Heimskringla - 22.12.1925, Blaðsíða 1
Vel launuð vinna.
Vér viljum íá 10 íslendinga í
lireinlega innanhúss vinnu. Kaup
$25—$50 á viku, í bænum eða i
sveitaþorpum. Enga æfingu, en vilja
og ástundun að nema rakaraiðn. —
Staða ábyrgst og öll áhöld gefins.
SkrifiS eða talið viS Hemphill
Barber College, 580 Main St., Win-
nipeg. .
Staða f y rirjjl 5 Islendinga
Vér höfum stöður fyrir nokkra
menn, er nema vilja aS fara meS og
gera við bíla, batterí o. s. frv. ViS-
gangsmesti iSnaður í veröldinni. —
Kaup strax. Bæklingur ókeypis. —
Skriíið eða talið við Hemphill
Trade Schools, 580 Main, Street,
Wininpeg.
XL. ÁRGANGUR.
WINNIPEG, MANITOBA, MIÐVIKUDAGINN, 22. DESEMBER, 1925.
“r—..—-
NOMER 12
Heimskringla óskar öllum lesendurn sínum GLEÐILEGRA JOLA
JÓL.
Svona líður líf og tíð! Blessuð jólin komin aftur!
Enn á ný er í garð genginn hinn árlegi gestur — ársins
einkennilegasti gestur, jólahátfðin.
Jólin eru orðin árleg alþjóðahreyfing. Þau setja
svo öflugt rót á hið kristna mannfélag, að breiðar bylgj-
ur áhrifanna berast til fjærstu stranda mannlegra
bygða, þótt heiðnar kallist.
Þannig eiga jólin erindi við undramarga, og fjöl-
breytt er erindið. Sjá, — suma heimsækja þau svo sem
óvenju arðvænlegt verzlunar- og gróðafyrirtæki. öðr-
um eru þau tilvalinn tími gleðskapar og glæfra-nautna.
Fjöldamörgum eru þau lífgandi ljós og ylur heimilislífs-
ins og ástvinabandsins. Vinir sækja vini heim. Vinir
og vandamenn minnast hver annars á ljúfari og hug-
hlýrri hátt en, ef til vill, aðra tíma ársins. Kærum end-
urminningum er leyft að vakna og hjala þýðlega, og
óhversdagslegar tilfinningar lireyfa sér. Menn kasta
yfirleitt af sér þeirri skel harðúðar og þurlyndis, sem
ella kann að setjast á geðlag þeirra.
Þá eru og þeir menn og konur, sem fagna hátíðinni
fyrst og fremst í trúarinnar heilaga nafni. í þeirra aug-
um er hún árlega af guði send, til þess að vekja mann-
kynið til rannsakandi íhugunar á eðli og tilgangi lífsins.
Þeir treysta því, að í Ijósi Betlehemsstjörnunnar sjáist
skýrast máttug föðurelska guðs, og æðsta fagnaðarefni
mannlífsins.
Loks má segja, að öll þessi ólíku fyrirbæri,, sem
jólin vekja í hugsana- og athafnalífi mannanna, bland-
ist meira eða minna hjá fjölmörgum einstaklingum. Ef
til vill eru þeir í stærsta hópnum, sem segja má um, að
jólin séu þetta alt í senn: ábatatími, lystisemdatími,
vinafagnaðartími og — trúarhátíð. Fjöldinn af oss er
svo gerður, að vér getum undravel samrýmt alt
þetta.--------
Eitt er það þó — þrátt fyrir allan mismun mann-
anna — sem virðist vera þeim all-sameiginlegt í sam-
bandi við fæðingarhátíð Jesú Krists. Þrátt fyrir alla há-
reysti og ýmsa miskliðu, skapar hún með kristnum
þjóðum eftirtektarverða samstillingu. Furðulega al-
ment tekur mennina tökum sú tilfinning, að jólin séu
sönn og rétthá friðarhátíð. Um jólin verða þeir ein-
hvers varir, sem hastar með valdi á bardagaeðli þeirra.
. Undurfagri boðskapurinn um “dýrð guðs í upphæð-
um og frið á jörðu”, hefir enn sem fyrri dásamlegan
mátt yfir mannshjörtum. — Vissulega er lífið stríð.
þrotlaus barátta fyrir flestum. Þeim mun yndislegra er
til þess að vita, hve ljúflega kyrrir í margri mannssál
— einmitt um blessuð jólin. Stornhnum slotar — í
svip. í áhyggju-fannbyl erfiðleikanna rofar sem snögg-
vast fyrir sólskini æðrulausrar ástúðar og viðkvæmni.—
Friður á jörð! Líklega hefir aldrei verið meira rætt
um frið á jörð, alþjóðafrið, en nú á þessu líðandi ári.
Megi þá hátíð friðarins, sem nú fer í hönd, ljá þeim
hugsjónum nýja, máttuga vængi, til að flytja þær nær
takmarki veruleikans.
