Heimskringla - 11.01.1929, Blaðsíða 7

Heimskringla - 11.01.1929, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 9. iJAN., 1928 HEIMSKRiNQLA 7. BLAÐSIÐa Magnús Kristjánsson ráðherra Magnús Kristjánsson fjármálaráö herra fórí utan í haust til þess aö leit asér lækninga viö innvortis meini, og lagöist inn á sjúkrahús í Kaup- mannahöfn til uppskuröar. Tókst skurðurinn vel og í fregnum hingaö var sagt, aö ráðherrann myndi ná heilsu aftur. En aöfaranótt föstu dags versnaði honum og sóltthitinn jókst. Sagöi læknir hans dauöa- sökina ;þá, aö hjartaö hefði ekki ver- ið nógu sterkt til þess að þola þann hi*<a. Ráöherrann dó laugardags- morguninn 8. þ. m. og hafði fengið hægt og rólegt andlát, verið þján- ingalitill síöustu stundirnar. Hafði hann ákveðið, að láta brenna lík sitt í Kaupmannahöfn, ef hann andaðist þar, og verður það gert. M. J. Kristjánsson var fæddur á Akureyri 18. apríl, 1862, sonur Kristj áns Magnússonar frá Fagranesi i Öxnadal og Kristínar Bjarnadóttur frá Fellsseli í Köldukinn. Faðir hans var sjómaður, og ólst Magnús upp hjá foreldrum sínum á Akureyri. Gkk hann þar í barnaskóla, en hugur hans hneigðist mjög að smíðum. fcfc" --------nfiM ~ i a^6— -------a%fcT~ —— Tíu ára aftnæli fullveldisins Flutt í samsæti Stúdentafélags Reykjavíkur 1. des. 1928. Nútíð er vor, vetur að baki, framundan sól, sumar i vændum. Elfur bólgnar isum varpa. Við erum vormenn. Vitið það, sveinar. AtiíTmi&l'iéS Ailt er að breytast; til æskulífs þjóðin að vakna; eldgamlir fjötrar að slitna og sundur að rakna bæði af nútiðar mannanna höndum og hugum, högnir og brotnir á síðustu áranna tugum. Nú er hið langþráða frelsi og sjálfstæði fengið, fullveldið auglýst, að nauðsynjastörfunum gengið; íramleiðslan vex og með kappi og atorku’ er unnið. Upp er úr draumunum framfara tímabil runnið. Loftið er þrungið af ungum og örvandi vindum, aldanna skýflókar hverfa frá hafi og tindum. Hugirnir magnast af vaxandi þrótti og 'þori. Þjóðlifið allt er sem leysinga tímar á vori. Trúum á vorið. Iþess takmark er sumarsins gfóður. Truflun og breyting er vordagsins framsóknar-óður. Hræðumslt ei ísruðning beljandi fossa og flæða. Framtíðin skapast við söng þeirra byltinga-kvæða. Alstaðar sækja fram ungar og starfandi hendur. Innlendu skipunum fjölgar, og höfnum við strendur. Bæirnir vaxa, og húsin þar fríkka og hækka. Hugsjóna miðin hjá þjóðinni vikka og stækka. Sveitirnar fara að blómgast, það efum við eigi. Elfurnar brúast, hvert hérað fær nútímans vegi. Brosandi grundirnar bíða’ eftir starfandi plógi; brekkurnar mæna’ eftir nýjum og hlífandi skógi. Þetta er vortíminn, líðandi’ í lifþrungnum vonum. Lítum til framtímans. Hverju er að treysta hjá honum? Þjóðin er fámenn og fátæk, og víst er það vandi, að vernda það fengna og haldast i alfrjálsu landi. Fátækt og dáðleysi fylgdu með erlendum ráðum. Frelsið skóp nútímans lyfting i menning og dáðum. Fortíðarsagan um framtíðarstefnuna greinir: Fremst skal það metið, að ráða hér sjálfir og einir. Þrætt er um niargt, og ei sakar, þótt dægranna deilur dæmi oft stranglega þjóðlífsins galla og veiltir. En 'þegar rætt er um ættjarðar frelsið og framan, fellum þá deilurnar, stöndum þá einhuga saman. THéðan var leiðin til Nýheims í fyrstunni fundin; fjarlægðir kannaðar vestur um óþekktu sundin. Bráðum, er alþjóða leiðina nýju skal leggja, land vort er framtíðar brú milli heimsálfa tveggja. Einangrun hverfur og erlendu straumarnir líða inn ýfir strendur til sveitanna dala og hlíða. Hvað verður