Heimskringla - 23.01.1929, Side 4

Heimskringla - 23.01.1929, Side 4
4. BLAÐSIÐA WINNIPEG, 23. JAN., 1929. HEIMSKRINGLA i l^dmskringla (Stofnatl 1886) Kemur at 6 hrerjam mWTlkode*!. EIGENDUR: VIKING PRESS, LTD. SSS »K 855 SARGENT AVE . WINNIPBG TAGStMI: 80 537 Ver« blaBslns er »3.00 árgangurlnn borg- lat fyrlrfram. Allar borganir sendist THE VIKING PIIE6S LTD. 8IGEÚ8 HALLDÓRS frá Hölnum Rltstjórt. IJtnnAnkrlli tll lilaTtnlnat THI VIKI.MIt PlllfiSS, Lttil., llox 810» Utanánkrlft tll rltntjáranm BDITOR HBIMSKRINGLA, Box 810» WINNIPBG, MAN. “Helmskrlngla is publlshed by The Vlklnit Prenn L,td. and printed by CITY PRINTING PlBLISHWíG CO. BftS-SSS Sarxent Ave., Wlnnlpex, Man. Telephone: . H6 »3 7 WINNIPEG, 23. JAN., 1929. Slíks eru manna dcemin Jack London — eða einhver annar,— sem ritað hefir sögur frá Alaska, segir einhversstaðar frá því, að þegar forystu- hundur í einhverju sleðaæki tekur að ger- ast gamlaður, hreyfingarnar að stirðna, augun að bila og tennurnar að, sljógvast, þá þurfi eigandinn að hafa sérstakar gætur á honum, svo að hinir hundarnir rífi hann ekki í sig, espaðir af þeim hund- inum, sem næstur forystuhundinum hefir gengið að kröftum, viti og snarræði. Hvort nokkur fótur er fyrir þessu, skal hér ekki um sagt; ef til vill hefir höfund- urinn lánað hugmyndina frá Kipling, úr frásögn hans um úlfana, að þetta sé ‘‘lög- mál frumskógarins.” Og ef til vill er þá þetta lögmál skrásett af mönnum, ekki samkvæmt þeim athugunum, er þeir hafa í raun og veru gert á dýrum merkurinn- ar, heldur á sjálfum sér, mannkyninu sjálfu. Dæmin eru þaðan nóg. Saman- ber tuttugu fullorðinsára reynslu Þor- steins Erlingssonar: “Þrælslund aldrei þrýtur mann, þar er að taka á nógu; hann gerði allt sem hundur kann hefði hann aðeins rófu.’’ Árið 1865 hóf ókunnur og umkomu- laus Meþódistaprestur, William Booth, prédikunarstarfsemi í tjaldi,’ er hann setti upp í Whitechapel, hinu ægilega öreiga- hverfi Lundúnaborgar. Hai\n prédikaði ekki einungis í tjaldinu, heldur fór inn í drykjukrærnar og prédikaði þar fyrir þeim vesalings lýð er þær fyllti, bannfærði þessi afhrök mannfélagsins og bað fyrir þeim í senn. “Ara you washed in the blood of the Lamb?’’ var undiraldan í öllu máli hans, viðkvæðið í hverri hvöt og hverri bannfæringu, er hann flutti. Og hann flutti “orðið’’ á þann hátt, að þessir ölóðu og áfengissýrðu garmar komust við sumir hverjir, svo að þeir létu “frelsast,” en allir stöðvuðu þeir fljótlega hnefa höggin, aðhiáturssköllin, klám og for- mælingastrauminn, sem þeir voru vanii að velta yfir þá fáu prédikara aðra, er voguðu sér inn í þetta iðukast eymdar, glæpa og svívirðingar. Það var eitthvað varmara og voldugra við raust og fram- komu þessa hvasseygða prgsts, með kónganefið mikla, en svo, að þeir fengju staðist. Og þar að auki fundu þeir til þess, að hann var óhræddur; að hann hegðaði sér ekki eins og gestur, er hefir villst úr lystigarðinum og rankar laf- hræddur við sér í ljónabúrinu; að hann leit á þá sem mannlegar verur, meðbræð- ur sína; óendanlega lítilsiglda, óendan- lega þjáða