Heimskringla - 28.07.1926, Page 6

Heimskringla - 28.07.1926, Page 6
SLíAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 28. JÚLI 1926.' ’ Farþegar Svölunnar. Eftir Sir Gilbert Parker. Gustave Flavelle hafði dregið sig í hlé strax t>g hann heyrði fyrstu orð hennar. Þetta voru «inkamál, sem honum fanst hann ekkert leyfi hafa til að hlusta á. — Tom Stormont sagði með stillingu: “Eg trúði honum; við vorum vinir.” “Já, já! Eg veit. Þið fóruð saman til Cali- forníu í gullleit. Þið funduð það — mikið af því á endanum. En þá veiktust þér, fjarri öllum öðrum, í fjöllunum. Ilann yfirgaf yöur og tók peningana með sér. Indíánarnir fundu yður og þér komust til heilsu seint og síðar. Þér komuð til Englands og funduð hann, ríkan vitanlega; — og þó þér hefðuð ekki búist við því, giftan stúlkunni, sem hafði lofað að verða yðar kona — hinni góðu Madeline Boyer.......Hann hafði talið henni trú um, að hann hefði hjúkrað yður þangað til þér dóuð, — hann var sannfærður um að þér hefðuð dáið; og hún, án þess að elska hann, hafði gifst vini elskhuga síns. Ó, vesalings konan......Segið mér, veit hún, eða hann, að þér eruð enn á lífi?” “Nei! Eg vildi ekki spilla gæfu hennar, og vægði honum líka; fór til Suðurhafseyjanna.” “En nú — en nú; hvað ætlið þér nú að gera? Þér eruð fátækur, er ekki svo?” “Jú, eg er fátækur.” , “Hann er ríkur af yðar peningum. Kona hans er yðar. Hann stal hvorutveggja frá yður og drap yðúr. Já, hánn dráp yður. Eg þekki það.” Hún snerti bringu hans með hendinni. Tom Stormont horfði á hana með undrun og meðaumkvun; því hann fann, að hún hafði einhverja raunasögu að segja. “Qg þér,” sagði hann, “hvers ætlist þér til? Hvaða óréttlæti hafið þér orðið fyrir?” “Hvaða óréttlæti hefi eg orðið fyrir!” Hún kastaði höfðinu kesknislega aftur og brosti,—en augu hennar tindruðu. Hún hallaði sér snöggv- ast upp að mastrinu þreytulega. Svo hélt hún áfram: “Hann laug fyrst svo hræðilega að mér; en það skiftir engu nú. Eg var einmana, og — eg elskaði hann. Það var mín fyrsta ást, sem hann naut. Eg var ung og óhyggin. Eg þráði vökl og peninga. Eg var metorðagjörn............ Hann stóð ekki við orð sín.......Mig skifti'svo miklu um misg^rðina — lífið var bjart og hann var góður við mig — þangað til barnið fæddist. .... Ö, herra minn, hún var svo sæt. Eg hefði getað dáið af sælu. En þá fór eg að hugsa um ókomna tímann og sá ekkert nema eymd og ör- vilnun. Eg hugsaði um framtíð hennar — stúlka — nafnlaus. Eg frysti hjarta mitt. Eg sagði honum, að hann vrði að veya trúr, hennar vegna, Faustinu......Þá komst eg fyrst að raun um, hve grimmur maður getur verið. Eg sá að hann hataði barnið mitt, blóm lífs míns. Eina nótt veiktist eg snögglega, og var nærri dáin. .... Eg held stundum að mér hafi verið gefið eitur. Hann veit um það..........Þegar eg fékk rænuna aftur og var úr hagttu, þá sagði hann mér að barnið væri dáið. að eg hefði kæft það i óráðinu. Ö! Hann var djöfull. Eg vissi, að þó eg væri vitskert, þó þúsund djöflar bygðu h'kama minn, þá gæti eg ekki sakað Faustinu. .... Jæja, að lokum grunaði mig annað afbrot, gegn mér; og kvöidið sem þér sáuð hann, komst eg líka að raun um að grunur minn var ekki ástæðulaus......Eg vissi ekki að hann var gift ur fyr en þá......