Heimskringla - 03.02.1926, Qupperneq 5
WlNNIPEC, 3. FEBR., 1926.
HEIMSKRINGLA
6. BLAÐSÍÐA.
ÞJER SEM NOTIÐ
TIMBUR
K A U P I Ð A F
The Empire Sash and Door
COMPANY LIMITED
Birgðir: Hlenry Ave. East. Phone A 6356
Skrifstofa: 5. Gólfi, Bank of Hamilton
VERÐ GÆÐI ÁNÆGJA.
OH
Haldið peningum yðar í Winnipeg
Cooperi Institute
of Accountancy
AUGLYSA fyrirlestra og heimanáms
kenslu í
Bókfærslu
Og
Kaupsýslustjórn
með sérstökum lexíum í
Kornverzlunarbókfærslu
Kensla byrjar næsta miðvikudag kl. 8. síðd.
nemendur geta notið kenslu eitt eða tvö kvöld í viku
Komið skrifið eða símið A 3507
eftir skilmálum.
301 Enderton Bldg., 334 Portage Ave., við Hardgrave
WINNIPEG,
Eavid Cooper C.A. Pyrirlesari
CIERGES-SKRÝDD
HitS allra nýjasta af skrýddum kert-
um og án efa lang listfengasta.
Snotur 24 þml. “Longfellow” kerti,
lítiS eitt uppmjð.
Mjúkar nýjar litskygglngar, sem hrífa
og töfra.
LITIRt
Sólrauö, Blá, Gul, Bleik, Rósrauö,
Jade Græn, Orange.
75c FARIÐ
Þessi nýju kerti ætti aö nota í mjög
gamaldags stjökum — 3 þml. háum.
Vér höfum þá ágæta silfraöa á.
$3<00 PARIÐ
Dinqmall’s
PORTAGE OG GARRY
WINNIPEG
BLUE RIBBON
Bakinú Powder
l >
Why pay high prices for
Baking Powder when a
One Pound Tin
of Blue Ribbon—the best
Baking Powder made can
he bought for
ptRö%
Blue Ríbbon is made
by the same Company
that packs the f amous
Blue Rifobon
Tea and Coffee
ð
í
S Ml<
Fyrir bænastað nokkurra vina blaðsins.
Eftir Guttorm J. Guttormsson.
Yatnaminni.
Vatnabygð! þótt björg um þrotni,
Batnar af þínu hreina vatni
Öllum harmnr; í hríð og stormi
Huggun er Ijós í vatnagluggum.
Fegurð blárra vatnavoga
Var hin fyrsta allra lista.
Sálin, hennar faðmi falin,
Flosnar ei upp af vatnakostum.
Þegar sjónin þarf að mæna
(Það er siður) út og niður,
Hlægir mig að iiimnaspegill
H,ér á jörð, er sérhver fjörður.
Þar er framast sælusumar.
Sérhvern glaðan dag í baði ,
Mynda kyngi, töfra tungu
Túlkað af öldusilkistúlkum.
Voldugir eru vatnagaldrar,
Vatnatöfrar himinjöfra
(Þeirra hirðir heiminn varða,
Húmi tæma gjörvalt rúmið) ;
Fyrir bakka sólir sökkva
Sér í kaf og geislum stafa.
Ljóssins dýrð og veldi verða
Vatnáföll að silfurhöllum.
Voldugir eru vatnagaldrar,
Vatnatöfrar himinjöfra:
Tandrauð afturelding kyndir
Eld í hyl og straumaspili,
Aftansólin myndir málar
Mjúkum lit á bláa dúka,
Blika, undir ópalþoku,
öldubök á sumarkvöldum.
Vatnaguð og veðradrottinn
Vaki yfir krystalþaki
Djúpra vatna víðra botna,
Valdi mildir hlífiskildi!
Aldrei haglið himnaspeglum
Hríni á, en regnið skíni!
Þar á ströndum þrumutundra-
Þrymgjöll veki galdraspeki!
Galdraspeki guða, vaki,
Gangi í kring með sjónhverfingar!
Sjónarvillur, sem vér köllum,
Sjáum eru í raun og veru
Dags og nætur dularhugsun, ,
Dýrust ljóð og æfintýri,
Endurskin og undramyndir
Annars heims — hins rétta og sanna.
Ort í skóla.
Dagur frá morgni er námskeið til nætur ,
Nóttin er framhald með stjarnanna glætur,
Tunglskin og norðljósa tindrandi vönd.
Dagurinn líður, sem kvikmynd, að kveldi,
Kjarni hans máls er ritaöur eldi,
Hvar sem við skýrum og skynjandi augum
Skyggnum um himinn og lönd.
Finnifm, nemum með næmum taugum!
Morguninn hrindir ei skuggum í skyndi,
Skugga hann sendir af lundi og tindi.
Sólin um hádegi lýsir oss lengst.
Þó var það einatt að sál vor sá við
Sólglaða birtu ljóss, sem var dáið,
Það sem í lifandi ljósi dulið
Lá, þar sem útsýn var þrengst,
Alteins og væri það húmi hulið.
Lýsa oss vitar, sem kvöldið kyndir
Kvöldroðans eldgullnu purpuralindir
Himininn mála, unz húmar að.
Sólroð, er hefst upp úr sálardjúpi.
Sviftir af veröld hins innra hjúpi
Myrkur og þokuskýs og skugga;
Skín ihn í himinn það
Eins og ljós út um guðshússglugga.
Förum til náms inn í huliðsheima,
Himininn opnum og nýja geima!
Sálin á væng þar sem svefninn er.
Alt, sem við nemum, er efni í drauma,
óljósa hugmynd um lífsins strauma
Sveipaða, lengra en loftin blána,
Lengra en hugurinn sér,
Birtu ljóss, jafnvel ljóssins dána.
