Heimskringla - 11.01.1929, Blaðsíða 2

Heimskringla - 11.01.1929, Blaðsíða 2
2. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEXJ, 9. JAN., 1928 Tíu ára sjálf- . stœðis afmœli íslands (Frh. frá 1. bls. 2. Hinar miklu framfarir og stakka- skifti íslenzkra atvinnuvega hefjast eftir aS Islandsbanki var stofnaöur (1904) og ritsímasamband fengið við umheiminn (1906. Ekki skyldi oss Islendingum gleymast, hve mik- inn þátt þau tíðindi áttu í heppilegum úrslitum sambandsmálsins, enda vitn- aði Zahlc forsæ'tisráðherra til fram- faranna á Islandi, er hann lagði sam bandslagafrumvarpið fyrir ríkisþing ið 1918. Hér fara á eftir nokkrar tölur, sem menn hafa gott af að átta sig á. Skal þá fyrst minnst á tekj- ur og gjöld landssjóðs. Ar. Tekjur. Gjöld. 1880 390,817 344,072 1890 589,866 483,277 1900 815,488 791,177 1910 1,692,186 1,777,901 1917 14,642,871 13,858,026 1918 10,488,189 10,193,388 1919 16,425,901 16,693,325 1920 16,639,999 16,111,786 1921 12,851,791 12,161,785 1922 10,221,163 12,136,209 1923 8,106,675 10,341,378 1924 11,148,442 9,503,352 1925 16,034,169 10,910,711 1926 12,437,357 12,640,685 L'tfluttar vörur námu: — 1917 ....... 29,715,000 — — 1918 ....... 36,920,000 — — 1919 ....... 75,014,000 — —- 1920 ........ 60,512,000 — — 1921 ....... 47,504,000 — — 1922 ....... 50,599,000 — — 1923 ....... 58,005,000 — — 1924 ,...... 86,310,000 — — 1925 ....... 78,640,000 — — 1926 ....... 53,070,000 — En innfluttar vörur: Ar 1900 ......... 6,528,000 kr. — 1910 ....... 11,323,000 — — 1917 43,466,000 — — 1918 ....... 41,028,000 — — 1919 ....... 62,566,000 — — 1920 ....... 82,301,000 — — 1921 ....... 46,065,000 — — 1922 ....... 52,032,000 — — 1923 ....... 50,739,000 — — 1924 ....... 63,781,000 — — 1925 ....... 70,191,000 — — 1926 ....... 57,767,000 — Þess þarf nú væntanlega ekki að g(eta, að þessar tölur v e r ður að endurmeta að þvi er til hinna síðustu ára kemur, því hér er reiknað með seðlakrónum, en ekki gullkrónum, og ekki haft til- lit til þeirra breytinga, sem orðið hafa á verðgildi seðlakrónunnar, og hefir þó einkum einu sinni, haustið 1925, orðið ákaflega snögg breyting á gildi hennar. En það mun þó aldrei verða véfengt, þrátt fyrir alt og alt, að hér hafa gerst stórfeldar og hraðstigar framfarir á síðustu áratugum, þó að miklu muni, að þær hafi náð til allra atvinnugreina landsmanna. Einkum hefir annar höfuð-bjargræðisvegur Is- lendinga, landbúnaðurinn, orðið hart úti, því alS þó að vitanlega megi benda á ýmsar míkilvægar framfarir í sveitum, svo sem kaupfélagsskapinn, — þar sem honum er stjórnað af skynsamlegu viti og samkvæmt heil- brigðum viðskiftareglum,— aukna jarðrækt, betri nýting áburðar, hollari og vistlegri hibýli o. s. fr., þá er nú svo komið að landbúnaðurinn er í raun og veru orðinn ófær til þess að keppa um vinnukraft við sjávarút veginn. Tölurnar talá: 1917 voru flu'tar út Iandvörur fyrir 10.5 milj., en sjávarafurðir fyrir 26.3 milj.; 1917 er hlutfallið 10.5 milj.::26.3 milj.; 1919 23.9:: 50.1; 1920 9.5;: 50; 1921 7.1:; 39.7; 1922 7.4::4j.9;j 1923 6.9: :49.7; 1924 13.2: :72 ; 1925 7.6:: 70; 1926 7.3:: 45.