Heimskringla - 03.02.1926, Blaðsíða 2

Heimskringla - 03.02.1926, Blaðsíða 2
2. BLAÐSIÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 3. FEBR., 1926 Sigríður Hjálmarsdóttir Hanson, kveðja undir nafni dóttur hennar Mrs. Kr Mýrdal. Svo draumblíð ró nú drottnar þér á brá, þó dauðans fölvi þurki roða af vanga. Hve sætt er þeim er sótt og elli þjá, að sofna eftir vinnudaginn' langa, og eftir liðna æfidaga raun, að eiga í vændum trúrra þjóna laun. Sem ársól björt, er yljar blómin smá, var ástin heit í móðurhjarta þínu. Öll handleiðslan og heilræöin þér frá, er helgast afl í lífsins stríði mínu. Þín hjartkær minning stundir fær mér stytt, er stari eg hrygg á auða rúmið þitt. Eg veit þú lifir, lifir enn hjá mér, þó líkams augun greint þig fái eigi. Ef áttu Ijós sem æðri birtu ber, það blika lát á æfi minnar vegi, þá veitist létt að velja rétta braut, eg viltist aldrei meðan þín eg naut. Eg þakka alla ást er sýndir mér, og umhyggju um hvers dags líðan mína, og börnin mín, sem barstu á höndum þér, þitt blessa- nafn, og geyma minning þína, Eg kveð að lokum þig í síðsta sinn, öll sár þín græðir dauðans blundurinn. ó, hvíl í friði, elsku mamma mín, við megum ekki dvelja saman lengur, Eg kem að lokum aftur ung til þín, er æskusólin mín til viðar gengur. Þá hlotnast þreyða himnasælan mín, ef hvíla fæ við móðurbrjóstin þín. B. Pétursson. Ungmennakór ÞaS hefir dregist lengur en skyldi aS geta um samkomuna, er fram fór hér í Wynyard, að kvöldi sí&astlið- ins nýársdags. Þeir voru margir sem fundu hjá sér hvöt til þess að skrifa um þá samkomu, en sjálfsagt hafa þeir allir ætlað sér að gjöra það svo vel, að þeim hefir ekki fundist tími vinnast til ag gjöra skrif sín sæmilega úr garði. Mönn- um var blátt áfram mikiS niðri fyr- ir — og mér líka. En nú má þetta ekki dragast lengur. Meginatriði samkomunnar — að ógleymdum einsöng frú J. S. Thor- steinsson og ræðum okkar klerk- anna — var ungmenna samsöngur undir stjórn hr. söngstjóra Bryn- jólfs Þorlákssonar. Tildrög sam- komunnar voru margvísleg, — en einkum þau, ag kvenfélög Immanuel safnaða.r og Quill Lake safnaðar tóku höndum saman um það fyrir- tæki, að ráða söngstjórann' til söng- æfinga með ungmennum bygðarinn- ar, um þriggja mánaða tíma. Sams- konar söngfyrirtæki, og samtímis áttu sér stað í Mozart, Elfros, Les- lie og Foam Lake. — Ekki hefi eg frétt til þess, að Vatnabygð hafi nokkurntíma. verið jafn einhuga um nokkurn hlut. Aldrei hefi eg borið gæfu til aö sjá Wynyard búa jafn einhuga um nuokkurn hlut — sem þennan ungmenna söng. Aldrei sá eg þvílíka þátttöku, mætingu og stundvísi fyr! Ber þetta vott um verðugt traust Mmennings bæði á söngmentinni og söngstjóranum. Svo kom samkoman 1. janúar. Og árangur söngfyrirtækisins fór vitaskuld eftir óvenjulegu magni samtakanna og áhugans. Hann fór satt bezt að segja, langt fram úr djörfustu vonum manna. Samkom- an gaf heilum og ósviknum húsfylli áheyrenda sjaldgæfa ánægjustund. Fríður var hópurinn að sjá, er hann reis snögt og samtaka. til söngs . Indælt var að heyra þessa 60 ungu