Heimskringla - 17.11.1926, Blaðsíða 3

Heimskringla - 17.11.1926, Blaðsíða 3
WINNIPEG 17. NÖV. 1926. HEIMSKRINGLA 3. BLAÐSÍÐA Búið sjálf til SAPU og sparið peninga! Alt sem þér þurfið er úrgangsfita og GILLETT5 PURE| VF flakeLI hm Notvísir í hverjum bauk. Matsali yðar hefir það! Af því einstakir menn eiga fram- leiðslutækin nú, rennur allur ágóð- inn af svita og striti alþýðunnar í vasa einstakra manna geysimikill auður, miðað við okkar litla þjóð- félag, safnast á tiltölulega fáar hend. ur. En fjöldinn heldur áfram að vera snauður, þó framleiðslunni fleygi fram. Já, meira að segja að eftir þvi sem framleiðslan eykst og fullkomnast, verður sá hlutinn minni sem almenningur ber úr býtum, en stærri og stærri sá hlutinn, er at- vinnurekendur hljóta. I þjóðfélags- fyrirkomulagji því, er nú ríkir, er við nefnum auðvaldsfyrirkomulagið, hvílir engin skylda á eigendum fram leiðslufyrirtækjanna að láta nota þau, og þeir gera það heldur ekki, nema þegar þcir hafa hagnað af þvi. Þess vegna giefur við og við að líta þá afkáralegu sjón, að sjá tog. arana, sem eru fullkomnustu fiski- veiðatæki heimsins, auða og aðgerða- lausa, bundna við hafnargarða Reykjavíkur eða lagða inn á Sund, um veðurblíðasta tima ársins — sjálft sumarið. En slikar misfellur á framleiðslunni hljóta Jafnan að eiga sér stað á meðan auðvaldsskipu lagið ríkir, en jafnframt hljóta þá einnig illa klædd börn og svöng, og atvinnulausir verkamenn að vera til, J)ví þetta fylgir auðvaldsfyrirkomu- laginu í þjóðfélaginu, eins og ág'jöf- tn opnum báturn. En þó er misskifting auðsins ekki eini gallinn á auðvaldsfyrirkomulag- fnu, heldur má segja að hann sé. aðeins annar aðalgallinn. Hinn, sem er sizt i minni, er það, að auð- valdsfyrirkomulagið tefur framlciSsl und. Því meðan einstakir menn eiga framleiðslutækin láta þeir eðli- lega ekki starfa annað en það, sem þeir græða á, og er það því mjög oft, að hagsmunir atvinnurekenda og þjóðarheildarinnar eru gagnstæð- ir hver öðrum. Athugum t. d. tog. arana. Þegar atvinnurekendur álíta vafasamt, hvört þeir græða á þvi að gefa þá út eitthvert tímábil, þá láta þeir þá vera aðgerðalausá; Atvinnu- vekendum kemur ekkert við, þótt iólkið verði atvinnulaust, sem hafði atvinnu í sambandi við togarana. Þeim kemur ekkert við, hvort lands- sjóður tapar sköttum og tollum af þvi atvinnuvegurinn stöðvast. Þeir lita því á útgerð togaranna frá alt öðru sjónarmiði en því, hvað eru hagsmunir þjóðarheildarinnar, og stjórna útgerðinni eftir þvi. En þ^ð er vert að festa á minnið, að ef tog1. ararnir væru almenningseign og rekn ir með hagsmuni heildarinnar fyrir augum, verður litið nokkuð öðruvísi á hvað borgi sig, en þegþr séð er með augum einkahagsmunanna. Þvi fyrir þjóðarheildina verður hagur að því að láta togarana gangja til veiða (frekar en að fólkið sé aðgerða- lust), svo framarlega sem aflinn, sem fæst á þá, er meira virði en það, sem þarf að kaupa til reksturs þeirra frá útlöndum, þó að vanti mikið upp á að aflinn “borgi” (mælt á auðvalds. mælikvarða) alt kaup þeirra, sem vinna á togurunum, eða við að gera aflann að verzlunarvöru. Sem dæmi upp á hvernig hagsmun ir þjóðfélagsins og einstakra atvinnu rekenda eru oft gagnstæðir, má nefna það, er hér fer á eftir: I bæ einum, þar sem erfitt