—Þessar töl- ur lýsa ægilega, hvílíkur nú er orðinn máttarmunur landbúnaðar og sjávar- útvegs. Enginn Islendingur, sem hef- ir ást á heilbrigðu og óspiltu sveita- lifi og kann nokkur skil á þeim menn- ingargróðri, sem hingað til hefir þó ^ þrifist í sveitum landsins, getur horft rólegur á þann barning, sem sveita bóndinn verður nú að þreyta gegn andviðri og öfugstreymi. En engum heilvita manni ætti að geta komið , til hugar, að þetta mikla mein verði j bætt með skömmum og flokksæsingum. j j Ef menn brjóta alt þetta mál til merg- j jar af skynsamlegu vi'.i og með róleg- um geðsmunum, munu ntenn væntan- lega verða á eitt sáttir um að engar ráðstafanir muni, geta reist við land- búnaðinn, ef megin héruðum landsins er eigi séð fyrir svo greiðum og traustuni samgöngum sem þeim, er nú gerast beztar í Evrópu. Annars hlýtur þetta nauðsynjamál að vekja margvíslegar spurningar i hugum hugsandi manna. Verður vorri fá mennu þjóð kleift að halda öllum hinum víðlendu og strjálu héruðum Islands bygðum á komandi öld? Mun ekki hitt, að landslýðurinn færisit saman í meginhéruðin, en útkjálkarn- ir að minnsta kosti fari í auðn? Eng- um mun sú hugsun ljúf, að nokkur bygður blettur þessa lands verði það þúst. En hvers er að vænta, þar sem hlutfall landmegins og þjóðmeg- ins er í svo háskalegu misræmi,sem hér á Islandi?— — — Um framsóknarvilja og orku þjóðarinnar á þessum áratugum maétti rita langt mál. Vér erum byrjendur, landnámsmenn í gömlu sögulandi og ráðnir í því að skapa nýja sögu. Námfúsir nýsveinar í skóla Evrópumenningarinnar, en fornlyndir og fastheldnir á gömlu verðmæti. Eða svo ættum vér að vera I Einskis er betra að minnast en þess, hve mikið vér höfum num- ið af Evrópuþjóðum á síðustu tím- um. Vér eigum nú Evrópumentaða söngmenn og tónlistarmenn, mynd- höggvara og málara, og hafa sumir þeirra hlotið mikla viðurkenning í öðrum löndum. Eg er óviss um, að margir Islendingar kunni að meta þann sigur, sem íslenzkir málarar unnu, er þeir sýndu verk sin í Dan- mörk og á Þýzkalandi síðastliðið ár. Hinum útlendu dómurum kom nokkurn veginn saman um, að liStamenn vor- j ir væri að vísu lærisveinar útlendrar 1 listmenningar, en þó birtist fram í verkum þeirra sunira þeirra eitthvað nýtt, — náttúra nýs lands og nýrrar þjóðar, — eitthvað, sem væri áður óséð og óþekkt. Hinir snjöllustu þeirra hafa kunnað að læra. En allur rækilegur og djúptækur lærdóni- ur gerir mennina sanna og sjálfstæða. — kennir þeim að uppgötva það. sem mest er um vert: sjálfa sig. — Einnig má minnast þess í þessu sam- bandi, að nýlega fór flokkur íslenzkra leikfimiskvenna til annara landa, og vakti þó nokkra eftirtekt, svo að jafnvel útlendir kunnáttumenn á því sviði dáðust að æfingunum og töldu sig geta lært nokkuð af þeim.. Marg- ir munu láta sér fátt urn finnast, að slikra hluta er minst. En þeir menn, sem enn eru á léttasta skeiði, og kunna þó að minnast þess, hví- lík óvirðing Islendingar enn þá lögðu á sjálfa sig fyrir 20—30 árum, láta ekki slík tiðindi sem vind um eyrun þjóta. Eg minnist þess, að þegar ég var í skóla vorum við skóla piltar sumir allhreyknir yfir því, að einn nafnkunnur sjómaður að vestan hafði orðið háseti á “Láru.” Börn vorum við að vísu, en eldri kynslóðin var ekki miklu stoltari eða djarf- sýnni. "Miklu tiðkast það nú meir r^vscccosoocoecososoðcososoosooosc o>- I Stofnað 1882. Löggilt 1914. D.D. Wood& Sons, Ltd. KOLA KAUPMENN Vér þorum að hætta mannorði voru osr veleengrni á viðskiftin SOURIS—DRITVÍHELLER FOOTHILLS, SAUNDERS CREEK POCAHONTAS, STEINKOL, KOPPERS, SOLWAY