Heimskringla - 07.03.1928, Blaðsíða 4

Heimskringla - 07.03.1928, Blaðsíða 4
4. BLAÐSÍÐA HHIMSKRIN8LA WINNIPEG 7. MARZ 1928' 11111 1 ■ ............. Hwmskrmgla (StofanD 188«) Kfmor «t á hverjnra mlltTtkadfVt EIGKNDUR: j VIKING PRESS, LTD. 853 OK 855 SARGEXT AVE, WINNIPEG TAI>StMIl 86 537 V»rB blaDslns er Í3.00 Argangurlnn bor*- lat fyrlrfram. Allar borganlr aendlat THE VIKING PRÆES LTD. BIGFírS HALLD6RS frá Höfnum Bitstjórl. Utanánkrllt tll blnlÍHlaai THK VfKING PIIKSS, Ltd., Boi 8105 Utnnáakrlft tll rltntjAranHi EDITOK HRIMSKHINGLA, Hox 3105 WINNIPEG, MAN. “Heimskrlngrla is published by The Vlklnic Preaa Ltd. and printed by CITY PKINTING Æ PIJBMSHING CO. «53-855 Snrxent Ave., WlnnlprR, Mai. Telephone: .86 53 T WINNIPEG, MAN., 7. MARZ 1928. Fiskisamlag Það var tekið fram í síðasta blaði, að nánar myndi verða í Heimskringlu minnst á greinar þær, er Kristinn Pétursson hefir ritað hér í blaðið, til hvatningar stéttar- bræðrum sínum til þess að mynda með sér fisksölusamlag. Og þótt heilsa rit- stjórans sé enn lítið skárri en þá er síð- asta blað fór til prentunar, þá verður þó að sýna einhvern lit á því, að efna það loforð, þótt um leið verði að biðja les. endur að virða meira viljann en verkið. * * * Oss er annt um öll samvinnumál, og höfum ætíð leitast við að tala máli sam- vinnunnar. En oss er alveg sérstaklega annt um þetta mál: að lögeggjan Krist- inns Péturssonar fái borið einhvern árang ur, og það í næstu framtíð. Fáir eru svo útmetnir alheimsborgarar, að þeim renni ekki blóðið til skyldunnar. Og hér eiga Islendingar alveg sérstaklega hlut að máli. Þeirra hendur draga svo langsam- lega mest úr vatni og á land af þeim físki, sem veiddur er úr stórvötnJum Mani tobafylkis, bæði sumar og vetur. Bæði er ihneigðin líklega tekin í erfðir, og stað- hættir líka knúð þá til þessarar atvinnu: en þar að auki eru þeir vafalaust atorku- mestir við hana, allra manna, er hana stunda hér. En þó er þetta staðreynd: að örfáir þessara atorkumanna hafa efn- ast svo sómasamlegt megi heita, á þess- ari atvinnu, er þeir leýsa allra manna bezt af hendi. Áratugum saman hafa aðrir menn, af öðrum þjóðflokkium, fleytt rjómann af erfiði þeirra, og fitnað á “milligöngunni” með afurðir þeirra. * * * Skömmu eftir það, að vér tókum við ritstjórn Heimskringlu, stakk blaðið þeirri spurningu að íslenzkum fiskimönn- um, hvort ekki myndi kominn tími til þess að þeir færu sjálfir og sameiginlega að annast um sölu afurða sinna. Eng- inn gegndi á prenti. En nokkru seinna reið einn íslenzkur fiski- og útgerðar- maður — viðurkenndur atorkumaður, og gamall góðvinur þess er þetta ritar — á vaðið og kom afurðum sínum á markað. Hann fékk strax stórum meira fyrir fisk sinn, en umboðsmenn stórfélaganna höfðu þá verið að bjóða fiskimönnum. En úrslitunum lýsti Kristinn Péturjsson í fyrstu grein sínni: “Fiskimaður — fiski- menn”. Þarf ekki að -endurtaka það_ Ýmsar ástæður voru til þess að svo fór. en ijeifað í sem styzt mál voru þær: Örugg samtök hinna stærri fiskifélaga gegn samtakaleysi fiskimannanna ís- lenzku, sem mun eiga sér tvær aðalræt- ur: hábindingu beggja fóta fiskimann. anna( er