurnar. Hvers vegna kom þessi stúlka hingað í dag, svo bráð- lega eftir að' Voles, sem hafði bréfin hennar, var sigraður? Hvernig hafði Voles fengið þessi bréf. Hann hafði lagt þessa spurningu fyrir sig áður, og sá nú, að til voru margir einkennilegir mögu- leikar. “Til hvers þurfið þér peningana?” spurði hann. “Þú mikli Kínverji — en sú spurning! Hvað stúlka vilji með peninga? Eg þarfnast þeirra, það er nóg. Hvers annars ætlið þér að spyrja?” “Hvaða viðskifti voru það, sem áttu að færa yður peninga í gær?” “Gróðafyrirtæki í kauphöllinni.” “Hverskonar gróðafyrirtæki?” Hún roðnaði af vonzku. “Eg er ekki komin til að tala um það. Eg kom til yðar sem vinar, að biðja yður að hjálpa mér . Ef þér neitið — nú, þá næ*r það ekki lengra.” “Við eru^i ekki alveg búin,” sagði Jones. “Mig langar til að spyrja yður einnar spurningar ennþá.” “Gerið svo vel.” “Þér bjuggust við að fá fimtán hundruð pund í gær?” v “Já.” “Bjuggust þér við að fá þau hjá A. S. Voles?’ Hann sá strax að hún var sek. Hún stóð að hálfu leyti upp, en settist aftur. “Við hvað eigið þér?” hrópaði hún. “Þér vitið mjög vel, við hvað eg á,” svaraði hann. “Þér áttuð að fá fimtán hundruð pund sem yðar hluta af því, sem hann fékk fyrir bréf- in. Þér heyrðuð í gærkvöldi, að eg hafði sagt nei. Hann var erindreki yðar; því er gagns- laust að neita; hann sagði mér frá öllu.” Það var hræðilegt að sjá andlit hennar, það var náfölt, með rauðum falslitarblettum. “Þetta er alt saman lýgi!” sagði hún ‘‘lýgi, lýgi!” , *• , i • Hún stóð upp reikandi. Hann langaði ekki til að fást við þettá lengur. Að ásækja kven- mann, var ekki eftir hans geði. Hann gekk til dyranna og opnaði þær fyrir hana. “Þetta er ekki satt. Eg skal skrifa yður um þetta.” ' , Hún reikaði út. Hann hélt að hun mundi rata til útidyranna; hann lokaði herbergisdyrun- um og settist við ofninn. Hann var ekki sigri hrósandi; hann var alveg hissa; honum fanst hann aldrei hafa mætt jafn lélegri slægð fyr. Og þetta var kvenmaður af aðalsættum. Hún hafði tælt Rochester til að daðra við sig, og hún hafði fengið Voles til að neyða hann til að borga átta þúsund pund fyrir bréfin. Hún hafði dáleitt Rochester, hótað honum með hjónabandsskilnaðardómstólnum; að nokk- ur manneskja skyldi sökkva svo djúpt. Hann tók bókina “Hver er hver”, og leitaði nafnsins Plinlimon. “Plinlimon: Þriðji barón; gerður að aðals- manni 1831, Albert James, fæddur 10. marz 1862, einka sonur annars baróns og konu hans Júlíu, dóttur J. H. Thomson Clifton, sem var giftur Sapphiru, dóttur Markúsar Mulhausen, sjálfmentaðs manns; heimili Roost, Tile Street, Chelsea. Þannig hljóðaði skýringin í “Hver er hver”. “Eg þori að veðja mínum síðasta dollar, að hann er með í þessu,” sagðí Jones, og átti við Plinlimon, Albert James. En svo brosti hann, það var hálfgaman að þessu. Voles hafði borgað aftur átta þúsund *pund, en sem umboðsmaður hafði hann fengið 25 prósent, það er að segja hann hafði tapað sex þúsund pundum við þetta gróðabrall. Þetta gladdi Jones meira en sigur- inn. Voles var honum viðbjóðslegur, þó hann hataði hann ekki. “Og nú skulum við heimsækja Mortimer Collins,” sagði hann og lét upplýsingabókina aft- ur á hilluna. Hann gekk út, kallaði á ökumann og lét hann fara með sig Sergeants Inn. Hann hafði ekki neitt sérstakt erindi til Collins. Hann vildi að- eins leita upplýsinga um sjálfan sig. Þekking var honum nauðsynleg í núverandi stöðu hans. Hann þurfti góð herklæði, þar eð hann barðist ekki eingöngu við nútímann, held- ur líka við fortíð annars manns — og við ann- ars manns stefnu eða stefnuleysi. 