Heimskringla - 07.03.1928, Blaðsíða 6
6. BLAÐSIÐA
RBIMSKRlNðLl
WINNIPEG 7. MARZ 1928
Fjáisjóða-
Séra Magnús J. Skaptason, þýddi.
Okkur gekk ágætlega til Puerto, og þar var
sjóferðinni lokið.
Við fengum leyfi hjá ameríkönsku ávaxta.
félagi til þess að fara inn í landið. Og hjá því
fengum við kerru eina, og keyrðum út í skemti-
garð, og sáum landið og hinn stórvaxna skóg.
Vegurinn var góður og skógurinn stórkostlegur.
Ceibatrén vóru átakanlega mikilfengleg, og fög.
ur, og banana plönturnar og trén vóru aðdáanleg.
Mr. Wardrop sat á keyrzlunni með byssuna á
hné sér, og var allur brosandi, þegar við stönuð-
um, og fórum úr kerrunni, og gengum eftir stíg
einum sem lá til heimilis fomfræðarannsóknarans
í borginni Quirigua, sem eydd var fyrir mörgum
hundruðum ára. En dr. Morgano hafði ekki
talað um annað en mann þenna í fulla viku
p.ður en við komum þangað.
Við hittum hann, og var hann snyrtimaðu \
og fróður vel í fomum fræðum.
Var hann einmitt þá að skýra frá mikhim
greftri, og varð dr. Morgano svo hrifinn af honum,
að ég hélt að hann myndi lesa upp fyrir honum
alla söguna um ferð okkar og tilgang hennar, í
gleði sinni, yfir því að mærta manni sem var
honum svo líkur að eðli og náttúru,, ef að ég
hefði ekki stígið á tá honum. Pornfræðarann-
sóknarinn sýndi okkur hvar þeir hefðu byrjað
að grafa í hinum gömlu rústum, á suðurhlið must-
erisins. Og þar höfðu þeir fundið eitthvað sem
líkitist steinum, en Morgano var nærri farinn að
gráta er hann sá það.
Dr. Morgano hafði sína eigin atferð í fram.
kvælmdum öllum, og loks fékk hann leyfi rann-
sóknarans að grafa Iþar niður eftir sínu eigin
höfði. En hvorki ég né Wardrop vissum nokkuð
um þetta, fyrri en tveimur dögum seinna, þegar
ég var einn með dr. Morgano í herbergjum okkar.
“Héreftír,” sagði doktorinn, “ætla ég að láta
gera nokkrar prívat rannsóknir. Eg hefi fengið
Maya Indíána einn til þess að vinna fyrir mig.”
“En hvað ætliði þér að borga honum, og hver
á að gjöra það?” spurði ég hálf hæðnislega.
“Egheld ég hafi lofað að borga honum dollar
á dag, en náttúrlega verðið þér að borga honum,
því ég hef enga peninga,” svaraði læknirinn. Svo
leit hann út og sá þar Indíánann. “Nei þarna
er hann þá kominn og bíður eftir mér. Eg verð
strax að fara.”
Eg hafði ekkert tækifæri til að svara honum
og mæla móti þessu, en þó fylgdi ég honum til
dyranna, og sá ég þar þá Ixtual í fyrsta sinni;
hann stóð þar og hallaði sér upp að súlu einni.
Hann var grannvaxinn og lipurlegur, og kom
mér í hug jagúar, eða tígrisdýr.
Hann var þráðbeinn og hjólliðugur, og hvat-
legur, og snarlegur. En þó vóru augu hans
einkennilegust, og hef ég aldrei séð slík augu í
nokkrum manni. Það var eins og blæja væri
fyrir þeim, en augunium sjálfum var þvínær
ómögulegt að lýsa, þau vóru svo breytileg. Það
bjó í þeim sorg, og afl, metnaður og kurteisi,
vinátta, grimd og hatur. Þau lýstu upp sálu
hans; í henni bjó þetta alt saman. Andlitið var
einbeitnislegt og fíngerðara en ég hefi séð á
nokkrum Indíána. Og ég fann það, að hann
beföi séð mig, og séð alla mína eiginleika á
einni svipstundu; og svo hneigði hann sig fyrir
mér og snéri á burtu með litla lækninum. En ég
stóð þar, og sá þá fara, og var undarlega hugs.
andi og nokkuð órólegur.
“Hvaða fyrirtaks maður er þetta!” sagði ég
þá upphátt, og hélt að Wardrop hefði komið
að baki mér.
