Heimskringla - 18.05.1927, Blaðsíða 4

Heimskringla - 18.05.1927, Blaðsíða 4
4. BLAÐSIÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG 18. MAI 1927. |£íeimskrhuvla (SK.fnuti 188«) Krmor nt ¦ nverjnni ml»Tlkad*«t. EIGKNDl'K: VIKING PRESS, LTD. 858 «•« K55 SAHGBNT AVE.. WINNIPKO. inlnlml'. N-6537 Vero blaBsins er $3.00 árgangurlnn borg- |S" fyrirfram. Allar borganir ««<""» THE VIKING PRESS LTD. 8IGFÍ5S HALLDÓRS Irá Höfnum Ritstjóri. ItnnAhkrlW tll falnSalna: HB vikim. PHB8I, l.td., Box 8105 I «,inn»krif< tll rltntjoranm EDITUK HKIMSKIUN*Gl,A, Bol 8105 WIKiNIPEG, MAN. "Heimskringla ls publlshed by The Vlklne Prean Ltd. and printed by ___ CITY PRINTIPÍG & PITBI.ISHING CO. «58-855 Saritent A*e., Wlnnlpefr. Ma«. Telepbone: .86 5S 7 WINNIPEG, MANITOBA, 18. MAl, 1927 "Sacco og Vanzetti". Eins og Heimskringla gat um 20. apríl síðastliðinn, hefir ekkert sakamál vakið eins mikla eftirtekt, í jafnlangan tíma og ránmorðskæran á hendur Sacco og Van- zetti. Er sjálfsagt óhætt að telja, að ekk ert annað mál hefir vakið jafnmikla eftir- tekt og hluttekningu, síðan Dreyfusmál- inu alkunna lauk. Og sannast að segja virðist, af öllum gögnum, sem fram eru komin, sem líkt sé um þessi mál í aðal- atriðum, að hér séu einnig hin óheilla- þrungnustu afturhaldsöfl í þjóðfélaginu, meira eða minna vísvitandi, að velja sér saklaus fórnardýr, til þess að ná sér niðri á þeim stefnum, sem þessi öfl hata inni- legast. En hér er þó sá hrapallegi og sorglegi mismunur á, að dómstólarnir frönsku fundu Dreyfus sýknan að lok- um, en hér hafa dómstólarnir fellt hinn síðasta dóm, sem hinn fyrsta — dóm, sem ómögulegt er að áfrýja. Og það hef ir skeð, þrátt fyrir það, að í nóvember-- mánuði 1925, játaði hættulegur morð- ingi, Celestino F. Madeiros, meðlimur al- ræmds ræningja- og morðingjaflokks, er kenndur er við foringjann, Morelli, að það væru þessir kumpánar, er framið hefðu morðið, er Sacco og Vanzetti hafa nú hlotið dauðadóm fyrir. En svo mikla athygli, sem þetta mál hefir vakið, þau sjö ár, sem liðin eru frá því að það hófst, eins og Héimskringla gat um, þá hefir hún þó magnast stór- kostlega, síðan, síðan dauðadómur hæsta- réttar Massachusetts féll um daginn í málinu. Orsökin til þess er sú, að í raun og veru munu fáir hafa trúað því, að svo myndi geta farið, eftir öll þau gögn, er verjandi sakborninga hafði á reiðum höndum. Nú eru menn því fyrst fyrir hevrjar líkur séu til þess, að hér sé verið hverjar líkur séu til þess, a ðhér sé verið að fremja eitthvert hið afskaplegasta' og óbilgjarnasta réttarmorð, er sögur fara af, meðal siðaðra manna, Að því hefir Jíka stuðlað bæklingur, eftir einhvern lærðasta lögrfæðing Bandaríkjanna, Fel- ix Frankfurter, prófessor við lagadeild Harvard háfckólans, er tætir miskunnar- laust í sundur réttarfar það, er beitt hef- ir veríð gegn Sacco og Vanzetti, og má- ske verður bezt lýst með því, sem einn kunningi kviðdómsformannsins, Ripley, hafði eftir honum, rétt áður en hæsta- réttarúrskurðurinn féll um daginn, "að nú ætti hann að mæta í kviðdómi til þess að dæma þessa dela". Og er þessi kunn- ingi hans lét í ljós, að hann áliti að þeir væru saklausir: Fari þeir í helvíti, það ætti að hengja þá hvort sem er." En nú er ekki nema fótmál milli þess- ara manna og rafmagnsstólsins, þar sem dauðinn bíður þeirra 