Heimskringla - 10.02.1926, Blaðsíða 4

Heimskringla - 10.02.1926, Blaðsíða 4
4, BLAÐSlÐA. \ WINNIPEG. 10. FEBR., 1926. HEIMSKRINGLA Hdmskringla (SH.fnu71 1886) Kemor fkt A hverjam mlflvlkndegrl. EIGENDl'R: VIKING PRESS, LTD. 653 ojc 855 SARGE\T AVE., WISKIPEG, TMÍsiml: \-6537 ^ Verí blatSsins er $3.00 Argangurinn Wbrg- ist fyrlrfram. Allar borganlr sendist THE YIKING PREES LTD. SIGPÚS HALLDÓRS írá Höfnum Ritstjóri. JAKOB F. KRISTJÁNSSON, Ráðsráaður. 1'tnnAxkrlft tll blntlnlna: THB VIKING PRESS, I.td., Box 8105 UtnnAnkrlft tll rltMtjOranu: EDITOR HEIMSKRI9|GLA, Box 3105 WINNIPEG, MAN. “Helmskringla !s publlshed by The Vlklnx Prenn Ltd. and printed by CITY PRINTING & PUBLISHHfG CO. 853-855 Sarxont Ave., Wlnnlpegr, Man. Telephone: N 6537 \ ........ ■■■■■ ■ ' ■— WINNIPEC, MAN., 10. FEBR., 1926. Nyárskveðja til íslands. Sendiherra Bandaríkjanna í Kaup- mannahöfn, er Mr. Prince, stórgáfaður málfræðingur og lærdómsmaður. Hann er einn af mörgum fr^múrskarandi and- ans mönnum utanlanas, sem , heillaðir hafa orðið af norrænum'fræðum, og þó* sérstaklega íslenzkum, og hann er einn af fáum útlendum mönnum í veröldinni, sem tala íslenzku fullum fetum. Á gamlárskvöld ávarpaði h^inn íslend- inga, frá Kaupmannahöfn, og var ræðu hans víðdreift um ísland, gegnum ensk- ar og þýzkar varpstöðvar. Ávarpið var á íslenzku, * og fer hér á eftir (þýtt úr dönsku blaði): “Þetta er í fyrsta sinn að amerískur sendiherra lætur til sín heyra á íslandi, og eg er stoltur yfir því að vera þar braut- ryðjandi. Fyrst flyt eg íslendingum *nýársóskir frá hinni ameríkönsku þjóð. Það er mín eigin ósk, og einnig ósk hinnar ameríkönsku þjóðar, er eg viss um, að ísland megi aukast að velgengni, árið 1926, og sjá allar vonir sínar rætast. Eg vona, ásamt yður á íslandi, að sá bati í fjármálum og verzlun, sem byrjaði svo vel árið 1925, megi haldast á kom- andi ári, og samkvæmt þeim fregnum, sem borist hafa sendisveit vorri, er fylsta ástæða til þess að ætla að þessi ósk nái að rætast. Þrátt fyrir það að á íslandi yðar hafa aldrei búið fleiri en 100,000 manns, þá eruð þér samt sérstök þjóð, eigið mál og bókmentir, sem mikið hefir látið til sín taka í Veraldarsögunni, og þjóðar- skap eigið þér, sem erfitt yværi fram úr að fara. Þrátt fyrir það að níu tí- undu hlutar af yðar fagra landi er eyði- mörk fjalla, jökla og hraunbreiða, sem liggur á norðlægum, ómildum stað, og æðandi haf skilji það frá næstu löndum Norðurálfunnar, þá hafið þér, frá byrjun þjóðlífs yðar, fyrir meira en þúsund ár- um síðan, verið þjóð, gædd hinni æðstu andlegri menningu, með bókmentir sem ganga næst bókmen^un Forn-Grikkja bæði að vöxturn og ágæti. Það er al- kunnugt, eins og fornvinur minn, Bryce lávarður, sagði eitt sinn, að hvergi ann- arstaðar — á svo óbrotnum og frum- stæðum tímum — náðu menn því há- stigi snildar í skáldskaparþróttj og fram- setningu. Vér Ameríkumenn erum í skuld við . yður; mestu skuld, sem land getur kom- ist í við annað; því yér viðurkennum afdráttarlaust, að hinir djörfu landaleit- Armenn yðar, fundu fyrst land vort, þótt allar tilraunir til bólfestu mistækjust að vísu. Fyrirrennari minn hér í Dan- mörku, Dr. Rasmus Andersen, varð'fyrst- ur manna til að koma