Heimskringla - 23.01.1929, Blaðsíða 5

Heimskringla - 23.01.1929, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 23. JAN., 1929. HEIMSKAINGLA 5. BLAÐSlÐA ræðis, mun au'öna Islands aldrei þverra. Grímur getur okkur ekki neina viö- kvjema vöggusöngva; hann yrkir um karlmennsku, af því hann mat hana einna mest af öllum mannlegum dyggö- um, alveg eins og Jónas kvað sín undurfögru landslagsljóS af ást til ættlandsins. En þessi mögnuöu kappakvæSi urSu jafnframt frónskir hersöngvar , framfarabaráttu þjóS- arinnar á öldinni liSnu. Grímur hefir veriS talinn fremur kraftaskáld en listaskáld, af því hann brýtur allvíöa í bága viö viSurkennd- ar rímreglur. Samt segir Einar Benediktsson aS hann sé mesti form- snillingur allra sinna samtíSar skálda. Hvernig má þetta samrýmast? Getur nokkur ort listrænt á íslenzku, sem ekki fylgir rímfræöisreglum, og hvernig getur þvílíkur skáldskapur haldist formfagur. Byggingameist- arinn getur aS vísu veriö listamaSur enda þótt hann sé enginn afburöa smiSur, og smiöurinn er, í orSsins fyllsta skilningi, ekki listamaSur þótt hann sé handlaginn. Samstarf huga og handar er auSvitaS nauSsynlegt ef fagurt skal byggja, en þáS er þó hinn skapandi andi skáldsins. sem letrar sín ljóö í hverri línu og boga musterins mikla, enda þótt hendur hans hafi ef til vill ekki heflaS, né fellt fjalirnar saman. Andríkum skáldum veitir oft erfitt aö smíöa eftir máli, og hættir meira til aö brjóta fyrirskipaSar reglur, en þeim, sem æpa eftir nótum, enda er þaS frumréttur snillingsins, aö brjóta sér nýjar brautir. ÆSsta miS allra lista er aö velja hugsjónum sinum viSeigandi efnis- búning, en því tákmarki veröur náS, í skáldskapnum, þegar oröin eiga viö hugsunina, og hjarta heyrandans tekur aS slá í takt viö undirspil kveö- andans. Frá þessu sjónarmiSi er Grímur fornsnillingur. Tökum til dæmis kvæSiS Sprengisandur. ÞaS er sem viö heyrum hófadyninn á grjótinu, en undirtónnipn er einstæSingsóttinn viö allt hiö óþekkta og kvæSiö veröur hádramatisk lýsing á lífsgöngu mannanna. Andi vor leitar alltaf af úr öræfunum aS þjóö- brautum þúsundanna. Grímur var oröheppinn meS af- brigöum, enda geymast ótal setning- ar úr óSi hans á alþýSuvörum í dag. Orö hans voru frumleg og fasmikil, hugsunin djúp og djarfmannleg. Athugum til dæmis kvæðiS “Jesús skrifar á sandinn.” Fyrst lýsir hann því hvernig lausnarinn: “skrifar henn ar skuld á sandinn”— hennar, sem lögmálsþrælarnir vildu grýta fyrir gefna sök, og endar svo kvæöiS meö þessum yndisfögru orSum:....... “blés á letriS bróSurandinn, bókstafirnir fuku til.” Gott heföu þeir guð- hrœddu af því aS hugleiöa þessi orS. HefSi alltaf veriö svona prédikaö á Islandi, myndi þjóöin vera fremur kristin en bara lútersk. Grímur þýddi mikiö úr öSrum málum, einkum forngrízku. Hér er þó ekki um þýSingar aS ræSa í venju legum skilninigi. Hann yrkir kvæSin upp og endurskapar þau í al-norrænum anda, svo Euripides tekur aö yrkja