10. júlí. Og þess- vegna hafa, síðan dómurinn féll um dag- inn, látlaust streymt bænarskrár til Full- er ríkisstjóra, sem nú hefir einn lykla- völd lífs og dauða í þessu máli, frá fjölda ágætustu manna og kvenna í Bandaríkj- unum, og auk þess frá félögum, og fjölda nafnkenndustu einstaklinga í útlöndum, auk þeirra er nefndir voru í blaðinu hér um daginn. Má til þess nefna Jane Ad- dams, Romain Rolland, Felix Frankfur- ter, Albert Einstein, Paul Loebe, forseta ríkisþingsins þýzka, ritstjóra "The Na- tion", Dr. Morton Prince, W. Irwin skáld, háskóladeild Californíu og 650 stúdenta, framkvæmdarnefnd allsherjar sambands verkamannafélaga í Svíþjóð, meirihluta ríkisþingsins í Wisconsin, framkvæmdar- nefnd Massachusettsdeildar verkamanna- sambands Ameríku, o. m. fl. Hafa bænar skrár þessar farið fram á náðun frá hendi ríkisstjóra, eða skipun frá honum um að málið skyldi tekið fyrir aftur, af óvilhöllum dómstól, og þá öll kurl láltin j koma til srafar. Það komu nefnilega ekki alveg öll gögn fram í málinu, er það var fyrir hæstarétti um daginn, undir dómsforsæti Thayers hæstaréttarforseta. Verjandi þeirra félaga vissi sem sé gerla, að ekki allfá gögn voru til á móti Thayer sjálf- um, og frændum hans í þessu máli, en vogaði auðvitað ekki að draga þau fram í dagsljósið, og reita hann með því til enn æstari reiði. En nú er búið að safna þessum gögnum eða nokkru af þeim í eina heild, og hafa þau verið send Fuller ríkisstjóra fyrir hönd Vanzettis, er biður um áfrýjunarleyfi. Sacco er orðinn svo þjakaður, af hinni löngu fangelsisvist og hugarkvöl, að hann hefir ekki kært sig um að skrifa undir þessa beiðni, enda full yrðir frægur geðveikralæknir frá Boston, er hefir skoðað hann, að hann se" ekki lengur með fullu ráði. En gögn þessi, sem send hafa verið til ríkisstjórans, eru vitnisburðir fimm manna og kvenna, um framkomu Thayers dómara, og sýna greinilega. hvort hann hefir ekki verið harla vilhallur. Auk þessara Vottorða, er tekið fram í bænarskránni, að Thayer dómari hafi daglega átt mikið saman að sælda við túlkinn, er skipaður var við yfirheyrsluna; að sá maðuf, Ross að nafni, sé nú í betrunarhúsi, sannur að sök um að hafa reynt að koma áhrifum sínum á dómara í peninga, er um lítil- siglda landa hans, (ítali) var að ræða. En vitnisburðirnir eru flestir frá ýmsum fréttariturum blaða og blaðafélaga, er voru viðstaddir yfirheyrsluna, og oft áttu til við Thayer. Eru þeir á þessa leið: Mrs. Lois B. Rantoul, sem var frétta- ritari fyrir "Greater Boston Federation of Churches", ber það að Thayer hafi spurt um álit hennar á vitnisburði George Kelly, vinnuveitanda Saccos, og á sekt þeirra félaga, og sagt við hana, er hún svaraði því, að sér þætti vitnisburðurinn óyggjandi og sakleysi þeirra vafalaust, að hún myndi skifta um skoðun, er hún hefði heyrt, hvernig hann skýrði málið fyrir kviðdómnum, og ennfremur, að Kelly hefði ekki meint það, sem hann bar fyrir rétti, því hann hefði sagt annars- jsttaðar*, að Sacoo værí ianark5sti, sem hann ekkert gæti tætt við. Hann rak þó í vörðurnar, er Mrs. Rantoul benti hon- um á, að hún hefði aldreí vitað til þess, að dómarar færu eftir orðasveim, er að engu leyti sannaðist í réttinum, né eftir neinu öðru en þar kæmi fram. John Nicholas Beffel, fregnritari "Fed- erated Press", ber það, að skýring