Heimskringla - 16.01.1929, Page 6

Heimskringla - 16.01.1929, Page 6
6. BLAÐSIÐA HEI MSKRINCLA WINNIPEG, 16. JAN., 1929 EKKEHARD Saga frá 10. öld. eftir I. von Scheffel. “Er þessu áreiðanlega svona farið?” spurði frúin og snéri sér að Ekkehard, sem hlustað hafði þegjandi á samræðuna. “í»ví er þannig farið,” svaraði Ekkehard með hrifningu, “þótt vitaskuld þurfi ekki að kenna yður vizku.” Frú Heiðveig skók framan í hann fing- urinn. “Hefir þú þá sjálfur haft mikið yndi af þessum gömlu bókfellum?” “Yndi og gagn!” svaraði Ekkehard, og birti yfir andliti hans. “Þér megið trúa því frú, að það er skynsamlegt að leita til gull- aldarritanna í hverskonar vanda, sem að hönd- um ber. Kennir ekki Cicero oss, hvemig vér eigum að velja um leiðir í völundarhúsi verald- arvizkunnar? Sækjum vér ekki þrótt og hugrekki í rit Liviusar og Salusts, og vekja ekki kvæði Virgils í oss skilninginn á fegurð. sem eigi fær undir lok liðið? Heilög ritning er vitaskuld leiðarstjarna trúar vorrar, en gull aldar-rithöfundamir em eins og rauð kveld- glóðin, sem sendir frið og fögnuð í sálir vorar, jafnvel þótt sólin sé sezt.” Ekkehard var mikið niðri fyrir. Hertoga frúin hafði ekki hitt nokkurn mann, sem sýnt hafði hrifningu fyrir neinu, frá því að Burk- hard hertogi hafði beðið um hönd hennar til hjúskapar — fyr en nú. Sjálf var hún prýði- lega vel viti borin, og var fljót til þess að fá áhuga á nýjum efnum. Hún hafði lært grísku á stuttum tíma, um það leyti sem hún var að búa sig undir að svara bónorði kon- ungssonarins frá Miklagarði. En með því að hún hafði ekki fengið neina tilsögn í latínu, þá bar hún mikla lotningu fyrir henni. Og við nafn Virgils var jafnvel bundin hugmynd in um töfra.... Fiú Heiðveig ákvað með sjálfri sér á þess air stundu, að hún skyldi nema latínu. Hún hafði nógan tíma aflögu til námsins, og er hún hafði aftur litið á sessunaut sinn til vinstri handar, þá vissi hún hver átti að verða kenn- aiinn hennar. Nú var búið að ljúka við ábæti af ferskj- um, melónum og þurkuðum fíkjum, og sam- ræðurnar víðsvegar við borðið báru það með sér ,aö vínbrúsamir höfðu oft verið látnir ganga boðleið umhverfis. Klausturreglurnar mæltu svo fyrir, að lesa skyldi ritningarkafla eða þátt úr sÖgu einhvers dýrlings, við lok hverrar máltíðar, samkundunni til uppbyggingar. Ekkehard hafði kveldið áður byrjað á “Æfisögu St. Benedikts,” sem Gregorius páfi hafði ritað. Bræðurnir drógu borðin sam- an, létu vínbrúsana í friði, og þögn varð á. Ekkehard hélt áfram með annan kapítula — “Freistarinn kom eitt sinn til hans, er hann var einsamall. Því að lítill svartur fugl, sem venjulega er nefndur kráka, kom og flögraði yfir höfði hans og flaug svo nálægt honum, að hinn helgi faðir hefði getað tekið hann með höndunum, ef hann hefði kært sig um. En hann gerði krossmark og þá flaug fuglinn í burtu. En fuglinn var ekki fyr floginn á burt, en sterkari holdsfreisting tók að sækja á hinn helga mann, en hann hafði nokkuru sinni áður orðið fyrir. Hann hafði séð konu nokkura mörgum árum áður. Hinn illi andi vakti nú mynd þessarar konu upp í huga hans, og með myndinni kviknaði slík brennandi ást í brjósti hans, að við lá, að hann yfirgæfi einsetumanns lífið. En sökum náðar guðs tendraðist ljós fyrir honum í örðugleikum hans og hann náði sér aftur. Og hann sá þar rétt hjá