Heimskringla - 21.12.1927, Síða 4
8. BLAÐSIÐA
HEIMSKRIN Q L A
WINNIPEG 21. DES. 1927
(StofnuT) 188«)
Kfmnr lt á hverjtim mlOvlkDdegrl.
EIGKNDUR:
VIKING PRESS, LTD.
8.%3 Ogr 855 SARGBNT A VE , WINNIPEG
TAI.SIMI: SÖ 537
V«rt5 blaTJslns er $3.00 árgangurlnn bor*-
lst fyrlrfram. Allar borganir sendist
— - ---------PRESS
THE VIKING
LTD.
8IQFÚS HALLDÓRS Irá Höfnum
Rltstjórl.
Utanámkrfft tll hlabntna:
THFJ VIKI\G PIIESS, Ltd., Box 3105
('tflii A»krlft tll rltntjdrantfi
BDITOR IIEIMSKKINGLA, Box 3105
WINNIPEG, MAN.
“Heimskringla is published by
The Vlklnif Prew Ltd.
and prlnted by
CITT PRINTING A PUBLISHING CO.
W53-S55 Saraent Ave.. Wlnnlpe*, Man.
TelepAione: .86 53 7
WINNIPEG, MAN., 21. DESEMBER 1927
Jólin
>Þau eru. eins og annarstaðar er tekið
fram hér í blaðinu, langelzta fagnaðar-
ihátíð norrænna manna. Löngu áður
en forfeður vorir lærðu að marka til
stafs, á steini eða tré, hafði heilinn mark-
að tímatalinu blaðsíðu í meðvitund
þeirra. Fyrsti haustdagurinn, sem bar
slúðvinda og hretstorma frá úfnum og
sollnum sjó inn yfir strendur og blóm-
lendur Norðurlanda, og dró kuflhettu
hríðarkólgunnar yfir háfjöllin og fyrsta
sveljandi kafaldssúginn inn í dalina, varp.
aði sölnunarblæ yfir hugskot manna, eins
og yfir blöð og lauf blóma og lífgrænna
jurta. Eftir því sem myrkrið og kuldinn
óx á norðurhveli, eftir því óx myrkrið og
depran í hjörtum hinna fyrstu forfeðra
vorra, er þar höfðust við, og ráfuðu um
hræbarðar merkur og stirðnaða auðn, eða
leituðu sér hælis í jarðholum og hellis-
skútum, í hnipri um daufan eld í döprum
reyk og sótmuggu.
Kynslóð hvarf eftir kynslóð, í ár og
vötn, í fen og foræði, fyrir klóm og kjafti
kylfu og steinexi keppinautanna: villi-
dýra og fjandmanna; allt lék á hverfanda
hveli: vinátta og velmegun, hjörtu kvenna
og hreystin sem með garpnum bjó í dag.
En eitt breyttist aldrei: Daginn er vér
merkjum nú sem 23. dag desembermán-
aðar, brá svo til að sólin dvaldi fáeinum
andartökum lengur fyrir ofan sjóndeildar
hringinn en daginn áður. Vér köllum
jafnlengd þessa augnabliks mínútu, og
finnst hún jafnaðarlega engu nema. En
forfeðrum vorum voru þessi andartök
fleytifull eilífð af fagnaðarboðskap. Undr.
ið var skeð. Kraftaverkið í allri sinni
dýrð, óskeikult eins og handbragð yfir-
loddarans fyrir augliti bama; óbrigðult
merki þess, að nú sneri herra lífs og
dauða, hinn mikli alvaldur ljóss og lífs
og hita, ásjónu sinni til norðurs, nálgaðist
norðurregu, báiandi af líkn og náð.
Um sama leyti áttu fjarskyldari frænd-
þjóðir vorar sunnar í Norðurálfu, sér
fagnaðarhátíð; hvíldust, léku og dönsuðu
í skógarlundunum, eða í laufskálum.
prýddum kornbindunum og sólþrútnum
vínberjaklösum, og þökkuðu vínguðnum
og korngyðjunni, helztu fulltrúum lífgjaf
ans, fyrir undanfama gæzku, og fögnuðu
um leið afturhvarfi hans að sunnan, í
nýrri tilhlökkun, að sjá brosgeisla hans
enn falla í náð yfir kornstangamóður og
svignandi víndrúfnagreinar.