10. KAPÍTULI. “Hvað er þetta? Átta þúsund pund!” “Hann kom til að kúga mig ennþá einu sinni, en eg tók honum með alvöru, kallaði á lögreglu- þjón, fékk Voles til að skila aftur ránsfengnum. Þarna er ávísunin. Haldið þér að hún sé ekki nógu góð?” “Jú-jú, hann er vel efnaður maður; en þér fullvissuðuð mig um að hann hefði aðeins fengið eitt þúsund pund.” Jones bölvaði með sjálfum sér. Að verða að taka að sér liðinn tíma þrælmennis er slæmt, en það er næstum verra að taka að sér ilðinn tíma staðfestulauss manns. “Eg skrökvaði að yður,” sagði hann. Collins hætti við að tala nokkur gremju- og fyrirlitningarorð, sem honum duttu í hug. “Hvað getur læknir gert fyrir sjúkling, sem þegir um áríðandi efni?” mælti hann. “Ekkert. Hvernig get eg trúað því, sem þér segið?” “Það veit eg ekki. En eg bið yöur að trúa — eg bið yður að trúa því, að eg er breyttur. Eg hefi fengið skell, sem breytt hefir öllu eðli mínu. Eg er ekki sð sami og í fyrradag.” Collins leit forvitnislega á hann. “Þér eruð breyttur,” sagði hann. “Rödd yð- ar er líka öðruvísi. En eg skal ekki spyrja um, hvað það er, sem. hefir haft slík áhrif á yður. Eg vona aðeins að betranin verði varanleg í fram- tíðinni.” “Eins og fjall,” sagði Jones. “Nú skal eg byrja að nýju. Fyrst skal eg leigja þetta bog- svið —” “Bogsvið?” “Já, þetta hús. Það er góð hugmynd, viljið þér hjálpa mér með það. Eg þekki ekki aðferð- ina við að leigja hús annara.” Kolanáman. “Auðvitað skal eg hjálpa yður. Eg held eg geti útvegað yður leigjanda undireins. Brace- Sergeants Inn er við Fleet Street; þar er ró- I bridSe vil1 einmitt slíkt heimili með húsbúnaði. legt pláss, því þar búa aðeins lögmenn. Til skal láta skrjfara mínn skrifa yður bréf — hægri hliðar hafði Mortimer Collins skrifstofur I ef Þetta er alvara yöar. “Mér er þetta alvara.” “Það er gott. Áður neituðuð þér að leigja burt húsið, þér tókuð því eins og einskonar móðgun, eins og eg hefði stungið upp á ein- hverju vansæmandi, — og þó, þér samþyktuð á endanum að gera það.” “Að skulda peninga og geta ekki borgað þá, er hið eina vansæmandi,” sagði þessi falski lá- varður Rochester. “Það skil eg nú.” “Guði sé lof fyrir það,” sagði Collins. “Eg fæ einhver herbergi í rólegu hóteli,” sagði sínar. Hann var roskinn maður, kyrlátur, föl- ur, hávaxinn með þunt skegg. í frístundum sín- um safnaði hann gömlum bókum. Annars hafði hann mjög gott álit sem lögmaður. Flestir skjólstæðingar hans voru aðalsmenn eða jarðeigendur. Þetta gat maður séð á skjala- hirzlunum sem stóðu í röð fram með veggjun- um. “Cave-jörðin”, ”Sir Jardine Jardine”, “Blundell-jörðin” o. s. frv.; þannig voru áritan- irnar. Hann þekti alla og hann vissi alt um alla, um sumar manneskjur vissi hann afar ljótt I og leiðinlegt, og hann var tíður gestur í hinum Jones. “Með þessum átta þúsund pundum og beztu