þéttan runna af þyrslum og brennfetium og hann reif af sér fötin og varpaði sér nöktum inn í runnann, og þyrnarnir stungu hann og netl- urnar brenndu hann þar til líkami hans var allur í sárum. Og hann læknaði þannig sár andans með sárum líkamans, og sigraði djöful- inn.” Heiðveigu hertogafrú þótti ekki sérlega mikið koma til þessarar sögu. Hún renndi augunum hægt yfir salinn til þess að leita sér afþreyingar. Skyldi Spazzo þykja fátt um valið á kapítulanum, eða var vínið farið að stíga til höfuðs honum. Hver sem ástæðan hefir verið, þá skelti hann allt í einu saman viðarspjöldunum utanum um bókina í höndum lesarans, lyfti upp bikar sínum til Ekkehards og mælti: “Skál St. Benedikts!” Ekkehard leit ávítunaraugum til hans, en hinir yngri bræður tóku þessa skál í alvöru og drukku hana kátir. Hér og þar við borð- in var hafin lofgjörðarsöngur til dýrlingsins. í þetta sinn kom hann í stað drykkjusöngs og salurinn kvað við af gleðskapnum. Craló ábóti leit umhverfis sig og vissi ekki vel hvernig hann ætti við þessu að snúast; Spazzo hélt áfram að drekka skál dýrlingsins með hinum yngri klerkum, og Hleiðveig hallaði sér í áttina til Ekkehards og sagði lágt — “Myndir þú, ungi dýrkandi gullaldarinn- ar, vilja kenna mér latínu, ef ég skyldi kæra mig um að læra hana?” Það var sem innri rödd, bergmál af.því sem hann hafði verið að lesa, hvíslaði að hon- um — “Kastaðu þér innan uin þyrsla og netlur og segðu nei.” En hann svaraði samt: “Skipaðu og ég hlýði!” Hertogafrúin leit enn framan í munkinn spyrjandi augum, snéri sér síðan frá og tók að ræða við ábótann um önnur efni. Það varð uppi fótur og fit, þegar þær birtust í dyrunum. Allir snéru sér við, og það var engu líkara, en að nú yrði slegið í dans og gleðskap, sem þessir veggir höfðu aldrei áður verið vitni að. En ábótinn snéri sér að hertogafrúnni. “Frú mín og frænka!” sagði hann, og það var svo mikil og einlæg sorg í rödd hans, að hún hiökk upp úr draumum sínum. Og nú sá hún líka allt í einu sjálfa sig óg stallara sinn, í munkaklæðum, í nýju ljósi. Hún leit yfir þennan hóp af drukknum mönnum. Slút- andi hetturnar huldu andlit þeirra, sem fjær sátu, svo að því var líkast sem verið væri að hella víni inn í tómt hettuopið. Söngurinn var hjáróma í eyrum hennar, og henni sýndist nú allt vera líkast grímuleik, sem hefði þegar staðið of lengi. , • Hún mælti: “Það er kominn tími til þess að ganga til hvílu.” Hún stóð upp og gekk í fylgd með þjónustu stúlkum sínum til skólahússins, því að þar átti hún að vera um nóttina. trömpuðu hann niður. En úti í þurri vígisgröfinni, fyrir utan hliðið, lágu skólasveinarnir í leyni. “Lengi lifi hertogafrúin í Svabíu! Heill! heill! Og hún verður að flýta sér að ná í fiskana! Heill, og aftur heill!” hljóðuðu ungir barkarnir eins hátt og þeir gátu að skilnaði. “Það er ástæða fyrir þann að æpa, sem fær þrjá frídaga og bezta fiskinn úr vatninu fyrir að hegða sér illa,” sagði Spazzo. Ábótinn gekk hægt inn í klaustrið aftur. Hann bað um að senda Ekkehard til sín til þess að tala við hann. “Fyrirskipun hefir komið viðvíkjandi þér. Þú átt að færa Heiðveig hertogafrú eintak af Virgil og þú átt að verða kennari hennar. “Gamlir söngvar Marós mega, milda háttu viltra manna,” hefir Sidónus sagt. Þú hefir ekki óskað eftir þessu....” Ekkehard leit til jarðar. Hann