Heimskringla - 08.12.1926, Blaðsíða 5

Heimskringla - 08.12.1926, Blaðsíða 5
WINNIPEG 8. DES. 1926. HEIMSKRIN GLA 5. BLAÐSÍÐA. ÞJER SEM NOTIÐ TÍMBUR KAUPIÐ A F The Empire Sash and Door COMPANY LIMITED BírgSir: Henry Ave. East Phone: 26 356 » Skrifstofa: 5. Gólfi, Bank of Híamilton VERÐ GÆÐI ÁNÆGJA. sannfærður um að sá samruni myndi tvístra flokknum; og að það yrðu beztu mennirnir, sem yfirgæfu hann. Vandræðin eru þau, að án samruna er hætt við við að stjórnin verði minnihluta stjórn, og eg er á þeirra máli, sem halda því fram, að önnur minnihlutastjórn, líkt og sú er síðast fór með völd, myndi höggva óbætanlegt skarð í þann orðstír, er verkamannaflokkur- inn hefir getið sér fyrir einlægni sína. Með samruna mætti svo fara, að meirihluti næðiát á þingi, en þá myndi flokkurinn tapa öllum áhugamestu starfs- mönnum sínum. Sex eða sjö ár á þingi í andstöðu við ann- an eins flokk og íhaldsflokkur. inn brezki er nú, myndi hafa ó- mælda blessun í för með sér fyrir verkamannaflokkinn. — Hann yrði innviðastyrkari, hon. um stórykist fylgi út á við, og uýir foringjar myndu koma í Ijós. En auðvitað myndu sjö ár, með slíkri stjórn og nú er, auka stéttaríginn á Bretlandi, svo að stórháskalegt gæti orð- ið. Þeir, sem vilja setjast til dóms yfir Englandi, eins og það er nú, verða að muna það, að það er íhaldsflokkurinn, sem er fyrst og fremst stéttarflokkur Hann stendur fast á séreignar. réttindunum, og vill á engan hátt sveigja til. En án tilslök- unar í þá átt verður aldrei sam- félagsifriður á Englandi. En auðvitað er England framar öll- um öðrum iöndum land hinnar óvæntu tilslökunar. og má vel svo fara, að eitthvað hendi, svo að á málin verði bráðlega iitið frá öðru sjónarmiði. Sem stend- ur er erfitt að gerast spámaður. Að vísu er eg sannfærður um lokasigur framsóknarliðsins. En sigurbrautin liggur vafaiaust gegnum skuggadali vonbrigða og örvæntingar. ------------------- “Lanðafrœði og ást”. Hver sagði að Björnstjerne Björn son væri orðinn aftur úr tímanum? Konan, sem var að ráðleggja sam— ferðakonu sinni á Sargent strætis— vagninum i vikunni sem leið, að fara ekki að sjá leikinn “I-andafræði og ást , því það væri sagt að hann væri ekki þess verðtir, — hann væri svo gamaldags, svo “common”, — hefði átt aðfara þangað sjálf og vita hvoit hún hefði ekki fengið ósvikna augna og eyrnafylli, — ef hún þá ekki er ein af þeim, sem sjáandi sjá ekki og heyrapdi heyra hvorki né! skilja. ■ Að visu er þetta einn hinn gatnan— I samasti og á yfirborðinu alvöruminsti í leikur Björnsons, og að þvi leyti kann— ! ske hversdagslegur (common) á þessa | lands visu; því ef dæma má smekk ' fólks eftir því sem leikhúsin hér hafa tíðast að bjóða, þá eru gamanleikirnir, eða öllu heldur skrípaleikirnir, bezt þegnir. En sé nánar aðgætt verður það hverjum skynbærum manni ljóst, að þessi leikur Björnsons á ekkert skylt við slikan skrípagang eða leik- araæði, því á bak við fyndnina og fjörið leynist sárhvöss mannfélags— gagnrýni