sú, er Thayer gaf kviðdómnum, hafi verið önn- ur, en hin upprunalega, er han nhafði áður fengið fréttariturunum í hendur (eins og oft er siður). Oft hafi Thayer talað um málið við fréttaritarana. Og einn slíkur fundur hafi endað með því, að hann hafi steytt hnefann framan í þá, og sagt: "Bíðið þið þangað til eg les kviðdóms- skýringuna. Eg skal sýna þeim!" Mrs. Elizabeth R. Bernkopf, fréttarit- ari "International News Service", kveður Thayer hafa gefið sér mynd síná óbeðið. Vanalega hafi hann kallað verjanda, Moore Iögmann, "langhærðan anarkista". Sagt að það væri ekki hægt að "hverfa sér sjónir", og að enginn skyldi "leika á Slg . Frank P. Sibley, fréttaritari Bosfon- blaðsins "Globe", hefir getið sér nafn, sem einhver allra gáfaðasti, duglegasti og samvizkusamasti fréttaritari í Banda- ríkjunum. Hann ber það einnig, að Thayer hafi hvað eftir annað fært þetta mál í tal við blaðamennina; sagt, er hann koni að Moore: "Eg skal sýna þeim, að eng- inn langhærður anarkisti frá Californíu, skal hlaupa í gönur með þenna rétt". Oft hafi hann sagt "Bíðið þið bara þangað til eg les kviðdómsskýringuna". Og oft hafi hann kallað lögmenn sakborninga "þessa bölvaða asna". Robert C. Benchley, meðritstjóri hins fræga "Life", ber það, að vinur sinn, Mr. Loring Coes, hafi sagt sér, að hann hefði heyrt Thayer kalla Sacco og Van- zetti "þessa bastarða"; að "klíka stofu- radíkala væri að reyna að koma þessum delum undan", að "hann skyldi sýna þeim, og fát þessa dela hengda"; að "engir Bolshevikar gætu skotið Web Thayer skelk í bringu"; að hann "vildi líka gjarna hengja nokkrar tylftir af radíkölum". Þess verður að geta, að Mr. Coes vill ekki kannast við, að hafa sagt þetta eftir Thayer, en vill heldur ekki reyna til þess að minnast þess, hvað hann hafi þá sagt um þetta efni. — Auk þess hefir George U. Crocker, mjög þekktur lögmaður og borgari í Bos- ton, og klúbbfélagi Thayers, skýrt frá því að Thayer hafi að fyrra bragði komið til sín (án þess að þeir hefðu kynst áð- ur) og.farið að segja sér frá málinu. — Hefði hann gert það oft síðar, og verið svo ágengur í klúbbnum, að hann kvéðst loks hafa neyðst til þess að biðja yfir- þjóninn að sjá um, að Thayer léti sig í friði. Kveður hann allt tal Thayers hafa verið mjög litað auðsæjum fjandskap í garð sakborninga. * * * Fuller ríkisstjóri hefir enn ekkert látið frá sér heyra. Manni hlýtur að skiljast, að það séu meira en lítið sterk og óheilla- vænleg öfl, er í hann halda. En erfitt hlýtur honum að verða, að ganga á móti sannfæringu alþjóðar, að kalla má, lærðra manna sem leikra, sérstaklega eft ir það að hulunni hefir svona gersamlega verið flett af framkomu og háttum sjálfs háyfirdómarans. íJm þann mann vlrðist ekkert heppilegra hægt að segja, en það, sem Oswald Garrison Willard, ágætasti ritstjóri Bandaríkjanna, hefir þegar sagt: ". . . . 