Heimskringla - 16.09.1925, Page 4

Heimskringla - 16.09.1925, Page 4
4. BLAÐSlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 16. SEPT. 1925. Htántslmnjjla (StofnoV 188«) Ktaar At A hverjam mlVTlkudegL EIGENDUR: VIKING PRESS, LTD. 853 o* 855 8ARGBNT AVE., WINNIPEG. TaUImi: N-65ÍÍ7 Ver5 blaTJsins er $3.00 árgangurinn borg- ist fyrirfram. Allar borganir sendist THE VIKING PJffiESS LTD. 6IGPÚS HALLDÓRS frá Höfnum Kitstjóri. JAKOB F. KRISTJÁNSSON, Ráðsmaður. ITtanáakrfft til blabnlna: THE VIKING PRESS, I,td., Box 8105 UtnnAnkrlft tll rltMtJAranu: EDITOR HEIMSKRINGI.A. Box 8105 WINNIPEG, MAN. “Helmskringla is published by The Yiklnjr Prean Ltd. and prlnted by CITY PRINTING A PUBLISHING CO. 853-S85 Sargfnt A ve., Wlnnlpev, Man. Telephone: N 6537 .."niM...............r " .....I ' .-m WINNIPEG, MAN., 16. SEPTEMBER 1‘25 Kosningarnar. Þá eru kosningarnar auglýstar, og bar- daginn byrjaður. Aðalhershöfðingjarnir eru þrír: King, Meighen og Forke, og lið þeirra: iiberalar, conservatívar og fram- sóknarmenn, eða bændasinnar. Tveir hinir fyrstnefndu leiðtogar — Rt. Hon. að nafnbót — ganga nú til hjaðn- ingavíga, næstu sex vikurnar, eða svo, sem Héðinn og Högni forðum. Mr. Forke er ennþá ekki byrjaður, svo að gustur standi um hann. í>ess ber að geta, að enn er einn flokk- ur á þingi, þótt fáliðaður sé, verkamanna- flokkurinn. Aðeins tvo menn tókst hon- um að senda á sambandsþingið, en þeir tveir menn hafa látið rösklega til sín taka um þau mál, er þeir bera fyrir brjósti. * * * Ef oss minnir rétt, var það Winnipeg- blaðið Free Press, sem fyrir skömmu mintist á Játvarð, prins af Wales, og kall- aði hann “the greatest Salesman in the British Empire”, duglegasta vörubjóð brezka veldisins. Vitanlega sagði blaðið þetta ekki í háði, heldur var því full al- vara. Það talaði aðeins í þeirri líkingu, sem það sennilega hefir treyst lesendum sínum bezt að skilja. Það átti ekki við það, að arfþegi Englaríkis væri neinn venjulegur verzlunarmangari. Þær vör- ur, sem hann var talsmaður fyrir, voru, að blaðsins áliti, hinar beztu sem mark- aðsgengar eru: brezk alúð, samúð, kurt- eisi og drenglyndi. * * * Þótt skapanornirnar hafi dálítið öðru- vísi um vélt fyrir hinum þremur flokks- foringjum, en Játvarði Bretaprins, má þó máske jafnvel um þá segja, að þeir séu “salesmen”. Þeir hafa sjálfa sig og stefnuskrá sína á boðstólum. Vitanlega ekki þannig að skilja, að þeir séu falir; taki á sér mútur; auglýsi sig og flokks- fylgi sitt til sölu gegn myntuðum Mamm- oni. En þeir bjóðast til að ieggja sjálfa sig í sölurnar fyrir canadiska alþjóð, að hún megi meta til verðs mannkosti þeirra, fylgisafla og áhrif, til þess, að endingu, að skipa þann, er hún finnur þyngstan á vogarskálunum í líkan sess hér, og Free Press telur, að Játvarður prins skipi með Bretum: að gerast talsmaður alls þess, sem drengilegast, bezt og framtakssam- ast er með canadiskri þjóð. * * * Ofmikið má að öllu gera; góðu einnig, eins og t. d. að tala ofmikið í líkingum. Það er einfaldara að spyrja blátt áfram: Hver er helztu velferðarmál þjóðarinnar? Og hvað hafa flokksforingjarnir þrír í fórum stefnuskrár sinnar, er helzt geri þá hlutgenga í augum þjóðarinnar? * * * Það má telja, að fjögur velferðarmál séu nú efst á baugi innanríkis, hér í Can- ada: Samgöngur og flutningsgjöld; fólks- innflutningur; tollverndun, og