um vora innlendu, þjóðlegu menning, aldanna venjur og feðranna’ og mæðranna’ kenning? Hverju’ á að halda og hverju á burtu að fleygja'? Hvað á að lifa og hvað á að farast og devja ? Við eigum sögu að vernda, sem ekki má gleyma; við eigum tungu, sem framtíðar þjóðin skal geyma. Hræðumst ei breyting á háttum og ekhömlum venjum. Hagsmunir framtímans lúta’ ekki dýrkun á kenjum. Höldum í kjarnann, þótt hismið með vindinum hverfi. Helgasta neistans skal gæta, sem framtíðin erfi. Göngum svo djarfir og giaðir að nútímans verkum, gætnir i raun, en með einbeittum vilja og sterkum. Hamingjan fylgir, og verkin í virðingu lifa, er vinna menn fósturjörð sinni til gengis og þrifa. ■ 'm-' im - vx v««" .Skjtttjti'i.. 2 'Minnumst þá samhuga öll vorrar elskuðu móður. Ættjörð vor, blómgist þú, vaxi þín fremd og þinn hróðut. Skartaðu alfrjáls með tindanna fannhvitu földum, Fjallkona, norðurhafs drotning, á komandi öldum. Stjórnandi veraldar, eilifi, algóði faðir, enginn fær séð nema þú yfir timanna raðir. Blessaðu land vort og þjóð, svo hún styrk megi standa, styddu’ hana, Drottinn, og leiddu’ hana’ i sérhverjum vanda. Þökk sé öllum, sem þjóðar vorrar frelsi studdu fyr og síðar. Lifi í heiðri langa tíma minning þeirra á móðurfold. Þ. G. Heimskringla gat ekki slillt sig um að lofa lesendum sínum að sjá þetta snilldarfallega kvæði, og þvi fremur sem of sjaldan sjást nú orðið svona tilþrif í íslenzkri ljóíagerð.—Ritstj. Dvaldi hann svo um hríð í Kaup- mannahöfn, nam þar beykisiðn, og tók próf í henni vorið 1882. Kom svo heim til Akureyrar og var við verzl- unarstörf hjá öðrum fram til 1893, en þá stofanði hann sjálfur verzlun þar og rak útgerð jafnframt. Fórst honum hvorutveggja vel og varð hann brátt einn af máttarstólpum Akureyr- arbæjar, sem þ ávar í allmiklum upp gangi. Hann sat um 20 ár í bæjar- stjórn Akureyrar og lét öll framfara- má! bæjarins mjög til sín taka, en álit hans fór sívaxandi og einnig vinsældir hans. 1905 kusu Akureyr- ingar hann á þing. eftir fráfall Páls amtmanns Briem, og hafði þó Magnús verið andstæðingur P. Briems í stjórn málum. Þetta var fyrs'.a þingið eft- ir heimflutning stjórnarinnar og var Magnús eindreginn fylgismaður Hann esar Hafstein og Heimastjórnar- | flokksins alla þá tíð, sem deilur stóðu 1 uni lausn sambandsmálsins, og þar jafnan vel metinn flokksmaður. Hann sat fyrst á þingi frá 1905—8, síðan frá 1913—23 og loks sem landskjörin þingmaður frá 1926. Hann vann i mikið á þingi og hafði til að bera víðtæka þekkingu á atvinnumálum landsins. Einbei'tur var hann og einarður, og fylgdi fast hverju máli. sem hann léði fylgi sitt. Oft átti hann í snörpum deilum á þingi, en var þó yfirleitt vinsæll hjá sanlþingis mönnum sinum. 1917 var Magnúsi falin forstaða landsverzlunarinnar, sem stofnuð var vegna viðskiftavandræðanna á ófrið^r árunum. Var þetta mikilsvert trún aðars‘arf' og án efa vandaverk. Hélt hann forstöðu landsverzlunarinnar alla tíð siðan og vildi ekki láta hana af hendi við aðra, er hann varð ráð- herra á síðastliðnu ári. Engan efa telur Lögrétta á því, að hann hafi jafnan reki'ð starf sitt við þetta fyrir- tæki af samvizkusemi og með al- þjóðargagn fyrir augum. En hann átti oft í hörðu stríði út af því, bæði á þingi og utan þings. Meðan rit- stjóri Lögréttu stýrði Morgunblaðinu, sem oft flutti árásir á Iandsverzlun- ina og stjórn hennar, lét hann Magn- úsi jafnan opið rm til andsvara, og taldi slíkt sjálfsagt, þar sem í hlut átti þjóðarstofnun, sem stjórnað var af jafn