Amefíkumönnum í skilning um það, að ekki er nóg með að íslenzkar fornhetjur yrðu fyrst til þess að finna Ameríku, heldur einnig um þá staðreynd, að sennilega afréð Colum- bus hamingjuför sína, er hann kyntist íslenzkum heimildum, þótt flestar ver- aldarsögur þegi um það atriði, og að afrek landaleitarmannanna íslenzku var því ekki alveg unnið fyrir gýg, eins og einstaka sagnritari hefir leitast við að sanna. Þess vegna er mér, þegar eg ávarpa yður í kvöld, sem eg í raun og veru sé að ávarpa allra fyrstu ættar- storð föðurlands míns. Eg get bætt því við, að stjórnmála- saga yðar tengir oss enn fastari böndum, því að í nær fjórar aldir er lýðveldi yðar eina lýðveldið í heiminum; alveg ein- stakt lýðveldi, af því að stjórnin var öll falin í fáeinum þingbúðflm, og þaðan var skipulagi haldið á mjög ítarlegri og réttlátri löggjöf, en framkvæmdarvaldið að megtu lagt í hendur málsaðila sjálfra. Fullkomið sjálfstæði íslahds, sem sér- staks konungsríkis, hefir alls ekki haft nein áhrif í áttina til þess að slíta vin- samlegu sambandi, heldur þvert á móti orðið til þess, að auka skilning manna á báðum, meira en mögulegt hafði ver- ið talið fyrir tuttugu árum síðan. Þér hafið sannað, að friður og framþróun þrífast bezt á grundvallaratriðum frelsis ög sjálfstjórnar, og þetta sannar einnig hin trausta skapgerð íslenzku innflytj- endanna, í Bandaríkjunum og Canada. Eg reyni að ávarpa yður á yðar gamla fagra máli; það hefir ávalt heillað og töfrað mig ósegjanlega, sérstaklega þeg- ar eg var að kynna mér vora eigin eng- ilsaxnesku. Eg nota tækifærið til þess að kveðja vini mína, forsætisráðherrann Jón Magn- ússon og frý hans; hr. Svein Björnsson, fyrverandi sendiiherra í Danmörku og hr. Kristinn Ármannsson og frú hans. Hinn síðhstnefndi kendi mér það lítið sem eg hefi numið í íslenzku, og eg er honum þakklátur fyrir að hafa komið mér í færi við nútíðarmálið, og hinar þróttmiklu og dýrmætu nýrri hókment- ir. Eg vona að eg nái til allra þessara vina svo að þeir megi heyra mál mitt. Einhverntíma vonast eg eftir því, að mér veitist sú unun, að heimsækja land yðar, og heilsa þar þessum og öðrum vinum. Megi þau djúpu og stöðugu áhriif, sem þér, ásarrit öðrum norrænum þjóðum, hafið haft bæði á austræna og vestræna menningu í Norðurálfunni, að eilífu verða starfandi að framþróun heims- menningarinnar. Eg óska þess innilega, að ætíð gangi íslandi vel, og að land yðar og þjóð megi aukast að þroska, eftir því sem aldirnar líða. — Alþjóðasýning kvenna verður haldin í Chicago í vor. • í tilefni af þVí hefir Heimskringlu borist bréf frá íslendingafélaginu Vísir í Chicago, sem hljóðar’á þessa leið: Kæri vinur! Vér vitum að þér berið fyrir brjósti starfsemi amerískra Islendinga í Barída- ríkjunum og Canada, og snúum oss því til yðar, með bæn um að vera þessu fé- lagi innan handar, með alúð og samúff. Vísir, félag íslendinga í Chicago, er nú á öðru árinu, og hefir gehgið sæmi- lega vel, að fá landa til samvinnu. Frá stofnun Vísis, höfum vér trúað því, að Chicago hafi meira að bjóða en flestir aðrir staðir, til þess að ráðast í fyrir- tæki, sem gætu kynt betur land vort og ’þjóð, vorum amerísku bræðrum, sem yf- irleitt eru högum vorum gersamlega