Heimskringla - 22.12.1925, Blaðsíða 4

Heimskringla - 22.12.1925, Blaðsíða 4
4. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA IVINNIPEG, 22. DES. 1925. Sigurinn. Eftir RABINDRANATH TAGORE. Hún var konungsdóttirin Ajita. Hjrðskáld Narayan konungs hafði ekki séð hana. Þeg- ar hann flutti konunginum nýtt kvæði, hækkaði hann róminn svo að hann væri viss um að ósén- ir áheyrendur, á skýldu loftsvölunum yfir höll- inni, gætu til sín heyrt. Og öldur söngva hans bárust út frá honum upp í sólnalöndin, þar sem örlagastjarnan hans, í logandi ljóshring, skein óþekt og úr sýn. Honum fanst hann sjá skuggamynd hreyf- ast bak við blæjuna. Veikur bjölluhljómur barst að eyrum hans úr fjarska og lét hann dreyma um öklana þar, sem örsmáar gullklukk- ur kváðu við í hverju spori. Ó, rósrauðu mjúku fæturnir, sem gengu á dufti jarðarinnar eins og miskunn guðs á hinum failna! Skáldið hafði lagt þá á altari hjarta síns og stilti söng sinn við gullklukknahljóminn. Hann efaðist aldrei um það, hverrar skuggamynd það væri, sem hreyfðist bak við blæjuna, og hver ætti ökla l>á, sem hljómuðu í samræmi við hjartslátt hans. Manjari, þjónustustúlka konungsdótturinn- ar, fór fram hjá húsi skáldsins á leið sinni til árinnar, og aldrei leið sá dagur að hún rabbaði ei svolítið við hann í laumi. Þegar ekkert var í vegi og rökkrið grúfðí sig yfir alt, gekk hún ófeilin inn í stofuna hans og settist við hornið á gólfábréiðunni. Það var næstum grunsamlegt hve litarvalið á blæjunni sýndi mikla nákvæmni, og eins hvernig blómunum var komið fyrir í hárinu. Fólkið brostí og hvíslaðí um þetta, og það var ekki því að kenna, heldur Shekhar skáldi, sem áleit það ekkí ómaksíns vert að skýla því, að þessar ferðir voru honum gæfurík gleði. Þýðing nafns hennar var blómagreinin, og ber að játa, að fyrir hverja veraldlega dauð- lega veru, þá hafí nafnið verið nógu milt og Ijúft. En Shekhar þurfti samt að bæta við það, og kaliaði hana Vorblómagreinina. Og hversdagsfólkið hristi höfuðin og sagði: Ojæja! Að vorinu voru lofkvæðin, sem skáldið söng um vorblómagreinina, endurtekin hvað eft- ir annað með miklum fögnuði, og konungurinn drap titlinga og brosti framan í skáidið, og skáldið brosti aftur á móti. Og konungurinn spurði: “Er það aðal- starf hunangsflugunnar að suða í vorhöllinni?” Og skáldið svaraði: “Nei. Hún á líka að drekka hunangið úr vorblómagreininni.” Og þá hlógu aliir í konungshöllinni. Og það barst út að Ajita konungsdóttir hefði einnig hlegið að þjónustustúlkunni sinni fyrir að hafa. gert sig ánægða með nafnið, sem skáldið valdi henni, og Manjari gladdist í hjarta sínu. Þannig blandast saman daglega, sannindin og ósannindin — og við það sem guð byggir, eykur maðurinn útflúri sínu. En þessi voru ,óblökku<5u sannindin, sem skáldið söng um: Tengitaugin var Krishna, Lúðrar voru blásnir og bumbur barðar. Hinn mikli fólksfjöldi stóð á fæturi og æpti konungi sínum siguróp. Konungurinn skrýdd- ur ágætum hvítum skrúða, leið hægt inn í höll- ina, eins og sveimandi haustský, og settist í há- sætið. Pundarik stóð á fætur, og alt varð hljótt í hinni miklu höll. Hnakkakertur með