húsum. Menn kunnu vel við hann, sjálfs leigunni fyrir apakattahúsið, ætti eg að geta hans vegna, og hann kveikti hjá öðrum það bjargað mér.” traust,\sem fylgir samhygðinni. “Eg get ekki betur séð, en að þér getið það,” Inn til þessa manns kom Jones, og lijá þess- svaraði Collins hvetjandi. “Ef þér eruð aðeins um manni fékk hann kurteisar en kaldar við- nógu viljafastur. Til allrar hamingju hafa eignir tökur, Jones sneri sér strax að efninu, eins og venja | hans var. “Eg kem til þess að tala alvarlega við yður,” sagði hann. “Er það?” sagði lögmaðurinn. nýtt á seiði?” konu yðar ekki verið snertar. Og nú um hana. Já,” sagði Jones og kuldahrollur fór um i hann. “Ást góðrar konu er það sem ekki fæst fyrir i peninga,” sagði Collins. “Eg hefi góða ástæðu “Er nokkuð til að ætla að hún elski yður ennþá, þrátt fyrir alt, sem fyrir hefir komið. Án tillits til lífernis “Nei, eg vil aðeins tala við yður um stöðu yöar, held eg að það versta hafi verið, að láta mína í heild sinni. Eg veit að eg hefi hagað systur yðar vera í húsinu. Það gat aldrei orð. i ið til góðs, og í þessu tilfelli, með geðslagi ung- frú Birdbrooks, hlaut það að ganga illa, en nú hefir alt breyzt. Langar yður ekki til að finna konu yðar og tala rólega við hana um alt mögu- legt?” “Nei,” svaraði Jones fljótlega. “Eg vil helzt ekki finna hana — það er að segja ekki strax.” “Eins og þér viljið,” svaraði Collins. “Seinna lítið þér máske öðruvísi á þetta.” Svo lofaði lögmaðurinn að láta hann vita, þegar leigjandinn beiddi um húsið, og ‘Jo/nes kvaddi og fór. Orð lögmannsins um konu hans gerðu hann svo ruglaöann, að hann langaði helzt til að flýja mér eins og þorskur.” Lögmaðurinn lyfti höndunum og sprikaði fingrunum — þetta var mjög þýðingarmikið. “En nú vil eg koma öllu í gott horf aftur,” hélt Jones áfram. Lögmaðurinn stundi. Svo tók hann leður- snepil upp úr vasanum og fór að hreinsa gler- augun. “Þér munið hvað eg sagði yður í fyrradag,” sagði hann. “Hafið þér afráðið að fara að ráð- um mínum. Þér höfðuð þá ekki annað svar en rugl um sjálfsmorð.” , “Hvaða ráð?” Collins hreyfði sig óþolinmóðlega. “Ráð — að fara burt úr þessu landi og leita frá öllu saman. Á leiðinni út hugsaði hann um gæfunnar í nýlendunum.” ! ferðaáætlun, en hún varð ekki löng. Það komu “Hum,” sagði Jones. “Nú man eg það. Síð- ' nokkrar manneskjur á móti honum í stiganum, an þér gáfuð mér þetta ráð, hefi eg hugsað um | og hann vék til hliðar svo þær kæmust áfram. lt. Eg ætla að vera hér kyr og koma öllu í gott lag aftur.” Aftur hreyfði lögmaðurinn sig óþolinmóðlega. Digur kona gekk fremst, á eftir henni var roskinn maður og ung stúlka með stóran hatt. “Nei, þarna er þá Arthur!” hrópaði digra “Þér þekkið fjárhagsáteigkomulag yðar eins konan ;“en hvað það var heppilegt. Arthur, við vel og eg,” sagði hapn. “Hvernig ætlið þér að ; erum á leiðinni til Mr. Collins, það hefir skeð koma öllu í gott lag 'aftur? Þér getið það ekki, nokkuð hræðilegt.” þér eruð sokkinn ofan í skuldir. Fyrir mánuði Hinn óhepni Jones sá! nú að stúlkan með stóra síöan ráðlagði eg yður að fækka þjónum yðar; hattinn var ungfrú Birdbrook. Gamla manninn og leigja öðrum Carlton House Terrace. Þér! sögðuð, að þér skylduð