barka glymja. af lagvissum, taktföstum söng, í ótrúlega ná- kvæmri fylgd við ýmist svifmjúkan eða viðbragðsskjótan stjórnsprota Brynjólfs. En fleira fékk áhevrendum undr- unar en festa og fegurð söngsins sjálfs. Þarna var allstór hópur ungmenna, sem íslenzkt tungutak er fremur ótamt. I þetta sinn kom út úr þeim ómenguð gullaldaríslenzka! Hafði söngstjórinn, með góðum á- rangri, lagt mikla áherslu á réttan framburð málsins — — Næstu daga á eftir samkomunni var venju meiri þjóðræknishugur í fólki. Ef til villi í fyrsta sinni í mörg ár sáu menn ærlega. stjörnu renna hér upp, á vonarhiminn ís- lenzks þjóðernis og tungu. Það fór eins og þytur um bygðina: "A með- an við árlega kennum sonum okkar og dætrum að syngja íslenzkuna á þennan hátt — /fetur hún ekki dáið!’ Sem betur fer er öllum þorra fólks ljóst, hvert alfnent menningargildi og sérstakt þjóðræknisgildi slíkt fyr- irtæki sem þetta hefir. Mig skyldi ekki undra. þótt allar stærri Islend- ingabygðirnar hér vestra væru áður en langt um líður, búnar að gjöra hjá sér íslenzka söngkenslu ung- menna að fastákveðnu árlegu fyrir- tæki. Frá Winnipeg ætti ma.ður a. m. k. að frétta um eitthvað þess- konar fljótlega. En þá færi nú vinur vor, Brynjólfur að verða mað- ur upptekinn og eftirsóttur, og væri það vel. Þjóðræknisdeildin í Wynyard gerðist stórhuga og vondjörf a.f vel- gengninni. Hún ákvað að gjöra sitt til þess, að safna öllum þessum nýútsprungnu ungmennakórum Vatnabygðarinn,a.r í einn veglegan, samæfðan hóp á Islendingadegi komandi sumars. Þannig sjá menn þann dag í anda sem hint\ glæsileg- asta og sigursælasta Islendingadag, er verið hafi. Hugsið ykkur — 250—300 ungmenni í einum hóp syngja af kunnáttu og leikni "hrynj- andi drynjandi glaðhreimum gjall- andi,” íslenzka tungu. Fr. A. Fr. ----------x----- — Kveðja, Mér væri þægð í að þú ritstjóri góður vildir svo vel gjöra að Ijá þessum fáu línum rúm í Hkr. Þær eru ritaðar í því skyni að láta séra R. Kvaran og konu hans, samt alla sem þær kunna að lesa vita, að eg er þeim persónulega og hja.rtanlega þakklátur fyrir dvöl þeirra meðal oklcar Isl. í Wpeg. Hún hefir haft svo góð áhrif á mig, að eg fæ þau ekki virt til fjár. Eg hefi alloft verið "i holti heyrandi nær,” þegar séra. R. K. hefur flutt ræður, og þó eg sé kominn af barnsaldrin- um og því að likindum búinn að missa nokkuð af því meltingarafli, sem nauðsynlegt er til þess að geta notið til fulls þeirrar næringar sem lýtur til andlegs þroska, og sem séra R. K. hefur svo rausnarlega borið á borð fyrir tilheyrendur sína, þá samt er það með sanni sagt, að eg hefi mikilli döfnun tekið við að hlusta á hann. Eg heyrði séra R. K. nýlega fara þeim orðum yfir moldum eins góðs safnaðarlima, hans, að hann hefði “ávalt verið minni hluta maður,” og það er eflaust minnihlutamensku séra R. K. sjálfs að þakka, að eg hefi til jafnaðar betur dafnað af réttum hans en ann- ara framreiðenda. Mér dettur ekki í hug með þessum ummælum að hlaða óverðugu hrósi á séra R. K. Eins og mér finst ljúft og skylt að láta aila menn njóta verðugrar