Heimskringla - 12.09.1928, Síða 6

Heimskringla - 12.09.1928, Síða 6
WINNIPEG 5. SEPT. 1928. HEIMSKRINGLA WINNIPEG 12. SEPT. 1928 HÚSIÐ á ströndinni Nú — ennþá hræðilegra — fóru dyrnar að lokast, hurðin hreyfðist af einhverjum ó- sjáanlegum þrýstingi. Hún fann að hún var lokuð inni í þessu stóra, ógeðslega herbergi, alein, með ósjáan- legum óvin — einhverju skelfilegu, sem hvorki var mögulegt að grípa eða sjá. Hún fann nærveru þess, sem hún hvorki gat séð eða heyrt — í fjarlægasti horni herbergisins, ímyndaði hún sér að sjá bláleita þoku, sem huldi hlutina þar, sem nálgaðist hana ofur hægt. Meira þoldi hún ekki. Hún hljóðaði, lyfti skammbyssunni upp og skaut. Eitt augnablik huldist bláa þokan af púðurreyknum, en þegar hann hvarf, nálgað- ist liún ofur hægt, eins og áður. Hún skaut, en árangurslaust. Varir hennar titruðu og liún skalf. Ennþá voru fjögur skot eftir. Hún skaut þeim, hverju á eftir öðru, án þess að vita hvort þau hittu, og — með löngu, skelfingarhljóði, sem endurómaði um allt húsið, og með fram réttar hendur, í því skyni að verjast hinu skelfilega — féll hún niður meðvitundarlaus. Og þar á gólfinu fundu menn hana nokkr um stundum seinna. Þegar herbergisþernan sá að ekki hafði verið snert við rúminu, grunaði Denton strax * hvar hún myndi vera, og ásamt Dick Marton og lögregluþjóni, sem þeir mættu á leiðinni, hröðuðu þeir sér til hússins. Hinn sanna skýring á þcSum viðburði, mun aldrei finnast. Nora lá veik í margar vikur, og eftir að henni var batnað, bannaði læknirinn hinum að minnast á viðburði þessarar nætur. En smátt og smátt sagði hún sjálf frá því sem fyrir hana kom, og Denton og eig- andi hússins áttu margar samræður um þenna dularfulla viðburð. Eigandinn sjálfur og einn af bræðrum hans höfðu orðið fyrir samskonar viðburði, án þess að vita af hverju hann orsakaðist. í>að er nú ákveðið að rífa húsið, og þá getur skeð að menn fái skýringu á þessu. Hver veit? Það er margt dularfullt i kringum okkur, sem sjálfir vísindamenn tutt- ugustu aldarinnar geta ekki gert grein fyrir— og sem við eigum heldur ekki að vita. ENDIR. PLÓGSÖNGVARINN Þrátt fyrir hávaðann í bifreiðinni, heyrð- ist söngur plægjarans mjög glöggt. “Hello, mínir hestar, dragið plóginn, ei gleym, að um sólarlagsbilið þá höldum við heim.” Joyce Antis laut áfram og snerti þrýst- ingsmælir jbifreiða rstjórans. Hemillinn var strax látínn á hjólin. “Heyrðu Remus! Heyrðu Prins!” kallaði plægjarinn hinumegin við kjarrgirðinguna. “Ak þú áfram að girðingarhliðinu!” skip- aði ungfrú Antis. Bifreiðin hélt áfram með hægð. Joyce brosti um leið og hún sté niður úr reiðinni; slík millirödd bak við plóg var sjaldgæf. Hún studdi fram handleggjunum á grindarhurðina og beið. Það var ung hetja, sem gekk á eftir Remus og Prins og gamla plógnum, með- an krákur og svartfuglar leituðu að ormum í plógrákinni. Hestarnir og maðurinn huríu bak við hólabrúnina, en Joyce beið. Hann söng ennþá, þegar hann kom til baka. Joyce beið þolinmóð. Þegar hann kom að kjarrgirðingunni, gaf hún honum skipandi bendingu. Hann gekk til hennar. Þessi ungi risi var allur ljósjarpur: jarpt hár, jörp augu, jarpt skegg og jarpur af sólbruna, bæði í andliti og á höndum og bera hálsinum. “Eruð þér einn af vinnumönnum Sir Philips?” spurði hún. Hann kinkaði kolli og leit grunsamlega á hana. “Eg er ungfrú Antis,” sagði hún með þeim svip er eins vel gat þýtt: “Eg er drotn. ing Mary!” —Strjúkið háríð frá enninu!” Joyce Antis var nýlega komin til Crutch- ley; hún var ríkur erfingi og hafði keypt stóra jörð og tvö þorp. Þessvegna