var um aðflutninga, lét bæjarstjórnin rækta upp lönd og setti upp kúabú, og var það rekið með nokkrum hagnaði, mælt á venjulegan auðvaldsmæli- kvarða. En er árin liðu, bötnuðu svo samgöngur við nærsveitirnar, að hæg't var að flytja töluverða tnjólk til borgarinnar og selja ódýrar en hún hafði áður veirð seld. En við það féll hún í verði, og eftir það varð gróðinn enginn á kúabúi bæjar ins, af því land var þar svo mikið hrjóstugra en í sveitunum, sent mjólkin kom úr Hefði kúabú þetta verið einstakra manna eign, þarf ekki að spyrja um, hvað gert hefði verið við það, eftir að það hætti að gefa eigjandanum gróða: Kýrnar seldar og dreift þangað, sem bezt mátti fá verð fyrir þær, hús og lönd seld t;! einhverrar annarar notkunar, en þeim, sem atvinnu höfðu við búið, sagt henni upp. En bæjarfélagið sá sér ekki hagsmuni í að gera þet'a. Þess vegna var heldur ekki hætt við kúabúið, þó það hætti að gefa gfróða miðað við auðvaldsreikningshald. Þvi þótt reikningsgróði sé enginn af því, eru hagsmunir bæjarmanna af bvt mikir. Það tryggir þeim næga mjólk, að verð mjólkur fari ekki hærra en góðu hófi gegnir, auk þess sem það veitir nokkrum bæjarbúum atvinnu. Þeir, sem lítið þekkja veröldina, trúa því, að öllu sé fyrir komið í henni á hagkvæmasta. hátt. Það væri þvi ekki að furða, þó einhver af þeirn, sem þetta halda, spyrðu, hvern ig stæði á því, að framleiðslutækin séu ekki fyrir löngu orðin þjóðar- eign, ef þjóðnýtingj þeirra er eins óhjákvæmileg eins og haldið er fram í þessari grein. En því er að svara, að það eru tvær aðalorsakir til þess að þjóð- nýting 'framleiðslutfækjanna — eða segjum jafnaðarstefnan — er ekki þegar komin á. önnur sú, að þjóð- nýtingin kemur í bága við hagsmuni auðvaldsstéttarinnar, sem er ráðandi stéttin í þjóðfélaginu, en hin er það, að sú var tíðin, að einstaklingseignin á framleiðslutækjunum var heilla- vænlegri fyrir framleiðsluna en al- menningseign, og lifir ennþá .endur- ntinningin um þetta, þótt mönnum sé það ef til vill ekki ljóst. Skal þetta hvorttveggja rætt nokkru nánar, en fyr það síðara. Menn vita nú allvel hvernig eign- arréttinum upprunalega var varið. Það yrði of langt mál að fara út í það hér, hvernig rnenn vita það, nóg að segja, að aðalvitneskjuna hafa rnenn af þvi, hvernig' eignarréttinum er varið enn alt fram á vora daga. meðal frumstæðra þjóða. Upprunalega "eiga" ntenn ekki annað en fatnaðinn, vopnin og veið- arfærin, sem menn nota. Menn eiga ekki einu sinni öll dýrin, er þeir sjálfir leggja að velli. Hjá Eski- móum, sem Vilhjálmur Stefánsson kom til, var æfagantall og órjúfandi siður, að veiðimennirnir áttu sjálfir aðeins smáselina sem þeir veiddu, en í þeim stóru áttu allir jafnan hlut, sem á vettvang komu, þar setn selurinn var dreginn upp. Hjá Eski- móum í Grænlandi, sem hafa haft mikil mök við hvíta ntenn og tekið að miklu leyti siði þeirra, er ennþá sið. ur, að sá er drepur rostung, á ekki nema nokkurn hluta hans, hitt er almennings eign. Eins þykir það ó- hæfa — að minsta kosti í sumum bygðum, — ef maður missir kajak- inn sinn, en annar maður á tvo, að hann gefi ekki annan þeitn er misti. Upprunalegia var ekki til neinn eignarréttur á jörð, og það er víða til ennþá, að kynstofninn (eða þorp. ið) á alt landið, en einstaklingurinn