Heimskringla - 10.02.1926, Blaðsíða 5

Heimskringla - 10.02.1926, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 10. FEBR., 1926. HEIMSKRINGLA 5. BLAÐSÍÐA. va.r ekið á uppslcuröarstaðinn. En kallið kom, og — kveöjustund- in. Mættu þessi minningarorö, aö ein- ihverju leyti, vera vottur hins inni- lega kveöju — og þakkarþels, er hreyföi sér þá stund, i hjörtum hinna fjölmörgu vina hins látna. * * * JSteinólfur heitinn var i þennan heim borinn 14. nóvember, 1872, að Litla Kroppi i Reykholtsdal í Borg- arfjarðarsýslu. Ætt þans er merk. og kynsæl. Þeim til gamans,. sem áhuga ha.fa á ættfræöi, og eins til þess, aö gefa hugmynd um hve ætt- sfofninn hefir kvíslaö út mörgum máttugum greinum vestan hafsins, læt. eg hér getið. nánustu ættmenna hans. Föðurafi Steinólfs var Grírnur Steinólfsson, kunnur merkisbóndi, er bjó allan sinn búskap á Grimsstööum í Reykholtsdal, og dó þar áriö 1864. Hann var kvæntur Guörúnu dóttur Þóröar prests Jónssonar aö Lundi i Lundareykjadal, er lítt mun hafa átt samleiö meö samtíð sinni, en fremjir meö frjálshyggjumönnum nútíöar. Grimi og Guörúnu varð 16 barna auö ið. Eitt þeirra var Magnús Gríms- son, sem kunnur er fyrir söfnun ís- lenzkra þjóðsagna, síðar í félagi viö Jón Árnason. Af systkinunum fóru sex til Vesturheims: 1. Guörún — kona Þóröar Árna- sonar; fluttust vestur áriö 1873; kuimastir af þeirra 6 börnum eru Þórður læknir Thordarson, Minne- sota, og Hjörtur Thordarson raf- fræðingur í Chicago. 2. Steingrimur — kvæntur Guð- rúnu Jónsdóttur; þeirra börn: Jón prestur aö Gaulverjabæ, faöir Steingríms rafstöövarstjóra í Reykja- vik, Grímur bóndi nálægt Calgary, Alta., Snæbjörn bóndi, Milton N. Dakota, Guðmundur ríkislögmaöur Þrjú kvæði. Eg sit ei með erfiði — Eg sit ei með erfiði að yrkja, hvort úti það skín eða hvín, þó grípi eg eftir þeim geislum sem gægjast inn til mín. Að kveða til fengs eða frama mín freistaði aldrei sú þrá, sem barnið með fingrum eg fálma í fegurðarglampann að ná. Þér fórna eg ómælda eilífð og ekki mun sjást á mér hik, ef einungis fæ eg fangað eitt fljúgandi augnaþlik. Eitt fegurðar augnablik fangað og fast þér huga greypt, það verður þér uppspretta unaðs og aldrei of dýru keypt. Ein góðstaka frumleg og fögur, sem fe^tist í huga þér, er betri en sú bókarfylli sem biður að gleyma sér. Hver tónn eða lögun og litur sem lyft getur andanum hátt, er sígildi þinni sálu og sjóðurinn dýrsti er þú átt. Óma frá tindi og lundi. Óma frá lind og lundi, ljóðin af drottins munni, samræmt við sálu mína syngur í hverjum runni. • Laða mig ljúfir tónar . litirnir hug minn fanga úr þrengslunum vil eg þjóta þangað sem blómin anga. Streymir í mann frá moldu máttur og sæla og friður, Má eg við brjóst þín brekka bæla mig snöggvast niður? Fýsir mig fagri hvammur * faðmlög við þig að eiga, af lindum þíns leynda máttar. langar mig sárt að teyga. Eg kleif upp á ásinn — Eg kleif upp á ásinn í æsku, er útsýni vildi eg fá og breiðurnar beggja megin, þær blöstu við mér þá. Nú stend eg á hæð og horfi og heimar birtast mér tveir, í öðrum er æskan að fæðast en ellin í hinum deyr. Er held eg að augum hendi og horfi yfir lífsins svið, sú hreyfir sér ósk í huga: að hér vildi eg snúa við. En ásinn minn hefir þau álög, sem enginn rjúfa má, að enginn fær snúið þar aftur er ellinnar lendur sá. Um hallið, sem horfir til vesturs, eg hlýt því að rekja mér slóð, en ennþá á æskan minn huga og ennþá á vorið mín Ijóð. Páll Guðmundsson. / | I | i 1 í N. Dakota og systur fjórar, Krist- in, Guðrún, Steinunn og Karitas, allar giftar íslenzkum mönnum neraa sú siöastnéfnda. 