og djúp sálarfræðileg inn— sýni. Með þetta meðfram fyrir augum, var Leikfélag Santbandssafnaðar, er vitanlega á yfir litlu og óhentugu húsn^afði að ráða, mjög hyggið í vali, er það tók þenna leik til með— ferðar. Efnið margbætir nefnilega svo upp fyrir einfaldleika umhverf— isins. Enda minnist eg vart að hafa farið ánægðari út frá neinum leik, er landar vorir hafa sýnt, að öllu saman lögðu, enda þótt ýmsir hafi verið umfangsmeiri og erfiðari við- fangs. Alt gekk svo áferðarfallega og léttilega úr hendi, — ekkert hik, éngin sýnileg mistök, og svo ekkert af þessunt tuttuu mínútna til hálftíma þrautasetum á beinhörðum stólagörm unum'í rnilli þátta. ' Hið eina, sem kastað gat skugga á skemtilega kvöldstund, var að að— sóknin var léleg; og hefir líklega ill- viðrið og frostharkan átt mestan þátt inn í því. Ef félagið vildi sýna hann enn einu sinni í þolanlegu veðri, ætti það að geta fengið húsfylli eins og það fyllilega á skilið. Eg hálfhika mér við að nefna n<*kkra einstaka persónu — svo jafnt og vel fanst mér öllum farast. Tek eg þvi hinn kostinn, að minnast allra að einhverju. Aðalhlutverkið er auðvitað landa— fræðingsins, sem ekki aðeins hefir gert sjálfan sig að ánauðugum þræli sinnar eigin fræðigreinar, heldur og alt heimilisf ólkið. Herra Jakob Kristjánsson lék hann. Sá maður hefir svo þráfaldlega sýnt, að hann hafi listasmekk og leikarahæfileika. En óhætt má fullyrða, að aldrei hafi honum hetur tekist. Konu hans lék Mrs. Kristjánsson, og var hún ávalt sjálfri sér samkvæm og hlutverkinu trú. Dóttur þeirra lék Miss G. Benjamínsson, — var það eins vel gert og við var hægt að búast af ung— língi, sem líklega hefir aldrei fyr komið upp á leiksvið og auðh'eyran— lega á erfitt með framburð íslenzkrar tungu. Fóstru frúarinnar tók Miss Guðbjörg Sigurðsson. Þá stúlku hefi eg aldrei séð leika annað en rosknar konur, og tekst henni það ávalt hönduglega. Æskuvinkona frú— arinnar sýnist hafa svipað hlutverk þarna og Lona Hessel í “Samfundets Stötter” hjá Ibsen, — það að róta upp vanarykinu og hreinsa til í hug— unt og heimilisbrag vinafólks síns. Mrs. Halldóra Jakobsson lék hana nteð alúð og skörungsskap. Ritstjóri Heimskringlu lék ungan málara — stutt hlutverk, en eigi vandalaust. — Raddblær, svipbrigði og látbragð hans var eins og bezt verður á kosið fyrir þann karakter. Austurlandafræðing— inn tók Björn Hallsson. Var hann jafnan prúðmannlegur og sjálfum sér samkvæmur. Vinnukonuna — því í öllum svona leikjum þarf að # vera vinnukona — lék Miss F.lín Hall. o>í átti hún með látbragði sinu og gervi eigi minstan þáttinn í glaðværð á— horfendanna. Það er annars ánægjulegt að sjá, að Leikfélagi Sambandssafnaöar er andlega að vaxa fiskur um hrygg, —að því er æ betur og betur að skilj— ast, að peningarnir, er það kann að hafa saman, er ekki einka markmiðið, heldur og hitt, að reyna að halda í horfið að takmarki listarinnar. Er og eigi ólíklegt, að hinn listræni prestur safnaðarins, er