að vfsu, en engan svo fáráðan, engan svo vondan, engan svo saurgaðan, mann né konu, að hann ætti ekki upp- reisnar von, að hann væri ekki uppreisn- arinnar verður, að flekkir hans gætu ekki auðveldlega þvegist af í blóði lambsins. Og þeir uppgötvuðu annað, og þeim flestum líklega enn merkilegra. Þeir komust brátt að því að hann skildi það’ að þeir menn standast merkilega betur all- ar freistingar djöfulsins, sem geta fengið sér mettan kvið, eða hálfmettan að minsta kosti, nokkumvegin jafnaðarlega, heldur en hinir, sem verða bókstaflega að berjast um mat sinn í rennusteinunum við rottur og hunda, og hvílustað sinn í sorpi hliðargötunnar við sömu skepnur. Þessir vesalingar komust að því, að hver skildingur, sem William Booth gat sungið. kveðið, bannfært, beðið, togað og töfrað í hattinn sinn, gekk til skýlis, fata og við- urværis fyrir þá sem aumastir voru, með- an til hrökk. Og hópurinn óx stöðugt í kring um William Booth. “East London Revival Society” varð að “East London Christian Mission,” er varð að skipulögðum félags- skap 1875. Og eftir því sem prédikunar og líkn- arstarfssviðið stækkaði, eftir því óx Wil- liam Booth ásmegin, eftir því varð hann umsvifameiri, háværari og ákafari. Og 1879 var ‘‘Hjálpræðisherinn,” eða ‘‘Frels- isherinn” skipulagður undir forystu hans. William Booth var orðinn einvaldur yfir- hershöfðingi sjálfboðaliðs, á eilífri herferð gegn syndinni, dauðanum og djöfulsins valdi. Og með sálmasöng við trumbu- slátt og lúðraþyt, fór hann sigurför um alla veröldina undir blaktandi fánum. Eins og Bismark sauð saman Þýzkaland með “blóði og járni,” svo fóru hersveitir William Booth í mörgum deildum, en allar samtengdar með “blóði og eldi’’ sigri hrós- andi um öll lönd. En til þess að herferðinni yrði haldið áfram varð að koma upp köstulum um allan heim, til vamar og útrása gegn her- skörum syndar og glötunar, og starfsfé til þess að standa straum af þessu enda- lausa útboði. “Herinn” varð auðugur ■ að fasteignum og “hergögnum.” En William Booth missti aldrei sjónar á hinu upprunalega ætlunarverki hersins: að frelsa sálir aumustu smælingjanna, og frelsa í því skyni jaínaðarlega líkama þeirra fyrst. Hann dó ekki persónulega auðugur maður, að því er kunnugir full- yrða. Hann þurfti þess máske ekki. Hann var svo vafalaust ‘‘yfirhershöfðing inn,” af eigin dáðum, að hann lifði og dó með meira valdi yfir flokk sínum en páfinn á sér í sínu ríki, með óskoruðum rétti til þess að kjósa sjálfur eftirmann sinn. Hann gerði það leynilega og mælti svo fyrir, að' svo skyldi jafnan gert. Þegar hann dó, 20 ágúst 1912, kom það í Ijós, að hann hafði kjörið eftirmann siiín son sinn, Bramwell Booth, sem alla aafi sína hafði með honum starfað til eflingar Hjálpræðishernum. William Booth dó elskaður og virtur af öllum, jafnvel þeim, er enga skoðana- samleið gátu átt við hinar frumstæðu ‘‘eld-’’ og “blóð-” kenningar hans, og sem mest kipptu sér upp við allar þær ýkjur og öfgar, er auðvelt var að henda á í yfirborðsathöfnum “hersins.” En þeir viðurkenndu að fyrir starfsemi hans, eld- legan