roðnaði. En vér dirfumst ekki reita hina voldugu til reiði. Þú verður að leggja af stað á morg- un. Mér þykir mikið fyrir að skilja við þig, því að þú ert einn hinn bezti og göfugasti meðal bræðranna Hinn heilagi Gallus mun ekki gleyma því, sem þú ert að gera fýrir klaustrið. En gleymdu ekki að skera burtu titilblaðið af Virgli, þar seín ritað er að sá skuli bölvaður, er taki bókir.a úr stað sín- um.” Það, sem hjártað þráir, er ekki örðugt að taka að sér sem skylduverk. “Hlýðniseiður minn,” sagði Ekkehard, “segir mér að gera vilja yfirboðara minna óttalaust og tafarlaust, án hálfvelgju og mögl- unar.” Hann beigði kné sín fyrir ábótanum og hélt síðan til klefa síns. Margt hafði hann reynt síðan síðari hluta dagsins í gær. Svo vill oft verða. Langt líf líður tilbreytingar- laust áfram, en svo kemur breyting eftir breyt ingu. Hann tók að búa sig til fararinnar. í klefanum voru blöðin úr sálmabókinni, sem rituð hafði verið og síðan skreytt með hinni fögru dráttlist snillingsins Folkards. Ekkehard hafði verið falið það verk að skrýða upphafsstafina á hverri blaðsíðu með dýru gulllaufi, sem ábótinn hafði nýlega keypt af kaupmönnum frá Feneyjum, og auk þess átti hann að draga mjúkar gulllínur á kórónurnar, sprotana og sverðin, og á skikkjuborðana, til þess að ganga að síðustu frá myndunum. Hann tók bókfellið og litina og bar inn til félaga síns, svo að hann gæti sjálfur geng- ið frá þessu. Folkard var að draga upp nýja mynd: Davíð, sem lék á hörpu og dansaði frammi fyrir sáttmálsörkinni. Hann leit ekki upp, svo að Ekkehard gekk þegjandi út og áleiðis til bókhlöðunnar, til þess að sækja Virgil. Það kom að honum þunglyndiskast, er hann stóð þama einn í háhvelfdu herberginu innan um öll þessi þögulu handrit. Jafnvel dauðir hlutir, sem máður á að kveðja, virðast eins og hafa lifandi sál og taka þátt í tilfinn- ingum manns. Bækurnar voru hans beztu vinir. Hann þekkti þær allar og vissi hver hafði skrifað þær. Mörg ritin voru með hönd vina hans, sem dauðinn hafði svlft á burt. Hann mint- ist þeirra.... “Hvað mun þetta nýja líf, sem hefst á morgun, færa mér?” spurði hann sjálfan sig, og honum vöknaði um augu. En nú kom hann auga á litla Skýringabók, bundna í málm.sem hinn helgi Gallus.sem ekki kunni mál ýskuna, sem töluð var við Constancevatnið, hafði ritað í þýðingar á nauðsynlegustu setn- ingum og orðum, er presturinn í Arbon hafði kent honum. , Ekkehard fór að hugsa um, hve lítinn undirbúning stofandi klaustursins hefði haft, er hann kom sem ókunnur maður meðal heið- ingja, og um þaö, hvernig guð og hugrekki hans sjálfs hefðu bjargað honum úr öllum háska. Ekkehard varð hugrakkari. Hann kysti litlu bókina, tók Virgil ofan úr hillu og anéri sér við til þess að fara til baka. “Hver, sem tekur þessa bók í burtu, skal hýðast þúsund vandarhöggum; og megi nið- urfallssýki og holdsveiki sækja á hann!” var ritað á fyrstu blaðsíðuna. Ekkehard skar blaðsíöuna frá. Hann leit enn einu sinni umhverfis sig, eins og til þess að kveðja bækurnar við vegg ina. En meðan hann var að því, heyrði hann skrjáfur, og uppdrátturinn mikli, sem Gehrung húsmeistari hafði gert á þriggja feta langt skinn, er Hartmuth ábóti var að hugsa um að stækka klaustrið, losnaði af naglanum, féll brakandi niður og þyrlaði upp rykmökk. En Ekkehard leit ekki á þenna litla atburð sem