Heimskringla - 02.01.1929, Side 6

Heimskringla - 02.01.1929, Side 6
6. BLAÐSÍÐA HIIMSKtl NOLA WINNIPEG, JAN. 2., 1929. EKKEHARD ljósi furðu sína á atferli hans. “Eitthvað þessu líkt ber við á fárra vikna íresti,” svaraði Romeias. Reiðin og illskan í bevsum gömlu einsetukerlingum flódrl út af ööru hvoru. Það er elcki nema velgjörningur að hjálp-a þeim til þess að losna við það.” “En hún er heilög kona,” sagði Praxedis kankvíslega. Romeias muldraði eitthvað í barm sér. “Það er vel farið að svo er,” sagði hann. En eg öfunda hana ekki af skikkju heilag- leikans. En eg heyrði hitt og annað, þegar eg kom til Constance, til þess að heimsækja móðursystur mína. Þeir hafa ekki gleymt þ\a þar fyrir handan, hvernig hún várð að verja sig frammi fyrir biskupinum gegn einu og öðru, þótt mér komi það raunar ekki við. Og kaupmennirnir í Constance segja að ein- setukonurnar ná’ægt dómkirkjunn'i hjafi oft lánað þeim ölmusurnar, sem guðhræddir píl- agrímar hafa fært þeim, gegn okurrentu. Eg fæ það ekki úr huga mér, að eg lann eitt sinn er eg var drengur, stóran, einkennilegan stein í námu. Eg braut hann í sundur, og þegar hann laukst upp, þá var í honum frosk-padda rem góndi undrandi út. Síðan hefi eg vitað livað einsetukerling er!” Hann hló í barm sér, er hann endaði ræðu n.'na. Romeias leiddi vinkonu sína nýju heim bóndabæ, sem var fyrir utan klausturmúrana, en þar átti hún að fyrirberast. Stallsysturn- ar voru komnar heim, og blómin láu á stein- bcrðinu fyrir framan dyrnar. því farsæillega frá Suðurlöndum yfir hættuleg Alpáskörðin—fögur ker með einkennlegri gerð, ljósastikur, sem voru eins og höfrungar . laginu, bikarar á mjóum fæti og margt fleira. Vissulega fáséðir og dírmætir munir. Her- tcgafrúnni varð starsýnt á kaleik úr rafi. O-’urlítil flís var brotin úr barminum. “Þegar Hartmuth fyrirrennari minn lá fyrir dauðanunr,” mælti ábótinn, ”var þessí tlís mulinn íduft og gefin honum í hunangs og vínblöndu, til þess að sefa hitasóttina.” Inn í miðju rafinu var lítil fluga, sem hafði geymst svo vel, að hún var alveg eins og hún hefði verið að setjast þarna niöur. Skor- kvikindiðlitla hafði ekki dreymt nrikið um ódauðleikann, sem beið þess, er það sat ánægt á grasblaði fyrir löngu síðan, er rennandi kvoðan gleypti hana í sig. En á þeim dögum var lítill gaumur gef- inn slíkum þegjandi vitnisburði um öfl náttúr unnar. Að minsta kosti var Spazzo, sem veitt liafði dýrgripunum nákvæma athygli, með liugann við annað. Hann var að hugsa um hvaö það hefði verið mikið ánægjulegra að vera kominn sem óvinur þessara guðhræddu náunga, í stað þess að rijóta gestrisni þeirra— að ráöast á staðinn og flytja dýrgripina með sér á burt. Og með því að honum var kunnugt um að vinátta göfugra höfðingja gat verið nokkuð hverfulleg á stundum, þá setti hann vandlega á sig alla staðháttu og sérstaklega hvar gengið væri inn í sakrastíuna. “Það eru fyrstu dyr á hægri hönd, eftir að komið er inn úr kórnum,”. sagði hann við sjálfan sig. Saga frá 10. öld. eftir I. von Scheffel. “En þess meira mun fagnað á himni fyrir lofgjörð af sjálfsdáðum,” sagði WUborad. Og hún tók að syngja með brostinni rödd sinn:. En það var ekki tekið undir með henni. “Hiversvegna tekur þú ekki undir með mér í lofgjörð Davíðs?” spurði hún. “Mér dettur ekki í hug að gera