gera það, en þér gerðuð það ekki, og það gramdist mér. Eg hefði heldur viljað, a þér hefðuð blátt áfram sagt nei. Nú, vandræðin getur borið að höndum nær sem helzt. Þér hafið fengið of mikla peninga hjá Coutts, þér hafið ekkert, sem þér getið grætt peninga á. Skuldir yðar til kaupmanna og annara eru, eins og þér sögðuð mér, liðug 2500 pund. Þér sjáið sjálfur hvernig þér eruð staddur.” “Eg segi aftur, að eg skal koma öllu í lag,” sagði Jones. “Alt hefir gengið svona illa, af því eg hefi verið þorskur.” “Mér þykir vænt um að heyra þetta frá yð- ur.” “En nú er þaft um garð gengið. Þér þekkið söguna um okkur Voles?” Collins kinkaði. “Hvað segið þér þá um þetta?” Jones lagði ávísun Voles fyrir framan lög- manninn. hafði hann aldrei séð, en sýnilega þekti hann lá- varðinn (Jones) mjög vel. Hann hlaut að vera náfrændi hans, ef dæma skyldi af hinni kuldalegu og ósvífnu framkomu hans. Látbragð hans bar herforingjaeinkénni og skarð var í höku hans og hakan stór og sterkleg. “Bezt að segja ekkert hérna,” sagði hann. “Verðið þér okkur samferða inn til Collins?” Jones langaði alls ekki til að tala meira við Collins, en hann þráði að heyra um.það hræði- lega, sem skeð hafði. Hann var hálfhræddur um að það stæði í sambandi við sjálfsmorð Rochest- ers. Augnabliki síðar stóð hann ásamt hinum inni á skrifstofu Collins, og lögmaðurinn fékk konunum stóla til að sitja á, og settist svo sjálf- ur við hallborðið sitt. “Ó, herra Collins,” sagði eldri konan. “Það hefir skeð nokkuð hræðilegt. Kol — þeir hafa fundið k^>l!” Meira gat hún ekki sagt. Eldri maðurinn með liökuskarðið byrjaði þá að tala. “Þessi asni þarna,” sagði hann og benti á Jones, ”hefir selt kolanáimu, sem máske er milj- óna virði, fyrir fimm þúund pund. Það eru fund- in kol í Glanaswyn; eg heyrði það fyrst í gær- kvöldi og aðeins af tilviljun. Struthers sagði við mig í klúbbnum: “Þekkið þér landið í Glamor- gan, sem Rochester hefir selt Markúsi Mulhaus- en?” “Já,” sagði eg. “Vitið þér,” sagði hann, “að það er stærsta kolanáman í Wales. Gufu- ko,l og Mulhausen ætlar sjálfur að láta vinna í námunni. Honum voru boðin tvö hundruð og fimtíu þúsund pund fyrir landið í síðastliðinni viku; þeir hafa verið að bora þar í hálft ár.” — Þetta sagði Struthers mér í dag og eg hefi heyrt það staðfest. Mulhausen grunaði auðvitað, hve mikils virði landið er, og svo lagði hann gildru fyrir þenna asna.” * Jónes gætti sín. Hann vissi ekki hve ná- skyldur hann var þessum reiða, gamla manni. En Collins fræddi hann um það. “Systursonur yðar hefir sjáanlega verið gabb- aður, yðar hágöfgi,” sagði hann. Svo sneri hann sér að Jones: “Eg varaði yður við því að selja þetta land. Guð veit að eg þekki þetta hérað mjög lítið, og kolanámurnar ennþá minna. En eg er altaf andstæður því að selja lönd, einkum jafn viðsjálum manni og Mulhausen. Eg bað yður að ráðgast um þetta við mann, sem þekti landið. Eg hugsaði ekki um kol. Eg hélt að það væri máske áformað að lengja járnbraut, og þetta var síðasta landið, sem engin skuld hvílir á. Eg varaði yður við að selja.’ “Ó, Arthur,” stundi gamla konan upp. “Þín síðásta landeign. Aldrei hefði mér dottið í hug, að eg yrði að segja þetta við son minn.” Svo teygði hún úr sér og sneri sér að Collins. “Eg kom ekki til að kvarta; eg kom til að spyrja, hvað við ættum að gera til þess að ná rétti okkar. Það er blátt áfram rán; þessi hræði legi maður með þýzka nafnið hefir rænt Arthur, það er augljóst. Hvað getum við gert?” “Alls ekki neitt,” svaraði Collins. “Ekki neitt?” “Yðar tign má trúa mér, þegar eg segi, að það sé ekkert að gera. Á hverju getum við bygt kæru okkar. Salan var alveg opinber, og Mul- hausen hefir ekki annað gert en að bjóða upp- hæðina fyrir landið, og það boð var samþykt — er það ekki?” spurði hann Jones. Jones varð að kinka kolli. “Og þá erum við ráðalaus.” “En ef við getum sannað, að hann hafi vitað að þar voru kol, og þar eð hann mintist ekki á kolin, þá geta lögin þvingað hann til að skila landinu aftur,” sagði gamla konan, sem var móðir Rochesters. Collins brosti næstum því. “Yðar hágöfgi, í þessu tilfelli veita lögin enga hjálp. Setjum svo að eg viti, að C. P. R. hafi uppgötvað kolanáhiur, og að eg noti þessa þekk- ingu til þess að kaupa hluti yðar í brautinni, fyr- ir eitt hundrað hvern; setjum svo að hlutimir liækki í verði upp í þrjú hundruð, gætuð þér þá neytt mig til að skila hlutunum aftur? Alls ekki. Eg hafði grætt peningana á lögiegan hátt með hyggni minni.” “Það er einmitt þetta,” saði fuglahræðan. “Hefði Arthur aðeins haft vanalega heilbrigða skynsemi, þá hefði alt verið öðruvísi.” Hún teygi höfuðið upp úr loðkraganum, en lét það aftur síga niður. Jones stóð þegjandi og afar reiður með hendur í vösum og bakið að glgganum. Honum hafði aldrei í hug dottið, að honum myndi gremjast jafn mikið yfir heimsku, sem hann var ekki sekur um. En þarna stóð hann og áleit sig vera vonlausan heimskingja. Hann sá strax hvernig Rochester hafði verið gabbaður, og með dómgreind sinni fann hann til þeirra sneypu, sem Rochester hefði sennilega ekki fundið. Móðurbróðir hans, hertoglnn af Melford — þannig hét hinn æsti, gamil maður — móðir hans, ekkjugreifinna af Rochester, og systir hans, hin hávelborna Venitia Birdbrook, stóðu nú upp öll saman til þess að losna við hina óþægilegu sögu og frá þeim heimskingja, sem var orsök hennar. ' Maður getur hugsað sér tilfinningar þeirra. Maður í stöðu Rochesters getur næstum verið hvað sem hann vill, á meðan hann er ríkur, en bæti hann synd fátæktarinnar við aðrar syndir, þá er hann glataður. Og Rochester hafði ekki einungis fleygt peningum sínum burt, hann hafði líka fleygt kolanámu á eftir þeim. Það var eðlilegt, þó móðurbróðir hans liti ekki við honum, þegar hann fór út með konurn- ar á undan sér. “Þetta var leiðinlegt,” sagði Collins þegar þeir voru orðnir aleinir. Það var það blíðasta, sem hann gat sagt, og hann sagði það líka. 12. KAPÍTULI. Unga stúlkan í Viktorívagninum. Þegar Jones fór út frá Collins, gekk hann í vesturátt. Hann hafði næstum gleymt því áformi sínu að hætta við þenna leik, sem aðallega lifnaði, þegar Collins ráðlagði honum að tala við konu sína. Sagan um kolanámuna ýtti öllu öðru til hliðar, hugsunin um þessa verzlun töfraði alt eðli viðskiftalífs hans. Kolanáma, sem var miljónar virði, seld fyrir tuttugu og fimm þúsund dollara.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.