Heimskringla - 23.09.1925, Blaðsíða 6

Heimskringla - 23.09.1925, Blaðsíða 6
tSIÐA HiSIMSKRINGLA WINNIPEQ, 23. SEPT., 1925. “TVlFARINr. Skáldsaga Eftir H. de Vere Stacpoole. Þýd(l af J- Vigfússyni. 13. KAPÍTULI. Teresa. “Mér þykir vænt um að heyra það,” svaraði Venetia og rumdi. “Við reyndum að láta þér hða vel. Eg get ekki neitað því, að mömmu finst gengið fram hjá sér, þar eð þú skildir engar leið- beiningar eftir, þegar þú fórst, og maður verður að viðurkenna líka, að þjónunum fanst það mjög undarlegt, að þú skyldir yfirgefa okkur þannig, en — þetta er aðeins álitamál.” “Þú átt við,” sagði Teresa, “að eg hafi hagað mér óviðeigandi? Jæja — eg bið afsökunar. Mér þykir þetta leitt, en hin skyndilega löngun til að koma hingað aftur, var ómótstæðileg. Eg ætlaði að skrifa í kvöld.” “Ó, það er ekki hættulegt með þetta,” sagði Venetia. “Gert er gert. Jæja, eg verð nú að fara — en hafið þið bæði hugsað um ókomna tímann, og það sem honum fylgir?” “Hvort við höfum gert það!” sagði Teresa og strauk hár Jones ástúðlega. “Já,” svaraði Jones. “Eg hefi altaf gert alt hvað eg gat, til að halda öllu í reglu,” sagði Venetia og stundi. “Það hepnaðist ekki. Var það mér að kenna?” “Áreiðanlega ekki,” svaraði Teresa, sem ósk- aði að geta sem fyrst losnað við mágkonu sína. “Mér þykir vænt um að heyra þig segja þetta. Eg hefi altaf reynt að forðast að skifta mér af ásigkomulagi ykkar. Eg hefi heldur aldrei gert — það er að segja, þegar heilbrigð skynsemi skipaðl mér ekki að segja frái, eins og til dæmis þegar — —” “Ó, farðu nú ekki að endurkalla í minnið gamla viðburði,” greip Teresa fram í fyrir henni. “ó, nei, eg vil sízt endurkalla í minnið gamla viðburði, eins og þú kallar það. Mér gæti aldrei dottið sh'kt í hug. En eg verð að tala um hluti, sem snerta sjálfa mig.” “Hvað er það, sem snertir þig?” “Jú, þetta. Þú þekkir mjög vel fjárhags* ástand þitt. Þú veizt ofur vel, hvað það kostar að búa í slíku húsi sem þessu. Þið getið það ekki; ykkur er það alveg ómögulegt. Tekjur ykkar endast ekki til þess.” “En hvað snertir það þig?” “Þegar kaupmennirnir byrja að urra þá snert' ir það okkur öll. Hvers vegna ekki að leigja þetta hús og búa úti á landi, þangað til óveðrið er um garð gengið?” “Við hvað áttu með óveðrið um garð gengið?’ spurði Teresa. “Maður má ætla, aðv þú eigir við eitthvað óheiðarlegt, sem við höfum orðið fyrir.” Venetia lét á sig annan langa glófann sinn, eins og hún væri að búa sig undir að fara. Hún sagði ekkert, en starði aðeins á glófann sinn. Hingað til hafði hún hvorki talað til Jones né litið til hans, eða gefið honum ástæðu til þess að taka þátt í samtalinu við Teresu. Og þó höfðu áhrif hennar vakið athygli hans, altaf síðan hún kom inn. Hann fór nú að skilja betur þátttöku hennar í lífi Rochesters. Hann fékk löngun’til þess að tala við Venetiu á þann hátt, sem Roch- ester hafði áreiðanlega aldrei gert. “Það sagði mér maður nokkur einu sinni, að stærstu misgripin, sem maður gæti gert, væri að láta systur sína búa hjá sér eftir að hann væri giftur,” sagði Jones. Nú lét Venetia á sig hinn glófann. “Sú systir, sem orðið hefir að þola ofdrykkju bróður síns — og annað verra — getur samþykt þessa skoðun sín vegna,” sagði hún. “Við hvað áttu með: annað verra?” spurði Teresa fremur hörkulega. “Einmitt það, sem eg sagði,” svaraði Venetia. “Þetta er ekkert svar. Átt þú við, að Arthur hafi verði ótryggur við mig?” “Það sagði eg ekki.” “Jæja, það er það eina, sem er verra en of- drykkja, er eg veit um — nema ef það er morð. Heldur