EÐA FORD K6K ALLAR TEGUNDIR ELDIVIÐAR. Not - Gæði - Sparnaður Þetta þrent hafið þér upp úr því að skifta við oss SÍVM: 87 308 Ross Ave. and Arlington Str. Jér færum yðuir kolin hvenær sem þér viljið Jóhann Magnusson Fæddur 15. október 1845 — Dáinn 15. október 1928 Atgeir dauðans iðinn heggur Unga og gamla, fjær og nær. Frumstofnana flata leggur, Föstum yíir-tökum nær. Barrvið styrkan beygt, að lokuni, Blásnar ræ'ur sleit og tróð. Hans, er Hfs í remmi-rokum Rakleitt beinn og keikur stóð. Dvergasals und hamri háum Hann dró fyrstu andartök. Vöggu hans úr viðitágum Vaktaði móðir ljúf og spök. Gæfu-dísir góða drenginn Glöddu og sæmdu dýrum völ. “Hollur baggi heima fenginn,” Hélt sér því á réttum kjöl. Islands-dala æskuleiki Æfði og brekku-skeiðin djörf. Snyrti-menskan snemma’ á kreiki; Snilli-mundin hög og þörf. Ungur kvaddi æsku-dalinn, Afram-leitinn, hugumstór. Sjálfstæð þrá í sálu alin, Sannur maður, hvar sem fór. Oftast glaður, eðlis-þýður Andans sjónar-hringur víður. Takmark hans ag, tignar-merki Trúmenskan, i orði,’ og verki. Anda frjálsan ungur hylti Engin kredda hugan vilti. Andlega þrælkun af sér beit ’ann, \ Utskúfanir fyrirleit hann. Sálin skýr og /sólarmegin Sannleiks þræða beina veginn. Frjáls og glöggur ferðum hvatað; Fáir máske betur ratað. Haldgóð fræði nam,* og nýtti, Nánni reynzlu við þau hnýtti. Vóg þau samkvæmt vitund beztu Varfærni og sannleiks-festu. Tungu—mælgi tamdi ei neina, Tókst því vel að skilja — greina Sorann burt, frá gulli góðu, Gagnyrðin á verði stóðu. Stilti í hóf, í stifnis—málum; Sneiðing tók frá vegi hálum. Rökstutt sér þá reisti vígi; Rak í vörður skrum og lýgi. Fús að rétta hjálpar-hendur Hverjum, sem við neyð var kenndur. Sannur vinur sakleysingja Sem varmenni kvelja og þvinga. Dýrin eygðu í umsjón þinni öruggt traust og vinarsinni. Nægtafyllis nutu og hlutu; Neyðarmálum til þín skutu. Langa æfi lagði að baki, Lyfti mörgu Grettis-taki. Lánaðist mikill líkamsstyrkur; Laghentur og mikil-virkur. Sjálfstæður með sæmd og hreysti Sérhver störf af höndum leysti. Atti’ ei skylt við uppskafninga Augna-þjóna og hálfdrættinga. ÖIlu fögru unni af hjaría, Einlæg trú, á framtíð bjarta Bæði hér og hinum megin Höfn þar næði sæll og feginn. Lýsing min, ei úr lofti gripin Lengi mun ég kenna svipinn, Asýnd þína’ og andans göfgi Unz mig faðmar síðsti höfgi. TJú víst gleymist þá, sem fleiri Þegar horfinn ert, að sýn. En þína líka þyrfti fleiri Þessi jörð,—er ætlun min. ■ ».ÁA.--ÍÚ. V. • Ef að liggur yfir sundin Odauðleikans, strengja-brú Odáins við yndislundinn O Inzta bekkinn skipar þú. ð --------— 8 *Sjálfmenntaöur X Thór. Stephánsson. ^soscocooscsccccccoccosiSKacecosossccoososoooooDsS en áður, að Islendingar fari utan,” sagði einn skólakennarinn, er Davíð frá, Stöðlakoti var sendur með fjár- farmi til Englands. Slíkur var þá þjóðarmetnaður Islendinga, —stund- um að vísu hlægileg'a mikill í orði, en all’of hlægilega lítill á borði. All- ir hinir eldri menn voru i rauninni hjartanlega sannfærðir og sammála um, að enginn maður af íslenzku bergi brotinn gæti staðist útlendum manni snúning, allra sízt í andlegum viðskiftum. Þetta var raunar þung bærasti og ískyggilegasti arfurinn frá liðnum óláns öldum. Danir höfðu gengið svo frá okkur, að við þorð- um varla að líta á sjálfa okkur sem menska menn. 