Heimskringla - 22.12.1925, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 22. DES. 1925.
HEIMSKRINGLA
7. BLAÐSlÐA
það geri eg ekki, en hiö vonda, sem
eg ekki vil þaS geri eg.
Þega.r svo ber undir — og þaS er
að minsta kosti hugsanlegt — að
svefnpurkur þessar verði í meiri hluta
mnan þjóðar, þá veit eg ekki hvort
vér megum segja, að sú sé orsökin
til þjóðsvefns. Það sýnist vera mjög
bugsanarétt ag ha.lda því fram, en
sjálfsagt er það þá mjög sjaldgæí
orsök hans.
Mannkynssagan er full af svefnum
þjóða sem vökum, og sýnir, að með
þeim, ekki siður en annarsstaðar í
náttúrulífinu, eigi heima fyrirbrigð-
in spön og afspön, þ. e. a. s. tíma-
bil, er lífsþróttur einnar þjóðar,
færni og dugnaður, í hugsununi, orð-
um og gerðum, er í bezta lagi, og
aftur önnur tímabil, er þjóðinni
hverfa einkunnir þessar, eð.a hún
kann ekki að koma þeim fyrir sig. '
Eg vil að eins drepa á dæmi tveggja
smáþjóða, hin minnissamlegustu fyr- t
>r heimsmenningu, og svo líka af því,
að þær virðast drepa sig úr dróma.
sín með hvoru móti. Þá Grikkjum
varö sú raun, að þeir þurftu að 'halda
opinni viðskiftaleið sinni um Svarta-
haf við Austurlönd gegn persnesk-
nm einokunarsamtökum, því snemma
beygðu þrangarar krókinn í bak
þjóðum, þá lentu þeir i slíkar þanir,
að þeir börðu á Persum til fulls sig-
nrs á Maraþonsvöllum einn á móti
tíu, ekki með Maxim-byssum og
sprengitundrum, það hefði verið þeim
lítill mannskapur, þó slíkt sé nú á
dögum talinn “heroisminn”, er í hlut
e'ga vjillistrýplingar í Afrlíku eðia
vopnlaus múgur verkfellenda, —
l*eldur vopnaðir áþekkum vopnum og
Þersar höfðu, nema lakari verið hafi.
Og það er eins og þessar þanir verði
t'l að stæla þeim nýjar fjaðrir, eða
vekja í þeim orku til allskonar dáða
og mannskaparafreka, þar til að þeir
eru svo þandir og spandir, að þeir
ná hinum hæstu tónum, ,að eg viðhafi
líking skáldsins Hannesar Hafstein
ráðgjafa — sem fornöldin nokkurn
t'ina náði, eða þangað til þeir höfðu
gefið heiminum óviðjafnanleg dæmi
I hreysti og mannskap, í íþróttum og ^
tögrum listum, og flestum greinum
visinda. En svo kom þeirn afspönin,
þungur svefn um margar, margar
aldir, eins og þeir hefðu oftekið sig.
Norðmönnum reis at undir króki,
ei' Haraldur lúfa lagði greip að bjarg
taðum þeirra til áþjánar alþýðu, svo
kónguin og hersuin, sem höldum og
kotungunum, og þeir flýðu óðul sín
t>! íslands og annara l.anda. Islend-
•ngum virðist það hafa orðið spori
td þroska og spanar. Því þegar sög-
Ul fara fyrst af þeim, setja þeir
beiminum urmul dæma. dáða og
drengskapar, karlmensku og hugs-
anastærðar, hvar sem þeir fara, eins
°g tekið var frani í hinu snjalla er-
'ndi Alberts Kristjánssonar hér i
deildinni; og ekki er það að eins
dæmi líkamlegra afreka og íþrótta,
beldur láta þeir ei síður eftir sig
dæmi óviðjafnanlegrar andlegrar at-
gervi. A þeim tímum, er miðaldar-
^tína gekk með öllum þjóðum sem
^’n eina hæfa tunga til að geyma
^yrirbrigði tímanna í hugsun og at-
nöfnum, þá hófu þeir móðurtungu
Slna til bókmáls, ritna rúnum fyrst,
að þvi
er Biörn ,M. Olsen hefir fyrst-
llr vakið eftirtekt á, og siðan íslenzk-
U1T1 stöfum, og skráðu á hana nor-1
r*n.a. fræði, einkum sagnrit og skáld- |
skaparrit, af svo mikilli list, sannleik
°g fegurð, að þau standa fyllilega
jafnfætis hinum dýrustu dæmum j
klassiskra bókmenta í sömu greinum. !■
En svo sloknaði þeim og orkan-, kom
þeitn svefninn eins og Grikkjum.
