Heimskringla - 09.09.1925, Blaðsíða 7
WINNIPEG 9. SEPTEMBER 1925.
HEIMSKRINGLA
7. BLAÐSIÐA
Ferðasaga.
(Framhald \írá 3. sfSu)
fyrsta, er viö snæddum í Winnipeg.
Okkur geöjaöist illa að þessum Ham-
borgarsteikarskamti Kínverjans, er
var qinna jTikastur íhálfihrárri ' flat-
köku, en einhverri ögn af kjötmeti
mun hafa verið pírt saman viö. —
Skildum viö nú viö þenna gula mat-
mangara, án þess aö fá hina minstu
matarást á honum.
Nú er eg búinn að vera nokkrar
vikur í þessu landi, þar sem “vaxa
laukar og gala gaukar, og þar sem
hrútur fer úr reifi sínu. Flugurnar
hafa “bólusett” mig ræk'ilega, og
geislarnir frá blessaöri sólunni hafa
vermt mig, stundum meira en góðu
hófu gegnir. Eg er hrifinn af hin-
um fjölskrúöuga jarðargróðri hér,
og finst mér munurinn mikill eöa á
blessuöu gamla landinu okkar. Þegar
eg sá alla hlómadýröina í skemtigörö
um í Winnipeg, og víðar, datt mér
í hug sálmqrinn:
“Nýja skrúöið nýfærð í
náttúran sig gleður;
dauða vaknað alt er af,
alt um loft og jörð og haf
sannar sigur lífsins.” —
Að síðustu bið eg Heimskringlu
að flytja öllum þeim löndum mín-
um beztu kveðju mína, er á einn eða
annan hátt hafa greitt götu mina,
eftir að eg kom hingað í þetta ó-
kunna land. Eru mér hinar bróður-
legu og vinsamlegu viðtökur þeirra
ógleýmanlegar.
(Endir.)
Bókarfregn.
A Stratigraphical survcy of
the Pliocene deposits at Tjör
nes, in Northernj Iceland.
(Kgl. Danske Videnskaber-
nes Selskab Biolog. Meddel-
esler, IV, 5. Kbh. 1925.)
Þannig hljóðar nafnið á bók eftir
Guðm. G. Bárðarson kennara á Ak-
ureyri, er Vísindafélagið danska hef-
ir gefið út. Er hún á ensku og fjall-
a- merkilegu fornu sæmyndir . Tjör-
nesi, er myndast hafa á því tímabili
jarðsögunnar, er jarðfræðingar nefna
Pliocen-tima, var það næst skeiðið
á undan jökultímanum eða ísöldinni.
— Lög frá þessum tíma hafa hvergi
fundist í norðanverðri Evrópu nema
hér og á Englandi. En einnig finn-
ast jafnaldra lög í Hollandi, Belgíu
og ítalíu. Ensku pliocen-lögin hafa
verið rækilega könnuð og veitt mikla
fræðslu um þetta tímabil, t. d. um
loftslag, sjávarhita, dýralíf og gróðr-
arfar. — En lögin á Tjörnesi hafa
aldrei verið könnuð rækilega, log
mátti þó búast við, að þau hefðu að
geyma merkilegan fróðleik, þar eð
þau ertt miklu þykkri en ensku plio-
cen-lögin. Ensku lögin eru santan-
lögð 120—150 m. þykk, en samkvæmt
niælingum Guðmundar, eru Tjörnes-
lögin minst 700 m. þykk. Svo þykk
lög frá þessu skeiði hittast hvergi hér
í álfu nema suður á -Italíu (Sikiley).
Bók Guöm. er 118 bls. 1 fyrsta
kaflanum er skýrt frá því, sem eldri
rit segja frá lögunum, og byrjar þar
á Eggerti Ólafssyni, er fyrstur nefn-
ir þessi lög í Ferðabók sinni. Af ís-
lendingunt hefir dr. Helgi Péturss
einnig lýst lögum þessum að nokkru.
