Heimskringla - 09.09.1925, Blaðsíða 3
WINNIPEG 9. SEPTEMBER 1925.'
HEIMSKRINGLA
S. BLAÐStÐA
sæmilega góöur, þrifnatSur allur í
betra lagi, og yfirleitt fanst mér þetta
þriðja farrými vera fullboölegt
hverjum manni. Á skipinu voru 2
sölubúöir, prentsmiöja, er daglega
prentaöi loftskeytafréttirnar, rakara-
stofa, lyfjabúö, spítali, 2 læknar og
nokkrar hjúkrunarkonur. Eg hugsaöi
oft um muninn á 3. farrými á e.s.
■“Montreal” eöa svokölluöu 3. farrými
á skipum þeim, er siglt hafa kring-
um ísland fyr og síðar. Þar var far-
ið með fólkið eins og skynlausar
skepnur eða Skrælingja, því var
dyngt í skítuga og stundum lúsuga
hedda, án nokkurra þæginda, og oft
lá það í einni “kös’’ í lestum skip-
anna, ælandi hvað ofan á annað,
skjálfandi af kulda og óhreint eins
og umhverfið. Eg hefi séð þetta með
eigin augum og orðið að gera mér
að góðu að ferðast frá Norðurlandi
til Reykjavíkur oftar en einu sinni
í lestum þessara svokölluðu farþega-
skipa, eða á 3. farrými, sem er lítið
skárra, því þar ætlar óloftið að kæfa
mann. Á “Montreal” var altaf á-
gætis loftræsting, ætíð einhversstaðar
opnir gluggar, hvernig sem viðraði.
Eyrstu þrjá dagana leið mér ekki sem
bezt, var þó lítið sjóveikur, en
drungafullur og þunglyndur. Einn
morgun um 7 leytið, er eg var ný-
kominn á fætur, mætti eg trúboða
nokkrum enskum, er kominn var um
sjötugs aldur. Hann var nýkominn
úr köldu steypibaði og hinn hress-
asti. Eg skammaðist min fyrir það,
að hafa ekki haft rænu á því að fá
mér bað, þegar eg komst að því, að
þesi gamli maðdr, sem var helmingi
eldri en eg, hafði baðað sig daglega.
Á 3. farrými voru margír baðklefar,
og fékk maður bað ókeypis, bæði
heitt og kalt. Síðar um daginn fór
eg að dæmi gamla mannsins og fékk
mér bað. Klefinn var svo stór, að
eg gat tekið áður Mullers-æfingar
(er eg lærði á hinum góðkunna Mul-
lers-skóla Jón Þorsteinssonar í
Reykjavík), dældi síðan sjó í kerið
og fór löðursveittur ofan í, þurkaði
mér síðan vandlega og tók hinar
ágætu strokæfingar Mullers. Þvílík
um skifti. Eg iðaði allur í skinninu
af fjöri á eftir, og var líkt og kend-
ur af sætu víni. Eg bjó að þessari
ágætu yngingarlaug allan daginn, og
drunginn og leiðindin hurfu. Þetta
var betra en nokkurt glas af víni! Upp
frá þessu baðaði eg mig daglega í
sjónum úr Atlantshafinu alla leiðina
vestur.
Þegar eg var drengur, heyrði eg
talað um bónda einn í Svarfaðardal
(Jón heitinn í Klaufabrekkukoti), er
mikið fékst við lækningar þó ólærður
væri, og fór mikið orð af læknis-
kunnáttu hans. Eitt sinn átti hann
'að lækna konu nokkra með svokall-
aða “móðursýki”. Hafði hann þá
látið sækja sjó í tunnur langt út fyrir
land, og baðað sjúklinginn daglega
upp úr sjónum nokkra hríð, unz
móðursýkin hvarf með öllu. Eg
heyrði þess ekki getið að hann hefði
notað nokkttrt meðal nema sjóinn!