^g ra.unar er það ekki merkilegast,
a^ þjóðsvefninn komi, heldur hitt„
Vað konii til að hann komi, þegar
bann kemur. Um Islendinga er það
Seg'n saga. Öblíða náttúrunnar,
eJdgos, landskjálftar, drepsóttir og
s,Sast en ekki sí'zt útlend völd, er
reyrði bj.a.rgráÖ in af íslenzkri al-
^ýSu; allt þetta hjálpaði til að leggja
f°rnan íslenzkan manndóm i kalda
kol; en yfirleitt mun óhætt að segja,
a^ Þjóðsvefninn eigi kyn sitt að
rekja til ánauðar og striða, ánauðar
innlendrar eða útlendrar, er sviftir
alþýðu umráð bjargráða sinna í svo
tilfinnanlegum mæli, að hún verður
Vanorka af, þvi matur er mannsins
niegin, álíka og gróður náttúrunnar
nigur í svefn við vetrarkomuna, er
næringarsafa hans leggur í læðing
ulda og frosta í jörðunni. Hlvað
^tfiðin snertir, þá þarf ekki mikið
nnyndunarafl til að telja í hug sér,
II Ve alþýöa úrættist af þeirn, er hið
þróttmesta lið þjóðarinnar er valið úr
til lógunar eð.a örkumlla, svo eftir
verður til viðkomu ekki nema hiö
veila, veika og orkuminsta. Stríðin
eftir daga Alexanders mikla lögðu í
lóg forna atgervi og mannskap
Grikkja, með meöfylgjandi án.a.uð,
og víða má slík dæmi finna í sögunni;
t. a. m. hefir mannskaparorku og at-
gervi Erakka veriö slátrað oftar en
einu sinni í stríðum; dysir hans eru
víðsvegar um Fr.a.kkland, á Norður-
löndum og víðar. Hver afráð frakk-
nesk alþýða muni gjalda á manndómi
Sjnum og orkuj áður en Bank des
Pays Bas, og önnur frakknesk auð-
mannasamtök ná undir sig eirfjöll-
unum Mára í Afríku og þeir fá hald-
ið olíum Sýrlendinga og bjargráðum
þeirra í greipum sér, er bágt að segja,
eins og nú horfir. Dæmi af öörum
mætti og taka. Þjóðsvefninn, eða.
svefnþorn það, sem alþýöu er stung-
iö, er blátt áfram atgervistapiö og
orkumissan, er orsakast af því að
taka bjargráð a.f henni, og er að því
skapi dýpri, sem meira er af henni
tekið. Með ærna kostnaði eru hag-
skýrslur saman dregnar um all.a
skapaða hluti, er viðkemur bjargráð-
um alþýðu, sem mjög eru hentar til
að komast með skynjandi viti að því,
'hve rpikil bjargráð megi mest taka
af henni, svo hún komist þó af, en
engar skýrslur eru til um orkutap og
atgervismissi, er af tökunni stafar.
Það er ekki verið að fást um það.
frekar en þjófurinn gerir sér rellu
út af því, hve hinum kemur, er hann
stelur frá. Að eins á ógnatímum
keniur það í ljos, og þá helzt sem
andvörp yfir þvi, að ekki sé hægt að
fá bæði “í sekk og poka”, eins og
Danskurinn segir, þ. e. a. s. a.ð ekki
skuli hægt að taka bjargráðin af al-
þýðu og láta hana þó fá haldið
mannskap sínum eða orku. I stríð-
inu mikl.a var þess getið, og talið
mikið hrygðar- og áhyggjuefni, að
mikill hluti herkvaöarmanna reynd-
ust vanorka fyrir hor og horkvilla og
illa aðbúð, er þeir áttu eða hefðu átt
við að búa, og viðlíka umkv.artanir
eru ekki ótiðar frá barnaskólunum,
að margt barna sé vanþroska fyrir
hinar sömu orsakir, hor og illa a.S-
búð. Þar sýnir þjóðsvefn sig, í sinni
viðurstyggilegu nekt. Eg er ekki
svo mikill hagfræðingur, að eg viti,
hve mikið kveður að otkumissi al-
þýðu, hve hundraðstalan er há, sem
af henni þjáist, en talin er hún eða
áætluð sumstað.a.r i verkamannablöð-
um, með meiri eða niinni ljósum
rökum, 50, 60 til 70 af hverju hundr-
aði í prangaraveldi því, sem vér til-
heyrum.