þú að hann hafi myrt nokkurn?” “Eg ætla ekki að láta þig stofna mér í vand- ræði,” svaraði Venetia. “Eg álít brjálsenjissvall og slark verra en ofdrykkju, og því verrá, þegar það er framkvæmt af ódrukknum persónum, sem ekki eru undir áhrifum vínanda. Eg held líka að móðganir gegn saklausum manneskjum. sé verri en hin tryhasta framkvæmd drukkins manns.” “Hverjar eru þessar saklausu manneskjur, sem hafa verið móðgaðar?” “Guð komi til! — ó, já, þú veizt auðvitað ekkert um þetta — þú hefir ekki þurft að taka á móti méðguðum manneskjum og hlusta á þeirra eymdaróð.” “Hvaða manneskjum?” “Ó — Sir Plendell Harcourt t. d., sem í síð* astliðinni viku fékk 16 píanó send heim til sín, til þess að minnast ekki á alla flutningsvagnana með ýmiskonar rusli, svo að ómögulegt var að komast áfram um Arlingtonstræti allan síðast- liðinn föstudag.” “Sagði hann að Arthur hefði sent þá?” “Hann hafði enga óskeikula sönnun — en hann vissi það. Það er enginn annar maður í London, sem hefði leyft sér að gera slíkt.” 7 “Sendir þú þá, Arthur?” “Nei, það gerði e.g ekki,” svaraði Jones. Venetia stóð upp, afar vonzkuleg. “Þú viðurkendir sjálfur frammi fyrir mér, að þú hefðir gert það,” sagði hún. “Það var aðeins spaug,” sagði hann. “Góða nótt,” sagði svo Venetia. “Eftir þetta hefi eg ekki meira að segja.” “Guði sé lof!” sagði Teresa, .þegar hún var farin. “Hún vakti hjá mér hrylling með rugli sínu um brjálsemissvall og slark. Mér hefir leiðst ósegjanlega voðalega síðustu viku, — og þegar kvenmaður er örvilnaður, leitar hún hugg- unar í fatnaði — það var að minsta kosti það, sem eg gerði. Eg fékk mér þrjá nýja kvöld- kjóla, og nú skal eg sýna þér þá. Eg man aldrei eftir að þig skorti fegurðarsmekk.” “Gott,” sagði Jones, “mig langar til að sjá þá.” “Gettu hvað þeir kosta.” “Get það ekki.” “Hundrað og fimtíu — og það var afsláttar- verð. Þú ert líklega ekki óttasleginn?” “Ekki hið minsta.” “Jæja, komdu þá og líttu á þá. Hvað er klukkan? — hálf ellefu.” Hún gekk upp á und- an. Þegar þau komu upp, opnaði hún dyr til vinstri. Þetta var svefnherbergi, þar sem stúlka vann við að tæma öskjur og raða niður hlutum. Stór pappaskja stóð opin á gólfinu, með eitt- livað mjallhvítt, loftkynjað. Jones datt í hug • að flýja, og hann hefði eflaust gerð það, ef hendi hefði ekki verið lögð á handlegg hans, sem þrýsti honum niður í stól. “Anna,” sagði greifafrúin, “komdu með nýja kvöldfatnaðinn minn, eg ætla að sýna Arthur hann.” Svo sneri hún sér að pappaöskjunni. “Hér er margt fleira. Eg gat ekki forðast það — Venetiu lá við yfirliði, þegar hún sá reikninginn — líttu á.” Hún sýndi honum nokkrar mjallahvítar, kniplingaþaktar, loftkynjaðar flíkur. Svo var kjólunum lyft upp með varkárni og þeir lagðir á rúmið. Einn var svartur, annar grár og hinn þriðji ljósrauður. Ef Jones hefði verið spurður um verð þeirra, þá hefði hann gizkað á 100 doll- ara fyrir alt saman. Eins og flestir menn, þekti hann alls ekkert um verð á kvenfatnaði. “Indælt — stórkostlegt,” sagði Jones þegar hann var búinn að skoða kjólana, og áleit að sá ljósrauði væri fegurstur; svo lagði stúlkan stáss- ið niður aftur. Teresa neyddi hann til að kveikja í smávindli — svo harf hún inn í næsta herbergi, og kom aftur fáum mínútum síðar í hvítum kjól með gyltum svölumyndum. Stúlkan kom á eftir henni. Hún settist frammi fyrir stórum spegli, og stúlkan fór að losa hár hennar og greiða það. Meðan á þessu stóð, talaði hún um alt mögu- legt, stundum við stúlkuna og stundum við Jones. Þegar búið var að koma hárinu fyrir