eins og innblásinn “landi,” og Pindar tónar sinn töfrabrag sem íslenzkur óSsnillingur. Stundum byrjar Grímur bersýnilega á þýöingum, en hættir því undir- eins og tekur aS yrkja upp á eiginn reikning. Fyrsta ljóSlínan: “Táp og fjör og frískir menn’’ er þýöing úr svensku: “Mandom, mod och morske men.” En eftir þaö er kvæSiö frumsamiö. Sama er aö segja um: “HeyriS vella á heiöum hveri.” ÞaS lítur þannig út á svensku: “Hör hur herligt sangen skallar.” Hvernig stendur á þessu? AuSskiliS mjög. Þegar skáldiS tek- ur aö þýSa ættjaröaróö útlendra skálda, hverfur hugurinn þangaS, sem hjartaö átti heima — til Islands. Grimur fann aö hvar' sem leiöin lá: “....um láö eöa milli öldu hrygigja,” þá átti bugurinn alltaf Ó8öl sín á ættjörSunni. Þess vegna Átakanlegt Herra ritstjóri! Eg sé af Heimskringlu 26. des., síSastl., aS herra Benjamin Kristjáns- son fer lofsamlegum oröum um hneykslanlega rógritsmíS um Kína, birta í Prestafélagsritinu s. á., eftir mann, sem Kínverjar hafa veriS svo seinheppnir aö þola landsvist nokkur ár, en svo farast hr. B. K. orS um ritsmíö þessa: “Lýsir hann (þ. e. greinarhöf.) mjög átakanlega barnaútburði og andlcgri neyð Kínverjanna (sic) og gefur góöa hugmynd um kristniboös- starfsemina í Kína og árangur henn- ar.” En svo vill til, aS ég hef minnst greinar þessarar, lttillega þó, í þeim þætti hinnar nýju og bráöum fullgeröu bókar minnar (“AlþýSubókin”), sem ég nefni Maður, kona, barn, og sendi yöur hér til góöfúslegrar birtingar afrit þeirrar blaSsíSu úr handriti mínu, þar sem minnst er þessarar á- takanlegu ritsmíöar: “....Þó er ein skoSun viturlegri en allar aSrar, sem ég hef heyrt um upphaf barna, og er hún sú, aS stork- urinn komi meS þau í nefinu, eöa aö þau hafi fundist niSur í fjöru. Sumir vilja halda því fram, aS börn komi í heiminn meö póstinum eSa aS læknirinn flytji þau meS sér í tösku, og er þaS sömuleiöis stór- viturleig kenning. En þar hefst í senn sorgleikurinn og skrípalætin, aS börnum skuli eigi vera veitt viStaka, yfirleitt, í fullu samræmi viö þesar óhlutdeilnu og órefjagjörnu kenning- ar. Og svo aS ég víki aS ástandi þessara mála á íslandi, þá þykir mér mjög seilst um hurSarás ti^ lokunnar. Þegar trúboSsrægsni nokkurt (sbr. PrestafélagsritiS 1928) gerist óöamála um barnaútburS í Kína, meSan Reykja víkurbær er í háa ofti af glæsilegum vonum um aö takast megi aö kreista lífiö úr óskiligetnum börnum meS því aö færa niöur meölag meö þeim, og á meS þessum hætti aö bæta siöferöiö meS þjóSinni. — Er annars undur mikiö, aS eigi skuli til vera heimild fyrir því aö hengja, án dóms og laga, menn, sem berjast fyrir slíkum hugsjónum ........... .....MeS því aö þjóSfélagiS er til vegna mannsins, þá liggur þaö í hlutarins eSli, aö barniö er undir- stöSuatriSi allra félagsmála. ÞaS er á barninu, sem þjóSfélagiS rís, og undir því, hver rækt er sýnd barn- inu, er komin vehnegun hvers þjóö' félags og framtíS hvers ríkis. ÞaS er