merkum manni. Annars er hér ekki rúm til þess að rekja til hlítar afskifti Magnúsar af almennum málum. Hann fluttist ti1 Reykjavíkur, er hann tók við for- •% stöðu landsverzlunarinnar og átti þar heimili upp frá því. en kona hans dvaldi áfram á Akureyri og niun hafa sint atvinnurekstrinupn þar. TTún heitir Dómhildur Jóhannsdóttir og lifir mann sinn. Af sjö börnum, sem þau eignuðust. eru þrjú á lífi. tvær dæ'ur, Kristín og Jóhanna, sem báðar dvelja fyrir norðan, og einn sonur, Friðrik, stúd. jur., sem er hér í Reykjavík. Við fráfall Magnúsar Krisjánsson- ar á íslenzka þjóðin mikilhæfum manni á bak að sjá. —Lögrétta. ----------x---------- Frá Jóni og Annie Leifs — 13 nóvember hélt Jón Leifs íslenzkt kvekl á útvarpsstöðinni í Osló. TTan-1 stjórnaðp þar útvarpshljómsveitinni sem lék þióðsöng Islendinga og kafh i úf hljómleikum eftir Jón Leifs við j “Galdra-Loft Tóhanns Sigurjónsson- ; ar.” Frú Annie Tæifs lék pianolög eftir mann sinn, en Jón lék 25 íslenzk þjóðlög á piano. Auk þess hélt Jón inngangsræðu á norsku og íslenzku og birtist hún í norskum blöðum eftir á. Frú Annie Leifs hélt um sama leyti tvo sjálfstæða pianohljómleika við útvarpsstöðina í Osló. 60,000 móttökutæki standa í beinu sambandi við stöð þessa, en áheyrendur stöðv- arinnar í ýmsum löndum skifta hundr- uðum þúsunda, ef ekki miljónum. —Alþýðúblaðið ----------x---------- Amnndi Arnason kaupmaður Iézt á Landakotsspítala 5. þ. m. Hann var kunnur kaup- sýslumaður, fæddur 3. marz 1868. Dönsk blöð ræða um 10 ára fulveldi Islands. (Ur tilk. frá sendiherra Dana( Fyrsta desember voru ítarlegar greinar um fullveldisafmælið í öllum Kaupmanahafnarblöðum. I morgunútgáfu “Politiken’’ er for- ystugrein, bæði á íslenzku og dönsku. Er þar einkum minst sérstöðu Is- Iands meðal ríkja þeirra, er fullvalda urðu 1918, þar sem sjálfstæði íslands varð framgengt án allra bvltinga, eft ir Ianga og eðlilega þróun. "Sam- bandslögin milli Tslands ogDanmerk- ur eiga engann sinn líka. Þau eru af báðum ríkjum sniðin eftir þörfum þeirra, og heimila þeim allar þær brey'ingar á sambandinu, sem kröfur nýrra tima kunna að heimila, og benda á vissa vegi til að fá þeitn fram- gengt. I lögunum er gert ráð fyrir að konungssambandið sé órjúf- anlegt.” — Auk þessa birtir blaðið ummæli ýmissa manna urn þetta mál, m. a. Tryiggva Þórhallssonar, Magn- úsar Kristjánssonar, Sig. Eggerz, Jóns Þorlákssonar, Jóhannesar Jó- hannessonar, Jóns Sveinbjörnssonar, Jóns Krabbe, Finns Jónssonar, Sig- fúsar Blöndals,, dr. Jóns Helgasonar bókavarðar, Sigurðar Guðmundsson- ar skólameistara og Skúla Guðjónsson ar læknis. — Bendir forsætisráðherra einkuni á það, að aldrei hafi orðið stórstígari framfarir í þessu landi, á jafn skömntum tíma, en á síðustu tiu árum, og kveður það ekkf sízt frels- inu að þakka. Ber hann hlýjar kveðjur Tslendinga til dönsku þjóðar innar, “sem 1918 sýndi lítilmagnan- um sanngirni og réttlæti.” 1 “Morgenbladet” segir meðal ann- ars.; “Jafnframt því, að Island hef- ir haldið gömlum venjum í ntenninigtt sirlni og lagt drjúgan skerf til nor- rænnar menningar með skáldskap sínum, hefir atvinnulif Islendinga fengið þeim góðan sess meðal nor- rænna landa. En |þó er margt ógert í verklegum efnum, og vonuni vér, að í samvinnu landanna á komandi áruni megi Danmörk þar leggja sinn skerf fram, íslandi til hagsbóta.” I “Socialdemokraten” «r lýst efni sámbandslaeanna og hve þau ertt orðin til. Er lögð áherzla á það, að nú sjái allir hver gifta það var, að áð ttr en ófriðnum var lokið skyldtt Danir af frjálsum vilja verða við óskuni tslendinga um sjálfstæði. Getur blaðið scrstaklcga Jóns konungSritara Sveinbjörnssonar fyrir sáttarorð það. er Itann hafði á milli borið allt frá 1908 8til 1918* og lýkur máli simt á þessa leið: “Tvær norrænar þjóðir hafa sýnt heiminunt, sem er fullur þjóðametnaðar, drotnunargirni og ófriðaræðis, hverni^ hægt er að levsa úr aldagömlu deiluefni þjóða á milli, í fullu bróðerni og sann- þjóðlegttm anda.’’ ^Auðkennt hér Sbr. Hkr. 15. des. 1928. —Vísir. -------x------- Asmundur Sveinsson Tsland er að eignast fleiri land- nenta í heimi listanna. Hér er fögnuður mikill nteðal landa í París þessa dagana. Haustsýningin mikla hefst í dag — og þar á landi okkar, Ásmundur Sveinsson, standmynd mikla af sjálfum Sæmundi fróða á selntun. — Annars er það engum heiglitnt herit að komast inn á “haustsalinn.” Þangað er engum lær- lingum hleypt — þeir eiga heima á vorsýningunni, enda eru þeir sjálfir eins og vorið, gróancHnn. List þeirra igetur verið ósjálfstæð ennþá — en hún verður bara að gefa vonir um sumargróður síðar meir, hjá hinum fullþroskaða listmanni. — Og þegar svo er komið — þegar maður- inn er orðinn sjálfstæður listmaður — þá getur hann borið listaverk sín fram fyrir þann hæstarétt, sem dóm- nefnd haustsýningarinnar er, á lista- sviðinu. — Fáir komast þó inn i fyrsta sinn, er þeir senda hæstarétti þessum handaverk sin. En landi ■ m n myifcrMiiirirtirtrtrMÉK—Blnlt okkar varð einn af þessum fáu út völdu, og því meiri á^tæða er fyrir Island og Islendinga að samfagna honum. Annars er nú Asmundur því vanur að vera framarlega í fylkingu. 3. maður í röðinni varð hann við inn- tökupróf við listaháskólann í Stokk- hólmi, þá nýkominn að heirnan með goðfrjótt listamannseðli í brjóst bor- ið, og margskonar hugvit. Er hann einn þeirra manna er leggur á flest gjörva hönd. Og leiðir af því, að Iist hans er frá upphafi fjölþætt og fjölbreytt. Eftir þriggja ára nám á listaháskólanum er Asmundur með al hinna þriggja albeztu nemenda há skólans, sent til þess vandaverks eru kjörnir að skreyta hina miklu nýjtt sönghöll Stokkhólms. Og 1922 fær hann heiðurspening listaháskólans. Frá S“okkhólmi fer Asmundur til Þýzkalands — þaðan til Parisar. Fær að verðleikum, ferðastyrk frá Al- þingi 1926, og ferðast um Italíu og Grikkland kom svo aftur til Par ísar, og stundar síðan list sína af sarna kappi og áður og með æ vaxandi þroska og þekkingu bæði á fornum listastíl og nýjum. Lesendum Morgunbl. er Asmundur Sveinsson kunnur af grein í Lesbók 8. nóvember 1925. Þar er og mynd af Sæmundi fróða á selnum, er lista- maðurinn gerði í Stokkhólmi. Þau urðu örlög þeirrar höggmyndar, að hún varð fyrir vætu og frosti á ofan — og féll í mola. Er höggmynd sú, sem nú komst inn á listasýninguna, gerð hér í París og all mjög frá- bru/gðin hinni fyrri. Asmundur er lesinn maður á fornsögur vorar og ramíslenzkur í anda. Hefir hann meðal annars gert uppdrátt að högg (Frh. á 8. bls.) Innköllunarmenn Heimskringlu í CANADA: Árnes...................... Amaranth.................... Antler..................... Árborg ..................... Ashern ..................... Baldur...................... Belmont .................... Bella Bella................ BeckviPe.........*.......... Bifröst .................... Brown....................... Calgary..................... Churchbridge................ Cypress River............... Ebor Station................ Elfros...................... Eriksdale .................. Framnes..................... Foam Lake................... Gimli...................... Glenboro .................. Geysir...................... Hayland..................... Hecla...................... Hnausa...................... Húsavík..................... Hove........................ Innisfail................... Kandahar ................... Kristnes.................... Keewatin................... Leslie .. '................. Langruth................... Lonely Lake ................ Lundar ..................... Mozart...................... Markerville................. Nes......................... Oak Point.................. Oak View ................... Ocean Falls, B. C........... Poplar Park................. Piney....................... Red Deer.................... Reykjavlk................... Riverton.................... Silver Bay ................. Swan River............ .. .. Selkirk.................... Siglunes................... Steep Rock................. Tantallon.................. Thornhill................... Víðir...................... Vogar....................... Winnipegosis.........\ . .. Winnipeg Beach.............. Wynyard.................... .. F. Finnbogason .. Bjöm Þórðarson .. .. Magnús Tait .. G. O. Einarsson . Sigurður Sigfússon ,. Sigtr. Sigvaldason .......G. J. Oleson . . .. J. F. Leifsson .. Bjöm Þórðarson Eiríkur Jóhannsson . .. Jón J. Gíslason Grímur S. Grímsson . Magnús Hinriksson .. .. Páll Anderson .. .. Ásm. Johnson J. H. Goodmundsson ... Ólafur Hallsson . Guðm. Magnússon ,. .. John Janusson .. .. B. B. Ólson .. .. G. J. Oleson .. Tím. Böðvarsson .. Sig. B. Helgason Jóhann K. Johnson .. F. Finnbogason . .. John Kemested .. Andrés Skagfeld . Jónas J. Húnfjörð . .. F. Kristjánsson . .. Rósm. Árnason .. Sam Magnússon . Th. Guðmundsson ólafur Thorleifsson .. Nikulás Snædai .......Dan. Lindal ...... J. F. Finnsson . Jónas J. Húnfjörð .... Páll E. ísfeld .. Andrés Skagfeld Sigurður Sigfússon . .. J. F. Leifsson . .. Sig. Sigurðsson . .. S. S. Anderson .. Jónas J. Húnf jörð .. Nikuláls SnædaJ Guðm. O. Einarsson ,... Ólafur Hallsson .. Halldór Egilsson .;. B. Thorstelnsson . .. Guðm. Jónsson . .. Nikulás Snædal .. Guðm. ólafsson Thorst. J. Gíslason . .. .Aug. Einarsson ,. .. Guðm. Jónssoa , .. August Johnson . .. John Keraested . .. F. Kristjánsson T BANDARTKJUNUM: Blaine........... Bantry........... Chicago........... Edinburg......... Garðar ........... Grafton .......... Hallson .. ., .. . Hensel........... Ivanhoe .......... Californía........ Milton........... Mountain.......... Minneota ........ Pembina........... Point Roberts . . .. J. J. Middal, 6723— Svold............ Upham............. ....................St. O. Eiríksson .................... Sigurður Jónsson .....................Sveinb. Árnason .................Hannes Björnsson .. ’...............S. M. Breiðfjörð ...................Mrs. E. Eastman ...................Jón K. Einarsson ...................Joseph Einarsson .......................G. A. Dalmann .................G. J. Goodmundsson ......................F. G. Vatnsdal ...................Hannes Björnsson ......................G. A. Dalmann .................Þorbjöm Bjamarson ...............Sigurður Thordarso*. 21st Ave. N. W.........Seattle, Wash. ......................Bjöm Sveinsson .....................Sigurður Jónsso* The Vikiirg Press, Limited Winnipeg,' Manitoba l&b*. *L. iLll.. dÍí. , \ i

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.