“Það er einmitt lýsinginn á honum,” sagði
þá röddin að baki mér, og nú snéri ég mér við
til að sjá þann sem talaði. Var það formaður
inn fyrir ávaxtafélaginu. Hann kom stundum
að sjá okkur.
Hann er einkennilegur náungi þessi Ixtual.
Eg hefl aldrei, og get aldrei skilið hann.” En
Maya Indíánamir sem koma frá Coban eru beztu
og duglegustu verkamennirnir sem ég get fengið
tll áð vinna fyrir mig. Eg borga þeim hærra
kaup en nokkur annar maður hefir goldið hér.
Og mér fellur vel við þá. Eg hýsi marga þeirra.
En ég hef aldrei getað fengið þenna Ixítual til
þess að vinna fyrir mig. Eg veit ekki hvemig
á því stendur. Hann vinnur aldrei, en samt hefir
hann æfinlega nóga peninga til þess að borga
fyrir sig. Og það er eins og allir aðrir Indíánar
lúti honum; að minsta kosti heiðra þeir hann
allir, og bera virðingu fyrir honum. Og mér
finnst æifinlega að hann sé sambland af villi-
manni og siðuðum manni af æðri stéttum, ef þú
skilur hvað ég meina.”
“Já,” hann kemur mér líka svoleiðis fyrir,”
sagði ég, og svo fórum við inn að finna War.
drop.
Svo liðu þrír eða fjórir dagar að ekkert kom
fyrir, nema það, að Ixtúal var bitinn, og var það
smár höggormur sem beit hann. Landið er alt
fult af ihöggormum Iþessum. Og htefðii Ixtúal
vafalaust mátt syngja dauðasöng sinn. ef lækn-
irinn Morgano hefði ekki stokkið til hans, skorið
fyrst í sárið og lagst svo niður og sogið úr því
blóðið, og síðan bundið um vandlega. Og eftir
þetta var það ekki að undra, þó að Ixtúal hefði
hið mesta álit á honum sem hinum mesta lækni
sem heimurinn hefði séð. Og svo bættist annað
>ar við, en það var, að Morganó virtist drekka
í sig túngumál Indíánanna. En svo stóð á því
að hann hafði lært Maya tungumálið áður, en
var nú veikastur í framburðinum. En nú heyrði
hann Indíána tala þessa tungu sína, Mayatung.
una, og fór honum því ákaflega fljótt fram að
skilja þá, og tala hana.
En svo kom það fyrir, að eftir hádegið á
heiturn degi, kom læknirinn hlaupandi, berhöfð-
aður og óhreinn frá hvirfli til ilja, inn í herbergið
þar sem við Wardrop vórum að spila picket, og
Ixtúal á eftir honum, og var sem hann væri að
reyna að dylja æsingu sína.
“Eg hefi fundið það,” kallaði læknirinn upp
og hristi framan í mig blað með uppdráttum á.
Tímatal Mayaþjóðarinnar var bygt á katúnum, og
var hvert katún 7,200 dagar, eða því sem næst
20 ár. Og eftir því var musteri það, sem við
nú erum að grafa upp, bygt eitthvað nálægt 320
árum eftir Krists.burð. Og á þeim fyrri dögium
var það kallað “fórnarstaður þjóðarinnar;” enda
er það letrað á hverju horni byggingarinnar”
Hann var óðamála, og talaði þetta á ítölsku. En
nú greip Wardrop fram í fyrir honum.
Læknirinn ætlaði nú að ærast, en leit fyrst
til Ixtúals, og stilti sig er hann sá alvörusvipinn
á andliti hans. Hann braut saman blaðið sem
hann hélt á og stakk því í vasa sinn. Hann leit
á úrið sitt, og óhreinar hendur-? ■ sínar, og
sagði eitthvað á Maya tungumáli og hneigði Ix-
túal sig þá kurteislega fyrir honum og gekk í
burtu, En læknirinn beið þangað til hann var
farinn, og snéri sér þá að okkur, og mælti á
frönsku: “Eg sagði honum að við skyldum ekki
vinna meira í dag. Eg sendi hann til þess að
koma fyrir verkfærunum, og sækja hattinn
minn. En hann má ekki vita hvað ég hefi fræðst
um. Eg hefi fundið seinustu Quira.skjölin, sem
skráð eru þegar nýr og betur mentaður presta-
koniungur kom til valda. Og þessi konungur
afnumdi manna fórnir; og kendi eim um plágur
og sjúkdóma og harðrétti. Við Ixtúal fundum
þessi skjöl, sem ég nú skal sýna ykkur.”