3. Hefir nú viðurkenning hins ís- lenzlfa fullveldis knúð fram eða örv- að þá framsókn, sem gert hefir vart við sig í svo mörgum efnum1? Sumir Islendingar vilja helzt vera þeirrar skoðunar. En þó er sannast að segja að viðurkenning sjálfstæðisins hefir ekki út af fyrir sig valdið nein- um straumhvörfum eða stefnubreyting um, né haft nein veruleg áhrif á þroska og sjálfstraust þjóíjarinnar. Hinn sami vilji og metnaður, sem leiddi til stjórnniálasjálfstæðis, hafði gert vart við sig áður á nálega öllum sviðum þjóðlífsins. A næstu árum eftir 1874 þóttust menn verða varir við óvenjulega mikinn og almennan áhuga til umbóta og framsókna, eftir því sem menn höfðu átt að venjast og efni stóðu til. En hér varð eng- in nýbreytni eftir 1918, enda urðum vér fyrir því óhappi, að óvenjulega erfið ár fóru í kjölfar sjálfstæðisins og bar því meir á önn og áhyggju á þeim árum, en fögnuði yfir fengnum sigri En eins munu þó flestir hafa vænst: að stjórnmálalíf vort yrði heilbrigðara og friðsamlegra eftir sem áður. Sambandsmálið hafði fram að þeim tíma kasað nálega öll önnur mál vor undir sér, og bjuggust menn nú við, að íslenzk flokkaskifting yrði mun eðlilegri og sæmilegri. Margir voru orðnir leiðir á hávaðamönnum sjálístæðisbaráttunnar og vjgorðum þeirra, og vonuðust nú eftir að betri og bjartari öld myndi renna upp. > Hafa þær vonir ræzt? Björnson sagði einu sinni; að aldrei væri logið meir í löndunum en á sunnudögum. En ef sunnudag- Rrnir eru nú orðnir svo rúmhelgir, þá væri ekki illa til fallið að velja einhverja daga, — og þótt ekki væri nema einn dag á ári — til þess að segja satt. Ættum vér Islendingar að gefa öldum og óbornum það boð- orð, að aldrei mætti Ijúga á fullveldis- daginn, — síst prédika lýgi í ræðu eða riti. Nú í dag er því bezt að segja satt og er þá einstætt að svara spurningunni hér fyrir ofan neitandi. Sjaldan eða aldrei hafa verið eitr- aðri flokkadrættir á tslandi, en síðan fullveldið var viðurkennt. — Það má fullyrða, að vanstilling vor í um- ræðum um stjórnmál hefir aldrei ver ið eftirtektaverðari og ískyggilegri en á þessum síðurtu árum. Og stundum hefir hún náð slíku hámarki, að ekki hefir mátt tæpara standa. Sumir vor á meðal hafa gert, allt sem í þeirra valdi hefir staðið, til þess að egna stétt á móti stétt, sveitina á móti sjávarsíðunni, verka- manninn móti verkafrömuðinum. Og þjóðinni hefir verið prédikað það eins og heilagt evangelíum, að stétta- •barátta væri bæði nauðsyn og sið- ferðisleg skylda. Nú mun engum koma til hugar að neita, að samtök verkamanna séu eðlileg og hafi jafn vel verið óhjákvætfiileg, eftir að sjávarútvegurinn komst í það horf, I' FORD COKE —All Sizes— Western Gem Coal Lump, Stove and Nut Pea THE WINNIPEG SUPPLY & FUEL CO. LTD. Tel. 876 15 — 214 AVe.Bldg. PJER SEM NOTIÐ TIMBUR K A U P I Ð A F The Empire Sash and Deor COMPANY LIMITED Birgftir: Henry Ave. East Phone: 26 356 Skrifstofa: 5. Gólfi, Bank of Hamilton YERÐ GÆÐI ANÆGJA. Bh SÍMI 57 348 SÍMI 57 348 DOMINION LUMBER AND FUEL CO. LTD. Verzlar með allskonar tegundir af Timbri og Efnivið fyrir byggingar. jafnt smáar sem stórár. Hefir jafnan á reiðum höndum ailskonar eik, furu, gluggakarma o. s. frv. Allur trjáviður þur og vel vandaður. 667 Redwood Avenue WINNIPEG —MANITOBA. ► <Q

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.