breyting og endurbætur á óldungaráðinu. Öll varða þau þjóðina í heild sinni miklu. Og tvö þeirra: samgöngur og flutnings- gjöld, og fólksflutningar, varða sérstak- lega oss miklu, er í sléttufylkjunum erum búsett. * * * Samgöngur og flutningsgjöld eru í hinni verstu óreiðu. Má líta á þau í þrem liðum: Samgöngur; flutningsgjöld innan lands, og flutningsgjöld á skipum, er halda uppi ferðum milli Canada og Ev- rópu. Svo síðari liðirnir séu nefndir fyrst, og stiklað á staksteinum, þá virðist sléttu- fylkjunum vera hin mesta hætta búin með afnámi Crow’s Nest Pass samnings- ins, er trygði þeim sérstakan flutnings- taxta, svo að þau yrðu ekki afskift með að koma lífsnauðsynjum að sér og frá. Um millilandaflutningsgjöldin er svo ástatt, að öll hin voldugu félög, er skip hafa í förum milli landa, hafa gert með sér rambyggilega skjaldborg, til þess að tryggja sér stórkostlegan afrakstur, í þeim ferðum. En sá ofgróði er tekinn úr vösum landsmanna, og heldur þeim kyrkingi í nautgriparækt sléttufylkjanna, að til vandræða horfir. Hvorttveggja er afleitt. En þó er verst með samgönguvandræðin. Þar eigum vér við það ótrúlega skammsýni, er ráðið hefir í sambandsþinginu um Hudsons- flóabrautina, sem ómögulegt virðist að fá fullgerða. Til brautarinnar og hafnar- innar í Port Nelson, er búið að verja $20,- 000,000, og eftir er aðeins að leggja 92 mílur. En nú eru bra utarteinarnir að ryðga niður í moldina, fyrir þvergirðings- skap austurfylkjanna, sem fjármagnið hafa, og halda að þau muni veslast upp og deyja, ef þessi lífæð verður opnuð framleiðslurás sléttufylkjanna. Ýmsir þeir, er bezt til þekkja, telja að meira velferðarmál verklegt hafi ekki verið uppi á teningnum síðan að Kyrra- liafsbrautin var lögð fyrir 40 árum síðan. Sérfræðingar þræta að vísu um það, hví- lík hagsmunabót brautin verði millilanda- ferðum. Um það mega oss fróðari menn deila að svo stöddu. þótt vér persónulega séum þess fullvissir, að sú hagsmunabót muni nema miklu. En hvað sem því líð- ur, þá myndi brautin auka svo gífurlega framleiðslu hér í sléttufylkjunum, til lands og sjávar, og þá um leið innflutning fólks, að eins vel má gizka á, að það myndi nema hundruðum, sem tugum miljóna áður en langt um væri liðið. Innflutningar. — Það sem Canada þarfnast mest af öllu, er orka mannvits og framtakssemi. Landið þarf að byggj- ast, austur, vestur og norður. Það er sárgrætilegt til þess að hugsa, að eftir meira en hundrað ára landnám, skuli ekki vera fleira fólk í þessu landi náttúruauð- æfa og óravega, en numið hefir fólks- fjölgun á 15 árum í Bandaríkjunum fyrir sunnan oss, sem eru þó náiega einum fimta hluta víðáttuminni og litlu eða engu betri að landkostum. Tollmálin. — Um þau hefir lengi verið hinn mesti glumrugangur. Iðnrekendur í Canada, sem að langmestu leyti eru bú- settir í austurfylkjunum, njóta nú þegar tollverndunar, er nemur frá tíu til þrjátíu og fimm hlutum af hundraði. Yfirleitt þykir þeim þetta of lítið, og eiga sér öfl- uga talsmenn fyrir því, að enn beri að hækka að mun innflutningstolla á' erlend- um afurðum. Aðrir kenna þessum háu verndartollum að miklu leyti um tiltölu- lega seina framþróun verzlunar- og við- skiftalífs í lahdinu, og um sífelt útstreymi af fólki, og það ekki lélegustu mönnun- um, suður yfir, til Bandaríkjanna. öldungaráðið. — Fyrirkomulagið