höfuð hátt og brjóstið þanið út, fór hann að þylja með þrumurödd lof sitt utn Narayan konung. Orð hans lustu hallarveggina eins og brimið strönd- ina, og virtust glamra á rifjum áheyrendanna. Leiknin, sem hann sýndi í því að geta lagt all- konar mismunandi merkingar í nafnið Narayan, og hvernig honum tókst að vefa hvorn staf úr því inn í vísnavef sinn í öllum mögulegum sam- böndum, varð til þess að tilheyrendur hans stóðu af öndinni af undrun. I nokkrar mínútur eftir að hann hafði sest niður, hélt rödd hans áfram- að hljóma. og sveiflaðist á meðal óteljandi stoðanna í konungs- höllinni, og í þúsundum orðlausra hjartna. Lærðir háskólakennarar, sem komið höfðu frá fjarlægum löndum, réttu upp hendurnar og hljóðuðu: “Ágætt! Ágætt!” Konungurinn leit framan í Shekhar, og skáldið svaraði með því að horfa á yfirboða sinn, og stóð síðan upp eins og lostinn hjörtur í kreppu. Andlit hans var fölt, og feimni hans var næstum kvenleg. Grannvaxinn, drengja- legur og veikbygður að útliti, líktist hann mest hljóðfærisstreng, sem á er hert að ítrasta þan- þoli, og bíður eftir minstu snertingu að láta hljóm sinn heyrast. Þegar hann byrjaði, hafði hann höfuðið niður á bringu, og rödd hans var svo lág, að fyrstu vísurnar voru næstum óheyranlegar. En svo smá-hækkaði hann höfuðið, og mjúk og skær rödd hans reis til himins eins og titrandi eldtungur. Hann byrjaði með því að segja frá munnmælum, aftur úr dimmri fortíð, um ættlegginn konunglega, og sagði sögu hans nið- ur aldirnar, um hetjudóminn og óviðjafnanlegt veglyndi, alt til vorra daga. Hann horfði framan í konunginn, og öll hin mikla og ósagða ást lýðsins til konungsfjölskyldunnar, hóf sig eins og reykelsisilmur í kvæði hans, og umvafði hásætið frá öllum hliðum. Seinasta orðið, sem hann sagði, áður en hann settist skjálfandi niður, voru þessi:'“l orðaleik get ég ósigur beð- ið, herra, en aldrei í ást minni til þín.” Tár fyltu augu áheyrendanna, og steinvegg- irnir skulfu af sigurópunum. Pundarik stóð á fætur og hristi ógurlega höfuðið með fyrirlitningarglotti og hæðnissvip yfir svona almennu eldgosi tilfinninganna, og hreytti þessari spurningu út úr sér til samkom- unnar: “Hvað er æðra en orðin?” í sama bili ríkti þögn í allri höllinni. Með framúrskarandi lærdómi sannaði Pundarik að Orðið hefði verið til, frá eilífð og Orðið væri guð. Hann hrúgaði saman tilvitn- unum úr ritningum, og reisti Orðinu altari, hátt og glæsilegt, þar sem það sat yfir og ofar öllu á himni og jörðu. Hann endurtók þessa spurn- ingu með sinni voldugu raust: “Hvað er æðra en orðin?” Hann horfði drembilega í kringum sig. Eng- ástarguðinn, og Radha, hin elskaða, maðurinn eilífi og konan eilífa, sorgin frá upphafi veganna ’ inn þorði að mæta áskorun hans, og hann sett- og gleðin endalausa. Sannleikur þessara ist niður með hægð, eins og ljón, sem hefir fylt kvæða var prófaður inst í hjarta skáldsins af öllum, frá beiningamanninum til konungsins sjálfs. Söngvar hans voru á allra vörum. Við minsta mánaskin og lægsta hvísl sumarandvar- ans, hljómuðu söngvar hans frá gluggum og hallargörðum, frá seglbátum og skuggum trjá- ganganna, í