I næsta kafla er lýst lögunum vest-
an á nesinu, er konta fram í bökkun-
unt við sjóinn á 6 km. kafla. Telur
'höf. þau til samans minst 400 m.
þykk, hefir höf. fundið þar 25 sæ-
skeljalög mjög misaldra, og auk þess
10 lög, er myndast hafa á þurru
landi eða fersku vatni, er skiftast á
við sjávarlögin. Þar á meðal nokkur
surtarbrandslög með jurtaleifum,
hafa þá vaxið hér barrtré. Meðan
lög þesái voru að myndast, hefir því
landið hér ýmist verið -að /rísa úr sæ
eða síga í sæ.
Þvi næst skýrir höf. frá, hvaða
breytingar hafi orðið á dýralífi með-
an lögin voru að myndast. I eldri
lögunum eru helzt suðrænar tegundir
eða tegundir, sem hvergi finnast lif-
andi lengur. en í yngri lögununt fara
smám saman að bætast fleiri og fleiri
i hópinn, tegundir sem enn lifa við
norðanvert Atlantshaf og Island. —
Ymsar tegundir í lögunum benda til
svipaðs loftslags og sjávarhita og við
sunnanverðan Noreg eða Bretland.
I næsta kafla er lýst jarðlögunum
norðan á nesinu að vestan, eru það
yngri basaltlög, hnullungalög og
sandlög, sem engar lífrænar leifar
finnast i.
I síðasta kaflanum er lýst lögpn-
um i Breiðavík á nesinu. Þar finn-
ast þykk sjávarlög, sum með sæskelj-
um i og ofan á öllu basalt. Er þetta
yngsti liðurinn í þessari merkilegu
pliocen-myndun. Þá er dýralífið kom
ið í svipað horf og nú við vestur-
strönd Islands.
Að lokum bendir höf. á, að dýra-
leifarnar í lögum þessum líkist einna
mest pliocen-lögunum ensku, þó finn-
ast hér ýmsar tegundir, er hvergi
hafa annarsstaðar fundist.
1 ritinu eru 14 myndir og auk þess
fylgja því tvær stórar þverskurðar-
myndir, önnur alt að 4 m. löng, af
bökkunum vestan á nesinu á 6- km.
kafla, þar sem skeljalögin finnast.
Eru þar skýrt mörkuð öll þau lög,
sem höf hefir lýst og gefið heiti, svo
að auðvelt er fyrir þá, sem síðar
kunna að skoða þessi lög, að átta sig
á þeim.
Nú er höf byrjaður á framhaldi af
þessu riti og dvelur á Tjörnesi um
tíma í sumar til að safna frekari
göngum til þess. ÆMar Vísindafé-
lagið danska einnig að gefa það út,
þegar þvi er lokið. Þetta er önnur
bókin, er danska Vísindafélagið hefir
gefið út eftir höfundinn.
Og þetta er þriðja ritið, sem kem-
ur út frá hendi höf. síðan hann varð
kennari við Gagnfræðaskólann á
Akureyri (1921).
Fyrsta árið gaf hann út ágrip af
jarðfræði (ca. 90 bls.) og árið eftir
bók um fornar sjávarmenjar við
Borgarfjörð og Hvalfjörð, er Vis-
indaféltag Islendinga gaf út (1923).
Síðastl. vetur hefir hann samið
skýrslu um rannsóknir sínar á eld-
stöðvunum i Öskju, sem enn er ó-
prentuð. En kort af Dyngjufjöllum
og Öskju eftir hann hefir verið gef-
ið út í Landfræðistímariti í Berlín
(Pettermanns geogr. Mitteilungen,
1925).
Síðastl. sumar var Guðm. erlendis
og dvaldist í Kaupmannahöfn,
Stokkhólmi og Lundúnum, til áð
kynna sér söfn í sambandi við rann-
sóknir sínar á Tjörnesi. Auk þess
fór hann um þau héruð á Englandi,
þar sem lög þau finnast, er svara til
Tjörpes-laganna.
(V—Vísir.)
