Heimskringla - 17.11.1926, Blaðsíða 5
WINNIPEG 17. NÓV. 1926.
H.E IMSKRIN GLA
5. BLAÐSÍÐA.
ÞJER SEM NOTIÐ
TIMBUR
K A U P I Ð A F
The Empire Sash and Door
COMPANY LIMITED
Birgðir: Henry Ave. East Phone: 26 356
Skrifstofa: 5. Gólfi, Bank of Hamilton
VERÐ GÆÐI ÁNÆGJA.
K VEÐ JA.
Norman Percival 5veinson var fæddur í Selkirk 22,.
september 1902, og dó á Ninette spítalanum 13. ágúst
1926. Foreldrar lians
voru þau Helgi Sveins-
son og Kristín Jónsdóttir.
Móður sín'íi mistí Nor-
man er hgnn var 5 ára
gamall, og var hann jarð-
settur við hlið hennar.
Eftir að hann misti móð
ur sína var hann tekinn í
fóstur af Jóni H. Jóns-
syni, móðurbróður sín-
um, og Björgu konu hans,
og gengu þau hcxnum í
foreldrastað til dauða-
dags.
Skömmu eftir að veiki
sú, er leiddi hann til
bana, gerði vart við
sig, var hann um tíma
hjá föður , sínum og
stjúpmóður á Lundar, og naut þar hinnar beztu aðhlynn
í'ngar, þar til ráðlegt þótti að reyna að leita honum bótaiA
á Ninette. En t,æringin gerir öllum jafnt undir höfði og
virðist sigra alla mannlega krafta að lokum; og eins fór
nú með Norman, þó hann væri á bezta aldri oghraust-
legur.
Norman var stór og gervilegur og fríður sýnum.
Tilfinningaríkiy var hann í meira lagi, og hefir við-
kvæmni hans án efa oft komið honum til að líta á hin-
ar dökku hliðar lísfins. Hann var dulur í skapi, og í-
niynda eg mér, að fáir hafi vitað um hans instu og
hjartfólgnustu' hugsjónir. Hann bygði sína draumkast-
ala og dreymdi fagra framtíðardrauma, þó þeir hryndi
til grunna, og gerðu hann svartsýnan og trúlítinn á
dýrð tilverunnar. Hann var hjartagóður og mátti ekk-
ert aumt sjá, og jók það á tilfinning hans, að hann
væri einstæðingur og væri aö heyja tilgangslausa bar-
áttu við lífið.
Norman var tryggur í lund og vantreysti engum,
°S jafnan var hann glaður í viðmóti, þó sú gleði væri
°ft á yfirborðinu, því undirniðri var hann alvörugefinn
°g ótrúlega hugmyndaríkur, fyrir svo ungaji mann.
Hann vonaðist eftir miklu af lífinu, og sólskins-
áagarnir ef til vill þess vegna orðið færri. En mörg-
hm næðingsgjósti var vikið úr vegi hans af “Frænku”,
eins og hann kallaði fóstru sína, því bezt þekti hún
ástríður og tilfinningar hans, og beindi lionum á bjartar
brautir, eins og bezta móðir. Og vildi eg síðast í nafni
hennar kveðja hann með þessum stefum:
Mér fanst þú svo hugstór og hraustur
og hásumar æfinnar bjart.
Eg vonaði’ að gæfan þér geymdi
til gleði í framtíð svo margt.
N I f
En svo kom hún, legan þín langa,
og lamaði karimenskuþifótt,
svo fölnaðar vonir í veröld
og vinina kvaddir þú rótt.
Þó sakni þín Frændi og Frænka,
er fróun að hugsa um það,
Þér mætt hafi móðirin góða
á mildari’ og fegurri stað.
í kvöldró svo kveðjuna mína
eg kveð við þig, drengurinn minn;
og haustvindinn bið hana breiða
sem bióm yfir legstaðinn þinn.
B. E. J.
Myndir Einars
Jónssonar.