ó- kunnugir. Eitt slíkt tækifæri hefir ný- lega boðist, og Vísir hefir ákveðið að taka því,----það er efni bréfs þessa. Önnur alþjóðasýning kvenna verður haldinn hér í Chicago í næsta aprílmán- uði. Hin fyrsta var haldin fyrir ári síðan og hepnaðist vel. Þó er vonast eftir að þessi verði bæði meiri og 'betri. Sýningin verður haldin undir umsjón The Chicago Woman’s City Club. Forfetöðukona þessa félags er Mrs. Josephine Bowen, ein helzta kona í félags og bókmentalífi borgarinn- ar. Mrs. Medill McCormick (dóttir fyrv. ölungaráðsmanns Marcus A. Hanna), er ein af aðal ábyrgðarmönnum sýning- arinnar. Þetta árið á að leggja alla á- herzlu á að sýna sem mest frá erlendum konum, og íslenzkum konum hefir verið boðið að skipa eina búð. Félagið Vísir hefir kosið undirritaða til þess að standa fyrir nefndarstörfum ev að þessu lúta, og nú er verið að hafa undirbúning, að safna svo til þessarar sýningar að ís- lenzkir menn og konur megi vera stolt af. Nefndinni er ljóst, að hún þarf að- stoðar íslendinga hvaðanæfa. í fyrsta lagi er kostnaðurinn við búðina $200,00, og nefndin er sannfærð um, að önaur nauðsynldg útgjöld í sambandi við þetta geti orðið svo að nemi helmingi meira. Að -vísu er þetta ekki bónarbréf um pen- inga, en vér vonum að landar vorir, hvar sem er, myndu vilja hjálpa oss, með nokkurt peningatillag til sýningarinnar. Vér vonum að þér getið hjálpað oss, annaðhvort beinlínis, eða með því að benda oss á aðra, er hjálpa vildu. En meira rfður þó á því að ná saman grip- úm til sýnis. íslenzkur fatnaður, hannyrðir, og þess háttar, sem æskilegt og nauðsynlegt væri að sýna er hér mjög af skornum skamti. Gætuð þér ekkj gjört eitthvað fyrir oss að því leyti einn- ig? Sýningargripir verða í tveimur deild- um. í annari verða gripimir, sem sýna * á { búðinni. Þá gripi verður að fá lán- aða eingöngu frá íslenzkuih heimilum í þessu landi, og ef til vill fáeina hluti frá íslandi. Enginn tollur verður lagður á gripina, ef tekið er fram, að þeir eigi að fara á sýninguna. Böggla ætti að merkja mínu nafni, og fela þá Worrran’s World’s Fair, 360 N. Michigan Ave., Chicago. Alla gripina ætti að vá- tryggja fullu verði. Nefndin tekur á sig fulla ábyrgð fyrir öruggri geymslu og afhendingu, eftir sýninguna. 1 hinni deildinni verða þeir hlutir sem seldir verða. Þeir, sem hafa gripi, er þeir vildu selja, þurfa að greiða $5.00 gjald og 20% í sölulaun. Vér vonumst eftir eins miklu sýningarefni og mögulegt er, svo að vér getum fengið starfs- kostnað borgaðann. ' Öll vefnaðarvara verður tekin, saumuð, ofin, prjónuð eða hekluð, ef verkið er vel unnið. Alls- konar aðrar kvennlegar hannyrðir verða og fúslega teknar, með sömu skilyrðum. Vér vonum að yður skiljist að þetta er yðar mál eigi síður en vort. Vér er- um mjög þakklát fyrir alla hjálp sem oss kann að veitast, og vonustum eftir svari frá yður. Yðar einlæg Mrs. W. G. Paul. Bréf þetta mælir með sér sjálft. Þess má þó geta að það er ekki stílað til Heimskringlu sérstaklega heldur til hvers eins lesanda. Að vísu er tíminn mjög stutíur, en þess meiri ástæða er til þess að hafa skjótar framkvæmdir. Allar þær konur, sem fyrir þessari al- þjóðasýningu standa eru svo merkar og vel þektar, að nöfn