Þegar mér batnaði, voru þau farin frá Englandi. Löngu síðar fékk eg boð frá deyjandi konu um að finna hana. Eg fór.......... Það var vinnukonan, sem var hjá mér þegar Faustina var myrt — já, mvrt af Rothsay Heck- lar, — föður hennar. Æ! Ó, guð! Konan hvarf aðeins augnablik úr skuggadal dauðans til að segja mér það — aðeins það. Og nú sjáið þér.” Tom Stormont svaraði ekki strax. Geðs- hræringin var of sterk — saga hennar var sögð með svo mikilli tilfinningu. Hún sá þetta ög sagði með skjáifandi röddu: “Eg hefi sagt yður alt, vegna þess að eg er sannfærð um að himna- völdin hafi ráðstafað samfundum okkar — ann- ars okkar vegna. Hvors? Ó, herra Stormont, þér eruð góður maður; þér eruð líka hugrakkur. Þér eruð eins og Gustave Flavelie, mikill — en á annan hátt. Gott! Nú vitið þér alt um Junie Cavour.......Sjáið nú til: Þér segið ekkert þarna,” — hún benti í áttina til Ástralíu. — “Þér þegið þangað til í fylling tímans, og þá töl- um við einu sinni aftur um þetta.” Tom Stormont sagði hægt: Þér hafið sagt mér sögu yðar, og hún hryggir mig. En hún or- sakar það að eg hata hann enn innilegar. Við skulum aldrei tala um þetta aftur.” En Junie Cavour sá margt óskeð framund- an. Nýr himinn og ný jörð skyldu opinberast fyrir að minsta kosti tveimur mannanna börn- um. En hún vissi, að á þeim himni og þeirri jörð myndu þau ekki eiga verustað. Hún brosti að framsýni sinni og sagði: “Jú, minn kæri, við tölum um það einu sinni enn . .r. . og svo aldrei aftur. Eg hefi sagt yður þetta — og eg verð að segja yður meira. Það er bezt. Þér munuð skilja Gustave Flavelle, föðurlandsvininn þarna. Hann er göfugur. Hann myndi fórna sjálfum sér mín vegna. Það er skáldið í sálu hans. — Hann skal ekki gera það, en það er samt yndis- legt að hugsa til þess. Það er guðdómlegt. Ó! Fyrirgefið! Afsakið að eg tala svona, en — Ó! hvað er þetta?” Frá þrælunum kom hávaði, — urr eins og frá villidýrum. Tom Stormont hafði dvalið svo lengi á Suðurhafseyjunum, að hann skynjaði hættuna strax. Hann liljóp fram eftir. Meðal þrælanna var stýrimaðurinn, frávita af ölæði. Hann var með fötu af áfengi og miðlaði þeim af henni. Stormont stökk yfir grindurnar, greip fötuna og kastaði henni fyrir borð. Svo reyndi hann að koma stýrimanninum aftur fyrir, en hann var óður og í vígahug. Hann sneri sér að þrælunum, og æsti þá með fáum orðum á þeirra eigin tungu, svo þeir voru engu mildari en hann sjálfur. Tom Stormont brá sér yfir grindurnar og hét á verðina, að hopa ekki — árangurslaust — og hrópaði til hásetanna og skipstjórans að vopnast í skyndi. Junie Cavor kom hann í skýli og skipstjórann bað hann að skjóta ekki, fyr en liann væri búinn að reyna að gera hvað hann gæti til að stilla uppþotið. Sex rifflum var miðað. Þrælarnir hikuðu. Jafnvel ekki nema sex morðvopn voru ekki fýsi- leg til viðkýnningar. Þeir breyttu nú um aðferð. •tóku stýrimanninn og ýttu honum á undan sér með hnífunum. Við það rann af honum og hann varð bleikur af hræðslu. IVIat! Drykk!” æptu þeir. Á því augnabliki gekk Tom Stormont, þrátt fyrir óþolinmæði skipstjórans og hótanir hans að skjóta, milli vopnanna og þrælanna, dró rólegur upp tóbakspung sinn og fylti pípu sína, fljótt en stillilega, og kveikti í henni. Hann gekk hægt en hiklaust til fremsta eyjarskeggj- ans og liorfði kæruleysislega í augun á honum. Þann þekti lund