1 heild sinni eyðileggja þau (vott- orðin) gersamlega álit hans sem dómara og manns; þau kyrkja hann saman í fyr- irlitlegan samruna hégómadýrðar og hrak mennsku, sem ekki einungis hefir mis- boðið stórkostlega dómarastéttinni, held- ur hefir einnig gripið fyrsta stórmálið, sem hann líklega hefir verið við ríðinn, til þess að leita sér vegs hjá almennings- álitinu, með því að flaðra fyrir auðvirði- legustu eðlishvötum skrílsins, er þá réðu mestu". Steingrímur Arason. (Eftirfylgjandi bréf barst Heimskringlu frá góðvini í San Francisco) : Hinn góðkunni kennaraskólakennari, Steingrímur Arason frá Reykjavík, hefir dvalið hér í San Francisco síðastliðna viku. í gærkvöldi hélt hann fyrirlestur um Island, sögu, land og þjóð á "Hillcrest Club", sem samanstendur af ýmsum menntamönnum hér í bæ og í nágrenn- inu, við mjög góða aðsókn, bæði íslend- inga og hérlendra. Þótti honum mælast mjög vel, og ^at engum dulist áhugi á- heyrenda hans, því athygli þeirra var ó- skert frá upphafi til enda. Það sem sér- staklega vakti ánægju, voru hinar ágætu skuggamyndir (lantern slides), er hann sýndi um leið. Þegar fyrirlestri og sýningu var lokið, söng Mrs. Björgvin Johnson (J. Thorlak- son) )nokkur íslenzk lög, með aðstoð hérlendrar stúlku, Miss Alexander. Lög- in voru eftir þá Sigvalda Kaldalóns, Bjarna Þorsteinsson, Árna Thorsteinson og Magnús Árnason. Lag Magnúsar var við kvæði Davíðs Stefáns*sonar, "Útlag- inn" og hefir aldrei verið sungið opinber- lega fyrri. Mrs. Johnson hefir fallega hárödd, og syngur íslenzku lögin meö fullum skilningi. Dáðumst við landarnir sérstaklega að því, hve framburður frú- arinnar á íslenzkunni var hreimfagur, og er hún þó fædd og uppalin hér vestra. Þá sýndi Steingrímur enn fjölda af bréfspjaldamyndum að heiman. Myndir af verkum Einars Jónssonar virtust vekja mesta athygli og aðdáun. Mörgum varð á að brosa, er þeir sáu áisýnd Óla gossara á tjaldinu. Steingrímur Arason er óvenjulega lát- laus ræðumaður, og ræða hans skipuleg og fræðandi. Og þetta kvöld verður á- reiðanlega minnisstætt í hugum þeirra hérlendra manna, er hlustuðu á hann,, því margir þeirra létu ánægju sína í ljós við þann, er þetta ritar, og kváðust ekki vilja hafa farið á mis við þetta tækifæri fyrir nokkurn mun. Og vér íslendingar erum sannarlega í stórri þakklætisskuld við hann fyrir hans einörðu framkomu á að leiðrétta hinn argvítuga misskilning, er virðist svo almennur meðal Ameríku- manna á þjóðerni voru, auk fræðslu þeirr ar, er hann flytur um land vort, sem eng- in vanþörf er á. Eins bg lesendum Heimskringlu, er ef til vill kunnugt, hefir Steingrímur dvalið hér í landi síðastliðið ár, aðaTIega til að kynna sér skólamál og nýjar aðferðir við kennslu. Síðastliðinn vetur dvaldi hann í Los Angeles og stundaði nám við Suð- ur-Californíu háskólann. En nú er hann á heimleið. og ætlar að aka í bifreið á- samt konu sinni þvert yfir landið og alla leið til New York. Héðan fer hann til Seattle og þá um fjölmennustu byggðir íslendinga í Canada og annarsstaðar. Um leið og við hér í San Francisco óskum honum allra fararheilla og þökk- um honum fyrir komuna og skemtunina, langar okkur til að mælast til, að íslend- ingar reyni að greiða götu hans, hvar sem hann fer, svo að sem mest og beztT not geti orðið að fyrirlestri hans og mynda- sýningum. Hin látlausa og alúðlega framkoma hans hlýtur að ávinna honum marga vini, hvar sem hann fer, og þessi för hans er ekki einungis landi voru til sóma, heldur er hún til upp- byggingar fyrir fræðslu sakir. Vér vitum að ýmsir erlendir fræðimenn og vísindamenn hafa miklar mætur á landi voru og þjóð, og telja hvorttveggja merkilegt mjög ,en hitt vitum vér líka, að það eru fá lönd, sem alþýða manna er jáfn fáfróð um. Hér er því ágætt tækifæri að hlynna að