Ný íslenzk þjóðsaga,
Til Winnipeg upp uni vegi,
Sem voru’ ekki hér né þar,
Hann ætlaði á einum degi
Að utan frá Sandy Bar.
Þar stóð hann á storðu frægri
Og steig í sinn vinstri fót,
Tók fram fyrir hann ’inn hægri
Svo hart sem flýgi spjót.
Svo hlaut hann ferðina að hefja
Og hlaupa sem nú skal sýnt.
Hann ætlaði ekki að tefja,
Því erindið var svo brýnt;
Og áfram og áfram hélt hann,
Bem andi skilinn við lík.
Og hundur, sem ætlaði að elta ’ann,
Varð eftir í Breiðuvík.
Og ár og lækir á leið hans
Var líklegt að hefta ’áns för,
En þraut sem á bökkum beið hans,
Hún bara jók hans fjör,
Og var ekki áð varpa öndu
Af vandræðum hetja slík!
Með stuttu stéli, en þöndu
Hann stökk yfir Netley Creek.
Af fótatökum svo fljótum,
Sem framast á hann kaus,
Hann sýndist á fjórum fótum
Þar fljúga vængjalaus.
Hann rann fram af Rauðár hakka
Og risti djúpt í bað,
Og án þess á ánni að smakka
Komst yf’rum og svo af stað.
Og Rauðskinnar ruku’ út úr tjöldum,
Við Rauðár vatnagang,
Og sáu þá upprísa af öldum
Hinn ókunna ferðalang.
Þeir héldu, er hlaupagestur
Var hverfandi þeirra sjón,
Að væri það vatnahestur,
Sá vondi, eða ljón.
Og Rauðskinnar riffli sér náðu,
Sem rotaði ef hann sló,
Og káinn nissisin kváðu
Og kölluðu: Víttígó!
Og búnir að bana gaupum
Og björnum á ýmsan veg,
Þeir skutu á hann, sem á hlaupum
Fór harðast til Winnfpeg.
Hann heyrði að baki sér braka,
Og byltu fær eitthvað þar;
Og fimtíu faðma til baka
Hann fer til að sjá hvað það var. —
t kúlunni var þessi kliður
Og kom af því henni var sáð,
.Tá, hún hafði hnigið þar niður
Og honum ekki náð.
o
(D
Hveitisamlagið.
Samvinnumálin á bœndaþingimi.
Hi?S 23. Arsþing- U. F. M., sem
haldið var í Brandon 12—15 þ. m.
mætti að réttu Iagi nefna^ samvinnu-
þing, og stjórnarnefnd U. F. M. á
miklar þakkir skilið fyrir að hafa
útvegað einn fremsta fræðimann í
samvinnumálum til að skýra sögu
hagfræði og mannfélagslegt og sið-
fræðilegt gildi samvinnuhreyfingar-
innar.
Prófessor Fay flutti fjögur erindi
á þinginu í þessari röð: England nú
á dögum og fyrir 100 árum síðan.
Samvinna jarðyrkjumanna, allsherjar
samtök, Samvinnufélagsskapurinn og
sveitalánin; Fræðslusamtök um
sveitamálin.
I (yrsta erindinu fór próf. Fay all-
mörgum orðurn uin iðnaðarhrun og
þa.r af stafandi fjármálavandræði er
fvlgdu Napoleonsklt styrjöldinni; um
óánægju og umbótakröfur alþýðunn-
ar út af fjárhagsástandinu, er
lyktaði nieð stjórnarfarslegum breyt-
ingurn og stofnun iðnaðarmanna fé-
laga og samvinnukaupfélaga.
í öðru erindinu, henti próf. Fa.y á
að hið mikla gildj, ^amvinnufélags-
skaparins væri ekki eingöngu innifal-
ið í fjársparnaði með bættum rnark-
aði, heldur og líka. að bættur mark-
aður hefði aukið framleiðsluna, en
hvorttveggja bætt lífskjör nianna og
búskaparaðferðir. Hann áleit að
samband ætti ávalt að vera á milíi
þeirra sambanda. er vinna að endur-
bótum á búnaði og samvinnu kaup-
félaganna, er heimtuðu hærri vöru-
gæði og meira vörutnagn.
I fyrirlestri sínum um Samvinnu
og sveitalán, lagði prófessor Fay
aðal áherzluna á grundvallar nauð-
synina í því að gjöra akuryrkjuna
arðberandi . Sveitalánin væri
aukatriði, því að aðal tilgangur lán-
veitinganna væri sá að opna vegi
fyrir bændtir, að ná meiri arði a.f
búskapnum.
Hinar stuttu lánveitingar taldi
hann ekki eins æskilegar, eins og
peninga verzlunina setn samvinnu-
fyrirtækin hefðu komið á fót. Sam-
Lags borganirnar til dærnis hafa
gjört peninga verzlun mögulega árið
um í kring.
I loka fyrirlestrinum lagði próf
Fay niður þessar fjórar meginregl-
ur fyrir samvinnu félagsskapinn.
1. Hvorki leiðtogar eða félags-
menn Samvinnufélagsskaparins ntega
kvika frá því að standa einarðlega
með félagsskapnum. Þeir verða
að gjöra hann að ákvtðnu lífstak-
marki sínu.
2. Flokka pólitik má aldrei koma
nálægt samvinnufélagsskapnum.
3. Uppfræðingu um þessi efni
rná aldrei linna.; en jafnt og stöðugt
minna á hugsjónina sem í félags-
skapnum felst.
4. Forgöngumenn og félagar
verða sjálfir að hafa. trú á þessu
málefni.