Heimskringla - 28.09.1927, Blaðsíða 2

Heimskringla - 28.09.1927, Blaðsíða 2
2. BLAÐSIÐA IIEIMSKRIN GLA WINNIPEG 28. SEPT. 1927. Bréf frá Islandi Lundúnablaðið “The tor’’ flytur 30. f. m. fréttaritara sínum hér á landi, og fer hér á eftir meginhluti þess í mjög lauslegri þýðingu: • “Ef til vill hefir ekkert land verið svo gersamlega misskilið sem ísland. Og enn í dag eru hugmyndirnar um það mjög rangar, bæði landfræðilegar hugmyndir, hagfræðilegar og veðurfræðilegar. — Síðastliðinn vetur var hinn þriðji vetur minn hér á iandi, og eg hefi aldrei þurft að klæðast hlýrri fötum hér en heima á Englandi. Þó að kuldinn kunni að vera eitt- hvað meiri hér, finnst manni þó, að hann sé ekki svo nístandi napur sem þar. — Væri almenn menning íslendinga borin sam- an við menningu og menntun annara Evrópuþjóða, mundi sá samanburður verða íslandi í vil, og óvíst að þeir bæri nokk- ursstaðar lægra hlut, ef rétt er á litíð.....” Höf. segir frá því að sumir í- myndi sér, að þegar laxveiði- tíminn sé úti að sumrinu, sé hér ekkert útivistarlíf, sem orð sé á gerandi. Hann mótmælir þess- um skoðunum og bendir á, að hér séu margvíslegar skemtanir á boðstólum og íþróttir ymis- konar iðkaðar undir beru lofti. — “Síðastliðinn vetur var mikið um skautaferðir í glampandi tunglsljósi hér á Tjörninni í Reykjavík. Fyrir tveim árum fóru fjórir vaskir, ungir menn á skíðum þvert yfir landið. — þvert yfir óbyggðir Islands um hávetur . Slík för er vitanlega ekki heiglum hent né hættu- laus, því að stundum fengu þeir við ekkert ráðið fyrir hvass- viðri. — Annað er það, sem ís- lendingar iðka mjög á vetrum: þeir ferðast á hestbaki sér til gagns og gamans — teygja gæð jngana á ísum. íslenzkir hest- ar eru ákaflega fótvissir. Er ánægjulegt að sjá þá fara á kost um á glærum ísnum langa spretti í senn.....” Þá er frá því sagt, að margir Reykvíkingar iðki dans að loknu dagsverki. Hér í bænum sé góð “musik” á boðstólum, nýtízku dansar kenndir, dansgólfin ágæt og fólkið skemtilegt. — Margt af ungu fólki hér tali ensku, og tvö eða þrjú tungumál önnur. “íslendingar eru yfirleitt fróð ir og vel að sér um það, sem með öðrum þjóðum gerist. -r- Brezkur maður, staddur hér á landi, fær stundum að heyra sannleikann sagðan um sína eig in þjóð. — Hversu margir mundu þeir vera Englending- arnir, sem vita, að enskur her var eitt sinn leiddur til sigurs af tveim Islendingum? — Og hversu margir mundu þeir vera, sem vita það, að brezkur her- fangi varð eitt sinn konungur á íslandi og réði hér lögum og lofum, þar til enskt herskip kom og tók “hátignina til fanga?”— “Sumjtrið 1927 virðist ætla að verða einstaklega hagstætt og gott...... Landið er fagurt í hásumarskrúði sínu, og þó að Reykjavík geti ekki beinlínis státað af miðnætursól, þá er þó sólsetrið þar svo unaðsfagurt, að það á engan sinn líka, nema íslenzka sólarupprás. — Þegar menn líta alla þá fegurð, verð- ur þeiih að spyrja sem svo: Hvers vegna heimsækja svo fáir listamenn þetta fagra land? . . . . Hver og einn málari eða myndhöggvari, sem er nokkur listamaður að ráði, getur numið margt og mikið á íslandi.” Þá er vikið að því að hér sé oft mikið um jarðhræringar. — “í október síðastliðnum urðu tíðir jarðskjálftar á Reykjanesi, og orsökuðu þeir skemmdir á vitanum þar, en gufuhverimir breyttust. — Nú sem stendur, er þar allt með