þessarar manna; meinlausir, ef þeim var ekki misboðið, en helvízkir, ef þeir komust í vígamóð. Hugrekki hans gerði þá agn- dofa af undrun. Hann talaði til þeirra vingjarn- lega, og rétti pípu sína að munni þess fremsta. sem vott um að hugur fylgdi máli. Augnablikið var þrungið hættu. Hægi opnaðist munnur mannsins og hann beit í munnstykkið. Stor- mont tók upp pappír og bjó til vindlinga handa hinum þrælunum og talaði til þeirra á meðan. Þeir tóku við gjöfum hans, kveiktu í hver hjá öðrum og sliðruðu vopn sín eða lögðu þau hjá sér. Þeir voru töfraöir um stundar sakir. — Stýrimaðurinn nær dauða en lífi af hræðslu, við að skríða undan, og Stormont sá hættuna. Hann skipaði honum í hálfum hljóðum að vera kyr fá- ein augnablik enn, en við það herti hinn aðeins á sér. ískyggileg liljóð heyrðust frá sumum af þeim, sem ekki höfðu enn fengið friðargjafir, og hnífi var lyft. Tíminn var kominn. Tom Stormont fanst mannslífin hanga á þræði; en rétt þegar hann bjóst við að blóöbaðið myndi byrja, heyrðist undrunaróp frá einum þrælnum. Nei! Sjáið!” æpti hann. Junie Cavour var komin milli rifflanna og þrælanna. Hún hafði strax séð hættuna og hug- rekki Stormonts, til að bjarga stýrimanninum. Henni flaug í hug atvik, sem skeð hafði fyrir löngu í Nýju Caledóníu. Hún hafði bjargað lífi sínu, hershöfðingjans og aðstoðarmanns hans. með dansi. Hún hafði hrifið eyjarskeggjana svo að þeir höfðu veitt henni höfðingjatign, með því að núa handlegg hennar, sem skorinn hafðl ver- ið með spjótsoddi, við blæðandi öxl hugrakkasta höfðingjans. Og nú dansaði hún á þilfari Svölunnar. “Gangið frá rifflum yðar, herrar mínir og böðlar,” sagði Tom Stormont við sjálfan , sig, um leið og hann sparkaði stýrimanninum aftur þilfarið p “hér verða engar blóðsúthellingar í dag.” íbúar Suðurhafseyjanna álíta jafngöfugt að dansa vel, eins og að öðlast blóðstokkin höfuð í bardaga. Frá fyrsta augnabliki hafði Junie hrifið þá. Það var einhver djöfullega hrífandi ákefð við dans hennar. Það var ekki aðeins ástríðufult yndi, ekki aðeins beygingar og hneigingar, held- ur skínandi skáldlegur þróttur, stórkostleg, kröftug ætlun, frábærleg dirfska. Þarna í sóisetr inu á lygnu hafinu, dansaði hún ilsku, hatur og morðgirnd úr hjörtum villimannanna. Hún stóð voldug, eins og hún byði stjörnunum byrg- inn; skothríðardrunur heyrðust undan fótum hennar; heilar herdeildir sáust í mjúkum hreyf- ingum hennar; einkennileg hrifning í samræmí beyginganna. Svartur sundfugl flögraði yfir henni; brúnir mannslíkamar hnipruðu sig fyrir framan hana. Skipstjórinn blíndi á hana frá sér numinn. Hún var gagntekin af ofsa. Hún sveif, hún snerist. Hún stóð á öndinni af ákafa. Hún hló. Hraðar, hraðar! HJrífandi. En látum oss skilja við hana sigri hrósandi. Svalan sigldi inn á góða en lítt notaða höfn á Queenslandströndinni í vingjamlegu rökkri næsta kvöld, og farþegar herinar stigu á land. Tom Stormont og Junie Cavour voru viðbúin að hitta Rothsay Hecklar þar fyrjr; þó þau hefðu enga löngun til þess; en aðeins umboðsmaður hans var viðstaddur. Þá nótt voru þrælarnir hýstir í lélegum kofum, og næsta dag var lagt á stað með þá yfir hálsana til ‘‘Libanon”, sykur- búgarðsins, sem Madeline Hecklar drotnaði yfir óhlutdrægt, ráðgáta þeirra sem umgengust hana, jafnvel manns hennar einnig, undarlega