Glíman í Austurríki,
Húnir er iðkuð frá fornu fari, eftir
því scm óðalsbóndinn úr Stcicrmark
segir, hr. Eggcr.
Hér á dögunum var þess getið,
að óðalsbóndi einn, Egger að nafni,
’ væri hér á ferð. Var hann hér á lang
ferðalagi um tima, en er nú farinn
heim á leið.
Hr. Egger er í íslandsvinafélaginu
þýzka. Hefir hann kynt sér ræki-
lega allmargar bækur þær, sem kom-
ið hafa út á þýzku um ísland. Forn-
sögunum er hann vel kunnUgur.
Hr. Egger kom inn á skrifstofu
vora, til þess að spyrja um, hvar hann
gæti fengið bezta vitneskju um glím-
una islenzku.
Vér spyrjum hr. Egger hvort hann
hafi séð glímu.
Já — í Austurríki, heima í héraði
' rr.inu Kernthen í Steiermark. Þar
er frá fornu fari iðkuð sú íþrótt, sem
' nefnd er “Futseln” eða “Rangeln”.
Veit eg ekki betur en að það sé mjög
svipað glimu — sé í raun og veru
sama iþróttin.
Og hr. Egger tekur upp bók úv
tösku sinni. Er það lýsing á landi
og þjóð í Kernthen. Þar er minst á
íþrótt þessa, og frá þvi sagt, að hún
sé af sömu rót runnin og “Glíma”,
sem fluzt hafi frá Noregi til Islands,
og sé iðkuð á íslandi enn í dag.”
— Áform mitt, segir hr. Egger, er
I að ganga úr skugga um hvort þetta
sé rétt. Hvar get eg fengið fullnægj
andi tipplýsingar um glímuna ykkar?
Vér leiðbeinum hr. Egger eftir þvt
sem föng eru á, og styrkist hann við
það í trúnni á það, að hér sé um
sötnu íþrótt að ræða og þá þar
syðra. ^
Siðan sá hann glímu, er sýnd var
hér á Austurvelli fyrir skömmu, fyr-
ir þýzka skemti ferðamenný er hingað
komu með skemtiferðaskipinu Mun-
, ken.
Er hr. Egger hafði séð glímuna
þar, var hann fullviss um, að hann
hefði á réttu að standa. Hann segir
að gliman hér sé að visu bundin
fastari reglum en þar syðra, þar
séu engin glimubelti notuð o. s. frv.
Er glíman þar mest iðkuð meðal ung
linga í fjallasveitunum, og aldrei
sýnd meðal íþrótta í borgunum.
— Ungmennafélagssambandið í
Kernthen hefir nú tekið það að sér,
að koma þessari íþrótt þar á framfæri
rneira en verið hefir.
(ísafold.)
Mannalát.
Hjörtur Snorrason alþtn. andaðist
1. þ. m. (ágúst) á heimili sinu, Arn-
arholti, og varð honum að bana
krabbamein innvortis. Hafði hann
þó aðeins þjáðst af því skamman
tíma, því þegar hann fór héðan af
þingi fyrir tveim má'nuðum, var
enga veiki á honum að sjá.
Hjörtur var mikilhæfur dugnaðar-
maður. Á æskuárum nam hann bú-
fræði hjá Torfa í ólafsdal og var
kvæntur Ragnheiði dóttur hans, orð-
lagðri myndarkonu. Lengi veitti H.
S. forstöðu búnaðarskólanum á
Hvanneyri, og lengi hefir hann ráðið
miklu um öll Jiéraðsmál Borgfirð-
inga. Þingmaður þeirra var hann
1914—1915, en 1916 varð hann lands
kjörinn þingmaður á lista sjálfstæð-
isflokksins. Er nú eitt þing eftir af
kjörtímabili hans og á Gunpar Ólafs
son konsúll í Vestmannaeyjum að
taka sæti hans á Alþingi.
Hjörtur keypti Arnarholt er Sig.
Þórðarson sýslumaður fluttist þaðan
híngað til Reykjavíkur, og hefir hann
síðan búið þar með mikilli _ rausn.