Þá er enn félagssvefn. Um hann
ætla eg ekki að orðlengja, því eg tel,
að vér séum vel vakandi í þessu fé-
I.agi. Sá svefn lýsir sér með áhuga-
leysi á félagsmálum, síngirni og ófýsi
á að leggja nokkuö í sölurnar til fyr-
irgreiðslu félagsmála, og þátttöku-
leysi í félagslífinu. Það virðist ekki
bóla á neinu af þessu meö oss. Vér
erum hvorki latir né gerir í viðskift-
um vorum við félagið, og kemur víst
ekki fyrir, aö nefndarmaður sníki sér
út umboðslaun af innkaupi fyrir fé-
lagið. Sömuleiðis er aðsókn að fund-
um í góðu lagi og ber vott um fjör-
ugt félagslíf, þótt vitanlega mætti
enn betri vera, eg á við suma vel-
þekta félagsmenn, er vér oft söknum
nieð líkurtt söknuði og Grikkir Akk-
illesar, er hann sat með fýlu í tjaldi
sínu og veitti ekki löndum sínum
vigsgengi ,að Tróju, en líka með von-
gleði, að þeim verði og Akkillesar-
dæmið, að hverfa aftur í hópinn og
láta skurka meö oss, til að ná ntarki
félagsins, setn oss öllum er og á að
vera jafnkært áhugamál, sem sé að
vekj.a og viðhalda með oss íslenzkri
dáð og drengskap, íslenzkri atgervi
og orku. Tii þess þarf fremur öllu
öðru á tungunni að halda. Því tung-
an er vekjari atgervis og orku. Þess
megum vér fullvissir. Eg man ekki
neina þjóð, er gullöld hefir sér átta
eða á þanir lent svo, að tunga hennar
hafi þá ekki verið á hámarki snilli
sinnar og fegurðar. Svo var það
með Grikki, Róntverja og Islendinga.
Þróttug tunga, fögur og spök í bún-
aði, spenur skiljatilega a.tgervina og
orkuna til hámarksins. I hvert sinn
er tunga hvikar í munni tnælandans
til hinna þróttsterku, fögru og snjöllu
hljónta ntálsins, orkar það óafvitandi
öllum líffærum skrokksins samræmi
viö þá hljóma. Enda má og marka
hina afarntiklu þýðingu tungunnar
fyrir atgervi manna og orku á því, að
þegar þjóðsvefninn fer að, þá verður
þess fyrst vart í hnignan og spillingu
tungunnar. Vekjarinn hljóðnar. Það
er ekki ofsagt, að hugsun vora, per-
sónueinkenni, atgervi og orku eigum
vér undir tungurótum vorum. Af
máli skal mann þekkja, er spaklega
mælt. Vér vinnum, eftir því sem
efni og ástæður leyfa oss, a.ð viðhaldi
og eflingu islenzkrar tungu meðal
vor, og eins lengi og vér höldum í
það horfið, þurfunt vér ekki í þessu
félag-i að óttast svefn.
Ásmundur Sveinsson
myndhöggvari.
Hver hefði trúað því fyrir svo
sem 40 árum að árið 1925 ætti Is-
land heilan hóp listamanna t hljótn-
listum, ntálara- og myndhóggvara-
list. Og meðal þeirra menn, sent
náð hefðu viðurkenningu og .hlotið
aðdáun út i beitni, fengið náð fyr-
ir stóradónti menningarþjóöanna
gömlu, sem hafa lifað við list eyra
og auga um aldaraðir. Spánrað-
urinn sá hefði ekki þótt spántannlega
vaxinn. En samt var sú raunin á,
að Island eignaðist á skömmunt tíma
tnarga tnenn, er lögðu undir sig lönd,
er áður vort,t ókunn i listum, og í
þeim hóp ýmsa, sent nántu landið á
þann veg, að lengi verður sæmd að.
Flestir þessara manna haf,a sótt
gagmnentun sína til Dannterkur og
Þýzkalands. Þar hafa þeir iifað,
flestir hverjir tneð Iítið annað en
veganesti, en trúna á sjálfa sig.