kyrrum kjörum. Aðgerð á vitanum var seinleg sakir tíðra jarðhræringa.” “Nú í ár er tennisleikur mjög iðkaður hér. Er leikið úti á hörðum og sléttum völlum, en tennisvöllur undir þaki er ekki til á íslandi.” Loks er skýrt frá því að íbú- ar höfuðstaðarins séu nú um 22 þúsundir. í bænum sé starf- andi fjórar sveitir hljómlistar- manna og verði það að teljast nokkuð ríflegt..... IHér hefir \íerið farið fljótt yfir sögu og ýmsu sleppt, en allt er bréfið einkar vinsamlega skrifað í okkar garð. — , (Vísir.), ---------x-------- Kosningarnar á Finnlandi. Eins og getið hefir verið um í erlendum símfréttum, fóru al- mennar kosningar fram í Finn- iandi 1. júlí s. 1. Úrslit kosn- inganna urðu ekki kunn fyr en tveimur vikum eftir kjördag. Á þjóðþingi Finnlands, sem aðeins er í einni deild, eiga 200 þingmenn sæti. Eru þeir kosn- ir með hlutfallskosningu í 15 stórum kjördæmum, þó mis- jafnlega margir í kjördæmunum. Þannig eru 26 þingmenn í einu kjördæminu, en það er höfuð- borg Finnlands’ Helsingfors og nágrennið, og voru þar nú við þessar kosningar greidd 145,155 atkvæði. Þátttakan í finnsku kosning- unum var nokkru meiri nú en við næstu aimennar kosningar þar á undan, sem fóru fram ár- ið 1924; en þó greiddu ekki at- kvæði fleiri en 60% af þeim, er á kjörskrá voru. Alls greiddu atkvæði 905,552, en 875,384 ár- ið 1924. Jafnaðarmenn tóku við stjórn í Finnlandi á síðastliðnum vetri undir forustu Vainö Tanners prófessors. Þó að þeir væru sterkasti þingflokkurinn, vant- aði samt mikið á að þeir hefðu meirihluta þingsætanna. Þeir koru aðeins tæpur þriðjungur þingsins eða 60" að tölu. Andstæðingar jafnaðarmanna höfðu gert ráð fyrir því, að þeir myndu tapa þingsætum við þess ar kosningar, því að þeir höfðu sætt ákveðinni andstöðu undir- eins þegar þeir tóku við völd- um, og mjög harðvítugum árás- um í kosningahríðilini frá öll- um öðrum flokkum. En þessi hrakspá andstæðinganna varð að engu. Jafnaðarmenn bættu við sig 3000 atkvæðum og lá mjög nærri að þeir hækkuðu fulltrúatölu sína. Þannig vant- aði þá aðeins 63 atkvæði í einu kjördæminu til þess að bæta við sig einu sæti. Flokkarnir í finnska þinginu eru 6/ Fyrir síðustu kosningar voru lýðræðis jafnaðarmenn 60 að tölu, sameignarsinnar 18, sænski þjóðflokkurinn taldi 23, finnski lokkurinn 28, finnski framsóknarflokkurinn 17 og finnski bændaflokkurinn 44. — Úrslit kosninganna urðu þau, að lýðræðis jafnaðarmenn stóðu í stað hvað þingsæti snertir, sameignarmenn unnu 2 þing- sæti, sænski þjóðflokkurinn vann eitt þingsæti; finnski flokk urinn tapaði 4 og finnski fram- sóknarflokkurinn 7; en finnski bændaflokkurinn vann 8 sæti. Etir kosningarnar er jafnað- armannastjórnin fastari í sessi en áður, þar sem hún hefir stuðning 104 þingmanna, sam- eignarsinna og sænska flokks- ins; auk flokksmanna sinna, en þessir flokkar höfðu fyrir kosn- ingarnar til samans 101 þing.- sæti. Við kosningarnar skiftust at- kvæðin þannig á flokkana: Lýð- ræðis jafnaðarmenn fengu 257,- 364 atkvæði; sameiignarsinnar 108,566; sænski þjóðflokkurinn 110,846; finnski flokkurinn 160. 