Heimskringla - 28.09.1927, Blaðsíða 1

Heimskringla - 28.09.1927, Blaðsíða 1
 XLI. ÁRGANGUR. WINNIPEG, MAN, MIÐVIKUDAGINN. 28. SEPTEMBER 1927. NÚMER52 I CANADA ! 0000000000000000000000000000000000000000000000000000&-. UPPSKERUFREGNIR. Síðan í miðjum september hef ir verið kallt og úrfellasamt víð- asthvar um Canada. Ekki þó svo að segja megi, að það hafi enn haft veruleg áhrif á nýt- ingu. Samkvæmt síðustu skýrslum opinberum, lítur út fyrir af- bragðs uppskeru yfirleitt. Fer hér á eftir tabla, er sýnir sánar ekrur í sléttufylkjunum með hverri komtegund fyrir sig: Sánar ekrur Meöaluppskera Hveiti:— Manitoba Saskatchewan Alberta 2.195.377 12.979.279 6.251.000 16 16i 28 ÁætluS uppskera alls 35.126.032 214.158.103 175.028.000 Alls 21.425.656 424.312.135 Hafrar:— Manitoba 1.544.511 23 35.523.753 Saskatchewan 4.412.556 30 132.376.680 Alberta 2.248.000 50 112.400.000 Alls 8.205.067 82.613.009 Bygg:— i Manitoba 1.512.457 27 < »» 40.836.339 Saskatchewan 925.889 30 27.776.670 Alberta 400.000 35 14.000.000 Aíls 2.838.346 82.613.009 Rúgur:— ^ Manitoba 136.368 20 2.727.360 Saskatchewan 358.215 23 8.238.945 Alberta 156.547 25 3.913.675 Alls 651.130 14.879.980 Hör:— Manitoba 122.179 8 977.432 Saskatchewan 330.675 , 8 2.645.400 Alberta 12.597 11 138.567 Alls 465.451 Eins og tablan ber með sér, eru uppskeruhorfurnar í Al- berta alveg sérstaklega glæsileg ar, og er talið að hveitiuppsker- an að minnsta kosti sé í því fylki meiri en nokkru sinni áð- ur. Sérstaklega er mikið látið af uppskerúnni í Peace River dalnum. En öll uppskeran í Sléttufylkj unum er samkvæmt þessu*aætl' uð að nema'805.866.956 mæluin. Pylgir það skýrslunni, að það niuni hæsta áætlun er gerð hafi verið nokkurntíma. — Að vísu hafa heyrst raddir um það, að 3.761.399 þessi áætlun myndi of há, sér- staklega að því er hveiti snertir, þar eð kjarninn myndi reynast rýrari en búast hefir mátt við eftir stráinu. En varla getur það munað svo miklu, að þetta verði ekki eitt mð allra bztu upp- skeruárum í sögu landsins, ef nýting verður sæmileg. Og þótt áætlun væri of há, þá yrði mis- reikningurinn um hveitiupp- skeruna að nema 30.000.000 til þess að ekki jafnist hveitiupp- skeran á við uppskeruna 1925, sem þó var mjög góð. Póstþjónafélagið í Winnipeg, sem er ein af póstdeildunum í samfélagsskap opinberra starfs manna í Canada (Amagalmated Civil Servants bf Canada) hefir nýlega gert afarmikinn hvell, með kærum sínum á hendur póstmeistaranum í Winnipeg, T. T. Bower. Samkvæmt símfregnum frá Cttawa, hefir póstþjónafélagið hér sent í einu kröfu- og kæru- skjal til póstmálaráðherrans, Hon. Peter Veniot. Er þarfar- ið fram á, að skipuð sé konung- leg rannsóknarnefnd til þess að athuga kröfur þær, er póst- þjónarnir bera fram um að setja aftur í embætti alla póstþjóna, er enn ekki hafa komist að aft- ur, eftir að hafa verið reknir upp úr verkfallinu 1919; á'stæð- ur þær er skjalið kveður vera til þess, að þessir menn skuli fá aftur stöður sínar, og kærur Þær, er póstþjónarnir bera ' á póstmeistarann. Er og farið ^ fram á það, að rannsóknarnefnd in skuli ekki einskorða starf- svið sitt við tillögur þær og kær yr. er fram séu settar í skjal- lnu, heldtir skuli henni heimilt endurbætur; að póstmeistari hafi sýnt mótspyrnu tilraunum starfsmanna til þess að mynda samvinufélagsskap til þess að bæta kjör sín. Ein kæran er t. d. sú, að póstmeistari hafi kúgað póstritarania til erfiðis- vinnu, er alls ekki sé í þeirra verkahring, t. d. að sópa gólf„ tæma póstsekki o. s. frv. Seinni kafli skjalsins fjallar eingöngu um endurskipun póst- þjónanna er tóku þátt í verk- fallinu 19^9. Margir þeirra voru teknir aftur í vinnu sem byrj- endur; aðrir hafa aldrei fengið vinnu aftur. Seytján atriði tek- ur skjalið fram, að væntanleg rannsóknarneVid þyrfti að rann saka. Eru þessi helzt: 1. Verkfall póstþjóna 1918. 