Heitna hafa þeir sj.a.ldnast fengið
viðurkenningu verðleika sinna fyr en
þeir höfðu fengið hana annarstaöa.r.
lslendingar hafa til þessa látið sér
fátt utn finnast þ«ss,a menn, setn
brotist hafa að iheiman til þess að
leggja stund á listir, og orðið lista-
maðttr í nútimamerkingu er oftast
nefnt í gæsalöppum. Og þetta er i
rauninni engin furða, því listalífið
er svo ungt á Islandi. Það er enn
þá eins og nijór þráður, sent ekki
hefir samtvinnast þjóðmeðvitund-
inni. Og því er það ekkf að furða,
þó boðberar þeirra lista, sem enn
þá eru ungar á Islandi, veröi eins
og nokkurskonar útl.agar, hvort þeir
búa heima eða erlendis.
Það var einn þessara útlaga, sem
KING GEORGE HOTEL
Eina íslenzka hó»elið í bsenum.
(Á horni King og Alexander).
Th. Bjarna*«n
RáðsmaBur
Loðvara og húðir
BúitS yt5ur snemma undir lot5vöru-
tímann. Skrifit5 «ftir ókeypis vert5
lista met5 myndum yfir gildrur og
önnur tæki. Hæsta vert5 borgat5
fyrir skinn, hút5ir, hrosshár o. s.
frv. Sendit5 tafarlaust. Vér æskj-
um bréfavitSskifta.
SYDNEY I. ROBINSON
At5alskrifstofa:
170!)_11 Ilrond St.
Dopt. A HeKlnn, Snsk.
eg vildi minnast á í íslenzku blaði,
því eg veit, að hann er Islendingum
altof lítiö kunnur. — Hann á heima
í Stokkhólmi og heitir Asmundur
Sveinsson. Hann er ættaður frá
Kolsstöðum í Dalasýslu og er nú
tnaður rúmlega þrítugur.
ÁSur en Asmundur fór að heiman
lærði hann tréskurð, dráttlist og
myndamótun um nokkurn tíma hjá
Ríkarði Jónssyni. Síðan fór hann
ti! Kaupmannahafnar til frekara
náms, en dvaldist þar að eins stutt.
Hann langaði til að kanna ókunna
stigu og sótti þvt ekki um inntöku
í listaháskólann í Khöfn, heldur leit-
aði á nýja braut. Sótti hann um
að komast í listaháskólann í Stokk-
hólmi, en hann stendur venjulega
ekki útlendingum opinn. Þag eru
a.S eins örfáir menn erlendir, sem
fengið hafa inntöku þar. Asmundur
hafði skrifað Islandsvipinum dr.
Ragnar Lundborg og æskt liðsinnis
hans viðvíkjandi inntökunni, en
Lundborg fékk þa.u svör, að það
væri þýðingarlaust að sækja. Samt
fór svo, að þegar skól.a-stjórnin átti
•a.S dærna um verk umsækjendanna,
varð Ásmundur hinn þriðji í röð-
inni af öllum þeim, sem sóttu um
inntöku. Má nokkuS marka af
þessu hæfileika þá, sem í honum
bjuggu þá þegar.
Síð.an eru liðin firtím ár. As-
mundur hefir dvalið mestan part t
Stokkhólmi síðan, nema hvað hann
hefir komið heim og dvaliö á Þýzka-
landi unt tíma. En námsár hans í
Stokkhólmi hafa borið ríkuglegan á-
rangur. Það er unun að því að
'konta inn á vinnustofu hans, kurnb-
ailda, sem orðiö hefir þröngptr,
vegna þess að mikið rar starfaö þar
in-ni rétt við hliðina á vinntistofu
hins fræga myndhöggvara Sergel.
Svo þröngt er þar um Asmund, aö
hann hefir oröið að flytja mörg af
verkum sinttrn niður í kjallara —
og margt sem hann hefir gert úr
gipsi, er fallið 1 mola.
Asnntndi var sýnd viðurkenning,
og hún ekki litil, með því aS láta
hann fá inngöngu á skólann. En
áriö 1922 fékk 'hann aðra viður-
kenningtt, sem ekki er lítilsvirði.
Hann var þá sæmdur heiðurspeningi
listaháskólans fyrir gosbrunn, sem
hantt ihafði höggvið í sænskan mar-
mara, og v.a.r að dómi skólaráðsins
hið mesta listaverk. Hinn stendur
enn þá óseldur í listverzlun Bermans
í Stokkhólmi. Væri listasafninu
heinta fengur að því aö fá að eign-
ast þetta listaverk, sem hlotið hefir
svo góða viðurkenningu.