ekkert land, og á þetta sér jafnvel ennþá stað hjá sumum þjóðum, sent stunda akuryrkju, en á lágu stígi. En þegar menn lærðu fullkomnari akuryrkjuáðferðir, bera áburð- á ak- urinn, plægja á haustin, eða jafnvel sá þá, þá varð þetta fyrirkomulag óhentugt fyrir framleiðsluna, að land ið væri almenningseign. Þannig kom eignarrétturinn á landinu, og -á framleiðslutækjunum yfirleitt, af þvi að það var, ó þeim tínium til hag- ræðis fyrir framleiðsluna. Fram- leiðslutækin hefðu ekki þurft að verða einstakra manna eígn, ef hið almenna menningarstig • hefði verið svo hátt, að menn hefðu kunnað að nota samvinnuna, en það var nú ekki og þess vegna hlaut einstaklings eign- arrétturinn að koma. Þvt nákvæm rannsókn veraldarsögunnar sýnir, að það eru ekki siðirnir, sem skapa frani- leiðsluaðferðirnar, heldur eru það framleiðsluaðferðirnar eða þörf fram leiðslutiínar, setn skapar siðina bg siðfræðina. Og siðfræðin breytist eftir því sem þörf framleiðslunnar breytist. Þess vegna hlýtur líka að verða breyting, á eignarréttinum á framleiðslutækjunum nú, þegar fram- leiðslan er komin á það stig, að eign- arréttur einstaklinga á þeim og á landinu er orðinn þröskuldur í vegi framleiðslunnar, og þess vegna hlýt- ur jafnaðarstefnan að sigra. Það hefir þegar verið sýnt fram á, um togarana, hvernig einstaklings- eignin tefur framleiðsluna, en það eru nóg önnur dæmi, sem sýna, hvern ig einstaklings eignarrétturinn gerir það, hvernig hann hreint og beint varnar því að þjóðarauðurinn vaxi. Hér í Reykjavik eru á hverjum degi mörg hundruð manns, sem ekkert handfak fá að gera, svo mánuðum skiftir, á haustin og fram eftir vetri, og t öðrum kauptúnum er ástandið sízt betra. En hér í höfuðborginni (og víst víða annarsstaðar) vantar tilfinnanlega íbúðarhús, því að það er meira en hér vanti í búðir, þar sem stór hluti þeirra íbúða, sem not- aðar eru, eru óhæfar eða lítt hæfar. Það er því auðsær þjóðarhagnaður- inn að því, að þessum ónotaða vinnu krafti sé varið til steinnáms og húsa- bygginga, og það er auðvelt að sýna fram á, að hér í Reykjavík, að minsta kosti, þurfa húsin ekki að vera dýr. ari, þó þau séu úr efni, sem unnið er um þenna tíma árs. Það skilur hver maður, hve mikil- vægt það væri fyrir íbúa Reykjavtk- ur, ef verkalýðurinn gæti verið að vinna alt haustið og þann hluta vetr. ar, sem nú er jafnan atvinnuleysi. Slíkt væri ekki síður mikilvægt fyrir bæjarfélagið sem heild en fyrir verkamennina, því atvinnuleysistíma- bilin verka álíka á þjóðarauðinn, eins og innigjafadagarnir á hevbirgðir bóndans. (Niðttrl. næst.) Rikistrygging gegn atvinnuleysi. Atvinnuleysi er þjóðarböl. Það er eitt stærsta þjóðfélagsmein vorra tíma. Afleiðingar þess geta orðið ægilégar. Fjöldi heimila ntissir tekj ur sínar, hungrið sverfur að. Angist og hugarvíl legst yfir heimilin eins og þung mara. Vonleysi og kjark- leysi þjakar þeim veiklundaðri, en hatur og heift tendrast hjá þeim, setn ákaflyndari eru. Hver dagur- inn, hver vikan líður eftir aðra, alt af stöðugt vonleysi, stöðugt þyngir \jneira og meira, stöðugt sverfur fast- ara og fastara að, þangað til örvænt. ingin grípur fólkið. I örvæntingu sinni grípitr fólkið til ýmissa óynd- is úrræða, æsinga, upphlaupa og jafn vel blóðugra byltinga. Stundum