Og öldum síðar þegar hann fæðist, er
• hefir þann boðskap að flytja. er líknað
hefir og svalað langflestum þeim, sem
“ ekki treysta sér hjálparlaust gegnum
kuldahret og myrkratíð mannlegra hörm
unga, þá er sá atburður ósjálfrátt settur
í samband við vonir og bið forfeðranna
eftir afturhvarfi lífs- og ljóssgjafans til
mannheima. Og þannig rennur stein-
aldargömul ljóss.fagnaðarhátíð forfeðr-
anna, saman við endurminningarhátíðina
um fæðinguna í Betlehem.
Vér höldum þann sið enn í dag. Og
hann er svo vaxinn, að vér getum öll sam
einast um þaðt hversu margt sem á bját-
ar, að bjóða hvert öðru: Gleðileg jól!
Heimskringla óskar öllum gleðilegra jóla;
ekki síður þeim, er hún hefir minnst get-
að orðið að liði, en hinum, er fært hafa
henni vott um sívaxandi alúð og tryggða-
vináttu. Og vitanlega ekki sízt þeim, er
nú og áður hafa auðsýnt henni þá miklu
vináttu, að leggja sinn skerf til þess að
ritstjóri hennar gæti gert hana betur úr
garði á þessum tímamótum. en í valdi
hans hefði staðið, eí þeir hefðu ekki hlaup
ið undir bagga með honum.
Emile Walters
(Frh. frá 1. bls.)
Um þetta leyti, eða nokkuru seinna,
fluttu fósturforeldrar hans suður til Da-
kota og settust að við Garðar. Fluttist
Emile þá með þeim, og með því að hann
var enn á barnsaldri, var hann látinn
haida áfram námi við barnaskólann þar.
En litlu gekk honum námið greiðara þar
en í Winnipeg. Honum leiddust lesbæk-
urnar og allar bækur er við skólanh
voru notaðar nema helzt landafræðin.
Hún var með myndum af ýmsri gerð, lit-
prentuðum. — Það. var skemtilegasta
bókin.
Fjórtán eða fimtán ára gamall byrjaði
hann að vinna á sumrin við hjásetu og
nautgripagæzlu, er drengir voru þá látnir
gera. Féll honum verkið vel. Hann gat
verið úti og átt hugsanir sínar sjálfur.
Hafði hann þá með sér sögur og ljóða.
bækur, er honum voru hugstæðari en þær
er fyrirskipaðar voru í skólanum. Frá
þessum árum minnist hann einkum Grett
issögu, Ben Húr, ljóðmæla Þorsteins Er-
iingssonar og Hallgrímskvers.
Tveim árum síðar kemst hann í vinnu
hjá málara, hr. Snæbirni Pálsson, er þá
var í byggðinni, og kunnur er sem lista
hús- og veggtjaldamálari, er K. N. orti
kvæði um og kallaði “Málfræðing”. og
þessi yísuhelmingur er í:
“Hann var að mála hús og fjós,
hugur máli fylgdi.”
Ekki þorði hann þá að láta neinn vita
hve mikla löngun hann hafði til þess að
leggja fyrir sig málaralist. En til þess-
arar vinnu hugði hann gott, er var þó
aðaliega fólgin í því að mála utan “hús
og fjós.” Og svo hrifinn varð hann af Snæ
birni, er endur fyrir löngu varð fyrir slysi
svo hann hefir gengið haltur æ síðan, að
áður en hann vissi af var hann farinn
að taka upp göngulag lians, og ganga
haltur líka eins og hann.
Um þetta leyti komst hann yfir skýrslu
listaskólans í Chicago. Rýndi hann í
hana á kvöldin, las hana aftur og aftur
og einsetti sér að draga saman kaup sitt
og komast á skólann. Safnaði hann nú
saman af launum sínum er liann gat, en
er hann virtist vera að nálgast takmark.
ið, að komast á skólann, varð hann snögg
lega veikur var fluttur til Grand Forks,
skorinn þar upp og þar fóru peningarnir.