Fyrsta verk Ásmundar var “torso”
eir: i grískum stíl, og næst kom gos-
brunnurinn, sem áður er getiö.
“Norðurljósið” heitir eftirtekta.rverð
mynd; það er stöpull með myndum,
sent táknar íslenzka ntenning fyr og
síðar.. Er ntynd þessi ætluð til að
standa út á torgi, og er ljóskúla
efst á stöplinuni. “Sæmundur
fróði á Selnum” heitir ein ntynd Ás-
mundar, er hann hefir gert í gips;
sýnir, er Sæmundur keyrir saltarann
i haus kölska, er hann hefir flutt
hann til Islands. Hún er gerð
árið 1923.
— Margt er þa.ð fleira, sem eftir
Asmund liggur og hér verður ekki
taliö.
Það ntá taka til marks um hæfi-
leika Ásmundar, að t haust varö
hann einn þeirra þriggja manna, frá
listaiháskólanum, setn v-a.ldir vortt til
að skreyta sali í hinni nýju söng-
höll, sem Stokkhólmsbúar eru að
reisa, og verSur lang tilkomumesta
sónghöllin á Norðurlöndum, þegar
henni er lokið. Hefir Asmundur
verið að gera lágmyndir á veggina
í einum salnunt þar, og þykir hafa
sýnt bæði mikla listamannshæfi-
leika og góða kunnáttu við það starf.
Meðal myndanna, sem hann hefir
gert þar, veita tnenn sérstaklega at-
hygli lágmynd einni setn er irnynd
dansins, og a.nnari, sent er ímynd
hljómlistarinnar. Enn frernur hef-
ir hann ttnnið allmikiS að því að
gera veggskraut fyrir ýntsa bygg-
ingameistara. — Hefir hann sér-
staklega lagt stund á svo kallaða
skreytilist (dekorativ kunst), og get-
ur það væntanlega kontið að góðu
haldi síðar, því ekki er um auðugan
garð að gresja í þeirri list* á Is-
l.a.ndi. Þegar farið verður að
byggja þjóðleikhúsiS heima verður
þörf á slíkum manni sqn Asmundi,
til þess að annast skreytinguna.
Asmundur vinnur flest í klassísk-
um sttl, gríska fyrirntyndin er ráð-
/KCCCOK/-. _
tf
I
I
Stefán M. Olason.
Hensel, N. Dakota.
(Dáinn 14. febr. 1925.)
Sof t friði sonur kær
sæl er minning þinna daga,
æsku þinnar bygð og bær
beygt er kalli huldra laga,
skjótt var enduö æfin þin
elli-stoðin mæddra vina,
huggun blíð i harmi skin
hreinn þú kvaddir samleiðina.
Glaður tímans gekstu braut
gengdir lífsins skyldum dyggur,
sýndir táp og þol í þra.ut
þinum vinum hreinn og tryggur,
ætið fús að leggja lið,
létta böl og stríö hins snattöa.
Þessi auður fær oss frið
fágar ljósi gröf óg dauöa.
H.ljóö um kaldan haustsins dag
horfunt við á rúmið auð.a,
senn er komið sólarlag
svefninn lækning böls og nauða.
Þá er kært aö konta heint
kvíða horfin þraut og sárutn t
finna hvíld, og fagna þeim
fyr sent brostu tímans árum.
Fyrir hönd foreldra hins látna.
M. Markússon.
*ZttCCGCCGGGGC*ZCCCGCGGCGGCCGGœsaSCCCCCr/SCGG*yyy&SCCGS
andi í verkum h.ans og sunistaöar
bregSur fyrir egyptskum áhrifunt.
Hann hefir ekki enn þá haft tök á
a.S ferðast til Italíu til þess aö fram-
ast, hagur hans hefir jafnan veriö
þröngur og styrk hefir hann fengið
af ntjög skornum skantti. — En
einmitt vegna listastefnu .þeirrar sent
hann fylgir, er honunt hin niesta
n.a.uðsyn á aö komast suður yfir fjöll
og fá tækifæri til aö dvelja um
tíma í ríki fornlistarinnar. Bregst
Alþingi væntanlega vel við bónum
hans um fjárstyrk i þvi skyni, þvi
maöurinn hefir samui.ð með verkurn
sinunt, að hann á alt gott skilið.
