Heimskringla - 28.09.1927, Blaðsíða 4

Heimskringla - 28.09.1927, Blaðsíða 4
4. BLAÐSIÐA. HEIMSKRIN GLA WINNIPEG 28. SEPT. 1927. ‘peitnskríngla (Stofnatt 188«) Kemor át A hverlnm mlVvlkadegL EIGENDUR: VIKING PRESS, LTD. 853 OK 855 SAROE5T AVE. WINJÍIPEG TA1.S1.VII! SO 537 VerE blaDslna er »3.00 Argangurinn borg- let fyrirfram. Allar borganir aenalat THE VIKING PREÉ6 LTD. 8IGPÚS HALIJIÓRS frá Höfnum Ritstjórl. ITtnitáMkrlft tll blaUvlmu THB VIKING PRESS, Ltd^ Boz SIOB Utnnðmkrlft ttl rltMtjárannt BDITOIl HEIMSKRINGLA, Box 8105 WINNIPEG, MAN. “Heimskrlngrla Is pnblished by The Vlklnfc Pre** Ltd. and prlnted by CITY PRINTING á PUBLISHING CO. £53-855 Snrgrnf A ve.. Wlnnlpe*, Man. Telephonex .86 53 7 ________________________________________1 Vm ~ WINNIPEG, MANITOBA, 28. SEPT. 1927 Stjórnarskifti á Islandi. Eins og getið var um í síðasta blaði, eru nú stjórnarskifti orðin á íslandi. Þykir Heimskringlu hlýða að skýra lesendum hér nokkru nánar frá þeim skiftum, af því að á meðal lesenda hennar er yfirleitt mjög vakandi eftirtekt og forvitni um allt sem skeður í íslenzkum stjórnmálum, og svo af því að blaðið getur að jafnaði um stjórnmál ýmsra annara landa, er fjær standa en ísland. *(•*&*& Framsóknarfjokkurinn hefir nú tekið við völdum og myndað stjórnina alger- lega úr eigin flokki, en auðvitað að yfir- lýstu hlutleysi Alþýðuflokksins, er ræöur yfir fimm þingsætum, og hefir nú með því atkvæðamagni úrslit þingmála í hendí sér. Og að vísu hefir hin nýmyndaða stjórn vilyrði Alþýðuflokksins fyrir því, að hann leyfi henni með atkvæðum sín- um að starfa svo lengi sem ekki rís of alvarlegur ágreiningur um höfuðáhuga- mál flokkanna.. Virðist þetta vera í einu ákjósanlegast og eðlilegast eins og stend- ur. Að vísu mun ekki mikið um róttækni í framsóknarflokknum íslenzka, og má sjálfsagt að ýmsu leyti til sanns vegar færa ummæli Einars H. Kvarans í ‘Verði” í fyrra, og Alþýðublaðsins, að Framsókn- arflokkinn megi telja frekar íhaldssam- ann. En þó er auðséð, þeim er fylgjast með, að sem stendur að minnsta kosti, er langtum meira ágreiningsdjúp, að mað- ur ekkl segi djúp haturs og ótta, staðfest milli Framsóknar- og íhaldsflokkanna, en á milli meirihluta Framsóknar- og Al- þýðuflokkanna á íslandi. Mun tæplega fráleitt að segja, að innbyrðis afstaðla hinna síðarnefndu flokka, sé nokkuð svip uð og var afstaða prógressíva flokksins hér í Canada, áður en hann klofnaði við liðhlaup Forke, og verkamannaþingmann- anna, J. S. Woodsworth og Heaps. En ýmislegt bendir til þess, að í Framsókn- arflokknum heima sé töluvert af áhrifa- mönnurn, sem myndu gjarna vilja ganga eins langt til vinstri til samvinnu við jafn- aðarmenn eins og bændaflokkur Alhirt- inga, Bird og að minnsta kosti sumir Sas- katchewan bændaflokksmennirnir ganga nú til móts við Woodsworth og flokk hans. Heimskringla vill óska hinni nýju ís- lenzku stjórn allra heilla og blessunar í starfi hennar, og að henni megi veitast gæfa til þess, að tryggja sér nægilegt starfsnæði, til þess að sýna nokkurnveg- inn ótvírætt hvað í henni og flokknum hýr, af þreki til