Heimskringla - 11.01.1929, Blaðsíða 6

Heimskringla - 11.01.1929, Blaðsíða 6
6. BLAÐSILA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 9. JAN., 1928 E K KEH Á RD Saga frá 10. öld. eftir I. von Scheffel. spuröi: “Hvernig verður yfirborðið sameigin- legt landmerki?” Pilturinn tók að lesa giíska textann, en óróleikinn óx á skólabekkj- unum; suðan varð eins og fjarlægur klukkna- hljómur. Þýðingin hætti allt í einu, og allur hópurinn stökk allt í einu með miklum hávaða á heitogafrúna, dró hana frá ábótanum og æpti: “Fangi, fangi!” Þeir bjuggu í skyndi til skjaldborg úr sætunum og hrópuðu í ákafa — “Fangi, fangi! Við höfum tekið hertoga- frúna í Svabíu til fanga! Hvað á lausnar- gjaldið að vera?” Ýmislegt hafði borið fyrir hertogafrúna um dagana, en henni hafði aldrei hugkvæmst, að það ætti fyrir sér að liggja, að vera tekin til fanga af skóladrengjum. En henni þótti gaman af þessu, einmitt af því að það var svo óvænt. Ratpert kennari tók stóran staf úr borði sínu, sveiflaði honum ógnandi, eins og hann væri annar Neptún og hrópaði orðin úr kvæði Virgil3 — ! “Fífldjörfu vindar! hvaðan kemur yður þessi ósvífna uppreist? Svarið var enn meiri óhljóð. Herberginu var nú skift í tvennt með bekkjum og stólum. Spazzo var að hugleiða með sjálfum sér, hvcrt hann ætti að gera árás og lumbra sérstaklega þungt á foringjunum. Ábótinn var orðlaus. Þessi írábæra frekja hafði gjörsamlega svift hann máiinu. Hinn göfugi fangi stóð innst inni í her- berginu, út við glugga, og víkingarnir fimtán ára umhveríis hana. “Hvað er eiginlega um að vera, strákarnir ykkar? spurði hún brosandi. Einn af foringjunum gekk fram, beigði sig í hnjánum fyrir henni og sagði auðmjúk- lega: “Sá, sem kemur ókunnur, er varnarlaus og sh'kir rnenn eru teknir til fanga og þeim haldið, þar til þeir greiða lausnargjald fyrir frebi sitt.” “Lærið þið þetta í grísku bókunum?” “Nei, frú, þetta eru þýzk lög.” “Þá skal ég greiða lausnargjald mitt,” sagði frúin hlæjandi, og þreif til hins kinnrjóða röksniliings og ætlaði að kyssa hann. En hann reif sig lausann, hljóp inn í flokk félaga sinna og hrópaði: “Þessi gjaldeyri þekkist ekki hér!” “Hvaða lausnargjalds krefjist þið þá? spurði frúin þá, og var að verða óþolinmóð. “Salcmon biskup frá Constance var líka eitt sinn fangi vor,” sagði vísindamaðurinn -itli, “og hann fékk handa okkur þrjá frídaga á ári og veizlu með brauði og keti. Og hann tiygði okkur þeta með undirrituðu og innsigl- uðu skjali.” “Ó, litlu sælkerarnir ykkar!” sagði her- togafrúin. “Eg get þá ekki minna gert en biskupinn. Hafið þið nokkru sinni bragðað laxinn úr Constance-vatninu ? ” “Aldrei,” hrópuðu drengirnir. “Þá skulu þið fá sex af þeim á ári til minja um mig. Sá fiskur er góður fyrir unga munna.” “Ætlar hertogafrúin að tryggja okkur þetta með undirskrift og innsigli?” “Sé það nauðsynlegt, þá geri ég það.” “Lengi lifi hertogafrínn í Svabíu!” hróp- uðu þeir einum munni. “Heill, heill! Ilún er frjáls!” \ Stólarnir og bekkirnir voru nú settir á sinn stað, og drengimir leiddu fanga sinn út með gleðiópum cg kátínu. Handritablöðin úr Aristótelesi flugu um allt sem fagnaðar- vottur; jafnvel munnvikin á Notker Labeo drógust upp og urðu að brosi, en hertogafrúin mælti: “Hinir ungu herramenn eru sannarlega náðugir! Þér gerið svo vel að setja stafinh