Heimskringla - 08.12.1926, Blaðsíða 4

Heimskringla - 08.12.1926, Blaðsíða 4
4. BLAÐSlÐA. HEIMSKRIN GLA WINNIPEG 8. DES. 1926. Hdntskrin^Ia (StofnaTt 1886) Kfnor flt fl liverjnin mHJTlkodefi EIGENDDR: VIKING PRESS. LTD. 853 ob S55 SARGENT AVE., WINNIPEG. Tnlafml: N-6537 VerD blaSsins er $3.00 Argangurinn borg- lst fyrirfram. Allar borganlr sendist THE VIKING PREBS LTD. 8IGFÚS HALLDÓRS frá Höfnum Ritstjórl. JAKOB F. KRISTJÁNSSON, Ráðsmaður. Ptanftttkrift til blabslnllt THB VIKING PRESS, L,td., Box 8105 Utan Ankrlft tll rltatjöranai BDITOR HEIMSKRINGLA, Box 8105 WINNIPEG, MAN. “Heimskringla is publlshed by The Vlklnsr Preatt Ltd. and prlnted by CITY PRINTING A PUBLISHING CO. R53-K55 Snrsfnt Art- Wlnnlpeg, Mnn. Telephone: .86 5357 WINNIPEG, MAN., 8. DESEMBER 1926 Stjórnmálahorfur á Bretlandi. Svo nefnist grein eftir prófessor Har old J. Laski, sem nýlega birtist í einu helzta vikublaði Bandaríkjanna. Gefur hún ágætt yfirlit yfir afstöðu flokka og einstaklinga, og þykir þvf rétt að birta hana hér, lesendum til glöggvunar. Prófessor Laski er stjórnmálum allra manna kunnugastur, enda er hann pró- fessor í stjórn- og hagfræði við háskólann í Lundúnum, og frægur rithöfundur á þeim sviðum. Hann hafði á hendi em- bætti í þessum fræðum hér í Ameríku, en er kenningafrelsi hans var misboðið af þröngsýnu skólaráði, tapaðist hann til Englands, þar sem honum var tekið með opnum örmum. í sambandi við fyrstu grein ritgerðar hans má geta þess, að Heimskringla spáði nákvæmlega hinu sama um afdrif liberal- flokksins enska fyrir tveim árum síðan. I>á þótti sumum það ganga goðgá næst, en öðrum þótti spáin bamaleg. En svo hljóðar grein prófessor Laski: * * * I. Síðustu vikurnar hefir flokkaskiftingin á Englandi komið greinilega í ljós. Það, sem á milli ber, hefir greinilegast mátt fræðast um af allsherjarþingi conserva- tíva að Scarborough; allsherjarþingi verkamannaflokksins að Margate og frá- för Oxford lávarðar. Það er augljóst að tvíflokkafyrirkomulagið er aftur komið á. Og nú er iangtum auðveldara að skilja hvað skilur verkamanna- og conserva- tívaflokkinn. Fundurinn í Scarborough gerði út af við stefnu Baldwins innan conseiwatíva flokksins. Hann var ekki maður til þess að jafna kolaþrætuna, og hinar daufu undirtektir sem áskorun hans um iðnfrið fékk, er h'ka órækur vottur þess, að for- menska hans er nafnið eitt. Það mátti sjá í vor, að hann áleit að vísu allsherjar- verkfallið vera böl. en böl sem ætti að bæta með lækningu en ekki með hegn- ingu. Fylgismenn hans leggja þar á móti langtum meiri áherzlu á hegninguna. Þeir eru hræddir við sigurför hugsjóna verka- mannaflokksins. Þeir eru sannfærðir um að velmegun Ameríku sé að mjög miklu leyti því að þakka hve iðnaðarmannafélög in þar eru veikburða; þessvegna er þeim áhugamál, á annan bóginn. að koma í veg fyrir það, að næsta verkamanna- stjóm geti fullkomlega hagnýtt sér meiri- hluta sinn, og á hinn bóginn, að hafa svo harða hönd í bagga með innbyrðis- samtökum iðnfélaganna. að þeim verði að kalla má ómögulegt að nota verkföllin sér til sigurs, eins og áður. Mr. Baldwin situr að völdum að nafn- inu til aðeins; í raun réttri eru taumarnir í höndum ofstækismannanna, sem ríða geyst að marki. — Scarborough