við- urkenningar utn alt það gott sem þeim er gefið og gefa, eins ógeðs- leg er mér öll skrumborin mannadýrk- un. Tækist mér með- línum þess- um, að koma inn í einhverra huga, sem aldrei hafa hlustað á ræðu séra R. K. þó ekki væri nema forvitnis- hvöt til að ljá honum eyru, þegar hann hverfur hingað aftur, þá væri tilgangi mínum náð. Mér þótti á- nægjulegt að sjá Sambandskirkjuna troðfulla af fólki á sunnudagskvöld- ið, þvi það má eflaust teljast ó- .hrekjandi staðfestingarvottur um vinsæld og velþóknun Sambandssafn- aðar á kristindómsstarfsemi Kvarans hjónanna í síðstliðin fjögur ár. Þetta bar að gjöra, en hitt má ekki ógjört láta : að nota jafnvel betur en áður þjónustu hans þegar hann kemur aftur. Þó mér hafi- ekki auðnast að “finna mig á guðsveg- um” með i Kvarans'-ihjónunum, þá samt fylgir þeim alla leið til Islands og allan tímann sem þau verða burtu héðan hlýir hugstraumar ■ hjarta míns. Leiði drottinn þau heil á húfi hingað til okkar aftur 51. Á. H. ---------x--------- Breytiþróun lífsins á jörðunnni. eftir próf. Joseph McCabe. Þýtt hefir S. E. (Fyrirlestur sá er hér birtist, er einn af fjórum er prófessor McCabe flutti í fyrirlestrarsal Manitobahá- skólans nýlega. Prófessor Mc- Cabe hefir verið fyrirlesari við Col- umbiaháskóLann og fleiri háskóla. Hann hefir ferðast mikið og til Astra- liu og Nýja Sjálands og S. Ameríku hefir hann að minsta kosti þrisvar sinnum ferðast í þarfir vísindanna og flutt fyrirlestra um leið. Hann er höfundur 7Q bóka. sem um ýmis- konar visindaleg efni fjalla og þýtt he/ ir hann um 50 bækur. Hann hefir um langt skeið skrifað greinar vís- indalegs efnis í mörg ensk tímarit. Ojg þegar Englendingar reðust í að gefa út “Outline of Science” (Sögu vísindanna í aðaldráttum) mælti rit- höfundurinn og sagnfræðingurinn H. G. Wells með prófessor McCabe, sem álitlegasta manninum til þess að skrifa og hafa umsjón þess mikla ritverks með höndum; hefir hann og skrifað meiri hluta þess. Til Winnipeg kom hann frá Chicago, hafði hann á stuttum tima hald- ið þa.r 40 fyrirlestra. Fyrirlestrar hans hér nyrðra vorú svo vel sóttir að salurinn var troðfullur öll kvöldin heilli klukkustund áður en fyrirlest- urinn hófst og hundruðir manna urðu frá að hverfa. Prófessor McCabe er belzti talsmaður breyti- þróunar kenningarinnar í brezka. veldinu. Háttvirti fcgseti og vinir:— I þeim fyrirlestrum sem eg hefi lofast til að flytja á þessum stað, hefi eg hugsað mér að rekja í aðaldráttunum breytiþróunarsögu lífsins á jörð vorri. Það eru sem næst 60 ár síðan DarvVin Vakti athygli manna út um gjörvallan beim á þessu efni. Hafa megin- reglur breytiþróunar kenningar hans. í þau 60 ár sem síðan eru liðin, ver- ið notaðar við leitina eftir öllu er vér með sanni vitum nú um heiminn. Það eru ekki að eins stjörnurnar og ja.rðlögin, dýrin og blómin, sem því breytiþróunar lögmáli hlýta; trú- málin, stjórnmálin, hugsjónirnar og allar þær þjóðfélagsstofnanir sem vér berum nokkur kensl á, eru því einnig háðar. Það verður ekki bent á einn einasta hlut í alheiminum, sem þetta lögmál snertir ekki. Jarð- skorpan, sem vér reisum vorar veg- legu borgir og býli á, geymir í skauti sínu miljónir leifa. af fyrir- rennurum vorum á þessum hnetti. Stjörnurnar sem í þúsund-miljóna.