fyrirboða neinnar tegundar. •Hann gekk framhjá opnum dyrum, er hann var á leið um efri göngin. Hérna var kompan, sem gömlu mönnunum var sérstak- lega ætluð. Thieto blindi sat þarna inni. Klausturbúar virtust ekki hafa neina ó- beit á því að færa sér þetta fágæta tækifæri vel í nyt. Það var náðarsamleg mildi í aug um ábótans, og brytinn mælti ekkert á móti því, þótt munkarnii færu niður í ríki hans með tcma brúsa. Tutilo sat við fjórða borðið og var orðinn skreltineifur; hann komst vitaskuld ekki hjá því að segja söguna um ræningjana tvo, og rödd hans kvað við svo heyrðist um gjörvall an salinn: “Annar þeirra lagöi á flótta og ég hann kastaði burt skildinum og spjótinu — ég hélt á eftir honum með eikarkylfuna mína; náði í hálsinn á honum, þrýsti spjótinu aftur í hendina á honum og hrópaði: Ræningja- fantur, þú skalt verða að berjast við mig----” En félagar hans höfðu of oft heyrt um það, hvemig hann hafði kloíið hausinn á mót- stöðumanni sínum. Þeir tóku þess vegna fram í fyrir honum og báðu hann að verða for söngvara einhvers skemtilegs söngs. Þegar hann loksins kinkaði kolli til samþykkis, þá ílýttu sumir sér út til þess að sækja hljóð- íæri. Einn sótti gígju, annar fiðlu með ein- um streng, sá þriðji dulcimer með málmnögl- um, sem hann sló á með hljóðfork, en sá fjórði sótti hörpu með tíu strengjum á. Þetta síðasta, einkennilega lagaða hljóðfæri var nefnt saltari, og var litið á það með táknmynd þrenningarinnar, vegna þess að það var þrí- hyrnt. Tutiló fékk fílabeinsstaíinn í hönd, hann stóð brosandi upp, og þessi ^ráhærði tónsnill- ingur gaf merkið, en þeir léku lag, sem hann hafði samið á æskudögum sínum, og munk- 'ariíir hlýddu hugfangnir á. Gerold bryti var sá eini sem varð dálítið þunglyndur af þessum þýða söng, því að hann var að fást við að telja saman tóm fötin og brúsana, og þessi orð fóru um huga hans, eins og þau væru textinn við lagið: “Hversu miklu hefir þessi dagur svelgt upp af vörum og fé?” Hann sló fætinum hægt til eftir fallandanum í laginu, þar til síðustu nóturnar dóu út. Þögull gestur, með hrokkið hár, fölur yfirlitum, sat við ysta borðið. Hann hafði liomð frá ítaLu með lest af múlösnum, sem báru olíu og hnetur yfir Alpafjöll frá Lang- barðalandi. Hann lét flóð söngsins velta yfir sig í þunglyndis-þögn. “Jæja, Giovanni meistari,” sagði Folkard málari, “hugnast þetta þínu viðkvæma ítalska eyra. Julian keisari líkti söng forfeðra voira eitt sinn við garg viltra fugla, en oss hefir farið mikið fram síðan. Lætur það mýkra í eyrum þér en söngur svansins?” “Mýkra — en söngur svansins,” svaraði gesturinn eins og í draumi. En hann stóð því næst á fætur og gekk á braut. Enginn, sem í klaustrinu var, fékk nokkuru sinni að sjá það, sem hann ritaði í dagbók sína um kveld- ið. “Þessir menn hinu meginn við Alpafjöll- inn, geta aldrei framleitt neina hugþekka feg- urð, er þeir hefja upp rödd sína, svo heyrist til himins. Vissulega er ruddaskapurinn úr vínþrungnum börkum þeirra villimannslegur; öll náttúran fær hroll í sig, þegar þeir reyna að ná mýkt í róminji með því að hækka fyrst röddina og lækka síðan; hljóðið er líkast því er vagnhjól renna yfir frosna jörð.” Spazzo fanst vel við eiga að láta skemti- legan endir verða á söngnum, sem hafði byrj að svo vel. Hann læddist því út í garðinn og þaðan yfir í húsið, þar sem Praxedis og hinar stúlkurnar höfðust við, og sagði: “Þið eigið að koma tafarlaust til hertogafrúarinnar.” Stúlkurnar hlógu mikið að búningi hans, en komu svo með honum yfir í matarsalinn. Og enginn varnaði þeim inngöngu. “Veiztu hver orðið hefðu laun dansinS?” spurði Sindolt ungan munk, sem virtist vera mjög hnugginn yfir því, h’vemig komið væri. Munkurinn starði þegjandi á hann. “Sindolt bar til hendurnar á þann hátt, að það gat ekki átt við neroa eitt: “Hýðing.” 