ákáflega þýöingarmikiö, aS menn vilji upp ljúka augum sínum fyrir þessum sannleika, sem svo er stór- kostlegur, aö hann þurkar út flesta aSra speki, og svo einfaldur, aö þaS tekur skrælingja til aS skilja hann ekki. Eg vona aS ég þurfi ekki aö útskýra hann nánar fyrir íslendingum, sem hafa alveg nýlega lesiö svo á- takanlega grein um barnaútburS í Kína, enda er mér sagt, aS auSvalds- kerlingar í Reykjavík séu ákveönar í því aö skjóta saman og senda greinarhöfund af staö til Kína á ný til þess aS sporna viö þessari óhæfu, — en á meSan á aö halda uppteknum Iiætti heima fyrir og reyna aö þrýsta niSur meSlagi meS munaSarleysingj- um, ef ske kynni, aS fólk léti sér segjast af slíku og bætti um siSferöi sitt. — HvaS Kina snertir aS ööru leyti, þá ættu menn aS lesa Bertrand Russell (The Problem of China, N. York, The Century Co., 1922> og T’ang Leang-li (China in Revolt, How a Civilization Became a Nation, Douglas, London 1927) — en ekki óupplýsta og óvandaöa trúboösdóna.” Svo mörg eru þau orö. — Blööum á íslandi er heimilt aö taka þau upp, hvaS ég geri reyndar ekki ráö fyrir varS allt útlent brotasilfur aS íslenzku gulli í höndum hans. Fáir hafa unniö Fróni meira en Grímur, og hann varS sá lánsmaöur aö mega lifa ættlandi sínu til láns og sóma. (Frh.J. Dánarfregn Þann 23. des. síSastliSinn, and- aSist aS heimili sonar síns, dr. Jóns Árnasonar Jónssonar í borginni Ta- coma, Wash.. öldungurinn Árni Jónsson, 78 ára aS aldri. Bana- mein hans var langvinnur heilsu- brestur og ellilasleiki. Árni olst upp aS mestu leyti hjá 1850, á Kirkjubóli í HvítársíSu i BorgarfirSi. Fpreldrar Árna voru Jón Arnason og Halldóra, er lengi bjuggu á Kirkjubóli. Jón var bróS- ir ÞórSar, föSur Hjartar rafmaigns- fræöings í Chicago. Árni ólst upp aö mestu leyti á Ánabrekku á Mýrum, hjá GuSrúnu Einarsdóttur, sem, aS mig bezt minn ir, var fósturmóöir hans. Eftir aö Árni var fulltíöa maSur flutti hann til átthaga sinna, austur yfir Hvítá, og kvæntist þar ungfrú Steinunni Jónsdóttur, frá Kjalvararstööum í Reykholtsdal. Munu þau hafa búiö á KreggstöSum og Vallakoti í Anda kíl þar til 1883, aö þau fluttu vestur um haf til Austur-Kanada, hvar þau dvöldu um margra ára skeiö. Árni missti konu sína Steinunni 1902. Frá Austur-Kanada flutti hann til Mani- toba og þaSan til NorSur Dakota. Frá Dakota fluttist hann meS syni sínum, John Árnasyni Johnson, M. D.. til Tacoma, Wash. Árni og Steinunn eignuSust 4 syni: 1) Jón; 2.) ÞórSur, (dóungurj; 39 Valdimar; 4.J ÞórSur. John er læknir í Ta- coma; ÞórSur er þar hjá bróöur sín- um, Valdimar er fiskikaupmaSur í Minnesota. viö Lake of the Woods. Barnabörn : Harold Valdimar John- son, stúdent frá Parkland College, Wash., og Miss Elsie Elinor, dóttir Valdimars í Minnesota.. Arni var friSsemdar og; geöprýöis- maSur meö afbrigöum. I ungdæmi minu, þá ég þekkti hann, var hann skemtimaöur og fyndinn, og þegar ég mætti honum aftur fyrir nokkrum árum síSan hér