þektu allir hana. Hún bætti við: “Eg heyrði yður syngja rétt núna. Má- ske að þér vitið það ekki sjálfur, en þér hafið ágæta rödd — sjaldgæfa rödd. Hvers vegna hafið þér ekki tekið þátt í söngfélaginu okk- ar? Við syngjum tvisvar í viku í samkomu- húsinu. Presturinn hefir ágæta millirödd, eins og þér máske vitið. Ef þér komið yður ekki til að biðja sjálfur um inngöngu, þá skal ég gera það fýrir yður. Milliraddar- menn eru of sjaldgæfir, til þess að syngja að- eins fyrir krákurnar. Eg sé að þér viljið mót- mæla mér; en ég segi yður—að ég vil enga neitun hafa. Ef þér eruð giftur, látið þá konu yðar fylgja yður; þið munuð bæði hafa ánægju af því.” “Eg hefi ekki—” “Nei, jengar afssjkanir. Hvað heitdð þér?” Hún tók upp litla, gylta vasabók og blý ant. “John Whereat? þetta er gott! Annað kveld kl. 6. — Verið þér sæll, herra Wher eat!” Hún sendi honum geislandi bros, val- hoppaði til bifreiðarinnar og ók áfram, en hann stóð kyr með einkennilegu brosi. Það voru nokkurir gestir í Crutchley: Fjölskyldan Parfitts og Sir Hepworth, og auð- vitað kapteinn Andrew Brebner, sem sjaldan lét ungfrú Anstis vera einmana, og við dag. verðarborðið lofaði húsmóðirin þeim miklum viðbrigðum. Þegar hún hafði verið neydd til að segja hvað þetta var, fóru allir gest- irnir til samkomuhússins, til þess að heyra þenna blandaða samsöng. Allir biðu mjög forvitnir eftir komu Johns Whereat. En hann kom ekki. “Þér megið nú samt ekki höggva af honum höfuðið, þó hann komi ekki,” hvísl- aði kapteinn Brebner að ungfrú Antis. Henni hafði ekki dottið neitt slíkt í hug; hún lét sem sér kæmi þetta ekki við, og mint- ist lítillega á vanþækklæti lægri stéttanna. Samt efast ég ekki um að heimsóknin til ungfrú Barker næsta dag, sem hún færði allmikið af kjöti, hafi átt rót sína að rekja til þess, að leiðin milli Crutchley Hall og húss ungfrú Barker iá framhjá ökrum Sir Philips þar sem John Whereat var að plægja. Ungfrú Antis hallaði sér aftur yfir girð- ingarhliðið, og hlýðandi bendingu hennar, yf- irgaf John hesta sína og hlustaði auðmjúkur á hegningarræðu hennar. Hann hafði ver- ið mjög ókurteis — hvort hann skildi það ekki? Ungfrú Anstis hafði fengið margar aðfinslur og óþægindi hans vegna. “Og sjáið þér,” endaði ungfrúin háðslega, “plógrákirnar yðar eru eins bognar og, ég veit ekki hvað. Þér syngið betur en þér plægið, herra Whereat. Lítið þér á akurinn undir sól að sjá.” “Það var af því að ég var í svo þung- um þönkum,” svaraði Whereat, “um litla stúlku máske.” Hún horfði á hann rannsakandi aug- um. “Þér eruð efalaust ekki úr þessu bygð- arlagi?” sagði hún. “Eruð þér nýkominn hingað? Hvar eigið þér heima?” ‘Þarna yfirfrá.” Hann benti með hend. inni yfir hólabrúnina. “En ég á annars heima í London.” Hann leit fljótlega til hennar. “Eg á heima í London ungfrú,” sagði hann í hreimfögru ríkismáli, ólíku bændamál- inu, sem hann áður talaði. “Eg hélt þér væruð — öðruvísi,” sagði hún. “Faðir minn var lögmaður,” sagði hann, “og móðir mín var ráðskona í stóru húsi. Eg hefi líka einu sinni verið skrifari, en London átti ekki við mig, ungfrú, og starf mitt held- ur ekki. Læknirinn minn sagði: “Reynið þér að komast burt frá öllu þessu.” ” “Þér lítið út fyrir að vera heilsugóður,” sagði hún. Hann brosti og hneigði sig. “Já, eftir að ég er orðinn plógmaður,” sagði hann. “Þér eruð þá kominn hingað, til þess að njóta góðs af sveitalífinu, herra Wheröat? Þér töluðu um litla stúlku.” Hún brosti til hans. “Máske það sé ein af dætrum leigu- liða minna, og þá get ég máske hjálpað yð- ur. Þér ættuð að