Heimskringla - 23.09.1925, Blaðsíða 4

Heimskringla - 23.09.1925, Blaðsíða 4
4. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 23. SEPT., 1925. Hcíntðkringla < Stofnatt 1886) Kemor Ikt fi hverjam mltfvlkadesrt* EIGENDUR! VIKING PRESS, LTD. 853 o*: 855 8ARGBNT AVB., WINMPEO, Tolslml: N-0537 Verí blaSsins er $3.00 árgangurinn borg- ist fyrirfram. Allar borganir sendlst THE VTKING PítEÍSS LTD. SIGPÚS HALLDÓRS Irá Hölnum Ritstjóri, JAKOB F. KRISTJÁNSSON, Ráðsmaður. Utanfi«krlft tll blntfnlnst TIIE VIKING PRESS, Ltil^ Box 8105 UtanfiNkrlft tll rltNtjfiranut EDITOK HEIMSKRINGLA, Box 8105 WINNIPEG, MAN. “Heimskringla is published by The Vlklnic Prena Ltd. and printed by CITY PRINTING A PUBLISHING CO. 853-855 Saraent AveH Wlnnlpegr, Man. Telepbone: N 6537 WINNIPEG, MAN., 23. SEPT., 1925. Framsóknarflokk- urinn. Töluverðar sögusagnir hafa gengið um það undanfarið, að bændaflokkurinn — eða réttara, framsóknarflokkurinn — væri þess albúinn að “selja” liberölum, ganga þeim algerlega á hönd. Er þetta vitanlega kosningabeita, og öngullinn beittur af báðum gömlu flokkunum — svona í kyrþey. Ekki er óhugsandi, að einhverjir hafi fest trúnað á þessar sögusagnir, með' fram af því, að deyfð hvíldi yfir flokknum á þinginu eystra, svo að hann kom ál- hugamálum sínum aðeins skamt áleiðis. Að flokkurinn ekki var ötulli til fram- kvæmda er að ýmsu leyti skiljanlegt og afsakanlegt, bæði af þeirri orsök, er getið var til um í síðasta blaði, og einnig sökum þess, hve dreifður flokkurinn var á þingi; einstaklingar flestir, og heildin öll. Þess vegna er það gleðilegt, að sjá það staðfest af leiðtoga flokksins, Mr. Robert Forke, að flokkurinn er enn heill og ó- skiftur; sannfærður um tilverurétt sinn; hlutverk sitt, og nauðsynina á því, að halda beint að því marki, sem nú er fyrst framundan: kjarabótum og endurreisn sléttufylkjanna, í stað þess að taka þátt í hringdansi gömlu flokkanna um gull- kálfinn í Montreal. Hlutverk framsóknarflokksins er að sjá framtíð Vestur-Canada borgið. Með því eina móti, að miílsta kosti, að það sé gert áður en margir ál-atugir liða, er hugsanleg ýelferð sambandsríkisins, sem óskiftrar heildar. Svo sem nú er þungamiðja gömlu flokkanna — öll hið eystra — er ekki sýnilegt, að sléttufylkin eigi mikið er- indi til þeirra. Að vísu eru efalaust marg- ir menn hér vestra. er enn teljast til ann- arshvors gamla flokksins, sem áhuga- samir eru um lífsþroska sléttufylkjanna, unna þeim af alhug; unna þeim fullra réttinda. En þessir menn eru enn fáir, er í fjöldann kemur eystra. Af slíkum mönnum er framsóknarflokkurinn vitan- lega til orðinn. Og eitt verður af tvennu, áður langt líður: Annaðhvort verða gömlu flokkarnir mjög að breyta til um hyggju sína í garð Vestur-Canada, elleg- ar fylgismenn þeirra, sem hér eru bú- settir, og einhverja trú hafa á framtíð þessa fylkis, hljóta að yfirgefa þá og fylkja sér undir merki framsóknarflokks- ins, eða hvað hann verður kallaður fram- vegis, sá flokkur, er merkir á skjöld sinn sjálfstæði sléttufylkjanna gagnvart öðr- um hlutum landsins. * * * Miklar líkur eru til þess, að kosningar fari þannig, að næsta stjórn, hvort sem hún kallast conservative eða liberal, verði að leita halds og trausts hjá framsóknar- flokknum, ef hún vill lengi sessi halda. Þess vegna ættu menn hér vestra, að gera framsóknarflokkinn sem traustastan að heiman til þingferðar. Leiðtogi flokksins, Mr. Forke, hefir þegar lýst því yfir, að hann ætli sér að fara fastari höndum um málin á næsta þingi, en hann hefir áður gert. Endist honum ekki gæfa eða gervi- leiki til þess, er engin hætta á því, að yngri og óþreyttari hendur verði ekki til þess að taka við taumunum. Merkið verður að standa, þótt maðurinn falli. Og merkið, sem sléttufylkin eiga nú að skipa sér undir, er merki framsoknarinnar. Minnisyarðinn. 