það,” svaraði Wendelgard blátt áfram. Sannleik- urinn var sá, að henni var farið að finnast, eftir öll þessi einveruár, að þetta væri alt hin megnasta áníðsla. Hún hafði sungið mörp þúsund sálma, eftir fyrirmælum Wilborad, ti• þess að St. Martin skyldi frelsa mann henna. úr höndum óvinanna. En sólin hafði risið og sól hafði sezt — og þó kom hann ekki aftur Og henni var" farið að verða lítið um þessa grannkonu sína með allar hennar sýnur og svipi. Bn Wilborad . horfði beint upp í loítið, eins og maður, sem býst við að sjá halastjömu um hábjartan dag. “Ó þú ker óhlíðninnar og rangsleitni,” hrópaði hún. “Eg skal biðja fyrir þér, svo að illir andarnir megi rekast út af þér. Augu þín eru blinduð, hugui þinn óheill.” En sú, sem þessa kveðju fékk, svaraði há- tíðlega— “Dæmið ekki, svo að þér verðið eigi dæmdir. Augu mín eru eins skörp eins og fyrir ári síðan, er þau sáu þig klifra út um gluggann á kofanum og leggja af stað—guð veit hvert— en eg hefi miklar efasemdir um, að bænir úr slíkum munni sem þínum, séu þess megnugar að valda kraftaverki.” Guggið andlitið á Wilborad afskræmdist. “Vei þér, sem djöfullinn hefir blekt!” lirópaði hún og straumur ókvæðisorða féll fram af munni hennar. Henni var svarað í sömu mynt frá hinum kofanum. Skömmun- um ringdi riiður og báðar reyndu að kæfa röddina í hinni. Bergmálið frá klettunum umhverfis skall til baka, og tvær uglur, sem áttu sér hreiður í klettaskoru, urðu felmtraðar og flugu skrækjandi í burtu. Hin fræga orð- adeila milli drottninganna Brynhildar og Grím- hildar í fordyrum kirkjunnar í Worms, hefir áreiðanlega verið smáræði í samanburði við þetta. Praxedis hlustaði undrandi á csköpin. Hún hefði fegin viljað stilla til friðar, en það er ekki holt fyrir það, sem lint er, að lenda á milli skærisblaða. En er hæzt stóð heyrðist glaðlegur horn- ablástur og hundsgjamm, og Romeias kom hægt út úr skóginum. -Spjót hans hafði ekki lent í eikarbol næst er hann kastaði því, held- ur í fullorðnum hjartartarf, sem nú hékk yfir herðarnar á honum; við belti hans hengu Sex lifandi hérar, sem ráðsmaðurinn á Tablatt- bænum hafði veitt í snörur. Gleði veiðimannsins var mikil, er hann leit þessa sjón framundan sér. Hann mælti ekki orð, en hann leysti tvo hérana frá belti sínu og snaraði þeim svo liðlega sinn meö hvorri hendi innum þrönga gluggana, að Wil- borad, sem fann skyndilega .eitt'hvað loðið koma við höfuðið á sér, hrökk æpandi aftur á bak. Hinni mætu Wendelgard varð líka töluvert hverft við, því að dökkur höfuðbún- aður hennar hafði losnað svo í orðasennunni, að annar hérinn festist í honum og átti nokk uð erfitt með að losna og komast út. Konurnar hættu þessvegna báðar ræðu sinni og létu aftur hlerana. Og þögnin ríkti aftur yfir hæðunum. “Við erum að fara heim,” sagði Romeias við grískui stúlkuna. “Það er að verða fram- orðið.” Praxedis liafði ekki fundist svo mikið til uin deiluna, né aðferð Romeiasar til þess að koma á sættum, að hún hefði neina tilhneig- ingu til þess að dvelja lengur. Stallsystur hennar höfðu lagt af stað á undan, án þess að bíða eftir henni. “Hérarnir sýnast ekki vera mikils virði hér um slóðir, fyrst þú getur fleygt þeim svona frá þér,” sagði hún. “Satt er það, að þeir eru ekki mikils virði, en mér finst að þær hefðu þó átt að þakka fyrir gjöfina.” Af þessu