á öid ungaráðinu hér í Canada er með þeim ó- sköpum, að hver stjórn skipar vildarmönn- um sínum þar í æfilangt sæti, eftir því, sem þau losna. Ekkert, nema dauðinn, hreyfir öldungana úr sessi, og þeir geta ráðið niðurlögum hvers frumvarps, er frá neðri málstofunni kemur, eftir sinni vild, og alveg jafnt, hvort farið er að þjóðar- vilja eða ekki. Þetta er einstakt og ein- kennilegt, að maður ekki segi afkáralegt, þar sem almennur kosningaréttur á sér stað, enda hafa canadisk stjórnarvöld um nokkurt skeið hugsað til umbóta í þessu efni, þó enn hafi ei orðið af framkvæmd- um. Það má ekki bíða lengi, lands og þjóðar vegna, að breyting verði á þessu. Ýmsir þykjast finna undirrót margra þeirra meinsemda, er helzt standa oss fyrir þrifum, þar sem öldungaráðið er. Ekki einungis á þann veg, að það bein- línis drepi frumvörp þau, er frá neðri mál stofunni koma, heldur einnig svo, að stjórnarvöld, sem ekki er sérlega ant um, að hitt og annað af því, er mikill hluti kjósenda vonast eftir, samkvæmt hálf- um eða algerðum loforðum, nái fram að ganga, hafi orðróm þann, er á ráðinu ligg- ur fyrir þvergirðingsskap, að yfirskyni, og segi við kjósendur eitthvað á þá leið, að þessu máli sé vonlaust að hreyfa, þar verði engu um þokað fyrir öldungaráðinu. Ef til vill kannast einhverjir kjósendur við þessa afsökun. * * * Þá kemur að spurningunni: Hvað hafa flokksforingjarnir að bjóða, og hversu líklegir eru þeir til framkvæmda? Mr. Forke hefir lítið látið til sín heyra, ð er spurst hefir. Mr. Meighen og Mr. King eru að vísu báðir á hólmínn komn- ir. Enn hefir þó nauðalítið farið þeirra á milli, annað en persónuleg skeyti, og bregða þeir hvor öðrum um framkvæmda ' leysi, brigðmælgi o. s. frv., sem nauðsyn- legt þykir svo mörgum stjórnmálagörp- um, til þess að ríða mótstöðumanninn af baki. Það getur verið hlutaðeigendum til skemtunar og einstökum mönnum öðrum, en ekki er það almenningi til fjár. En hólmgangan er aðeins nýbyrjuð, svo að sennilegt er, að eitthvað skýrist merkjalínur, er fram í sækir, og almenn- ingi gefist glöggara innsýni í stefnuskrár flokkanna, eða vísbending um, hvað þær bera í skauti. * * # Sem komið er, virðist aðalmálið á stefnuskrá Meighen’s vera tollverndunin. Hann virðist telja það fyrsta lífsskilyrði fyrir velmegun landsins, að gætt sé hags- muna stóriðnaðarins í austurfylkjunum. Þetta gengur mörgum erfiðlega að skilja. Hækkaðir verndartollar hafa í för með sér hækkun á öllum lífsnauðsynjum. Og á Bandaríkin þýðir ekki að benda í þessu sambándi. Það land er sjálfu sér nóg. Canada þarf að flytja inn mikið af lífs- nauðsynjum. Að vera að stritast við að framleiða vörur, sem í sífellu þarf að leggja á borð með, úr vösunralmennings. er fávíslegur hlutur. Auk þess þarf Can- ada að koma megninu af framleiðslu sinni á erlendan markað. Vér þurfum ekki að ætla oss þá dui, að hlaða tollgarða til samkepnis við Bandaríkin. Þau end* ast áreiðanlega betur í þeirri baráttu. Canada hefir þegar beðið nægilegt tjón af þeim tilraunum. ¥ * * Mr. King hefir á stefnuskrá sinni öll þau velferðarmál, er hér hafa verið nefnd. Hann kveðst vilja fá Hudsonsbrautina lagða; flutningsgjöldin lækkuð; fólks- innflutninga aukna, tolla lækkaða, og fyrirkomulaginu á öldungaráðinu breytt. Þetta er fallega sagt. En nú hafa stjórn- artaumarnir leikið í höndum Mr. King’s