áhuga og ósérplægni, voru þúsundir, máske tugir þúsunda, “frelsaðir;” lífið orðið ótal olbogabörnum og aumingjum bærilegra, og þeir betri og nýtari menn en áður, sökum þess að hann hafði reynst hugsjón sinni trúr, aldrei misst sjónar á upphaflegu markmiði hersins eins og áð- ur er sagt Þessvegna laut ekki einung is ailur “herinn” höfði, heldur allur sið- aður heimur, eitt augnablik, er fregnin um lát hans og líkför barst frá heimili hans. Þess vegna, og sökum þess, að flestir viðurkenndu að hann hefði unnið starf sitt og grundvallað stofnun sína í kristilegum anda; langt um raunveru- lega kristilegri, en margar svokallaðar ‘‘kristilegar” kirkjur. En eins og flestar kristilegar kirkj- ur eru komnar býsna langt frá anda Jesú Krists frá Nazareth, svo hefir og farið með “Herinn." Hann hefir, sem þær, fært út kvíarnar með árunum; auk- ist að meðlimafjölda og auði. Og þá jafnframt, eins og þær, orðið fyrir því, að endurskin auðæfa og veraldlegra gæða hefir varpað glýju á augu flestra forystu- mannanna, svo að þeir hafa glatað marki stofnandans, og flutt sjónarmiðið nær sjálfum sér. Það þykja mörg þess merk. in, að síðan William Booth lézt, hafi inn- an “Hersins” æði mikið og sífellt meir og meir farið að bera á anda fjárgróða- stofnana, launa- og valdagráðugra sér- plæginga og pólitízkra braskara, og ekki sízt, á veraldlegum hernaðaranda, anda ofstækis og ofbeldis, fremur en anda frelsafans. Hafi menn viljað rengja þær raddir, er um þetta hafa heyrst, þá hafa þær frá Hjálpræðishernum sjálfum fengið óræka og ógeðslega sönnun máli sínu til stuðn- ings. Sonur og eftirmaður stofnandans, Bramwell Booth hefir um nokkurt skeið legið sjúkur, svo talið er víst að sá sjúk dómur beri hann að dauðans dyrum. Og nú, ekki fullum 17 árum eftir dauða Wil- liam Booth, er þessi kristilega stofnun, er hann kom á fót, svo djúpt sokkin, að aldrei hefir mannfélagsstofnun með at- höfnum sínum gefið greinilegri mynd af því hundseðli og úlfsnáttúru, er þeir lýsa Jack London og Kipling og getið er um hér að framan. Helztu leiðtogarn- ir:Lamb frá Kanada;systir hins sjúka for- ingja, Eva Booth frá Bandaríkjunum, og Higgins á Englandi, er næstur Bramwell Booth gengur að völdum og annast hefir yfirstjórn Hjálpræðishersins í sjúkdómi hans', eru nú svo óðfúsir í yf.hershöfðingja stöðuna, að ómögulegt er að bíða eftir því, að öndin losni við líkama foringjans. Af því að hann er lamaður, þá er sjálf- sagt að stökkva á hann og tæta hann í sig. Um það eru allir helztu leiðtogar þessarar "kristilegu” stofnunar, þessa sálubótarfélags, sammála. Hvort þeir verða jafn sammála um eftirmanninn, er annað mál. En það skiftir minnstu nú. Nú er fyrir öllu að fá þenna farlama for- ingja tættan í sundur; stjórnarskránni breytt. Á eftir má svo alltaf fljúgast' á um beinið; láta hendur skifta, þ. e. a. s. afl atkvæðanna, ér duglegustu lýðskrum- ararnir geta hóað saman. Og svo eru þessir “leiðtogar” búnir að þjálfa her sinn rækilega, að þegar “ensign” James Goodwin stendur upp á “herfundi” í Vancouver, og vill ,fá sönnur fyrir þeirri