Heimskringla - 23.09.1925, Blaðsíða 2

Heimskringla - 23.09.1925, Blaðsíða 2
2. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 23. SEPT., 1925, Islendingadagurinn á Lundar, Þótt þaö sé eftir dúk og disk, lang ar mig til ati geta þess, atS Lundar var ekki eftirbátur annafa bygtSa aö því, er íslendingadagshald snerti í suniar. Hátíöin var haldin 5. ágúst, I og sótti hingað fjölmenni úr öllum j áttum. Samkomunni stýröi bænda- j öldungurinn Jón Sigtírösson á Geysi, flutti einkar snjalla ræöu og las upp ritgerö séra Kjartans Helgasonar: ( “Veröhækkun”, sem prentuð var í j þjóðræknisritinu. Ræöumenn voru: Séra A. E. Kristjánsson, minni ís- lands; Vilhelm Kristjánsson, bók- mentaminni; Miss Salome Halldórs- son, minni frumbyggjanna, og dr.1 Sig. Júl. Jóhannesson, minni Can- ada. Ágúst Magnússon flutti minni ís- lands í ljóðum, og Guðbrandur Jör- undsson annað. Söngflokkur skemti meö íslenzkum söngvum undir stjórn Vigfúsar Guttormssonar. Barnasýn- ing fór fram, og voru sýnd 15 börn; þrenn verðlaun gefin. Paul Reykdal stjórnaði íþróttum, og voru þær margskonar og fóru á- gætlega fram. Hér fylgir ræöa Vilhelms Krist- jánssonar: Kæru tilheyrendur! Eg vil mælast til þess að þiö not- ið ímyndunarafl ykkar, og hugsíö ykkur aö dagurinn t dag sé ekki 5. ágúst 1925, heldur 2. ágúst 2025 — hundrað árum hér frá. Staðurinn er aö nafninu til hinn sami, heitir ennþá Lundar. En aö útliti til er alt breytt. Þar sem áöur var þorp, er nú borg aö sjá meö margar iðnaðar- stofnanir, þar sem unnar eru flestar afuröir héraðsins. Þar er t. d. hveitimylna og sútunarverksmiðja. — Fólk er talsvert breytt frá þvi sem þaö var 1925. Þaö er orðið dekkra á hörund og ber önnur einkenni ame- rísks þjóðflokks. Úti á götum heyr- ist töluð enska, en ekkert annaö mál. Þó má líta islenzk nöfn fyrir ofan dyr á mörgum verzlunarhúsum og skrifstofum. •Fyrir utan borgina er fagur lysti- garöur. Þar er hátíð haldin í dag — 2. ágúst 2025. Boginn yfir aðal- hliöinu er smekklega prýddur flögg- um og vafinn silkirenningum. Auk þess er þar vafið öörum renningum, aöeins hvítum og bláum. Yfir ræðupallinum blakta þeir báð ir, canadiski og íslenzki fáninn. Fjöldi fólks er saman kominn; stend ur stór hópur viö pallinn og hlustar með athygli á ræðumann, sem er yfir- kennari háskólans á Lundar. Hon- um farast orö á þessa leið: “Kæru vinir:—Vér erum saman komnir i dag til þess aö minnast ættjarðar forfeöra voTra, íslands. Um leiö erurn vér mætt hér til minning- ar um það, aö hundrað og fimtíu ár eru liðin síðan fyrstir íslenzkir innflytjendur komu hér til lands. Við þetta tækifæri á þaö vel við, að vér, sem hér erum saman komin, rennum augum yfir þann þjóðflokk hér i landi, er vér teljum oss í ætt við. Þaö er margt, sem gerst hefir á þess- um hundrað og fimtíu árum, og sumt afar lærdómsrikt. Af því ætti að mega dragá ábyggilegar ályktanir. En áöur en þaö er reynt, vil eg leyfa mér aö lesa tvo kafla — fyrsta og siðasta kaflann úr kvæöinu “Gunn- arshólmi”, eftir Jónas Hallgrímsson (hér les ræöumaður báöa þessa kafla — þeim er slept.) Vér sögðum áöan, aö margt og merkilegt hefði skeð á síðastliðnum hundrað og fimtiu ára tímabili, og að margt mætti álykta af þeim viðburð- um. Nú getum vér leitast viö að svara þeirri spurningu, sem fyrrum var svo oft á vörum manna: Hver er fram- tíð íslenzkunnar