Hvað sem þessu líður, er það mín
reynsla, að hreintt og ómengaður sjór
styrkir og skerpir taugarnar og eyk-
ur ltfsgleðina. Eg get getið þess
hér, að Muller heldur þvt fram, að
köld vatnsböð styrki menn betur, ef
dálítið af salti er leyst upp í vatninu.
• Sunnudaginn 17. maí hélt trúboð-
inn fyrnefndi (eða presturinn) Rev.
Dr. Wilkie, guðsþjónustu bæði á
Cabinet-farrými og 3. farrými (í
borðsalnum). Voru allir viðstaddir
nema nokkrir ungir gárungar, sem
kusu heldur að sitja við spilaborðið
í reykskálanunt. Þar vpru sungnir
nokkrir sálmar á ensku, og leikið
undir á píanó. Kannaðist eg aðeins
við eitt lagið, þetta fagra lag i við-
bæti séra B. Þ.: ‘‘Vér hjá mér, herra,
dagur óðum dvín.
Eg átti síðar tal við Rev. Wilkie,
og kvaðst hann hafa verið fjölda
mörg ár á Indlandi við trúboðsstörf.
Tilheyrir hann Presbyterian-kirkj-
unni. Talaði hann í tvö kvöld um
Indland fyrir okkur farþegana, og
sagði frá ýmsu, er vakti mikla at-
hygli. Kvartaði hann mikið yfir hit-
anum á Indlandi, og virtist útlit hanS
staðfesta, að sá framburður væri
sannur. %
Á hverju kvöldi komum við far-
þegarnir og margt af starfsfólki
skipsips, saman til þess að taka þátt
í ýmsum skemtunum, svo sem hljóð-
færaslætti, söng, upplestri, skritlum,
smásögum o. fl. o. fl. Sérstaklega
var söngur og hljóðfærasláttur ofar-
lega á dagskránni, og var altaf við
og við sungið og leikið á píanó frá
morgni til kvölds, öllum tiÞ.ánægju og
afþreyingar.
Voru á okkar farrými að minsta
koáti 3 æfðir píanólieikarar, þar á
meðal Friðþjófur Jónasson, og auk
þses nokkrir viðvaningar, er hömruðu
úr hljóðfærunum smálög til tilbreyt-
ingar á eftir hinum “klassisku” við-
fangsefnuni. Það er algengt á svona
ferðalögum, að menn af mörgum þjóð
flokkum séu samankomnir, sem ekki
skilja hverjir aðra, og mun þá ekkert
vera jafn vinsælt eins og góður
hljóðfærasláttur, — þetta vinsæla al-
heimsmál, sem hvert barnið skilur,
og vafalaust mun margur maðurinn
geta tekið undir með skáldinu:
“Þá sönglist eg heyri og svanfögur
hljóð,
mér sorgirnar renna frá hjarta,
með hugmynd um englanna helgustu
ljóð
við hásæti guðdómsins bjarta.”
Eg las nýlega í útlendu blaði, að
þýzki tónsnillingurin Beethoven hafi
einhveru sinni skrifað kunningja sín-
um meðal annars þetta: “Musik ist
höhere Offenbarung als alle Weis-
heit und Philosophie”. — Vér lifum
nú á mikilli hljómlistaröld, og eg tel
víst að sumir muni nú sammála Bee-
thoven um það, að “Músík” eða
hljómlist sé háleitari opinberun, held
ur en jafnvel heimspeki. — —
Yfirleitt þótti mér ferðalagið á
“Montreal” hið skemtilegasta. Þótt
sjóveikin drægi dálítið/ úr vellíðjm
manna fyrstu dagana, þá var svo
komið, er á leið, að fólkið var farið
að “sjóast”, eins og sjómennirnir
kalla það. Flesta daga var sjórinn
úfinn og kalt og hvast veður, og einn
sólarhring var svo þungur sjór, að
skipið gekk ekki nema tíu mílur að
jafnaði á klukkustund. ViJdi þá
þetta stóra skip höggva heldur þung-
lamalega, og stundum om það fyrir
að skrúfan fór upp fyrir yfirborð
sjávarins; varð þá ógurlegur hrist-
ingur og duttu sumir landkrabbarnir
kylliflatir, þar sem þeir voru stadd-
ir. —
Mér fanst skipið líkast dálitlu þorpi
eða kaupstað, þvi vistarverurnar voru
afar margar og íbúarnir samtals á
fimta hundrað. Þar voru öll hugs-
anleg þægindi. Þeir sem voru “múr-
aðir”, gátu keypt alla skapaða hluti
i sölubúðunum, ávexti allskonar, sæl-
gæti, bjór o. s. frv. Þar voru lánað-
ar út bækur af bókasafninu, og notaði
eg mér það óspart og margir fleiri.