í stóran hnút aftan á höfðinu fyrir nóttina, beitti Jones öllu afli sínu til að losna við þá dáleiðslu, sem hafði gripið hann strax eftir að hann kom inn í herbergið, og rykti sér á fætur. ”Eg kem aftur að fáum augnablikum liðnum,’ sagði hann. Hann þaut að dyrunum, opnaði þær, og gekk út og lokaði þeim á eftir sér. Úti í ganginum stóð hann litla stund kyr og studdi hendinni á ennið. Loksins komst hann þó ofan stigann og út í dyragangiryi; þar lét hann á sig hatt og fór í yfirhöfn, opnaði götudyrnar, gekk út og lokaði þeim á eftir sér; gekk ofan palltröppurn' ar og reikaði hugsunralaust niður götuna. 18. KAPÍTULI. Jones eða Rochester. Það var indæl og hlý, stjörnbjört nótt. Tungl- ið sást aðeins. Þegar hann sneri inn í Green Park, lagði sumarnæturgoluna, hlýja, ilmbland- aða á móti honum. Hann hélt áfram í áttina til Buckingham- hallarinnar. Hvað ájtti hann að gera? Hann hafði ekki framkvæmt það hlutverk, sem forlögin höfðu falið honum á hendur. En af heigulshætti hafði hann ekki brugðist, að minsta kosti ekki af því, að hann væri hræddur um sjálfan sig. Svo snerust hugsanir hans að henni, sem sat og beið. Hvað mundi hún hugsa, þegár hann var farinn út á þessum tíma? Það var rangt gert, og hún myndi hata hann fyrir það. Ekki hann, en Rochester. Hið sama aftur. Hatur og fyrirlitning á Rochester kvaldi hann, eins og það lenti á hon- um sjálfum. Hann gat ekki leitað skjóls í sinni eigin persónu. Undireins fyrsta daginn í klúbbn* um, varð hann, þessa var. Frá þeim degi hafði hann barist fyrir stöðu sinni, og þessi barátta liafði meir og meir lamað hans andlegu stöðu sem Jones, en styrkt stöðu hans sem Rochester. Það undarlegasta af öllu var það, að hann fann til engrar afbrýði gagnvart Rochester, sem I var elskaður af konu sinni. Hún hafði töfrað Jones. Hún hafði kyst hann, hún elskaði hann. Skynsemi hans sagði hátt, að hann væri Victor Jones, og að hún elsk- aði og kysti annan mann en hann. En það kvaldi hann ekki. Rochester var dauður. Það var eins og Rochester hefði aldrei lifað. Hann hélt áfram og hugsaði aftur um hana, sem sat og beið; hugsanir hans svifu á milli kossins, dagverðarins, andlits hennar fyrir ofan rósirnar, raddar hennar. Og svo alt í einu hvarf alt þetta, og honum fanst hann vera hræðilega einmana. “Hver er eg?” Hann fann að hann varð að gæta sín, til þess að verða ekki að engu. Svo jafnaði hann sig afutr; hann stóð og hallaði sér upp að Ijósastólpa og tautaði nafn sitt, eins og það væri örugg vernd gegn öllu illu. “Jones — Jones — Jones!” Hann leit í kringum sig. Þar sáust fáir, en nokkrum skrefum frá honum stóðu maður og ! kona og störðu á hann. Nú héldu þau áfram. Þau höfðu eflaust álitið að hann væri meira eða minna sinnisveikur. Hann fyrirvarð sig. Hann teygði úr sér og hélt svo áfram. Nú hugsaði hann ekki lengur um hana, heldur um sjálfan sig. Hann hafði verið falskur við sig. Það stærsta, sem manneskja getur eignast, er hún sjáilf. Sumir láta þessa eign hrörna, aðr- ir reyna að halda henni við, fáir hafa haft tæki- færi til að káka með hana eins og Jones. Þetta sá hann nú, og hann hopaði á hæl, eins og hann stæði á barmi hyldýpis. Hann varð strax að hætta þessum falska leik og verða aft- ur að Jones, annars endaði það með brjálsemi. Hann skildi það, að vanalegur heili gat ekki til lengdar þolað slíka þvingun. Hefði hann verið sjálfráður, þá hefði hefði hann smátt og smátt vanið sig við að skifta um að vera Rochester í stað Jones, og gagnstætt. Konan hafði sett hann í klemmu. Hræðslan, sem alt í einu