2. Skýrslur rannsóknarnefnd- arinnar 1918. 3. Að hverju leyti stjórnin tók ekki þær skýrslur til greina. 4. Hve víðtæk voru atvinnu- samtök póstþjóna fyrir 1919, og hve vel stjórninni var kunnugt um þau. 5. Atvinnufélagsskap þann er póstþjónar í vesturfylkjunum mynduðu með sér 1919, með á- kvæði í stofnlögum sínum við- víkjandi þátttöku í samúðar- verkfalli. 6. Vitneskju þá er stjórnin hafði um þessi stofnlög, og hvernig hún snerist við þeim. 7. Ástæður þær er ollu verk- fallinu 1919, og álit hinnar kon- unglegu rannsóknarnefndar um það, hvort verkfallið hafi ver- ið byltingarkennt. 8. Allar kringumstæður, sem eitthvað lúta að brottrekstri póstþjóna 1919. 9. Afdrif þeirra er reknir voru 1919. SALMUR. (Endurprentun bönnuð.) I. Frá íslandi. \ Rvík 17. ágúst. Á Snæfellsjökul hafa nokkrir menn gengið í sumar í skemti- ferðum. Fyrir nokkru gengu þerr á jökulinn Ósvaldur Knud- sen málari og Einar Pálsson stud. art. og með þeim ungfrú Hólmfríður Árnadóttir og önnur kona; og er sagt að þetta sé fyrsta' sinn, sem konur hafi far- ið í slíka jökulför þarna. að leita skýringar á hverju ein- stöku atriði, er lýtur að rekstri pósthússins hér. Undir skjalið hafa ritað E. E. O'Connell, ritari Winnipegdeild- ar A. C. S. of Canada, og þessir embættismenn póstþjónadeildar innar í W-innipeg: H. G. Wotton, S. P. Greaver, H. M. Shaw. James Thomson, Thomas Booth G. J. Goslin og J. A. Elrickl — Efni skjalsins er tvískift, eins og áður er um getið: Fyrri hlut- inn kærur á hendur póstmeist- ara; síðari hlutinn fjallar ein- gönigu um endurskipun póst- þjónanna, er tóku þátt í verkfall inu 1919. Er þetta alllangt mál. Aðalefni ákæranna á hend- ur Bower póstmeistara er það, að hann hafi óhæfilega dregið við starfsmenn sína, fatnað og annan búnað er reglugerð starfs manna áskilji þeim; að hann hafi ofboðið póstþjónum -með vinnu, af því að hann vildi ekki bæta við starfsmönnum sem þyrfti; að hann hafi neitað starfsmönnum um launa- og stöðuhækkun, er þeim bar; að pósthúsið sé óhollt til vistar, og póstmeistari hafi synjað um Fjórir stúdentar af tólf, sem sóttu, hafa fengið ríkisstyrk til háskólanáms erlendis. En það eru þeir Leifur Ásgeirsson, sem ætlar að lesa eðlisfræði og stærðfræði í París; Þórarinn Björnsson, sem ætlar að lesa frönsku og latínu í París; Trausti Einarsson, sem ætlar að lesa stjörnufræði í Hannover, og Björn Levi Björnsson, sem ætlar að lesa hagfræði í Kiel. íslandshús í Oslo. — Lögrétta hefir áður sagt frá ráðagerðum íslendinga í Noregi, einkur fyrir forgöngu I. Eyjólfssonar ljós- myndara um, að reisa íslands- hús í Noregi. Nú hefir nýlega komið fram tillaga um það í einu Oslóarblaðinu, að Norð- menn gæfu íslendingum slíkt hús 1930. Hafa sumir Norð- menn verið að ráðgera ýmsar slíkar gjafir í minnifigu um 1930 t. d. Snorra minnismerki eða stafakirkju. Áðu^ var Khayyams öldursæla mynd hin eina linkind farandmanns í borgum og Don Quixote.