Vín var ekki selt nema á “Cabinet”-
farrými, og aðeins eftir læknisráði
þeim er voru á 3. farrými. Eitt
kvöld kom það fyrir að nokkrir ung-
i.* og kátir náungar drukku sig dá-
litið kenda og urðu dálítið missáttir
út af írskri blómarós. Skoruðu
þeir hvern annan á hólm og voru
FOR SERVICE
ftUALITY
and
LOW PRICES
LIGHTNING
0 REPAIR
32S B
Hargrrave St.
PHONEt N 0704
f
búnir að hasla sér völl frammi á
skipi, með bera handleggi og krepta
hnefa, þegar tveir lögreglumenn eða
næturverðir skipsins komu og stíuðu
þessum afbrýðissömu angurgöpum
sundur. Þegar það kemur fyrir, að
farþegar' brjóta “lögreglusamþykt”
skipsins, er þeim varpað í fangélsi á
nreðan á ferðinni stendur. Eg hefi
heyrt sögu um það, að hjón frá
Islandi hafi eitt sinn verið á leið
til Ameríku, og hafi maður konunn-
ar heimsótt hana í klefanum til þess
að vita um líðan hennar, sem ekki
getur kallast tiltökumál, en vesalings
maðurinn var dreginn fyrir lög og
dóm, og spurður eítir hvaða erindi
hann hafi átt inn til konunnar, en
með því að hann kunni ekkert orð
i enskri tungu, og gat ekki einu sinni
sagt að hann væri giftur konunni, þá
var honum varpað í myrkrastofu
fyrir tiltækið !
Sem betur fór, var enginn tekinn
til fanga á þessu skipi, en einn vesa-
lings hundur var einangraður allai
tímann í stíu og var sí og æ geltandi.
Býst eg við að flestum á skipinu hafi
liðið þolanlega nema þessum innilok-
aða málleysingja.
Eg var altaf að furða mig á-því á
leiðinni, hvað margir af Skotunum
og írunum voru likir sumum Islend-
ingum, sem *eg þekki. Eg fullyrði,
að þetta var ekki missýning, og er
þetta að vísu ekkert óeðlilegt, þar eð
vér íslendingar munum í annan kyn-
bálkinn af keltnesku bergi brotnir. —
Laugardagskvöldið 23. maí var oss
farþegunum boðið að horfa á hreyfi-
myndir. — Sýningin byrjaði á stóru
vesturfararskipi, frá Englandi til
Canada; voru öll^ farrými sýnd á því
og farþegarnir, landganga og ferða-
lagið með járnbrautarlestinni, veiði í
vötnunum, skógarhögg, heyvinna (er
mér þótti ntikig stinga í stúf við hey-
vinnu á Islandi, þar sent vélar sjást
varla), sáning og uppskeruvinna aJls-
konar, o. s. frv. Sýning þessi var
hin skemtilegasta, og var látin enda
vestur við Kyrrahafsströnd. “Wel-
come to Canada”, voru síðustu orðin,
er við sáum á myndinni.