Allir Islendingar kannast við Ein-
Jónsson frá Galtafelli. Flestir
ll|nn hafa heyrt hinna mörgu og
°pu listaverka hans getið og margir
Nálfáagt séð myndir af sumum
Pe'rra. Það eru nú rúm 30 ár síð-
an að dr. Valtýr Guðmundsson lét
E'mreiðina flytja myndir af hinum
fyrri frumsmiðum han^ (Drer.gur á
b*n, 1894; Refsinornin, 1896). Síð.
nn hafa birzt i blöðum heima og hér
vestra myndir af nokkrum seinni ári
verkum hans, svo sem Ingólfi Arn-
arsyni landnámsmanni, Þorfinni
karlsefni, Jóni Sigurðssyni forseta
o. fl. Gestur Islendinga hér i bæ
var Einar og kona hans brot úr
sumri, arið 1918. Fáir munu þeir
verða, er því láni áttu að fagna
að kynnast honum þann stutta tima,
er gleymt geta hinu ljúfmannlega
viðmóti hans og innileik. "Þar varð
hlýr hugur hverjum gesti," eins og
Þorsteinn kvað.
Nú um nokkur ár hefir Einar búið
heima í Reykjavík. Fvrir rúmu ári
siðan fór hann til Khafnar, með
konu sina, til að leita henni laekninga.
Meðan þalu dvöldu ytra réðist hann
' að gefa út litmyndasafn af öllum
helztu verkum sinum, og munu vinir
hans hafa heldur hvatt hann til þess.
Rókin er i stóru 4 blaða broti. 84
bls. að stærð, í sterkri kápu. Fram-
an á kápunni stendur- í\pinskonar
skurðletri: “Einar Jónsson Galta.
fells, 1894—1925’’. Fyrsta myndin
í bókinni er diskur/ A börmunum i
kring í fögru höfðaletri stendur;
“Einar Jónsson Galtafells”, en inn-
an í hringnum er mynd af íslenzkum
sveitabæ (Galtafelli ?), er stendur und
ir háu felli. Bak við fellið eru há
fjöll, en framan við bæinn eru græn
ar grundir og hross í haga og ting.
menni að leikjum.
Örfá eintök bókarinnar voru send
hingað vestur um hátíðaleytið i fyrra.
þeirra var lagt fram á þingi Þjóð-
ræknisfélagsins, og sú fyrirspurn
gerð hvort ekki væru tök á þvi að
koma bókinni út á meðal almennings.
Allir voru á því máli, að þeir, sem
annars væru nokkurs megnugir,
myndu vilja eignast ritið. Engar
ráðstafanir voru þó gerðar, en ýms.
ir buðust til þess að fara um með
boðsbréf í sinu nágrenni, ef út Væri
gefið og þeim sent'. Aðrir skrifuðu
sig fyrir bókinni. Með þvi að engin
nefnd var skipuð til þess að sjá um
þetta, tóku þeir sigj til, er undir grein
þessa rita, létu prenta boðsbréf, strax
að þinginu loknu og sendu það út
um allar bygðir, til þeirra manya -er
þeir báru traust til, að helzt myndu
vilja taka á sig eitthvert ómak fvrir
útgefandann. Boðsbréfið tók fram
verð bókarinnar og söluskilmála, og
var á þessa leið:
Listamaðurinn og myndhöggvarinn
góðkunni, Einar Jónsson frá Galta-
felli, réðisf í það, fyrir áeggjan nokk
urra vina sinna, að gefa út, á síðast..
liðnum vetri, litmvndasafn af öllu
verki sínu, eins og því nú er komið.
Bókin var gefin út í Kaupmanna-
höfn og er prýðis vönduð, bæði að
prentun og pappír. Heiti myndanna
er sett á fimm tungjumálum fensku,
íslenzku, dönsku, frönsku og þýzku)
við hverja mynd, og á eftir mynda.
safninu er gagnorð og greinileg lýs-
ing listamannsins og verkahans. Er
ritgerð þessi saniin af dr. Guðm.
Finnbogasyni, og prentuð á þrem
tungumálum — íslenzku, dönsku og
ensku. Að lokum skrá yfir verkið
með ártölum listaverkanna.
Bók þessi er alveg sérstök í bók.
mentum Islendinga. Auk þess sem
hún varpar ljósi og frægð yfir land
áttu þessa ágæta sonar þjóðarinn-
og lýð, seni og| alt starf og æfibar-
ar, rnælir hún á allshqrjar tungu
allra manna, svo að hver listhneigð-
ur maður hefir v hennar not, hvaða
máli sem hann niælir.