í Canada? Að visu eru spyrjendurnir löngu gengnir til grafar; en samt er þaö alls eigi ótil- hlýöilegt aö leita svars. Það mun veröa mörgum umhugsunarefni. Fyrir hundrað og fimtíu árum var Nýja Island stofnað. Innflytjendur héldu flestir trygð við gamla land- ið, og vonuðu fyrst framan af, að í raun og sannleika myndi nýtt ísland stofnast hér i álfu. En brátt fóru flestir að sjá, að þeir yrðu að taka þátt í landsmálum hér sem trúir cana- diskir þegnar — og þeim var Ijúft aö gera það. Hið ástkæra ísland hélzt við sem fegurðarímynd og bók- mentahiminn. Um fram alt þráðu þeir aö islenzkt mál skyldi varöveit- ast. Brátt fóru íslendingar og af- komendur þeirra að taka þátt í hér- lendum málum. Fyr á timum höföu Norðmenn tekiö sér bólfestu í Nor- mandíi, á Englandi og í Suður-Italiu — og alstaðar veriö aöalsfólk. Hér var ekki stofnað til aðals í fornri merkingu orðsins — en ef til vill var það þó í nýrri merkingu, sérstak- lega á sviöi bókmenta og upplýsingar í heild sinni var unnið til gagns og heiðurs. Einnig hafa menn, er is- lenzk nöfn báru, unniö ómetanlegt gagn bæði i ríkisþinginu í Winnipeg, og alþjóöaþinginu í Geneva. En því meira sem sótt var frarh á þessum svæöum, því meira tapaöi þjóöernið íslenzka og íslenzk tunga. Þótt Islendingar heföu lagt mjög svo hreinan málm til bræðsluofnsins, þá gætti hans ekki lengi út af fyrir sig í hinum nýja blendingi. Allir þjóö- flokkar, sem frumbyggjar voru hér í landi, bera nú merki hins canadiska þjóöflokks og helga hinum canadiska fána trúleika sinn. Og ennþá aug- Ijósari urðu sambræðslueinkennin, þegar stórþjóðirnar urðu að brjóta odd af oflæti súiu fyrir hugmyndinni um alþjóðaþingið i Geneva. Þá tóku sig saman vinir íslenzkrar tungu og íslenzkra bókmenta. Þeir mlintust þess hvernig grískar og latneskar bókmentir höfðu veriö ljós aldanna, og hvernig á þeim timum enskumæl- andi nemendur Iærðu frönsku og önn ur tungumál nær því að fullu á skóla árum sínum. Hví skyldu þá ekki nemendur af íslenzku bergi brotnir — og jafnvel fleiri — læra íslenzku á jafnstuttum tíma, þótt þeir heföu fá eða engin orö af henni talað í heimahúsum? Vér erum þakklát þessum mönnum fyrir verk þeirra. Það er þeim aö þakka, aö fjöldi nem enda i miðskólum og háskólum vest- urfylkjanna, lærir íslenzkt mál og kann aö lesa bókmentir forfeðra vorra. Þeim er þaö aö þakka, aö margir halda ræöur á íslenzku 2. ágúst á ári hverju. Hinum mörgu íslandsvinum, er fyrrum þótti sem sandur eyöimerk- urinnar mundi grafa flestar vonir. myndi bregða í brún, ef þeir mættu nú risa upp úr gröfum sínum. Þeir mundu þá sjá, aö á eyðimörkinni eru frjóir og fagurgrænir blettir, þar sem gróa aldini og tré, vökvuö svalandi lindum. Eöa eigum- vér ekki að nota íslenzka samlíkingu? Þeir heföu horft af köldum sandinum og séð Gunnarshólma. Allur þorri afkom- enda hinna íslenzku innflytjenda hef ir tapað eða gleymt að mestu leyti talaöri tungu feöra sinna, en íslenzk- ar bókmentir eru sem bjart Ijós á vegum margra þeirra, sem leita feg- urðar og sannleika, því “— lágum hlifir hulinn verndar- kraftur hólmanum, þar sem Gunnar sneri aftur.” ^ N Lengi Iifi íslenzkan og íslenzkar bókmentir!” Z Hermann Jónasson. Niöurl. III. Hermann Jónasson var, á ýmsa lund, öðrum mönnum ólíkur. Hon- um var margt gefiö. Hann var nokk- urskonar ófreskisgáfu gæddur. Það var eins