Daginn eftir (sunnud. 24. maí) vor
um vér staddír um hádegisbilið í
St. Lawrence flóanum (og áttum þá
eftir rúmlega hundrað mílur til Que-
bec), er eg athugaði á sjóuppdráttar-
bréfinu, að vegalengdin, er skipið var
búið að fara, frá því er það lagði af
stað frá Irlandi, var hér um bil 2600
milur. Mér flaug í hug spurning ein,
er kerling nokkur lagði fyrir föður
minn eitt sinn, þá er hann var dreng-
ur. Hún spurði hann sem sé eftir
því, hvort hann héldi að vestrið
myndi vera lengra en út að Ólafs-
fjarðar-Múla! Eg býst við að aum-
ingja kerlingunni ntundi virðast vestr
ið ná nokkttð langt, ef að hún væri
nú komin á þessar slóðir!
Seinni part dagsins prédikaði Rev.
Wilkie aftur, og voru flestir farþeg-
ar viðstaddir. Virtust ntargir vera
hrifnir af ræðu hans, er hann flutti
blaðalaust. Þegar hann kvaddi ntig,
gaf hann mér Lúkasarguðspjall (á
ensku) í lítilli vasaútgáfu.
Seint urn kvöldið í myrkri komum
við til áfangastaðarins (Quebec), og
nú var “æfintýrið á enda leikið senn”,
er að ntörgu leyti var hið skemtileg-
asta. Kl. 7 utn morguninn eftir yfir-
) gáfum við skipið og stigum á cana-
diska grundu í blíðtt veðri. Síðan
var allur söfnuðurinn rekinn inn í
stóra byggingu. Þar rannsökuðu toll- j
þjónar reitur o-kkar, en læknar heilsu |
farið. Á járnbrautarstöðinni var ung
og fögur stúlka, er útbýtti guðs-
orðabókum. Hún gaf mér Markús- (
arguðspjall á ensku. Þar var ltka
búralegur og borginmannlegur karl,
hlaðinn tóbaksvörum frá einhverju
stóru verzlunarfélagi, er hann útbýtti
gefins þeim er vildu. Klukkan 9 stig-
um við upp í járnbrautarvagnana, og
komum siðla dags til borgar þeirrar,
er ber sarna nafn og skip okkar —
sem sé Montreal, sem er stærsta borg
í Canada.
Eg man það, um þá oorg, að það
stóð á prenti í þeirri landafræði
Handels Geografi) ,er lesin var á j
verzlunarskóla Islands, fyrir 10—11
áruni, að í þessari borg (Montreal) i
væru um 300,000 ibúar þá, en nú
kváðu þeir vera yfir 800,000. I j
Montreal skildu við okkur nokkrir j
Irar, er ætluðu að setjast að í borg-
inni. |
Eftir að hafa skemt okkur sæmi- j
lega i þessari miklu borg, lögðum j
við af stað kl. 11 um kvöldið, i svarta j
myrkri. Um nóttina munum við hafa
farið í gegnunt akurlönd og gras-
sléttur, en seinni part næsta dags
tóku við urðir og eyðimerkur, vötn
og skóglendi, og hér og þar voru
við járnbrautina hreysi trúnaðar-
manna járnbrautarfélagsins, er hafa
það starf með höndum, að ekkert
megi verða til hindrunar járnbrautar-
lestinni. Vakti það athygli mína, að
víðasthvar var ein belja i tjóðri við
kofa þessa, og dálítill túnblettur í
kring. Hlýtur líf þessara eyði-
merkurbúa að vera einstæðingslegt
og tilbreytingarsnautt, og munu þeir
ekki öfundsverðir af starfa sínum
þarna í fásinninu. Þenna tíma, sem
eg var með lest þessari, notaði eg til
þess að lesa “Kenslubók í enkri tungu
eða vasakver fyrir vesturfara og
aðra, er viðskifti hafa við Englend-
inga”, eftir Halldór Briem. Er bókin
býsna handhæg fyrir þá, er lítið
kunna i ensku, þvi að í henni eru
margskonar samtöl, skemtilegar smá-
sögur, ásamt framburði, orðasafni
og margskonar fróðleik.