í 4 ár. Fyrir fjórum árum vildi hann alt það sama, sem hann vill í dag. Hann hefir haft algerðan meirihluta í neðri málstofunni, allan þenna tíma, og hann hefir haft mestallan eða allan bænda- flokkinn að baki sér, í flestum þessum máflum, af því að umbótaáhrifa frá þeim myndi fyrst gæta í sléttufylkjunum. Og hvað hefir svo Mr. King gert? Sára- lítið; sumstaðar ekkert. Hudsonsflóa- brautin er engu nær; Crow’s Nest Pass samningurinn er ormafæða; North Atlan- tic samsteypan skákar enn í hróksvaldi almættisins; til vandræða horfir með fólksinnflutning, (og hinn nýi ráðherra þar virðist helzt ekki vilja fá fleira fólk inn í landið að svo stöddu!); tollar hafa lækkað, svo að ómerkilegt er að mestu, og við öldungaráðinu hefir eigi verið haggað. Þetta er alt annað en glæsilegur árang- ur, og Mr. King hefir sannarlega enga á- stæðu til þess, að bera hátt höfuðið, er hann nú í lok þessa mánaðar kemur hingað vestur í sléttufylkin að leita sér fylgisöflunar. * * * Mr. Forke hefir ennþá ekki verulega látið til sín heyra. Stefnuskrá hans er yfirleitt mjög hin sama og Mr. King’s; hin sama og við síðustu sambandskosn- ingar. Þó er sá munurinn, að það sem í augum Mr. King’s virðist aðeins hafa verið auðveldlega gefin loforð til fylgis- öflunar, það trúir Mr. Forke og flokkur hans áreiðanlega á, að sé, sem það og líka er, lífsspursmál fyrir Canada í heild sinni og vesturfylkin alveg sérstaklega. Hitt er annað mál, og jafnleitt að þurfa að skýra frá því, og það er sjálfsagt, að Mr Forke hefir enginn atkvæðaflokks- foringi reynst á þingi. Að vísu réttlætir það framkomu hans þar, og flokksmanna hans, , að þeir hafa vonast eftir því, að með því að halda King-stjórninni í sessi, gætu þeir, samkvæmt stefnuskrá Mr. King’s 1921, vonast eftir því, að fá hrund- ið áfram einhverjum áhugamálum sínum, svo um munaði. Að þær vonir hafa brugðist, er úrræðaleysi, eða viljaleysi forsætisráðherrans, en ekki bændaflokkn um að kenna. En þótt ekki hafi borið svo á bænda- fiokknum eystra, sem æskilegt væri, þá er hann þó sjálfstæður flokkur ennþá, með heilbrigðar skoðanir í landsmálum: Þær skoðanir eru þess verðar, að þeim sé veitt örugt fylgi. Og hafi einhverjir, er flokknum voru hlyntir, veikst í trúnni, við það, að þeim hafi þótt lítið að honum og foringja hans kveða, á sambandsþinginu, þá má ekki gleyma því, að málstaðurinn er jafngóður, þótt mennirnir kunni að bregðast í bili. Og enda þótt svo kunni að vera, að Mr. Forke hafi ekki þá eig- inleika meðferðis, er gera mann að mikl- um flokksforingja, þá er engin ástæða til þess að örvænta um það, að upp rísi nýr, óþreyttur og öflugur maður innan flokks- ins, sem borið geti hann og áhugamálin fram til þess sigurs, sem þau verðskulda. Hnausaför mín. 1 IVinnipeg á Sunnudagsmorgun. ,Frh. Ferðin gekk allgreitt út i lystigarS- inn. Þó varö nokkur biö í útjaöri borgarinnar. En þaö varö meö þeim hætti, aö Landan æpir upp úr eins manns hljóöi: “Víndrúfur! Vín- drúfur! Hóbakk! Hóbakk!” Og Pét- ur stöövaöi bílinn. “Hvað er nú að?” spyr Vantan meíinleysislega. “Sér þú ekki víndrúfurnar þarna?’’ segir Landan og er önugur í svari. En við sáum aöeins afarstórar blá-plóni- ur í glugga á aldinabúö. Nú, jæja. Þá það,” verður Vantan að orði; og var kristileg þolinmæöi stimpluö á andlit hans. Verður þetta til þess, aö Pétur neyðist til aö vekja upp á slotinu, því enn ,var enginn á ferli. Eftir Ianga mæöu kemur kerling ein til dyra. Hún var úfin og í illu skapi, en selur þó Landan plómurn- ar, sem hann hugði vera stærstu og heztu víndrúfur í heimi! Viö leggjum aftur á staö. Landan býður okkur vindrúfur, Fantar tekur boö- inu vel, því nú heldur hann aö Land- an muni glevma grautarleysinu. En við Vantan höföum enga lyst á vin- drúfunum. Vorum háðir sokknir niður í hugsanir okkar. Mintumst þess, aö eitt góöskáld íslands haföi þegið af forsjóninni argvitugustu krækiber í stað vinberja af beztu tegund. Landan haföi þó hrept góö- ar plómur! “Svona er gott aö búa í Ameríku,” segir Vantan, og leit í gaupnir sér. Og eg hneigi höfuðið til samþykkis og í þakklætisskyni við Sigtrygg og Baldvin, og alla aöra útflutnings- eöa innflutnings-agenta. Fantar réði sér varla fyrir kæti; þvt nú þóttist hann viss um að hann væri láus allra grautarmála, og litlar lík- ur til að við myndum, eftir þetta, lenda sléttuknerri okkar við strendur Ogilvie. Þegar við erum komnir í námunda við lystigarðinn, fer að hýrna yfir Landan. Alt til þessa hafði hann verið daufur í bragði. Lét lítið yfir blómreitum babbítanna; kvaðst hafa komið til Brandon; “en þar,” sagði hann, “kunna menn að prýða velli sína’’. “Já, í Brandon,” segir Land- an, ‘‘eru blómin eins og mý á mykju- skán I”. Og þegar við lítum lysti- garðinn, hrópar hann hástöfum: “Þarna sjáið þið það, piltar! Eins og það á að vera, og eins og það er í Brandon !” En við þeysum fram hjá einni blómaeyjunni eftir aðra. Þá komum við að stórum vatnspolli. Á honum synda tveir svanir og — steinþegja I Laufskrúð trjánna klappar bíln- um, og blessuð morgunsólin kyssir alt og alla, eins og alt, sem lífsanda dregur, væri harðtrúlofað. Það lá við að hjörtu okkar fögnuðu fegurð náttúrunnar. En til allrar guðs- lukku höfðum við hemil á tilfinning- um okkar. Við bárum okkur að líta á þetta frá sjónarmiði siðmenningar- innar: litirnir voru of ákveðnir og of skærir; myndin of glögg og hrein. Þessu var öllu á annan veg farið en nýtízku málverki. Yfir þessari mynd, sem við nú litum, grúfði engin hula listarinnar, engin þokukend, þúsundföld slæða, sem lokkað gæti sálir vorar inn í hulduheima eða vit- firringu. Sem betur fór, höfðum við félagar séð málverk okkar fræga landa, Entils Walters, og vissum því, hvernig fögur útsýn átti að koma fyrir augu siSaðra manna. Gamli móðurinn var að stæla náttúruna. Þá var það haft fyrir satt, að “náttúran er næminu rikari”. En síðan hefir menningu heimsins fleygt fram; og er því svo komið, að nœmið. cr nátt- úrunni ríkara! Mikil er sú menning. Nú á dögum er engin kona svo fög- ur, að hún geti ■ ekki hrest upp á verk skaparans, með svo sem tíu króna virði af litum og öðrúm loddaratækj- ttm. Og listamenn þessarar aldar, á- samt lærisveinum þeirra, hafa næm- ari smekk fyrir því, sem fegurð má kallast, heldur en almættið sjálft, sem í einfeldni sinni stemdi auga dauð- legs manns þannig, að það mætti gleðjast yfir að horfa á verk hans. Það má skifta nýtizku málurum í tvo aðal flokka. Annar flokkurinn málar alt blátt, blátt, blátt; eða rautt, rautt, rautt; eða svart, svart, svart ad libitum. Síðusu orðin eru auðvit- að latína og þýða á íslenzku: “upp DODD’S nýrnapillur eru bezta nýrnameðalið. Lækna og gigt, bakverki, hjartabilun, þvag- teppu, og