útbreiddri þekkingu á landinu, og-að styðja ágætan fræðimann og góðan dreng í viðleitni hans. 10. maí 1927. San Franciscan. í^DODDS ' ÍKIDNEY k PILLS Kjósið hœfasta manninn Nú þegar kosningar til fylkisþings fara í hönd, er ekki óviöeigandi aö íhuga þýíingu kosnirtgaréttarins oa; ábyrgöina, sem harui leggur á herö- ar hverjum einstökum kjósanda. Svo sem flestum nuin vera kunn ugt, hefir hinn almenni kosningarétt- ur í lýöfrjálsum löndum fengist meö langri baráttu, sem enn er ekki lokið alstaðar að fullu. MeS kosningarétt inuní er mönnum gert mögulegt, aö hafa bein afskifti af stjórnarfari því, sem þeir eiga viS að búa. Þar sem svo ógæfusamlega hefir tekist til, aS almenningur hefir veriS sviftur eSa sama sem sviftur kosningarétti, hefir hann enga möguleika til þess aíS rái5a neinu um stjórnarfariS. 1 enskumæl andi löndum, þar sem þingiS þrosk- a^ist fyrst og hefir komist lengst, er slík réttarskifting fjarri s-kapi alls þroska manna. Kosningarétturinn er því landí og lýð dýrmætur, og hann ber aS nota nieð viti og samvizkusemi. Þrátt fyrir það þótt það sé í al- menningsJiöndum, að ráfiny hverji,- sitji á löggjafarþingum hér í landi, fer fjarri því aS til þess séu venju- lega valdir þeir menn, sem eru hæf- astir. I fáum eða engum stöSum, sem jafnáríSandi eru, er líklega eins mik- iö af meðalmennsku, og henni lak- legri, sem í þingmennskunni. \rn)s- ar orsakir liggja til ]>ess, og ein er sú, aS stjórnmálaflokkarnir eru oft óhæfilega óvandir aS því, hvao:i mönfium þeir Ijá stuSning viS kosn- ingar. En eins og allir vita, eru þaS foringjar flokkanna, sem ráða mestu með útnefningar þinigmanna- efna. VirSast þeir oft hafa þa5 efst í huga, hve leiSitamt þingmanns- efnið numi verða, mikju fremur en það. hversu nýtur þingmaSur muni úr því verSa, þegar á hólminn er komið. I'annig atvikast það oft, aS menn sem í raun og veru eru óhæfir til þingmennsku, sitja árum saman á þingi, til skaða fyrir kjördænnn, og engum til gagns nema flokknum, sem þeir hjálpa til aS fylla höfSatohma í. Framsóknarflokkurinn hér i ^rani- toba hefir yfirleitt verið lausari við blint flokksfylgi og stuðning lélegra en trúrra þingmannaefna, heldur en báðir gömlu flokkarnir. Margar fleiri syndir þeirra hefir hann líka verið laus við. Þetta ættu allir 'sann gjarnir menn aS sjá og virða. Hann lætur kjósendur hvers kjördæmis al- veg sjálfráða um útnefningu síns þingmannsefnis, ekki aSeins á vfir- borSinu, heklur í raun og veru. Nú hefir framsóknarflokkurinn í St. George kjördæminu útnefnt séra Albert R. Kristjánsson þingmanns- efni sitt fyrir þessar næstu koening- ar. T'að er óþarfi hér að segja nokk uð unt þingmennskuhæfileika hans: þeir eru svo alkunnir, aS engum dett ur í hug að efast um ]>á. Að'liáo'um hinum mönnunum, sem sækja, óliist- uSum — og þeir eru aS niiirgu Ieyti dugandi menn og drengir góðir — er hann tvimælalaust. og fvrir allra hluta sakir, ])eirra þriggja hæfastur til þess aíi sitja á þingi. Að íslenzkir kjósendur \ þ^ssu kjördæmi viti þetta, er ekkert efamál. En ])ví miður hafa gömlu stjórnmá'la- flokkarnir enn nokkurt fylgi, sem þeir ekki verðskulda, hjá bændum og búalýö. Samt trúi eg því, að svo mik ið megi treysta á íslenzkan dreng- skap og íslenzka sanngirní, að þar sem hæfasta þingmannsefniS fylgir þeim flokknum, sem kjósendur í