virðist mega ráða, að kurteisis- reglur þátímans hafi verið að nokkuru frá- brugðnar því, sem nú er títt. Praxedis gat ekki stilt sig um að láta i “Hér verðum við að skilja,” sagði varð maðurinn. “Vertu sæll,” sagði Praxedis. Romeias lagði af stað en leit rétt strax við. En það kemur ekki fyrir neinn mann, að sólin rísi upp tvisvar sama daginn; sízt af öllu fyrir varðmann í klausturtumi. Enginn koss var sendur honum á fingri. Praxedis var farin inn. Itomeias gekk þá hægt til baka og tók blómin á steinborðinu, án þess að biðja leyfis og labbaði burt. Hjörturinn og héramir voru settir inn í eldaskála, en blómin tók hann með sér upp í tuminn og hengdi þau þar upp á nagla. En fyrir neðan þau teiknaði hann inynd af hjarta með lcrít, tvö augu vora í bjartanu, langt stryk táknaði nef og þverstryk fyrir neðan, munn. Svein úr klausturskólan- um bar að rétt í þessu, og ætlaði hann að skemta sér stundarkorn í turninum. Romeias þreif sterklega til hans, stakk lirítinni í lófi han3 cg sagði— “Skrifaðu nafnið undir þetta!” “Hvaða nafn?” spurði pilturinn. “Nafnið hennar,” sagði Romeias. “Hvað veit eg um hana eða nafnið henn- ar?” spurði drengurinn og var önugur. “Þarna sést það enn, hversu mikið gagn er að öllu þessu námi!” nöldra'iði Romeias. Strákurinn situr átta stundir á dag yfir bók- fellinu og getur ekki einu sinni sagt hvað ókunnug stúlka heitir! . . .” XXX 4. KAPÍTULI. f klaustrinu Heiðveig hertogafrú hafði nú eytt nokk- urri stund á bæn við gröf hins heilaga Gall- usar. Þegar guðræknisiðkanimar voru um garð gengnar stakk ábótinn upp á því, að þau gengu dálítið um í svölum klausturgarðinum, en frúin bað um að fá fyrst að sjá dýrgripi klaustursins. Kvenmaður er aldrei í svo há- leitum hugleiðingum, að hún hafi ekki yndi af því að horfa á gimsteina og fagran búnað. Ábótinn hefði gjaman viljað fá haná ofan af þessu og taldi fram ýms tormerki. Þetta væri ekki annað en lítið fátækt klaustur, sagði hann; hin göfuga frændkona hefði áreiðan- lega séð margt markverðara, er hún hefði verið við hirðina. En þessi athugasemd hafði engin áhrif. Inn í sakrastíuna urðu þau að fara. Hér var klæð- askápunum lokið upp. Dásamlegir, purpura- litir höklarnir og hinar skrautlegu presta- skikkjur, sem í skápnum voru, komu í ljós. í skikkjurnar voru saumaðar úr silki myndir úr ritningunni, og einnig aðrar myndir, sem voru einkennilega skyldar rómverskri hjá- guðadýrkun. Þar á meðal var gifting Merk- úrs og Pilólógíu. Þá var fjársjóðarskrínunum lokið upp, og það blikaði á dýra málnra upp úr þeim. Það glitraði á silfurlampa, gullbönd utan um helgar bækur og altarisklæði—-nrunk- ar höfðu fest þessu á sig um hnén og komið Ábotinn sem vafalaust hefir látið sér detta í hug, að of nákvæm skoðun á þessum munum, gæti vakið löngun til þess að eignast þá, skildi síðustu kistuna, sem geymdi dýr- gripina, eftir óopnaða, og stakk upp á þvu, að gengið yrði aftur út undir bert loft. Fyrir þá sök hélt nú allur hópurinn út í garð- inn. garðurinn var allstór og þar uxu alls- konar aldin og matjurtir, og auk þess grös cg rætur, sem nytsamar vora til lsekninga. Nokkur hluti aldingarðsins var afgirtur og þar geyrnd vilt dýr og fuglar, og hafði sumt verið veitt umhverfis Alpafjöllin, en sumt höfðu gestir flutt heim frá fjarlægum löndum. Heiðveig hafði