fundurinn var helgaður tvennu: breytingu á lávarðadeildinni og takmörkun á samtökum iðnaðarmanna. Allir flokkar vilja breyta lávarðadeildinni. En sá er munurinn, að bæði verkamenn og liberalar eru á því, að sú breyting megi á engan hátt rýra vald neðri mál- stofunnar, — og mikill hluti verkamanna flokksins vill afnema efri málstofuna, T en conservatívar viija fyrir hvern mun gera lávarðadeildina sem styrkasta, áður en verkamannaflokkurinn kemst aftur að völdum. Þeir hafa þar tvent fyrir augum: 1 fyrsta iagi, að aðallinn sendi sem flesta fulltrúa til efri málstofunnar, og í öðru iagi er þeim áhugamál, að lykla I völdin að fjárhirziunni verði ekki alger. ! og Mr. E. D. Simon, opinberlega á sveif ina með Lloyd George, móti foringja sín- um. Nú stendur sæti hans autt. Tilraun- irnar til að skipa það lávörðunum Beau- champ eða Reading, stranda á því, að arfgengir aðalsmenn eru nú á dögum ekki kosnir flokksforingjar. Sir Herbert Sani- uel, sem hefir setið hjá deilunni, kemur ekki til mála, af því hann á ekki sæti á þingi, og óvíst að hann yrði nokkurs- staðar kosinn. Mr. Lloyd George heldur áfram að verða foringi flokksins á þingi, þótt Sir John Simon, Mr. Runciman, Wedgwood Benn höfuðsmaður, Sir Geo- frey Collins o. fl., viðurkenni ekki forystu hans. Ekki er útlit fyrir að þessi mis- klíð jafnist fyrst um sinn af því að stuðn ingsmenn Oxford iávarðar eru sannfærð • ur um, að forystuafsal hans sé að kenna hollustuskorti Lloyd George’s. Hinn síð. arnefndi hefir enn kosningasjóðinn við að styðjast og töiuvert af sínu forna á- hrifamagni; en honum er vantreyst frá er ekki gott að segja; en fari svo, þá er j öllum hliðum, og engum veitist auðvelt enginn efi á því, að meira reynir á stjórn- að leggja trúnað á hollustu hans eða ein- lega í höndunum á neðri málstofunni. — Þetta er skiljanlegt. í fyrsta lagi eru nú tólf verkamannalávarðar og um hundrað liberal lávarðar í efri málstofunni; hin sex hundruðin eru allir conservatív. Það er því víst, að ef aðlinum er gerður enn auðveldari aðgangur að efri málstofunni, þá eykur það á flokksstyrk conservatíva þar, enda myndi enginn annar flokkur vilja greiða götp arfgenga aðalsins þang- að. í öðru lagi vita það allir, að vegurinn til jafnaðarsigurs, verður bezt ruddur með sköttum. Ef báðar málstofurnar eiga nú að fá jafnt vald yfir fjárhirzlunni, þá er þar með loku fyrir það skotið, að verkamannaflokkurinn fái okkrum sér- legum nýmælum komið við á fjárlögun- um. Þetta aðhyltist fundurinn, sem einn maður, og Mr. Baldwin varð að Iofa því, enn á ný, að hann skyldi koma á lögum í þessa átt, áður en hann gengi næst til kosninga. Hvort honum hepnast það, áður en almennar kosningar fara fram, arfar og þingræði, er verkamannaflokkur inn kemst aftur að, en nokkru sinni áð- urur, síðan 1688. Hatrið, sem conservatívar bera til iðn- félagarina, kom mjög ótvírætt í ljós á fundinum við umræðumar um iðnþrætu lögin (The Trade Disputes Act). Við hverja árás á iðnfélögin glumdu við fagn lægni. Eg hygg að Mr. Lloyd George hafi haft rétt fyrir sér, en Oxford lávarður rangt, í því sem þeim bar á milli — um hvernig taka bæri á allsherjarverkfallinu. — Þess vegna er það skiljanlegt, að mönn um veiti erfitt að átta sig á