á ströndinni, sá ég sama hógværöar og gleöisvipinn, sem auökendi svo vel IifsgleSi hans. — Ekki var Arni auömaöur; frekar fá- tækur var hann vist alla æfi, en láns- mann mætti kalla hann, meS því aS hann átti son sem braust í gegnum allar torfærur fátæktarinnar og náSi hárri mentun í læknisfræSi og haföi þar fyrir bæöi getu og vilja, til aS gera elliár gamla mannsins róleg og farsæl allt til enda. Vel má geta þess í sambandi viS þaö sem sagt er hér aS framan, aö frú Johnson, sem er kona af norsk- um ættum, lætur ekki sinn hlut vera minni, þá ræöa er um þaS, sem er gott og göfugt. Likförin fór fram frá Linn lík- stofunni í Tacoma. Arni var jarS- settur í hinum gullfagra nýja igraf- reit Tacomaborgar, þann 26. des- ember 1928, aS öllum sonum hans viöstöddum. Eg á engin betur viSeigandi orS, sem kveSju til æskuvinar míns, en þessi orö úr fjallræSu Krists: “Síelir ertt friösamir, þvi þeir munu guSs börn kallaöir veröa.” BlessuS sé minnig liins framliöna. T. M. Borgfjörð. Unglingafélag Sambandskirkju býst í sleöaför (tobogganing party) fimtu- daginn 24. janúar og eru allir ung- lingar velkomnir aö taka þátt í sleöa- förinni. Eru þátttakendur beönir aS safnast saman viö Sambandskirkju, Banning og Sargent, kl. 8 síödegis— fimtudaginn 24. janúar. aö þau þori, nema Alþýöublaöiö. tneS því aS Kínatrúboö er í flokki þeirrar lukkulegu vitleysu, sem er friöheilög jafnvel á Islandi, þar sem menn geta þó ekkert haft upp úr Kínverjanum meö því aö ljúga inn á hann kreddum. Vinsamlegast, y§ar einlægur, Hattdór Kiljan Laxness. Los Angeles, 16. jan. ’29. Fjær og nær ROSE George O’Brien og Lois Moran í myndinni “Sharp Shooters,” sem allan seinni helming þessarar viku verSur sýndur á Rose, er einkar skemtileg og spennandi. Hvort er rétt Pyjamas is, eSa py- jamas are? Sá er skýrir myndir fyrir Fox félagiS hefir veriS aS brjóta heilann um þetta og átt manga andvökunótt út af því í sambandi viö skýrinigu á myndinni “Pyjamas” eft- ir Olive Borden. Og þaS versta er, aö hann getur ekki lokiö viö hinar skýringarnar, fyr en þessi gáta er ráöin. SjáSu hvort er rétt meö því aS sækja Rose leikhúsiö á fimtu- föstu- og laugardag. ^ Corinne Griffith sá “AldingarSinn Eden” fyrst leikinn i Þýzkalandi. SímaSi hún United Artist fél. aö kaupa leikinn og láta gera hreyfi- mynd af hönum. Þennan áhrifa- mikla leik gefst nú þessvegna kostur á aö sjá á Rose á mánudag., þriöjud. og miövikudag ínæstu viku. WONDERLAND “Hard Boiled Haggerty,” heitir nýjasta myndin eftir Milton Sills, er á fimtudaiginn kemur veröur fyrst sýnd á Wonderland. Þykir hún aS verSugu afbragSs góö. Molly O’Day leikur franska stúlku og er eitthvaS leyndardómsfullt viö hana framan af. En söguhetjan verður dauöskotin í henni og byrjar þaS ástaræfintýri á heldur kómiskan hátt. En báöar bjóöa persónurnar í leiknum þann yndisþokka af sér aS áhorfendunum erú þær kærar löngu fyrir leikslokin. “The Latest from Paris” heitir Metro Goldwyn-Meyer mynd, sem næsta mánudag veröur á Wonderland sýnd. Tilefni þeirrar myndar er “ViSskiftin og ástarlífiö.’’ Leikur Norma Shearer aSal persónuna og rná | DYERS * CLKAXERS ( I.TO, gTjöra þurkhreinsun samdægurs Bæta og gjöra vií$ ! Sfnii 370«! WinnlpeKT, Man. nærri geta, hvort ekki er eftirtekta- vert. Dixon námafél. hefir veriS aS kaupa upp hvert námasvæöiö af ööru í Noröur Manitoba og er nú í óöa önn aS setja námarekstur þar af staS. Er gott til þess aö vita, aö menn sem vita hvaS námarekstur er, skuli hafa þaS traust á þessari fram leiösluigrein í fylkinu. FélagiS aug- lýsir á öörum staS í blaöinu og býSur mönnum aS verSá hluthafar meö sér í þessu mikla námalandi þar nyröra. Munu þeir er meö fréttum hafa fyllst af svæSum þessum í blööunum, ekki hika viS aö kaupa hluti, ef þeir á annaS borS hyggja á kaup á náma- hlutum. DIXON MININGCO.Ltd. (Stofnað samkvæmt sambandslögum Canada) STOFNFÉ 2,000,000 HLUTABRÉF No par value Félagið hefir í fjárhifzlu sinni 800,000 hlutabréf. Félagið hefir ekki meira á boðstólum en 100,000 hlutabrél / a 50 c. hvern hlut Seld án umboðsmanna og kostnaðarlaust. FJEÐ NOTASTTIL FREKARI STARFA f FJELAGSÞÁGU Líttu nu a! ÞETTA SKILUR FJELAGINU EFTIR f FJÁR- HIRZLU SINNI ENNÞÁ 700,000 HLUTI. Eignir : Nærri 5000 ekrur af náma landi, valiS af sérfræSingum í því efni, allt mjög nærri járnbraut í nánd viö Flin Flon og Flin Flon járnbrautina. ÚR 12 NÁMASVÆÐUM AÐ VELJA Dixie Spildurnar UtbúnaSur bæSi næg- ur og góöur. Af því sem numiö hefir veriö sézt, aö Kvars æö ein, sem á mörgum stööum hefir veriö höggvin og rannsökuS, 3000 fet á lengd, hefir sýnt hve ögrynni af málmi þarna er, svo sem gulli, silfri. blýi og eyr, sumstaöar yfir 11 fet á breidd. Waverly Spildurnar UtbúnaSur nægur og góöur. Þessi spilduflokkur hef- ir sulphide-æS, nokk- ur þúsund fet á lengd, sem gnægö auös í gulli, silfri og eyr má vinna úr. Einnig hefir þarna veriS uppgötvuS þýö- ingarmikil æö, sem úr horni af 300 feta löngu og 4 feta breiöu, var tekiS $54. viröi af gulli, silfri, blýi og eyr. Ujn«r cnilrliirnnr Radiore mælingar og kannanir sýna miklár1 lík- **Ili<** spiIUUI llal ur tj| ag augur sé mikill á þessum svæðum.. VélaútbúnaÖur 2 Small Diamond Drills, 1 Large Drill, 1 Complete Compressor, Outfit with hoist, Ore Bucket, Ore Wagon and Miniature Rails, 2 Complete Bl^icksmith Outfits, 1 Complete Assaying Outfit, 2 Large Motor Boats, 1 Barge, 2 Canoes with Outboard Engines, Horses, Caterpillar Snowmobile and all ne cessary small tools and equipment, also 3 Complete Gamps. 100,000 hlutir er alt sem selt verður í þetta sinn LesiS þetta aftur og íhugiö og þér muniS sannfærast um aö nú er tíminn til aö kaupa. PÖNTUNUM Á 50 C. HLUTINN VerSur veitt móttaka á skrifstofu félagsins 408 Paris Building Winnipeg eða hjá agentum vorum, WOOD DUDLEY and HILLIARD, LIMITED, 305 McArthur Building, Winnipeg, Man.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.