097; finnski framsóknarflokk- urinn 60,743 og finnski bænda- flokkurinn 205,847. Kosningarnar snerust mest um starf jafnaðarmannastjórn- arinnar, og verður ekki annað sagt, en að stjórnin megi vel við una úrslitin. Sameignarsinnar bættu við sig 2 þingsætum og allhárri at- kvæðatölu. Á það án efa rót sína að rekja til þess, að nú gengu þeir til kosninga sem lög- legur stjórnmálaflokkur, en ár- ið 1924 var flokkur þeirra bann- aður með lögum, en jafnaðar- mannastjórnin kom því til leið- ar, að þau lög voru úr gildi num in og að sameignarsinnar þeir, er í fangelsum sátu, voru látnir lausir. Aftur á móti fengu sam- eignarsinnar við þessar kosn- ingar bæði færri. atkvæði og þingsæti en við almennar kosn- ingar, sem fram fóru 1922, því þá engu þeir 27 þingsæti. Það er auðsætt að ekki verða stjórnarskifti á Finnlandi fyrst um sinn, því að bæði.hafa jafp- aðarmenn flestum þingsætum á að skipa og lítið útlit er fyrir, að smáflokkarnir bræði sig sam an og myndi stjórn. ^Jafnaðar- mannastjórnin hefir einnig þeg- I ar áunnið sér hylli og fulla virð- ing verkamanna og margra ann ara. Hefir hún, þann stutta tíma er hún hefir verið að völd- um, komið á betri og fyllri trygg ingarlöggjöf auk margs annars hagræðis fyrir efnaminni stétt- irnar. (Alþýðublaðið.) --------x--------- Fortíðarskuggar. Það er í raun og veru ekki svo langt síðan heimsstyrjöldin 1914 —18 var háð, og þó virðast þessi ógnaár svo fjarlæg, ef við lít- um til baka. Við munum þau eins og vondá martröð einhvern tíma endur fyrir löngu. Og mennirnir sem léku þar aðal- hlutverkin, virðast okkur nú hafa verið einhver tröll aftan úr grárri fomeskju. Nöfn þeirra er þá voru á hvers manns vör- um, virðast nú skuggar úr fjar- lægri fortíð, ef eitthvað verður til þess að minna okkur á þau. Fyrir skömmu brá yrir ein- um af þessum skuggum. Það var þegar blöðin fluttu dánar- fregn þýzka hershöfðingjans Hoffmanns. Á styrjaldarárun- um var hann hátt settur hers- höfð^ngi og nafn hans mjög á lofti. Síðan varð hljótt um hans, eins og fleiri stærðir frá þeim tímum. Sagt er að Napoleon hafi ein- hverju sinni látið þau orð falla. að sá væri béztur hershöfðingi, sem reiknaði réttast — með öðr um orðum sá, er gerði sig sekan í fæstum mistökum. Hvort Hofmann hefir verið einn af þeim, sem réttast reikna, er mér ekki kunnugt, enda skiftir það minnstu máli. En hitt er víst, að fáir eða engir hafa fundið jafnmörg mistök hjá herstjórn- inni þýzku á ófriðarárunum og flett ofan af þeim jafn-hlífðar- laust og hann. í “Stríð glataðra möguleika”, nefnir hann heimsstyrjöldina — “séða frá þýzkum sjónarhól” — í bók er hann reit og út kom fyrir nokkrum árum. Sú bók vakti geysilega athygli í Þýzka- landi og víðar. Hún er hörð og óvæg gagnrýni á yfirstjórn Þjóðverja á stríðsárunum. Að dómi Hoffmanns voru hershöfð- ingjarnir miklu, Moltke, Falken- hayn og Ludendorff, ekki einu sinni meðalmenn'; þeir voru bannsettir klaufar og grasasn- ar. Yfirleitt lítur Hoffmann með djúpri fyrirlitningu á “hersnilli” Þjóðverja, eins og hún kom fram í styrjöldinni. Þjóðverjum var í lófa lagið að vinna úrslitasig- ur á vesturvígstöðvunum þegar í ágústmánuði 1914. En yfir- hershöfðinginn Moltke var ekki stöðu sinni vaxinn. Haustið 1914 og atur sumar- ið 1915 hefðu Þjóðverjar getað lamið her Rússa sundur og sam an. En Falkenhayn kunni ekki að nota aðstöðu sína. Svo kom byltingin í Rúss- landi. Aftur var Þjóðverjum opnuð leið til fullkomins sigurs. Tveir möguleikar voru fyrir hendi. Annar sá að gera banda- lag við Rússa, og bíða þess er verða vildi á vesturstöðvunum, — hugsa ekki um annað en