gaman af að horfa á birn- ina, sem klifruðu klunnalega í trénu í stíunni sinni. Rétt þar hjá voiu tveir apar bundnir scman cg vcltu þeir sér kátlega hvor um annan —tvær skcpnur, sem eitt af skáldum þátímans segir um, að ekki hafi einn einasta vott þess að nein nytsemi megi af þeirn hljótast, eða réttlætt gæti tilveru þeirra. Gamall steingeit- arhafur stóð þar hreyfingariaus, laut hö/fði þögull og auðmjúkur á litla blettinum sem honum var ætlaður. Þessi sonur hinna háu Alpafjalla hafði orðið blindur, er hann var fluttur úr hinum kalda heimi jöklanna, því ekki geta öll dýr þiifist í hinum lágu heim- kynnum mannanna. í annari deild átti fjölskylda af þykk- húðuðum greifingjum heima. Sindolt hló þegar hópurinn gekk fram hjá þessum dýrum og sagði— | “Heill sé yður, litlu kvikindum, sem eruð hér klaustrakÖIlum til augnagamaAs!” Nú heyrðu þau hátt blístur úr annari átt, og sáu þá hóp af múrmeldýrum vera að skreið- ast inn í hellana, sem búnir höföu verið til úr steinum. Frú Heiðveig hafði ekki séð þessi skemtilegu litlu • dýr áður, og ábótinn skýrði henni frá lifnaðarháttum þeirra. “Þessi dýr,” sagði hann, “sofa meira en nokkurar aðrar lifandi skepnur. Þau virðast jafnvel vera að dreyrna um framtíðina í vöku, því þegar veturmn færist nær, þá taka þau að safna saman öllu, sem þau geta af heyi og grasi. Einn þeirra legst svo á bakið með fæt- urnar upp í loft; hinir hlaða á skrokkinn öllu, sem saman hefir verið safnað, taka svo í skott- ið á honum og draga alt heim, eins og það væri hlaðinn vagn.” Sindolt snéri séra að hinum feitlægna Spazzo. “Það er mikið mein að þú skulir ekki vera fjallarotta,” sagði hann; “Það hefði getað verið einstaklega skemtilegt fyrir þig!” Sindolt tók að gefa alveg nýjar skýringar, er ábótinn hafði vikið sér nokkuð fjær. “Þetta er Tutilo okkar,” sagði hann, og benti á björn, sem hafði einmitt verið að slá félaga sinn til jaröar, “og þetta er hinn blindi Thieto,” og benti á steingeitarhafurinn; hann ætlaði einmitt að sæma ábótann með því að benda á líkinguna, þegar hertogafrúin greip fram í fyrir honum og sagði— “Fyrst þú ert svo leikinn í að finna sam- líkingar, getur þú ekki fundið eitthvað, senr líkist mér?” Sindolt komst í mestu vandræði. En hann var þá svo heppinn að koma auga á fallegan silfurlitan fasan, og glitraði á perlu- gráar fjaðrirnar í sólinni. “Þetta er hefðarfrú vor,” sagði hann. Hertogafrúin sneri sér að Ekkehard, sem horfði dreymandi á iðandi dýralífið fram undan sér. “Ertu sammála honum,” spurði liún. Hann hrökk við. “Ó, frú,” mælti hann í hálfum hljóðum, “hver getur verið svo lítilsigldur að líkja yður við nokkuð, sem skríður eða flýgur?” “En ef vér æskjum þess . . . .” “Þá veit eg ekki af nema einum fugli,” sagði Ekkehard. Vér höfum hann ekki, né nokkur maður. Hann flýgur upp yfir höfum vcrum um stjörnubjart miðnættið, og væng- irnir nema við himin. Fugl þessi er nefndur Caradrion, og í hvert sinn er vængirnir strjúk ast með jörðinni, nær einhver vanheill maður heilsu. Því að fuglinn flýgur til hins sjúka manns, leggur nef sitt að munni hans cg dreg- ur sjúkdóminn inn í sig, en flýgur síðan til sól- arinnar og hreinsar sig í ljósinu eilífa. Á þann bátt verður maðurinn heill. Ábótinn kom nú aftur og með því var lokið öllu líkingarmáli. Einn af leikbræðran- um sat