- tali lýsa svo dásamlega upp festing- una hafa verið rannsakaðr af mik- illi ástundun og þolinmæði. Og alt hefir það sömu sögu að segja. Breyti þróunarsagan er rauði þráð- urinn í hverjum hlut stórum og smáum í alheiminum og hver hlutur krefst meira að segja, að sú saga hans sé skýrð. Af þessu virðist það eðlilega leiða, að allir vísindamenn heimsins, sem eitthvað kveður að, eru talsmenn breytiþróunar kenningarinnar. I síðastliðinn 20 ár, hefir enginn sér- fræðingur, í þeim 8 vísindagreinum sem breytiþróunarkenninguna snerta, verið í minsta vafa um sann- leiksgildi hennar. Eg kom hingað eins og leið lá frá Bandarikjunum (serrj einhver gárungi hefir kallað “ríki myrkranna’’ að því er visinda- legan áhuga snertir); varð mér það einnig ljóst, að þar er sleitulaust unn- ið að útbreiðslu bóka og rita, er skað- legar eru heilbrigðri hugsun. I sumum af þeim bókum er kent, að breytiþróun lífsins sé enn ósönnuð. Þetta er sú kórvilla, sem verður að andmæla. Eg skoraði á Mr. McCready Price í London og Dr. Riley í Bandaríkjunum, að nefna einn sérfræðing í visindum, sem síð- astliðin 20 ár, hefði haldið þvi fram, að breytrþróunarkenningin væri ó- sönnuð. Hvorugur þeirra gat það, eins og við var að búast. I bókum sínum benda. þeir á nöfn háskóla- kennara, sem fyrir tugum ára eru komnir undir græna torfu, þessu efni sínu til sönnunar. I annan stað benda þeir á nöfn ma.nna, sem at- hugasemdir hafa einhverntíma gert við ýms sannanaatriði, en sem að öðru leiti eða í meginatriðum öllum hafa verið breytiþróuninni samþykk- ir. Með þessum ósönnu og í sjálfu sér fávíslegu staðhæfingum í ræðu og riti„ er reynt að glepja mönnum sýn. I viðureign (kappræðu) okk- ar Dr. Riley’s, gerði hann eina til- raun til að benda á núlifandi vj.s- indamann sem teldi breytiþróunar- kenninguna ósannaða. Va.rð pró- f-ssor Millikan fyrir þeirri upphefð að vera borinn fyrir þvi. Mr. Milli- kan er eðlisfræðingur og hefir lít- ið látið eftir sig sjást um breytiþró- unarkenninguna, en þó nægilega •niikið til að sýna, að hann er tals- maður hennar en ekki andmælandi. Orðin sem Dr. Riley hefir eftir hon- um eru fölsuð. Niðurstaðan verð- ur því þessi: Tugir þúsunda af sér- fræðingum í vísindum eru sammála kenningu D.a.rwins um breytiþróun. Á móti henni er séra Riley, sem það hefir mest til sins ágætis unnið um dagana, að sí-tönglast á löngu úr- eltum og uppdöguðum prestabábilj- um. Eg veit að Canadamenn eru gæddir nægilega mikilli kýmnisgáfu til þess, að geta dæmt sjálfir um hvor málsparturinn sé líklegri til að vera nær því sanna. , Að vera, nokkuð sérstaklega að gera sér far um að sanna að breyti- þróun eigi sér stað er óþarfi. Eg mætti alt eins vel byrja á því að færa rök að því að jörðin væri hnöttur; eins og þið vitið, er fólk til i Banda- ríkjunum sem enn þá ber á móti því. En það er tímaeyðsla að vera að tala um svona. hluti. Eg kýs mér heldur þá leiðina, að lýsa fyrir ykkur og útskýra um leið með mynd- um þróunar sögu lífs- ins á þessari jörð í aðal atriðunum. Þær myndir sem brugðið verður upp fyrir ykkur, sanna á sama tíma. lögmál Darwins. Þúóunarsaga lífsins rfcrður ekki án þess lögmáls sögð eða skilin. Þa.