Varð nú ekkert ýr Chicagoförinni í bili.
f luttu nu líka fosturforeldrar hans til
Saskatoon-bæjar, er þá var í mifdum
uppgangi, fór hann með þeim, og seinna
til Winnipeg. í Saskatoon tók hann ým.
islegt fyrir, fasteignaverzluiy verzlunar
námsskeið og fleira, er öllu lauk með því
að hann hvarf aftur að málaravinnunni
í Winnipeg fór á sömu leið. Vistaðist
hann sem ritari við banka, en var sagt upp
vistinni að degi liðnum. Komst hann þá
aftur að stöðu við að mála og var við það
er stríðið mikla skall á sumarið 1914. Var
hann þá við hina miklu gistihöll Cana-
diska Kyrrahafsbrautar félagsins, Hotel
Royal Alexandra. Eftir að byrjað var á
Iiðssafnaði, var aiiri vinnu hætt, er kom-
ist varð hjá annari en þeirri, er laut
beint að herbúnaði. Fór Emile því um
haustið úr Winnipeg og vestur til smá.
bæjar er Waldheim heitir í Saskatehé
wan. Vann hann þar um tíma sem mat.
reiðslumaður á greiðasöluhúsi, og í hjá
stundum átti hann að skenkja á við
drykkjuborðið. Biandaði hann þá mjöð-
ina, er menn gerðust ölvaðir og fyllti
staupin að mestu með vatni.
Eftir ailnokkra #dvöl á ýmsum stöðum,
Saskatoon, Waldheim og hjarðbýli við
Rush Lake, hafði honum safnast svo fé
að hann komst til Chicago og innritaðist
þar við listaskólanji. Meðan á náms.
tímanum stóð, vann hann fyrir sér með
ýmsum smásnúningum, er til féllust. Á
nxorgana frá kl. 7 til 9 veitti hann tilsögn
í skólanum. Þrjú kvöld í viku vann
bann við að ræsta skólann. Tvö misseri
fékk hann vinnu við að vísa til sætis, á
kvöidin kl. 8 til 11, f Grand Opera leik
húsinu, en um miðdaginn við að ganga
um beina í matsöluhúsi þar í grend-
inni.
í þrjá vetur dvaldi hann í Chicago, en
a hverju sumri fór hann til Saskat-
ehewan í kaupavinnu. Við skólann lagði
hann aðaistund á teikningu af allskon..
ar tæi, eftir iifandi og dauðuny fyrirmynd
um, en hlýddi þó jafnframt á marga og
agæta fyrirlestra. Á sunnudögum sótti
I hann hljómleika, því þá var aðgangur ó
dyrastur, aðeins lOc. Lét hann það sér
,naagja með öðrum 10 centum, er hann
lagði út fyrir kaffi og brauð á hinum
ódýrari matsölustöðum; lauk svo deg-
inum inni á listasafninu. Á þessum ár-
um kynntist hann Hirti rafmagnsfræð-
ingi Thordarsyni, er lagði honurn mörg
heilræði, og kynnti hann íslenzkum fræð-
um.
Sumarið 1916 heimsótti hann Elverhöj,
listamannanýlenduna við Milton.on-the
Hudson, í New York ríki, meðfram í þeini
tilgangi að komast þar að sem vikapiltur
og fullkomna sig í málaraíþróttinni. Eru
þar saman komnir menn úr ýmsum átt
um, er leggja fyrir sig allskonar lista-
smíði úr gulli, silfri og dýrum málmum,
bókband. skrautdrátt, skartgripasmíði o.
fl.. Varð hann mjög heillaður af þessu
starfi þeirra og beiddist að mega nema
af þeim. Létu þeir það eftir honum, og
byrjaði hann nú á því, sem auðveldast var
svo senx að hvolfa koparskálar og fleira
þess háttar. Lærðist honunx smíðin von
unx framar og vann hann nú fyrir sér með
þessu. Á kvöldin sat hann við að teikna,
það vildi hann ekki leggja niður hvað sem
í boði var. Árlangt dvaldi hann þarna I
nýlendunni, en að þeinx tíma liðunx kom
fornxaður ný'Lendunnar honum fyrir til
þess að læra gullsmíði hjá einum stærsta
skrautgripasmið Chicagoborgar, John
Petterson. Var hann hjá honum í tvo
vetur en á sunxrin í nýlendunni. Stigu
nú laun hans, svo að hann gat unnið sér
inn meira fé á skemnxri tíma en áður. En
því fylgdi líka sá kostur, að þá gat hann
gefið sig meira við málaralistinni en áð-
ur.