Mlr. Lloyd George, þá er hann nú stendur á því fast ara en fótunum — þrátt fyrir óteljandi aðarópin, en öllum tilraunum í þá átt að i mótgögn að skoðanir þeirra Oxford lá- varðar á allsherjarverkfalli séu nákvæm- lega hinar sömu. Liberal flokkurinn er í stuttu máli all- ur í molum, og ekkert útlit fyrir að benda á, hve margbrotin þessi mál væru, og hver nauðsyn bæri til að fara gætilega, eins og gerði Sir Leslie Scott, fyrverandi ríkislögmaður, var tekið með reiðiþrung- inni óþolinmæði. Fulltrúar kröfðust þess að allsherjar verkfall skyldi talið að ei- lífu ólögmætt. Þeir kröfðust þess, að verkföll skyldu alls ekki mega eiga sér stað, nema það væri áður samþykt með almennri og leynilegri atkvæðagreiðslu Þeir kröfðust, að bann skyldi leggja við verkfallsverði (picketing); og heimtuðu, að því skyldi komið í lög, þvert á móti því sem nú er, að enginn verkamaður skuli mega leggja fé í kosningasjóð iðnfélaga, nema hann hafi áður gert skýlausa þá fyrirætlun sína. Einn af hinum ráðsett- ari íhaldsmönnum (Tories), sem viðstadd ur var, sagði mér að andrúmsloft fund- arins hefði verið þrungið af þeim tilfinn. ingum í garð iðnfélaga, að líkast hefði verið og fyrir hundrað árum síðan; “það var,” sagið hann, “svartasta afturhald blandað með flanhyggju”. Svo æstir voru menn, að einn af aðalmönnum flokksins, blessaði yfir þessi stefnuatriði; og Mr Baldwin varð að lofa fuiltrúunum, í hálf. sauðarlegri ræðu, að reyna að fá þessum atriðum komið í lög. Fundurinn hélt sína árlegu bænagerð á móti Rússlandi, og þá gleymdi hann heldur ekki að viðra hina óviðjafnaniegu dýrð og afreksverk heims. veldisins brezka. Eg hygg að mönnum geti ekki bland- ast. hugur um það, eftir Scarborough fundinn, að friðarvilji Mr. Baldwins er algerlega magnlaus. Conservata'vi flokk- urinn er nú orðinn stóreignaflokkur, sem byggir stefnu sína aðallega á framleiðslu stóriðjunnar, og krefst þess að lög og réttarstofnanir þessa lands, skuli notað til hins ítrasta í þarfir núverandi fyrir- komulags og því til varnar. Allsherjar- verkfallið gaf þeim enga hugmynd um, að nokkuð gæti verið að þessu fyrirkomu- Iagi; það aðeins staðfesti í sálum þeirra þann ægilega grun, að æsingalaupum Bolshevika væri um að kenna. Ástríðufull hollusta iðnfélagsmanna við félagsskap sinn vekur ekki þessa conservatíva til um- hugsunar, heldur til bræði. Hræðslan við verkamannastjórn er svo megn, að flokk- urinn er þess reiðubúinn að gerbreyta öllu •öggjafarfyrirkomulagi Bretlands, til þess að koma í veg fyrir að slík stjórn geti komið nokkru í framkvæmd, af því er hún ber fyrir brjósti. — Vel má vera að con- servatívar vinni; en fari svo, þá er mér óhætt að spá því, að fjöldi verkamanna, sem nú eru hollir þingræði, muni þá iáta hrekjast yfir í hóp sameignarmanna (kommúnista). II. Föstudaginn l’. október lét Oxford iá- ' varður af stjórn liberala flokksins. Er 1 þar með endir bundinn á 50 ára virðingar. vert æfistarf; göfgað af hollustu til vina 1 sinna og alúðarskyldurækni, sem enginn maður hefir betur sýnt í starfi sínu í brezkri stjórnmálasögu. Hvers vegna sagði Oxford lávarður af sér? Eg hygg að ein ástæðan sé sú, að honum mishepn aðist algerlega að bola Mr. Lloyd George út úr iiberala flokknum, eftir