ð- er fyrst þeg- ar það alheims lögmál er fundið, að sú saga skýrist. Hefi eg því stund- um sagt og hika ekkert við a.ð halda því fram, að uppgötvun breytiþró- unarlögmálsins sé stærsta sigurför allrar vísindastarfsemi. Um uppruna lífsins á jörðinni vita menn ekki enn svo mikið, að vísindalega hafi nokkru verið sleg- ið föstu um það. En margar bæk- ur hafa á síðustu árum um það efni verið skrifaðar. Og með óvið- jafnanlegri skarpskygni og ná- kvæmni hafa. sterkar líkur verið færðar fyrir uppruna lífsins. Lífsfrum an er ekki álitin að hafa myndast öll í einu, heídur smátt og smátt í heit- um sjónum. Jarðskorpan hefir -hlotið að fara í gegnum hreinsunar- eld ef svo mætti að orði kveða mikilla kemiskra breytinga svo miljónum ára skiftir áður en lif gat byrjað að koma fram. Verð eg hér að láta nægja. að visa til hinnár nýju vis- indagreinar, lífefnafræðinnar, (bio- chemistry) er skýra grein gerir. fyr- ir öllu þessu. En þegar nú litið er á þetta jafnframt því, a.ð breytiþró- < unin er alheimslögmál, er þetta senni legasta skýringin á uppruna t lifsins, að það hafi fyrir sífeldar breytingar á efnum þeim er það kemur fram í smátt og smátt mynd- ast unz það varð að fullkominni frumu. Sú þróun er ekkert ólík- legri, en breyting sú í þroska áttina. sem siðar hefir orðið á frumunni. En um þetta atriði skal ekki frek- ar fjölyrt. Og til þess að komast þangað í sögu rninni, er visindaleg- ar sannanir eru fyrir hendi, verður að hlaupa yfir helming allrar Jjreyti- þróunarsögu lífsins á jörðunni. Svo hundruðum miljóna ár.a. skiftir koma engin dýr fram á jörðunni mjeð beinum eða skeljum sem steinrunnið geta í elstu jarðlögunum. Samt höf- um við nú æði nákvæma vitneskju um hvernig eða í hvaða átt breytiþró- un þessara elztu vera hefir stefnt, af dýra og jurtalífi því er síðar varö til og er enn til á jörðunni. En eg ætla, að sneiða hjá því í fyrir- lestri þessum, sem á getgátum eða likum er bygt. Eg kýs mér held- ur eftir þenna inngang, að byrja söguna þegar þar er komið, að nægð steinrunninna leifa. af jarðar- búum er til staðar að sanna hann með. En þegar þar er komið, er raunar komið aftur í miðja sögu lífsins á þessari jörð. Og samt eru þá ekki komin fram önnur dýr en lægstu tegundir fiska. Ormar marglittur og krossfiskar voru þá æðstu skepnur * jarðarinnar og lifðu í sjónum; á þurlendi var þá ekkert líf. Auðvelt þykir nú að ákveða ald- ur jarðlaganna og er margt því valdandi. Sem dæmi skal geta þess, að málmur sá er úranium nefn- ist, verður með tíð og tima a.ð blýL Nú finst annaðhvort þessara efna vanalega einhvtrstaðar i jarðlögunum Blýið er alt til orðið af uppleystu úraníum. Og upplausn þessa efnis vita menn nú hvað langan tíma kref- ur. Á þenna hátt er aldur jarð- laganna fundinn hvort sem þau eru grunt eða djúpt í jörðu. Og af leifum dýra sem í jarðlögum hafa fundist, er þá einnig hægt a.