símfregn, að yfirhershöfðinginn sé settur af, þá segir höfuðsmaður hans, James Merritt, honum að setjast niður og þegja. Og þegar Goodwin gerist svo djarfur, í hrifningu æskumannsins og hollustu við dauðsjúkan foringja sinn, að segja að hann "álíti sig verri en Bolshevíka” — og það er vafalaust voðalegt orð í rnuhni eins vel þjálfaðs Hjálpræðisherforingja nú á tímum — “ef hann sviki yfirhershöfð- ingja sinn,” þá er hann settur út af sakramentinu umsvifalaust, vísað frá “herþjónustu,” um stundarsakir að minnsta kosti. Það á svo sem að vera góð og gild ástæða til þess, að leggjast þannig á lif- andi ná yfirhershöfðingjans, ef svo mætti að orði komast. Hjálpræðisherinn á að vera í voða, af því að æðsti leiðtoginn hefir.ekki getað gegnt störfum nokkra mánuði, og getur það ekki þann stutta tíma, er hann virðist eiga eftir ólifað. Allir skymbærir menn sjá að þetta er einber fyrirsláttur, að jafn rígskorðuð stofnun og Hjálpræðisherinn er löngu orð- inn, fellur ekki í stafi þótt yfirleiðtoginn fatlist eitt eða tvö ár frá verki, meðan vara maður hans annast embættið, og sérstak lega þegar ekkert sérstakt er á döfinni; er engu meiri hætta búin en t. d. róm- versk-kaþólsku kirkjunni væri, þótt páfinn missti heilsuna um jafn langan tíma, eða Standard Oil, þótt Rockefeller fatlaðist frá störfum um tíma. Hér er um engar orsakir aðrar að ræða en auðvirðilegustu séirplægnishvatir. Og með öllu þessu stappi, sem nú er komið fyrir dómstól- ana, er þa<5 vafamál hvort “Herinn,” sem kristileg stofnun, er ekki komin niður á borð við það, sem kristin kirkja hefir lagt sig flatast, t. d. á ófriðartímunum. Eða er hægt að hugsa sér nokkuð sem er öllu ógeðslegra en þessa ‘‘kristilegu’’ kös, utan um banalegubeð foringja síns, æp- andi að honum og hver að öðrum, krefj- andi réttar síns, að fá að kasta hlutkesti um kyrtil hans, meðan hann hangir enn á þessum krossi, aðeins ósálaður? Einhvemtíma hefðu strangtrúaðir menn þótzt sjá tilkynningu um vanþókn- un Drottins á öllu þessu þvargi í þeim atburðum, að á yfirráðsfundi Hjálpræðis- hersins í Lundúnum, þar sem undirbúa skyldi til samþykkis afsetningu yfirhers- höfðingjans, féll einn af helztu fyrirlið- unum, William Haines, vara formaðnr ráðsins, dauður, í miðri, þrumandi ræðu. er hann hélt um afsetninguna. Og þá það, að rétt um sama leyti, gott ef ekki sama kveldið, varð Higgins, varamaður yfirhershöfðingjans, fyrir bílslysi, svo að mjög litlu munaði að hann biði bana af. * * * En svo vér snúum aftur að efninu, þá verður það að játast, að slíks eru svo sem manna dæmin. Gömul saga. Og ekki bundin við kirkjudeildirnar, né for- tíðina. Vér þekkjum öll nóg dæmi. Stórlátar, fagrar hugsjónir fá byr annað- hvort af því að stórmenni ber þær fram til sigurs, eða að fleiri menn, góðviljaðir miðlungar, fylkja sér um þær í augna- bliks eldmóði. En svo kemui afturkastið; þfegar stórmennið er látið, eða mesti eldmóðurinn farinn af miðlungunum, svo að raddir sérplægninnar, er þeim liggja jafnan ofarlega í hálsi.nái að láta til sín heyra. Úr því verður málstaðurinn að bíða