ailsherjar. verkfallið, þótt hann hefði til þess fylgi allra nafnkendustu leiðtoga flokksins. I fyrsta lagi vildi Lloyd George ekki fara, og ; í öðru iagi, snerust hirtir frjálslyndari liberálar, Mr. Keynes, Mr. Ramsay Muir gengi hans aukist. Flokkurinn er stefnu laus í iðnaðarmálum. Landbúnaðarstefna Lloyd George’s á sér fáa örugga fylgjend. ur, og flestir flokksmenn fylgja Sir Er- nest Benn og Sir Hugh Bell, sem enga sjálfstæða stefnu vilja taka, heldur aka seglum sem hægast eftir vindi. Liberal flokkurinn telur gáfaðasta menn í sínum hóp, en herlausir foringjar eru gagnslaus- ir. Það 'virðist eiga helzt fyrir þeim að liggja, að vera miðlunarflokkur á þingi milli stórflokkanna. En ekkert útlit er fyrir því, að liberalar taki nokkurntíma framar stjórnina í sínar hendur. III. Strax eftir Scarborogh fundinn hélt verkamannaflokkurinn ársfund sinn að Margate, og hygg eg að .flestum komi sama um, að það sé bezti verkamanna- fundur á síðari árum. Fulltrúarnir voru athugulir og árvakrir; og þegar eitt afar mikilvægt málefni — hófstilling fæðinga (birth control) — Kom á dagskrá, þá höfðu þeir kjark til þess að láta ekki flokksstjóruina hnýta upp í sig. Forset- inn, Mr. Robert Williams, hélt þar ræðu, sem að vísu var ekki lýtalaus að efni eða orðfæri, en þó að því leyti merk, að hún bar öfgamanninum, er verið hafði, vott um það, að hann væri nú kominn á þing- ræöishliðina; “sameignarmennimir”, sagði hann, “byggja alla sína von á næsta alls- herjarverkfalli; verkamannaflokkurinn byggir sína á næstu ailsherjarkosning- um.’’ Merkilegast á fundinum var hóf- gæzla háns. Hann neitaði sameignar- mönnum inngöngu í verkamannaflokkinn með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða; hann aðhyltist þá stefnu í landbúnaðar- málum, að bæta núverandi eigendum að fullu, ef taka þyrfti lönd þeirra; afneitaði öllum tillögum um “gauragang” í neðri málstoíianni, og að leggja aðflutnings- bann á kol til Englands, til þess að hjálpa námumönnum. Vinstrimenn flokksins vöktu helzt eftirtekt á sér með sárbeitt- um árásum á hina núverandi leiðtoga. en beir höfðu þó sjálfir ekki örmul af sjálfstæðri viðreisnarstefnu. Það lízt mér illa á, því Mr. McDonald og vinir hans gerast nú hugmyndasnauðir, og bíða þeirra vopna, er þeim kunna að berast daglega í hendur á þinginu, heldur en að herjast fyrir ákveðinni stefnuskrá. Ef vinstrimenn flokksins hættu að taka sér f munn margtuggin stóryrði, en kæmu sér í þess stað saman um einfalda og greinilega sundurliðaða stefnuskrá, þá er eg viss um að þeir gætu sporað foringja flokksins langtum lengra í áttina til öfl- ugrar jaiifnaðarstefnu og fnamkvæmda, en þeir nú vilja, eða neyðast til að fara. —- Helztu umræðuefni fundarins var verk- ! bannið og landbúnaðurinn. Námumenn vildu ne)fskatta iðnfélögin:, og koma ’ á aðflutningsbanni á kolum. Mr. Thomas og Mr. Tillett gengu mest fram í því að fella þessar tiliögur. Kostnaðurinn, er allsherjarverkfallið hafði í för með sér, og fjárhagsvandræði og atvinnuskortur, var nóg til þess að ófæra þótti að sam. þykkja þær. Þess vegna lét fundurinn sér nægja að iáta í ljós megna óánægju út af hinni afar heimskulegu (vægast sagt) stefnu Mr. Baldwins, og lýsa yfir því' að flokkurinn