Hann var höfðingi í lund og athafna-
maður bæði heima íyric og í afskift-
um af héraðsmálum. Á þingi starf-
aði hann mikið í nefndum og hafði
áhrif á mörg mál, en í þingsalnum tók
hann aldrei til máls, og er hann ein-
stakur maður á Alþingi að þvi leyti.
Þau Hjörtur og Ragnheiður eiga
þrjá syni. Einn, sem Torfi heitir, er
á háskólanum; annar, sem Snorri
heitir, er i mentaskólannm, en hinn
þriðji, Ásgeir, er heima.
0LATES
SWEETEI^I
TflAN^
W0RDS
Búið til í Vestur-Canada.
Þér fáið þær alveg “nýjar”
Knupin ]>ær I pundatali
—þati er Ailýrt,
Paulin Chambers Co. Ltd.
Frú Elínborg Thorberg. — 27. f.
m. (júlí) andaðist í Kaupmannahöfn
frú Elínborg Thorberg, ekkja Bergs
Thorbergs landshöfðingja en dóttir
dr. Péturs Péturssonar biskups, 82
ára gömul, merk kona og þjóðkunn
hér á landi. Hún misti mann sinn
árið 1886, og fluttist skömmu síðar
til Kaupmannahafnar og bjó þar upp
frá því. Þau hjón áttu tvö börn,
Pétur stúdent, sem dó ungur í Khöfn,
og Sesselju, er giftist Schörring for-
ingja í landhernum danska, og er hún
dáin fyrir nokkrum árum.
Kristian Kroman prófcssor. — Ný-
dáinn er í Kaupmannahöfn K. Kro-
man prófessor, sem lengi var, jafn-
hliða H. Höffding, heimspekiskenn-
ari við Hafnarháskóla. Hann var
fæddur 29. marz 1846, en varð pró-
fessor 1884, og var lengi ráðunautur
kenslumálastjórnarinnar í kenslumál-
um. Eftir hann liggja merk rit um
heimspeki, siðfræði, stærðfræði og
skólamál. Nú á siðustu æfidögum
sínum ritaði hann mjög fróðlegar
greinir, sem birtust neðanmáls í Poli-
tiken, um Krist og kenningar hans.
Sagði hann að Páll postuli hefði
mjög fært úr lagi kenningar Krists,
og blandað við þær nýjum kenningum
úr öðrum ^ttum.
(Lögrétta.)
Sex af sjö verðlaun-
um unnin af Robin
Hood brauðum.
I brauðbökunarsamkepninni,
sem var opin öllum almennipgi
á Calgary-sýningunni, voru
fyrstu o^ önnur verðlaun veitt
fyrir brauð bökuð úr Robin
Hood hveiti. — Af sjö verð-
launum, sem voru veitt, voru
sex unnin af Robin Hood
brauðum.
BORGIÐ HEIMSKRINGLU.
ENNÞÁ eru margir, sem ekki hafa sent oss borgun
fyrir Heimskringlu fyrir síðastliðið ár.
ÞÁ vildum vér biðja að draga það ekki lengur, held-
ur senda borgunina strax í dag.
ÞEIR, sem skulda oss fyrir marga árganga eru sér-
staklega beðnir að grynna nú á skuldum sínum sem
fyrst. Sendið nokkra dollara í dag.
. Miðinn á blaði yðar sýnir, frá hvaða mánuði og ári
þér skuldið.
THE VIKING PRESS, Ltd.,
Winnipeg, Man.
Kæru herrar:—
Hér með fylgja ............ Dollarar, sem
borgun á áskriftargjaldi mínu við Heimskringlu.
* i \
Nafn ...........................••••
Áritun ..............................
BORGIÐ HEIIVISKRINGLU.
KAUPID HEIMSKRINLU.