þess, að búið sé að varpa ten- ingunum um æðsta sessinn og kyrtil foringjans. Fáir hafa tíma til þess að bíða eftir því að staðan heimti þá. Þeir heimta stöðuna. Hver labbakúturinn telurrsér þá trú um, að einmitt hann sé einmitt nú ómissandi í einmitt þessa stöðu. Og til þess er skrumað og skriðið fyrir höfðatölunni, sem ó- völdust er, einföldust og sljó- skyggnust. Fyrir þá hagnaðar og bitlingavon pranga menn burtu sál og sannfæring. Til þess eru hrossakaupaloforð gef- in — til þess að svíkja þau; menn sviknir; málefni svikin. Þess vegna er það allt of sjald- gæft enn þá, að “leiðtogarnir” þurfi verulega að óttast sam- keppnina, sem Þorsteinn lýsir svo .aðdáanlega, að þeir þurfi að óttast það, að hundarnir dragi “hróður þann” af þeim, “að þeir flatar flaðri en hann framan í þá, sem slógu.” Frumherjar (Framh.) Grítnur Thomsen v *** Grímur — þeir gáfu honum þetta heiti i skírninni, en þaS er sem örlaga dísirnar hafi ráöiö nafni. Svona fallega norrænt nafn fór einkar vel á einhverju hinu allra nor- rænasta skáldi á Noröurlöndum. En hvernig fæ ég nú varið þessa stórkostlegu staðhæfingu ? Hvaö er helzta eðliseinkenni þjóöflokksins nor- ræna? 1 hverju stóðu forfeðurnir framar en aðrar fornþjóðir? Ýmsir segja að speki, en Hávamál, þó djúpsæ séu, verða trauðlega tekin fram yfir heimspeki Grikkja. I dómgreind og stjórnvizku virðast mér Rómverjar taka öðrum fram I skáldlegu háfleygi jöfnuðust náum ast nokkrir við Gyðinga. en Kín- verjar á dögum Kongste (Konfús-* íusar) oig Lao-tse náðu einna mestum nienningarþroska. Hverjir voru þá yfirburðir vors kappa-kyns?. Hreyst- in og áræðið. Engin fornþjóð lagði öruggari út á úthafið, og engin átti sér jafn viðient landnám. Ekkert Ginnungagap gerði þeim geig; eng- ir erfiðleikar öftruðu þeim til lengdar. I þessu landnámi kom dirfska þeirra og þróttur einna bezt í ljós, en síðar meir sézt hann í erfiðri lífsbaráttu ótal alda hjá Vorri eigin þjóð. Vér höfum verið kvaldir af konung um, kúgaðir af klerkunum, sveltir af samvizkulausum okrunum, strádrepnir af drepsóttum, brenndir í ægilegum eldfjallagosum, hrjáðir af hafísum, hálfærðir af hjátrú, en samt áttum vér alltaf einhverja manndáð til mót- spyrnu. og vor kotungalýður kysti aldrei auðsveipur á kúgara höndina. Æðstu auðæfi vor geymast í þessum æ'.tararfi. Fyrstu framfaraspor tslendinga lágu ekki út í heiminn til eftingrensl- unar um annara hagi, heldur um sin eigin hugtún, til að finna þar lífjurt- ir, sem gætu þeim til mestrar gæfu gróið. Allir kannast við konungsdóttirina í álögum. . Engin þjóðsaga hefir náð annari eins hylli hjá íslenzku þjóðinni. Ósjálfrátt vissi hún að hér var hennar eigin saga sögð, og lausnarorðið lá á vörum skáldanna. Skáldskapurinn er nokkurs konar töfralykill, sem leysir kraftinn úr læðinigi, og lýkur upp fólgnum fjár- hirzlum. Vor allra dýrmætasta andlega auð- lind eru fornsögurnar. En að hvaða gagni hafa þær okkur orðið? Miklu að vísu, en þó hefði það efa- laust getað orðið miklu meira, ef að í fullan aldarfjórðung hafa Dodds nýrna pillur verið hin. viðurl^enndu