Og nú dró hann pappírsmiða upp úr vasa
sínum, og las hann upp fyrir þeim:
“Eftir tilskipun hins æðsta guðs Icopan, og til
leiðbeiningar þeim, sem ekki hafa heyrt það eða
fregnað, þá yfirgefum við nú héðan af fórnar.
staðinn, og afnemum blótfómir allar, og þeir sem
með þeim dvelja fara til hinnar helgu borgar, og
hafa með sér burtai héðan, alla þá fjársjóðu og
dýrgripi, sem hér hafá verið. En þeim til upplýs-
inga sem ekki þekkja leiðna þangað viljum vér
segja: að þeir verða að fara 6 daga leið vestur,
og þriggja daga leið norður, og mun þeir þá sjá
hina heilögu tinda tvo, sem sólin er bundin við,
en á leiðinni, neðan við tindana eru þeir, sem
gæta leiðarinnar.
Nú hætti hann að lesa, braut saman blaðið
og stakk því í vasa sinn, ogvar mikill myndugleika
svipur á honum, og þóttist hann hafa gefið
'merkilega upplýsingu.
“Jæja, það lítur svo út sem við verðum að
leita 'iu’. ‘ annarstaðar,” mælti Wardrop “og
fjársjóðimir séu annarstaðar, en það er ekkert
gefið um, hvort þar séu nokkur dýr, að skjóta
og--------já! hlustið þið á hann,” hrópaði lækn.
irinn.” “Hann talar ekki um annað en að
skjóta dýr þegar ég hef uppgötvað hið mesta
leyndarmál mannkynssögunnar um allar aldir.”
“En þessi frásögn yðar er nokkuð óákveðin.
Það enu þúsund fjallatindar á þessu landi, og
vegurinn á milli þessara tveggja tinda, hefði
verið afmáður fyrir þúsund árum síðan, þar
sem grasið og skógarhríslumar vaxa, marga
þumluga á einni nóttu. Og sea1 við getum
fengið að vita, er þetta, að fara svo og svo marga
daga til vesturs, og svo og svo marga daga til
norðurs.”
“En það hljóta að vera tindar sem frábrugðn-
ir eru og “ólíkir” öðmm,” sagði læknirinn.
“Viltu þá segja okkur hvar þeir eru?” spurði
ég þurlega.
“Já, ég get gert það fyrir þig,” svaraði lækn-
irinn og var nú reiður. Hann óð fram og aftur
um gólfið, og spretti þumalfingrunum og tauit.
aði við sjálfan sig.
“Hvar er hatturinn herrans?” sagði nú rödd
úr dyrunum, og var Ixtúal kominn þar aftur.
“Ixtúal, hvar eru þessir tveir helgu tindar
þjóðar þinnar?”
Indverjinn hrökk við, eins og hann hefði
vaknað af svefni. Hann starði frá doktornum og
til mín, og svo aftur til doktorsins, og var sem
honum kæmi spuming þessi alveg óvart. Og í
fyrsta sinni sem ég hafði þekt hann, fór hann nú
að stama og hikaði við, og vissi ekki hvað segja
skyldi. En læknirinn sagði eitthvað við hann
á Maya tungumáli sem hafði þau áhrif að hann
fór að skýra þetta, og var langorður og óskýr,
en þó létti yfir honum. Læknirinn talaði á Maya
tungu, og mintist okkar hvað eftir annað. Ind-
íáninn var tregur til svara, en loks var sem hann
léti undan.
“Má ég þá segja þeim það,” mælti læknir-
inn.
“Þú mátt það,” sagði Ixtúal, “ef að þú á-
byrgist þá eins og sjálfan þig.”
“Hann segir að sú saga gangi meðal þjóðar
sinnar, að í Sierra Chuehumatlane fjölllunum séu
tindar tveir sem enginn maður hafi nokkurntíman
farið að skoða, og aldrei yfir farið, og hafi tindar
þessir verið helgir þeim sem musterið bygðu.
Læknirinn talaði ákveðið á spönsku, svo að Ixtúal
skildi, en hann (Ixtúal) var þó ekki ánægður.