halda í horfinu þar fyrst um sinn. Hinn var sá að láta Rússa eiga sig, draga allan heraflann vestur á bóginn og láta sverfa til stáls. Ludendorff tók þann hinn síðari kostinn, en þó að- eins hálft og hikandi. ) Hanú dró ekki nægan herafla vestur, og þar að auki var áhlaupinu mikla 1914 illa stjórnað. “Ludendorff hélt áfram sókn- inni,” segir Hoffmann, “þang- að til herinn var gerþrotinn að kröftum. Þá voru Þjóðverjar neyddir til þess að biðja um vopnahlé. Varnarlaust og þjak að til dauða var Þýzkaland of- urselt köldu hatri Englendinga, logandi (hefndarþorsta Frakka og vitfirringu Wilsons.” Eins og sjá má af því, sem hér hefir verið sagt, fær her- kunnáttan og hersnillin prúss- neska, er svo mjög hefir verið dáð, slæma útreið hjá Hoff- mann. Eigum við að taka hann trúanlegan? Eða sannast á honum hið fornkveðna, að “eft- ir á koma ósvinnym ráð í hug”? En nafn Hoffmanns er ekki fyrst og fremst tengt við her- stjórn Þjóðverja eða orrustur í heimsófriðnum. Kunnastur er hann frá friðarsamningum þeim er fóru fram snemma á árinu 1918 milli Þjóðverja og ráð- stjórnar-Rússlands, og sem end- uðu með friðnum í Brest-Lit- ovsk. Þar var Hoffmann æðsti maður af hálfu Þjóðverja, en Trotsky af hálfu Rússa. Byltingin rússneska var þar stödd á örlagaríkum vega- mótum. Ráðstjórnin hafði set- ið að völdum aðeins fáa mán- uði. Þjóðin var lömuð og upp- gefin eftir hálfs fjórða árs styrjöld. Og nú var ekki annað sj^anlegt en að her Þjóðverja mýndi vaða yfir landið, kæfa byltinguna í fæðingunni og end urreisa böðulveldið gamla, sem leitt hafði eymd og hörmungar yfir land og þjóð. Hér var úr vöndu að ráða. Vandinn var enn meiri vegna þess, að foringj ar byltingaflokksins rússneska skiftust í þrennt um þaö, hver leið skyldi valin. Nokkrir — og þar á meðal Trotsky og Buk- harin — vildu hvorki semja frið né halda stríðinu áfram. Þeir vildu láta lýsa yfir því, að stríð- inu væri lokið, gefa hernum heimfaraleyfi og láta þar við sitja, án þess að gera nokkurn friðarsamning. Aðrir vildu halda áfram stríðinu undir fána byltingarinnar, — ekki einungis til varnar, heldur einnig til sóknar. Og enn aðrir -— Len- in, Sinovjeff o. fl. — vildu semja frið við Þjóðverja. Sú varð nið urstaðan. Eins og ástatt var, var það ekkert létt verk, sem Trotsky tókst á hendur, er hann fór til Brest-Litovsk sem friðarsemjari af hálfu Rússa. Hoffmann var ekkert lamb að leika sér við. Hann var hrokafullur og þóttist hafa í öllum höndum við Rússa. Ennþá var enginn bilbugur á Þjóðverjum í styrjöldinni og Rússum voru settir harðir kost- ir. En úr því sem komið var, leysti Trotsky starf sitt ágæt- lega af hendi, og framkoma hans öll var hinu unga lýðveldi til sóma. Þetta viðurkennir Hoffmann og dregur enga dul á að í Trotsky hafi hann fundið mótstöðumann, sem öll ástæða var til þess að sýna fulla virð- ingu. Hann segir um þenna and- stæðing sinn meðal annars: “Trotsky var vafalaust mikil- hæfasti maðurinn í hinni nýju stjórn. Hann var duglegur, laginn, og framkoma hans öll bar vitni um menningu. Hann var atorkumaður og mælskur vel. Hann virtist vera maður. sem vissi upp á hár, hvað hann vildi, og sem var líklegur til að neyta allra vopna tií þess að ná markinu. Trotsky vildi ekki beygja sig fyrir afarkostum Þjóðverja.. — Samningunum var slitið og hann kallaður heim. Nú mófst áköf barátta