á sinn venjulega stað, hen'a prófessor!” r Það var ekki nokkur leið til þess, að meira yrði fengist í dag við rit. Aiistótelesar. Og hver veit, nema þetta uppþot hafi átt rætur sínar að rekja tjl rökfræðinámsins. Alvaran er þur óg lauflaus stofn, annars hefði galsínn ekki fengið tækifæri til þess að vefja um hann sínum safr.mikla vafningsvið .... C raló ábóti mælti, um leið cg liann gekk með heitogafrúnni út úr skólastofunni: “Nú eigum við eftir að kcma í bókhlöðuna, þessa upp: prettu vísdómsins fyrir þann, sem þyrst ir efíir þekkingu, þetta vopnabúr þeirra er með vcpnum lærdómsins bcrjast.” En hertogafrúin var þreytt og afsagði að fara þangað. “Eg verð að standa við orð min,” sagði hún, “og ganga frá skjalinu, er ég lofaði drengjunum. Gerið svo vel að undirbúa það. svo að ég geti sett á það nafn mitt og inn- sigli.” Ábótinn leiddi gestinn inn í einkaíbúð sína. Þau fóru framhjá klefa, er þau voru að fara um krossgöngin, og dyrnar að honum stóðu opnar. Lág súla hallaðist upp að veggnum, og úr henni hékk festi, nálægt þrjú fet frá jörðu. Yfir dyrunum var máluð mynd, dauflituð, og var það magur maður, sem hélt á priki, en undir myndinni voru þessi oið skráð með uppliafsstöfum: “Drott- inh agar þann, sem hann elskar, og hirtir harðlega hvern þann er hann að sér tekur” (Hebreska bréfið XII,6). Frú Heiðveig horfði spurnaraugum á á- bótann. “Refsistofan,” sagði hann. “Hefir enginn af bræðrunum unnið til hýðingar í dag? spurði hún. “Það gæti verið til hollrar áminningar.” Hinn klækjótti Sindolt stakk skyndilega við fæti — hann hefir ef til vill stungið sig á þyrni í fötinn. Hann leit við, eins og hann væri að hlusta á einhvern, sem væri að kalla á hann, og hröpaði svo: “Eg er að koma!” og hvarf í flýti út göngin. En ekki var þetta atíerli þó með öllu ástæðulaust. Nctker stamandi haíði lokið, eftir árs vinnu, við að rita saltarann og prýtt hann með fögrum og listfengnum myndum. En Sindolt, sem alla öfundaði, hafði eyðilagt handritið á nætur- þeli, rifið það í tætlur og helt yfir það vín- könnu. Fyrir þetta ódæði var hann dæmd- ur til að hýðast þiisvar sinnum, og hann átti síðustu lotuna eftir. Hann þekti refsistofuna mjög vel og öll verkfæri yfirbótarinnar, sem þar hengu!, allt frá “orminum með níu skott- in” til “broddflugunnar.” Ábótinn hraöaði göngunni. Gestasalur- inn var prýddur blómum. Frú Heiðveig ileygði sér út af í legubekkinn til þess að hvíla sig eftir alla skoðunina. Hún hafði margt reynt á skömmum tíma, því enn var hálftími til kveldverðar. Hefði einhver tekið sig til og gengið í gegnum alla Klausturklefana, þá hefði hann oröið þess var, að ekki var einn einasti maður til í klaustrinu, sem ekki fanst að einhverju leyti til um heimsókn hinnar tignu frúar. Jafnvel þeir, sem slíta sig úr öllu sambandi við veröldina, finna til þess að. kcn- una ber að virða. Gráhærður Tutilo hafði tekið eftir því, sér til mikillar skelfingar, eftir að hertogafrú- in var komin, að það var stórt slysagat á kufl- inum hans. Ef staðið hefði venjulega á, hefði viðgerðin fengið að bíða næstu stórhá- tíðar, en nú var enginn tími til tafar. Hann vopnaði sig nál og spotta,, settist á bekkinn og tók að bæta kuflinn. Og fyrst hann var nú byrjaður á þessháttar störfum á annað bo^-ð, þá sá hann, að hann gat alveg eins sett nýja