þessu kjördæmi ættu helzt að styðja, þá fái hann fylgi þeirra, svo aS það nægi til þess að koma honum á þing. ^ DODD'S nýrnapillur eru bezta nýrnameðalið. Lækna og gigt, bakverki, hjartabilun, þvag- teppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd'8 Kidney Pills kosta 50c askjan. eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllum lyfsögum, eða frá The Dodds Medicine Co., Ltd. Toronto, Ontario. Hér ér ekki um þaS að ræða, a'5 menn ekki viti, hvað sé réttast og bezt, heldur hvort menn vilja fylgja því. Oft hafa blekkingar villt mönnum sýn við kosningar. Nú ætti ekkt aS vera hætta á því. ÞaS eina, sem fyr ir mönnum ætti aö vaka, er það, hver stefnan sé Bezt og hver maður- inn hæfastur. Stærsta skylda hvers kjósanda er það að nota rétt sinn meS viti og samvizkusemi. G. Arnason- Kálfadauðinn á Laxamýri. Vér stöndum ööruin fæti í landi hé- gifjanna eöa inni á því svæði, sem kallað er dulrænt. Landafræðin nær ekki þangað, né heldur rökfræðin, þó aS þær séu víSförlar og allskyggnar. En stundum rofar í kynjamyndir, helzt i ljósaskiftum. á þessum stöðv- uni. Og þaðan berst bergmál stund- um, sem lætur undarlega í eyrum hversdagsmanna. VantrúaSir menn á fyrirburði — jafnvel þeir hafa skemt un af frásognum, sem heiIbrigS skyn- semi kallar hindurvitni. Þeir iáta segja sér þrem sinnum fáránlegar fréttir eins og Njáll gerSi. En auC- trúa menn trúa i fyrsta kasti — eSa láta liggja milli hluta frásögnina, einkanlega þær furSufréttir, sem vitnisburSir sty^ja. Hér verSur nú sagt frá viSburSum sem bæSi eru furðulegir og sannir, og svo merkilegir, að betur eru varS- veittir frá gleymsku, en læstir niSri í gbitunarkistunni. Sérhver fulltíSa Islendingur kann- ast viS Laxamýri i I>ingeyjarsýslu. ASur en Sigurjón á Laxamýri og Jó- hann, leikritaskáldið, sonur hans, gerSu þenna garS frægan, var bærinrr nafntogaSur og jörðin annáluS. Bær inn dregur nafn af Iaxinum, sem þar veiSist í ánni, og æSarvarp er þar mjög mikið í eyjum, sem Laxá hefir í faSmi sínum. Þar er töfrafagurt iim aiS litast, einkanlega á vorin, þeg ar æðarvarpiS er i blóma. Fegurð þess blasir viS augum frá bænum aS lita. Og aS öSru leyti er fögur út- sýn um þessar slóSir. GróiS heiðar- land liggur heim að túninu, og nær m'Sur að engjaniýri, sem liggur í faðmlögum viS túniS. — Engira skuggabjörg né draugagif tilheyna þessum stöSvum. JörSin hefir burSi til þess aS heita Sólheimar, Ljósa- land eða þvílíku dýrðarnafni, svo bjart er yfir henni. I'ó hafa gerst atburðir a'ð Laxa- mýri sífelt, næstliðin, 100 ár, sem ætla mætti að boriC hefSi við í einhverj- um forsæludalnum eða undir skugga- björgum hárra fjalla, og segir nú frá þeini í fáum oroum. Þetta 100 ára tímabil hafa lang- feðgar búiö á Laxamýri, fyrst Jó- hannes Kristjánsson, þá Sigurjón sonur hans og að Iokum Egill og Jó- hannes synir Sigurjóns, og nú i fáein ár synir og ekkja Egils. — Alla þessa tio. og þar áður um langt tímabil, hefir eigi tekist að ala upp kálfa að Laxamýri, nema einn, eftir því sem eg hefi spurt. Reynt hefir verið oft, en eigi tekist. Aldurtili allra kálf- anna er samskonar. Þeir fá hryglu á fyrsta eöa öSru dægri, froSuvella tekur til aS renna úr vitum þeirra, eyrun verSa afllaus, og á 2. eða 3. sólarhríng niissa ]>eir liftóruna.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.