“Herrar mínir,” mælti hann. “Þessir tind-
ar eru helgir þjóð minni, og vóru einu sinni part-
ur af trúarbrögðum hennar, og menn eru ekki
vanir að svíkja og svívirða trúarbrögð sín.
“En við sáium þig einu sinn krjúpa í kaþólskri
kirkju,” sagði Wardrop og kom nú vandræða.
svipur á Indíánann.
“Það geta verið aðrir guðir, en mínir, sem
sumir Indíánar sem vinna fyrir hina hvítu menn
trúa á, og þessvegna vil ég blíðka þá. En hlustið
nú á mig. Eg veit ekki hvað liggur hinumegin
við þessa háu tinda. En ég veit það, að þeir
eru umgirtir af saman tvinnuðu og fléttuðu skóg-
arkjarri, sem er voðalegra en þið nokkurntíman
hafið séð, og öll mín þjóð hefir þá trú og sann-
færingu, að enginn. maður geti komist þar í
gegn, því þá myndu þeir baka sér reiði hinna
fornu guða vorra. Og aldrei hefir nokkur mað-
ur meðal vor reynt það, svo að nokkur viti til.
Menn af yðar kyni hafa reynt það — en þeir
dóu! og nú yppti hann öxlum og lyfiti upp hönd.
unum, og lét þær svo falta niður aftur, —“þeir
dóu,. En á seinni árum hafa menn, af þjóð
minni, drepið alla þá sem hafa reynt það.”
Hann þagnaði nú til þess að láta okkur
festast þetta í minni, og starði út um opnar dymar
á pálmáviöarskóginn eins og hann væri viss“um
það, hvað hann ætti að gera. En svo snéri hann
sér að okkur og var hörkulegur og einbeittur að
sjá, og sagði svo loksins. “En af vissum ástæð-
um þá ætla ég að fylgja ykkur þangað. Hinn
mikli, sem Maya hefir lengi beðið, ábyrgist
ykkur.”
Og nú snéri hann sér að dr. Morganó, óhreinum,
forugum, með úfna ókembda hárið. Hann stóð
þar sem stytta ein, og deplaði augunum eins og
væri hann Mayaguð, og hneigði sig fyrir honum
mpð hinni mestu vipðinglu. “En það seg;i ég
ykkur,” og snéri sér að Wardrop og mér, “að
ef ílt kemur yfir þjóð mína; ef á hana er snúið
hópum af þeim miskunarlausu mönnum sem ekk.
ert nægir, nema gullið, að ef sleppt er inn hinum
hvítu villidýrum, sem svívirða í orðum konur
vorar dætur, og hella í þær áfengu víni, þá
bið ég til allra guða minna, til að gefa mér sína
náð, og ráð, til að drepa þá. Og hvíli á sálum
þeirra allar hugsanlegar bölvanir og kvalir, bæði
lífs og liðnum.”
En svo var sem hatrið hyrfi frá honum,
andlit hans varð þýðlegra, varir hans skulfu og
hann lyfti höndum sínum til okkar, eins og hann
bæði okkur að hjálpa sér, og líkna sér. “Getið
þér skilið afstöðu mína herrar mínir,” sagði hann
nú í alt öðrum tón. “Eg er af Maya þjóðinni.
Þjóð mín hefir liðið mikið. Hún hefir oðið und-
ir og tekið mikið út. Einu sinni ríktu þeir, en
nú ríkja aðrir yfir þeim. Menn sem ekki eru
þess verðugir; Menn þessir eru hvítir á yfirlit.
Eg bið ykkur nú að láta mig ekki bregðast þjóð
minni. Eg er aðeins að endiurgjalda manni það
að hann bjargaði lífi mínu. Eg er maður sem
vona það að ég með hans hjálp geti lyft þjóð
minni úr ánauð og piðurlægingu. Þér mynduð
vilja gera það sama fyrir yðar eigin þjóð. Viljið
þér reyna að hjálpa mér til þess að gera það
fyrir mína þjóð?”
Það var eitthvað svo átakanlega hrífandi við
hann, þar sem hann stóð þarna frammi fyrir
okkur. Og hann var svo tignarlegur og göfug-
legur að við gátum ekki annað en orðið hrifnir
af honum. Hann aflaði sér þarna virðingar okkar
allra.