3. Auður — átti fyrst Jörund Sig- mundsson; þeirra börn: Guðrún gift Gunnari Friöyikssyni Winnipegos- is, Björg gift Tay, Guðrún gift Jó- hannési Þóröarsyni við Mozart. Seinni maður Auðar var Þórður Gunnarsson; þeirra börn: Þóröur Gunnarsson við Mozart og Kristín, gift Gunnari Guðmundssyni við Wynyard. 4. Steinólfur, fyrst kvæntur Guð- rúnu Guðmundsdóttir frá Skáney. Börn þeirra: Grimur bóndi að Mounta.in N. Dakota, og Guðrún er dó ung. Seinni kona Steinólfs var Ingunn Runólfsdóttir, uppeldisdótt- ir séra Stefáns Þórarinssonar að Kálfatjörn. Börn Steinólfs og hennar, sem uppkomust, voru 2, Steinólfur, hinn fallni foringi Moz- art bygðar, og Guðrún, kona. Hjart- ar F. Bjarnasonar viö Wyriyard. 5. Jóreiöur— gift Guðmundi Guð- mundssyni frá Sxáney. 6 börn þeirra komust upp: Guömundur G. Good- man Wynyard, Guðrún gift Oak- l.a.nd, Vigdís gift Tschabold, Gunn- hildur, gift Hansen, Guðrún gift Finnsson og Ghðlaug dó ógift. (Frh. á 7. bls.) Verri yfirsjónin. Einhver S. E. ásakar mig í Heims- kringlu 27. jan. s. 1. fyrir það, að hafa ekki lesið greinina, "Móöir jörð ávarpar Bryan”, sem fyrir nokkru birti$t i Heimskringlu, nógu vel. Að eg hafi fyrir óvarkárni í lestri ruglaö' saman tönn dýrsins og tönn “mann- apans”, oþ skopast svo að jafn góðu málefni, sem standi á vísindalegum sannindum. Eg ætla engar vöflur að hafa með þetta, heldur hiklaust snúa egginni á vopni þvi, er Mr. S. E. reiðir ag mér, aö honum '■sjálfum, og sanna honum að hann geri sig sekan í verri yfir- sjón. Hann gizkar á, að áðurnefnd grein muni liggýa^til grundvallar þessu skopkvæði minu, og segir það geti “ekki verið neinum vafa orpið.” En þarna hleypur hann sjálfur á sig. Hann gizkar. En þetta get eg fyr- irgefiö honum, þvi þaö er þeim mönnum svo tamt að gizka,sem taka málstað "mann-apa” kenningarinnar, að þeir gera það. sjálfsagt óafvitandi. Ef nú Mr. S. E., vill ómaka sig til þess að ná í blað, sem heitir “The Signs of the Times” fyrir október 1925, sem gefið er út í Mountain, View Californa, þá mun hann finná þar all ítarlega grein um þrjár mynd- ir, sem eru þrír ”mann-apa”-hausar. Sá fyrsti er húinn til úr hauskúpu, legg og tönn, sem ekki fanst þó alt á sama stað. Hinn annar í röðinni er búinn til úr 7 beinbrotum. Hinn þriðji og síðasti i röðinn^ er búinn (fl úr einu kjafta-beini. Fornleifafræð- ingunum hefir ekki borið saman samkvæmt "The Encyclopedia Bri- tannica,” um fvrsta hausinn, hvort hann væri mann-api eða niaður, eöa þá einhver milliliður. Hvort sem Mr. S. E. nú vill trúa því eöa ekki, þá skal eg leggja dreng- ‘skap minn við, að þessi grein liggur mest til grundvallar skopkvæðinu, er hér er um að rteða. IJins og hann getur séð sjálfur, ef hann vill lesa greinina um þessa mann-apa-hausa, og smiðið á þeim og be^a það saman við setningar í kvæði mánu, eins og þess- ar: / “Þeir grafa upp fannbrot úr ein- hverjum apa, svo andlit og hauskúpu setja þar á.” A þess konar sköpun er ekki minst í Heimskringlu, en einmitt skýrt dregið fram í hinni greininni, er eg mintist á. Þar er þessi mann-apa-hausa sköpun svo skopleg, að vér teljum oss hafa eins mikinn rétt til að skop- ast að hennr, eins og andstæðingar biblíunnar þvkjast hafa til þess að skopast að sköpunarsögu hennar. Hitt gæti eg vel kannast við, að greinin "Móðir iörð ávarpar Br}ran,” he-fir sjálfsagt svifið fyrir sálarsjón mina á sama