Þykir mér vænt um bók þessa, ekki
sízt fyrir það, að síðara nafn mitt
heitir eftir prentara bókarinnar,
Baldvini M. Stefánssyni (Baldvins-
sonar prests á Upsum). Er bók þessi
gefin út á Akureyri árið 1873, um
það leyti. er vesturferðir voru að
byrja frá Islandi, og mun hún nú
ófáanleg í bókabúðum.
Miðvikudagskvöld hinn 27. maí
komum við loks til Winnipeg, eftir
60 stunda gandreið frá Quebec. Geta
þeir,»sem ekki til þekkja, fengið hug-
mynd um þenna óraveg, ef þeir verða
þess vísari, að járnbrautarlestin fer
eins hratt og “fuglinn/fljúgandi”.
Eg varð var við það eitt sinn á
leiðinni, að hundar fóru í kapphlaup
og eltu lestina af öllum lífsins kröft-
um, en fljótt dró í sundur með þeim,
og gáfust hépparnir upp eftir nokkr-
ar mínútur, og var þeim þó ekk:
þungur fótur!
Um kvöldið fórum við Islending-
arnir á innflytjendahótelið, er lætur
í té ókeypis gistingu. Morguninn
eftir fengum við okkur ‘jbreakfast”
(morgunverð) hjá Kínverjum nokkr-
um, og nefndist rétturinn “Hjamburg-
er Steak”, og var þessi máltíð hin
(FTh. á 7. bls.)
JAFN
f
f
❖
f
t
CAS OG RAFMACN
f
f
0DYRT |
♦>
ÓKEYPIS INNLEIÐING Á GASI I H0S YÐAR.
Við höfum ágætt úrval af gaseldavélum, sem við
ábyrgjumst að þér verðið ánægðir með.
Gefið auga sýningu okkar á Gas.Vatnshitunar.
tækjum og öðru.
Winnipeg Eleetric Co.
ELECTRIC RAILWAY CHAMBERS (fyrsta gólfi.) •
f
f
f
❖
f
f
f
❖
PR0F. SC0TT, N-8706.
Sýkomlnn frl Neir York.
nýjuatn vnlna, foz trot, o. a.
frv. Krniluakelð kontar (5.
8901 Portaite Avenue.
(Uppi yfir Lyceum).'
HEALTH RESTORED
Lsekningar án lyfja
Dr- S. G. Símpson N J>„ D.O. D.O,
Chronic Diseases
Phone: N 7208
Suite 207 Somerset Blk.
WINNIPEG, _ MAN.
Dr. M. B. Halldorson
401 Boyd Blds.
Skrlfetofusiml: A 2674.
Stundar adrataklesa lunzaasjúk-
d4ma.
Kr aV finna A akrlfstofu kl. 10—12
f k. •( 2—6 e. k.
Heimlil: 46 Alloway Ara
Talaimi: 8h. 2161«.
Dr. B. H. OLSON
216-220 Medical Arts Bld*.
Cor. Graham and Kennedy Bt,
Phone: A-7067
ViCtalstiml: 11—12 o* 1—6.20
Heimili: 921 Sherburn St.
WINNIPEG, MAN.
TH. JOHNSON,
Ormakari og Gullanai&ui
Selui glftlngaleyflsbrát
Berstakt atny*li veltt pöntnnum
o* vltígjörtjum útan af landl.
>64 Main St Phon* A 4M7
1
DR. A. BLONDAL
818 Somerset Bld*.
Talsfmi N 6410
Stundar sérstaklega kvensjúk-
dóma og barna-sjúkdðma. Ati hltta |
kl. 10—12 f. h. og 3—5 e. h.
Heimlli: 806 Victor St.—Simi A 2120 L
— . —■■■ ....',.sd|
Dubois Limited
EINA ISLENSKA LITUNAR-
HÚSIÐ I BÆNUM.
Sími A 3763—276 Hargrave
Alt verk fljótt og vei að hendi
leyst. Pöntunum utan af landi
sérstakur gaumur gofinn. Elnl
staðurinn í bænum sem litar og
hreinsar nattfjaðrir.