skuldbindi sig til þess að koma námunum undir ríkið, undireins og færi gefst. Flokk- urinn gat varla annað gert. — Samt sem áður hefði verið bæði skynsamlegt og mannúðlegt, að reyna að fá menn til þess að leggja eitthvað af mörkum við námumenn, og þingflokkurinn hefði gert skynsamlega, ef hann hefði stofnað til félags- skapar (líkt og Anti-Corn Law League forðum), er gengist fyr- ir því, fram að næstu kosning- um, að prédika ríkisrekstur námanna, sýknt og heilagt. — Eins og fór, urðu námumenn að berjast hetjubaráttu sinni ná- lega einir. Vafalaust eiga þeir sjálfir nokkra sök einangrunar sinnar, en jafnvíst er, að þeir höfðu rétt til þess að vonast eft- ir meira örlyndi, en varasemi fundarins lét þeim í té. Umræðurnar um landbúnað- inn voru afbragð. Segja má að flokkurinn hafi skuldbundið sig til þess að fá því framgengt, að ríkið kaupi jarðirnar og leigi þær svo ábúendum, við leigu- skilmála er héraðsnefndir setja, er að hálfu séu skipaðar verka- flokksmönnum. Kaupverð skal fara eftir árlegu skattmati jarða. Skulu jarðir teknar gegn endurgjaldi; ekki þó af því, að þar með sé endurgjaldsaðferðin viðurkena, heldur af því ein. göngu, að auðveldara er að þjóðnýta að mönnum ánægðum en nauðugum. Með vorinu á að hefja heljarmikið starf til fylgis þessari stefnu; skýra yfir- burði hennar og binda þannig enda á hin algerðu yfirráð íhaldsflokksins yfir landbún- aðinum. Margar ástæður eru til þess að þetta ætti að geta hepnast. Sérfræðingar, sem jafnvel eru utan fiokka mæla nú með þjóðnýtingu. Auk þess hefir íhaldsflokkurinn ekkert gert fyrir landbúnaðinn, að kalia má, síðan hann komst að, og bændur og vinnufólk hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum. Langtum fleiri hafa nú gerst talsmenn samlagssölu og inn- flutnings ríkisins á hráefnum, síðan menn hafa farið að glöggva sig á reynslu ófriðarár. anna. — Algerður ósigur sameignar- nianna kom ekki á óvart. Að sumu leyti var það illa farið, því að þeir eru einhverjir dugmestu mennimir innan verkamanna- hreyfingarinnar, og leiðtogi þeirra, Mr. Harry Pollitt (ný- kominn: úr fangelsi) var ein- hver gáfaðasti og áreiðanlega lang-geðfeldasti maðurinn á fundinum. Á tvennu villast þeir helzt. Alla, sem ekki eru á sömu skoðunar og þeir sjálfir, álíta þeir siðferðislega bófa og ausa án afláts svívirðingum á menn, sem allur flokkurinn ann og virðir. Og í hiýðni sinni við Third Internationai hamast þeir fyrir ýmsum málum, sem verka mannaflokkurinn er andvígur og þar að auki er óhugsandi að koma í framkvæmd. Einnig skaða þeir málstað sinn, þó minna sé, með því að lúta stöð- ugt að hinu auðvirðilegasta ráða bruggi og bollaleggingum, og að glæða þann flokkadrátt, sem þeir einmitt banna innan sinna eigin vébanda. Þeim í vil má segja það, að útilokun þeirra frá flokknum er að minsta kosti að nokkru leyti að kenna hræðslu Mr. MacDonalds og hans líka, við hvað kjósendurn- ir mundu segja, ef flokkurinn leyfði enskum “Moskóvítum” inn fyrir þröskuldinn. útilokun þeirra dregur þrek og þrótt frá fiokknum, en þeir mega sjálfum sér um kenna. að vilja ekki skifta við allan flokkinn af hreinskilni og hollustu. Eg verð að fara fliótt yfir önnur fundarstörf. Fundarkon ur fengu samþykt, að hjálparfé- lög