1 síðasta tölublaði Lögbergs birtist á ritstjórnarsíðunni harðvítug árás á hina fögru minnisvarðahugmynd Fred Swan- son, sem sýnd var í Hkr. 9. september síðastliðinn. Greinin er rituð af hr. Charles Thorson, en staður sá, er henni er valinn í blaðinu, sýnir, að ritstjórinn er af alhuga sammála hr. Thorson. Þótt svo rösklega sé til orða tekið, að telja minnisvarða, sem þenna, “blett á lista- og skáldskaparsmekk íslendinga um alla ókomna tíð”, hefir höfundur hug- myndarinnar ekki óskað að taka til máls að svo stoddu, heldur aðeins beðið Hkr. að birta bréf frá einum af listamönnum þessa bæjar. Er oss ánægja að verða við þeirri bón, þar eð skoðanir falla mjög saman, svó sem sjá má' af greinarkorni því, er fylgdi með skýringum Mr. Swan- son’s í Hkr. 9. þ. m. Þess má geta, að Mr. Valentine Fan' shaw kennir dráttlist, listmálningu og myndhögg á fjöllistaskólanum hér í bæ, sem kendur er við Kelvin, og að hann hefir fengið mentun sína í Bandaríkjun- um, Englandi og á meginlandi Evrópu, og er gagnkunnugur list allra þjóða. Staðhæfingar hans eru því áreiðanlega bygðar á traustum grundvelli, en ekki á' sandi. Vér höfum þýtt bréfið, því að þetta mál varðar almenning og ætti ekki fram hjá neinum Vestur-íslendingi að fara. Bréfið er fullgilt svar við þessari mjög svo óverðskulduðu árás á verk lista- mannsins. En vér getum ekki algerlega orða bundist um þann skilning Mr. Thor- son’s og ritstjóra Lögbergs, að íslenzku frumbyggjarnir hér verðskuldi ef til vill engan minnisvarða, og að minsta kosti sem óásjálegastan, ef nokkurn. Þetta er rökstutt með því, að engan sér- legan kjark hafi þurft til þess að flytja hingað vestur. Menn hafi ekki vitað um verstu örðugleikana, og hvort sem er, þá hafi allir frumbyggjar hér átt við þetta sama að stríða. Samkvæmt síðustu staðhæfingunni, hefði eiginlega ajdrei verið hægt að reisa minnisvarða. “Engi er einna hvatastur”, og sjaldan eða aldrei hefir það afreksverk verið unnið, að ekki hafi áður, samtímis eða síðan, verið unnið annað ^ins. Það má vera, að íslenzkir landnáms- menn hafi ekki átt við mikið verri örð- ugleika að stríða, en landnámsmenn ann- ara þjóða. Þó er vert að minnast þess, að landkostir,; atvinnuvegir og lífsskil- yrði hér hafa áreiðanlega hlotið að koma íslendingum ókunnuglegar fyrir sjónir en nokkrum öðrum þjóðflokki, er hingað hefir flutt, og þess vegna að sjálfsögðu aukið á vandræði þpirra að öllu öðru jöfnu. — En vér hyggjum, að mergurinn máls- ins sé ekki, hvort erfiðleikarnir voru þrepinu hæ-íi'i, eða kjarkurinn lítið eitt meiri eða minni. Slíkt verður einatt á- litamál. Gáifaður maður og athugull ræðst ekki í það, að klífa þrítugan ham- arinn nema að gerhugsuðu ráði, og brýnni nauðsyn. Hver meðal skynskrepp- ingur getur flanað í sama fyrirtæki af óyfirlögðu ráði, eða einberum asnaskap. Slíkum mönnum þarf ekki að reisa minn- isvarða, þótt flónum sé að vísu of oft reistur bautasteinn. Varða ætti að reisa til minningar um lífsstarf manna, sé það þess vert; til minn Bréfið. 