skynsamlegrar andstöðu við mótstöðumenn sína, og lipurð til sam- vinnu, alstaðar þar sem hún er möguleg, hver sem í hlut á. Ráðleggingar héðan mættu virðast. broslegar, enda er ekki tilætlunin sú að blanda sér í íslenzk flokksmál. Ei\ von- andi er að enginn þykkist, er í hlut getur átt, þótt Heimskringla lýsi yfir því, að ekkert fengi henni meiri gleði, en ef hin nýja stjórn mætti bera gæfu til þess, með tilstyrk beztu manna annara flokka, er samvinna er á einhvern hátt möguleg við, að eitra fyrir þann fítonsanda, er á íslandi sem um allan heim hefir verið magnað- ur til þess að dauðsliga og enda kyrkja í fæðingunni samúðina og bræðralags- tilfinninguna, sem ætti að vera svo eðli- leg og er svo sjálfsögð mllli borgar og sveitar, milli framleiðendanna, máttar- viða mannkynsins, bóndans og bæjar- verkamannsins, hvort sem hann stundar iðn á sjó eða landi. Vér höfum þá trú, að auðveldara sé á íslandi, en ef til vill nokk- ursstaðar annarsstaðar, að öðru jöfnu, að kveða þenna fjanda niður, ef leiðandi menn þar komast til fulls skilnings á nauðsyninni og gera gangskör að þeim álögum. ¥ * ¥ Þótt flestir Vestur-íslendingar, sem enn temja sér íslenzkan blaðalestur, muni kannast við nöfn hinna nýju ráðherra, má þó hlýða að gera stutt yfirlit yfir helztu áfangana á ferli þeirra. Er það yfirlit tekið úr ‘Tímanum’’ og “Lögréttu”. Tryggvi Þórhallsson, forsætis- og at- vinnumálaráðherra, er fæddur 9. febrúar 1889, sonur Þórhalls biskups Bjarnarson- ar og frú Valgerðar. Tók stúdentspróf 1908, guðfræðipróf 1912. Vígðist til Hest- þinga í Borgarfirði 1913 og bjó þar 1917, er hann var settur dócent við háskólann. Tók við ritstjórn Tímans haustið 1917 og hefir gegn henni síðan. Hann hefir verið fulltrúi á búnaðarþinginu 1919— 1927. I stjórn Búnaðarfélagsins síðan 1924 og kosinn formaður þess 1925. Tryggvi hefir setið á þingi sem fulltrúi fyrir Strandasýslu síðan 1923 og hefir jafnan átt sæti í fjárveitinganefnd neðrí deildar. Hann sat í milliþinganefnd í kæliskipsmálinu 1924—25 og var skipað- ur í gengisnefndina 1925, sem fulltrúi fyr- ir landbúnaðinn og hefir átt þar sæti síð- an. Á síðasta þingi var hann varaforseti sameinaðs Alþingis. Ritari í miðstjórn Framóknarflokksins hefir hann verið síð an 1923. Magnús Kristjánsson fjármálaráðherra, er fæddur 18. apríl 1862. Hann byrjaði snemma á að reka verzlun og útgerð á Akureyri. í bæjarstjórn Akureyrar sat hann 20 ár, allt þar til hann flutti til Reykjavíkur. í ársbyrjun 1918 var hann skipaður í stjórn landsverzlunarinnar og 1920 varð hann forstjóri hennar, og hefir gegnt því starfi síðan. Árið 1905 var Magnús kosinn þingmað ur fyrir Akureyri. Sat hann á þingi til 1908. Svo var hann aftur kosinn 1913, og var þá þingmaður bæjarins í 10 ár. í fyrra varð hann landskjörinn þingmað- ur. Magnús fylgdi Heimastjórnarflokkn- um, en gekk í Framsóknarflokkinn, þeg- ar Heimastjórnarmenn tvístruðust. Hann var síðasta ár formaður miðstjórnar Framsóknarflokksins. Á síðasta þingi var hann kosinn í bankaráð íslands- banka. Jónas Jónsson, dóms- og kirkjumála- ráðherra, er fæddur 