ð ákveða. aldur þeirra. Og þegar svo er haldið lengra áfram athugunum á jarðlaga- mynduninni, er einnig hægt að fara nærri um hvenær líf kviknaði fyrst á jörðunni. En síðan ætla nú flestir vísindamenn að séu um það ein biljón ára. Og eftir helming þess ógnar tima var lífið ekki orðið fjölskrúðugra. en það, að marglitt- an og krossfiskurinn voru öndvegis- höldar eða aðall lifsveranna á jörð- inni. Yfirborð jarðar hefir ávalt ver- ið breytingum undirorpið. Lífið hefir einnig verið sifeldum breyting- um háð. Ekkert færir oss ljós- ara heirfl sanninn um breytiþróun lífsins, en breyting sú er sífeldlega hefir átt sér stað í umhverfi því, er lífsver^n hafðist við í. Það er með öðrum crrðum ytri aðstæð- urnar sem eru orsök breytiþróunar- innar. Lífsveran hefir upphaflega alt að er£ð þegið. En erfðinni hef- ir einnig fylgt hæfileikinn til að breytast. Þær lifsverur sem þenn- an eiginlegleika hafa af skornum skamti, deyja. út. Ef þær geta ekki breytt eða lagað sjálfa sig eftir ytri aðstæðum,.. eru þær dauðadæmdar. Þetta fagra og undursamlega við líf- ið, að það rís stig af stigi þar til að það er orðið áð hugsandi og skapandi veru, skýrir því ekkert bet- ur en breyting hinna ytri aðstæða. Sú mikla breyting verður á yfir- borði jarðarinnar þegar sögu minni er hér komið, að landið ris úr sævi og þurlendi fer að myndast. Svo öldum skifti ha.fðist lífið við í sjó. Ykkur þykir ef til vill fróðlegt að heyra, að einn af þeim landshlut- úm sem úr sævi reis á þessum um- rædu timum, var Canada. Og út úr því rísa fleiri landshlutar hægt og hægt eftir því -sem aldirnar líða, og lífinu opnast nýr heimur. En við það verða. vissir hlutar sjávarins of þéttbygðir Ifsverum. Kjötæt- ur allar á*tu J>* auðveldara með að ná í bráð sína, enda urðu þær risa- vaxna.r á þessu tímabili. Alt seni lífi vildi halda, varð nú að fara að hreyfa sig. Sundfimin er það eina sem bjargar lífinu, enda verða nú fiskar til. Auðvitað voru þeir mjög einföld tegund fiska og bein- lausir. Beinfiskar koma svo síð- ar til sögunnar, og eru þeir afkom- endur hinna. fyrstu ófullkomjnu fiska. Þróunarsaga fiskanna, er eins og þróunarsaga annara. dýra, í algerðu samræmi við lögmál breyti- þróunarinnar. Nú fer lifið einnig brátt að haf- ást við á þurlendi. Ymsum plönt- um sem í sjó döfnuðu áður fer nú að skjóta upp á votlendi og mýrum meðfram sjónum. Mosar og burknar koma nú i ljós. Eg vil biðja ykkur að muna það, að nú er eg að segja frá því, sem fornleifar af lífinu á jörðinni greina frá, og er veruleiki, en ekki getgátur. Ann- að verð eg einnig að biðja ykkur ,a.