161 Lyle St. Deer Lodge, Winnipeg, 17th of September, 1925. Mr. Frederick Swanson, Winnipeg. Dear Mr. Swanson:— I have examined with interest the pro- ject that you Icelandic people have in view: the commemoration of the arrivai of the Icelandic people as settlers in Manitoba. This appeals to me as a fine idea, both from the point of view, as sincere appre- ciation of the sacrifice borne by the earlier representatives, which made pos- sible the present enjoyment of settled and organized community life, and also as a focal point, upon which their descendants can unite, in a generous spirit, to per- petuate this recognition by outward and visible sign. From the standpoint of Canadian His- toi-y, it is also well for us to be remind- ed, that not all the glory of Canadian achievement rests upon the vigor of one stock, but was made possible by the cul- ture of several peoples in unity and har- mony, to which the Icelandic^people have contributed no mean share. Th« establishment of a monument to this effect, apart from being a record and an enrichment of the town of Gimli, should prove more valuable as time pas- ses as a shrine to be visited and a stimul- us to your people to preserve those quali- ties which have made them what they are. I have examined carefully the designs you hav,e made to visualize the desire fof rememberance. These take the form, first a simple cairn of stones with bronze records. Second a pillar of basaltic formation rest- ing upon a platform of stone and matrix, with bronze records. Both appeal to me, in degree, as cap- able of simple and dignified treatment in harmony with the Icelandic spirit. The first carries with it the flavor of the ancient civilization, but on that ac- count loses immediate contract with our present people, it could in fact be dupli- cated by many races. This is a point I wish to stress,* be- cause in your second design I find a quality in expression more nearly re- presentative of what I value, distinct per- sonal expression. This second design I congratulate you upon, not so much its details, which can be more carefully considered, but upon its idea. I do not know any other people, who would have thought that way. The idea is virile, original and distinctly personal to Icelandic culture. Whatever change in detail is evolved, it should not be al- loed to obscure the quality of idea con- tained there. You will readily see that this form could not have been produced by the primitive Icelandic culture, but is the product of its modern achievements, and on that plane reaches a more interesting and harmonious relationship between the earlier and later peoples. You will no doubt have difficulties in uniting upon the character of the scheme to be used. One aspect of this will be the cost, which to some is all important* There are in every race some, who esti- mate their finer impulses upon a cost ingar um það sem þeir hafa afrekað frem- I basis. The nobler spirits do not stop be- ur en, hvað þeir hafa ráðist í, þótt auð- vitað sé áræðið oft vert viðurkenningar. Brugðust þá íslenzku frumbyggjarnir hér svo, er í eldraunina kom; eldraunina sem þeir ekki bjuggust við; að helzt sé cause it “hurts”, and I believe, that, once convinced of the advisibility of undertak- ing this project of memorial, your people are the kind to insist npon having the best, that which is most representative, engin ástæða til þess að reisa þeim J and will put it through, even though it minnisvarða, nema þá svo, að sem minst beri á? Varð eðli þeirra og sál fyrir þeim entail sacrifice. Do not let difficulties disconcert you. skakkaföllum, við að komast gegnum þá j A few will not see “eye to eye” with you, eldraun, að þeir hafi ekki verið færir um , but remember, that which you are in að fá afkomendum sínum nema svo skerðan menningarskerf í hendur, að á- vaxta, þessu landi og þjóðfélagi til bless- unar, að ekki sé verulega vert að minn- ast þess? Verðum vér íslendingar nauð- synlega að bíða þess, að aðrir þjóðflokk- ar hér í landi sýni opinberlega virðingu og viðurkenningu þeim, er þeirra vegi ruddu? — Þeir, er játað geta þessum spurn- ingum samkvæmt beztu