5. KAPÍTULI BURTFÖR EEKKEHARDS Hertogafrúin og fylgdarlið hennar stigu á hestbak snemma næsta morguns og hugðu á heimför. Ábótinn hafði ekki sótt málið fast, er hún afþakkaði alla viðhöfn í sambandi við burtförina, og ,það hvíldi mikil þögn yfir klaustrinu við skilnaðinn. En ábótinn var þó sjálfur þarna viðstaddur, því honum var vel Ijóst hvað við átti og kurteisin krafði. Tveir bræður voru með honum. Annar þeirra hélt á fögrum kristalsbikar, silfurbún- um, og í silfrinum glóði á fagra gimsteina og smaragða. Hinn hélt á litlum vínbrúsa. Á- bótinn helti dálitlu af víninu á bikarinn, óskaði fcinni tignu frænku sinni góðrar ferðar og b,að hana að drekka sér til en geyma síðan bikar- inn til minja um þennan fund þeirra. En hann liafði aðra gjöf með sér til von- ar og vara ef þessi skyldi verða talin ónóg. Það var líka silfurgripur, ekki ásjálegur hið ytra — líkast brauðhleif að útliti. En hann var fullur af gullpeningum. Ábótinn faldi þessa síðari gjöf undir kápu sinni, svo að eigi bar á. Heiðveig hertogafrú tók við bikarnum, sem henni var réttur, og lét sem hún drykki af honum, en rétti hann svo til baka og mælti: “Fyrirgefðu mér, kæri frændi, en hVað á kiona að gera með bikar? Mér er allt önnur skiln- aðargjöf í huga. Varst þú ekki að tala í gær um lindir spekinnar? Gefðu mér bók eftir Virgil úr safni þínu.” “Þú ert að gera að gamni þínu, eins og þú ert vön!” sagði Carló ábóti, sem hafði búist við mikilsverðari bón. “Hvað átt þú að gera við Virgil, sem ekki kant mál hans?” “Vitaskuld verður þú að gefa mér kennara með bókinni,” svaraði hertogafrúin alvarlega. En ábótinn hristi efablandinn Viöfuðið. “Hvenær hefir það orðið siður, að læri- sveinar St. Gallusar væru gefnir sem skilnað- argjafir?” “En frúin svaraði samt sem áður: “Þú verður að skilja mig. Ljóshærði dyravörður- inn á að vera kennari minn, og á þriðja degi hér frá, og eigi síðar, verður Mann og Virgil að vera komnir að dyrum hallar minnar Gleymdu því ekki að í mínum liöndum hvílir úrskurðurinn um deilumál klaustursins við- víkjandi löndunum í Rínardalnum og um einkaréttindi þess í Svabíu, og heldur ekki því, að eklii er óhugsandi, að ég fáist til þess að reisa klaustur fyrir lærisveina St. Benedikts á snösinni á Hohentwiel____Vertu sæll, herra frændi!” Craló ábóti gaf bróðurnum raunamædd- ur merki um að bera kaleikinn aftur inn í gripadierbergið. Heiðveig hertogafrú var svo náðug að rétta honum hendina, Spazzo veifaði hatti sínum, hestarnir prjónuðu, og fylk inginn hélt heimleiðis á hægu brokki. Heljarmiklum blómvendi var þeytt inn á milli gestahópsins frá varðmannsturninum. Það var sannarlega tröllaukinn vöndur.því að í honum voru eigi færri en sex sólarblóm, að ekki sé talað um ótölulegan grúa annara jurta. Enginn tók hann upp, qg hestarnir

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.