ólík ást- úðlegu, hreinskilnu mærinni, sem kvaddi Tom Stormont, þegar hann lagöi upp í gullleitina nú fyrir mörgum árum. Skuggi hvíldi yfir lífi henn- ar. Fámælska hennar bar þess glögt vitni. Önn- ur merki þess sáust aðeins á því, að hún starði tárvotum augum út í náttmyrkrið, þegar hún var ein, og hvíslaði liugsunum sínum að náttúrunni. En þetta vissi enginn nema guð. Hún bar ekki trauts til manns síns. Hún vissi að hún hafði verið blekt, en hvernig, gat hún ekki gert sér grein, fyrir, og hún hafði engar staðreyndir til að byggja ásakanir á. Hún hafði fljótt komist að raun um að mannorð hans var ekki flekk- laust, að eitthvað af gerðum hans var á huldu. En hvað? Eitt sinn hafði hann ávítað hana fyrir að ala í brjósti minningar, sem honum fanst ekki sæmilegar fyrir gifta konu, en hún hafði þá látið í ljós þann ákafa og slíka einbeitni, að hann gerði það aldrei oftar. Hann hafði keypt vonina um sælu dýru verði. örlögin liöfðu veð á til- veru hans. Að skuldadögunum hlaut að koma. Það var næsta einkennilegt, að hann skyldi ekk- ert hugboð fá um komandi atvik, þegar Gustave Flavelle kom að dyrum hans með bréf frá um- boðsmanninum í hafnarstað Svölunnar. Eftir ráði Junie hafði hann sagt umboðsmanninum hreinskilnislega hver hann var — ekki glæpá- maður, ekki tugthúslimur, ekki óvinur engilsax- neskra stofnana né kenninga, aðeins franskur herramaður, félagi Henri Rochefort og Felix Rastoul, sendur í útlegð frá föðurlandi sínu til að tærast upp á villimannaeyju í Suðurhafinu. Hún sagði honum að á Lebanon myndi hann geta beðið rólegur, þangað til hann gæti, með að stoð vina í Sidney, fengið far til Evrópu. Hún var viss um að Rothsay Hecklar myndi þykja heiður að geta hýst hann. Þar að auki, sagði hún, að það væri fyrirætlunum sínum nauðsyn- legt að hann héldi til um tíma á Lebanon; og af því að Gustave Flavellé fann til þess, að hann væri í þakklætisskuld við hana, þó hann hefði ekki fyllilega skýrt henni frá því enn, lét hann að ráðum hennar og leitaði á náðir Rothsay Hecklar. Það fór eins og hún hafði spáð. — Plantarinn hafði — þó hann væri einnig bæði þrælakaupmaður og morðingi — fáfengilegar til- hneigingar, eins og svo margir lians líkar, og honum þótti hreint ekki ónýtt að hafa í þjónustu sinni sem aðstoðarráðsmann, hinn fræga franska rithöfund og stjórnmálamann, Gustave Flavelle Gustave Flavelle leyndi ekki licldur, að hann átti frelsi sitt að þakka konu, sem hafði sezt að í kofa á hálsunum nálægt Hebron-fossunum, sem hann var bundinn böndum þakklætis og vináttu. Einnig þetta sagði hann að ráðum liennar. Ilann sagði feröasögu sína skáldlega. Plantaranum fanst hún eins og kafli úr æfintýri eftir Balzac; og hann ákvað með sjálfum sér að komast einhvernveginn í kynni við þessa konu. ‘‘Sjáið þér, herra minn,” sagði Gustave Fla- velle í enda sögunnar. “Þetta er Hreint og beint æfintýri; en, herra minn,” og liann hristi fing- urinn gletnislega framaE í Hecklar, “eg er hræddur um að þér verðið að hafa skipstjóra- skifti á Svölunni, ef þér ætlið ekki að Iáta óorð festast við hana. Eg er ekki alveg óhræddur um, að kurteisisboö þau, sem skipstjórinn gerir eyjarskeggjunum um skiprúm, séu ef til vill ekki í beinu samræmi við samþykki stjórnarinnar. Satt að segja — æ, fyrirgefið, herra minn, kampavín? Er