önnur veikindi, sem staía frá nýrunum. —- Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan, eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllum lyfsögum, eða frá The Dodds Medicine Co., Ltd. Toronto, Ontario. á líf og dauða”. — Hinn flokkurinr* málar eitthvert andskotans hér-um- bil. Svo grautar hann saman öllum litum, sem handbærir eru, og klessir svo grautnum yfir hér-um-bilið. (Svo augað villist og andinn spillist). — Þetta i svigurn var “skrifað ósjálf- rátt’’. Eg er nefnilega út af hag- yrðingum kominn; og má því enginn taka mark á því.-------- “Hvert stefnir?” spyr Pétur, því nú var okkar íslenzka eðli farið að hafa áhrif á hann. “Til villidýr- anna,” segir Vantan. Og hjá dýr- unum nemum við staðar og stígum af bílsbaki. Fyrst verða á vegi okk- ar tvö bjarndýr í steinþró. Þau sitja þar á hækjum sínum og geispa ólundarlega framan í okkur. Þó er klukkan að ganga niu að morgni dags. “Herra trúr !” hrópar Fantar. “Eru blessaðar skepnurnar að verða að babbítum ?” Lendan kastar víndrúfu ofan í þróna, en annar björninn grípur hana á lofti og gerir sér gott af. “Hjæ, hæ, og hó, hó!’’ æpir Landan, gagn- tekinn af gleði. Hann kastar öðru aldini til hins bjarndýrsins, sem tek- ur jafnvel á móti. Og Landan stekk- ur hæð sína í loft upp, þvi hann hafði numið leikfimi í gagnfræða- skólanum á Akureyri. “Haldið þið,” segir hann, “að siðmenningin sé komin til Winnipeg? .Skvnlausar skepnurnar hámentaðar I” Vitaskuld játtum við þessu, og vorum í bezta skapi. Landan reynir nú, hvort fleiri skepnur í dýragarðinum kunni kúnst- ina: Að grípa fæðuna úr lausu loftí og gleypa hana hugsunarlaust. Verð- ur sú reyndin á, að þessi ment dýr- anna er hlutfallslega jöfn við nátt- úrugáfu þeirra. Eftir að athuga þessi augljósu fyrirbrigði, dreifum við okkur meðal dýranna; og ber margt fyrir attgað. Hér eru rjúpur, frá öllum löndum, af öllu tæi, me5 öllum litum; rjúpur, sem jafnvel Nikulás “skjótti” aldrei “á lofti”. Hér eru þeflaus þefdýr; og ernir, sem aldrei hafa smakkað íslenzkt lambakjöt. Hér er lifandi loðvara, sem Mundi á Fögruvöllum hefir ald- rei náð lófastórum skinnskekli af. Hér eru Elgdýr, sem Mundi Gíslasort hefir aldrei drepið. Hér eru vísund- ar, sem ríkisstjórnin hefir enn ekkí slagtað fyrir kunningja sína. í(ér erum við komnir í aldingarðinn Ed- en, en skilningstréð hvergi sjáanlegt. “Hvar er skilningstréð, Pétur?” spyr Fantar. “Komdu hingað í kvöld, þegar degi hallar og dimma tekur,” segir Pétur og drepur tit- linga; “og eg skal sjá um að þú hafir tal af Evu. En hún veit hvar tréð er, gengur altaf með hál f-étiN eplið í hendinni.” “Ekki er að tvíla hann Pétur,” segir Fantar, og nýt" saman lófunum af ánægju. I þessu rekur Landan upp hræðilegt óp; og við þjótum í áttina til hans, sem fætur toga. Sjáum við þá, hvar hann fer á handahlaupum utan um apabúr eitt. “Hvað á þetta að þýða?” spyr Vantan reiðulega, þegar hann hafði kastað mæðinni. “Ertu að verða vitlaus, maður?’’ Landan nemur staðar, stendur á fætur og bendir á apabúrið. Dýrið situr þar inn á hækjum sínum og er að gæða sér á einni vindrúfunni hans Land- ans“Lítið þið á, piltar góðir I” hróp- ar Landan. “Sá fer ekki illa að mat sínum. En þó tók út yfir, að sjá hlessaða skepnuna ná víndrúfunni í gegnum tvöfalt vírnetið. Já, þetta

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.