sóla undir ilskóna núna. Hann gerði það Hka, festi þá með nöglum og sönglaði undir á meðan. Radolt, hinn mikli hugsuður, gekk fram cg aftur um gólfið í klefa sínum og hnyklaði brýrnar. Ilann var að vonast til þess að sér gæfist tækifæri til þess að heiðra hinn göfuga gest með undirbúningslausri ræðu; . en til þess að guka áhrifin af hinu sjálfvakta ,andríki, þá var hann nú að búa sig úndir. Hann ætlaði sér að nota fyrir texta það, sem Tacitus segir um Þjóðverja: “Þeir trúa því að eitthvað sé heilagt við konurnar og að þær hafi spádómsgáfu; fyrir þá sök fyrirlíta þeir áldrei ráð þeirra, og fara oftast að þeim.” Þetta var svo að segja allt sem hann hafði af konum frétt, en litlu' íkoma-augun í lionum iðuðu öll af tilhugsuninni um að sér myndi takast að nota þessa byrjun til þess að koma að einhverjum lofsorðum um hertogafrúna og þá jafnframt gefa bræörurn sínum óþægileg oln bogaskct og sneiðar. En því miður kom tækifærið aldrei tll þess, að flytja þessa ræðu, eða hann gat ^kki búið það til. f öðrum klefa sátu sex bræður undir geisistórum kambi úr fílabeini — en þennan nytsama grip hafði Hartmuth ábóti gefið — sem hékk í keðju úr loftinu. Þeir þuldu fyr- irskipaðar bænir sínar, um leið og þeir hjálp- uðu hverir öðrum að slétta úr hárinu. Marg- ur hálfloðinn krúnuskalli varö nú aftur gljá andi þennan dag. í eldhúsinu var allt á ferð og flugi. Þar kom að lokum, að kvað við í bjöll- unni, og þótti jafnvel hinum guðhræddustu af munkunum það ánægjulegt hljóð, því að nú átti að ganga til kveldverðai. Ábótinn leiddi hertogafrúna í matsalinn. Þessum stóra, loftgóða sal var skiít niður með sjö súlum og voru þar fjörutíu borð, en klaustramenn, prestar og djáknar stóðu umhverfis þau eins og sveit hinnar hervæddu kirkju. En ekki virtust þeir veita hinum tigna gesti neina sér- staka athygli. Ekkehard hafði þessa vikuna með höndum skyldur lesarans. Hann hafði valið fertugasta og fimmta Davíðs-sálm í þetta skifti, í heið- ursskyni við hertogafrúna. Hann stóð nú á fætur og hóf inngangsbænina: “Ó, drott- inn, opna þú varir mínar, að munnur minn megi flytja þér lof.” Og allir aðrir endurtóku orðin í hálfum hljóðum, eins og til þess að blessa lesturinn. Hann hóf nú upp rödd sína og las sálm- inn, sem sjálf heilög ritning nefnir fagian — “Hjarta mitt svellur af Ijúfum ljóðum, ég flyt konungi kvæði mitt, tunga mín er sem penni hraðritarans. ‘íFegurri ert þú en mannanna börn, ynd- isleik er úthelt yfir varir þínar, fyrir því hefir guð blessað þig að eilífu. “Gyrð lendar þínar sverði, þú hetja ’jcma þínum og vegsemd. “Sæk fram, stíg á hervagn sakir tryggðar c-g réttlæti, þá mun hægri hönd þín sýna þér ógurlega hluti. “Crv'ar þínar eru hvestar, þjóðir falla að fótum þér; fjandmenn konungs eru horfnir “Hásæti þitt er guðshásæti um aldur og æfi, sproti ríkis þíns er réttlætissproti. , “Þú elskar réttlæti og hatar ranglæti, fyrir því hefir guð, þinn guð, smurt þig fagn- aðarolíu framar félögum þínum. “Eintóm myrra og alóe og kassía eru öll þín klæði, frá fílabeinshöllinni gleður streng- leikurinn þig.” Svo var að sjá sem hertogafrúin skyldi að þetta væri gert henni til vegsauka. Hún horfði stöðugt á Ekkehard, eins og orðin væru beinlínis til liennar stíluð. En ábótinn tók eftir þessu. Hann gaf Ekkehard merki um j að hætta lestrinum, svo