Eg held ég hafi rétt honum hendina er ég
stóð þarna rétt fyrir framan hann og sagði: “Ix-
túal, ég lofa þér því hátíðlega, og legg við æru
mína, að ekkert skal þig henda af mínum völd-
um, eða minna. Og hvað sem við finnuöi þar;
þá skal ég aldrei vísa neinum þangað. Er það
nóg?”
“Það er einnig mitt hátíðlegt loforð,” sagði
Wardrop.
“Það er nóg,” sagði Ixtúal. “I fyrramálið
leggjum við á stað.” Hann snéri sér við og
gekk í burtu, því að það sem hann einu sinni
hafði ákveðið, var ómögulegt að taka aftur. Og
aldrei vissi ég hann rjúfa loforð sitt.
* * *
3. KAPlTULI . ‘
Afstaða okkar allra var nú orðin töluvert
breytt, þegar við um sólaruppkomu sluppum úr
leirkendu löndunum, þar sem Mayaþjóðin- hafði
aðalsetur sitt. I þessum sveitum hafðist Ixtúal
við sem verkamaður, og allir tóku hann fyrir
óbrotinn, einfaldann verkamann; en brátt fór-
um við að taka eftir því, að menn tóku meira
eftir honium, og sýndu honum meiri virðingu enn
öðrum, og sýndi það, að hann yar mikilsmetinn
hjá fólki því, sem nú varð á vegum okkar. Eg
er ekki að segja að framkoma hans hafi tekið
breytingu við okkur, nema það, að hann sagði
nú hvar við skyldum stanza, og hafa náttstað,
og hvaða leiðir við skyldumtaka; Og urðum við
þá oft að fara um erfiðar leiðir og eftir vondum
vegum. Og einu sinni heyrði ég hann vara
læknirinn við því, að hann skyldi ekki láta nokk-
urn vita það, að hann skyldi Mayatungiumálið,
ef svo bæri við, að einhverjir Indíánar kæmu
til okkar um nóttina.
Hinir fimm dagar sem læknirinn hafði til-
tekið, að við þyrftum að vera á ferðinni, vóru
nú orðnir að 12, er við loksins komum út úr
skógunum, stanzaði þá Ixtúal og sagði á spánzkri
tungu: “Þarna sjáið þið nú hina heilögu tinda,”
og um leið benti hann okkur til norðurs. “Þar
eru tindarnir sem við verðum að stefna á, ef
þið ætlið ykkur að fara þangað.’ ’
Langt í burtu sáum við nú fjallakeðju bera
við himin, og hátt yfir þeim gnæfðu tindar tveir,
sem grannar tröllasúlur, og litu út í kveldbirt-
unni, sem væru þær úthöggnar af manna hönd-
um, en ekki af náttúrunni. Þeir vóru rétt sem
tvíburar, svo vóru þeir líkir. Tindarnir vóru
hvítir á báðum, og silfur.litir.
“Eru þeir ekki dásamlegir þessir tindar.
Þeir eru sannarlega þess verðir að koma hingað
til þess að sjá þá, þó að ekkent væri annað að
sjá.”
Benny sagði eitthvað á arabísku um það,
að þeir mintu hann á eitthvað annað, fallegt
útsýni. En Wardrop kinkaði kolli og sagði: “Eu
samt ekki eins fallegt og þetta,” og svo snéri hann
sér að mér, “hvað sýnist þér um tinda þessa?”
“Ef að leiðin er þolanleg, þá getum við kom-
ist þangað á tveimur dögum,” sagði ég.
“Enu þau ekki falleg fjöllin?”
“Jú, víst er um það,” varð ég að viðurkenna.
“En við komum ekki hingað til þess að skoða
útsýnið. Við komum til þess að finna eitthvað
verulegra. Og ef að ég finn hér það sem dró
mig hingað, þá get ég gefið mér nógan tíma til
þess að dást að útsýninu. En finni ég það ekki,
þá mun mér finnast hið fegursta útsýni vera Ijótt
og leiðinlegt.”
Eg tók nú eftir því að læknirinn og Ixtúal
vóru komnir svo langt á undan okkur að Þeir
heyrðu ekki til okkar, og sá ég að Indíáninn var
að segja hinum fyrir, og leggja niður fyrir honium
í mestu alvöru, hvernig hann skyldi haga sér,
en læknirinn hneigði höfuð sitt hvað eftir annað,
til merkis um það að hann skildi hvað hinn var að
segja. Og nú snéri hann sér til okkar og skilói
Ixtúal eftir einan, starandi á fjallatindana, sem
við stefndum á.