samvizku, hljóta að leggjast á móti minnisvarðamálinu. Hinir, sem hljóta að neita þeim, í sam- ræmi við það, sem bezt er í þeim, hljóta og að styðja að framkvæmdum þessa máls. Vér sjáum ekki að aðrar leiðir verði farnar. spired to do, is to give expression to the spirit of your own race in a visible form that shall tell its story, through the fu- ture, of what the Icelanders did and where at this date. It is not easy. You have done well so far. I wish you continued success. Yours faithfully, H. Valentine Fanshaw. * * * Þýðing. Kæri herra Swanson! Mér var það ánægja, að virða fyrir mér fyrirhugaðan minnisvarða yðar íslend- inga, um komu íslenzkra landnáms- manna til Manitoba. Hugmyndin virðist mér ágæt. Er hún hvorttveggja í senn: innilegur vottur um fórnir hinna fyrstu landnáms- manna, saen greiddu veginn að öruggu þjóðskipulagi, er afkom endurnir eiga nú við að búa, og um leið brennipunktur, er allir afkomendur geta stefnt að þakklátum hugum, til þess á sýnilegan og áþreifan- legan hátt, að bera stöðugan vott um viðurkenningu sína. Frá sjónarmiði canadiskrar sögu, er það einnig gott, að vér hugfestum það, að ekki ber einum þjóðflokki allur heiður- inn af canadiskum framkvæmd um, heldAir eru þær ávöxturinn af þreki og menningu margra þjóðflokka. Og íslendingar hafa lagt þar til drjúgan skerf. Auk þess, að vera minnis- merki og prýði Gimlibæjar, ætti minnisvarði, sem reistur er í þessu skyni, að verða æ dýr- mætari, eftir því sem fram líða stundir; helgur dómur, er menn vitja, og þjóðflokki yðar hvöt til þess að varðveita þá eigin- leika, er hafa gert hann að því sem hann er. Eg hefi vandlega yfirfarið uppdrætti þá, er þér hafið gert. til þess að líkamna endurminn- ingarþrá yðar. Uppdrættirnir eru tveir. Ann- ar af óbrotinni steinvörðu með eirspjöldum. Hinn af súlu, í líkingu' stuðlabergs, sem stend- ur á palli af hnullungum greypt um í steinlím, einnig með eir- * spjöldum. Báða minnisvarð- ana virðist mér hægt að gera svo úr garði, hvorn á sinn hátt, af einfaldleik og göfgi, að þeir séu í samræmi við íslenzkan anda. Fyrri uppdrátturinn ber keim af fornri menningu, en er, ein- mitt af þeirri ástæðu, ekki í sem nánustu samræmi við nú- tíðarþjóðir vorar, það er að segja: hugmyndin gæti komið fram hjá ýmsum þjóðum. Eg legg sérstaka áherzlu á þetta atriði, sökum þess, að í hinum ^öðrum uppdrætti yðar, sé eg það yfirbragðs verðmæti, er eg met mest: sérkennilega persónulega framsetningu. Eg óska ^ður til hamingju með þenna uppdrátt; ekki svo mjög vegna smáatriða, sem ná- kvæmar mætti athuga, heldur með hugmyndina. Eg veit af engri annari þjóð, sem þannig myndi hugsa. Hug- myndin 'ér karlmannleg, frum- leg og sérkennilegur persónu- gervingur íslenzkrar menning- ar. Hver breyting, sem kann að verða á smáatriðum, þá má hún ekki skyggja á gildi þessar ar hugmyndar. Þér skiljið vitanlega, að ís- lenzk frummenning hefði ekki getað framleitt þetta form, heldur er það afleiðing nútíðar- framkvæmda, og leiðir í ljós á hugnæmari hátt samræmið milli menningar eldri og yngri kynslóða. Það verður vafalaust erfið- leikum bundið, að koma sér saman um form og gerð minn- isvarðans. Að nokkru leyti verður það undir kostnaðinum komið, en í sumra augum varð- ar hann öllu. Meðal allra þjóðflokka eru til menn, sem leggja öll sín inni- legustu hughrif á metaskálar myntarinnar. Aðalslund lætur það ekki aftra sér, að þurfa að taka nærri sér, og eg er þess fullviss, að þá er íslendingar eru sannfærðir um, að æskilegt sé að koma þessari hugmynd í framkvæmd, þá er þeim svo far- ið, að þeir gera sig ekki ánægða með annað en það sem bezt er; það sem bezt lýsir sérkennum þeirrá. Og eg er sannfærður