að sálmurinn var ekki l lesinn til enda, en allir settust að borðum. Ent Craló ábóti gat samt ekki varnað Heiðveigu þess að bjóða hinum ágæta lesara að taka sér sæti við hlið sína. Ef fara hefði átt eftir metorðum, þá hefði gamli djákninn Gozbert átt að sitja við vinstri hlið hennar, en hann hafði veriö eins og á glóðum síðustu • nínúturnar. Hann hafði eitt sinn lesið nokkuð hianalega yfir hausamótunum á hin- um sálaða manni hertogafrúarinnar, þegar hann hafði lagt ófriðarskatt á gersemar klaust msins. ílonum hafði líka verið kalt í skapi til hertogafrúarinnar fiá þeirri stundu, og hann haí'öi ekki fyr áttað sig á, livað hún ætlaðist fyrir, en hann tlýtti sér að hörfa frá og þrýsti dyraverðinum niður í djáknasætið. Spazzo sat næstur Ekkehard, en þar næst kom Sindolt munkur. Máltíðin hófst. Ráðsmaðurinn hafði ekki látið sér nægja hina venjulega belgávexti til kveldverðar, því að hann vissi að koma gests- iii3 réttlætti fyllilega að vdkið væri í þetta sinn íiá hinu óbreytta matarliæfi ldaustursins. Og ekki hafði þess veriö nákvæmlega gætt, að fara eftir matarskrá Hartmuth sáluga ábóta. Að vísu var fyrst framborinn rjúkandi Iiirsigraustur, svo að þeir gætu satt hungur sitt, sem samvizkusamlega vildu halda sér við reglurnai. En svo rak hver rétturinn annan. Við hliðiná á stórum hönkum af villibráð voru safamikil bjarndýralæri; jafnvel bifurinn við efri fiskitjcrnina varð að láta líf sitt fyr- i' hið góða máiéfni. Fasanar, skógarhænur, dúfur cg ýmsir aðrir smærri fuglar.komu á eftir, og fjölbreytnin í fiski tegundunum virtist vera ótakmörkuð. Sann- Ipikurinn var sá, að ekki var annað sýnna en að þarna væru allar dýrategundir sem skríða, fljúga eða synda á klausturbcrðinu. Og margur bróðurinn háði mikla baráttu í djúpi sálai sinnar þetta kveid. Gozbert, djákninn gamli, hafði sefað mesta hungrið með hirsigrautnum og ýtt frá sér villibváðinni og bjainarlærunum, eins og það væri. freisting frá hinum illa anda. . En þegar fallega brúnað ur orri var settur fyrir framan liann, og ilm- inn lagði f>TÍr vit hans, þá lifnuöu minning arnar frá æskuárunum, hann mintist þeirra daga er hann sjálfur hafði verið á veiðum fyr- ir fjörutíu árum síðan, 6g læðst að þiðrinunt; og hann mintist einnig dóttur eskógarvarðar ins, sem hann hafði stefnumót með.......... Tvisvar stóðst hann freistinguna að rétta hendina, en í jiriöja sinn Stóðst hann ekki, og rétt á eftir lá helmingur fuglsins fyrir framan hann og var étinn upp í skynöi. Spazzo kinkaði ánægjulega kolli, er hann sá réttina framborna. Matarlystin var góð og hann lauk í skyndi við stóreflis lax, og leit nú umhver.is sig eftir drykkjarföngum. Sind- olt, sem næstui honum sat, greip lítinn stein- brúsa og helti í málmbikar. Hann ýtti hon- um til Spazzos, drakk honum til og mælti: “Þína skál — í bezta vlni klaustursins.” Spazzo ætlaði að taka sér vænan teig, en það fór hrollur um hann við fyrsta sopa, hann setti bikarinn frá sér g mælti: “þá getur fjand inn verið munkur í minn stað!” Sindolt hafði gefið honum súran eplamjöð af hrekkjum sínum, og var mjöðurinn blandinn brómberjasafa. En þegar Spazzo sýndi sig líklegan til þess að launa þetta bragð með því að lumbra á honum, þá sótti hann könnu af dökkrauðu Vatellinevíni, til þess að mýkja sltap hans. Vatelline er ágætis