óteljandi röddum. Þannig liðu dagarnir hamingjusamlega. sig vel á fórnardýrinu. Lærðu mennirnir hrópuðu: “Ágætt, ágætt!” Konungurinn steinþagði af undrun, og skáldið Shekhar fanst hann ekki verða að neinu í námunda við annan eins ógnar lærdóm. Samkomunni var lokið þann daginn. Næsta dag flutti Shekhar kvæði sitt. Það var söngur frá þeim dögum, er hljóðpípa ástar- Skáldið flutti kvæði sín, konungurinn hlýddi á, 1 innar rauf í fyrsta sinni þögnina í Vrindaskóg- áheyrenduhiir klöppuðu saman lófunum, Man- jari kom og fór á leið sinni til árinnar — skugga- myndin hreyfðist bak við skýldu loftsvalirnar, og litlu gullklukkurnar hljómuðu veikt úr fjarska. Um þessar mundir bar svo við, að skáld nokkurt úr suðrinu kom til Narayan konungs í konungsríkinu Amarapur á sigurvinningabraut sinni. Hann staðnæmdist frammi fyrir há- sætinu og kvað lofvísu um konunginn. Hann hafði skorað á öll hirðskáldin á leið sinni til einvígis, og hafði alstaðar borið sigur úr býtum. Konungurinn tók á móti honum með mestu virktum og sagði: “Skáld! Eg býð yður velkom- inn!” Pundarik, skáldið svaraði drembilega: “Yð- ar hátign! Eg bið um stríð!” Shekhar, hirðskáld konungsins, vissi ei vel hvernig skáldorustan yrði háð. Hann gat ekki sofið um nóttina. Hinn mikli skrokkur hins nafnfræga Pundarik, nefið hvast og bogið eins og heynál, og höfuðið hreykið, sem hallað- ist út á aðra öxlina, stóð skáldinu fyrir hug- skotssjónum og ásótti hann í dimmunni eins og draugur. Skjálfandi af kvíða gekk Shekhar inn á leiksviðið um morguninn. var troðfult af fólki. Skáldið kvaddi mótstöðumann sinn með brosi og hneigingu. Pundarik svaraði með því að víkja höfðinu örlítið til og snéri sér að aðdáenda hóp sínum með þýðingarmiklu brosi. Shekhar rendi augum sínum upp til skýldu loftsvalanna hátt uppi, og heilsaði lafði hjarta síns í huga sér, og sagði: “Ef eg ber sigifr úr inum. Hirðingjakonurnar vissu ei hver var leikarinn, né hvaðan hljóðfæraslátturinn kom. Stundum virtits hann koma frá hjarta sunnan- vindsins, og stundum frá reikandi skýjunum á fjallabrúnunum. Hann kom með boðskap samfundanna frá landi sólaruppkomunnar, og hann leið frá brún sólsetursins með andvarpi sorgarinnar. Stjörnurnar virtust vera hljóm- miðlar hljóðfærisins, sem lét hljóma sína flæða yfir drauma næturinnar. Hljómleikurinn virt- ist alt í einu koma úr öllum áttum. Hann barst frá hólum og lautum, skuggasælum stig- um og afskektum brautum, frá blámóðu himins- ins og glitrandi grænku grasanna. Menn skildu hvorki merking hans, né heldur gátu þeir fram- kallað orð í huga sér, sem gætu lýst þrá hjartna þeirra. Augu þeirra fyltust tárum, og líf þeirra virtist langa eftir dauðanum, sem myndi verða fullkomnun þess. Shekhar gleymdi tilheyrendum sínum, gleymdi að hann var að berjast við keppinaut. Hann stóð einn meðal hugsana sinna, sem- brutust titrandi fram í kringum hann eins og blöð í sumarvindi og söng Hljóðpípusönginn. 