Tímann, sem hann dvaldi í listamanna
nýlendunni, kyntist hann Einari mynd-
höggvara Jónssyni, er dvaldi þar lengi
sumars við að undirbúa steypu Þorfinns
karlséfnis, er reist var í Fairnxont Park
í Philadelphia þá um haustið. Getur hann
þess að Einari eigi hann meira að þakka
en hann fái með orðum lýst, fyrir hvatn.
ing hans og leiðbeiningar. Var hann sá
eini, er lét sér annt um hann og tók þátt
í kjörum hans.
Með því að löngun hans varð ákveðn-
ari að fylgja þeirri köllun, er hann hafði
vaiið sér sem málari, skrifaði hann The
Pennsylvania Academy of Fine Arts, þá
um veturinn, og spurðist fyrir um það,
hvort eigi væri unnt að hann gæ-ti haldið
áfram námi, hálfan daginn og unnið fyr-
ir sér hinn hlutann. sem eftir væri. Var
þessu ráðstafað fyrir hann af forstöðu-
möjnmum skólans. Um vorið er ha.nn
kom til Philadelphia, hafði hann eina
$10.00 í vasanum. Dvaldi hann þá um
kyrrt í viku hjá Einari og konu hans, er
hvöttu hann mikið til þess að halda nám-
inu áfram. Er harm kvaddi þaa, rétti
Einar honum lokað bréf — í því voru tveir
$50.00 seðlar, gjöf frá þeim hjónum, $50
frá hvoru um sig. Peninga þessi geymdi
Emile þangað trl í nauðir rak.
Sökkti hann sér nú niður í námið við
skóiann, eftir því sem ástæður leyfðu.
Sat hann við teikningar fyrri hlut dags-
ins, en eftir hádegið vann hann við gras-
skurð á skólavellinum, eða annað er hon-
um var fengið að gera. Það að hann var
tii neyddur að nota morgunstundina til
að teikna, hefir ef til viil orðið honum til
láns, því þá er birtan bezt og biæfegurst,
og eigi því líkt eins hörð og skerandi og
hún verður er líður fram um hádegið.
Við skólann dvaldi hann árlangt; en
varð að því búnu að hætta sökum e’fna.
skorts. Bauð skóiinn honum þá $150.00
námsstyrk, en eigi treysti hann sér til
að taka þvf.
Leigði hann sér nú vinnustofu í þorp-
inu Derby Creek í Pennsylvania, í féiagi
við kunningja siiin einn frá Wa’shington
Gróðafyrirtæki var það ekki, og innan
iítils tíma varð annara bragða að neyta.
Fór Enxile þá til New York og komst að
svonefndri brpta-vinnu hjá myndablaðinu
aikunna “Pictorial Review”. En það er
kölluð brota-vinna, að margir eru settir
við að teikna sömu myndina, einn teikn
ar hendur, annar fa-ttur, þriðji höfuð og
axlir o. s. frv.. Emile átti að teikna
bakgrunn myndanna, er útheimti sérstaka
‘stærðfræðilega æfingu. Eigi urðu hús.
bændur hans ánægðari með verkið en svo
að eftir vikuna var hann rekinn.
Fór han þá til Philadelphia vita félaus.
Vildi honum það þá til happs að hann
hitti einn kennaranna frá The Pennsyl-
vania Academy of Fine Arts er hafði með
ferðis bréf frá gullfangasalanum alkunna
Mr. Tiffany, er beðið hafði þenna kenn-
ara að benda sér á einhvem þann ungan
nxann, er honum þætti þess maklegur að
njóta námsstyrks við hina nýju Tiffany.
listastofnun við Oyster Bay í New York.
Lagði nú Academíið með Emile og hlaut
hann, námsstyrkinn. er nam $2000.00.
Var hann sá fyrsti, er þann heiður- hlaut.
Eftir samtaliö við kennarana, hélt
Ihann til New York aftur, og hafði
nieð sér smíðisgripi sina pg mynd-
ir. Meðan liann beið eftir úrskurð-
inum um námsstyrkinn fékk ihann sér
verustað í súðherbergi nokikru, svaf
þá í öllum fötum og hafði yfirfrakk-
annn ofan á sér. Var ihonum þá til-
kynnt að veittur ^væri honum náms-
styrkurinn, en með því að verið væri
að koma stofnuninni í lag, hlyti það
að dragast óálkveðið að skólinn gæti
tekið til starfa, á meðan yrði hann
að bíða. Fór hann þá til yfirmanns
stofnunarinnar og beiddist leyfis um
að mega hjálpa til við að koma skóla
stofunum í lag, mála þær innan og
skreyta eftir því sem ákveðið væri.