þeirra eru næg trygg- ing fyrir mununum, ef annars er farið að ráðleggingum þeim er gefnar eru hér í bréfinu. Islenzka kvikmyndin. ÞaS var meS töluverSri eftirvæntingu, aS eg og aSrir hér á Oak Point biSum myndanna ís- lenzku. ViS höfSum sé5 all-margt um þær skrifaS í blöSunum, og hafSi orSig skrafdjúgt um þær okkar á milli. Svo í gærkvöldi urS- um viS þeirrar ánægju a.Snjótandi, aS sjá þær. Einn af þeim, sem skrifaS hafSi um myndina, álítur aS óheppilegt sé, og landinu lítill gróSi, aS sýna þær á meSal erlendra manna og þeirra annara, er landinu eru eigi áSur kunnir. Og til þess því aS fá ákveSna eigin sleoSun á mál- inu, þá ætla eg nú að horfa á þær frá sjón- armiSi útléhdingsins. Eg er BandaríkjamaS- ur, fæddur suSur í Indíana, Texas, New York, eSa hvar sem vera. skal.annarstaSar í hinu viS- lenda rí£i. Eg er harSur og kaldur heims- maSur, með töluverSa mentun, og þá vissu að landiS mitt sé bezta land í heimi. Og þeg- ar eg lít á fegurS annara landa og menningu annara þjóSa, þá miSa eg alt vig mína eigin þjóS og land. 1 Þar er hámarkiS. ÞaS eina. sem eg vissi áSur uin Island var þaS, aS þessi eyja lægi norður undjr ishafi; þar væri kalt; þaS hefSi verið bygt af Norð- mönnum fyrir meira en þúsund árum; þar verið stofnað lýðveldi skömmu síðar og töluverð menning þrifist þar. . Svo kemur nær þús- und ára þö; n. Landið er gleymt; sumir segja að þar búi nú Eskimóar; aðrir segja að landið sé í eyði og þ.akið jökli frá fjöru til fjalls. Svo sé eg þessar myndir og heyri* þær skýrð- ar af manni, sem fæddur er í landinu sjálfu. Og hváð sé eg, og hvers verð eg vísari? Eg sé að landið er fagurt og frítt; líklega feg- ursta. landið í heiminum, að minu eigin undan teknu. Enginn getur skilið, nema hann sjái, hvernig hrika-dýrð og þýðleikur getur orðið svona sameinuð. Það er eins og guð sjálfur hafi valið þessa eyju og látið náttúruna byggja sér þar minnisvarða, ef svo skyldi fara að öll dæmis þjóð eins og Bandaríkja- þjóðina, sem á biljóna mæringa í tylfta fali og miljóna menn í þús- unda; þar sem verkleg framkvæmd er á fullkomnustu stigi. Haldið þið að það, að sýna þeim nokkra sveitabæi úr timbri, búðarglugga með skrani og annað þessháttar myndi hafa mikil áhrif á þá, eða að við týndum saman nokkra menn með penna á milli fingranna, og pípu- hatt á höfðunum, og segðum svo: Þetta eru alt frægir menn; skáld, stjórnmálamenn, rithöfundar og listamenn. Engir þessara manna eru þektir ykkar á meðal, en við vitum og segjum þá stórsnjalla menn. Bandaríkjamenn kunna að skruma. Og myndu þeir þá ekki álita okkur með sama markinu brenda? Myndu þeir taka okkur trúanlega ? Og þó þeir séu skarpskygnir; myndu þeir sjá snildina utaná þessum mönnum'? Eg efast um það. Ef eitthvað er það, sem vakið getur fjöldann af þeirri þjóð, til að hugsa og fræðast um Island, er þag einmitt landsins óviðjafnanlega stórskorna pg fjöl- ‘breytta náttúrudýrð, og ef það gæti vakið þá svo að þeir heimsæktu La-nd- ið, þá er eg ekki hræddiw um að viðkynningin við þjóðina sjálía yrði þeim annað en ánægjuefni. Eg get vorkent þeim, sem vonuðu að sjá sína eigin sveit, en sáu han-a. ekki. Eg var einn af þeim. Eg" er fæddur og uppalinn í Arnarfirði og um þann fjörð