vín: Ágúst- us Rómverjakeisari hafði drekkt sorgum sínum í því eftir ófaiir Varusar. Spazzo tók bráðlega aftur gleði sína og drakk skál biskupsins í Chur, sem sent hafði klaustrinu vínið — annað vissi hann ekki um hann — og Sindolt aðstoðaði hann drengi- lega. " “Hvað segir verndardýrlingur þinn um þessa drykkju?” spurði Spazzo. “St. Benedikt var vitur maður,” sagðí Sindolt. “Fyrir þá sök ritaði hann í reglur sínar: Þó skrifað hafi verið, að vín sé vissu- lega ekki drykkur fyrir munka, þá er ekki hægt að fá neinn mann til þess að átta sig á því á vcrum dögum, að þetta sé réttlát fyrir- skipun. Fyrir því mælum vér svo fyrir, vegna hinna veikari bræðra, að hverjum manni skuli úthlutaður hálfur skamtur á dag; en enginn má drekka það, sem hann hefir lyst á, því að vínið mun leiða jafnvel hinn vitrasta mann af vegum vísdómsins.” “Vel mælt!” sagði Spazzo og tæmdi bikar sinn. “En veistu samt,” hélt Sindolt áfram, “hvað munkarair í héruðunum þar sem vín vex elcki verða að gera? Þeim er skipað að lofa guð og blessa, og að öðru leyti halda sér saman.” “Vel mælt, líka!” sagði Spazzo og tæmdi aftur bikar sinn. Ábótinn gerði sér far um, meðan á þessu stóð, að skemta hinni tignu frænku sinni með því að fara lofsamlegum orðum um ágæti mannsins hennar sáluga. En svör frú Heið- veigar voru stutt og mest einsatkvæðisorð, og ábótinn fór að skilja, að öllu er takmarkaður tími, og eins ást ekkju á manninum sínum sáluga. Htann breytti um umtalsefm, , og spurði liana, hvernig henni liefði litist á klaust urskólapa. “Eg vorkendi drengjunum,” sagði hún. “yfir því að þurfa að eyða svona niiklum tíma af æsku sinni við nám. ErE þetta ekki byrði, sem kennararnir haóa lagt á herðar lærisvein- anna og þeir verða að stynja undir æfi-langt?” “Eg má til að biðja þig, bæði sem vinur þinn og frændi, að láta ekki aðra eins fjar- stæðu frá þér heyrast. Leitin eftir þekkingu er alls ekki svona mikil þvingun fyrir æsku- mcnnina. Þeim reynist það þvert á móti Hkara jarðarberjum: þess meira sem, þeir neyta, þess sólgnari verða þeir.” “En hvaða samband er á milli hinnar heiðnu rökfræði og guðfræði kristinnar kirkju?” spurði frúin. “Hún verður vopn í hendi kirkju drott- ins, ef rétt er á haldið,” svaraði ábótinn. Þetta voru vopnin, sem villutrúarmenn notuðu til þess að beita á hina rétttrúuðu. Nú berj- umst við við þá með þeirra eigin vopnum, og þú skalt vita það, kæra frændkona mín, að laglegar setningar í grísku og latínu eru betia vopn heldur en tunga vor, sem aldrei verður annað en klunmalegt barefli, hversu vel sem á er haldið.” “Eg verð sannarlega aö leitg. til þín, til þess að komast að raun um livaö sé smekk- legt cg viðhafnarlegt!” sagði hertogafrúin. “Hingað til hefi ég orðið að reyna að koniast af án þess að kunna latneska tungu.” “Það ætti ekki að þurfa að gera þér neinn skaða þótt þú reyndir að læra hana ennþá,” svaraði ábótinn, “og þú munt verða aö játa, eftir að fyrstu samhljómar latínunnar hafa náð að gleðja eyru þín, að móöurmál vort er engu líkara en ungum birni, sem hvorki kann að ganga eða standa uppréttur, fyr en búið er að liúðstrýkja liann dálítið með hinu sígilda máli. Auk þess rann mikil vizka af vörum binna fornu Rómverja. Spurðu þann, sem sit ur þér við vinstri hönd.”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.