Sjálfur hefir Einar Jónsson orðið
að kosta þessa útgáfu, og hún orðið
honum dýr. Hann er ekki verzlun-
armaður, og hefir því ekkert gert til
þess, að koma henni á framfæri, En
með því að vér undirritaðir teljum
það víst, að öllum íslendingum, eigi
siður hér en heima á ættjörðinni,
þyki vænt um E. .T., þvki bæði á-
nægja og frami að því að eignast
eftirlíkingar af verkum hans, höf.
um vér tekið oss það leyfi að ávarpa
vður með þessum línum og fara þess
á leit, tð þér takið á móti meðfylgj -
pndi boðsbréfi og ýefið sem flestum
kost á, í yðar niírenni, að skrifa sig
fyrir og eignast bókina. Mælumst
vér til, að fengnum áskrifendum,
séu boðsbréfin endursend oss, svo
ætlast megi á um eintakafjölda, er
pantaðar verði hingað vestur. Af-
greiðslu og útsendingu höfum vér
hugsað oss að annast, ef það gæti
orðið til hagræðis fyrir höf og
væntanlega kaupendur.
Verð bókarinnar á Islandi er kr,
20 í skrautkápu,' en kr. 25 í vönduðu
bandi. Eftir núverandi krónugengi
yrði verðið í vorum peningum $4.70
og $5.90. Ofan á þetta bætist toll-
ur, söluskattur og burðargjald, svo
að i kápu\ verður bókin hingað kom-
in $6.00, en í bandi $7.40. Sölulaun
verða engin greidd hér eöa kostnaður
| á bókina lagður, því að það er löng-
un vor, að höfundurinn njóti þess
hagnaðar, sem auðið er, af þeim
fáu eintökum^ er hér kunna að selj
ast. Pantanir þyrftu helzt að vera
komnar inn ekl:i seinna en um 10.
ágúst, Og peningar að fylgja sem
svarar helmingi verðs. Strax og bók,
in kemur að heiman, verður hún aug
lýst hér í báðum ísl. blöðunum og
send kaupendum jafnskjótt og af-
gangi verðsins er skilað í vorar hend-
ur. v
Með virðingU og vinserhd,
Jón J. Bíldfell Bj'órn B. Jónsson
R'ögnv. Pétursson.
Winnipeg, Man., 3. marz 1926
Nokkrum vonbrigðum hefir það
sætt, hve fáir hafa svarað fram til
þessa, eða gert noLkra grein fyrir
því sem þeir eru beðnir að gera í
boðsbréfinu — einir 10 af 130. Þó
má ganga að því sem vísu, að fjöldi
manna vilji eignast bókina. Eru nú
liðnir 3 mánuðir fratn yfir þann tíma
er tiltekinn var, að pöntunum skyldi
lokið, og má naumast lengur svo til
ganga. Að draga að senda pöntun
hein>, er rangt gagnvart því fólki,
sent búið er að panta bókina fyrir
löngu síðan og á hennar von með
Itverjum degi úr þessu. Þeir sem
því kynnu að vilja eignast bókina.
eru beðnir að tilkynna það undirrit-
uðum tafarlaust, og eigi síðar en
íyrir ntiðjan næsta mánuð (15. des.).
Eftir þann tíma verður eigi tekið á
móti pöntunum, og ekki verður bók-
in heldur til sölu hér vestra, þvi að
um fleiri eintök verður ekki beðið
en pantanir erit fyrir þegar peninga
sendingin fer heim.
Jón. J. Bíldfcll'. ....
Björn B. Jónsson.
Rögnv^ Pétursson.
—--------x————
Príórinn frá Caldey.
Hér í bænum er staddur göfugttr
gestur, herra Wilfrid Upson, O. S.
B., príór i Caldéy, en er nú á förum
á e.s. Gullfossi. Hann hefir ferð-
ast til Þingvalla, Geysis og Gullfoss
og farið h^- um nágrennið. Visir
hitti hann að máli og lét hann hið
bezta yfir för sinni. Hann sagði, að
það hefði verið hending ein, að hann
fór hingað. Hann hafði mikið á
sig lagt og læknir réði honunt til ^
að hvíla sig. Og þegar rætt var [
um, hvert hann skyldi fara, nefndi'
einhver Island á nafn, og ákvað hann
þá að fara hingað. Hann sagði, að
sér þætti landið fagurt og einkenni-
legt, og fanst mjög til um hverana,
og hugði, að mikið gagn mætti verða
að þeim. Hann sagðist hafa skemt
sér við að skoða listasafn Einars
Jónssonar og listasafnið í Alþingis-
húsinu, og lét mjög vel yfir þvi.