gera yður gagn af rödd- inni yðar. Mig langar til að heyra yður syngja aftur. Viljið þér syngja fyrir mig einhverntíma ? ” John Whereat var feiminn, en ungfrú Anstis var kröfuhörð. “Fyrir yður einsamla ungfrú?” spurði hann að síðustu. “Já, fyrir mig aleina, herra Whereat.” “Eg skal reyna það,” sagði hann. Parfitt fjölskyldan var farin, og Sir Hep- worth sömuleiðis. Frítími Brebners kap- teins var liðinn, og hann hafði kvatt ung frúna með mikilli viðkvæmni. Crutdhley Hall var tóm, nema í norðurarminum, þar sem vinnufólkið var. Ungfrú Anastasia Anstis, Joyces gamla, kæra föðursystir, sem var bæði mál- og heyrnarlaus, var sjúklingur í dagstofunni, og Joyce, sem vissi að hún breytti heimskulega og var óvarkár, beið hans' í hljóðfærasalnum. Klæddur dökku sunnudagafötunum sín- um, kom John Whereat inn um girðingarhlið- ið og gekk inn um opnu garðdyrnar. “Gott kvöld,” sagði ungfrú Anstis, sem sat við pianoið og leit til hans, snéri sér svo við og fór að blaði í nótahefti. “Eg vona að hafa eitthvað sem þér þekkið.” John Whereat söng. “Getið þér sjálfur leikið undir á hljóð- færi?” spurði hún skyndilega. “Ó já.” Hún fékk sér sæti í fjarlægasta horn- inu með krosslagðar höndur. “Syngið þér nú eitthvað.” Hræðslan hvarf. Hún var of viðkvæm. Hún varð hughrifin af söng Johns. Það var nú ekki plógmaðurinn sem söng, og það var ekki hin mikilláta ungfrú Anstis, sem hlustaði á hann. Taugar henn/ar voru æstar, og hjartað sló óvanalega hart; undarlegar, óþekktar til- finningar gerðu vart við sig og skelkuðu hana, og skjálfandi og titrandi lá henni við r að gráta, svo hrifin var hún af söng hans. Þegar gíðasti tónninn hætti, br’eytti þögnin við- kvæmninni í mótþróa. “Þökk fyrir,” sagði hún, og fanst ein- hver annar segja það; “góða nótt.” Hún lá vakandi um nóttina, og sá ennþá hinn undrandi svip á andliti hans, og hinn beinvaxna líkama hans. Hann hafð|i ekki sagt neitt, aðeins snúið sér við og farið. Daginn eftir, um hádegisbilið, þar sem hann sat í forsælunni, sá hann hana koma inn um hliðið og skima í allar áttir. Hann stóð upp frá morgunverði sínum og gekk á móti henni, til þess að heyra erindi hennar. “Eg hagaði mér ókurteislega í gærkveldi,” sagði hún kæruleysislega. “Söngurinn yð- ar verðskuldaði það ekki. Þér hafið ekki verið hreinskilinn gagnvart mér. Þér hafið hlotið að læra söng, herra Whereat.” “Já, ungfrú, en þér verðið að afsaka mig —ég hefi aldrei neitað því. Faðir minn lék á hljóðfæri og ég lærði að syngja meðan ég var ungur, og síðan hefi ég alltaf æft mig.” |í “Eg þakkaði yður ekki í gærkveldi, en nú geri ég það,” sagði hún. Hún hugsaði sig um, en sagði svo dálítið viðkvæm: “Eg sé að þér hafið verið að neyta morg- unverðar.” “Já, ungfrú.” “Látið mig ekki trufla yður.” “Þér getið með fúsum vilja fengið leyfi til þess ungfrú.” “Nei, ég vil það ekki. Setjist þér herra Whereat — já, ef þér viljið ekki gera það, þá verð ég að fara aftur.” Jakkinn hans hékk á grein í girðing- unni. Hann tók hann og lagði hann á jörð- ina með ytri hliðina upp. “Viljið þér ekki—” Hún hló; leit yfir akrana, en sá engann. Kjarrgirðingin gerði ómögulegt að sjá hana frá veginum. Hún settist; hló aftur að hálfu leyti reið, af því hún fann sig svo við- kvæma. “Eg er áreiðanlega dálítið þreytt,” sagði hún. “Eg hefi gengið alla leið til heimilis % frú Barkers, bak við hús Troopers.