um æfingarnar sér, eigi að einhverju leyti þátt í þvi. Eins langt og eg man, hefir hvergi verið á það minst í ræðu eða riti. hvílikt menningar- og þjóðræknis— starf örfáir, listelskir Islendingar hér vestra hafa verið að inna af hendi einmitt á leiksviðinu. En þó er það þess eðlis, að það verður aldrei til peninga metið. Þarf eigi að rökræða það á annan hátt, en með því að telja nöfn nokkurra þeirra höfunda, er leikir hafa verið sýndir eftir síðast— liðin 25 ár, :— svo sem Matthias Jochumsson, Indriði Einarsson, Jó— hann Sigurjónsson, Henrik Ibsen, Björnstjerne Björnson, Ludvig Hol— berg, Carsten Hauch, Christian Ho— strup, Gustav Gejerstam og fleiri. Þetta eru alt Norðurlandaskáld og þeir af bezta tæinu. Eftir suma þeirra hafa verið leiknir tveir, þrír eða fleiri leikir* og sumir leikirnir oft. Fróðlegt væri að vita, hve margir af þessum höfundum hafa verið sýnd ir hér á leiksViðum hinna Norður— landaþjóðanna á sama tima. Hœrnlangur. “Baráttan” og “Matur” Barátta og matur hafa lengi átt samleið í sögu mannkynsins. Barátt— an fyrir mat er baráttan fyrir lífinu. “Baráttan” og “Matijr” birtast á sama sjónarsviðinu, þegar tvö smá- leikrit með þessum fyrirsögnum verða sýnd undir umsjón Goodtemplara. “Baráttan”, fvrra leikritið, sem sýnt verður, er kjarnmikill sorgar— leikur. Baráttan er milli móður og dóttur. Móðirin hefir ráðið yfir heimilinu með járnhendi, en eldri dótt irin reynir að brjótast undan valdi hen.nar. Hvernig þetta tekst, og hver afleiðingin verður af óþjálni beggja, kemur frani i leikslokum. rz----------- SKEMTIFERDIR A ustur Canada 1. DESEMBER 1926 TIL 5. JANÚAR 1927 KYRR AHAFSSTROND VISSA DAGA 1 DESEMBER. JAXCA R, FEBRCAR Yegna þess að hún er áreiðanleg. Ein þýðingarmikil ástæða til að nota Canadian National þjónustu. LátiS oss aSstoða yður við að ráðgera ferð yðar. Allir umboðstnenn ráðstafa fúslega því nauðsynlega, bjóða lág fargjöld, panta rúm, gefa allar upplýsingar. Kðn Mkrlfltt W. J. (ll*l\L.V\, Dlatrict I>n8seI»«:el• A«ent, Wlnniiieg:. ClMilM Nfl T10NAL RailwaYS “Matur”, seinna leikritið, er skop— leikur, en þó í alt öðru gerfi en skop leikir ge/ast. Hann var saniinn á stríðsárunum, þegar matvara öll steig svo mjög i verði, aö mörgum varð að spyrja hverpig þetta ætlaði að enda. Einhver hagfræðingurinn tók sig til og reiknaði það út, að ef matvara héldi áfram að stíga hlut- fallslega í verði, og peningar félli hlutfallslega í gildi — ekki sizt ef efnafræðingarnir færu nú að búa til Sul| — þá yrði matur svo dýrmæt vara eftir ein hundrað ár, að hans þyrfti vandlega að gæta i öryggis- skápum; þá yrði sú matvara, sem nú þykir hversdagslegust, höfð í mikl- «m metum, og ýmsar aðrar — t. d. e8rg" aðeins miljónerafæða. Ut af þessum hagfræöilegu hug— leiðingum fæddist leikritið “Matur”, sem ber til skýringar auknefnið "Sorgarleikur framtíðarinnar”. “Baráttan” er þýdd af dr. Sig. Júl. Jóhannessyni, en "Matur” er þýddur af A. Swanson. Persónurnar í leikritinu “Barátt— an” eru fjórar: móðirin og börn henn ar þrjú. Móðurina leikur Miss Aðal björg Johnson', en Miss Elín Johnson, sem er hálfsystir frú Stefaníu sál. Guðmundsdóttur, kemur fram á leik— sviðið í fyrsta skifti, sem eldri dótt— irin. Yngri dótturina leikur Miss Asta Sæniundsson, og Sigurhans Sæ— mundsson son.inn, um 14 ára gamlan pilt. Basil, húsföðurinn i skopleiknum, leikur Mr. Ragnar Stefánsson, og rene konu hans, Miss Aðalbjörg Johnson. Þriðju persónuna í leikn— um, gamlan unnusta Irene, leikur Mr. Ölafur Eggertsson. A. J. ----------x---------- Rose Thcatre. Hið nýja leikhús, sem verið hefir í smiðum siðan seint í sumar, á horn— inu á Arlington og Sargent, verður opnað á morgun. Hefir verið mjög mikið til þess vandaö og ekkert spar að að allur útbúnaður væri sem allra beztur. Myndin, sem valin hefir ver ið fyrir fvrstu sýninguna. er “Why Girls Leave Home”, og er það í fyrsta skifti, seni hún hefir verið sýnd hér í borg. Þessi mynd hefir getið sér mikillar frægðar, þar sem Ifún hefir verið sýnd í stórborgun— um, og er að sögn mjög lærdóms— rík. Islenzkir mánaðardagar 1927 Mánaðardagar þessir eru nýkomnir út og að þessu sinni eigi ómerkari en áður. Flytja þeir myndir íslenzkra merkismanna, er mjög eru sjaldgæfar,og ættu því að sæta almennri eftirspurn. Myndimar eru af hinum eldri biskupum Hóla og Skálholts, er hver urn sig var atkvæðamaður á sinni tíð, en. allra fremst er rnynd af Hólakirkju er útgefandinn tók sumarið, sem hann dvaldi á íslandi 1912. Sá atburður ræður myndavalinu að þessu sinni, að á miðju næstkomandi sumri eru liðin 300 ár frá dauða Guðbrandar biskups Þorlákssonar, og er þetta því einskonar minning- arútgáfa um hann og starf hans. í þarfir almennrar uppfræðslu meðal þjóðarinnar. Var hann, sem kunnugt er, hinn atkvæðamesti maður, og sá er fyrstur kom nokkru skipulagi á helgihald eftir siðaskiftin. Þá var hann og faðir íslenzkar prentlistar og bókaútgáfu. Hann gaf út hina fyrstu íslenzku biblíuþýðingu, auk biblíuskýringa, o. fl., um 40 bækur í það heila tekið. og eru nú margar þeirra lítt fáanlegar. Auk þess sem hann var með rnestu guðfræðingum, var hann hinn mesti dráttlistarmaður og talnafræðingur. Bjó hann til landabréf af íslandi, er var hið lang- fullkonmasta og bezta, er fram að þeim tíma hafði verið samið. Hann var og dverghagur á alla smíði, og er sagt að liann hafi skorið upphafsstfi. bókahnúta og myndamótin, er notað var við útgáfu biblíunnar.. Myndin af honum er ágæt og er birt framan við febrúarmánuðinn. En sjálfir byrja mánaðardagarnir með mynd af hinum nafntogaöa og frægasta dýrðlingi íslendinga í fornum sið, öðrum en Þorláki helga, nfl. Guðmundi Arasyni góða. Er líklegt að marg- an fýsi að sjá hvernig hann hefir verið í hátt. Eftir myndinni að dæma, er teiknuö hefir verið af honum ungum, hefir hann verið hinn fríðasti. Guðmundur er svo frægur í sögu og þjóðsög- um íslands, að vafasamt er að nokkur hafi náð annari eins hylli sem hann. Þótt aldirnar