1. maí 1882. Hann gekk á Akureyrarskólann og lauk þar prófi 1905 með ágætis einkunn. Síðan stundaði hann nám við lýðhá'skólann í As- kov, Ruskin College í Oxford og fleiri er- lenda skóla, síðast í París. Hann kom heim 1909 og varð kennari við kennara- skólann og gegndi því starfi til 1919, er hann varð skólastjóri við samvinnuskól- ann og hefir veriö það síðan. Hann hef- ir samið kennslubækur í sögu íslands og náttúrufræði, er hafa náð mikilli út- breiðslu og vinsemdum margra, og skrif- að fjölda ihargar ritgerðir í íslenzk tíma- rit. Hann varð landkjörinn þingmaður 1922, var kosinn í lögjafnaðarnefndina 1926 og á síðasta þingi var hann kosinn í hið nýstofnaða bankaráð Landsbankans. Jóns var ritstjóri “Skinfaxa” 1911— 1917 og Tímarits Samvinnufélaganna og Samvinnunnar síðan 1916, er Sigurður Jónsson á Yztafelli lét af þeim starfa. — Hann hefir átt sæti í miðstjórn Framsókn arflokksins síðan 1921. Svo er sagt að Jónas Jónsson hafi í fyrstu beiðst undan ráðherraembætti,- en látið til leiðast fyrir bænarstað miðstjórn- ar flokksins. Sömuleiðis að forsætisráð- herra hafi viljað fá a. m. k. einn bónda í ráðuneytið, en þeir beðist undan allir sem einn, og lýst fullkominni ánægju sinni yfir ráðherravali því er varð. * * * Ekki verður sagt að mjog hlýju andi til hinnar nýju stjórnar frá íslenzkum blöð- um, þegar undan eru skilin blöð Fram- sóknarflokksins. Alþýðublaðið skýrír frá því, að stjórn Alþýðusambandsins hafi átt fund með sér í tilefni af fyrirspurn frá forsætisráðherra og samþykkt að sporná ekki við því, að Framsóknarflokkurinn myndaði stjórn, heldur láta hana hlut- lausa fyrst um sinn. Fylgi engin skilyrði hlutleýsinu^ pnda sé Joforð /þetta ekki tímabundið. Hafi Alþýðuflokkurinn ekki reynt að hafa nein áhrif á mannaval í ráðuneytið. Telur sambandsstjórnin mið- ur ráðið, að kalla ekki saman þing til þess að mynda ráðuneytið. (Hefir stjórnin skýrt svo frá, að með því að láta mið- stjórn flokksins ráða fram úr ráðuneytis-' valinu, hafi landssjóði sparast um 100 þús. kr.). “Alþýðublaðið” sjálft telur víst. að breytingin verði heldur til batnaðar. og vonar að umbótakröfur Framsóknar- flokksins nái lengra en orðin ein. Séu ýmsar skoðanir flokksins, t. d. á1 veraiun- armálunum mjög heilbrigðar, þótt Fram- sókn sé að vísu töluvert íheldin, og geti Alþýðuflokkurinn því tæplega búist við stórfelldum endurbótum, af þessum “hægfara miðflokki”. Telur blaðið flokkn um þó til hróss, að hann “gat ekki mynd- að sterkari og hæfari stjórn en þessa innan flokksins. ...— “Vísir”, er tal- ist hefir málgagn Sjálfstæðisflokksins, býst við því, að stjórnin muni reyna að stýfa krónuna (festa hana á líku verði og hún er nú í), og hindra frjálsa verzl- un, með því að koma á' einkasölum (monopol). Hafi Framsókn tekið nokk- uð mikið upp í sig stundum, og sé nú gott að leiðtogum hennar gefist tækifæri til þess að “standa við stóru orðin.” — “Lögrétta”, utanflokkablað Þorsteins Gíslasonar, segir lítið af eða á, en spáir stjórninni allstormasamri vertíð. Ber blaðið þó í bætifláka fyrir það, er harð • vítugustu andstæðingar