— Þér þekk ið það efalaust?” “Yfir akrana með öllum gæsajurtunum,” sagði hann. “Jú, þá þekki ég vel, það eru þeir með grjóthrúguna í horninu.” “Já, því horninu sem snýr að engjum Greenmans. En þér verðið að halda áfram að borða. Haldið þér áfram og skeytið ekk- ert um mig.” Hún sat lengi eftir að hún hafði áform- að að íara; henni þótti gaman að tala við hann, en var samt hrædd um að hún kynni að segja eitthvað, sem var bæði viðeigandi og óviðeigandi, hyggin og óskynsöm, oflátungs- leg og þó eðlileg. “Herra Whereat — þér — ” Hún leit á Remus. “Þér vitið hvernig sveitafólk er. Það getur ekki skilið að hæfileikar — á slík- um stað og hér, talar það alls ekki um neitt. Máske ég hefði ekki átt að — að stöðva bif- reiðina. En þér eruð efalaust ekki ógætinn í tali — vona ég".” “Nei, það er okkar leyndarmál.” Hún stokkroðnaði, stóð upp, gröm við sjálfa sig og hann, gagntekin af vonbrigð- um. “Verið þér sælir,” sagði hún styttingslega, hneigði sig dálítið og gekk hröðum skrefum til hliðsins. Hann hafði líka staðið upp, en hann gerði enga tilraun til að fylgja henni. Þegar hún kom að hliðinu, leit hún til hans. John Wliereat var þá að tæma ölflöskuna sína. Það sem eftir var vikunnar, heimsótti bifreiðarstjóri ungfrú Anstis frú Barker á hverjum degi. Bognu plógrákirnar hans Johns Whereat náðu frá girðingu til girðingar, og eins og áður, gekk hann syngjandi á eftir Remus og Prins niður að veginum til Long Bottom. Þar gat ungfrú Anstis ekki varist þess að mæta honum, því gatan frá Crutchley Hall til þorpsins, lá beint í gegnum þenna hluta beitilandsins. Þegar ungfrú Anstis gekk í fyrsta skifti eftir henni, gekk John Whereat í hundrað metra fjarlægð frá henni og snéri baki að henni; en í næsta skifti kom hann á móti henni, og hún hneigði sig þegar hann heilsaði með því að lyfta hendinni upp að bera höfðinu. En um leið skall á ofsa veður og rigning með skýstrokki, sem enginn mundi jafn afskaplegt. Með jakkanum yfir höfði sínu leitaði John Whereat skjóls í Long Bottoms lélega skúr. Ungfrú Anstis, sem var komin litlum spotta lengra, snéri við og hljóp í áttina til skúrsins. Hún mundi líka eftir því. John Whereat smokkaði pípunni í vas- ann. Ungfrú Anstis hikaði á þröskuldinum og óskaði honum “góðs morguns.” Regnið féll niður í straumum. Þegar Joyce fann að þögnin benti fremur á traust og samhygð heldur en samtal, lét hún þess getið að hún hefði aldrei íjt séð slíkt regn. “En haldið þér áfram að reykja, það am- ar mér ekkert,” sagði hún. John Whereat neitaði því sámt með auðmýkt. Joyce gat ekki losað sig við þá tilfinningu, að feimni ætti sér stað á milli þeirra, og þessvegna byrjaði hún þvinguð að tala með sínu vanalega lítillæti. John Whereat svaraði og feimnin fór að hverfa. Hann var hálfnaður með eina af hennar uppáhalds söngvísum, “Stormsönginn,” þegar lítil holdvot persóna, hinn velæruverði séra Felix Campbell, kom þjótandi inn í gegnum hliðið. “Ungfrú Anstis,” sagði hann þegar hann sá hana, “þetta er það versta veður sem ég þekki, og það er ekki einn þur þráður á mér.— En hver er þetta?” Þreifandi eftir gleraugunum sínum, starði hann á John Whereat. Þegar hann fékk að vita hver þetta var, sagði hann að hann hefði aldrei séð herra Whereat koma til kirkju, hann hlyti því að vera nýkominn, og væri vel- kominn. “Ef annars hugsanlegt er að bjóða nokk- urn velkominn nú,” sagði presturinn og stundi, um leið og hann reyndi að þurka and- lit sitt og háls með vasaklútnum. Trumbusláttur regnsins á þakið fór loks að réna. Skýin fóru að skilja og einn fugl fór að kvaka. Presturiiin vogaði' sér út en fékk mörk af vatni ofan á hnakkann frá þakinu, stökk til hliðar en sökk ofan í bleyt- una upp að öklum. (Frh.)

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.