Friður á jörð! — Þótt hemaðarsyndin væri útlæg
ger af öllum þjóðum heims, væri, með því einu, enn
ekki fenginn friður á jörð. Meðan borgarar og stéttir
þjóðanna hverfa ekki brott úr skotgröfum viðskifta-
lífsins, lífsbaráttunnar, þá hafa þeir enn mikils að
biðja, sem frið þrá. Mætti Betlehemsstjarnan hjálpa
mannkyninu til þess, að sjá þau lijaðningavíg í réttu
ljósi. —
Friður á jörð! — Þótt friður fengist milli þjóða, og
friður nhlli manna, kynni þó enn að vanta frið á jörð, —
þann frið, sem æðri er öllum skilningi, hið innra friðar-
ljós, er logar á kveikjum hins hulda og ósýnilega. Enn
þá kynni hinu dulræna hungri mannslijartans eftir sam-
félagi við sér fullkomnara líf, Allífið, guð föður, að vera
ósvalað. Megi þá blessuð jólin í þetta sinn, og ávalt,
flytja sem flestum þann óumræðilega frið guðs, er sval-
ar hungi’andi hjarta og sekri san.vizku. Dýrð sé guði í
upphæðum og friður á jörðu!
Fr. A. Fr.
Ef jeg væri guð um jólin.
Ef jeg væri guð um jólin
— en jeg er bara maður —
jeg dræpi á dyr hjá öllum,
svo dýrðlega himinglaður.
Jeg harðstjórans snerti hjarta
og hlýjaði það og mýkti,
og sál hans með sólskinsvendi
jeg sópaði’, unz ljós þar ríkti.
Ef jeg væri guð um jólin
— en jeg er bara maður. —
Ef jeg væri guð um jólin
—• en jeg er bara maður —
jeg brosti við hverju barni,
svo barnslega himinglaður;
Jeg vefði þau öll í einu
að ástríku föðurhjarta;
með sólskin frá sálu nhnni
jeg sál þeirra gerði bjarta.
Ef jeg væri guð um jólin
— en jeg er bara maður. —
Ef jeg væri guð um jólin
— en jeg er bara maður —
þá kysti eg heitum kossi,
svo klökknandi himinglaður,
þau stráin, sem bogin stríða
við storminn í veikleik sínum
og vefði þau öll í eining
um eilífð í faðmi mínum.
Ef jeg væri guð um jólin
— en jeg er bara maður. —
Sig. Júl. Jóhannesson.
Endurminningar.
Mörg ein vaknar hugsun hlý,
heima þegar unum,
löngu horfnrar æsku í
endurnhnningunum.
Sérstaklega það er þó,
þegar nálgast jólin.
Þar sem alt er þakið snjó,
þekkjast engin skjólin.
Löngum jóla’ um leytið var
lygnt og fagurt veður, —
æskuna, sem alstaðar
innilega gleður.
— Þá er eins og endurnært
afl sé gleði hjóla. —
Einkum var það öllum kært
aðfangadag jóla.
Alauð jörð var oft það kvöld.
— Á ef maður horfði,
sýndist eins og silfurspjöld *
svell á yfirborði.
Æskuhugir um þá tíð
álykta svo gjörðu:
Einhver helgiblæja blíð
breiddist yfir jörðu.
Hreint svo virtist heiðið blátt
— himingulli dregið, -—
sem af höndum hátt og látt
hefði verið þvegið.
Máninn skærri birtu bar,
bjarma sló á frera.
Jafnvel stærri stjörnurnar
stundum þóttu vera.
* -
Hæst frá guðdóms hallarbust
helt var geislafossi,
meðan hugblítt heilsuðust
himinn og jörð með kossi.
Þannig úti og inni var,
andleg vermdi sólin.
Eldra fólkið einnig bar
annan svip um jólin.
Óánægja að engu varð,
erjur lögðust niður.
Það var eins og gengi í garð
gleöi, ró og friður.
Langa nóttin litum brá
— ljós í hverju horni. —
Fægðum látúns lömpum á
logaði fram að morgni.
Undir lestri enginn svaf,
er var helgi þrunginn.
Þeim, er ljós og lífið gaf,
lof og dýrð var sungin.
Fólk var kvatt til kirkju þá,
kvöldsöng á að hlýða;
bænir fram að bera og fá
blessun helgra tíða.
Þó að illa þætti skrýdd,
— þiljuð gömlum viðum, —
ljósum öll var innan prýdd
eins á báðum hliðum.
Sæta’ ei grand þó sýndist van
suma standa fýsti.
Sérhvert andlit alvaran
unaðsblandin lýsti.
Líkt var, sem að liðu þar
létt um húsið kalda
einhverskonar ylgeislar
æðstu kærleiksvalda.
Hrærðu ljúft í hverri sál
hina beztu strengi,
söngur, tón og trúarmál,
túlkuð vel og lengi.
Sérhver óms á öldum flaug
eins og fugl á vorin,
hrifningar úr helgri laug
hreinn og endurborinn.
Svo var haldið heim á leið,
— hjarnið lífsfjör kveikir. —
Saklaus skemtun barna be>ð,
bæði spil og leikir.
Flík og kerti fengu hjú
— fáar voru tafir. —
Þetta myndu þykja nú
þunnar jólagjafir.
Þó á Fróni fyndist kalt
fábreytt líf um vetra,
Þá var fólkið þrátt fyrir alt
þrefalt sælla og betra.
Lít eg trega munar með
margt, er forðum skeði.
Hefi eg aldrei síðan séð
sanna jólagleði.
Sannleik þann, með vinsemd vel
vorum unga lýði:
Hreint og einlægt hugarþel
hæst er jólaprýði.
Þorskabítur.