jneðujl, við bak- verk, gigt og bröðru sjúkdóm- um, og hinna mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfabúð um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Toronto 2, Ont., og senda andvirðiö þangað. við hefðum vanið okkur á að skoða þær fremur bjarkir en bautasteina. , Andlega skorpnir fornfræðingar rýna i skinnskræðurnar þangað til orðin verða þeim alheilög, en hér á það einnig við, sem Kristur kendi r að bókstafurinn deyðir, en andinri lífgar. Svona fóru líka Hindúar, Kínverjar og Gyðingar með fornrit sin, þangað til þau urðu, í meðvitund manna aðeins óskeikull en andlaus annáll, sannsögulegra viðburða. Það er eðli alls lífs, að framleiða líf í endalaust fegri og fullkomnari lifsmyndum. Fornsögurnar hefðti átt að frjófga anda íslenzkra skálda og knýja þau til að yrkja ennþá feg- urri og fullkomnari listaverk. En almenningi hefir verið talin trú um að- þetta væri ómögulegt. Fornsögurnar væru svo fullkomnar að ógjörningur væri að endurbæta þær með öðrum búningi. Slíkar tilraunir ættu æfin- lega eitthvað skylt við það ofurdram,t» sem ætlaði sér að yrkja “Uias post Homerum,’’ svo ég noti orð eins forn fræðingsins. Með þessu hefir andí vor stirðnað i viðjum hins forna forms. Fornsögurnar eru að vísu listaverk. á sina vísu, en þær skortir samt all- mikið til þess að vera fullkomin fajg- urfræðisleg fra’msetning á högum og^ hugsun manna. Þær bregða upp töfrandi leifturmyndum af mönnum og viðburðum, en þær myndir eru engan vegin skýrar. Við getum engan vegin sagt að við gjörþekkjumr Guðrúnu né Gunnar, Skarphéðin né Njál, Höskuld né Mörð. Lanig oft- ast geta menn aðeins ráðið í þær á- stæður, sem ráða athöfnum manna. og hugsjónir þeirra og tilfinningar eru oftast vandlega duldar. Nei,, það eru nægilegar eyður til að yrkj^. upp í skörðin. Það verkefni bíður stórskáldanna, en hver tilraun í þessa átt er í raun og veru lofsverð. Englendingar áttu sér Marlow, áður en þeir eignuðust Shakespeare, og; það er efasamt að höfuðskáld Breta hefði orðið því líkur snillingur, sem hann reyndist, ef smærri spámenn- irnir hefðu ekki leiðbeint honum í listinni. Það er minni vandi aS yrkja ágætlega eftir að lésa óð þeirra sem yrkja vel. Vonandi eiiga Islendingar eftir a5 framleiða ódauðleg skáldverk úr efni fornsagnanna. Volduga söngleiki, hádramatisk leikrit, ódauðleg Ijóð og djúpspakar skáídsögur munu af þeirrt fæðast, er aldir líða. Grímur varð einna fyrstur til þess- að yrkja ljóð út af fornsögunum, em fáir hafa gert það betur, eða jafnvel engir, að Stephani G. undanskildum. Grímur endurlífgar fornhetjurnar ý það er aðal atriðið. Vér gerumst farþegar á byrðing Indriða; görngtim til víga með Halldóri; þreytum leik með Hemingi; eignumst andlega stæl- ingu Ólafar og harm Hildigunnar. íslendingum hleypur kapp í kinra þegar þeir lesa um afreksverk áa sinna hjá Grími. Atvikin verða nær stæð; sögu persónurnar ljóslifandi. Já, svona voru þeir sem gerðu garðinm frægann; reynumst vér, niðjarnir, eins djarfir í sóþn og öruggir til á- I

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.