svo eru reyrðir skuldaviðjum við- skifta sinna, og innbyrðis vantrausti. En að því vantrausti munu aftur liggja ýms- ar tortryggnisrætur( meira eða minna eðlilegar. Tvær þær helztu skulu nefnd- ar hér, sökum þess, að þær eru ekki að- eins tilgátur þess er þetta ritar( heldur byggðar á áþreifanlegum veruleika, sam- kvæmt frásögn nákunnugra manna. Er önnur sú, að íslendingar hér munu sumir 'hverjir þykjast hafa orðið hart úti fjár- hagslega, fyrir það að leggja fé í sam- eiginleg fyrirtæki, er veitt hafa forstöðu menn af þeirra eigin þjóðflokki, er þeir þóttust geta. treyst, með þeim árangri, að félagsskapurinn hefði farið á höfuð- ið, hlutaeigendum til stórtjóns, án þess þó að sýnilegt væri að forstöðumennirnir hefðu beðið nokkurt verulegt fjárhags- tjón við hrunið; sumir enda virzt engu síður efnum búnir eftir en áður. Hin er sú( að íslendingar séu svo sjálfhuga (in- vidualistic), að þeir eigi tiltölulega erfitt með að sætta sig við þá tilhugsun, að hann Jón Jónsfeon, landi iþeirra og gam- alkunnugur nágranni, kunni að hljóta einhverja forstöðu-upphefð, af slíkri sam lagsmyndun, og er ekki með öllu ólíklegt, að eitthvað sé til í þessu.— En ef eitthvað á að ganga í þessu efni, þá mega fiskimenn hvorugt fyrir sig setja. Þótt svo kynni að vera, að einlhver Islendingiur hefði reynst einhveiskonar samlagshugsjón bölvanlegur, jafnvel sér í hag, þá er eftir því að muna, að slíkt hendir með öllum þjóðum( og er sízt sjald gæfara annarstaðar, en meðal íslendinga í öllum löndum hefir einhverjum samlags hugsjónum verið komið í framkvæmd. Hér í Canada eru t. d. fjöldi íslendinga meðlimir Hveitisamlagsins, sem hefir þiifist ágætlega. Og að öðru jöfnu, er fiskisamlag engu óframkvæmanlegra en hveiitisamlag. Og ekki geta menn auð- veldlega látið sér detta í hug, að ekki sé nóg völ á lslendingum, er séu svo ósín- gjamir og heiðarlegir( að þeim megi trúa fyrir slíkum félagaskap. Lengri leit kynni að verða að mönnum, er fram- kvæmdarstörfum væru að öðru leyti vaxnir. Þó er óhugsandi, að ekki kæmu slíkir menn í leitirnar( ef alvarlega væri af stað farið. Hitt, að eiga svo erfitt með að unna nágranna sínum einhvers hugsanlegs á- lits, að menn kjósi heldur að láta óþekkta braskarajúða flá sig kvikan alla æfi, er ibarnalegri og óþroskaðri hugsunarháttur en svo, að fullorðnir menn megi einu sinni leggja sig niður við að gæla við hann( hvað þá heldur að láta stjórnast af honum til lengdar. Það hlýtur að vera öllum svo augljóst, við minnstu um. íhugsiun, að um það sé óþarfi að fjöl- yrða. * * * Það má leggja þann skilning í síðari grein Kristinns Péturssonar( að hann bú- ist jafnvel við því, að hvöt hans hafi þot- ið sem vindur um eyru stéttarbræðra hans. Það er þó áreiðanlegt, að svo hef- ir ekki verið. Það er áreiðanlegt að hún ihefir bergmálað í brjóstum margra þeiira og vakið aðra til alvarlegra umhugs. ana. En gamalt og vel rótfest tré fellur hvorki við fyrsta högg né annað. Þess vegna má ekki leggja árar í bát, þótt lít- ið sjáist miða mót straumi í fyrstu. En hitt er heldur ekki síður áríðandi, að þeir sem finna til þess að slík hvöt sé bæði réttmæft og