uppi í eplatré og var að safna eplum í körfu. Hann ætlaði að stökkva niður, þegar liertogafrúin kom, en hún benti honum að vera kyrrum. Og rétt í þessu heyrðist söngur ungra sveina, sem komu frá innri klausturskólanum til þess að votta hertogafrúnni hollustu sína. Þó drengirnir væru enn ungir, þá voru þeir þó í munkakápum, og margir höfðu látið raka krúnuna á cllefu ára gömlum kollunum. Þessi fylking kinnrjóðra ábóta framtíðarinnar, með kennarann í fararbroddi, söng svo hægt og há- tíðlega á göngunni, að hrekkjótt bros lék á vörum hertogafrúarinnar. Iíún brá við og velti unr hæstu eplakörfunni og eplin skoppuðu inn í drengjahópinn. En þeir héldu för sinni áfram, eins og ekkert hefði í skorist, að undan- teknum einum minsta drengnum, sem ætlaði að beigja sig niður og taka upp eitt epli, en var varnaö þessu af öðrum litlum félaga, sem þreif í belti hans. Ábótinn var mjög ánægður með hegðun hinna ungu manna, því hann hafði veitt þessu athygli. Hann mælti— “Aginn greinir mennina frá dýriinum. Þó þú, frænka mín, kastaðir sjálfum eplunum frá Hesperidiu fram fyrir þá, þá mundu þeir ekki láta afvegaleiða sig.” Hertogafrúnni þótti mikið til um þetta. “Eru allir lærisveinar þínir svona vel vand- ir?” spurði hún. “Ef þú vilt koma með mér þá skal eg sína þér að eldri lærisveinarnir vita nákvæmlega jafnvel hvað agi er og hlýðni.” PTúin hneigði sig til samþykkis, og ábót- inn leiddi hana nú að ytri klausturskólanum, þar sem mest voru synir aðalsmanna og þeir, sem ætluðu sér að gerast klerkar utan klaustra Þau gengu inn í efri bekkinn. Ratpert stcð við kennaraborðið og kendi lærisveinun- um speki Aristótelesar. Hinir ungu vísinda- menn beigðu sig yfir handrit sín, og lyftu rétt aðeins upp höfðinu, er gestirnir komu inn. Kennaranum fanst þetta gott tækifæri til þess að afla sjálfum sér heiðurs og kallaði: “Not- ker Labeo!” Þetta var perlan meðal námsmannanna, vonarstjarna vísindanna. Höfuðið á honum var stórt á litlum búk, og neðri vörin gekk töluvert fram og olli viðurnefni hans, sem átti að tákna þrek hans á grýttum vegi ransókn- anna. “Hann verður myndarlegur maður með tímanum,” hvíslaði ábótinn. “Hann var ekki nema tólf ára gamall þegar hann líkti heim- inum við bók, þar sem klaustrin væru hinar sígildn setningar.” Námsmaðurinn sem unnið hafði sér þegar þetta til ágætis, leit yfir gríska textann og þýddi hin torskildu orð á þessa leið— “Ef þú sérð endilanga rák á steini eða tré, sem er eins og landamerki tveggja parta, óg steinninn eða viðurinn er svo klofinn eftir þessari rák, þá séröu tvo barma þar, sem áður var aðeins ein lína. Ennfremur kemur í ljós, að nú eru tvö yfirborð þar koniin, sem áður var ekkert, og breidd þeirra er jafnmikil og þyktin var áður á hlutnum. Af þessu er ljóst að hlut- urinn var áður einn og samfastur.” En meðan verið var að fást við þessa hugsun, liöfðu nokkurir af hinum ungu rök- fræðingum stungið saman nefjunum og tekn ir að hvíslast á, og hvíslið varð liærra og hærra. Jafnvel Hepidan, sem ekki hafði lát- ið hina ágætu þýðingu Notkers ónáða sig neitt, heldur beitt allri athygli sinni við aö skera út á borðinu mynd af djöfli með vængi og skott, hætti við verk sitt og tók að leggja hlustirnar að. Kennarinn sneri sér að næsta dreng og

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.