Hann kvaðst hafa komist í kynnn við
Kjarval málara og séð nokkuð af
myndum hans. Sagði hann'að sév
virtist hann hugkvæmur snillingttv
(creative genius), sem hefði ekki enn
fundið list sinni fastar skorður. —
Hanti • sagðist (hafa orðið þeirrar
skoðunar var hér, að íslenzkir lista-
menn stæðu illa að vígi, af því að
listastarfsemi væri ung í landinu, en
hann kvaðst sjálfur telja það kost,
því að þeir væru þá óbundnir af
fornum venjum, og gætu þess vegna
farið sinna ferða fremur en þeir,
sem bundnir væru við gamlan lista-
sniekk.
Unt klaustur sitt og munkareglu
sagði priórinn oss það, sem hér fer
á eftir:—
Benediktsklaustrið í Caldey, eyju
við Wales, er helgað St. Samson,
dýrlingi, sem uppi var á 6. öld.
Munkalífi var stofnað innan ensku
(mótmælenda) kirkjunnar árið 1895.
— Nájega öllum munkunum varv veitt
viðtaka í kaþólsku kirkjuna árið
1913, og urðu þá að leggja mikið
í sölurnar, því að mótmælendur
höfðu lagt þeim mikið fé til, sem
þeir urðu þá að afsala sér. Eyjan
Caldey ér hér um bil 280 hektarar,
og er eign klaustursins. Þar er
stórt nautabú (kynbótagripir) og einn
ig saúðfé og grísir. Þar eru 5 stór
vermihús og þar ræktaðir ýrnsir á-
vextir, svo sem vinber, ferskjur,
fíkjur og tómatar.
1 klaustrinu eru um* 40 manns, og
eru 13 þeirra prestar. Avalt er þar
tjengið í hvítum klæðnaði heima fyr-
ir. — Helzta iðja er guðsþjónustur
(Opus Dei); fyrsta messa er kl. 5
að morgni.
Munkarnir vinna ýmiskonar störf,
handiönir og listir, að dæmi miðalda-
munka. Þeir búa til litað rúðugler,
sem þar er brent og mótað, í kirkju-
glugga; myndir eru málaðar, hand-
rit skrautrituð, bænkur bundnar, unn-
inn prestaskrúði (sem borinn er fyrir
altari), revkelsi er blandað úr efn.
um frá Arabíu, og gjripir skornir í
tré.
Mikil bókmentastörf eru unnin; eitt
timarit er gefið út fjórum sinnum á
ári og mánaðarrit, sem helgað er
tíðagerðum og klausturmálefnum.
Hver munkur vinhur að minsta
kosti eina stund á dag að garðyrkju
störfum.
Kjöts er ekki neytt nenta örfáa
daga á ári. *
Eyjan er mjögi svipuð Viðey, en
helmingi stærri og háum hömrum
girt. Þar er Jiorp með 80 íbúum,
og eru þeir flestir kaþólskir. Þar er
stór kalksteinsnáma, og mikið flutt
út af kalksteini. 'Einnig er þar brent
kalk í kalkofni klaustursins.
Klausturhúsin eru ný og fögur.
þar er tvær gamlar kirkjur (frá 7.
og 8. öld) og eru þar einnig sungnar
messur á degi hverjum.
Keltneskir munkar voru í Caldey
‘frá upphafi fimtu aldar, sennilega af
saraa flokki sem þeirn, er kom til
Islands frá Irlandi. Þeir féllu fyrir
víkingum á 9. öld. Síðar var Bene-
diktsmunkaklaustrið stofnað þar og
hélst þangað til Hinrik VIII. lét af-
taka klaustur. Eftir það var engin
trúarleg starfsemi rekin á; eyjunni
utn 300 ár, þvi að þar var ekki kom-
ið á fót söfnuði eða prestur sendur
þangað eftir siðaskiftin. Kirkjurnar
báðar voru notaðar eins og bæjar.
hús, og i annari var smiðja, þangað
til nokkrum árum áður en munkarnir
fluttust þangað, en þá hafði etiskur
hákirkjuprestur keypt eyna, en hann
seldi munkareglunni eyna árið 1906.