Var honum veitt það, og komst hann
á þann Ihátt í kynni við Mr. Tiffany.
Hélt hann nú til hjá honum eða var
á hans vegum meðan á þessu stóð.
Tók Mr. Tiffany mikinn þátt í kjör
um hans og hvatti hann til þess að
halda áfram við gullsmíðina, en Emile
tregðaðist við og vildi ógjarna hætta
við málaraíþróttina. Varð þetta
þeim að ágreiningi, en sem betur fór,
eiigi til ósáttar, iþótt sinn væri á hvoru
máli. Lagði nú Emile alla stund á
málningu í hjástundum sínuni. Um
veturinn fór Mr. Tiffany til Florida.
Notaði Emile tímann á meðan til þess
að ljúka við þær myndir, er hann
* hafði í smíðum, og gat nú sýnt Mr.
Tiffany allmargar myndir um vorið,
er hann kom til haka aftur. Leizt
Tiffany svo vel á, að eftir það varð
hann því aflhuga að gera úr honum
gullsmið, en hvatti hann til að halda
við málaraíþróttina og hét honum
aðstoð sinni. Varð Emile þetta til
hins mesta gagns, og komst hann nú
á þann hátt í kynni við ýmsa ihelztu
menn þar um slóðir, þar á meðal við
ekkju og sonu Roosevelts forseta, er
hjuggu við Oyster Bay, í námunda
ið málaraíþróttina og hét honum
myndagerð sína í grend við Saga
morehæð, kom Mrs. Roosevelt til
hans, spjallaði við hann um heima
°g geima, og lagði honum að lokum
ýmiskonar móðurleg heilræði. Fram
til þessa hefir Mr. Tiffany haldið
try£gfi við hann og boðið honum til
sin oft og mörgum sínnum, á hið
ríkmannlega setur sitt á Long Island.
Síðastliðið ár var Emile tekinn upp
■ hið svonefnda Tiffany-gildi, og
he'fir aðeins fjórum mönnum hlotn-
ast sá heiður hingað til.
Vorið 1922 fer Emile a/ftur að
Pennsylvanía Academíinu, málar þar
um sumarið. Semur hann þá við
Pennsylvania State College, að kenna
dráttlist við sumarnámsskeið skólans.
Jafnfranif vann hann af kappi við
málverk sín. Leigði hann sér þá afar
mikið kjallarajherbergi, til þe6s að
geta komið verki sínu betur fyrir, er
áður hafði verið notað fyrir hitun-
arvélar i byiggingunni. Var það eig
inlega ekiki aðlaðandi staður fyrir
væntanlega viðskiftavini. Þó rötuðu
þar á hann ýmsir listavinir, og þar
á meðal unga stúlka að nafni Miss
Norris, dóttir miljónamærinigsins Dr.
Henry Norris, í Chapel Hill í Nortth
Carolina. Skoðaði Ihún myndasafn
hans og dáðist einkum að einni mynd
lnni’ er hann nefndi “Snjókoman”.
Fékik hún föður sinn til þess að kaup i
myndina og borguðu þau honum
$200 fyrir. Var þetta fyrsta mynd-
m er hann þanni^ seldi. Fór nú að
rakna fram úr fyrir ■ honum eftir
l>etta, ogj má segja að þetta yrði
byrjunin að þeirri viðurkenningu, er
hann hefir hlotið.
Kennarastöðunni við The Pennsyl-
vama State College Jheldur hann enn.
Kenmr hann teikningu 0g gullsmíði.
Hefir aðsókn vaxið svo, að tveir
aðstoðarkennarar hafa verið skipað-
ir honum til léttis.
. Meðal þeirra manna er Emile
segir, að hafi stutt sig einna bezt
á listamannsibrautinni, nefnir hann
Einar myndhöggvara Jónsson fyrst-
ann. A þeim tímamótum er erfið-
ust hafi verið á æfi sinni, segir hann
að Einar hafi styrkt sig og hug-
hreyst fram yfir alla aðra. Þá getur
hann og þeirra hjóna, Mr. og Mrs.