Eigendur:
A. Goodman
R. Swanion
Dubois Límited.
TALSIMI: A 1834
Dr. J. OLSON
Tannlæknlr
Cor. Graham and Kennedy St.
216 Medlcal Arts Bld*.
Heimasiml: B 4894
WINNIPBG, MAN.
TaUtusli tMH
DR. J. G. SNIDAL
lANNLIKKNIR
614 Somoraet Block
Porta*< Are. WINNIPl
EP X»IG VANTAR FLJÓTANN OG
GÓÐANN FLUTNING, SIMAÐU
*®“ N 9532 “Wtk
r. SOLVASON
659 Wollington Avo.
DR. J. STEFÁNSSON
21« HEDICAL ARTS BLB6,
Hornl Kennedy or Graham.
Stundur rlnfðnau rm*-,
■ef- »6 kverku-ejúkddma.
V2 klttu frá Ull tu 11 t h
•6 kl. 8 tl S r k
TuUfmt A 8521.
o<‘i»ili t Rlver Ave. W,
ARNI G. EGERTSSON
ídenskur lögfrceðingur,
hefir heimild til þess að flytja mál
bæði i Mankoba og Saskatchewan.
Skrifstofa: WYNYARD, SASK.
DR. C H. VROMAN
Tannlæknir
Tennur yðar dregnnt eða Iag-
nðar án aHrn kvala-
Talsími A 4171
505 Boyd Bldg. Wlunipeg
W. J. Lindal J. H. Lmda'
B. Stefánason
lelenzkir lögfrœðingar
708—709 Great West
Permanent Building
356 MAIN STR.
Ta-laími A4963
Þeir hafa einnig skrifstofur aC
Lundaf, Riverton, Gimli og Piney og
era þar að hitta á eftirfylgjandi
tímum:
Lundar: Annanhvern miðvikudag.
Riverton: Fyrsta fimt^dag í hverj-
urr rnánuði
Gimli: Fyrsta Miðvikudag hveri
mánaðar.
Piney: Þriðja föstuJag i mVnuSi
hverjum.
Stefán Sölvason
Teacher oí Piano
Ste. 17 Emily Apts.
Emily St. Winnipeg.
KING GE0RGE H0TEL
Eina íslenzka hótelið í
(Á homi King og Alexander).
Th. Bjarnaara \
Riðamaður
BETRI GLERATJGTT GEFA
SKARPARI SJÓN
1 J. SWANSON & C0.
TaUímt A 6340.
611 Paris Building.
Eld«áby r gð a ru mboð smea*
Selja og annast fasteignir,
vega peningalán o. A frv.
Pkonei A4462. — 673-T Saraent Ave.
Electric epa ir
Shop
ð. SIGURÐSSBN, KUTJ.maTJur.
Rafmagns.áhöld til sölu og viö þau
gert Tinsmíði. Furnace.aðgerðir.
DA/NTRY’S DRUG
STORE
MeSala sérfræKíngw.
'Vörugaeði og fljót afgreitaU*
eru einkunnarorð vor.
Horni Sargent og Lipton.
Phone: Sherb. 116é.
MRS. SWAINSON
627 Sargent Ave,
hefir ávalt fyrirliggjandi úrvaia-
birgðir af nýtízku kvenhöttum.
Hún er eina íslenzka konan aem
alika verrlun rekur 1 Wtnnlpm
Islendingar. iátið Mra. Swaha-
aon njóta viSskifta yðar.
Keller 1 Stall
Augnbukaar.
>04 ENDERTON BUZLDXKO
Portaga ana Haigrava. — A 6646
A. S. BARDAL
■elnr llkktstur og mnut um M-
farlr. Allur útbúnaBur *1 b.stl
Ennfremur selur hann allakonai
minnUvartJa of lea.telna_i_i
242 8HERBROOKH ST.
Pkoaat N ««07 WINIfH