það ekki óviöeigandi? Þér hlæg- ið að því sem eg segi um Svöluna! — er ekki ó- viðeigandi að þér veitið þjóni yðar kampavín? .... Jæja, ef þér æskið þess. Eg drekk — lia; hvaða skál? — Skál hinnar töfrandi hugrökku konu, sem frelsaði mig? .... ó, herra Hecklar, þér gerið mér mikinn heiður.....Aðeins augna•• blik! Eg vildi bæta við skál yðar. Skál þeirrar stundar, sem þér öðlist þann heiður að kynnast ungfrúnni. Hún er einstakur kvenmaður, það munuð þér sannfærast um. Ást, vizka, sorg, gleði, hún býr yfir því öllu. í fullum blóma lífs- ins, gleði og þjáningadís. Herra minn! Enn einu sinni: Skál þeirrar stundar. sem þér kynnist henni! Skál!” Frakkinn hló, meðan þeir drukku skálina í skugga svalanna, og Rothsay Hecklar sá ekki ógnunina, og Rothsay Hecklar sá ekki ógnun- ina á bak við orðin og hláturinn; en Madeline konu hans, sem varð af tilviljun litið út um gluggann, sá hana. Hún heyrði fyrirlitninguna í hlátrinum. Hatrið í röddinni snerti hjarta hennar og hún dró sig í hlé til að hugsa um, hvaða þátt þessi maður ætti eftir að taka eða hefði tekið í lífi manns hennar. Síðarmeir dofn aði þessi hugsun, en hún fjörgaðist aftur á sín- um tíma. Og þannig byrjaði hin stutta dvöl Gustave Flavelle á Lebanon. Hann hafði um- sjón með tamningu þrælanna, sem fjörgað höfðu lífið á Svölunni um tíma. Hann Iét Rothsay Hecklar skilja, varlega og laglega, að bezt væri að þeir töluðu sem minst um hagi hvors annars út í frá, með því að annar væri flóttamaður und- an frönsku stjóminni, en hinum gæti komið ó- þægllega, að lögregluvald Ástralíu rannsakaði mannrán, framin á íbúum fjarliggjandi eyja, Gaskell skipstjóri, af augljósum ástæðum, lét ekki taka Tom Stormont fastan, eins og hann hafði hótað. Stormont fór frjáls leiðar sinnar, þegar á land kom, og fékk strax atvinnu sem að- stoðar verkfræðingur við járnbraut, sem verið var að byggja yfir hálsana og meðfram hinum þverhnýptu hliðum Hebron-gjárinnar. Junie Cavour hafði, eins og Gustave Flavelle sagði, fundið skýli í litlum fjallkofa. Eins og fyrri dag- inn, börðust gleði og sorg í hugskoti hennar. Þungi hvíldi yfir hjarta hennar þrátt fyrir létt- úðina á yfirborðinu, altaf þegar Gustave Fla- velle og Tom Stormont komu að heimsækja hana. í sjálfu sér var eitthvað yndihlega napurt við hana, einkennilega óeðlilegt, svo Ijóst og á- kveðið, svo fljótt að hrífa tilfinningar hennar. Líf hennar var eins og afgirt á mjórri klettasnös- Bennar var fótvissa gemsunnar, dirfska ljónsins og dýrð fuglsins, sem svífur niður í gjána. Hún stóð á snarbröttum tindum lífsins, eins róleg og örugg eins og þegar hún reið hesti Stormonts um eggjarnar meðfram fossinum, sem aldrei hafði áður verið riðið — með ána á aðra hlið í I gjánni en hundrað feta hengiflug á hina. Ef j skógarhæna hefði flogið úr einu trénu, ef hög,?