W. J. Johnson í Uniontovvn, Pennsyl-
vama, er ei,ga eitthvert hið fullkomn-
asta listasafn eftir ameníslka lisla-
menn, sem til er í einstaWa manna
eigu í Bandaríkjunum. Tóku þau
hann undir sinn verndarvæng, er
landslagsmyndir hans fóru að vckja
DODD’S nýmapillur eru bezta
nýrnameðalið. Lækna og gigt,
bakverki, hjartabilun, þvag-
teppu, og önnur veikindi, sem
stafa frá nýrunum. — Dodd’s
Kidney Pills kosta 50c askjan,
eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást
hjá öllum lyfsögum, eða frá
The Dodds Medicine Co., Ltd.
Toronto, Ontario.
eftirtekt listfróðra manna í Ame-
ríku. Hafa þau sýnt honum ,hina
stökustu alúð og umhyggjusemi, og
komið honum í kynni við menn, er
leggja sérsta/ka stund á að safna
listaverkum, sem ekki er ónýtt um-
komusnauðum og fátaékum listanianni,.
Hafa ýmsir orðið til þess að kaupa af
honum myndir, bæði fyrir listasöfn
og menntastöfnanir. Hefir þannig ó-
skiljanlegur fjöldi mynda ihans dreif ;t
út og það á skömmum tíma.
Fjöldi þessara mynda hafa verið'
hafðar vnðvetgar á mynidasýningum
og hlotið verðlaun. Má sérstaklega
geta einnar, “Full Bloom’ er nú er r
Reykjavík. The National Academy
of Design í New York úthlutaði hon
um The J. Francis Murphy Memorial
Prize, fyrir þá mynd, og er Einile
annar Islendingurinn, er hlotið hefir
viðurkenningu þessarar stofnunar;
hinn er Albert Thorvaldsen.
Sem ýmsum lesendum Heims-
kringlu mun kunnugt, hefir Emile að
allega lagt fyrir sig aö mála lands-
lagsmyndir. Segja listfróðir menn
að hann sé snillingur við lithlöndun.
Eru það einkum hin fögru blæbrigði
morgunljóssins, er koma hvað bezt
fram í niyndum hans. Flestar eru
myndirnar teiknaðar í Ný-Englands
ríkjunum og á Long Island, og efn-
ið fengið þaðan.”
Með þessu lýkur æfisöguágripinu.
Með línum þessum hafði eg hugsað
mér að birta nokkrar eftirlíkingar,
af myndum hans; en við frekari iihug
un hætti eg við það. Gefa slJkar
blaðamyndir enga hugmynd um mynd
irnar sjálfar, þars ekki er unnt að
birta þær í litum. Læt eg því nægja
að birta aðeins mynd listamannsins
sjálfs, er flestir nuinu kannast við.
Fyrstu erfiðleikarnir virðast vera
yfirstígnir. Hefir hann barist góðri
baráttu og sigursælli. Hvað hans bíð
ur hér eftir fær framtíðin ein íeyst
úr, en Hkindi eru til að hinu erfið-
asta sé lokið.
t hvaða áliti hann er hjá Banda-
ríkjaþjóðinni, má nokkuð ntarlka af
því, sem unt hann\ stendur í átbók-
(Fih. á 12. bls.)
Fingratöfrar
(Fnh. frá 5. bls.)
hann vsari að telja á sér fing-
urna, en niisteldist altaf. Eg
sneri hurðarsnerlinunx, lauk
UPP og gekk inn. En við að
heyra marrið í hurðinni, greip
Týri hamar sinn í skyndi, og
var farinn að negla hæla á skó,
þegar eg var kominn inn á
niitt gólfið til hans. Eg Iét
auðvitað á engu bera, fékk hon-
um skóna, settist, óg tók að
ræða við hann á víð og dreif,
eins og géngur. Tók hann því
vel, en vann þó að mestu með-
an hann rabbaði við mig. Mér
hafði alveg veriö úr minni lið-
ið samtal okkar um fonxmenn-
ina, fingurna og ræðugarpana,
xangað til eg sá til hans þetta
kvöld inn um gluggann. Ein-
hvern veginn minti það mig á
kvöldið fyrir hálfu öðru ári síð.
an, og einhvern veginn gat eg
ekki annað en sett það í sam-
band hvað við annað. Eg
leiddi samtalið að ræðumönn-
um með hægð, og spurði hann