og hann hefði annaöhvort fleiri skynfæri eða næmari skynfæri en aðrir menn. Hann varð, sökum slíks margs vísari. Hann virðist ver ið hafa furöulega berdreyminn eða orðið undarlega margs var í svefni eða svefnmóki. Sumthvað virðist hafa lagst fastara í hann en títt er og venjulegt. Þessi mikli skynsemd- armaður var að nokkru kynjamaður. Um “Drauma” hans og “Dulrúnir” rita eg fátt, enda er slíkt eigi • mitt meðfæri. Þó fæ eg eigi dulist þess, ag þann drauminn, er Hermann kall- ar merkilegastan, Njáludrauminn, finst mér minst um og þætti minst eft irsjá úr draumakveri hans. Hann er ölórum blandinn skáldskapur, og hann heldur rýr og reitingslegur. Það er eftirtektarvert, að þenna ó- bókmentafróða búsýslumann dreymdi sögudrauma í sama skarð Njálu, sem Jóhann Sigurjónsson orti i. Upptök draumsins eru hugleiðingar athug- uls lesanda á þeim kafla Njálu, þar sem að því er virðast kann í fljótu bragöi — mestrar veilu kennir í sálar legum skýringum á athöfnum og at- burðum. Það er skýringin á því, hvérsu fóstbræðralag og vinátta Hö- skuldar Hvítanessgoöa og Njálssona breyttist í banvænann fjandskap. Eg nefni dæmi, er mér virðast sýna, að uppruna draumsins má rekja til umhugsunar um efni sög- únnar. I draumnum er Kjarvalur nokkur segja látinn Höskuldi Hvítanessgoða, aö Njáli hafi eigi gengið gott til, er hann bauð honum til fósturs. Slíkt hafi hann gert í því skyni, aö girða fyrir hefndir eftir víg Þráins, fööur hans. Það var engin þörf á draum- vitran til aö segja okkur þetta. í fyrsta lagi hafði danska skáldið Hauch bent á þetta fyrir langa-löngu. I öðru lagi getur hver sæmilega hugs andi Njálulesandi sagt sér slíkt sjálf- ur, ekki sizt Hermann Jónasson. —. Þá segir Ketill úr Mörk, aö tímatal Njálu sé sumstaöar brjálað, Möröur komi t. d. of snemma við sögu. Á þetta hafði Guðbrandur Vigfússon bent í ritgerð sinni hinni frægu “Um tímatal í Islendingasögunum”. Ólík- legt er, aö sl'rkt hafi algerlega farið fram hjá Hermanni. Og fleira mætti telja. 1 sérstakri ritgerð mætti liða drauminn í sundur, hversu ýms atriöi i honum eru til oröin i liking við drög og dæmi í fornsögum vorum. Upp- haf aö óvináttu Höskulds og Njáls- sona er það t. d. gert i draumnum, að hestur Njáls drap fæti, þá er hann reið til heimboðs i Ossabæ, svo að hann gat eigi sótt boöið og hvarf heim. Þetta minnir á, er hestur Gunnars drap fæti, og aö hann sneri þá viö heim og fór hvergi. Fleira mætti nefna, en mér viröist ekki taka því. Á öllum draumnum er t. d. orðalag Hermanns, hvergi Njálu- stíll né Njálublær. Það er sennilega ekki tilviljun, aö Hermann birti þenna draiirn, er hann var á hvern veg, aö utan og innan, einna verst til reika af völdum á- fengis og margvjslegs mótlætis. Þó að mér þyki draumurinn á ýmsa lund tortryggilegur, fer þvi samt fjarri, að eg ætli Hermanni á nokkurn hátt vísvitandi blekking. Engan get eg síður grunað um slíkt en þenna gagn- vandaða mann. Án efa hefir hann dreymt höfuðdrög draums síns. 0- sjálfrátt hefir síðan hlaðist utan um þenna kjarna fleira og fleira. Hann segir og á einum stað, að nú geti hann eigi greint á milli hugboðs og draums. Þá er Hermann var betur á sig kominn, dómvísi hans skarpari, hirti hann eigi að koma þessu draum- fóstri á framfæri. Eg hygg, aö Hermann hafi haft mestar mætur á Njáludraum sínum af svipuðum ástæðum og móðir ann