—Dyggð þín var svo blindi ó, Don Quixote í öllum mínum sorgum! Skyldi þá vera sköpuð nokkur sál skelfingum troðin meiri en eg og fýsnum? Og skyldi vera nokkurt mannlegt mál, sem mundi geta skýrt frá slíkum býsnum? Vonlaus og döpur voru sefsins ljóð, veik eins og tónn í ambrósískum rollum. Eldhús við vatnið: Gömul kona og góð gefur oss kaffi og mjólk úr sínum bollum. Og það var eitt sinn ofurlítil rós, sem undi sæl við klett í dali þraungvum. Eg nefndi hana oft mitt leiðarljós og lampa guðs í öllum mínum saungvum. II. Himneski Guð á hvítum sólskinsskóm með hundrað þúsund eldspýtur á lofti, — trallandi Guð í trjábarnanna róm, tryllandi Guð í Nílfiskjarins hvofti. .« * Þú hefir bak mitt barið langs og þvers og brjóst mitt kramið allt og sundur rifið, — mætti eg spyrja: Herra minn, til hvers og hvenær kemur sálubótarlyfið? í III. Einn morgun eftir mánaskin og vín — einn morgun eftir háskalegar sýnir. þá kallar Jesús: Kom þú, barn, til mín, in krömdu brjóstin lækna fingur mínir. Þú hefir kvæði orkt um einá rós, um eina rós, sem vex í þraungvum dali, en eg hef skapað hundrað heimum ljós og himnaríki í þúsund króna tali. Sjáaldur mitt í hverri þrumu hlær, handkriki minn er stígvél dalsins rósa, þú, sem ert duft í dag, varst dögg í gær, — Drottinn er eg og sólskin allra ljósa. IV. Manstu það kvöld, er mætti eg þér í Róm? Eg minnist ennþá skónna þinna björtu! Gullturninn skalf við kvöldsins klukkna- hljóm og kvöldsins friður draup á mannleg hjörtu. Þá sagði eg feginn: Salvatore minn,« sjáðu, eg býð þér allt, sem fæ eg goldið: Sál mína færðu fyrir kærleik þinn, færi eg þér einnig blóðið mitt og holdið. Óðfús þú gekkst til altaris hjá mér, við öldur þetta gleymdust fornu sárin, Þú Guð ert mikill, gott er oss hjá þér! Guði er helguð augu mín og tárin. V. Griðmæli hef eg gert við mannsins son og gefist hinu æðsta í brjósti mánnsins, dalarós mína lítilsvirt í von verðugra Guðs í draumi morgunlandsins. Elóí, eg var álfur þinn í gær, « undraðist sveiflur þinna léttu handa *' á meðan dýrum smyrslum smurðu þær um smákónginn í höllum þinna landa. x Segðu, að þú hafir aldrei unnað fyr i og aldrei munir framar geta látið annan um þínar helgu hallardyr, hvernig sem ve.rði beðið, sært og grátið. Eða eru kannske aðrar himnadyr og annað lyf við náttvökunnar meinum, en brjóst, sem hefir aldrei elskað fyr og aldrei getur framar hneigst að neinum? Halldór Kiljan Laxness. Á Akureyri er settur prestur séra Ingólfur Þorvaldsson. — Séra Stefán á Völlum er orðinn prófastur í Eyjafirði. — Séra Háldán Helgason er kosinn prestur að Mosfelli. Pétur Bogason læknir við Sölleröd- heilsluhælið danska er staddur hér í bænum með konu sinni Láru dóttur Indriða Ein- arssonar. Hefir hann ekki kom- ið heim hingað í 23 ár, en ávalt dvalið í Danmörku og er þar vel metinn læknir. + Rvík 31. ágúst. Skotslys. — Sonur Lárusar Fjeldsted hæstaréttarlögmanns, sem fyrir skotslysi varð á Ferju bakka fyrir skömmu, er nú dá- inn af afleiðingum þess. ,, Prestur í 47 ár hafði séra ÓI- afur fríkirkjuprestur verið 22. þ. m. og þjónar enn í Hafnar- firði og gegnir alloft preststörf um hér. Dáinn er nýlega (2fe. þ. m.) hér í bænum Flóra Zimsen þorgarstjórafirú., 'eftir állmikla vanheilsu; fyrirmannleg kona og vinsæl. Biskupinn, dr. Jón Helgason, er nýfarinn utan til þess að sitja biskupafund Norðurlanda, sem haldinn er nú um mánaðamótin á norska höfuðbólinu Fritzöe- hus í Larvik. Fundínn