stjórnarinnar hafa áfellt hana fyrir við stjórnarmynd- unina, nefnilega að velja ólöglærðan mann í embætti dómsmálaráðherra. — Segir Lögrétta, “að það sé að vísu talið æskilegt, að ráðherrar hafi sérþekkingu á málum þeim, sem þeir eru yfir settir. .... en að öllum jafnaði er þess ekki krafist af þiagræðisstjórnum, sem til- nefndar eru frá flokkssjónarmiði og er ó- framkvæmanlegt um fámenna * stjórn og hefir ekki verið fylgt fram hér á landi. Til þess er t. d. ekki ætlast, að ráðherra at- vinnumálanna sé verkfræðingur, eða ráð herra heilbrigðismáilanna sé læknir eða kirkjumálaráðherrann guðfræðingur, hve æskilegt sem það annars kynni að vera.” Lýsir blaðið yfir hlutlausri afstöðu sinni, og telur enda stundum vandséð,, hvað skifti flokl^um á íslandi. — “Morgunblað- ið”, blað kaupmannastéttarinnar, er afar- stóryrt í garð stjórnarinnar, og geisist sér staklega að Jónasi Jónssyni; telur það “stærsta stjórnmálahneykslið í sögu Is- lands”, að hann, ólöglærður maður skuli vera gerður að dómsmálaráðherra. (Tím inn bendir á hið sama og Lögrétta í þessu efni, og kveður þar að auki nóga sér- fræðinga um lög í stjórnarráðinu, en aft- ur skorti þar algerlega sérfróðiá menn um kennslumá'l, er mjög hafi verið van- rækt, — en þar sé ráðherra manna fróð- astur, — og einnTg um heilbrigðismál, er hann hafi einnig borið manna mest fyrir brjósti.) — “Vörður”, blað fráfarandi for- sætisráðherra, Jóns Þorlákssonar, er hvassyrtur líka í garð stjórnarinnar, sér- staklega Jónasar Jónssonar og forsætis- ráðherra. Kveðst þó hafa oft áður við- urkennt að Jónas Jónsson “væri, þrátt fyrir mikla ókosti, gæddur góðum hæfi- leikum og ríkum framsóknarhuga”, en ánnars sé blaðámennska hans og forsæt- isráðherra, “hið ófegursta og smánarleg- asta fyrirbrigði í íslenzku þjóðlífi á síðari árum. Vér teljum að því fari mjög fjarri, að þeir geti talist hafa flekklaust mann- orð”. (Auðkennt hér.) * ¥ H- Slík ummæli sem þetta bera vott um það að flokkshatrið heima er sízt minna en annarsstaðar, og jafnpersónuleg blaða- mennska hyggjum vér að tæplega sjáist meðal opinberra blaða stjórnar og stjórn- arandstæðinga, sem á íslandi. Til dæm- ist birtist í “Verði” grein, nú eftir sigur Framsóknar, og er fyrirsögnin: “Með lygum skal land vinna”. Er hún um nú- verandi dómsmálaráðherra, er ritstjórinn telur “bændaforingjann, sem . . á næstu árum verður mesti valdamaður á IsTandi.” Þai* segir meðal annars: “Þegar J. J. er sannnefndur í Verði . . kvartar hann undan ‘narti í umbótaandann .... og trausti andátæðinga á mátt fúkyrðanna”. En hvers végna fer hann ekki lengra aft- ur í söguna og kvartar undan Páli post- ula og Jóni Vídalín. HVenær kölluðu þeir lfka Jónasar frá Hriflu annað en lygara?” En svona hljóðar síðasta málsgreinin í þessari stjórnmálagrein fyrverandi stjórn arblaðsins íslenzka: „“Með lygum skal land vinna”, þessi orð eru rist á riddara-, skjöld J. J. Fyrir kraft þeirrar trúar, sem í þeim felst, hefir hann sigur unnið”. Þessum rithætti myndu menn frekar búast við á Balkanskaganum, en frá greindum ungum manni, er ætlaði sér að bæta