hafi liðið, hefir frægð hans eigi fyrnst, og það þó að skilningur manna hafi vaxið á honum; sýnir það hvílíkur maður Gvendur góði hefir verið. — Brunna vígði hann um land alt, og drekka allir íslendingar af Gvendarbrunni. Enda sagði María Mey um hann: “Mér þikkir hann bezt ugja vatnit”. Svo sanngjarn var Guðmundur, að öllum ætlaði hann einhversstaðar að vera. Skildi því eftir “Heiðnabjarg” í Drangey óvígt, “því einhversstaðar verða vondir að vera”. Prentvilla hefir orðið í æfiágripi hans, sem þeir þurfa að leiðrétta. er eignast mánaðardag- ana og veldur töiuverðri skekkju. Hann er sagður vígður 1213, en á að vera 1203. Myndin er almynd og sýnir Guðmund í fullum skrúða. Ekki gera íslendingar betur en að byrja hið næsta ár með galnla flökkubiskupnum ‘igóða”, og minnast þá um leið mannkosta hans og hjálpfýsi. við olnbogabörnin og auðnuleysingjana.—Guðmundur var stórættaður; Ari faðir hans var með hin- um hugstæðustu köppum sinnar aidar, og engu sáðri atgervismaður en Þormóður Kolbrúnar- skáld eða Halldór Snorrason, þó uppi væri síðar. Þá er og Ingimundur prestur, fóstri og föður- bróðir Guðmundar, einn með hinum glæsilegustu og viðkunnanlegustu mönnum á hinni miklu æfintýraöld. Hann og félagar hans lentu skipi sínu norðarlega í óbygðum á Grænlandi og fór- ust þar allir. Fundust þeir ekki fyr en 3 árum síðar. Var Ingimundur þá óskaddaður, en hinir fúnir og óþekkjanlegir; var það betra efni í honum en hinum. . Norðlendingum, og svo þjóðinni allri. verður jafnan sómi að Gvendi góða og frændum hans. Enda hefir kaþólska kirkjan séð það við oss Islendinga, og tekið hann, nú fyrir skemstu. upp í heilagra manna tölu. Myndaröðin er þessi, og er skemst yfir sögu að fara, að birta æfiágripin, er undir myndun- um standa: —• okt. 1101 — 10. muzr 237. ÆJSstur dyrBtíngur í fornum sitS á. Islandi Vík? brunna og helga dóma um land alt. “Mér bikki hann bezt vígja vatnit,” þótti konu í draumi Mari Mey segja um hann. Mestur uppihaldsmaJSur öreig og lanleysíngja. Velœttaöur, fæddur á Grjótá Hörgárdal. Tók prestvígslu 1185. Kjörinn biskup t Hóla 1. sept. 1201. Tók biskupsvígslu í Noregi a ®ir'ki ..erkibiskupi 1213. Vinsæll af alþýtSu, en 6 dæll hoftSingjum: átti í æfilangri deilu vitS þá. Hrak in^i tvivegis til Noregs, 1214 og 1222, og vikitS lok fra embætti metS páfabréfi 11. mai 1237, en þá va hann andaður. (Mynd GutSmundar gótSa birtist metS dagatali jan uarmanaíar.) MAG. Gl'ÐBH WDl K I>OHLAKSSO\ IIISKI P. 1542 — 20. jfiil 1027. Fœddur á Sta«arbakka í Mibfirbi. Fór til Hóla- skóla 1553, er þab ár var stofnabur. Heyrari á Hólum 1560. Lauk námi vib Khafnar háskóla 1564. Hektor » Skálholti í 3 ár. Prestur a« Breibabólsstab í Vesturhópi 1567, biskup á Hólum 1571. Reisti þar vit5 prentsmibju Jóns Arasonar og jók mikib 1574, og gaf út 40 bækur á jafnmörgum árum, þar á meö- al biblíuna 1584, er hann þýddi ab mestu leyti sjálf- ur. Talnafræbingur og smitSur hinn bezti. Atkvæt5a- maíur um alt. Fullkomnabi