ð hafa hugfast. Jurtalífið á þess- um elztu timum, skýrir oss frá því, að þá hafi verið svo heitt á jörð- inni, að loftslagið var ekki ósvipað því sem nú er í hitabeltinu, ekki að eins á vissum stöðum, heldur heimskautanna milli. Enginn vetur, snjór né is neinstaðar. Loftið var meina. að segja þrungið af kol- sýru. Það var svo óhreint, að engin núlifandi vera hefði getað haldist við í því. Þetta tvent, ó- slitið sumar og nægilega mikið a.f kolsýrulofti, var einmitt það sem þessar fyrstu jurtategundir þurftu með, enda döfnuðu þær svo, að mosarnir og burknarnir urðu að skógi, sem þakti mest alt þurlendi þeirra tíma. Kolin $em nú er verið að grafa úr jörðu, eru þessir sömu .skógar í annari mynd. (l Jurtalífinu fylgdu skorkvkindi og 'höggormar upp á þurlendið og döfn- uðu vel í hinum miklu kolaskógum. En miklu mikilsverð.a.ra spor var stigið, er viss tegund fiska yfírgaf sitt forna heimkynni sjóinn, og fór að hafa ofan af fyrir sér á þurru landi. Það getur nú verið, að þeim sem litið ha.fa ferðast, eða vís- dóm sinn hafa úr ræðum og ritum prestanna finnist þjóðsögu bragð að þessu. Eigi að síður er það sann- leikur, að það eru þann dag í dag fiskar til með lungum. Eg hefi með mínum eigin augum séð þá í Astraliu, og í Afríku og Suður- Ameríku eru fiskar með tveimur lungum. Þeir lifa helming tímans ; i vatni og anda þá með tálknunum. En vatnið þornar upp á sumrum, grafa þeir sig þá í leirinn og anda með lungunum eins og við gerum. Af steingerfingum sem fundist hafa af þessum fiskum, vitum við að þeir hafa verið til á þeim tíma, er eg er nú kominn a.ð í sögu minni, og þeir eru auðsæilega hlekkurinn í þeirri keðju, sem tengir saman lífið í sjón- um og lífið á þurlendinu. Þur- lendið reis hærra og hærra, og vötn mynduðust í dældunum og voru full af fiski. Þegar vatnið þornaði upp í dældunum, fórst að visu urm- ull a:f fiskinum, en eigi að síður gat nokkuð af honum lagað sig svo eftir aðstæðunum, að þeir komust lífs af, og úr tálknum þeirra urðu lungu smátt og smátt og sigruðu ’ þeir þannig þessa þraut, að lifa, á þur- lendi. Suður-Afríku fiskurinn hefir ekki a?( eins tvö lungu, heldur hefir hann einnig útlimi, sem auðsjáanlega skýra breytiþróunina til ferfætlinga. Fiskur þessi syndir ekki. Hann gengur á vatnsbotninum. Uggar hans eru svipaðastir gangstöngum þeim sem börn leika sér með. Þeir eru hálfir orðriir að fótum. Er það auðsæilega næsta sporið til þess að verða að fullkomnum ferfætlingi. Þetta láðs og lagar dýr va.rð að froski. Froskdýrið va?ð nú að konungi dýranna á jörðinni á kola. og skóga tímunum. Ut úr því verða svo til risa.vaxnar eðlu tegundir og sala- möndrur fjögra til fimm feta lang- ar sem skvampa um mýrarnar og votlendið í skógunum. Sumar hætta aJgerlega að lifa í sjónum og verða loks að skriðdýrum. En þróun dýralífsins er enn ótrúlega hæg- fara. Tveitn-þriðju þróunar sög- unnar er lokið þegar heimskustu og lægstu skriðdýr koma fram á sjónar- sviðið. Og nú varð feikna mikil breyting á loftslagi regluleg bylting í náttúrunni. Nú varð isöld. Með spekingssvip skemta eldri mtnn sér stundum með því áð segja æskumanninum frá þvi, að það sé ekki til það lögmál i náttúrinni sem býlting heitir, heldur framþróun. Sannleikurinn er sá, að flest af því, sem lyft hefir Iífinu á hærra stig, er það sama o,g jarð- fræðingurinn kallar byltingu, er

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.