um, að þeir koma því í fram- kvæmd, þótt þeir skapi sér á- lögpr með því. Látið ekki hugfallast af erfið leikunum. Að sjálfsögðu verða nokkrir, sem líta þetta öðrum augum en þér gerið. En munið, að þér eigið að nota andagift yðar, til þess að íklæða sál þjóðflokks yðar sýnilegum bún- ingi, er ségi óbornum kynslóð- um frá því, hvað íslenzkir menn gerðu og hvar þeir fengu því afrekað, á þessum tímum. DODD’S nýrnapillur eru bezta nýrnameðalið. Lækna og gigt, bakverki, hjartabilun, þvag- teppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. —- Dodd’s Kidney Bills kosta 50c askjan, eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást hjá cjllum lyfsögum, eða frá The Dodds Medicine Co., Ltd. Toronto, Ontario. Þetta er erfitt hlutverk. Þér hafið gert vel, það sem af er. Eg óska að þér megið halda í því horfinu. Yðar einlægur, H. Valentine Fanshaw. -------0—------ Hnausaför mín, Frh. IV. Frá IViiuiipcg til Gimli. Þá lá næst fyrir aö koniast um borð í fluglestina. En fyrst var aö ná pjönkum okkar Bjá litla, gráhæröa manninum. Þaö gekk vel, því enginn okkar hafði glæpst á aS kasta kvitt- eringu hans fyrir dýrin. Höffium allir munaS eftir, hvaö Þorsteinn Erlingsson bar úr býtum, þegar hann kastaÖi perlunum foröum. Já, aö komast á lestina. Hægara sagt en gert. Vagnstööin full af fólki. — “Allir á mig,” mátti Gimli og grend- in segja þann dag. Þvílikur sægur, og flest Gyðingar. “Sælir eru Gyö- ingar,’’ segir Fantar; “þvi þeir ' sinna e#ki sunnudagshelginni.’’ “Þetta eru Múhameöstrúarmenn,” segir Landan, því þeir horfa allir í austur.” Land- an. var áttaviltur. En múgurinn glápti á stóru Sípíar klukkuna. Tók svo einn, eða fleiri, á rás og steypti sér niður í undirheima. Nú réði eg ferðinni, og kom mér vel að hafa veriö i réttum á íslandi. Hefi síðan sérstakar mætur á symphóníu sauöa- jarmsins. Og þegar atvikin fara í göngur og smala saman mannskepn- um, fi#st mér eg vera í réttum. — “Fylgið mér fast,” segi eg við fé- laga mína, og ætla að renna að gull- hliði Sipiars, því þar eru farbréf keypt og seld. En við komumst hvergi fyrir mannf jöldanum; og stóra klukkan glottir háðslega og telur mín úturnar jafnótt og áður. “Nú er að duga eða drepast,” segir Landan, og stekkur í loft upp yfir tvær Gyð- ingakerlingar, en kemur niður klof- vega á gulli roðna málmslá við hlið- ið “Fjögur farbréf til Gimli!’’ kall- ar hann svo hátt áð allir mega heyra og kastar gullpyngju í gegnum hliö ið. Og mátti segja um Landan, eins og sagf var um Þór, er hann stefndi steininum að Gjálp. að “ei misti hann þar er hann kastar til” En sá sem inni var, grípur pyngjuna á lofti, tekur sjóðinn og setur farbréf- in í stað hans. Kastar hann svo pyngjunni til baka og tekur Landan vel á móti. Síðan vippar hann sér •ofan af slánni. “Nú munum við út ganga eða liggja dauðir ella,” segir Landan, og gengur í fararbroddi. En safnið klofnar undan okkur, eins og Rauðahafið fyrir Móse. “Þetta er dásamlegt,” segir Vantan. “Alt þetta fríða lið að fylgja mér til Gimli. Þessir vita hver maður eg er, þó þið vitið það ekki. Svona er eg popúlar í Winnipeg.” “Má vera að svo sé,’’ segir Fantar. “En heldur kysi eg Evu eina með hálft eplið mér til fylgdar, en öll þessi sauðar- höfuð.” Sáum við Vantan þá, að félagi okkar þarfnaðist eftirlits góðra manna. Okkur gekk vel um undir- heima, en áttum í talsverðum stimp- ingum við að ná fótfestu á lestinni. Þar er svo alt S einni bendu og hvergi autt sæti. “Guð fyrirgefi þér. Vant- an, að vera svona popúlar,” segir Fantar raunalega. “Popúlar!” hrópa eg fyrirlitlega. “Væri hann popúlar, myndi fólkið standa upp fyrir hon-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.