og endurbætti verk siðaskiftamanna, og kom á föstu helgisiðahaldi ARXGRfMl R JÓ\SSO\ VIDADIN L.ERÐI. 1568 — 27. jfiní 104S. Fæddur á Auðunnarstöðum í Víðidal, en fór 8 ára gamall til Hóla, til Guðbrandar bfskups, er var að öðrum og þriðja að frændsemi. Lauk þar skóla- lærdómi og: sigldi til Khafnar háskóla 1585, útskrif- aðist þaðan 1589. Varð rektor á Hólum 1590, vígðist sama ár til Miklabæjar í Blönduhlíð og Melstaðar í Miðfirði. Hinn lærðasti maður sinnar síðar. Rit- aði fjölda bóka um ísland og fornöld þess, o« vakti fyrstur áhuga útlendinga á sögu og fornfræði Norð- urlanda. Kvæntist 1598, settist að á Melstað og bjó þar til dauðadags. PORLÁKIR SKCLASON BISKLP. 24. ftg. 1507 — 4. jnn. 105« Fæddur á Eiríksstöðum í Svartárdal. Lærði í Hólaskóla hjá Guðbrandi biskupi afa sínum. Sigldi til Khafnar háskóla 1616. útskrifaðist þaðan 1619, varð sama ár skólameistari á Hólum. Vígður 1624. Kjörinn biskup til Hóla 1627. Fræðimaður og öðl- ingur. Lét afrita fjölda fornrita. Vinur og styrkt- armaður Björns á Skarðsá. Gaf út endurskoðaða útgáfu biblíunnar 1644—46, Gerhardi hugvekjur 1634 o. fl.. Safnaði fé til útlausnar hinu hertekna fólki í Algier. Bygði upp Hólakirkju. er hrapaði 1624, og sótti efni til hepnar til Danmerkur. MAG. PftRÐUR I»ORLÁKSSO\ BISKLP. 14. figÚMt 1037 — 10. marx 1007. Fæddur á Hólum í Hjaltadal. Að loknu skóla- námi þar, sigldi til Khafnar háskóla 1656. Skóla- meistari á Hólum 1660. Biskup í Skálholti 1674. Flutti prentverkið frá Hólum í Skálholt 1687. Gaf út “Harmoníu” 1687. Landnámu og íslendingabók, Kristnisögu. Grænlendingasögu, ólafs sögu Trygeva- sonar 1689Í Tímarím 1671, og endurbætti það 1692, o. fl. Hélt fram fræðiiðkunum íslenzkum sem faðir hans. Frá honum og bræðrum hans er ættarnafnið Thorlacius komið. og dregið af nafni t>orláks bisk- ups á Hólum, Skúlasonar. MAG. BKWJÓLFl R SVEINSSOX BISKUP. 14. nept. 1005 — 5. ft«fist 1075. Fæddur í Holti í önundarfirði. útskrifaður úr Skálholtsskóla 1623. Sigldi til Khafnar háskóla 1624, útskrifaðist þaðan 1629. Kjörinn biskup í Skál- holti 1638. Fróðastur maður sinnar tíðar á íslandi. Safnaði fornritum og hóf norrænuþekkingu á Norð- urlöndum. Skörungur í embætti, hjálpsamur, rétt- sýnn og hindurvitnalaus, stjórnsamur og hagsýnnn. Hann ber hæzt allra Skálholtsbiskupa í hinum yngra sið. STEIW JÖNSSOX 1II9KUP. 30. ftKfist ÍOOO — 3. <1cm. 1730. Fæddur á Hjaltabakka* útskrifaður úr Hóla- skóla 1683. útskrifaður frá Khafnar háskóla 1688. Vígður sama ár‘ að Hítardal. Prestur að Hítarnesi 1693. Biskup á Hólum 1712. Skáld og fræðimaður. Flutti prentverkið aftur að Hólum. Gaf út biblíuna 1728, Upprisusálma o. fl. Vinur Páls lögmanns Vídalíns, Hólum. og kváðust þeir á. Hann andaðist á MAG. Jö\ I»ORKEI I.SSO\ VIDALIA* HISKl P. 21. marx lOOO — 30. ftRftNt 1720. Fæddur í Görðum á Álftanesi. Gekk í Skál- holtsskóla. Sigldi til Khafnar háskóla 1687. Lauk guðfræðisprófi 1689 og gekk það ár í herþjónustu. Hvarf heim aftur 1691. Prestur í Görðum 1694. Biskup í Skálholti 1697. Mælskumaður með af- brigðum og skáldmæltur vel. Frægast rita hans er “Vídalíns postilla”, er notuð hefir verið til sunnu- dagslestra á Islandi í 200 ár. Andaðist í sæluhúsi við Hallbjarnarvörður, á leið vestur á Staðarstað, 54 ára gamall. HALLDÓR BRWJÖLFSSON BISKIP. 