1 huga hans bjó sýn frá ímynd, sem hafði hlotið Leikhúsið mikla lögun sína frá skuggamynd, og bergmál frá veiku bjölluhljóði fjarlægra fótspora. Hann settist niður. Áheyrendurnir skulfu af hrygð ólýsanlegs unaðar, sem var jafn ómæl- anlegur sem hann var óljós, og þeir gleymdu að klappa fyrir Shekhar. Þegar tilfinning þessi hvarf smám saman burtu, stóð Pundarik upp, gekk að hásætinu ag manaði keppinaut sinn að skýra það með augljósum orðum, hver væri býtum í dag, þá skal þitt sigursæla nafn verða elskandinn og hver væri hin elskaða. Hann vegsamað.’ horfði hrokalega í kringum sig, brosti til aðdá- enda sinna og spurði í annað sinn: “Hver er Krishna.elskandinn, og hver er Radha, hin elsk- aða?” Síðan fór hann að krefja til mergjar rætur þessara nafna og mismunandi skýringar á þýð- ingu þeirra. Hann sýndi hinum rugluðu á- heyrendum sínum, allar flækjur og vafninga hinna mörgu og mismunandi frumspekiskóla, með mikilli leikni. Hann tók hvern staf frá öðrum, og lagði hvern og einn í einelti með miskunarlausri rökfræði, unz þeir féllu hver af öðrum máttlausir niður í skarnið í mesta rugl- ingi og vitleysu, en til þess að eins að verða gripnir þaðan strax aftur og settir í aðra staði, þar sem þeir voru látnir tákna það, sem slótt- ugustu orðpröngurum hafði aldrei áður til hug- ar komið. Lærðu mennirnir fyltust ofsagleði. Þeir æptu og klöppuðu, og lýðurinn fór að dæmi þeirra, og þóttist sannfærður um, að nú hefði tjaldi því, sem hylur sannleikann, verið svift í burtu í dag fyrir augum þeirra, af þessum yfir- burða vitsmunum. Snilli mælskunnar og rök- fiminnar gagntók hugi þeirra svo, að þeir gleymdu að spyrja sjálfa sig að því, hvort nokk- ur sannleikur feldist á bak við þetta, eftir alt saman. Konungurinn var orðlaus af undrun. Hljóð- færaslátturinn leið ekki lengur í loftinu, og og jörðin í hugarsýn mannanna, var breytt úr grænskrýddri gyðju í jökulkalt steintröll. Fólkinu, sem var hér samansafnað, fanst, skáldið sitt vera eins og drenghnokki, borinn saman við þennan aðkomurisa, sem stikaði á- fram eins og hann ætti allan heiminn og tróð undir fótum sér með hverju skrefi alla örðug- leika í héimi orða og hugsana. í fyrsta skifti varð því það ljóst, að kvæði þau, sem Shekhar orti, voru ákaflega auðveld og óbrotin, svo það hlaut að vera hending ein, að það hafði ekki ort þau sjálf. Þau voru hvorki ný, erfið, leið- beinandi eða nauðsynleg. Konungurinn reyndi þegjandi að hvetja skáld sinn með hvössu tilliti, að gera síðustu til- raun sína. En Shekhar veitti því enga at,- hygli, og sat kyr í sæti sínu. Þá varð konungurinn reiður, sté niður úr hásætinu, tók af sér perlukeðjuna og setti hana á höfuð Pundariks. Höllin söng af fagnaðar- ópum. Frá efri loftsvölunum barst örlítill ómur, eins og skrjáfaði í kjól og mittisfesti, sem gullklukkurnar voru festar á. Shekhar stóð á fætur og gekk út úr höllinni. Nóttin var dimm og tunglið þverrandi. I Skáldið Shekhar tók handritin sín úr hillunum ^ og kastaði þeim í haug á gólfið. Sum þeirra geymdu æskuljóð hans, sem hann var næstum búinn að gleyma. Hann fletti við blaði og blaði og las hendingar hér og þar. Honum virtust þau öll vesöl og hversdagsleg — eintóm orð og barnalegt rím! Hann reif bækurnar sínar, eina af annarir í snepla, kastaði þeim í ker, sem eldur logaði á, og sagði: “Þér gef