hafði gripið hann, hræðslan við leiðindin, að missa sjálfan sig, varð sterkari en alt annað. Hann varð að hætta þessum leik strax. Hann ætlaði að fara strax, fara beina leið heim til Ameríku. Það var svo auðvelt — en ætli það frelsaði hann? Ætli það losaði hann við hina ókunnu persónu, sem hann hafði leikið? Langt inni í huga hans var hvíslað “nei”. Þó að hann færi til Timbuktu, þá myndi Rochester ennþá hanga við hann; hann myndi vakna á nóttunni með þá ímyndun, að hann væri Roc* hester. Það sem hann þarfnaðist, var að aðr- ar manneskjur litu á hann sem Jones, og að þær sneyptu hann alvarlega fyrir að leika Rochester. Hótunum og höggum skyldi hann taka með þakklæti, ef þær létu hann á hans eigið pláss í heimi veruleikans, og frelsuðu liann frá kvíðan- um fyrir að missa sjálfan sig. Hann var nú búinn að taka það áform, að segja henni frá öllu. Næsta morgun skyldi hann meðganga alt. Hún hafði mist valdið yfir hon- um. Það var afleiðing hræðslunnar. Hiann elsk- aði hana ekki lengur. Hafði hann nokkru sinni elskað hana? Þetta var sú spurning, sem eng' ir.n gat svarað. Hann óskaði nú einskis annars af henni, en að hún skyldi líta á hann sem Jones. Hún var leið hans til frelsisins, til að ná sjálf um sér aftur. Klukkan var langt yfir tólf, og han nhugsaði um hvað hann ætti að gera það sem eftir var nætur. Það var ekkert vit í því að flækjast þannig til morguns, og hann ákvað að snúa aftur til Carlton House Terrace, ljúka upp með sínum eigin lykli og læðast upp til herbergis síns. Ef hún væri ekki háttuð, ef hann mætti henni í stig anum eða ganginum, þá yrði hann strax að segja henni sannleikann. Litlu eftir klukkan tvö var hann kominn lieim. Hann lauk upp dyrunum og lokaði þeim aftur með hægð, gekk gegnu mdyraganginn og upp stigann. Ljós logaði í dyraganginum og sömuleiðis í ganginum uppi. Vegna tillits til hans, höfðu þau ekki verið slökt. Hann komst með kyrð inn í svefnherbergi sitt og lokaði dyr- unum. Svo stundi hann ánægjulega, fór úr fötunum og lagðist út af á rúmið. Á leiðinni gegnum ganginn og upp stigann, var hann kvíðandi fyrir því að mæta henni. Hann yrði þá strax að segja henni þessa hræðilegu sögu. HJann myndi eiga hægra með það í fyrramálið, þvf þá yrði hann búinn að hvfla sig, og hefði betri sjálfstjórn, á- leit hann. Heilinn framkvæmir ýms störf meðan blæj- urnar byrgja gluggana og líkaminn sefur. Með- an Jones svaf, hafði heili hans fengist við vand' ræðin, leyst flækjurnar, hrakið allar mótbárur og tekið fast álform. Hann ætlaði strax að segja henni alt. Ef hún tryði honum ekki, ætlaði hann að kalla saman alla fjölskylduna. Þegar hann skýrði frá | öllu, hlyti hún að sannfærast um að Rochester væri dauður og að hann væri Jones. Hann var viss um það, að fjölskyldan myndi aldrei opín- bera þessa sögu. Hann hafði gott tromp á hend- inni, landeignina, sem hann hafði náð aftur frá Mulhausen. Ef hann yrði látinn í gapastokkinn sem svikari, ^á myndi alt um Plinlimon-bréfin, Voles og Mulhausen verða auglýst. Þá myndt Mulhausen hraða sér með að segja frá því, að hann hefði verið þvingaður til að skila aftur kaupsamningnum til að verja mannorð dóttur sinnar. Voles myndi staðfesta með eiði, hvað !