blaðamennsku á íslandi. Fullyrð- ingin um að íslenzkir bændur velji' sér foringja, er byggi allt sitt líf á hollustueið við lýgina, fer svo hátt yfir markið að á- takanlega minnir á blaðamennskuna í Tennessee, eins og Mark sálugi Twain lýsti henni. Þetta er sagt hér án tillits til flokksafstöðu, og af því einu að þvílíkur ritháttur ber þeim vott um pólitískt þroskaleysi, er fylgst hafa með pólitík heima, og er enn óskemtilegri vitnis- burður í augum hinna sífjölg- andi mætu útlendinga, sem ein mitt meðal íslendinga þykjast koma auga á ýmsar stórvaxnari dyggðir en jafnvel með menn- ingarþjóðunum. En þær dyggð ir ættu flokkar að temja sér engu síður en einstaklingar. --------X------- Fréttabréf til Heimskringlu. Blaine 20. sept. 1927. Heimskringla mín! Og herra ritstjóri! Enn þá e> nú alllangt síðan að eg hefi heilsað upp á þig, og væri því margs að minnast með þakklæti, sem þú hefir flutt oss fræðandi og skemtandi, ef ekki væri tími og gleymska búin að stryka út áhrif þess að mestu. Þó verður oftast eitthvað eftir. Oftast ert þú kærkominn gest- ur flestum og lesin frá upphafi til enda. Þó þykir ýmsum eitt og annað að. Einum þetta öðr- um hitt. Og nú síðast, hvað þú hefir verið á eftir tímanum — þínum tíma. Sumum þykir helzt til mikið af heimafrétt- um um smávegis, sem fáir nú kannast við — helzt dauðsfalla- tninningar — orðlangar, orð- réttar úr heimablöðunum, þegar um þá er að ræða sem lítt eru þekktir út á við. En svo má þó gera ráð fyrir að einhverjir Vestur-íslendingar kannist við alla, sem um er getið. Alveg eins og Vestur-íslendingar bú- ast við, að ættingjar óg vinir hér og heima kannist við þá er hér deyja; sé nógu greinilega frá sagt, og til þess ecu slíkar minningar tíðast gerðar. Aftur eru flestir fúsir að lesa stjórn- artíðindi að heiman, um efna- lega afkomu þeirra, veðráttufar o. s. frv.. — Svo langt nær frændræknin ennþá. Vellíðan þeirra heima gleður án efa alla frændur þeirra hér vestra, og samhyggð okkar allra eiga þeir, í gleði og sorg, meðan nokkur heima-fæddur íslendingur lifir, og vonandi mikið lengur. Enn þykir og sumum oflitlar Winnipegfréttir, þ. e. a. s. ís- lenzka gesti, sem koma og fara — þykir Lögberg gera þar bet- ur, — og aldrei of mikið af byggða og bæjarfréttum þeim, er snerta Landann. Blöðin eru og eiga að vera milliliður milli hinna dreifðu íslendinga, hvar sem þeir eru. Vegna þess — og meðan þau eru það — þrífast þau. Ennfremur þykir ýmsum Bandaríkja-íslendingum of lít- ið tiltölulega af Bandaríkjafrétt um, og öldungis óþarft að sleppa þíeim með öllu, meðan þið þar norðan línunnar stand- ið í kosninga-yrringum. Aftur eru landar hér þakklát- ir og stoltir yfir dugnaði ykkar Winnipeg-íslendinga í sumar n. I. Sigurvinningurinn í Jubilée- þátttökunni. Það er að eg hygg margra vilji að sýna það þakklæti í verkinu, ef svo ber undir, að ykkur þar kynni ein- hverntíma að liggja á í fram- tíðinni. Eg vona að það gleym- ist ekki. Þar var um alþjóðar frægð að ræða. Enda hafa Winnlpeg-Landar jáfnan borið skjöldu fyrir þjóðflokly vorum í þessu landi. Fyrir það eiga þeir