mest veilasta barni. Rithöfundhæfi- leikar hans njóta sín hvergi betur en í “Draumum” og Dulrúnum”. Sennilega kennir þar, að sálfræö- ingar vorir nema sumthvaö merkilegt af frásögnum hans af skynjana- reynslu sinni. Það nær engri átt, aö slíkur merkismaöur fari þar með ein- tóman hégóma. Reynsla hans sýnir, aö í vitund vorri leynast færi, er frætt geta oss um ókomna og ó- kannaða myrkheima, að fleira getur vitneskju veitt um tilveruna, heldur en ályktanir, rökvísleg rannsókn og athugun. IV. Þau eru mikilvæg ráðgáta, ferill ! og forlög Hermanns Jónassonar, eink I um sambandið milli eölis hans og | hæfileika og þess, er á daga hans dreif. Þessi síðskeggjaði alvörumaö- j ur, gildur á velli og kempulegur, öld- | urmannlegur sem fornir hersar úr Hringaríki eða af Hálogalandi, spak- ur að viti og sdllilegur, sýndist manna ólíklegastur til að gerast á- stríðuþræll, sjálfeyða. Hvað olli slík- um ósköpum? Margt mætti á því græða, ef slíkri spurningu yrði að fullu svarað. En sliks er ekki kostur. Enginn, hvorki hið mesta skáld, né heldur sá, er slíkan hlut bíður, fær rakið sund- ur alla þráðu né þáttu í þvílíkum skapavef. Hér verður aðeins freist- að fáeinna skýringa, er hjálpað geta til skilnings þeim, er kanna vilja þetta eða svipað efni betur en hér er gert. Þórarinn á Hjaltabakka segir svo frá: “Til dæmis þess, hve Hermanni var sýnt um fyrirkomulag og stjórn á öllu, vil eg skýra hér frá einu at- riði: Mig minnir það væri haustið 1894, sem stolið var nálægt 2000.00 kr. í gulli frá Jóni gamla á Svaðastöð- um. 1 stað þess að fara með mál þetta til sýslumanns eða hreppstjóra, fól Jón Hermanni alla umsjá þess og kom þar enginn annar nærri. Sýnir það álit Jóns á Hermanni, og var hann með réttu talinn sérlega hygginn og athugull. Hermann byrj aði svo rannsókn sína og hafði fáa en ábyggilega trúnaðarmenn. Vissi t. d. enginn um þetta á Hóluni, nema eg. Og svo kænlega kom hann þessu fyrir, að engan grunaði, sem ekki vissi, að hann væri í neinu slíku. Eftir örstuttan tíma vissi hann um þjófinn, og eftir það vissi l^'ajin stöðugt um, hvar hann geymdi pen- ingana sem hann skifti stöðugt um geymslustaði á, og því þorði Her- mann ekki að eiga undir því, að láta taka hann; bjóst við, að pening- arnir næðist máske ekki. Hinu hélt hann lika fram, sem líka rættist, að maðurinn myndi fara eitthvað, helzt með skipi, og þá væri bezt að taka hann. Það berst svo út, að maður þessi ætlar vestur á ísafjörð að leita sér atvinnu. Var þá hætt að tala um þetta þjófnaðarmál. Þegar skipsins var von, fór Hermann yfir á Sauð- árkrók og tók mig með. Dróst það nokkra daga, að skipið kæmi, og var þá Hiermann á stöðugum “túr”, og grunaði engan annað, en hann kæm- ist ekki heim þess vegna. En altaf vakti hann v^ir manninum, sem í sínu húsinu var hverja nótt. Þegar skip- ið var komið, ætlaði hann fljótlega um borð, en þá tók Hermann hann á hryggjunni og farangur hans. Eg minnist þess lengst, þegar við komum með manninn til Jóh. Ólafssonar sýslumanns. Hann var góðmenni, en þjófurinn ófyrirleitinn fantur. Þver- neitaði hann öllu. Gekk svo lengi, og taldi sýslumaður árangurslaust að halda svo áfram, og líkur ekki svo ríkar, að rétt væri að setja hann í gæzluvarðhald. Þegar lokið var, á- rangurslaust, að leita í farangri hans, krafðist Hjermann, að leitað væri á honum. Varð sýslumaður