tima og eg böglaði þessu skopkvæði saman í tilefni af hinni greininni, og sennilega hefi eg. rekið augun í þessar, frá 14 til 140 miljón- ir ára, sem þar eru nefndar, en hvort þag er aldur dýrsins, eða dýrstannar- innar, eö.a "mann-apa”tannarinnar, skiftir minstu. því breytiþróunarkenn- ingar mennirnir segja oss, að menn- irnir séu komnir af öpum, en aparnir af spendýrum, spendýrin af lagardýr- um, lagardýrin af einhverjum lægri tegundum, til dæmis froskum, og froskarnir svo sennilegast af jurta- gróðri. Svo hvar í öllum þessum liðum gætum vér vitað með vissu, að "mann-apinn” sé getinrí? Eg legg þann skilning í þetta, að allir þessir liðir séu sköpunarsaga “mann-apans”. Þess vegna er hann, eins og eg segi í kvæðinu, sennilega meira en 140 mil- jóna ára. " Því visindamennirnir staðhæfa, að aldur jarðarinnar sé, já, sumir segja 10 miljónir ára, en aðrir segja alt ag 10,000 miljónir ára. Hve mikið af þessu timabili “mann-apinn'" þurfti til þess að komast á legg, hefi eg ekki lesið neitt ákveðið um ennþá, en samkvæmt því, sem ritað hefir ver- ið um þetta, má búast við að- það hafi tekið hann jafnvel meira en 140 miljónir ára. Þó svo hefði verið, sem ekki er, að eg hefði vitnað skakt í greinina “Móðir jörð ávarpar Bryan,” þá hefði það verið sama aðferðin, sem visindafmennirnir og forvígismenn breytiþróunarkenningarinnar nota er þeir vitna í biblíuna. Fyrir skömmu birti Heimskringla langa grein um Bryan í vitnastúkunni. Þar spyr hinn frægi og velmetni lögfræðingur Darrow: “Hva.r fann Kain konu sína” ? Hann þykist með öðrum orð- um, hafa lesið það í bibfiunni, að Ka- in hafi farið eitthvað burt frá heim- kvnnum sínum og fundið konu. En allir vita, sem litið hafa í biblíuna, að þarna er skakt vitnað í hana, en þetta. leiðréttir ekki Hr. S. E. Það er gott að vera vandlátur sannleikans vegna, en þá má maður ekki gera sér manna- mun. \ Að endingu get eg fullvissað Mr. S. E. um, að eg las greinina. í Heims- kringlu rétt, og að skopkvæðið mitt byggist mest á greininni í blaðinu “Signs of the Times”, og ákveðnum skoðunum minum á þessum atriðum. Eg geri mér ekki meira fyrir að skop- ast að staðhæfingum vísindamanna heldur en þeir gera, að skopast að átrúnaði vorum í ræðu og riti. Pétur Sigurðssen. ÞJER SEM NOTIÐ TIMBUR KAU PIÐ A F The Empire Sash and Door COMPANY LIMITED Birgðir: Henry Ave. East. Phone A 6356 Skrifstofa: 5. Cólfi, Bank of Hamilton / VERÐ CÆÐI ÁNÆCJA. Haldið peningum yðar í Winnipeg Cooper Institute of Accountancy AUCLYSA fyrirlestra og heimanáms kenslu í Bókfærslu Og Kaupsýslustjórn méð sérstökum lexíum í Kornverzlunarbókfærslu Kensla byrjar næsta miðvikudag kl. 8. síðd. nemendur geta notið kenslu eitt eða tvö kvöld í viku Komið skrifið eða símið A 3507 eftir skilmálum. 301 Enderton Bldg., 334 Portage Ave., við Hardgrave WINNIPEG, David Cooper C.A. Fyrirlesari ai m UFi SAMVINN A er ekki einungis verzlunaraSferð; hún er lífs- stefna. l — Jardine, Akuryrkjumálaráðherra Bandaríkjanna Hveitisamlagið er algerlega ágóðalaust samvinnufyrirtæki. | Grund vallar stef na 1 samlagsins er að tekjurnar gangi ekki til Jjeirra sem leggja til rekstursfé, heldur til þeirra, sem framJeiða vöruna. — Prófessor C. R. Fay. Betri lífskjör vegna tryggingar að erfiðið laimist. Nýtízíku verzlunaraðferð notuð landbúnaði í hag. Spyrjið samlagsnágrannann. íjfiswæsfiBafiuiSfiSKffiSfiiKfiaisfiaiHiææífiæífiifiífiifiKíraiaaHfiífiBiaiffisifi

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.