tímabær taki þegar undir, hver á sinn hátt, annaðhvort opinberlega eða hver í sínu nágrenni. Því margur er þröskuldur á samtaka- og samlagsleiðinni. en a ð rísu enginn ókleifur. “Og “bis dat qui cito dat”, sögðu Rómverjar. Tvisvar gefur sá( er gefur skjótt. Til frekari sönnunar skal hér skráð bréf, er qss barst nýlega í hendur, og birt ast átti í síðasta blaði. Er það á þessa leið: * * * TIL FISKIMANNA OG FISKIMANNSINS KRISTINNS PÉTURSSONAR. í Heimskringlu frá 15. febrúar sé eg endurtekna raunasögu fiskimanna frá Manitobavatni( og mun hún vera töluð engu síður í anda þeirra, er stunda fiski- veiðar við Winnipegvatn. Þar sem mér er jafnkunnur veiðiskapur og markaðs- skilyrði frá framantéðum vötnum, þá vil eg halda( að ef saga fiiskimannsins frá Winnipegvatni væri nákvæmlega skráð, þá yrði hún enn erfiðari og nrun rauna-' legri. Er þó frásögn Kristinns Péturs- sonar þess eðlis, af því eg veit að hún er isönn( eins og hún er, og hispurslaust sögð og sett fram, að vel gætu svo að segja hárin risið á höfði þeirra, sem sjá þessa markaðsaðferð upp aftur og aftur endurtekna við sína fyrri starfsbræður( — fiskimennina.----- Kristinn Pétursson segist skrifa sína sögu til þess að hrinda umtali af stað. Eg vil nærri því vera svo djarfur að segja, að eg sendi þessi orð frá mér til að hrinda af stað framkvæmd til um. bóta. Tillaga mín í þá átt er sú, að Krist inn Pétursson, eða hver annar fram- kvæmdasamur maður, er eithvað vildi á sig leggja í umhótaáttina, að því er að fiskiveiðum og sölu lýtur, tækju sér ferð til Kenora, Ont. (126 mílur austur frá Winnipeg), til þess að kynna sér umboðs tsöluaðferð fiskimanna á “Lake of the Woods”. Hvernig eir ráku af höndum sér Booth fiskifélagið, og hefir síðan græðst fé sumum, enda allir æfinlega á- nægðir með verðið. Skal eg setja hér verð á lægri fiskitegundum með byrjun I þessa mánaðar: birtingur 8c; gedda (pike) 7c;og sogfiskur (sucker) 4c, til framleiðanda. Keewatin, Ont., 20. febr. 1928. B. Sveinsson- * * H Hér hefir íslenzkum fiskimönnum ver- ið hent á áþreifanlegt dæmi. Vera kann, að afstaða þeirra sé ekki alveg hin sama, sé enn erfiðari, en afstaða fiskimannanna við Skógavatn var, gagnvart stórfélögun. um. En hún getur ekki verið svo torveld að samhuga vilji fái ekki við ráðið. Og þess verri sem hún kynni aðvera, þess meiri ástæða er til þess að menn hefjist handa, svo fljótt sem unnt er, til þess að gera það sem löngu hefði átt að vera bú- ið að framkvæma, að koma á fiskisamu lagi hér í fylkimu. Hér er heldur ekki fyrir neinu smáræði að vinna. Samlagsmennirnir austurfrá hafa fengið einu centi meira fyrir pundið í birtingnum, en fiskimennirnir við Mani- tobavatn fengu á sama tíma fyrir pund- ið í nálfiskinum. Samlagsmennirnir hafa fengið fjórum sinnum meira fyrir pundið í birtingnum, en fiskimenh við Mani- tobavatn. Samlagsmennirnir hafa femg- ið helmingi meira fyrir pundið í sugfisk- inum en Manitobamennirnir fyrir birtings pundið. Er það þá nokkur furða þótt sam lagsmennirnir efnist, við það verð, er iþeir fá fyrir sinn fisk, er hinir geta þó gert eitthvað í áttina til þess að draga fram lífið við það