mæðra, sem eru grein af heilbrigðisráðuneytinu. skuli veita þeim, sem þess óska, fræðslu um fjöigunar- og fæð- ingarvarnir (birth control). — Konurnar fengu þessu fram. gengt, bæði af því að menn ját- uðu, að mest tillit bæri að taka DODD’S nýmapillur eru bezta- nýmameðalið. Lækna og gigt, bakverki, hjartabilun, þvag- teppu, óg önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan. eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllum lyfsögum, eða frá The Dodds Medicine Co.t Ltd. Toronto, Ontario. til sjónarmiðs kvenna, og aö nokkru leyti vegna þess, að til- raun Mr. MacDonalds, að fá tillögu þeirra kveðna niður, var svo einkennilegt sambland af skirlífistilfinningum og barna. skap. — Fundurinn skuldbatt sig til þess að afnema þá lög- gjöf (sem sagt er að Baldwin ráðuneytið hafi með höndtim), er bannar starfsmönnum ríkis- ins að ganga í verkamannaflokk inn. Fundurinn mótmælti harð- lega stórveldisstefnu Sir Austin Chamberlain í Kína. Fundurinn kaus frekar íhaldssama fram- kvæmdarnefnd, og hegndi for- seta fyrir árás hans á allsherjár verkfallið, úr forsetastól, með því að kjósa annan. Yfirleitt kom það glöggt fram á fundin- um, að hinir óbreyttu liðsmenn flokksins eru fuHir af eldmóði og hollustu við málstað sinn, og að þeir trúa því fastlega enn, að þeir fái komið endurbótahug myndum sínum í framkvæmd, með því að fara kosningaveg- inn. ‘ IV. Hafa þeir rétt fyrir sér? Ef nokkuð á dæma eftir aukakosn ingum, þá ætti traust kjósenda á íhaldsstjórninni að fara hrað- þverrandi. Jafnvel óvinir verka manna játa, að allsherjar kosn. ingar myndu auka mjög fylgi verkamannaflokksins. og ef stjórnin gengur í berhögg við iðnaðarmannafélögin, þá er eg þess fullviss, að verkamönnum félli skriða atkvæða í skaut. Þó verður fleira að athuga. Til dæmis er flokknum ekki sérlega vel stýrt. Mr. MacDonald er glæsilegur, fjörugur og mælsk- ur, en hann er útúrdúragjarn og deiglyndur, og hann er orðinn á eftir meirihluta flokksbræðra sinna. Þótt fylgisöflun og skipu lag flokksins sé hvorttveggin aðdáanlegt — Mr. Hendersoin er bezti flokksgæzlumaður, síð an Schnadhorst var uppi — þá er rannsóknarstarfsemin á sorg lega iágu stígi; sérstaklega eru iönaðarmannafélögin skilnings- lítil á nauðsyn rannsóknarstarf- seminnar og sein að láta sér skiljast nauðsynina á að halda góða sérfræðinga. Þó er við- urkent alment. að verkaflokks- menn í landinu tstki langt fram hinum flokkunum, að áhuga óg starfsþrótti. En ennþá fram- leiða margir flokksmenn, ef til vill, meiri hita en ljós. Eg býst við því að flokknuin vaxi fiskur um hrygg, og af því sem hér hefir verið skráð, má búast við hröðum vexti. En eg er ekki sannfærður um að meiri hluti atkvæða falli þeim í skaut að svo komnu. Millistéttirnar hafa aðhylst" flokkinn miklu treg ar en líklegt virtist 1919; má bezt sjá það á því, hve hikandi lög- mannastéttin er að taka kenn~ ingum hans. Mesta hættan, sem framundan er, er samruni við hina frjálslyndari liberala; Mr. Snowden er honum áreiðan lega mjög fyigjandi; og þótt Mr. MacDonald neyddist til þess að afneita þeirri hugsun að Margate, þá er leyfilegt að efast um, að honum geti ekki snúist hugur frá því. Eg er

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.