inn- an byltingaflokksins riissneska, en Þjóðverjar bjuggust til árás ■ ar á Petrograd. En Lenin hafði þó sitt fram, og 2. marz 1918 var friðarsamningurinn undir- skrifaður í Brest-Litovsk, af Hoffmann fyrir hönd Þjóðverja og Tschitscherin af hálfu Rússa. Hoffmann og junkararnir prússnesku höfðu, að því er sýndist, unnið mikinn sigur. Og jafnaðarmenn á Þýzkalandi og annarstaðar tóku að ásaka bylt- ingamennina rússnesku um svik. En Lenin var hinn rólegasti. — Hann vissi það, sem bæði junk- arar og jafnaðarmenn gengu duldir. Hann vissi að hervald- ið þýzka var á “vegi til graf- ar”. í nóvember sama ár varð þýzki herinn að gefast upp, og með honum var veldi Hoffmanns og junkaranna lokið. Nú hrundi í rústir það miðalda skipulag, sem meðal margra synda hafði Brest-Litovsk samningninn á samvizku sinni. 15.—8.—27. —rn.— —Alþýðublaðið. -------—x-------- Fljótshlíðarför- Lengi hefir mig langað til að koma austur í Fljótshlíð, og nú loks er sú ósk mín uppfyllt. Þriðjudaginn 19. þ. m., kl. 6 að morgni, var lagt af stað héð- an úr bænium, og vorum við 10 saman í biireið, en ferðinni var heitið að Múlakoti í Fljótshlíð. Veður var hið blíðasta en þó nokkur þokuslæðingur fyrst um morguninn. Þegar við komum á Kambabrún var' enn mistur yfir austurtinndum. En er við fórum austur með Ingólfsfjalli, létti yfir og brátt glaðnaði fyrir sól, svo að Hekla og Eyjafjalla- jökull afklæddust þokuskýlunni og blikuðu alskínandi við heið- skíran himin. Búrfell og Þrí- hyrningur og önnur lægri fjöll voru hjúpuð gagnsærri blárri slæöu. — Bifreiðin rann.greitt og við komum að Ölfusárbrú kl. 9 árdegis. Var þar stutt við- staða, og héldum við áfram sem leið liggur austur yfir Flóann, síðan yfir Þjórsárbrú og aust- ur um Holt, unz við námum staðar við rjómabússkála Holta- manna að Rauðalæk. Breiddum við þar dúk á jörð og snæddum miðdegisverð. Var salur sá víður og fagur, er við nú sátum í, og nutu allir mikillar ánægju. Frá Rauðalæk var haldið áfram viðstöðulaust austur að Hlíðar- enda. Lengra inn í Fljótshlíð- ina verður eigl komist í bifreið. Þeir sem í fyrsta skifti líta Fljótshlíðina, klædda sumar- skrúði, munu á þeirri stundu minnast orða Gunnars á Hlíð- arenda,. þá er hann sagði: “Fögur er hlíðin”. Enda mun Fljótshlíðin vera ein hin allra fegursta fjallasveit hér á landi. “Hvar sér augað sviplíkt svið?” kvað Matthías skáld. Og hann lýsir hlíðinni meðal annars með þessu fagra erindi: “Öðrumegin hágræn hlíð hvítra fossa silfri slegin, anganblíð og bogadregin breiðir faðminn móti lýð; / hinumegin veldis-víð verndar dalinn jökulbreiða, sólin gyllir hnúkinn heiða — undra-kvöldsjón ægifríð!” Þverá rennur fram með byggðinni. Hefir hún gert þar allmikinn usla og brotið skörð í búlönd bænda. Er eigi annað fyrirsjáanlegt en að áin eyði- leggi að mestu sumar bújarðir í Hlíðinni, ef eigi verður á næstu árum hafist handa til að fyrir- byggja meiri skemmdir af henni. Það mun vaalaust verða dýrt mannvirki, ef stífla ætti Þverá, veíta henni úr núverandi farveg sínum í Markarfljót og byggja síðan nauðsynlega varnargarða og brúa fljótið. En þetta virð- ist samt vera eina ÖTyggisráð- ið gegn ágang árinnar. Hið mikla sandflag, með síkj- um og álum, er Þverá hefir myndað milli Landeyja að aust- an og Fljótshlíðar og Hvol- hrepps að vestan, óprýðir byggð arlagið, sérstaklega hvað