- í ormur hefði hreyft sig í grasinu, ef steinn hefðt losnað í urðinni, hefðu bæði hestur og kona horfið úr þessu lífi. Hvað hræddist hún? Ekk- ert. Hvernig annars hefði hún getið setið í hellisskútanum í Hebron-gjánni og málað eitur- nöðrurnar iðandi fyrir framan hana? Hvernií annars gripið eina þeirra í hnakkann og haldið á henni, meðan hún athugaði litina á bringu henn- ar? I Það var eitthvað stórkostlega forlagalegt, að atvikin höfðu kastað þeim saman hér, Junie, Hecklar, Madeline og Stormont. Að minsta kosti fanst honum það. Hann fann til dapurlegrar ánægju við nærveru ástvinu sinnar, sem hann fékk ekki að njóta, við að geta næstum lagt hönd á fantinn, sem hafði skilið hann eftir deyj- andi, og rænt henni, við tilhugsunina um að hann gæti þá og þegar staðið augliti til auglitis við hann. Hann gat aldrei losað sig við hugsun- ina um endurgjaldið, sem Junie Cavour hafði gefið í skyn að væri í vændum. Hvernig myndi það ske? Var ekki mögulegt, að það skaðaði hana — eina kvenmanninn, sem hann hafði nokkurntíma elskað? Hann þráði að sjá hana þó ekki væri nema augnablik, að horfa á hana, heimili hennar. Hann leið ekki Gustave Fla- velle að segja sér nokkuð frá henni. Annað mál var með Junie Cavour, hún lét hann segja sér alt sem honum hugkvæmdist. Að lokum, dag einn, sem hann hafði frétt frá Gustave Flavelle, að Hecklar myndi verða að heiman, fór hann til Lebanon. Hann fann Madeline sitjandi við ána, en hún hvorki sá né heyrði til hans, því hann duldist í greniskóginum fáein skref frá- henni. Hún las upphátt, með sorgblandinní röddu hið gullfallega kvæði, ‘‘Fanginn”. Hún staldraði oft viÖ og horfði í kringum sig, einS og henni fyndist einhver vera nálægur. Að lok- um tók hún blað og skrifaði á það stanzlaust. Hún lagði blaðið á bekkinn, sem hún sat á, og eft ir stundarumhugsun stóð hún upp og gekk hægt í burt. Tom Stormont læddist gætilega út úr skóginum, tók blaðið, og var rétt kominn aftur í felustað sinn, þegar hún kom til baka að sækja það. Þegar hún *sá að blaðið var horfið, leit manninn, sem stóð og hallaði sér upp að tré, og fyrir hjartanu. Með hræðslublöndnum sorgar- svip hvarf hún aftur milli trjánna. Hún sá ekki hún óttaslegin í kringum sig, og hélt hendinni skalf af ekka. Næsta dag, meðan Tom Stormont stóð í skrifstofudyrunum í námunni við Hebron-gjána, og beið eftir verkstjóranum, sem hann þurfti að finna, rann kvæðiÓ sem hún hafði lesið, gegn um huga hans. Tveir menn komu í lyftivélmni upp námuopiö fyrir framan hann. Annar þeirra rak upp hræðsluóp. Þeir höfðu gleymt að Roth- slay Hecklar, einn af eigendunum, var niðri i námunni að skoða nýfundna málmæð — og höfðu lagt eld í kveikinn. Sprenginginn myndi drepa hann. Tom Stormont heyrði nafn HecklarS á allra vörum jafnt og hann hljóp að námuopinu. Hann skildi. Mennirnir þorðu ekki niður til að bjarga honum. Hann stökk inn í lyftivéliná, og hrópaðj um leið skipun um að láta hana niður eins fljótt og hægt væri. Þrátt fyrir mótmæli verkamannanna var hún (látin niður. [ Ha(nn hvarf. Náfölir menn biðu með örvæntingu eftir sprengingunni, en hún heyrðist ekki. Eftir fáein augnablik var gefið merki að neðan uni að draga upp, og eftír örlitla' stund stóðu þeir Tom Stormont og Rothsay Hecklar ofanjarðar, annar þeirra rólegnr og kaldur, með tæpan þuml ung af óbrunnum kveik í hendinni, — þumlung- inn, sem hafði verið milli plantarans og eilífðar- innar, — hinn niðurlútur og fölur, með blygð- unarsvip á andlitinu. Orðalaust skildu þeir. — Hvað sagt var, hvað gert var, við fund þeirra í einrúmi jarðganganna, við dyr dauðans; annar beittur ranglæti — lífgjafinn, — hinn sá sem brotið hafði — lífþeginn, — það liggur hulið í hugskotum þeirra og þögn jarðarinnar. Meira. /

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.