eg alt, þú fagri, lifandi logi! Þú hefir brunnið í hjarta mínu öll þessi fánýtu ár. Ef líf mitt væri gullmoli, þá kæmi það bjartara og skírara úr eldrauninni, en það er fótum troðinn torfuhnaus, sem ekkert skilur eftir nema þennan öskuhnefa.” Það leið á nótt. Shekhar opnaði glugg- ana upp á gátt. Hann dreifði yfir rúmið sitt öllum hvítu blómunum sem hann unn: og bar inn í svefnherbergið sitt alla lampana í húsinu og kveikti á þeim. Þá blandaði hann saman hunangi og eiturrótarsafa, drakk það og lagði sig út af í rúminu. Gullklukkurnar ómuðu veikt fyrir utan dyrnar, og andvarinn bar inn í herbergið óvana- legan ilm. Skáldið mælti með lokuðum ahgum: “Lafði mín! hafið þér aumkvast yfir þjón yðar að síð- ustu, og komið til að sjá hann?” Svarið birtist í innilega þýðum rómi: “Skáld mitt, eg er komin.” Shekhar opnaði augun.. Fyrir framan rúmið stóð kona. Sjón hans var döpur og sljó. En honum virtist að líkingin, sem búin var til úr skugga- mynd, og sem hann hafði ávalt geymt krýnda i helgidómi hjarta síns, væri hér komin á síðasta augnabliki æfi hans, og horfði á hann. Konan sagði: “Eg er Ajita konungs- dóttir.” Skáldið settist upp í rúminu með miklum erfiðismunum. Konungsdóttirin hvíslaði í eyra honum: “Konungurinn sýndi yður ekki réttvísi. Það voruð þér, sem unnuð einvígið, skáldið mitt, og eg er hingað komin til að krýna yður sigur- kórónunni.” Hún tók blómhringinn af hálsi sér og setti hann á höfuð honum, og skáldið féll aftur á bak í rúmið, liðiö lík. Þ. Þ. Þ. J ó 1 i n. ■Jm Vetrar kólgan kalda kyrrir éi tímans hjólin. Upp úr djúpi alda ennþá stíga jólin. Ráði að reginvalda rís nú blessuð sólin. Hátíð lýðir halda heims um gervöll bólin. Hjartans unað öllum ættu jólin færa, jafnt í hreysum, höllum, hjörtun góðvild næra. Boð frá gleðibjöllum blíða strengi hræra. Bæta úr gömlum göllum, græða mein, er særa. Ætti í hjarta hveru hugvild geðið spanna. Skína í brosi beru bróðurþelið sanna. Lítt mun lífheimsveru lofgerð þóknast manna, innanum ef eru andvörp smælingjanna. Ljósdís lífsins morgna! lýstu upp sérhvert hreysi. Tak burt tízkunorna tilfinningaleysi. Hjörtum auðgra orna örva hönd svo reisi. Þá munu tárin þorna, þó að veðrin geysi. Lát ei ljós þitt deyja, Ijósið kærleiksboða. Láttu fólkið fleygja fölskum myndum goða, sem það tæla og teygja til sín, út í voða. Aftur lát það eygja æðri sólarroða. Þorskabítur. Hugmynd barns um guð. (Þýtt.) Veiztu’ er heiðmáninn skín v yfir dreymandi drótt, talar drottinn við mig gegnum þögula nótt? Og í svífandi árblæ og söngfugla klið, t er hann sjálfur að boða mér himneskan frið. Þegar skuggarnir lengjast og dagsljósið dvín, finn eg, drottinn, að örugg er nálægðin þín. Mína dagbók eg athuga augnabliks stund, , hvort að engum eg brást eða hrygði í lund. Við að ræta upp illgresi’ eg reitinn minn vann, til að rækta þar blóm ' fyrir þá, sem eg ann. Þegar sigrandi geng eg hinn síðasta stig, guð, eg sé þig og heyri, v er þú kallar á mig. Loks við mánaskin glatt yfir dreymandi drótt, ' hvíslar drottinn að mér og þá sofna eg rótt. Lúðvík Kristjánsson.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.