við því og skipaði honum úr treyju og hand- lék svo vestig á honum. Var þar ekk ert að finna. Uppgaf hann þá al- veg leitina og kvaðst slíta réttinum. Náði Hermann honum þá á eintal, og töluðust þeir við. Hafði hann þá fengið sýslumann til að þukla um buxnavasa hans. Fann hann þá fljótlega, að í innri buxnavösum hans var gullið fólgið. Varð sýslumanni þá svo hverft við, að hann hrökk langt í brott og bað guð að hjálpa rr.anninum. Vóru þarna af honum teknar á 19. hundrað krónur. Nokkru hafði hann eytt, en kvaðst hafa týnt því í Héraðsvötnin. Alt þetta starf Hermanns var aðdáanlega af hendi leyst. Fann eg aldrei, að þarna væri nokkurt misstígið spor.” — — “Ef þjófurinn hefði nokkru sinni fengið grun um, að Hermann væri á hælum hans, var alt ónýtt.” Eg birti hér þessa skemtilegu frá- sögn, af því að eftir lestur hennar varð mér sunit skýrara en áður í förum Hermanns og fari. Taki menn eftir þþeim með þjóf- inn á milli sín, lögmanninum og skólastjóranum. Sýslumanni þykja líkur litlar, vill sleppa manninum. Hermann situr fastur við sinn keip. Hann kveður (í “Dulrúnum”) ýmsa megi kannast við, að hann hafi sagt þeim, þá er þeir skrökvuðu að hon- um, að þeim væri eigi til neins að fara með skreytrii við sig. Hjann tel- ur miklu skifta, að rannsóknardómari eigi i vitum sinum þenna næmleika fyrir hugsunum annara (næmleíka “fyrir hugskeytum” kallar Hermann það). Gizka má á, að Hermanni hafi vegna reynslit Sinnar í þessu þjófn- aðarmáli, skilist nauðsyn á slikum næmleik. Með næmri eftirtekt og skynjan á likamlegum efnum varð hann þess var, að nokkuð var grun- samt í vasa þjófsins, og með næm- leik fyrir því, sem fram fór í annars manns hug, varð honum grunur að raddblæ hans, svip og geði. Sú skarpvísi ein og hyggja, sem starfar ofan vitundar, gat ekki blásið honum í brjóst þeirri örygð, er sigur veitti í slikri veiði, þótt eigi megi litið gera úr aðstoð slikra eiginleika. En þær einar gátu eigi sagt honum, að ann- að væri óhugsandi um völd á þessu peningahvarfi, en að þessi væri þjóf- urinn og enginn annar (smbr. og skoðun sýsluntanns, er engin ástæða er um að ætla, að hugsað hafi né ályktað skakt). Hermann var í æsku fundvís og ratvis, skeikaði aldrei að rata, þótt hann væri á ferð í glóru- lausum stórhríðum.” Þessi ósjálf- ráða ratvísi varð honum hér að nokkru liði. Hermanni farast svo orð um þessa færni sína, að han hafi verið “næm- ari fyrir taugaáhrifum en alment ger- ist.” Hann fann á sér, ef eitthvað var á seiði í garð hans (smbr. “Dul- rúnir”). Félögum hans tókst þvi aldrei að hrekkja hann. Svo hvass var þessi næmleikur hans eða þetta sétta skilningarvit eða þessi hyggja neðan vitundar, sem erfitt er að skýra og skilja. En hér virðist mér vera komið að einni megineigind í eðli hans. Það er nœmlcikur, siðferðilcg- ur og sálarlcgur nœmlcikur, nœmlcik tir tUfinninga og skynjana. Hann er gæddur sama næmleika, sem mörg um góðskáldum og listamönnum er gefinn. En þessi eiginleiki var fjöl- tækari i Hermanni, heldur en hann að jafnaði er í slíkum mönnum og flestum öðrum menskum mönnum. Þessi næmleikur hjálpar til skiln- ings á furðumörgu í fari hans. Hann studdi hann drjúgum í skólastjórn og forustu ungra sveina. Hann var ein rótin undir dómgreind hans. Hann vísaði honum löngum, í ólíkustu við- fangsefnum og viðureign við menn og líf, á