skrifaði Þorsteinn skáld Erlingsson, að séður a.f heiða- veginum, sem liggur milli Arnar- fjarðar og Barðastr. væri hann feg- ursíi bletturinn sem hann hefði aug- um litið. Hann hafði víða farið og jafnvel séð hinn dýrðlega Eyja- fjörð. Við erum DODD’S nýrnapillur eru bezta nýrnameðalið. Lækna og gigt, bakverki, hjartabilun, þvag- teppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan, eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllum lyfsögum, eða frá The Dodds Medicine Co., Ltd. Toronto, Ontario. Alloft hefir það borið við í sög- unni, að neitað hefir verið um kirkjur og skólabyggihgar til að ræða í mál, sem, þó að þau snertu almenn efni og daglega velgengni, þóttu ekki með öllu hæfa vissu bygg- ingarsniði. — Aðeins rúm fimtíu ár eru nú liðin síðan það þótti helgi- spell og næsta óviðeigandi, og mætti sterkri mótspyrnu í borginni Tor- onto, að setja slaghörpu í kirkju. Tæpri hálfri öld þar áður .v.a.r neit- að um skólabyggingu í borginni Philadelphití, þar sem fyrirlesari einn bjóst að tala um fr.a.mtíð inn- fiutnings. Var það viðbára skóla- ráðsins, að hefði guð almáttugur ætlað manninum að þeysast um jörð- ina með fimtán mílna hraða á kl.- svona miki! ■ stundinni, þa hefði hann gefið það börn enn þá; jafnvel þegar við erum j; skyn í heilagri ritningu. Þar sem korninn á sjötugs aldurinn, að langa ( hvergi væri neitt að finna. í þá átt, til að sýna öðrum gullin okkar, sér- j álitu þeir syndsamlegt að ræða slíka staklega ef viö höldurn að þau séu fjarstæðu í opinberri byggingu. fegurri en gullin hinna barnanna. * * * Eg get ekki lokið máli mínu án þess að minnast á myndirnar af stúlkunum. Þær eru allar elsku- l^gar; sérstaklega vasri^ mér star. Það er ekki svo langt síðan, að enn mun það vera í minnum margra lesenda Heimskringlu, að neitað var um kirkjubyggingu í íslenzkri bygð sýnt á eitt andlitið,, sérlega. norrænt, ( hér vestra, til að syngja yfir likbör- og mér duttu í hug þessi orð skálds- j Um drengs, sem þótti víst ekki 'hýs- ins: “Þessi kona kann að unna, kann að vera amþátt, drotning; en eg finn með ótta og lotning, að einnig hatrið myndi hún kunna.” Hver er lítur þetta' andlit, og skil- ur eigi að þjóðin, er þessa dóttur hef ir fætt, er norræn menningarþjóð, sá ' andi, lifandi eð.a. dáinn, í m,usteri kærleikans. Hefi eg ekkert við þetta að athuga, þar sem við lifum i landi frelsisins, og kirkjuráðið var engan veginn nauðbeygt að lána kirkjuna mót vilja sínum. En von- andi er, að þessa. tiltækis, þessa prests og ' safnaðarráðs, verði ekki hinn sami myndi ekki skilja, þótt við , minst að hálfri öid liðinni, sem sýndum honum alla okkar búðaf- glugga og öll pkkar járnslegnu timburhús. Kæra þökk, þið sem hafið veitt mér og öðrum þá gleði að sjá þess- ar myndir. Við erum mörg áem iíklega aldrei framar lítum landið okkar gamla og ógleyma.nlega með okkar likamlegu augum. Þeim öll- úm hlýtur þessi mynd sérstaklega að vera. kærkominn gestur. Nú getur enginn framar réttilega tekið undir með skáldinu okkar góða; það sem hann sagði um Island: “Sykki það í myrkan tnar mundu fáir gráta.” Ef engir aðrir, þá meir en tuttugu þúsund Vestur-Islendingar. Samhliða þessari mvnd var sýnd “Tess of The’Storm