Skoðun Asmundar er sú, aö listin
eigi, frekar en nú gerist, að gripa
inn í daglega lífið. Aö það sé,
ekki heppilegasta leiðin að loka J
listaverkin inni á söfnunum, heldur
hafa þau úti á strætum og gatnamót-
um, þar sem allir hljóta að sjá þau.
Flest verk Asmundar eru einnig gerð
meö þetta fyrir augum, og mörg
þeirra t. d. ætluö til þess að vera
gosbrunnar. Af sömu ástæðu vill
hann fremur nota sænskan ma.rntara
en suörænan; það er að vísu erfið-
ara aö vinna hann, þvi hann er harö-
ari, en svo þolir hann líka veðráttuna
miklu betur. Asmundur vill einnig ^
nota listina, frekar en gert er, við ^
skreytingu húsa að utan og innan, |
láta hana samtvinnast því “prakt-
iska”, láta hana hafa húsaskjól ann-
arstaðar enn á söfnunum.
Þeim, sem korna inn á vinnustofu
Asmundar, dylst ekki aö þar eru sí-
starfandi hendur aö verki. Meö-
frarn öllum veggjum eru smámyndir
og uppköst, en það sem einna mest
vekur athyglina er stór mynd af
Kristi á krossinuni, prýðis falleg, þó
ekki sé hún lengna komin en í leir-
inn. Sömu ntyndina hefir hann
skorið í tré og ber verkið vott um,
að hann er enginn viðvaningur i
þeifri grein heldur.
Asmundur er maður fátalaður,
hægur í framgöngu og ntinnir dálít-
ið á annan góðan listamann er Is-
lendingar eiga. Maður hefir á til-
finninguntti að þessi efnilegi tnaður
lifir og hrærist eingöngu í ríki mar-
marans og gipsins, og að .aðrar hugs-
anir komist ekki að í höföinu á hon-
um. Eg varð því ekki lítið for-
viða þegar Asmundur tekur fram
dálítinn böggul og segir: “Eg veit
ekki hvort þér hafið gaman af að
sjá þetta!” Því livað var í bögglin-
um ? Jú, það var eftirlíking af
sláttuvél fyrir þýfða jörð, prýðilegx
gerð og verður vonandi höfundin-
um til ánægju og íslenzkutn bændum
ti! gagns þegar fram líöa stundir.
Hefir Asmundur reynt ýmiskonar til-
högun á Ijánum og hyggur sig nú
vera korninn að því rétta. Er hann
vö reyna að fá verksmiðju til þess
að gera vélina í fulla stærð, þannig
að hægt sé að gera endanlegar til-
raunir með hana. Er votxandi að
það takist svo, að Asmundur veröi
framvegis talinn eigi að eins góður
listamaÖur heldur líka hugvitsmað-
maður.
—Isafold.
Qh
| Jóladísin hans Stebba.
i Hann Stebbi fór um daginn, eins og oftar nið’r í bæ,
| og eitthvað suður Main Street, þar var flest með deyfðarblæ.
Hann viltist nærri óviljandi inn til Hudson’s Bay,
J því út við gluggann sá liann standa tízkubúna mey.
| Og honum sýndist komin þarna draumadísin sín,
1= öll dúðuð upp í mátulega gagnsætt silkilín;
og honum fanst hún brosa hýrt og benda’ að koma nær,
í og breiða faðrrinn móti sér, hin yndislega mær.
I
' En sýnin hafði truflað þannig sjalfstjorn þessa manns,
I að sjáanleg var breytingin á framkomunni hans;
1 og næsta morgun ósjálfrátt hann aftur þangað fer,
I því ástin hefir sjaldan látið flónin hæða’ að sér.
| Og honum birtist aftur þarna engil-ímynd sú,
1 þótt áður væri’ hún dásamleg, hún sýndist fegri nú,
| með endurbættan hörundslit á öðruvísi kjól
| og allan lagðan perlum, sem að glitruðu’ eins og sól.
£ En sagan gat ei um, hve lengi Stebbi þarna stóð
| og starði’ á þessa veru, sem að hleypti’ honum í glóð.
i Hann vissi ekki, hvort að hann var liðinn eöa lífs,
| það lagðist eins og martröð á hann seiður þessa vífs.
| En álengdar þar borðalagður búðarmaður stóð,
í og brosandi við Stebba mælti’ ’ann: “Sérðu þetta fljóð?
9 En svo þér sparist ómak, get eg sagt þér það í hag:
v Við seljum ekki neinum þessa myndastyttu í dag.”
LúSvík Kristjánsson.
A
<o