Innköllunarmenn |
Heimskringlu: f
BORGID
HEIMS-
K R INGLU
I CANADA:
Amaranth............................ólafur Thorléífsson
Ashern..............................Sigurður Sigfússon
Antler....................................^Jagnús Tait
Árborg..................................G. O. Einarsson
Baldur................................Sigtr. Sigvaldason
Beckville..........................................Björn Þórðarson
Bifröst..............................Eiríkur Jóhannsson
Brendenbury...........................Hjálmar Ó. Lofsson
Brown.............................Thorsteinn J. Gíslason
Churchbridge......................................Magnús Hinriksson
Cypress River.......................................Páll Anderson
Ebor Station.................................Mag. Tait
Elfros..............................J. H. Goodmundsson
Framnes................................Guðm. Magnússon
Foam Lake............................... John Janusson
Gimli........................................B. B. ólson
Glenboro....................................G. J. Oleson
Geysir...................................Tím. Böðvarsson
Hayland..................................Sig. B. Helgason
Hecla..................................Jóhann K. Johnson
Howardville........................Thorv. Thorarinsson
Húsavík .. ...............................John Kernested
Hove...................................Andrés Skagfeld
Icelandic River......................................Sv. Thorvaldsson
Isafold................................... Arni Jónsson
Innisfail .. .. .......................Jónas J. Húnfjörð
Kandahar..............................................a. Helgason
Kristnes ...................................j. Janusson
Keewatin...................................Sam Magnússon
Eeslie...............................................Th. Guðmundsson
Langruth..........................................ólafur Thorleifsson
Lillesve..........................................Philip Johnson
Lonley Lake..............................Nikulás Snædal
Lundar.....................................Dan. Lindal
Mary Hill..........................Eiríkur Guðmundsson
Mozart.............................................J.ónas Stephensen
Markerville............................Jónas J. Húnfjörð
Nes........................................páU E. Isfeld
Oak Point..............................Andrés Skagfeld
Oak View ..^.......................... Sigurður Sigfússon
Otto..............................................Philip Johnson
Ocean Falls, B. C.........................J. F. Leifsson
Poplar Park..............................Sig. Sigurðsson
Piney....................................S. S. Anderson
Red Deer................................Jónas J. Húnfjörð
Reykjavík...............................Nikuláls Snædal
Swan River............................ Halldór Egilsson
Stony Hill.............................. Philip Johnson
Selkirk..............................Sigurgeir Stefánsson
Siglunes..................................Guðm. Jónsson
Steep Rock .. ..........................Nikulás Snædal
Tantallon.................................Guðm. ólafsson
Thornhill........x..................Thorst. J. Gíslason
Víðir...................................jón Sigurðsson
Vancouver.....................Mrs. Valgerður Jósephson
Vogar...............................................Guðm. Jónsson
WTnnipegosis.............................August Johnson
Winnipeg Beach....................>. .. John Kernested
Wynyard...............................................F. Kristjánsson
Narrows...............................Sigurður Sigfússon
í BANDARÍKJUNUM:
Akra, Cavalier og Hensel............. Guðm. Einarsson
Blaine.................................St. O. Eiríksson
Bantry.................................Æigurður Jónsson
Edinburg................................Hannes Björnsson
Garðar ..............................S. M. Breiðfjörð
Grafton................................Mrs. E. Eastman
Hallsón .. ............................Jón K. Einarsson
Ivanhoe.................................G. A. Dalmahn
Los Angeles.........................G. J. Goodmundsson
Milton....................................F. G. Vatnsdal
Mountain................................Hannes Björnsson
Minneota.......................... ,. .. G. A. Dalmann
Minneapolis.................................h. LáruBSon
Pembina................................Þorbjöm Björnsson
Point Roberts......................Sigurður Thordarson
Spanish Fork........................Guðm. Þorsteinsson
Seattle..........................Mrs. Jakobím. Johnson
Svold..............................................Björn Sveinsson
Upham..................................Sigurður Jónsson
The Viking Press, Limited
Winnipeg, Manitoba.
P. O. BOX 3105
853 SARGENT AVE.
Auglýsið í Heimskringlu! Það borgar sig!