tekst að sefa fólkið í bráð með ýmsum bráðabyrgðaumbótum, en meinsemd- Meinabótin var kákverk, sem aðeins svíaði undan í svip, en ekki varanleg lækning, sem tjl fulls bata leiddi. Hér á landi mun atvinnuleysi manna vera nokkuð gamalt mein, að minsta kosti tíma og tíma. F.n veru- lega fer ekki að bera á því fyr en á allra siðustu tímum. Og nú er svo kontið, að hér hefir lengi verið slikt atvinnuleysi vegna stöðvunar togar. anna og óheppni stldveiðanna, að tií stórvandræða horfir fyrir fjölda heintila hér á landi, bæði verkantanna og sjómanna. Og það, sem verst er, útlitið um atvinnuaukningu er svo ljótt nú, að ekki er hægt að treysta á nokkra breytingu til batnaðar, held ur jafnvel þvert á móti. Það virðist því full ástæða til að gefa þessu niáli góðan gaum og athuga þær leið- ir, sem tiltækilegastar eru til að bæta úr atvinnuleysinu, bæði í svip og einnig í framtíðinni, því að búast má við að þetta eða líkt ástand geti - dun ið aftur og jafnvel hvað eftir ann- að og það fyrirhafnarlítið. Fyrir efnaða menn þykir það fljótt sjást á, ef þeir alt í einu missa allar tekjur sínar, um svo og svo langan tíma; fyrir fátæka menn er þetta hreinn dauði. Þeir geta að vísu bjargast lítinn tíma á smá lánum í búðum o. s. frv, en þegar tíminn verður lengri og lengri, hætta menn að vilja lána þeim, og geta það jafn- vel ekki. Þá er ekkert annað fyrir hendi en svelta og þola kulda og neyð. Og ekki aðeins þeir sjálfir, (Frh. 4 7. bls.) Vér höfum öll Patent Meööl. Lyfjabúðarvörur, Rubbcr vörur, lyfseðlar afgreiddir. Vér sendum hvað sem er hvert sem vill í Can- ada. BLUE BIRD DRUG STORE. 495 Sargent Ave., Winnipeg. Fótasérfræðingur Flatlr fætur, veiklatSir öklar, lík- þorn, sigg, umvaxnar neglur og allir fótasjúkdómar L.EKNAniK TAFARLAUST Dr. G. Albert, 334 Somerset Block, Winnlpeg Sími: 23 137 MHS B. V. ISPELD Planint & Teacher STUDIOi 666 Alverstone Street. Phone s 37 030 PETERS Abyrgstar Skóviðgerðir Arlington og St. Matthews HEALTH RESTORED Lœkningar án lylja Dr- S. G. Simpson N.D., D O. D.O, Chronic Diseasea Phone: 87 208 Sulte 207 Somerset Blk. WINNIPEG, — MAN. lir- . > 'í Ellice Fuel & Supply KOL — KOKB — VIDUR Cor. Ellice & Arlington SIMIt 30 376 TH. JOHNSON, Ormakari og Gullbmiftui Selui giftingaleyfisbrflt. Sératakt athygll veitt pöntunuK og vnsgjöröum útan af landl. 264 Main St. Fhone 24 637 1. SECURITY STORAGE & WAREHOUSE CO., Ltd. Flytja, geyma, l>Oa nm og nenda Hfiflmunl ogr Piano. Hrefnsa Gólfteppl SKRIFST. ojp VÖRUHCS *KV Hlllce Ave., nfllægrt Sherbrooke VÖRUHtJS “B”—83 Kate St. Telephone: 21 613 J. Christophereon, Islenzkur lögfrœðingur 845 Somerset Blk, Winnipeg, Man. Muirs Drug Store Elllce o«r neverley GÆÐI, NAKVÆMNI, AFGREIÐSLA PHONE: 39 934 WALTER J. LINDAL BJÖRN STEFANSSON Islenzkir lögfræðingar 709 Great West Perm. Bldg. Sími: 24 963 356 Main St. Hafa einnig skrifstofur að Lund- ar, Piney, Gimli, Riverton, Man. King’s Confectionery NJIr Avextlr og GnrVmetl, Vindlar, Cigarettnr og Grocery, Ice Cream og Svaladrykklr. SlMIi 25 183 551 SARGBNT AVK-, WINNIPBG CAPITOL BEAUTY PARLOR — 563 SHBRBROOKB ST. Reynlö vor ágætu Marcel A 50c, Reaet 25c og Shlngle 35e. — Sim- iö 36 398 til þess aö úkveöa tima frft 9 f. h. tU 6 e. h. L E L A N D TAILORS & FURRIERS 598 Ellice Ave. SPECIAB Föt tilbúln eftlr múU frá 633-50 og upp MeS aukabuxum $43.56 SPECIAL /. H. Stitt . G. S. Thorvaldson Stitt & Thorvaldson Lögfr. og málafærslumenn. 