smánarverð, er stórfélögin skamta þeim úr járnhnefa sínum? Þetta verður að breytast. Og hér dug- ar ekkert kák. Reynslan er búin að margsanna, að einstaklingstilraunir “smá- kóðsíms” eru gersamlega þýðingariaus. ar; eru til ills eins. Ekkert nema samlag getur kippt þessu í lag. Auðvitað er ekki slíkt samlag byggt á einum degi, fremur en Rómaborg. Ti! þesk að samlagshug- myndin sé framkvælnanleg, þarf að vinna menn til almennra samtaka. Fiskimenn á öllu stórvötnum fylkisins þurfa að taka höndum saman, til þess að samlagið geti hafist handa. Þetta tekur tíma. En þess vegna er líka um það að gera, að láta nú ekki málið falla í gleyttnsku og dá. Menn þurfa að thafa sífelldan andvara á sér sjálfuni( og um leið vekja aðra og halda þeim vakandi. * * * “Lengi getur vont versnað” Það er ekki ósennilegt að einhverjum lelsendum Lögib. hafi dottið eitthvað líkt þessu í hug, er þeir lásu þetta, er á að heita svar til vor í síðasta blaði Lögbergs. Þri vesældarlegri öngþveitisvörn minn. umst vér ekki að hafa séð. Fyrv. ritstjóri “Varðar”, Kristján Al- bertsson, biður Lögberg fyrir grein, er á að taka af öll tvímæli um það, að ástæðu- laust hafi verið fyrir oss að hneykslast á sögunni, að dómsmálaráðherra íslands hafi sigrað undir einkunnarorðunum: “Með lygum skal land vinna”, og fyrir kraft þeirra. Greinin á að sanna það( að dóms málaráðherrann sé óþveginn lygari. Ritstjóri Löjgbergs birtir grein á rit- stjórnarsíðu blaðs síns og getur þess að sér sé ánægja að því að birta hana. Enn fremur áfellist hann. Heimskringlu fyrir það að blanda sér í íslenzk stjórnmál. Vér svörum K. A., og gerum aths. til ritstj. Lögbergs, er sýnir að vér teljum, ýmsra hluta vegna, vestur.íslenzk blöð gjarna mega rita um íslenzk stjórnmál, engu síður en annara landa, og teljum ó- samræmi í því að ritstj. Lögbergis pré- dikar á móti því, en birtir um leið hat- ramlega árásargrein á dómsmálaráðherra íslands, athugaaemdalausl), að öðru en því að lýsa ánægju sinni yfir því að birta greinina, þótt með góðum vilja megi skilja það, að ánægjan muni eiga að byggjast á því að fá tækifæri til þess að narta í Heimskringlu. Nú skilur hver heilvita maður að á- * greiningur vor og ritstjóra Lögbergs er sá, að hann telur óhæfilegt fyrir vestur- íslenzk blöð að rita um stjórnmál á ís- landi, en vér teljum það geta réttmætt verið; að hann virðist ekki sjá neitt an- kannalegt við það, að birta slíka grein um einn æðsta fulltrúa ættlands síns at- hugasemdalaust, að öðru leyti en því að lýsa yfir ánægju sinni, en vér teljum það að minnsta kosti óhappalega slyisni, þótt iagt sé út á bezta veg, sem sé að ánægj - an hafi verið af því að fá höggstað á Heimskringlu. Hvorugt atriðið er með öllu ómerkilegt. ágreiningsefni, kannlske sérstaklega ekki hið fyrra. En þegar ritstjóri Lögbergs fer að svara, þá er algerlega gengið á bug við allt, sem því kemur við. 1 stað þess rýður hann úr sér ýmislegri eldabuskufyndni, eins og t. d. að sumir menn öngli í svefni, og ritstjóri Heimskringlu láti illa í svefnrofunum, og ritstj. Heimskringlu verði alltaf fjúk- andi vondur, sé honum and- æft<!); að ritstj. Heimskringlu sé “gramur eins og í fyrra skift ið yfir þeim ósköpum, að hafa ekki fengið á því einkaleyfi, að kalla dómsmálaráðgjafa íslands lygara”. Slíkar röksemdir: rangfærsl- ur, útúilsnúningar og útúrdúr. ar, er málinu, er ræða skyldi, koma ekki frekar við en fiskin- um fjallhagar, látum vér fúslega eftir vini vorum ritstjóra Lög. bergs. Þau geta verið bað- 'stofuifíflunj fitá-Aagnaverður og samboðinn stundastyttir, en ekki fullþroska mönnum. * * * Það væri líklega ekki rétt að ganga framhjá síðustu, og í þessu máli hinni snjöllustu (!) röksemdafærlslu ritstjóra Lög- bergs, sem sé þeirri, að hann hafi alveg upp á síðkastið kom. ist að því til hlífar, að vér skrif uðum ósjálfrátt; nefnilega þeg- ar hann rak augun í það, að Heimskringlu hafði óvart orðið það á, að segja Sir Rodmond Roblin dáinn og grafinn. Þar .hljóp óneitanlega laglega á rök- semdafærið í stjórnmálasjónum íslenzka. Slíkur misgáningur er auðvitað jafn skemliillegur, þótt öllum blöðum verði hann á. En sé hann óbrigðult merki um “ósjálfráða” rithæfileika, þá höfum vér satt að segja lengi vitað, að ritstjóri Lögbergs er ágætur “miðill”. Til dæmis: 1 ágætu fréttabréfi vestan af iströnd( er frú Margrét J. Bené- dictsson ritaði Heimskringlu í haust, 28. sept.( var meðal ann- ars getið um lát Teits Hannes- sonar, og það( hvernig hann hefði ráðstafað eignum sínum austur um haf. Rit- eða líklega þó öllu heldur prentvilla olli því, að eigur hans voru taldar $35- 000 í stað $3,500. Frú Margrét leiðrétti þessa villu í blaðinu 12. október. Var sú leiðrétting með skýru letri sett, á framsíðu blaðsins. Blöðin á íslandi birtu vitanlega fregnina eins og þeim barst hún fyrst. En nokkrum vikum eftir að þau birta hana, endurprentar Lögberg skökku fregnina úr íslenzku blöðunum! Sarqícvæmt ritstjórans eigin kenningu, ætti þá eitthvert “ó- sjálfræði” að bafa verið á hon- um um þær mundir. — “Þeir sem búa í glerhúsi-------” Og það mun vera flestum sæmilega ljóst, að Lögberg græddi ekki á því að fara í “villumat” við Heimskringlu. ---------x---------- Hættan við préd. (Frh. frá 1. bls. menn eSa fleiri rekast á, eöa láta upppi ofurlítið örara en þeir eru vanir, skoöanir sínar í mótsetta átt, )þá hafa allir í úti frá lært aö búast við, aö úr þessu eigi að sjálfsögðu að verða stormviðri, eins og eitthvert ná/ttúrulögmál væri hér að verki. Eða svo að ég noti líkingu, sean maður hafði við mig: menn búast á augabragði við báli, ef heyrist snarka í eldspítu. Það er eins og hlaupi eiríhver æsingastraumur um likamann og sálir allra, ef þeir verða þess var- ir, að einlhverstaðar hefir orðið á— nelkstur. Þessi æsing læsir sig um alt andrúmsloftið og gerir sjálfum mönnunum, sem hlut eiiga að máli, margfalt erfiðara að haga sér gæti- legia og eins og siðuðum mönnum sómir. Eg er sannfærður um að ég er hér að benda á merkikegt atriði. Það er búið að prédika oss svo mikið um það, að vér séum ofstopamenn, að vér erum farin að trúa því, og reynum svo að haga okkur eftir því. Það er búið að deila svo mikið í fullan aldarfjórðung hafa Dodds nýrna pillur verið hiu viðurkiennd/u jneðul, ivið bak- verk, gigt og bröðru sjúkdóm- um, og hinna mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum.___ Þær eru til sölu í öllum lyfabúS um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company,. Ltd., Toronto 2, Ont., og senda andvirðið þangað. á þennan eiginleika i oss, skamma oss svo mikið fyrir þennan galla, að prednkararnir hafa nærri því skapaS hann i oss. I>að er ekki ómerkilegt, þegar eftir því er tekið, að einmitt þeir mennirnir, sem oftast hafa á orði, hvað Islendingar séu miklir flokkadráttarmenn, er þvínær æfin- leg-a þeir sömu, sem mesta tilhneig- ingu virðast hafa til þess að gera ulfalda úr mýflugu, ef eittihvað ber a milh. Eg hefi marfcitekið eftir því, sem ég ætlaði eiginlega að gera a» umta'lsefni í dag: hœttun'ni við aa vera prédikari. Yður virðist þetta ef til vill undar- ,eYa orðað af manni, sem hefir það fyrir lifsstarf að prédika. En ég bið yður að hafa með mér þolinmæði örlitla stund, meðan óg geri tilraun til þess að skýra lítið eitt nánar íivað fyrir mér vakir. Eg veit ek/ki hve mörg yðar hafa heyrt getið um það orð, sem nýlega hefir verið myndað í íslenzku og nefnt sefjun”. I>að er smiðað úr fornu orði “sefi” þ.e. hugur. Og sefjun er látin t-ákna það, sem á ýms— uni erlendum málum er nefnt ‘ suigg- estion.” Þetta orð eða þessi hugsun er sífelt að taka meira og meira rúm ■í nútíma sálarfræði og það er oftast notað um hu-gsanir, sem berast frá sál til sálar, þegar þeim er samfara ákveðnar tegundir af tilfinningum. Eg get ekkert betra gert, en að taka nokkur dæmi til skýringar. Sefjun er það fyrst og fremst nefnt, er maður er dáleiddur, dómgreind hans. er svæfð, en stungið inn í ihugann ýmsu, sem á annan hátt hefði ekki þangað komist. Eg get t.d. sagt manni, sem dáleiddur er, að hann sé ibarn eða kvennmlaður, og hann trúir því, meðan hann er undir mínum á— Ihrifum. Þá er það líka nefnt sefj— un, ef t.d. óstjórnleg hræðsla grípur heilan sæg af fólki, þótt hver ein— staklingur hefði haldið fullu jafnaðar- geði, ef hann hefði verið einn eðæ i fámenni. AKþektast er þetta af þeim dæmum, er eldur hefir komi5 upp í leikihúsum eða samkomuhúsum- Menn brjálast nærri því, vegna þess að hver sefjar annan eða magnar hræðsluna, svo að hún verður að óstjórnlegu báli. Þá er það líka sefjun, er afskaplegur ofsi grípur heilar þjóðir t.d. á ófriðartímium, ofsi, sem stafar af því einu, að sömu hugsanirnar eru svo víða og berast að úr svo mörgum áttu-m í senn. Þetta þekkja að sjálfsögðu allir. En svo eru aðrar telgundir af sefj— un, sem mjög stutt er síðan menn tóku að veita athygli. Mörg yðar ibafa lært að riða Ihjóllhesti. Ef þér hafið gleymt hvernig yður gekk námið, þá get ég sagt yður frá einu, sem nokkurn vegin áreiðanlega hefir komið fyrir yðtrf ölll. Þér - vóruð kotqin svo langt að þér gátuð ihaldið yður á bjólhestinum nokkura faðma. Þér höfðuð ekki nándarnærri fengiö vald yfir verkfærinu, en yður haföi farið það fram að menn vóru hættir að styðja fyrir yður hjólið. Nú eru þér komin dálítið af stað. Alt í einu sjáið þér trédrumb eða þústu eða ein/hverja hindrun á veginum. Öll umhugsuninn beinist að því,

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.