15. apríl 1002 — 2S. okt. 1752. Fæddur á Saurum i Helgafellssveit. Lærði \ Hólaskóla og útskrifaðist þaðan 1715. Sigldi sama ár til Khafnar, lauk þar embættisprófi 1716. Vígður til Útskála sama ár. Prestur á Staðarstað 1736. Prófastur í Snæfellsnessýslu 1738. Sigldi til Khafnar 1740, vildi fá Hólabiskupsembætti, en fékk eigi fyr en 1745. Sneri “Ponta” á íslenzku. Samdi eina hina fyrstu reikningsbók á íslenzku (Hól. 1746). Gaf út gamla sálma, Hallgrímskver o. fl. Átti í deilum vitS Skúla Magnússon um úttekt Hólastaðar. Röggsam- ur í embætti og áhugasamur. Andaðist á Eyrarsundi við Khöfn og jarðaður við Frúarkirkju. GISLI MAGNCSSON HISKI P. 12. Mept 1712 — S. murx 1770. Fæddur á Gifenjaðarstað. Lærði í heimaskóla hjá séra í>orleifi Skaftasyni í Múla. Innritaður við Khafnar háskóla 1731. Tók embættispróf i guðfræði 1734. Skólameistari í Skálholti 1737. Prestur á Staðastað 1746. Biskup á Hólum 1755. Bygði upp Hólakirkju að nýju 1757—63. Framkvæmdarmaður mikill og höfðingi í lund. Sonur hans var séra. Oddur í Miklabæ, er hvarf á heimleið frá Víðivöll- um 1. sept. 1787, svo að eigi spurðist til hans síðar. DR. FINM R Jft\SSO\ BISKl P. 10. jan.1704 — 23. jftll 17SO. Fæddur í Hítardal. útskrifaður úr Skálholts- skóla 1723. Innritaður við Khafnar háskóla 1725 og útskrifaðist þaðan 1728. Prestur í Reykholti 1732. Stiftprófastur í Skálholti 1743. Biskup í Skál- holti 1754. Sæmdur doktorsnafnbót •» guðfræði 1774, fyrstur íslenzkra manna. Fræðimaður mikill. RitaðJLKirkjusögu íslands frá fyrstu tímum til 1740, á latínu gefin út í Khöfn 1772—8). DR. HANNES FIWSSOA RISKUP. S. muf 1730 — 4. ftgflMt 1700. Fæddur í Reykholti. útskrifaður úr Skálholts- skóla 1755. Tók embættispróf í guðfræði 1763. Hlaut verðlaun háskólans fyrir latneska þýðingu á Kristinrétti Víkverja 1760. Umsjónarmaður við Ehlers.gjafastofnun 1765. Sæmdur gullpeningi há- skólans í sagnfræði 1767. Sneri Landnámu á latínu 1774. Gaf ú^ nokkrar íslenzkar sögur og kirkjusögu föður síns sama ár. R(«V:*-p í Skálholti 1777. Sæmd- ur doktorsnafnhót í guðfræði 1?90. Síðastur hiskup. er setið hefir í Skálholti. Við hann kennir sig Fin- sen-ættin í Danmörku og á íslandi. Fræðimaður með afbrigðum og þjóðhollur. % Útgáfunú hefir annast séra Rögnv. Pétursson, og má senda pantanir til hans. 45 Home St., til bókaverzlunar Páls S. Pálssonar, 715 Home St., eöa til Heimskringlu, P. O. Box 3105, Win- nipeg. — Mánaðardagarnir kosta hið sama og verið hefir, 50c, að meðtöldu burðargjaldi, og eru . til sölu í allflestum íslenzku bygðarlögunum. Sjá útsölumannskrá á 2. bls. í þessu blaði.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.