siðrétta götu. Til hans má sennilega, að miklu leyti, rekja drauma hans og dulskynjanir. Hann hefir án efa átt mikla sök á of- drykkju hans og ósigrum. Þetta skal að nokkru skýrt. Víkjum fyrst að stjórnlist hans, er mjög er ágætum gerð. Auðsætt. er, að hjálpað hafa honum þar drjúg- um skipulagsgáfa og sú dómgreind, er sá mun á aðal- og aukaatriðum, og hvaða smámunir geta orðið hættu- legir og hverjir ekki. En slíkir eig- inleikar einir tryggja ekki fylgisemi við forustu og stjórn. Eg spurði læri- svein hans, Stefán skógarvörð Krist- jánsson, hví hann hefði hlýtt honpm svo greiðlega. Hknn svaraði: “Bæði af því, hve mikil persóna hann var, og af því að menn fundu, hvílík skynsenid var í öllu, er hann skipaði og fór fram á.” Án efa rétt svarað, það er svarið nær. Hermann hefir skilið nauðsyn þess, er mörgum stjórnöndum sést yfir, að stýrður eða undirmaður finni réttinæti boðjorða hans eða skipana. Án sliks fær eng- in stjórn haft uppeldileg áhrif. En því aðeins sannfæra þeir “undir- gefna”, að þeir velji einmitt þau rök, er í hæfi eru við þroska þeirra og orka á tilfinningar þeirra og metn- að. Á þessu blindskeri stranda enn fleiri stjórnendur heldur en á þeim grynningum, er eg fyr drap á. Hugs- un ofan vitundar hrekkur hér ekki til, þótt hún sé hér sem í öðrum efn- um hin dýrmætasta, er sízt alls má án vera. I stjórn þarfnast oft sliks snarræðis, að lítill eða enginn tími er til íhugunar. Hér þarf ratvísi að hvers manns hvötum og hvers manns hjarta, þess næmleiks, er finnur óð- ara, ósjálfrátt og óafvitandi, þá að- ferð, er heillavænlegast orkar á hvern þann, er stýra skal eða hafa áhrif á. Um Lloyd George segir, i skarpvíslegri lýsingu á honum, að hann sé sem miðill næmur fyrir öll- um og öllu, er sé eða gerist í návist hans. Það sé, sem honum séu gefin sex eða sjö skilningarvit, er hann skynji með hvatir manna og þeim óafvitandi hugar-hræringar. Þessum næmleik verða allir foringjar, að einhverju leyti, gæddir vera, hvort sem þeir stýra stjórnmálaflokki eða barnaskóla. Án slíks verður stjórn þeirra að einhverju ábótavant. forn j ósnaraugu þurfa fira synir, hvars skulu vreiðir vegast.’’ segir í Sigrdrifumálum. En þeirta gerist oftar þörf. Þótt varast skyldu stjórnendur njósnir, nema ef ískyggi- lega stendur á, koma fornjósnarfæri sér vel í umsjón, stjórn og allri leið- sögu. Nú skilst, hversu næmleikur Hermanns studdi hann við stýri og í leiðtogasæti. Þetta fornjósnarfæri olli því, að ekki var auðleikið á hann né auðfarið í kringum hann. Því fór saman í honum, sem sjaldgæft er, að hann var hverjum manni vandaðri, en kunni þó manna bezt að sjá viö hvers konar undirhyggju. Mætti segja dæmi þessa hæfileika hans, en yrði of langt. Þessi næmleikur visaði honuni á vöðin yfir þá köldukvísl, er með misstríðum straumi liður um hvers manns huglönd. Því varð hann leikinn í tornuminni list, er fáum lær- ist til hlítar, en hvergi véltur meir á en í alvarlegri skólastjórn: að beita hreinskilni á þann hátt, að hún móðgi ekki né meiði, heldur að notum komi þeim, er þarfnast leiðbeiningar í við- kvæmum efnum eða leiðréttingar á ráði sínu og framkomu. Eg hefi engum kynst, er eins vel kunni íþrótt þá. Þessi næmleikur og hreinskilni gerði hann, ásamt vitsmunum hans og karlmannlegum yl, er frá honum lagði, að einhverjum hinum notaleg- asta manni í viðkynningu