^vo sem væri, og þeirra hlið málsins myndi vera I örugg. Nei, fjölskyldan myndi aldrei kæra hann I — Jones — fyrir svik. Hann var í góðu skapi meðan hann klæddi sig I og gekk ofan. Hún var ekki í morgunverðarstofunni. Þar ] var aðeins borið ái borð fyrir einn. Hann áleit að hún myndi neyta morgunverðar inni í sínu eigin herbergi og settist við borðið. Þegar hann hafði neytt morgunverðar,' tók hann dagblaðið með sér inn í reykingaklefann og kveikti í vindli; reykti fáeinar mínútur til þess að geta hugsað sig um, og gerði svo boð eft ir Church. “Church, viljið þér segja konunni minni, að mig langi til að tala við hana.” i “Hennar náð fór í gærkvöldi, lávarður; hún fór klukkan rúmlega tíu. I 19. KAPÍTUL$. Leið sem var byrgð. Um morguninn vakti Church hann, þegar hann lyfti upp blæjunum. Fyrsta hugsun hans snerist um starfið, sem hann hafði áformað. “Farin? Hvert?” “Hún ók til South Kensington hótélsins, lá- varður.” t “Hamingjan góða! Hvað kom henni til að — hvers vegna fór hún? ó, var það af því að eg kom ekki aftur?” “Það held eg, lávarður.” Church talaði alvarlega, já, fremur hörku* lega. Það var auðvelt að sjá, að hann sem gam- all og tryggur þjónn, var hlyntur húsmóður sinni. “Eg varð að fara,” sagði Jones. “Eg skal skýra það fyrir henni; það var viðvíkjandi alvar- legu málefni. Þökk fyrir, þetta var ait, Church.” Svo reykti hann vindilinn einmana. Hræðslan frá kvöldinu áJður, hræðslan við að missa sjálfan sig, var horfin. Svefninn hafði hrest hann og komið honum til hugsa skýrt, svo hann hugsaði ekki lengur um ásigkomulag sitt; hann hugsaði aðeins um hana, sem hafði setið og beðið, og að síðustu farið. En sá asni sem hann hafði verið! Hún var komin aftur með fyrirgefning, hanu vissi ekkí fyrir hvað. Hún hafði tekið málstað hans gegn baknögurunum, hún hafði kyst hann. Hún hafði álitið, að þau væru að öllu leyti sátt, svo þau gætu orðið hamingjusöm • aftúr, og hann hafði hrint henni frá sér með kulda. Það hefði naumast verið jafn grimdarlegt að gefa henni snoppung; hún var góð og mild. Það vissi hann nú; en fyrst á þessu augnabliki varð honum ljóst, hve góð hún var. Hefði það verið betra að tæla hana og leika Rochester Nei, hann hrinti þessari hugsun frá sér; hún var mikils til of góð til þess, að glepja henni sjón. Að segja henni alt, var hið eina rétta. Hann reykti vindilinn meðan hann entist og fór svo út. Hann vissi ekki, hvar South Kensington hó- tel var, en ökumaður, sem hann fékk til að flytja sig þangað réði þá gátu, og litlu áður en klukkan var tíu, kom hann þangað. Já, lafði Rocþester kom þangað í gærkvöldi, og hún var nú í hótelinu. Jones lét stúlkuna í skrifstofunni segja frá komu sinni, og sat á meðan og beið. Næstum því tíu mínútur liðu; svo kom dreng- ur með bréf. Hann opnaði það. ““Aldrei aftur. . Þetta er kveðjan. — T-” Þetta var svarið. Hann sat með bréfið í hendinni og var að horfa á lögunina á hægindastól, sem eflaust var athugunarve.rð. Hvað átti hann nú að gera? Hér hafði hann svarið, eins og hann mátti I búast við því, hvorki betra né verra; það var ó- mögulegt að þvinga hana til samtals. Hann hafði | velt Voles um koll, klifrað yfir Mulhausen, en það skilrúm, sem skildi hann frá gréifafrúnni af j Rochester, var sú hindrun sem hann þekti enga , algenga aðferð til að klifrast yfir, og heldur enga óalgenga. Hann braut bréfið saman og stakk því í vas- ann. Svo labbaði hann heim til Carlton House j Terrace. Þó að hún vildi ekki tala við hann, gat hún ekki neitað að lesa bréf. Hann ætlaði að skrifa henni og segja henni frá öllu, hverjum einasta smáviðburði. Þetta tæki langan tíma og hann yrði að nota stórt bréfsefni. Þegar hann kom inn settist hann strax inn í reykingaklefanum, tók bréfsefni, sem skrifa mátti 34 línur á hverja blað- síðu, og fór að skrifa: (Framhald

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.