Country” viður kend bezta og áhrifamesta. mynd sem Mary Pickford hefur nokkurntíma dæmis um þröngsýný Vestur-Islend- inga á fyrsta tug tuttugustu alda.r- innar. ■ -----------x----------- börn hans og jarðarinnar gleymdu honum og , ,eikig Sömu]ei6is stutt en gó6 færust. Og svo þegar hann framkallað: | gamanmynd _ ASsókn var héf .. manninn aftur a joröina, þá skyldi hann enga 1 fr^ aðra opinberun þurfa, en að líta þettaJand j ö ^ point ? febr ^ augum. Þanmg er nattura þessa lands. Hvað er þá um fólkið; þjóðina, sem byggir landið? Guð hefir gefið landinu meiri fegurð en frjó- magn, og skiljaniegt að baráttan hafi verið hörð öll þessi ár, þó ekkert annað hefði verið áunnið en að halda sér lifandi sem þjóð, og liklega engum öðrum fært en afkomendum Norðmanna, enda þarf maður ekki annað en iíta fiskiflotann, til að sjá hvaðan þjoðin er runnin, og sjá á sama tím.a. hvað er aðal at- vinnuvegurinn. Sýndur er munurinn á heim- ilunum; þeim gömlu og þeim nýju. Get varla sagt hvert mér líkar betur; það nýja, sjáanlega þægilegra og sumir munu segja. feg- urra; en mér finst þ'að gamla eiga. betur við nátt- úru landsins; það er eins og móðir Jörð hafi ska.pað það sjálf, á sama tíma og fjöllin og fossana-, og í fullu samræmi við sjálfa sig. Svo sný eg þá við blaðinu, og horfi á mynd- ina sem Islendingur, faéddur á gamla Fróni. Og I eg fyllist aðdáun fyrir manninum sem mynd- ina tók, hvað hann hefir getað komið miklu fyrir í tiltölulega stutta mynd. Eg get ekki skilið sálarástand þeirra manna, sem álita að honum hafi mistekist. Myndi það sem ekki er sýnt hafa jafn mikil áhrif á huga útlendings- ins og það sem sýnt er? Tæplega. Tökuhr til Kristinn Pétursson. j (Heimskringlu hefir ^erið sérstök ánægja að birta þessa afbragðs vel rituðu og athugulu grein um margt, þótt hún þekki ekki höfundinn.) --------x--------- Salmagundi. EFTIR L. F. Gætum við að eins séð fram í ó- kominn tíma, og fengið vitneskju lum þann hnekki sem fyrir hégilj- um okkar bíður, þá er það ekki ó- sennilegd, að sjálfbirgingsskapur okkar minkaði í bili. ( Ekki gæti hjá þvi farið, að við yrðum mót- tækari nýjum hugmyndum, eða ekki eins reiðubúin að slá skolleyrum við öllu því, sem ra.skar vissu okkar. Ef til vill yrði það til þess, að þeir menn, og þau blöð og félög, sem gera það að skyldu sinni, að veita framfaraviðleitni viðnám, yrðu enn þá fremur virt til spés, en þau eru nú. * * * Foringi íallinn. Æfiminning Steinólfs Grímssonar bónda í Mozart bygð, Sask. er lézt eins og áður er um getið í báðúm íslenzku blöðunum, á sjúkrahúsinu í Vadena, Sask., siðastliðinn 19. októ- ber. Með sanni má segja' að með Steinólfi Steinólfssyni Grimsson sé foringi fallinn! Andlát hans bar skyndilega a.ð. Það var sorgar og sársaukafrétt öllum þeim, er þektu hann að fornu og nýju. En ekki er hans sist saknað einlæglega af íbúum Vatna.bygðar, er notið hafa návistar hails og fjölbreyttrar starfsemi, nú samfleytt um 16 ár. Er hvort- tveggja að ekki var það almenn- ingi neitt hugðarmál, a.ð sjá hann hverfa af sjónarsviði lífs og starfa, enda var síst búist við svo bráðri burtför. Sjálfur átti hann hennar ekki beint von, jafnvel er honum

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.