og vináttu. Því sóttu margir ráð til hans í alls konar vandræðum og vanda. Veit eg dæmi þess, að leitað var ráða hans í striðu einkamáli, og honum það ritað héðan að heiman vestur á Kyrra- hafsströnd. Og svarið var ekki rit- að utan við sig. Hann var og ó- venju nærgætinn. Naut þeirrar nær- gætni þægilega í gestrisni hans. Líð- ur mér seint úr minni, hversu hann að haustlagi tók eit? sinn ferðalang, sundvotum úr Húnavatni. Það var með sömu gerhygli og umhyggjusemi séð fyrir þörfum gests og hests. Hermann hefir skilið, hvílíks næm- leika honum var léð. í bréfi til Unn- ar Vilhjálmsdóttur kveðst Hermann oft hafa bölvað feimninni, bæði stn vegna og “nánustu ættingja”. Síðan segir hann: “Raunar er nú rangt að bölva feimninni, því að hún er runn- in af beztu rótum: óvcnjumiklum ttœmleika fyrir allri framkomu sinni og hcgðun”. Hann kveður þenna dýra eiginleika spretta af “góðum gáfum og fíngerðum”, einkum dóm- greind. Hitt mun eigi síður sann- mæli, að dómgreind spretti meðfram af næmni skynjana og tilfinninga. Þessi niikli næmleikur gæddi og hélt við samvizkusemi hans og vand- aðri breytni, er sýn er í ráðsmensku hans fyrir landsins hönd. Svalli haris og ákaflegri ofdrykkju tókst aldrei að drepa mannkosti hans. Þórarinn á Hjaltabakka, er honum var allra manna kunnugastur, skrifar: “Hann var — — hreinvandaður, vinfastur, trygglyndur, ráðhollur og réttlátur, svo að engan þekti eg eins.” Ágrip af bréfi, rituðu missiri fyrir andlát hans, ber göfgi hans vitni. Vinur hans, er vill eigi láta nafns sins get- ið, gaf honurn 50 krónur, er hann fór til Vesturheims. Bréfkaflinn sýnir, hversu hann greiddi: “Eg vil nú ögn skrifta fyrir þér. Mér hefir ætið verið illa við gjaf- ir. En þegar við skildum síðast, fann eg, að eg mátti alls eigi særa þig með því að neita að taka á móti því, er var gefið af jafngóðum og einlægum hug og þú gerðir. En eg þarfnaðist eigi gjafarinnar, og vildi því, að hún lenti, þar sem hún kæmi sér betur. Eg bið þig því að fyrirgefa mér, að eg afhenti rétt fyrir jólin N. N. 100.00 kr. sem gjöf frá þér, til þess að hann gæti keypt sér eitthvað til jólanna. Þú skilur, að vextir og gengismunur peninga höfðu gert 50 kr. að nálægt 100,00 kr. Eg sagði N. N. elfkert um það, hvaða leið þess ar krónur frá þér hefðu komið, því eg áleit mér það eigi heimilt, án þinnar vitundar og Ieyfis.” Auðskilinn virðist skyldleikur milli næmni Hermanns og svonefndra dul- skynjana hans. Voru þær ekki fólgn- ar í því, að skynfæri hans voru — líkt og hann sjálfur að orði kemst — “næmari fyrir taugaáhrifum” og öllu í umhverfi hans heldur en alment gerist? Segja má, að Hermann hafi drýgt stóra synd á sjálfum sér, hversu hann varði kröftum sínum og hreysti. II. er að níða niður góða jörð. Miklu, miklö verra er hitt, að sóa kröftum sínum dýrum, sem Hermann gerði, í hroðann og voðann, herja . sem víkingur sjálfur á sjálfan sig. Gegnir furðu, hve mikið hann mátti bjóða sér. Þórarinn ritar: “Undrað- ist eg það oftlega, hversu fljótt hann náði sér eftir hina verstu túra.” — “En oft sárnaði mér, hve rík áfeng- islöngun hans var. Tekur það út yfir alt, sem eg hefi þekt í þvi efni.” Sjálftjr þykist eg engan mann séð hafa svelgja svo ákaflega áfengan drykk sem Hermann. Hann var næmur á gæði vínsins, sem á önnur

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.