sækja 'flestir horrænir biskupar, eða um 30. Þetta er þriðji biskupa- fundurinn, sem haldinn er. Norskur varakonsúll nýr tek- ur við störfum hér 1. september, aðalræðismanninum Bay til að- stoðar. Hann heitir Thorkell J. Lövland, sonur Lovlands þess er var utanríkisráðherra fyrst eftir skilnaðinn við Svía. Hinn nýi varakonsúll hefir verið starfsmaður í utanríkisráðuneyt inu og tekið nokkurn þátt í norskum stjórnmálum og blaða- mennsku. Söngkennsla Brynjólfs Þorlákssonar. Brynjólfur Þorláksson er næsta þarfur maður meðal vor Vestur íslendinga. Hann fer byggð úr byggð og kennir söng. Það er ekki mitt meðfæri að dæma um sönglist, enda þarf þess, því að hæfileikar Brynjólfs sem söng- kennara eru fyrir löngu viður- kenndir af þeim, sem bera gott skyn á þá hluti. En eg efast um að fólk almennt skilji það, hversu mikils verð sönglistin er, bæði vegna þess að þátttaka í henni getur verið nokkuð al- menn, og einnig vegna áhrif- anna sem hún hefir á flestalla, er á söng hlusta. Hér er ekki um auðugan garð að gresja hvað listir snertir. Það má svo segja að hljóðfærasláttur og söngur séu þær einu tegundir lista,. er við eigum nokkurn að- gang að. Þess vegna er það gott verk að hlúa að þessum greinum listarinnar eins vel og föng eru á. Það hlýtur að vera æði fyrir hafnarsamt og ekki allra með- færi að æfa stóran söngflokk barna og unglinga á stuttum tíma og geta látið hann syngja fjölda mörg lög — ýms þeirra fremur erfið — næstum að segja alveg óðafinnanlega. Og þetta um hásumarið, þegar fólk er í önnum og út um hviþpinn og hvappinn í bílum á öllum frístundum. Þetta þrekvirki leysti Brynj- ólfur Þorláksson af hendi vest- ur í Vatnabyggðum í sumar. — Söngflokkur, sem hátt á ann- að hundrað börn og unglingar voru í, söng undir stjórn hans á íslendingadaginn í Wynyard. Mér er óhætt að segja það, að fólk sem var þar, hlustaði með langmestri hrifningu á sönginn af öllu því, sem þar fór fram, og voru þó ágætar ræður flutt- ar þar. Samstilling raddanna var afbragðsgóð; og hefir þurft mikla vandvirkni og ágæta til- sögn hjá söngstjóranum, til þess að henni yrði náð. En það er kunnugt að Brynjólfur er allra manna eljusamastur og lægn- astur á það að nota vel það efni, sem hann fær í hendurnar, þegar til söngæfinga kemur. Mér er mjög til efs, að þjóð- ræknir Vestur-íslendingar skilji til fulls, hversu mikið gildi starf- semi Brynjólfs getur haft fyrir þjóðernisviðhaldið. Undir hrifn- ingu söngsins eru menn einkar næmir fyrir áhrifum og verða auðveldlega snortnir af því, sem erfTít er að láta þá verða snortna af með ræðum og pré- dikunum. islenzkir ættjarðar- söngvar sungnir af ungu fólki. sem er fætt og upp alið hér í landi, hafa meiri áhrif heldur en allar ræður og blaðagreinir um þjóðernisviðhald, sem við get- um fengið fólk til að hlusta á og láta á þrykk út ganga. Það er mín skoðun og margra annara, að sem flestar íslenzk- ar byggðir hér vestan hafs ættu að nota sér kennslustarf Brynj- ólfs Þorlákssonar. Bæði frá sjónarmiði þjóðrækninnar skoð- að og listarinnar — og öll list er mikill menningarauki — er það fágætt tækifæri, sem fólk getur notað sér án tilfinnaniegs kostnaðar. Það væri ekki smá- ræðisgróði, ef fólk út um byggð ir ætti oft kost á að hlusta á annan eins söng og þann, sem söngflokkur unglinganna í Vatnabyggðum skemti með 2, G. Árnason.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.