(Vísir.)
Bj örgvinssj óð uri mt.
Aður auglýst ...............$2102.44
Frá Kvenfélaginu “ögn” í Los
Angeles, pr. Gunnar J. Good-
mundsson .................. 10.00
$2112.44
T. E. Thorsteinsson.
Mr. Sigfús Halldórs frá Höínum
syngur við "Candlelight Service”
ungnteyjafélagsins Oldunnar á föstu
dajjinn kemur, 19. þ. m. I Sambands.
kirkjunni.
AUKA LESTIR
--------TIL HAFNA f SAMBANDI VIÐ-------------
SIGLINGAR TIL EVROPU
SÉRSTAKIR SVEFNVAGNAR
FRA VANCOUVER, EDMONTON, CALGARY, SASKATOON, REGINA
vertía fcstlr vlS miknlOHfir til lin fnn rstu'Kn 1 sam-
linnili vltl eftirfylgrjnmll jólnferívir nkipnnnn:
FYRSTA LEST frrt A^’Innlpes: 10 f. h. 2.‘t. nftvemlier til Montrenl,
nær namhandi vitS e*n. “Athenin’* 25. nðvtmber, tll Delfnxt*
LAverpool ojs Glaagow.
iiXXlR IíKST frA Winnipes 10 f. h. 25. növember tli Q,uebec (með
nyrbri brnutinnl) nær siinibnmll vÍS e-n. “ReJs:lnn’, 27. növ.,
til Heifnst, Glnagow, klverpool.
Miiai v LEST frA Winnipejc 4,20 e.h. 2. (lenember, tii llnllfnx, nær
snmbnmll vib e»s. “I*ennluud,, O. desember, til Flymouth, Cher>
bourg, Antnerpen.
FJÓÖHTíA LEST frA Winnlpejtr 10 f.h. O. desember, tll Hnlifnx, nær
snmlinndl viö e-s. “L.etitIn,, 12. desember tll Ilelfast, Liveryool,
GlasKovv.
FIMTA LEST frA WlnnipeK 4,20 e.h. O. des., tll Hnllfnx, nær sam-
bnmli viti es. “IIaltlc,, 12. des. ttl tlueenstoivn, L.iverpool.
S.JÖTT \ I.EST frA Winnlpeg: 10 f.h. 10. desemher, tll Hnllfax, nier
sambamll viö e.s. “Antonla,, 12. desember, tll lMymouth,
CherbourK, London.
SÉRSTAKIR TOURIST SVEFNVAGNAR.
veríía nemllr (ef n»KÍr fnrþeKnr) frft
VAMOIVER, EDIHONTOK, CAUí.f IIY, SASKATOON, REGIXA
I nunibnndl við siiilInlinr
E s. “STOCKHOLM" frá Halifax 5. desember, til Göte\borg.
E s “ESTONIA” frá Halifax 9. des. til Kaupmannahafnar.
E.s. “FREDERIK VIII” frá Halifax 10. desember, til Kristianssand,
Osló, Kaupmannahafnar.
Alllr umbobsmenn Canadinn Nutionnl Ratlways munu fúslegn gefn
ySur upplýsingar,
efin skrifib tii W. J. (IIIVLAX, Dlstrlet I’nsnnnger Agent, Wlnnipegr
5KEMTIFERDIR
Austur Canada
1. DESEMBER 1926 TIL 5. JANÚAR 1927
KYRR AHAFSSTROND
VISSA DAGA 1 DESEMBER, JANCAR, FEBJiCAR
Yegna þess að hún er áreiðanleg.
—Ein þýðingarmikil ástæða til a5 nnta Canadian National þjónustu.
hátið oss aðstoða yður við að ráðgera ferð yðar. Allir umboðsmenn ráðstafa
fúslega því nauðsynlega, bjóða lág fargj'óld, panta rúvi, gefa allar upplýsingar.
Eöa Mkrlfiff W. J. QL'IXLiAX, Dlstrict PnssenRer Aj?cnt, Winnipes:.
CftHADIAN NATIQNAL RtllWAYS