807 Union Trust Bldg. — IVinnipeg. Talsími: 24 586 III® nýja Murphy’s Boston Beanery Afgreiölr Flah Jt Chlpa 1 pökkum til helmflutnlngs. — Agætar má.1- tlöir. — Elnnlg molakaffl cg avaia- | drykkir. — Hrelnlætl elnkunnar- orö vort. 629 SARGKNT AVE., SIMI 21 »06 Kr. J. Austmann WYNYARD SASK. W. B. HaHc/orson 401 Boyd BldK. Skrifstofusími: 33 074 Blundar aérataklega Iunmasj*k- 44ma. Kr at> flnnó i akrlfstofu kl. 11_u f h. og 3—6 •. h. Heimtll: 46 Alloway Ava. Talafml: 33 158 Dr. B. H. OLSON 216-320 Medlcal Arta Bld*. Cor. Graham and Kennedy Bt. Phone: 21 834 ViStalstími: 11—12 og 1—5.30 Heimili: 921 Sherburn St. WINNIPEG. MAN. DK' A. BLÖNDAL 602 Medical Arts Bldg. Talsími. 22 296 Stundar sérstaklega kvensjúkdðma og barnasjúkdöma. — At5 hitta- kl. 10—12 f. h. og 3—5 e. h Heimili: 806 Victor St.—Síml 28 130 Talalml: 28 880 DR. J. G. SNIDAL tannlusknih 614 Someraet Black Portagc Ava. WINNIPW DR. J. STEFÁNSSON _ JJ* MEDICAIi ARTS RLDA Hornl Konnodjr og Qrahtn, Stnndar el.gOn.n neí- og kverka-eJOkdftmaT” V» hltta frd kL 11 111 u • v •« kl. S tl 5 e- b. Talsfml: 21 834 Helmill: 638 McMIlian Ave. 42 69! dr. c- h. vroman Tannlæknír Tennur yÖar dregnar eÖa igg aÖar an allra kvala. Talsími: 24 171 505 Boyd Bldg. Wmnic Sfml 30 0501 824 St. Matthews Ave. Walter Le Gallais KJÖT, MATVARA Rýmilegt verí. Allar bíla-viðgerðir Radiator, Foundry acetylena Welding og Battery servlce Scott's Service Station 549 Sargent Ave Simi 27 177 Wlnnlpeg Emil Johnson Service Electric 524 SARGENT AVE- Selja rafmagnsáhöld af öllum teg~ undum. Viðgerðir 4 Rafmagnsáhöldum, fljótt og vel afgreiddar. Slmli 31 507. Helmaetmti 27 286 i. J. SWANSON & CO. Llmited R E N T A I, S INSURANOB reai, e s t a t b mortgagbs 600 Paris Bulldlng. Wlnnlpeg, Mai DA/NTRY’S DRUG STORE Meðala sérfræÖingw, ‘Vörugaeði og fljót afgreiRala' eru einkunnarorð vor, Horni Sargent og Liptea, Phone: 31 166 Mrs. Sw ainson 627 Sargent Ave. hefir ávalt fyrirliggjandi úrvmL- birgðir af nýtízku kvenhðttum. Hún er eina íslenzka konan, (< slíka verzlun rekur í Winnipe*. Islendingar! Látiö Mrs. Swain- son njóta viðskifta yðar. Bristol Fish & Chip Shop. HIB GAMLA OG ÞBKTA KING’S bezta ger* Vfr aendum helm tll yfla*. Beauty Parlor at 625 SARGENT AVB. MARCEL, BOB, CURL, $0*96 and Beauty Culture in all brachea. Honrai 10 A.M. to 6 P.M. ezcept Saturdaya to 9 P-M. For appolntment Phone B 8013. A. S. BARDAL eelnr likklatur og r.nnaat um M- farlr. Ailur útbúnaOur aá heatt Bnnfremur aelur hann allskonaá mlnnlavarha og legstelna_i_t 848 8HERBROOKB 8T. Phonei 86 607 WIBÍNIPEG Arthur Furney Teacher of Violin 932 Ingersoll Street PHONB: 89 405 rra. íi r. n. tn íz •. a. Fiskur 10o Kartöflur 10o " ~ “ ““ J 546 Ellce Ave*. hornl Lniflilt SlMIi 37 455 HEIMSKRINGLA hefir til sölu námsskeið við beztu Lightning Shoe Repalring VERZLUNARSKOLA Sfmti 8» 704 328 Hararave St., (Nlletfl Rllleo) Skör or etfcvfl bflln tll eftlr mftll MtlH eftlr fðtlæknlngnm. í borginni með afföllum. Þeir sem vilja hagnýta 6ér þessi kjörkaup, ættu að finna ráðsmanninn tafarlaust

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.