Fljóts hlíð snertir. — Mætti geta þess fyrir þá sem ekki þekkja stað- hætti þar eystra, að ef Þverá væri breytt eins og áður er að vikið, og lögð brú á Markarfljót, þá fengist bifreiðarvegur alla leið austur í Vestur-Skaftafells- sýslu. Myndi sá vegur að lík- indum verða mikið notaður. * * * Við komum heim að Hlíðar- enda. Bærinn stendur hátt uppi í Fjallshlíðinni og í ofmiklum bratta, að mér finnst, til þess að þar megi kallast verulega fallegt. Stutt bæjarleið er frá Hlíðarenda inn að Hlíðarenda- koti. Þar byrjar aðalfegurð Fljótshlíðarinnar. Margs er að minnast og margt flýgur ferðamanninum í hug, er hann kemur á fornfræga sögustaði. Svo fór mér, er eg var staddur á Hlíðarenda, að mér stóð fyrir hugskotssjónum vopnfimi Gunnars, þegar hann varðist óvinum sínum unz boga strengurinn brast, en Hallgerð-^ ur var svo harðlynd að hún neitaði manni sínum um hár- lokkinn. Á þessum stöðvum er þó ,á fleira að minnast en forn- aldarkappa og fornsögulega at- burði. — Á Hlíðarenda fæddist hið fræga skáld Bjarni Thorar- ensen, og í Hlíðarendakoti var æskuheimili annars stórskálds vops, Þorsteins Erlingssonar; Slíkir andans menn gleymast eigi. Og mér finnst sem anda- git þessara manna sé í beinu samræmi við tign og fegurðar- svip landslagsins, þar sem þeir voru bornir og barnfæddir. Eg hefi ávalt hugsað mér Fljótshlíðina sem fagran reit, umgirtan tignarlegumx fjöllurm Og þetta er rétt hugmynd. Eg hafði vitanlega lesið um þetta landslag í íslandslýsingu, og eg hafði ennfremur séð nokkur málverk úr Fljótshlíð, og einnig af Þórsmörk. En einna sann- asta og áhrifamesta mynd af þessum stöðvum, hafði eg feng- ið í gegnum snilldarkvæði Matt- híasar Jochumssonar: “Fljóts- hlíð og Þórsmörk”. -— Eg man ekki eftir að eg hafi neinsstaðar séð það tekið fram í ritgerðum um skáldskap Matthíasar, hve óumræðilega mikill snillingur hann er í því að lýsa skipulagi landslags og stórfelldri náttúru- fegurð. Vil eg í þessu sambandi minna á annað kvæði hans. Það heitir “Á Gammabrekku” (hjá Odda). Eg veit að hitt er öll- um kunnugt, að háflugið er tak- markalaust í kvæðum Matthí- asar.------Eg bið afsökunar á því þótt mér hætti við að hlaupa í gönur frá aðalumtals- efninu.------Við fÓTum fótgang andi frá Hlíðarenda að Múlakoti enda er það stuttur spölur og torfærulaus, nema hvað ein smáá (Merkjaá) er á leiðinni. Má stikla hana þurrum fótum. — Hugði eg nú gott til að liitta góðkunningja minn, Ólaf mál- ara Túbals í Múlakoti; en hann var þá nýskeð lagður af stað í ferð upp á Rangárvelli með danska málaranum Joh. Larsen. — Hjá foreldrum ólafs og frú hans mættum við vingjarnleg- um móttökum. — Leiddi hús- bóndi okkur þegar inn í hinn undurfagra trjágarð. Elztu birki trén þar eru 30 ára gömul. All- ur er garðurinn hinn prýðileg- asti. Milli trjáraðanna eru blóm reitir fagurlega ræktaðir. í garð- inum eru borð og grasbekkir, og í einu horninu sólskýli. Er það sönn unun fyrir ferðafólk, að ganga um skrúðgræna lauf- sali garðsins. Húsfreyjan í Múlakoti, frú Guðbjörg Þorleifsdóttir, hefir unnið mikið verk og óx ð: t ræktun þessa góða garðs. Það hefir margur unnið minna til en hún, sem fengið hefir styrk eða heiðurslaur^ af ríkisfé. Að vísu mun hafa verið farið fram á það í fyrra við Alþingi, að það Specta- bréf frá f

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.