þakklæti og virðingu allra Is- lendinga, hvar í heiminum sem eru. Á borðinu fyrir framan mig er Almanak O. S. Th. opið við myndina af víkingaskipinu ykk- ar frá 1924. í sambandi við það vil eg geta þess, að, Norð- menn í bænum Everett, Wash., — sá bær telur 35—40,000 í- húa, og eru Norðmenn þar mannflestir allra útlendinga — höfðu nákvæmlega samskonar DODD’S nýmapillur eru bezta nýrnameðalið. Lækna og gigt, bakverki, hjartabilun, þvag- teppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan. eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást hjá ölluro lyfsögum, eða frá The Dodds Medicine Co., Ltd. Toronto, Ontario. “float” við 4. júlí hátíðarhald þar það sama ár; að því einu fráskildu að skipið var skjöld- um skarað og fullskipað risa- vöxnum mönnum, búnum að þeirrar aldar sið. Var það svip- mikil sjón. Tóku Norðmenn önnur verðlaun. Einkennilegt. að þannig skyldu frændhugir fara saman og tefla sama tafl —áín þess að vita hvorir af öðr- um. Þá er nú formálinn orðinii nógu langur. * * ¥ FRÉTTIR. Dauðsföll:—• Þessir hafa dáið síðan eg skrifaði héðan síðast: Jóhann Stonson í Vancouver, B. C. — Sonur hjónanna Þor- steins og Ingibjargar hér í bæ. Hann dó um mánaðamótin jan- úar og febrúar s.l. — Jóhann lætur eftir sig konu og 4 börn auk foreldra og 4 systkina. Jó- hann var drengur góður og hinu efnilegasti maður — líklega milli 30 og 40 ára. Jóhann Sigvaldason; háaldr- aður maður, ættaður af Aust- urlandi — lézt siðastliðinn vet- ur að heimili sínu, frá konu og 5 börnum, öllum fulltíða. Jón var rúmlega ðO ára. * Jón G. Reykdal — einnig aldr aður maður — ættaður úr Hnappadalssýslu. Hann missti konu sína fyrir ári síðan. Læt- ur eftir sig tvo sonu og eina dóttur. Teitur Hannesson, ættaður úr Borgarfjarðarsýslu. Hann var kringum 61 árs — ókvæntur. Búinn að stríða við margra ára heilsuleysi og kosta of fjár til bata, sem aldrei kom. Teitur átti 40 ekrur af landi um 8 míl- ur frá Blaine og bjó þar góðu búi. Hann gerði erfðaskrá þann ig, að allar eignir hans, að frá- dregnum nauðsynlegum kostn- aði, gengju í sjóð ekkna drukkn aðra manna á íslandi, og til að- stoöar tæringarveikum börnum eða unglingum heima. í hvaða hlutföllum veit eg ekki. Herra Jón kaupmann Stefánsson hér í bæ hafði hann kosið til fram- kvæmda þessu verki. Heyrt hefi eg að bú og bújörð hafi komið upp á $35,000. Mun Teitur vera fyrsti íslendingur, er svo ráð- stafar eignum sínum, að þær gangi allar til ættjarðarinnar.*) Oss er sagt að ekkja sjócjrukkn- aðs manns á íslandi hafi tekið Teit að sér og líknað honum, þegar hann var umkomulaus unglingur. Þessa góðverks njóta nú meðsystur hennar. Af því að lítið eða ekki hefir verið skrifað um Teit, er eg langorðari um hann en ella. — Einnig vegna þess að ég kynnt- ist honum dálítið, er eg hafði bókasöluna hér með höndum. Má nokkuð ráða andlegan þroska hans af því, að hann *) Þetta er ekki allskostar rétt. f Jóhann heitinn Johnson í Selkirk, er dó fyrir þremur árum, ánafnaði liáskóla íslands allar eigur sínar eftir sinn dag. Ritstj.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.